Varað við neyslu urriða úr Þingvallavatni

Morgunblaðið/Einar Falur

Í rannsókn Laxfiska og Matis frá desember 2009 eru kynntar niðurstöður rannsókna á innihaldi kvikasilfurs og annara snefilefna í þingvallaurriðanum.

Núna í vor hefur veiðin á urriðanum sjaldan verið jafn mikil en því miður þrátt fyrir vinsamleg tilmæli um að sleppa aftur veiddum fiskum með verndunar og heilsufars-sjónarmið í huga er samt sem áður mikið drepið af urriðanum og sjaldan jafn mikið og í vor.  Einhverjir veiðimenn hafa haldið því fram að umræðan um kvikasilfursmengun væri bara áróður til þess að þvinga veiðimenn til að sleppa þessum fiski, en það er ekki svo.  Hér er linkur á eftirfarandi skýrslu http://www.matis.is/media/matis/utgafa/48-09-Kvikasilfur-i-urrida.pdf og við hvetjum veiðimenn til að lesa þetta vel áður en þessa fisks er neytt, þá sér í lagi af þeim sem eru í áhættuhóp eins og barnshafandi konur.

Í skýrslunni segir meðal annars:" Hámarksgildi kvikasilfurs í laxfiskum samkvæmt íslenskum og evrópskum reglugerðum er 0,5 mg/kg (EC Directive 188/2006, Reglugerð 697/2008) og samkvæmt þeim reglugerðum má ekki dreifa eða selja matvæli sem innihalda kvikasilfur í hærri styrk en hámarks gildið segir til um þar sem slík matvæli geta verið skaðleg heilsu neytenda. Þegar farið er eftir viðmiðum á heimasíðu Umhverfis-stofnunar og litið til fisks sem væri með kvikasilfursmagn í hærri kantinum (0,9 mg kvikasilfurs/kg) þá myndi ráðlagður hámarks vikuskammtur af slíkum fiski vera 250 g fyrir 70 kg einstakling sem ekki væri í  áhættuhópi. Það samsvarar um einni til tveimur máltíðum af þeim fiski á viku.

Fyrir barnshafandi konur og konur með börn á brjósti væri hinsvegar mælt með að borða ekki fisk með hátt kvikasilfursmagn oftar en 2‐3 ári, (heimasíða Umhverfisstofnunar1). Í þessu sambandi er rétt að geta leiðbeinandi reglna norskra yfirvalda í fæðuöryggismálum m.t.t. kvikasilfurs í urriða og fleiri ferskvatns- fiskum. Þar er fólk hvatt til að ganga mun lengra í varúð sinni gagnvart neyslu á ferskvatnsfiski (fiskiætum) en þau leiðbeinandi viðmið sem tíunduð hafa verið hér (http://www.environment.no).  Magn kvikasilfurs í Þingvallaurriða í þeirri rannsókn sem hér er til umfjöllunar er á bilinu 0,02  ‐ 1,0 mg/kg. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að urriði úr Þingvallavatni sem er lengri en 60 cm er líklegur til að innihalda kvikasilfurs-magn sem er meira en það sem leyfileg viðmiðunarmörk um matvæli til dreifingar og sölu gera ráð fyrir. Réttast þótti að nota fisklengdina þar sem hvað auðveldast er fyrir veiðimenn að mæla lengdina þegar fiskurinn er veiddur, einnig vegna þess að það er vel þekkt staðreynd að sterk fylgni er milli lengdar og kvikasilfursmagns í fiski.

En fiskþyngdin sem sambærileg væri fyrir þessi 60 cm viðmiðunarmörk er u.þ.b. 3 kg. Í sambandi við veiðar á stórurriða þá er nauðsynlegt að geta þess að urriði sem hefur náð 60 cm að lengd er þá þegar eða í næstu framtíð mikilvægur þátttakandi í hrygningunni. Þeir fiskar skipta því miklu fyrir vöxt og viðgang urriðanna í Þingvallavatni. Því fer vel á því að sleppa Þingvallaurriðum sem náð hafa 60 cm lengd. Nauðsynlegt er að undirstrika það sérstaklega hve mikilvægt það er að einstaklingar í ákveðnum áhættuhópum, eins og barnshafandi konur og konur með börn á brjósti og jafnvel konur á barneignaraldri, fari varlega í neyslu á matvöru sem inniheldur kvikasilfur í hærristyrk en leyfilegt er."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert