Góð opnun í Skjálfandafljóti

Skjálfandafljót opnaði í morgun og voru komnir 6 laxar á …
Skjálfandafljót opnaði í morgun og voru komnir 6 laxar á land nú síðdegis. Mynd: www.lax-a.is

Skjálfandafljótið var opnað í morgun og eru komnir a.m.k. sex laxar á land og talsvert fleiri sést á sveimi í þessari mögnuðu og dularfullu á.

Eingöngu er veitt á fjórar stangir þannig að þetta telst vel viðunandi árangur í þessari á sem ekki margir þekkja. Áin skartar sínu fegursta fyrir veiðimenn, ef svo má að orði komast, og liturinn áþekkur Blöndu eða Eystri-Rangá á þeirra bestu dögum. Þetta er veiðisvæði sem menn bíða spenntir eftir að sjá árangurinn af því fátt er vitað um svæðið fyrir utan þann hóp sem hefur veitt ána lengi og þekkir hana, en heildarveiðin á hverju sumri er nokkuð góð og fiskurinn sem þarna veiðist að öllu jöfnu vænn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert