Blái laxinn veiddur

Laxinn er fagurblár að lit.
Laxinn er fagurblár að lit. Eggert Jóhannesson

Blái laxinn, sem hefur sést í Elliðaánum undanfarna daga, hefur nú verið veiddur. Þetta staðfestir Ólafur E. Jóhannsson, formaður ár­nefnd­ar Elliðaánna, í samtali við mbl.is.

„Laxinn veiddist í morgun og við fengum hann hjá veiðimanninum. Nú fer hann til vísindamanns sem hefur annast rannsóknir í Elliðaánum og hann ætlar að reyna að komast að því hvað það er sem veldur bláa litnum,“ segir Ólafur.

Í samtali við mbl.is fyrr í mánuðinum sagði Ólafur að hann hefði aldrei heyrt um bláan lax áður. „Þetta er mjög óvenju­legt. Við höf­um hvorki séð né frétt af svona fiski áður.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert