Umfjöllunin hefði kostað 150 milljónir

Elon Musk og Haraldur Þorleifsson áttu í snöggri deilu á …
Elon Musk og Haraldur Þorleifsson áttu í snöggri deilu á Twitter fyrr í vikunni. Samsett mynd

Umfjöllunin síðustu daga um Har­ald Þor­leifs­son, frum­kvöðul, hönnuð og nú síðast tónlistarmann, er metin á rúmar 150 milljónir króna samkvæmt markaðsfyrirtækinu Digido. 

Arnar Gísli Hinriksson, einn af stofnendum fyrirtækisins, segir mælinguna gerða út frá viðmiðum um hvað umfjöllun af þessari stærð hefði kostað hefði hún verið keypt. 

Sumir stærstu fjölmiðlar heims hafa fjallað um málið og yfir 15 þúsund tíst hafa verið birt um það. 

Vísað í deilurnar fimm sinnum á mínútu 

Eins og mbl.is hefur áður greint frá hafa Haraldur og forstjóri Twitter, Elon Musk, eldað grátt silfur saman í vikunni. Erjurnar hófust þegar Haraldur, sem hefur starfað fyrir Twitter, leitaði svara hjá Musk um hvort honum hefði verið sagt upp eða ekki.

Musk sakaði þá Harald um að hafa lítið sem ekkert unnið fyrir fyrirtækið, og hafa notað fötlun sína til skjóta sér undan vinnu. Musk hefur nú beðist afsökunar á ummælunum og eytt tístunum. 

Ritdeilur fyrrum samstarfsbræðranna hafa vakið mikla athygli í netheimum, en samkvæmt útreikningum Digido hafa um fimm tíst eða fréttir birst um málið á mínútu hverri undanfarna daga.  

Halli nýtir tækifærið með frábærum hætti

Fylgjendum Haralds fer fjölgandi í kjölfar deilunnar við miljarðamæringinn en fylgjendahópur hans hefur á aðeins örfáum dögum stækkað úr 60.000 í 245.000.  

Arnar segir áhugavert að fylgjast með Haraldi í kjölfar ritdeilunnar við Musk.

„Hann gefur út þetta lag, sem er smá óvænt útspil,“ segir hann og kveðst ekki telja tímasetningu útgáfunnar tilviljun eina.

Haraldur sé augljóslega að nýta tækifærið og geri það með frábærum hætti.

„Hann er náttúrulega bara að verja sína hagsmuni og sitt fyrra starf, og svo náttúrulega nýjan tónlistarferil líka,“ bætir hann við.

„Það er erfitt að lesa í Halla og eiginlega jafn erfitt að lesa í Elon Musk.“

Málfrelsið á miðlinum algjört

Elon Musk hét því að minnka ritskoðunarstefnu eftir að hann tók við sem forstjóri TwitterArnar veltir því fyrir sér hvort ritdeilurnar hafi verið leið fyrir Musk til að sýna að málfrelsið sé algjört á miðlinum. 

Með því að fara í Halla og gagnrýna hann og hans líkamlegu fötlun er hann að sýna að það má tala um allt á miðlinum.“

Arnar segir mátt samfélagsmiðlanna í þessum efnum vera ótrúlegan. Miðlar eins Twitter geri fólki kleift að eiga í skoðanaskiptum við fólk af frægðargráðu Elon Musk, en hann er með næstflesta fylgjendur á Twitter, en sá sem hefur þá flesta er fyrrverandi Bandaríkjaforsetinn Barack Obama.

Þess má geta að samkvæmt greiningu Digido er Elon Musk sem vörumerki stærri en Ísland og matvörubúðin Iceland til samans í leitum á Google.

mbl.is

Bloggað um fréttina

  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK