Óljóst hvort Fico lifi af árásina

Fico hneig niður þegar hann var skotinn fimm sinnum í …
Fico hneig niður þegar hann var skotinn fimm sinnum í dag. AFP

Óljóst er hvort slóvakíski forsætisráðherrann Robert Fico lifi af banatilræðið sem gert var að honum fyrr í dag, þegar hann var skotinn fimm sinnum á leið sinni af ríkisstjórnarfundi.

Fico er að „berjast fyrir lífi sínu“, að sögn Roberts Kalinaks, varnarmálaráðherra Slóvakíu. Ráðherrar ávörpuðu fjölmiðla fyrr í kvöld. Þetta kemur fram í umfjöllun breska ríkisútvarpsins.

Kalinak bendir á að Fico hafi legið undir hníf skurðlæknis í rúmlega þrjá tíma og er í lífshættu. Heilsa forsætisráðherrans sé „afar alvarleg“.

Einn hefur verið handtekinn grunaður um verknaðinn.

Árásin vegna skautunar

Matus Sutaj Estok innviðaráðherra sagði banatilræðið við Fico vera árás á lýðræðið. Hann sagði að ráðherrann hefði verið skotinn fimm sinnum og margt benti til þess að árásin hafi við „pólitísk“.

Estok kenndi hatursorðræðu á samfélagsmiðlum um skotárásina og hvatti landa sína til að svara ekki hatri með meira hatri.

Forsætisráðherrann er afar umdeildur en hann tók aftur við embætti í október. Hann hefur stöðvað vopnasendingar til Úkraínu og er sagður hliðhollur Rússsum.

Þá hafa hafa þúsundir Slóvaka mótmælt áformum hans um að breytingar á ríkisútvarpi Slóvakíu. Mótmæli áttu að fara fram í dag, undir forystu stjórnarandstöðunnar í landinu, en þau voru blásin af vegna banatilræðisins.

Fjölmiðlar samsekir

Estok innviðaráðherra ávarpaði síðan fjölmiðla beint og sagði þá samseka í að kynda undir þunga samfélagsumræðu.

„Mörg ykkar voru meðal þeirra sem ræktuðu þetta hatur,“ sagði Estok og benti á að fjölmiðlar bæru „samfélagslega ábyrgð“ um að berjast gegn hatursorðræðu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert