Menn sáttir í Vatnsdal

Glæsileg 100 cm hrygna sem veiddist í Smiðshyl.
Glæsileg 100 cm hrygna sem veiddist í Smiðshyl. vatnsdalsa.is

Fram kom í spjalli við Pétur Pétursson leigutaka Vatnsdalsár í Húnavatnssýslu að menn þar á bæ séu í heildina sáttir við veiðina í sumar. Hann sagði að búið væri að landa um 420 löxum úr ánni í sumar sem væri nokkuð gott miðað við hve aðstæður til veiða hafa verið erfiðar. Áin hafi lengi fram eftir sumri verið mjög vatnsmikil og loksins þegar það var dottið niður í eðlilega stöðu þá gekk í „skítanorðan“ átt sem aftur hægði á veiðinni um nokkra daga skeið. Pétur sagðist ekki telja ólíklegt að hægt yrði að kreista ána upp í 800 laxa sem yrði að teljast þokkalega gott.

Hann sagði að fallegir smálaxar væru að ganga þessa dagana í eðlilegri stærð. Að auki kom fram hjá honum að tónlistarmaðurinn heimsþekkti, Eric Clapton, hafi verið við veiðar í ánni fyrr í sumar, ásamt félögum sínum. Þeir hafi verið í fimm daga við veiðar og landað 67 löxum og farið mjög sáttir úr dalnum. Hafi þeim tekist að landa mörgum stórum lúsugum löxum.

Til viðbótar við laxveiðina væri mikið af vænum silungi á laxasvæðinu sem útlendingarnir gleymdu sér oft yfir á kostnað laxveiðinnar. Allt að 80 cm langir sjóbirtingar hafi verið að veiðast og stærstu bleikjurnar eru 67 cm. Í fyrradag veiddist stærsti laxinn það sem af er þessu sumri á litla Black Sheep-flugu í Smiðshyl og reyndist það vera 100 cm löng hrygna.  

Pétur kvaðst ekki hafa nýlegar fréttir af gangi mála á silungasvæðinu en vissi þó að fyrr í sumar hefði veiði þar verið ágæt en svo hefði um hríð smám saman dregið úr henni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert