Tekjur nokkuð umfram áætlun

Heildartekjur Kópavogsbæjar voru um þremur milljörðum króna umfram áætlun.
Heildartekjur Kópavogsbæjar voru um þremur milljörðum króna umfram áætlun. mbl.is

Tekjur Kópavogsbæjar námu í fyrra um 51,6 milljörðum króna og jukust um rúma sex milljarða króna á milli ára.

Eðli málsins samkvæmt er stærsti hluti þeirra, um 37,2 milljarðar króna, útsvarstekjur sem jukust um rúma fjóra milljarða króna á milli ára. Heildartekjur bæjarins voru um þremur milljörðum króna umfram áætlun.

Rekstrargjöld bæjarins námu um 47,1 milljarði króna. Stærsti hluti þess er vegna launa, alls 25,8 milljarðar króna sem er um helmingur útgjalda.

Rekstrarútgjöld jukust um 4,7 milljarða króna á milli ára, en þar af nam aukning í launakostnaði rúmlega tveimur milljörðum króna, sem er 8,8% hækkun frá fyrra ári en allir kjarasamningar voru lausir hjá Kópavogsbæ á árinu.

Frekari umfjöllun má lesa í Morgunblaðinu í dag, laugardag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK