Staðfestir ekki Icesave-lög

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, tilkynnti í dag að hann hefði ákveðið að synja nýsettum lögum um ríkisábyrgð vegna Icesave-skuldbindinga staðfestingu.

„Nú fær þjóðin valdið og ábyrgðina í sínar hendur," sagði Ólafur Ragnar meðal annars í yfirlýsingu.  „Það er einlæg von mín að þessi niðurstaða leiði til varanlegra sátta og farsældar fyrir Íslendinga um leið og hún leggi grunn að góðri  sambúð við allar þjóðir."

Samkvæmt ákvæði stjórnarskrárinnar taka lögin gildi en þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram um endanlegt gildi þeirra. 

Ólafur Ragnar Grímsson á Bessastöðum í dag.
Ólafur Ragnar Grímsson á Bessastöðum í dag. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is

Bloggað um fréttina