Far Indverja lent á tunglinu

Indverski forsætisráðherrann Narendra Modi kallar daginn í dag „sögulegan“ og vísar þar til giftusamlegrar lendingar indverska geimfarsins Chandrayaan-3 á yfirborði tunglsins en um hana tilkynnti indverska geimrannsóknarstofnunin ISRO nú um hádegisbil.

Lenti farið við suðurpól mánans við gríðarleg fagnaðarlæti tæknimanna þeirra sem stjórna leiðangri Chandrayaan-3.

Chandrayaan-3 tyllir sér á yfirborð tunglsins nú um hádegisbil að …
Chandrayaan-3 tyllir sér á yfirborð tunglsins nú um hádegisbil að íslenskum tíma. AFP/ISRO
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert