Unga fólkið þarf öðruvísi aðhlynningu

Reynir Ingi Árnason tók nýlega við sem framkvæmdastjóri Expectus.
Reynir Ingi Árnason tók nýlega við sem framkvæmdastjóri Expectus. Eggert Jóhannesson

„Við tókum meðvitaða ákvörðun um það fyrir nokkrum árum að ráða inn margt ungt fólk beint úr meistaranámi. Við erum líka með margt reynslumikið fólk hér innanhúss en þegar unga fólkið bætist við verður dýnamíkin önnur og meiri. Það kemur inn með öðruvísi hugmyndir, nálgun og pælingar. Í þessu felst mikið tækifæri.“

Þetta segir Reynir Ingi Árnason sem nýlega tók við sem framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Expectus, í viðtali við ViðskiptaMoggann, en hjá félaginu starfar mikið af ungu fólki.

Reynir segir að hver ný kynslóð á vinnumarkaði komi með nýja hluti með sér sem hinir eldri á vinnustaðnum geti lært af.

„Unga fólkið sem við höfum verið að ráða inn er allt öðruvísi en kynslóðin á undan. Það þarf að halda öðruvísi utan um það, hlúa að því á annan hátt. En það hvernig það hugsar og nálgast hlutina hefur gagnast okkur rosalega vel við það hvernig við nálgumst viðskiptavininn. Það er gaman að sjá unga fólkið og það reynslumikla blandast saman. Hugsunarhátturinn er ólíkur og það er mjög ánægjulegt að fylgjast með því.“

Ólst upp við samfélagsmiðla

Spurður um ástæður þess að þetta fólk er öðruvísi segir Reynir að þessi kynslóð hafi alist upp við internetið og samfélagsmiðla að sú kynslóð átti sig á að heimurinn er stafrænn og gagnadrifinn. Það hafi átt þátt í að móta hana.

Lestu ítarlegt samtal við Reyni í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK