Pútín: Svívirðilegur glæpur

Vladimír Pútín Rússlandsforseti.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti. AFP

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, lýsti skotárásinni á Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu, sem svívirðilegum glæp. Kveðst hann vona að Fico verði fljótur að jafna sig. 

Fico er í lífshættu eftir að hafa verið skotinn mörgum skotum eftir ríkisstjórnarfund eftir hádegi í dag. Hann var fluttur með þyrlu til borgarinnar Banská Bystrica.

„Ég veit að Robert Fico er hugrakkur maður. Ég vona mjög að þessir eiginleikar hans muni hjálpa honum að standast þessa erfiðu stöðu,“ segir í yfirlýsingu frá Pútín.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert