Risalax af jöklusvæðinu

Guttormur hampar stóra laxinum við Laxá í gær.
Guttormur hampar stóra laxinum við Laxá í gær. Veiðiþjónustan Strengir

Nú fara í hönd síðustu veiðidagar sumarsins á jöklusvæðinu. Í gærkvöldi kom á land stærsti lax í sögu svæðisins frá því að laxveiði hófst þar með skipulögðum hætti árið 2007.

Frá þessu er greint í frétt frá Veiðiþjónustunni Strengjum sem heldur utan um skipulagða veiði á svæðinu. Talsvert er síðan Jökla fór í yfirfall en þrátt fyrir það hefur verið að veiðast ágætlega í hliðaránum í Jökulsárhlíðinni sem eru Kaldá, Fögruhlíðará og Laxá. Lítil ástundun hefur hins vegar verið í september og því veiðistaðir víða vel hvíldir á milli þess sem veiðimenn koma þar við í stuttan tíma.  

Greint er frá því að Guttormur Pálsson frá Egilsstöðum hafi til að mynda skotist í árnar í tvo til þrjá daga og hafði 9 laxa upp úr krafsinu. Í gærkvöldi gerði hann sér svo lítið fyrir og lauk veiði með stærsta laxi í sögu Jöklusvæðisins.

Guttormur var þá í Laxá  og tók laxinn spón á svokallaðri Efri-Brúarbreiðu sem er rétt neðan við veginn sem liggur niður með hlíðinni. Eftir snarpa viðureign var laxinn mældur 107 cm og reyndist vera hængur og 53 cm í ummáli. Að því loknu var mynd tekin af skepnunni og hann settur í klakkistu og verður notaður til undaneldis nú í haust.

Þetta er stærsti lax sem komið hefur þar á land síðan stangveiði hófst reglulega á Jöklusvæðinu árið 2007, en áður hefur tekist að landa nokkrum sem hafa verð um og yfir 100 cm. Fyrir rúmri viku síðan stóð heildarveiði sumarsins í 332 löxum, en veitt verður til 30. september.

mbl.is

Seinustu hundraðkallar sumarsins

Lengd á laxi Veiðisvæði Veiðimaður Dagsetning Dags.
101 cm Vatnsdalsá Erlendur veiðimaður 29. september 29.9.
101 cm Eystri-Rangá Grzegorz Loszewski 27. september 27.9.
105 cm Hvítá við Iðu Katrín Tanja Davíðsdóttir 24. september 24.9.
101 cm Víðidalsá Jón Eðvald Halldórsson 22. september 22.9.
107 cm Grímsá Jón Jónsson 22. september 22.9.
101 cm Miðfjarðará Agnar Sigurjónsson 22. september 22.9.
101 cm Hvítá við Iðu Gunnar Pétursson 20. september 20.9.

Skoða meira

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert