Greinar miðvikudaginn 16. ágúst 1995

Forsíða

16. ágúst 1995 | Forsíða | 55 orð

Alþjóðleg kappsigling á baðkerum

Reuter Alþjóðleg kappsigling á baðkerum ANDSTÆÐINGAR kjarna vopnatilrauna Frakka finna upp á ýmsu til að vekja athygli á mótmælum sínum. Í gær fór fram alþjóðleg keppni í siglingu baðkerabáta á ánni Meuse í Belgíu. Meira
16. ágúst 1995 | Forsíða | 370 orð

Blendin viðbrögð við afsökunarbeiðni Japana

JAPANIR báðust í gær í fyrsta sinn afsökunar á framferði japanska hersins í heimsstyrjöldinni síðari, hálfri öld eftir að henni lauk. Viðbrögðin við afsökunarbeiðninni voru blendin; stjórnvöld í Bandaríkjunum, Bretlandi, Ástralíu og ýmsum Asíuríkjum fögnuðu henni en fyrrverandi stríðsfangar Japana sökuðu japönsku stjórnina um hálfvelgju og hvöttu til þess að japanskar vörur yrðu sniðgengnar. Meira
16. ágúst 1995 | Forsíða | 160 orð

Hótar Serbum stríði

ZVONIMIR Cervenko hershöfðingi, æðsti yfirmaður Króatíuhers, hótaði í gær Bosníu-Serbum stríði ef þeir hættu ekki stórskotaárásum sínum á nágrenni króatísku borgarinnar Dubrovnik. Dubrovnik, sem hefur verið nefnd "Perla Adríahafsins", varð fyrir hörðum sprengjuárásum í stríðinu í Króatíu árið 1991. Meira
16. ágúst 1995 | Forsíða | 173 orð

Jeltsín hótar hernaði

BORÍS Jeltsín, forseti Rússlands, hótaði í gær að grípa til hernaðaraðgerða að nýju í Tsjetsjníju en yfirmaður rússnesku hersveitanna í uppreisnarhéraðinu sagði ekki koma til greina að beita hervaldi. Meira
16. ágúst 1995 | Forsíða | 221 orð

Óttast hefndaraðgerðir

JÓRDANIR óttast að Írakar efni til hryðjuverkaherferðar í Jórdaníu til að hefna ákvörðunar þeirra um að veita tengdasonum Saddams Husseins Íraksforseta og skyldmennum þeirra hæli. Jórdanskir embættismenn óttast að Írakar sendi tilræðismenn yfir landamærin eða beiti róttækum hreyfingum Palestínumanna, sem eru andvígar friðarsamningi Jórdana við Ísraela. Meira

Fréttir

16. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 227 orð

Aðrar ferðaskrifstofur birta verð án skatta

HELGI Jóhannsson forstjóri Samvinnuferða-Landsýnar hf. segir það með ólíkindum að kæra hafi verið lögð fram á ferðaskrifstofuna vegna auglýsingar um fargjöld til Óslóar. Hann segir að það hafi viðgengist í heilt ár að ferðaskrifstofan Heimsferðir auglýsi fargjöld án þess að fram komi í meginmáli heildarverð án þess að Samkeppnisstofnun hafi gert athugasemd. Meira
16. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 337 orð

Albanar hóta aðgerðum versni ástandið í Kosovo

YFIRVÖLD í Serbíu eiga erfitt verk fyrir höndum. Þeirra bíður að koma fyrir 150 þúsund flóttamönnum frá Krajina-héraði og reyna að tryggja að sú ólga, sem þeim mun fylgja, veiki ekki stöðu Slobodans Milosevics, forseta Serbíu. Albanar vöruðu við því í gær að tilraunir yfirvalda í Belgrad til að koma flóttamönnum fyrir í Kosovo-héraði gætu leitt til svipaðs ástands og í Bosníu. Meira
16. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 364 orð

Átti ekki von á að Samkeppnisráð ógilti kaupin

KRISTINN Björnsson forstjóri Skeljungs segir að forsendur fyrir niðurstöðum Samkeppnisráðs vegna kaupa Olíufélagsins hf. og Hydro Texaco A/S á hlutum í Olíuverslun Íslands séu ekki sannfærandi, einkum er varði spádóma um starfsemi Irving Oil félagsins hérlendis. Meira
16. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 283 orð

Beðið eftir laxinum

UM þrjátíu börn og unglingar tóku þátt í veiðidegi barna og unglinga sem haldinn var í boði Stangaveiðifélags Reykjavíkur í gær. Helga Björg Antonsdóttir, sem veiddi stærsta laxinn, var meðal þeirra yngstu sem tóku þátt í veiðideginum en hún varð sex ára í júní. Átta stangveiðimenn til aðstoðar Meira
16. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 257 orð

Eftirlitsmaður fer ekki með Óðni

FISKISTOFA mun ekki senda eftirlitsmann með varðskipinu Óðni í Smuguna, heldur munu varðskipsmenn sinna athugunum líkt og í fyrra. Þeir hafa heimild til að loka svæðinu þyki ástæða til, samkvæmt upplýsingum frá sjávarútvegsráðuneytinu. Fiskurinn í Smugunni hefur verið frekar smár að undanförnu, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Engin formleg ósk Meira
16. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 254 orð

ESB-tilskipun bannar notkun lífræns úrgangs

DANSKIR bændur, sem stunda lífræna ræktun, eru nú reiðir vegna yfirvofandi banns við því að þeir nýti lífrænan úrgang frá heimilum fólks sem áburð við ræktunina, þrátt fyrir að úrgangurinn uppfylli alla gæðastaðla sem áburður. Það er ný ESB-tilskipun, sem öll aðildarlönd Evrópusambandsins eru skyld til að virða, sem veldur þessu. Meira
16. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 300 orð

Fellibylurinn Felix fór framhjá Bermúda

ALMENNRI atkvæðagreiðslu á Bermúda um hvort lýsa eigi yfir sjálfstæði eyjanna var frestað í gær vegna yfirvofandi hættu af völdum fellibylsins Felix. Betur fór en á horfðist, og fór bylurinn framhjá eyjunum. Að sögn íbúa í höfuðborginni Hamilton urðu engin slys á fólki og ekki er vitað til að verulegar skemmdir hafi orðið af völdum veðursins. Meira
16. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 78 orð

Flugvirkjar sömdu um 11% hækkun

FLUGVIRKJAR og vinnuveitendur hafa undirritað nýjan kjarasamning sem gildir út næsta ár. Samningurinn færir flugvirkjum 11,3% hækkun á samningstímanum. Við undirritun samningsins hækkuðu laun um 6,3%, en síðari hluti hækkunarinnar kemur til framkvæmda 1. janúar 1996. Meira
16. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 287 orð

Formaður VR gagnrýnir lítin fyrirvara

SKILA ber staðgreiðslu skatta af atvinnuleysisbótum frá 1. september næstkomandi hafi skattkorti ekki verið skilað til verkalýðsfélaga. Þetta verður gert samkvæmt breytingu á reglugerð um hvaða tekjur séu staðgreiðsluskyldar en frá því staðgreiðslukerfi skatta var tekið upp árið 1987 hafa atvinnuleysisbætur verið undanþegnar staðgreiðslu. Magnús L. Meira
16. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 228 orð

Fresturinn framlengdur um sólarhring

FRESTUR sá, sem róttækir aðskilnaðarsinnar í Kasmír-héraði gáfu indverskum stjórnvöldum til að láta 15 félaga sína lausa úr fangelsi rann út í gær, en var framlengdur um einn sólarhring, að sögn brezka dagblaðsins Daily Telegraph. Ungur Norðmaður, sem skæruliðarnir höfðu haft í gíslingu ásamt fjórum öðrum Vesturlandabúum, fannst hálshöggvinn á sunnudag. Meira
16. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 250 orð

Fyrsti úrskurðurinn

Á FUNDI úrskurðarnefndar sjómanna og útvegsmanna, sem fjallar um ágreining um fiskverð milli áhafna og útgerða, var í fyrradag kveðinn upp fyrsti úrskurðurinn í nefndinni. Úrskurðarnefndin er skipuð þremur fulltrúum og er Skúli J. Pálmason oddamaður hennar. Meira
16. ágúst 1995 | Miðopna | 2878 orð

Gagnrýna reglugerð og seinagang

Súðvíkingar kvíða vetri en vilja flestir búa áfram á nýju svæði Gagnrýna reglugerð og seinagang Fastráðið er að færa byggð í Súðavík um set og er áætlaður kostnaður um einn milljarður króna. Þorri íbúa hyggst vera áfram en kvíðir komandi vetri. Meira
16. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 374 orð

Geimverur sagðar hafa numið ungt par á brott

GEIMVERUR virðast hafa haslað sér völl í Reykjavík og ekki óhugsandi að þær eigi eftir að leysa huldufólk og drauga af hólmi í þjóðsögum framtíðarinnar. Tengsl Snæfellsjökuls og fljúgandi furðuhluta eru flestum kunn þótt vart sé hægt að benda á áþreifanleg dæmi í því sambandi. Meira
16. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 99 orð

Grafa valt ofan í skurð

Eyrarbakka. Morgunblaðið. TRAUSTI Sigurðsson, bifreiðarstjóri, var að flytja Brøyt gröfu sína um sexleytið á laugardaginn og lenti í að velta henni. Trausti keyrði eftir gömlum ræktunarvegi sem liggur meðfram svokölluðum Móskurði skammt ofan við Eyrarbakka. Meira
16. ágúst 1995 | Akureyri og nágrenni | 83 orð

Grísir fluttir í land

FYRSTU grísirnir af norsku landkyni voru fluttir úr einangrunarstöð Svínaræktarfélags Íslands í Hrísey í gær og fóru þeir til svínabænda víða um land. Alls voru 45 grísir fluttir með ferjunni í land, en á næstu mánuðum munu svínabændur fá um 300 grísi frá stöðinni til kynbóta á búum sínum. Meira
16. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 61 orð

Haustskráning Fullorðinsfræðslunnar

FULLORÐINSFRÆÐSLAN hefur lokað vegna sumarleyfa frá 18. ágúst til 5. september. Forskráningu er þó hægt að gera í síma skólans frá kl. 17­19 v.d. Upplýsingar og skráning verður 5.­17. september. Fornámsáfangar, framhaldsskólaprófáfangar og almenn tungumálanámskeið hefjast samkvæmt stundaskrá 18. og 19. september í nýja húsnæðinu í Fræðsluhöllinni (áður Verslunarhúsið) að Gerðubergi 1. Meira
16. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 61 orð

Hávær mótmæli

BÆJARSTJÓRN nýja sveitarfélagsins á Suðurnesjum samþykkti í gær að kalla það Reykjanesbæ. Margir íbúar sveitarfélagsins létu óánægju í ljós með nafnið með því að þeyta bílflautur við fundarstaðinn áður en bæjarstjórnarfundurinn hófst og var hávaðinn svo mikill að viðstaddir gripu fyrir eyrun. Meira
16. ágúst 1995 | Landsbyggðin | 139 orð

Hiti lagður í gangstéttir í Hveragerði

Hveragerði-Undanfarið hafa farið fram miklar framkvæmdir við gatnakerfi Hveragerðisbæjar. Steyptar hafa verið gangstéttir við Breiðumörk, aðalgötu bæjarins, og upp svokallaða Gossabrekku. Í fyrsta sinn eru nú lagðar hitalagnir í gangstéttir á vegum bæjarfélagsins og er þar um mikla framför að ræða. Meira
16. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 148 orð

Hættulegar brýr

EINBREIÐAR brýr við slétta og breiða þjóðvegi landsins hafa reynst slysagildrur. Bílstjóri fiskflutningabílsins á myndinni var að koma að slíkri brú við Hvammsá nálægt Vík í Mýrdal sl. laugardag þegar hann kom auga á fólksbíl á brúnni. Til að forðast árekstur sveigði bílstjórinn út af með þessum afleiðingum. Sæmundur Hjaltason bóndi á Norður-Götum í Mýrdal varð vitni að óhappinu. Meira
16. ágúst 1995 | Akureyri og nágrenni | 324 orð

Iðnaður '95 á Hrafnagili

SÝNINGIN Iðnaður '95 hefst á Hrafnagili í Eyjafirði í dag, miðvikudaginn 16. ágúst kl. 16. Þar kynna fjölmörg iðnfyrirtæki framleiðslu sína og einnig verður fjölbreytt skemmtidagskrá í boði alla sýningardagana en sýningunni lýkur á sunnudag, 20. ágúst. Sérstök opnunarhátíð hefst í tjaldi við sýningarsvæðið kl. Meira
16. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 150 orð

Í fótspor reykvískra þvottakvenna

ÁRBÆJARSAFN stendur í kvöld fyrir gönguferð frá Lækjartorgi inn í Laugardal. Er gengið í fótspor reykvískra þvottakvenna og verður lagt af stað klukkan 19.30. Í frétt frá Árbæjarsafni segir:"Fyrir ríflegahundrað árum varAnna Þorsteinsdóttir, 46 áravinnukona, sendinn í Þvottalaugar. Meira
16. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 38 orð

Jass á Café Royale

HLJÓMSVEITIN Gagarín heldur jassfunktónleika á veitingastaðnum Café Royale í Hafnarfirði í kvöld, miðvikudagskvöld, og hefjast þeir kl. 22.30. Meðlimir hljómsveitarinnar Gagarín eru þeir Andrés Gunnlaugsson, gítar, Viðar H. Steingrímsson, bassi og Kári Arnarsson, trommur. Meira
16. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 231 orð

Jóhannes keppir áfram í Englandi

SNÓKERSPILARINN Jóhannes B. Jóhannesson fer í vikunni til Blackpool í Englandi, þar sem hann heldur áfram þátttöku í atvinnumannamótunum í snóker. Jóhannes keppir laugardaginn 19. ágúst í 7. umferð og aftur á sunnudag ef hann sigrar en síðan tekur við tveggja vikna hlé. Meira
16. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 460 orð

Jöklasalat ber 30% toll eins og fyrir gildistöku GATT

FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur skipt upp tollskrárnúmeri því sem jöklasalat féll undir og ber nú að greiða af því 30% toll eins og var fyrir gildistöku GATT samningsins 1. júlí í sumar, en jöklasalat hefur til þessa ekki verið ræktað hér á landi. Að undanförnu hefur þurft að greiða af því 92 króna magntoll til viðbótar 15% innflutningstolli, en frá gildistöku GATT 1. Meira
16. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 228 orð

Krafist brottvikningar prests

HAFIN er undirskriftasöfnun í Möðruvallasókn í Hörgárdal þar sem þess er krafist að biskup víki sóknarprestinum, séra Torfa Hjaltalín Stefánssyni, frá störfum. Ágreiningur er milli sóknarprests og sóknarbarna og var fyrir skömmu óskað eftir aðstoð biskups Íslands við að leysa hann. Biskup hefur falið séra Bolla Gústafssyni, vígslubiskupi á Hólum, að leita sátta. Meira
16. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 192 orð

Lengstri fangavist lokið

KIM Sun-myong, frá Suður-Kóreu, boðaði fréttamenn á sinn fund í gær og ræddi um fangavist sína, undanfarin 44 ár, sem mannréttindasamtökin Amnesty International segja vera lengstu fangavist sem sögur fari af. Kim er sjötugur, og var veitt frelsi í gær, ásamt rúmlega 1800 öðrum föngum í Suður-Kóreu, í tilefni af því að hálf öld er liðin síðan landið var frelsað undan nýlendustjórn Japana. Meira
16. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 101 orð

Loftorka með lægsta tilboð

LOFTORKA Reykjavík hf. var með lægsta tilboð í gerð áningarstaðar á Seltúni við Krýsuvíkurveg, tæplega 3,3 milljónir króna, en kostnaðaráætlun Vegagerðar ríkisins vegna verksins hljóðaði upp á tæplega 3,7 milljónir króna. Aðrir sem buðu í verkið voru Dalverk sf. í Reykjavík, sem bauð rúmlega 4,5 milljónir, og Háfell hf. í Garðabæ, sem bauð tæplega 5,3 milljónir króna. Meira
16. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 145 orð

Lundaveiði óvenju góð

LUNDAVEIÐITÍMABILINU lauk í gær og er afli óvenju góður í ár að sögn Þórarins Sigurðssonar í Elliðaeyjarfélaginu, en um 25 manns eiga sæti í félaginu. Lundi er veiddur í öllum úteyjum Vestmannaeyja frá 1. júlí til 15. ágúst. Þórarinn segir það reglu að ljóstra aldrei opinberlega upp um afla ársins en í fyrra hafi veiðst um 7.500- 8.000 lundar í Elliðaey. Meira
16. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 57 orð

Lýst eftir stolnum bíl

LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eftir Mazda 323 árgerð 1985. Bíllinn er sægrænn að lit og svartur að neðan. Honum var stolið fyrir utan heimili eigandans í Eskihlíð 12, 8. ágúst sl. Skráningarnúmer bílsins er A-12669. Þeir sem geta veitt upplýsingar um ferðir bílsins eru beðnir um að hafa samband við lögregluna í Reykjavík. Meira
16. ágúst 1995 | Akureyri og nágrenni | 243 orð

Læknafélagið sextíu ára

LÆKNAFÉLAG Akureyrar hefur haldið upp á 60 ára afmæli sitt með margvíslegum hætti, nú síðast með útgáfu á fylgiriti með Læknablaðinu þar sem saga þess í 60 ár er rakin. Það er Ólafur Sigurðsson fyrrverandi yfirlæknir á lyflækningadeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri sem skrifar sögu félagsins. Fjöldi greina eftir lækna á Akureyri Meira
16. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 722 orð

Mannlífið er ekki bókstafur

GÍSLI Pálsson, prófessor í mannfræði við Háskóla Íslands, hefur sent frá sér bók sem fjallar um áherslu annars vegar Íslendinga og hins vegar mannvísindamanna á mál og texta. Bókin er rituð á ensku og ber heitið The Textual Life of Savants sem skírskotar óbeint til kunnrar bókar pólska mannfræðingsins, Bronislaw Malinowski, Meira
16. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 130 orð

Margeir Pétursson í 2.-5. sæti

GRÍSKI stórmeistarinn Vasilios Kotronias fór með sigur af hólmi á opna alþjóðamótinu í skák í Gausdal í Noregi með 7 vinning af 9 mögulegum. Mótinu lauk á sunnudag. Margeir Pétursson varð í 2.-5. sæti með 6 vinning, ásamt þeim Jansa frá Tékklandi, Gausel frá Noregi og Sutovsky frá Ísrael. Meira
16. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 347 orð

Margir telja afsökunarbeiðni Murayamas óþarfa

VIÐBRÖGÐ við afsökunarbeiðni Tomiichi Murayama, forsætisráðherra Japans, á framferði japanska hersins í síðari heimsstyrjöld hafa verið nokkuð blendin meðal landsmanna og þá einkum þeirra, sem tóku þátt í styrjöldinni. Sumir telja hana eðlilega en margir aðrir, ekki síst shinto-trúarmenn, segja hana óþarfa. Meira
16. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 974 orð

Nafnið samþykkt þrátt fyrir hávær mótmæli

BÆJARSTJÓRN í sameinaða sveitarfélaginu á Suðurnesjum samþykkti í gær með níu atkvæðum gegn tveimur að láta nýja sveitarfélagið heita Reykjanesbær. Harðar umræður urðu um málið á fundinum. Kristján Gunnarsson, bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins, sagði afgreiðslu málsins "afskræmingu á lýðræðinu", en Jóhann Geirdal, bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins, sakaði Kristján og Drífu Sigfúsdóttur, Meira
16. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 183 orð

Niðjamót haldið á Skeiðum

NIÐJAMÓT hjónanna, Ketils Magnússonar, skósmiðs á Ísafirði, og Helgu Guðrúnar Bjarnadóttur, verður haldið að Brautarholti á Skeiðum laugardaginn 19. ágúst nk. og hefst kl. 13. Ketill Magnússon var fæddur að Laugarbökkum í Ölfusi þann 14. mars 1857, sonur Magnúsar Ólafssonar bónda þar og konu hans Ingibjargar Ólafsdóttur. Meira
16. ágúst 1995 | Landsbyggðin | 58 orð

Nýr sveitarstjóri í Hofshreppi

Hofsósi-Auglýst var laust starf sveitarstjóra í Hofshreppi en núverandi sveitarstjóri, Jón Guðmundsson, verður að láta af störfum vegna veikinda. 18 umsóknir bárust um starfið og var sveitarstjórn mikill vandi á höndum að velja og hafna. Úrslitin urðu þau að ráðinn var Árni Egilsson frá Sauðárkróki og tekur hann við sveitarstjórastarfinu 1. september nk. Meira
16. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 203 orð

Orkusjóður lánar til jarðhitaleitar

RÍKISSJÓÐUR styrkir ekki kostnað við boranir eftir heitu vatni en orkusjóður veitir lán til jarðhitaleitar sem nemur yfirleitt um 60% af borkostnaði, sveitarfélögum, fyrirtækjum og einstaklingum. Lánin eru til tíu ára og eru vísitölutryggð og með 2% raunvöxtum. Stjórn sjóðsins, orkuráð, er kjörin af Alþingi. Meira
16. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 453 orð

Óbein tóbaksauglýsing eða ekki?

GUNNAR Magnússon, eigandi úra- og skartgripaverzlunarinnar Gunna Magg í Hafnarfirði, hyggst kæra til stjórnar Hollustuverndar ríkisins ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðarsvæðis um að gera honum að fjarlægja auglýsingar um Camel Trophy-úr af verzlun sinni og bifreið. Heilbrigðisyfirvöld telja að um óbeina auglýsingu fyrir Camel-sígarettur sé að ræða. Meira
16. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 110 orð

Páll Sigurðsson lætur af störfum

EMBÆTTI ráðuneytisstjóra í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu hefur nú verið auglýst laust til umsóknar en Páll Sigurðsson lætur af því starfi fyrir aldurs sakir 1. desember. Páll Sigurðsson, sem verður sjötugur í nóvember, hefur gegnt embætti ráðuneytisstjóra í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu frá árinu 1970, eða í aldarfjórðung. Meira
16. ágúst 1995 | Leiðréttingar | 39 orð

Rangt viðtal Í UNGLINGAOPNU blaðsins í gær urðu þau mi

Í UNGLINGAOPNU blaðsins í gær urðu þau mistök að áðurbirt viðtal við Helgu B. Jónsdóttur leikkonu, birtist í stað viðtals við Hrafn Gunnlaugsson kvikmyndaleikstjóra. Viðtalið við Hrafn mun birtast í næstu unglingaopnu. Blaðið biður hlutaðeigandi afsökunar á mistökunum. Meira
16. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 253 orð

Rætt um að fjölga í flokksstjórninni

FRAMKVÆMDASTJÓRN Landssambands sjálfstæðiskvenna hélt óformlegan fund með konum úr þingflokki Sjálfstæðisflokks og fleiri sjálfstæðiskonum á mánudagskvöld. Birna Friðriksdóttir, formaður Landssambandsins, segir að forsenda fundarins hafi verið óánægja með stöðu kvenna innan flokksins. Meira
16. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 194 orð

Samvinna um jarðskjálftamælingar

BORGARRÁÐ hefur samþykkt að borgarverkfræðingur leiti eftir samkomulagi við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu og Veðurstofu Íslands um samvinnu við mælingar og rannsóknir á jarðskjálftum og misgengi á Bláfjallasvæðinu. Meira
16. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 339 orð

Segja persónulega yfirlýsingu marklausa

BRESKIR uppgjafahermenn sökuðu í gær Tomiichi Murayama, forsætisráðherra Japans, um hálfvelgju þegar hann baðst afsökunar á grimmdarverkum japanska hersins í stríðinu og hvöttu sumir til, að breskur almenningur hætti að kaupa japanska vöru. Stjórnvöld í Bandaríkjunum, Ástralíu og ýmsum ríkjum í Asíu fögnuðu hins vegar yfirlýsingunni. Meira
16. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 188 orð

Sex ára telpa veiddi þrettán punda lax

"Ég veiddi hann á flugustöng," sagði Helga Björg Antonsdóttir, sex ára, sem veiddi um þrettán punda lax í Elliðaánum um fjögurleytið í gær. Laxinn væni veiddist í Hundasteinum, ekki fjarri sundlauginni í Árbæ, á svartan frances. Hann er einn sá stærsti sem veiðst hefur á flugu í ánum í sumar. Meira
16. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 41 orð

Sjúkraliðar samþykktu

SJÚKRALIÐAR hafa samþykkt kjarasamning, sem Sjúkraliðafélag Íslands gerði við ríkið, Reykjavíkurborg, St. Jósepsspítala, Landakot og fleiri aðila. Skrifleg allsherjaratkvæðagreiðsla um samningina stóð yfir 10. og 11. ágúst og samkvæmt upplýsingum frá Sjúkraliðafélaginu voru samningarnir samþykktir með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Meira
16. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 263 orð

Skeljungur og Irving Oil ræða samstarf

VIÐRÆÐUR standa yfir milli fulltrúa Skeljungs hf. og kanadíska félagsins Irving Oil um hugsanlegt samstarf fyrirtækjanna á olíumarkaðinum hér á landi. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins hófust þessar viðræður í vor og leiddu m.a. til þess að Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs, ásamt nánustu samstarfsmönnum heimsótti Irving-feðga í Kanada. Meira
16. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 366 orð

Sprengingin í París áfall fyrir Schengen

SPRENGINGIN í neðanjarðarlestakerfi Parísar í síðasta mánuði, sem banaði sjö manns og særði 86, er talin mikið áfall fyrir framtíð Schengen-samkomulagsins. Vegna hermdarverksins hafa Frakkar að nýju tekið upp vegabréfaskoðun á alþjóðlegum flugvöllum, þótt um sé að ræða flug frá öðrum Schengen- ríkjum innan Evrópusambandsins. Meira
16. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 268 orð

Tillögu sjálfstæðismanna vísað frá

TILLÖGU borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að málverk af Bjarna Benediktssyni fyrrv. borgarstjóra og forsætisráðherra verði sett upp á nýjan leik á fyrri stað í Höfða var vísað frá af fulltrúum R-listans á fundi borgarráðs í gær, en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri lét fjarlægja málverkið úr Höfða í vor. Meira
16. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 562 orð

Útboð Norðurár undirbúið

ÚTBOÐ á veiðirétti í Norðurá er í undirbúningi og hefur stjórn veiðifélags árinnar auglýst eftir áhugasömum leigutökum til viðræðna. "Það má segja að þetta sé lokað útboð, við viljum fá menn fyrst til viðræðna og að því loknu sendum við útboðsgögn til þeirra sem við sjáum fram á að eiga viðræðugrundvöll við, Meira
16. ágúst 1995 | Erlendar fréttir | 223 orð

Valdarán í Sao Tomé

VALDARÁN var framið í gær í eyríkinu Sao Tomé og Principe. Forsetinn Miguel Trovoada er í haldi hersins og fimm manna ráð ungra liðsforingja hefur tekið við stjórnartaumunum. Eyjarnar Sao Tomé og Principe eru staðsettar við miðbaug, um 200 km. undan strönd Gabon í V-Afríku, og heyrðu öldum saman undir Portúgal en hafa verið sjálfstætt ríki síðan 1975. Íbúar eru þar um 130. Meira
16. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 423 orð

Vaxandi vilji Rússa til að ræða um Barentshaf

ÞORSTEINN Pálsson sjávarútvegsráðherra sagði að loknum fundi sínum með sjávarútvegsráðherrum Noregs og Rússlands í Pétursborg í Rússlandi í gær að fundurinn hefði ekki breytt miklu um stöðu mála hvað varðar veiðar í Barentshafi, en það sem upp úr standi eftir hann sé að Rússar virðist ætla að koma inn í málið af meiri áhuga en þeir hafi sýnt fram að þessu. Meira
16. ágúst 1995 | Innlendar fréttir | 54 orð

Vinir Dóra á Kringlukránni

VINIR Dóra leika á Kringlukránni í kvöld, miðvikudagskvöld, og hefjast tónleikarnir kl. 22. Halldór Bragason er nýlega komin frá L.A. þar sem hann dvaldist í vetur og hljóðritaði m.a. geisladiskinn Blues from Iceland. Með honum í kvöld verða þeir Jón Ólafsson og Ásgeir Óskarsson og leika þeir blús og jass. Meira
16. ágúst 1995 | Landsbyggðin | 80 orð

Það er sælla í sveitinni

ÞAÐ mátti sjá á "nýbúunum" úr Hafnarfirði Nóa, Sindra og Ívari, sem áttu aðeins vikudvöl að Halldórsstöðum í Laxárdal að það er oft sælla að búa í sveit en borg. Eins og sjá má á myndinni gátu þeir boðið gestum bæði kaffi og kökur þótt allt væri úr sama hráefninu. Meira

Ritstjórnargreinar

16. ágúst 1995 | Leiðarar | 749 orð

LEIDARIÚRSKURÐUR SAMKEPPNISRÁÐS AMKEPPNISRÁÐ hefur nú kveð

LEIDARIÚRSKURÐUR SAMKEPPNISRÁÐS AMKEPPNISRÁÐ hefur nú kveðið upp úrskurð um kaup Olíufélagsins hf. og Texaco á hlut í Olíuverzlun Íslands (Olís), en Olíufélagið á nú 35% í Olís og samanlagt ráða félögin hartnær þremur fjórðu hlutum olíumarkaðarins. Ráðið telur að um samruna starfsemi Olíufélagsins og Olís sé að ræða með kaupunum. Meira
16. ágúst 1995 | Staksteinar | 328 orð

Staksteinar»Hvar töpuðust störfin? STÖRFUM ófaglærð

STÖRFUM ófaglærðra karla hefur fækkað um 1.700 (34%) frá 1991. Störfum karla við þjónustu og verzlun hefur fækkað um 2.200. Störf kvenna í þessum greinum eru álíka mörg og áður. Á árinu 1991 voru 57,6% af ófaglærðu starfsfólki konur en 1994 67,3%. Ófaglærðum fækkar Meira

Menning

16. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 114 orð

Brúðkaup og skírn

BRÚÐKAUP fara oftast fram í kirkjum. Þó eru ýmsar undantekningar frá þeirri reglu. Sumir fara á skrifstofu sýslumanns og láta hann gifta sig og aðrir láta gifta sig við óvenjulegar aðstæður, svo sem á hestbaki, uppi á jökli eða í hellum. Jón Bergsson og Sigþrúður Jónasdóttir ákváðu að giftast á veitingastað sínum, Ömmu Lú. Meira
16. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 73 orð

Ein á báti

JEANNE Tripplehorn neitaði að leika sjálf í nektaratriðum stórmyndarinnar "Waterworld" sem frumsýnd var í Bandaríkjunum nýlega. Jeanne vildi hafa hönd í bagga með að velja staðgengil sinn og valdi úr þremur konum sem "komust í úrslit". Jeanne fann til mikillar samkenndar með staðgengli sínum og fylgdi honum eftir með slopp eða handklæði. Meira
16. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 184 orð

Fastagestir á skurðborðinu

SKAKKAFÖLL og veikindi elta meðlimi hljómsveitarinnar R.E.M. eins og skugginn á tónleikaferðalagi þeirra. Þann 26. mars síðastliðinn stóð til að sveitin spilaði í Prag í Tékklandi, en það var ekki mögulegt vegna þess að trommarinn, Bill Berry, þurfti að fara í aðgerð vegna slagæðagúlps í heila. Meira
16. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 147 orð

Góðhjartaður leikari

PAUL Newman lætur verkin tala þegar kemur að góðgerðarstarfsemi. Hann var nýlega staddur á Írlandi þar sem hann opnaði ævintýrabúðir fyrir börn með ólæknandi sjúkdóma. Búðirnar eru staðsettar í ævafornum kastala á eyjunni grænu og eru fjármagnaðar með ágóða Newmans af sósuframleiðslu fyrirtækis hans. Meira
16. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 65 orð

K U S K

NÝLEGA var haldið teiti á Tunglinu í tilefni útgáfu tímaritsins Kusks. Eskimó módel sýndu nýjustu tísku og á vegum þeirra mættu tveir stílistar, annar breskur en hinn franskur. Kuski er dreift til alls ungs fólks á aldrinum 18-25 ára. Meira
16. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 333 orð

Kyndug samsetning

Diskur með safni laga úr kvikmyndinni Einni stórri fjölskyldu. Flytjendur eru Skárra en ekkert, Unun, Bubbleflies, Kolrassa krókríðandi, Texas Jesús, Shark Remover, Birthmark, Lipstick Lovers, Bugjuice, Quicksand Jesus, Bubbi Morthens, Ríó tríó, Atlot og Hljómsveit hússins. Kvikmyndafélag Íslands gefur út í samvinnu við Smekkleysu, Japís dreifir. 56,19 mín., 1.999 kr. Meira
16. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 79 orð

Madonna vill verða móðir

MADONNA, söngkonan óviðráðanlega, hefur ekki farið dult með löngun sína til að eignast barn. Vel getur verið að hún "standi við hótunina" á næstunni, ef marka má New York Magazine. Hún hefur að undanförnu heimsótt frægan frjósemissérfræðing ásamt núverandi kærasta sínum, Carlos Leon. Sérfræðingurinn heitir Hugh Melnick og starfar í New York. Meira
16. ágúst 1995 | Menningarlíf | 87 orð

Orgeltónar á hádegi

FIMMTUDAGINN 17. ágúst kl. 12 leikur Guðmundur H. Guðjónsson, organisti Landakirkju í Vestmannaeyjum, á hádegistónleikum Hallgrímskirkju. Hann er einn af þeim mörgu félögum í Félagi íslenskra organleikara sem koma fram á hádegistónleikum. Meira
16. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 181 orð

Pamela svarar fyrir sig

VÍST er að margir líta upp til leikkonunnar smávöxnu Pamelu Lee Anderson. Sjálf á hún sér hins vegar fáar fyrirmyndir. Á blaðamannafundi nýlega var hún spurð að því hvort hún ætti sér einhverjar slíkar, svo sem kannski Marilyn Monroe eða Brigitte Bardot. "Ég hef í raun aldrei átt mér nein átrúnaðargoð. Ég var bara ég sjálf og reyndi ekki að líkja eftir neinum. Meira
16. ágúst 1995 | Myndlist | 1380 orð

Rísandi afl norðursins

Norræn samsýning Opið þriðjud. - sunnud. kl. 12-18 til 24. september. Aðgangur kr. 300 ÞAÐ ER ekki oft sem hingað til lands rata alþjóðlegar sýningar á heimsmælikvarða, enda fara hindranir í vegi slíkra sýninga sífellt hækkandi. Meira
16. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 86 orð

Rokkið dunar

HINIR árlegu Rykkrokktónleikar voru haldnir síðastliðinn laugardag. Margar hljómsveitir létu tóna sína leika um Breiðholtið og má þar nefna Unun, Kolrössu krókríðandi og Funkstrasse. Götuleikhúsið sýndi listir sínar og fjöldi fólks kom til að hlýða á íslenska tónlist á íslensku sumarkvöldi. Meira
16. ágúst 1995 | Menningarlíf | 740 orð

Ryðfrítt stál og glerungur

YARON Ronen, listhönnuður frá Ísrael, sýnir verk sín í Gallerí Greip við Vitastíg til 20. þessa mánaðar. Hann er búsettur í Jerúsalem í Ísrael þar sem hann kennir við Bezalel Academy of art and design en í þeim skóla stundaði hann nám í listhönnun og málmhönnun. Meira
16. ágúst 1995 | Menningarlíf | 34 orð

Síðasta sýningarvika Nikulásar

Í ÞRASTARLUNDI stendur nú yfir sýning á vatnslitamyndum eftir Nikulás Sigfússon. Þetta er síðasta sýningarvika, en sýningunni lýkur 20. ágúst. Á þessari sýningu eru 26 myndir, flestar málaðar á síðustu 2­3 árum. Meira
16. ágúst 1995 | Menningarlíf | 113 orð

Smári og Garðar í síðasta sinn

Í SUMAR hafa staðið yfir hádegissýningar á leikþættinum "The Green Tourist" í Kaffileikhúsinu í Hlaðvarpanum við mjög góðar undirtektir. Höfundar og leikendur eru tveir, Guðni Franzson tónlistarmaður og Þór Tulinius. Meira
16. ágúst 1995 | Menningarlíf | 80 orð

Sólrún og Jónas við slaghörpuna

Í KVÖLD kl. 20.30 flytja þau Sólrún Bragadóttir sópransöngkona og Jónas Ingimundarson píanóleikari fjölþætta efnisskrá í Listasafni Kópavogs. "Við slaghörpuna" er samheiti á röð kynningartónleika. Að þessu sinni er gestur Jónasar við slaghörpuna Sólrún Bragadóttir söngkona. Sólrún syngur íslensk lög og erlend og er víða komið við. Jónas mun leika einleik á píanóið. Meira
16. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 86 orð

Stallone stendur í ströngu

SYLVESTER Stallone grípur gæsina þegar hún gefst. Hann hefur nóg að gera á næstunni og hefur tryggt sér hlutverk í fjórum kvikmyndum sem byrja senn í vinnslu. Fyrir hvert hlutverk fær hann sem svarar 1,2 milljörðum króna. Nýjasti samningur hans er um að leika í myndinni "The Sacred Trust". Hún fjallar um fyrrum leyniþjónustumann sem er kallaður til starfa á ný. Meira
16. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 93 orð

Sviptingar hjá Disney

MIKLAR breytingar hafa átt sér stað upp á síðkastið hjá Disney-fyrirtækinu. Nýlega keypti það Capital Cities/ABC-fyrirtækið og hefur nú ráðið nýjan forseta. Sá er meðal voldugustu umboðsmanna Hollywoods og heitir Michael Ovitz. Hann er 48 ára gamall og er nú orðinn annar valdamesti stjórnandi Disney-veldisins á eftir formanninum, Michael Eisner. Meira
16. ágúst 1995 | Fólk í fréttum | 207 orð

Tvö andlit Barbru

LEIKKONAN Barbra Streisand er ekki við eina fjölina felld. Hún þykir vera meðal bestu söngkvenna heims. Nýlega fór hún í tónleikaferðalag um Bandaríkin og hafði látið hafa eftir sér að hún hefði áhuga á frekari ævintýrum á því sviði. Uppi voru vangaveltur um að hún væri á leiðinni í tónleikaför um Evrópu og Japan. Meira

Umræðan

16. ágúst 1995 | Aðsent efni | 146 orð

Fáein þakkarorð

ÉG HEF lesið mér til ánægju greinar Jónmundar Guðmarssonar hér í blaðinu. Þær hafa fjallað um Evrópubandalagið eða Evrópusambandið, eins og heitir víst og er nú. Um það hef ég ort í gjásungi, en Jónmundur skrifar greinar sínar af hógværð og með skynsamlegum rökum. Þá varð mér ekki síður til ánægju að hlýða á ræðu Davíðs Oddssonar forsætisráðherra á þjóðhátíðardaginn okkar. Meira
16. ágúst 1995 | Velvakandi | 332 orð

ÍKVERJA kemur sú mikla harka, sem hlaupin er í deilur Fr

ÍKVERJA kemur sú mikla harka, sem hlaupin er í deilur Frakka og helstu nágrannaþjóða þeirra, nokkuð spánskt fyrir sjónir. Nær daglega berast nýjar fregnir af mótmælaaðgerðum og ekki síst virðast nágrannaþjóðir okkar á Norðurlöndum vera duglegar við að andæfa fyrirhuguðum kjarnorkutilraunum Frakka. Meira
16. ágúst 1995 | Aðsent efni | 1100 orð

Menningarhlutverk útvarps og sjónvarps

ÝMISS konar orðræða um útvarps- og sjónvarpsmál hefur átt sér stað í fjölmiðlum undanfarin misseri, og kynni þó fleira að vera í vændum. Upp til hópa snúast þessi skoðanaskipti um það hvernig farið skuli að því að sjónvarpa og útvarpa. Um hitt er minna fjallað, hverju skuli útvarpað og sjónvarpað. Aðferðin er m.ö.o. á dagskrá, en efnið, innihaldið er síður til umræðu. Meira
16. ágúst 1995 | Velvakandi | 407 orð

Safn til íslenskrar íþróttasögu

FYRIR u.þ.b. tveimur árum reifaði ég þá hugmynd hér í dálkunum, að löngu væri tímabært að hrinda af stokkunum ritun íslenskrar íþróttasögu er alfarið yrði kostuð af ágóðanum af lottóspili. Jafnframt hvatti ég til samstarfs sagnfræðiskorar Heimspekideildar Háskóla Íslands og íþróttamanna um þessi mál. Að ungu fólki gæfist einkum kostur á að vinna að slíku verki. Meira
16. ágúst 1995 | Velvakandi | 508 orð

Tekjuauki til elli- og örorkulífeyrisþega ÞESSA fyrirsögn mátti nýle

ÞESSA fyrirsögn mátti nýlega lesa í dagblöðum og öðrum fjölmiðlum. Plagg útgefið af heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra segir að þessar greiðslur séu í tengslum við gerða kjarasamninga í lok febrúar síðastliðinn. Þessi tekjuauki verður greiddur í fjórum áföngum. Sá fyrsti var greiddur í júlí, kr. 9.727, næsti í ágúst, kr. 7.483. Síðan verða greiddar í desember uppbætur sem eru kr. 11. Meira
16. ágúst 1995 | Velvakandi | 444 orð

Til Borgfirðinga vegna vegamála

KÆRU fyrrverandi sveitungar. Í langri bið minni hér úti í Svíþjóð hef ég oft stytt mér stundir með lestri Morgunblaðsins. Þar hef ég m.a. séð umfjöllun um væntanlega breytingu á Borgarfjarðarbraut upp í Reykholtsdal, og að ekki séu allir á eitt sáttir í þeim efnum. Þar sem mér er mikið í mun að sem allra flestir komi ósárir frá þessari deilu, langar mig til að leggja nokkur orð í belg. Meira

Minningargreinar

16. ágúst 1995 | Minningargreinar | 701 orð

Bergljót Einarsdóttir

Bergljót Einarsdóttir Horfin er af heimi hugumkær vinkona mín. Hennar samfylgd átti ég svo undurgóða um langa leið ævinnar og söknuði þrungin þökk fer um sinni. Leifturmyndir liðins tíma líða hjá, sem ljósblik skær fara þær um hugann ein af annarri og halda honum föngnum. Meira
16. ágúst 1995 | Minningargreinar | 176 orð

BERGLJÓT EINARSDÓTTIR

BERGLJÓT EINARSDÓTTIR Bergljót Einarsdóttir var fædd að Bæ í Lóni, A- Skaftafellssýslu, 9. janúar 1911 og þar ólst hún upp. Foreldrar hennar voru Þuríður Sigurðardóttir frá Vík í Lóni, f. 1882, og Einar Högnason frá Horni í Nesjum, f. 1872, bóndi í Bæ. Systkinin voru alls 13. Meira
16. ágúst 1995 | Minningargreinar | 576 orð

Elín Sigtryggsdóttir

Í dag er til moldar borin Elín Sigtryggsdóttir, Keilusíðu 10b, Akureyri. Elín starfaði mikið að félagsmálum gegnum árin, sem hún gerði með mikilli festu og ábyrgð. Þau ár sem hún starfaði fyrir Sálarrannsóknarfélagið á Akureyri varð mikill uppgangur í félaginu og var Elín ætíð reiðubúin til að vinna fyrir félagið, Meira
16. ágúst 1995 | Minningargreinar | 549 orð

Elín Sigtryggsdóttir

Elín Sigtryggsdóttir er látin eftir að hafa háð hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm, baráttu sem stóð yfir í rúma þrjá mánuði. Þann tíma sem Elín lá sjúk bæði heima og á sjúkrahúsinu rann upp fyrir mér hve stór vinahópur Ellu var. Vinahópur Ellu var ekki bara fjölmennur heldur voru vinir hennar á öllum aldri. Meira
16. ágúst 1995 | Minningargreinar | 303 orð

Elín Sigtryggsdóttir

Í dag kveð ég kæra vinkonu mína, Elínu Sigtryggsdóttur, sem er látin eftir ströng og erfið veikindi, sem hún tók með miklum hetjuskap eins og hennar var von og vísa. Mig langar til að minnast hennar með örfáum orðum. Hún var ekki mikið fyrir mærð, hún Ella mín. Við kynntumst fyrst í Skagafirði vorið 1945. Hún var fædd á bjartasta tíma ársins og vorsins barn. Meira
16. ágúst 1995 | Minningargreinar | 235 orð

ELÍN SIGTRYGGSDÓTTIR

ELÍN SIGTRYGGSDÓTTIR Elín Sigtryggsdóttir fæddist í Héraðsdal, Lýtingsstaðahreppi, Skagafirði, 16. júní 1923. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 30. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ágústa Jónasdóttir, f. 1.8. 1904, búsett á Sauðárkróki, og Sigtryggur Einarsson, f. 11.3. 1886, d. 4.10. 1955. Meira
16. ágúst 1995 | Minningargreinar | 218 orð

Jan Callerström

Starfsferill Jans Callerströms sem bankamanns var óvenju farsæll og árangursríkur. Störf hans í meira en tvo áratugi í sænskum bönkum og tæpan áratug í Norræna fjárfestingarbankanum einkenndust af vönduðum, faglegum vinnubrögðum, réttsýni og hyggindum. Meira
16. ágúst 1995 | Minningargreinar | 186 orð

JAN CALLERSTRÖM

JAN CALLERSTRÖM Jan Callerström var fæddur í Stokkhólmi 17. apríl 1934. Hann varð bráðkvaddur hinn 25. júlí síðastliðinn í skerjagarðinum við Stokkhólm þar sem hann var í sumarleyfi með fjölskyldu sinni. Hann lauk stúdentsprófi frá Hvitfeldska menntaskólanum í Gautaborg og gekk síðan í liðsforingjaskóla. Meira
16. ágúst 1995 | Minningargreinar | 228 orð

Júlíana Sigurjónsdóttir

Að Júlíönu Sigurjónsdóttur mágkonu minni látinni hlaðast upp myndir og minningar úr sex áratuga fjölskyldutengslum sem engan skugga hefur borið á. Þorsteinn bróðir minn og Júlíana hófu búskap ung að árum á miðjum fjórða áratug þessarar aldar, í heimskreppunni miðri, fátæk að veraldargæðum en þeim mun ríkari að áhuga, dugnaði og bjartsýni. Meira
16. ágúst 1995 | Minningargreinar | 374 orð

Júlíana Sigurjónsdóttir

Um þessar mundir lifir helst í huga mér mynd af Júlíönu sitja við kringlótta eldhúsborðið okkar, þegar heim var komið úr vinnu, og segja: "Ég er hér einsog vant er að flækjast fyrir," um leið og hún var önnum kafin við að létta undir við húsverkin. Milt, blítt og ögn glettið bros og augnaráð, trygglynt fas, grásprengt hár, virðuleiki. Meira
16. ágúst 1995 | Minningargreinar | 444 orð

Júlíana Sigurjónsdóttir

Það var á vordögum 1955 sem ég kom fyrst á heimili þeirra Júlíönu og Þorsteins frænda míns í Skipasundi 31. Uppvöxtur minn hafði farið fram utan höfuðborgarsvæðisins og samband við ættingja mína fram að þessu hafði nánast ekkert verið. Eldri bróðir minn hafði tekið að sér að koma mér í kynni við ættingja mína og höfuðborgarlífið yfir höfuð. Meira
16. ágúst 1995 | Minningargreinar | 313 orð

Júlíana Sigurjónsdóttir

Þá er komið að því. Hún elsku amma mín hefur nú kvatt okkur eftir langvinnan sjúkdóm. Enda þótt við værum öll búin undir andlátið, þá er missirinn mikill. Þannig er þessu alltaf farið. Þrátt fyrir sjúkdóminn og annað sem hrjáir gamalt fólk svo oft, þá stóðst amma raunina betur en ég átti von á. Ég þykist vita ástæðuna. Meira
16. ágúst 1995 | Minningargreinar | 187 orð

Júlíana Sigurjónsdóttir

Fyrir tuttugu árum skildu foreldrar mínir. Skömmu síðar kvæntist faðir minn Kristínu Þorsteinsdóttur. Það var þannig sem ég, þá lítill drengur, kynntist Júlíönu, móður Kristínar. Hún skildi ekki aðeins vel sársaukann, sem ég gekk í gegnum á því tímabili, heldur gerði hún sitt besta til að láta mér líða sem best við hinar nýju aðstæður mínar. Meira
16. ágúst 1995 | Minningargreinar | 209 orð

JÚLÍANA SIGURJÓNSDÓTTIR

JÚLÍANA SIGURJÓNSDÓTTIR Júlíana Sigurjónsdóttir fæddist á Skjöldólfsstöðum í Breiðdal í S-Múlasýslu 26. júní 1917. Hún lézt í Reykjavík 5. ágúst síðastliðinn. Meira
16. ágúst 1995 | Minningargreinar | 766 orð

ÞORBJÖRG EINARSDÓTTIR

Ein af mætustu konum þessa lands, Þorbjörg Einarsdóttir á Hóli, Stöðvarfirði, verður áttræð í dag, 16. ágúst. Hún er fædd að Ekru, Stöðvarfirði, dóttir hjónanna Guðbjargar Erlendsdóttur og Einars Benediktssonar útvegsbónda. Hún var fjórða í röðinni af sjö systkinum. Af þeim eru á lífi eru auk Þorbjargar, Benedikt og Anna, en látnar eru systurnar Björg, Ragnheiður og Elsa og yngri bróðirinn Björn. Meira

Viðskipti

16. ágúst 1995 | Viðskiptafréttir | 134 orð

Hagnaðurinn 113,6 milljónir

HAGNAÐUR af rekstri Þormóðs Ramma hf. á Siglufirði var 113,6 milljónir króna á fyrri hluta ársins, og er það betri afkoma en á sama tíma árið 1994. Þá jókst velta fyrirtækisins um 22% á milli tímabila, en veltan var 961 milljón á fyrstu sex mánuði ársins. Meira
16. ágúst 1995 | Viðskiptafréttir | 190 orð

Óvenju hagstæð lánskjör

SEÐLABANKI Íslands hefur gengið frá samningum um vaxtakjör á láni sem ríkissjóður tók hjá Evrópska fjárfestingarbankanum í síðasta mánuði. Lánið mun bera 7,78% fasta vexti á ári, sem samkvæmt vaxtaskiptasamningi við Bank of Switzerland skiptast yfir í líborvexti að frádregnum 0,075%. Meira
16. ágúst 1995 | Viðskiptafréttir | 543 orð

Skiptar skoðanir meðal kaupmanna

REGLUR um opnunartíma verslana í Kringlunni breytast þann 1. september nk. á þann veg, að heimilt verður að hafa opið 9-21 virka daga, 10-19 á laugardögum og 12-18 á sunnudögum. Sameiginlegur opnunartími, sem er sá tími sem eigendum verslana er skylt að hafa opið, verður hins vegar óbreyttur. Meira
16. ágúst 1995 | Viðskiptafréttir | 176 orð

Stál í drykkjardósir í stað áls?

TINHÚÐAÐ stál kann að auka markaðshlutdeild sína á kostnað áls í drykkjardósaiðnaði Evrópu að sögn tinplötuframleiðandans Rasselstein Hoesch GmbH í Þýzkalandi. Fyrirtækið keðst vita um 15 framleiðendur, sem ætli að taka upp tinhúðað stál í stað áls. Stál og ál höfðu lengi vel jafna hlutdeild í markaðnum í Evrópu. Meira
16. ágúst 1995 | Viðskiptafréttir | 267 orð

Stefnir í hundrað jen á nýjan leik

ÞRÍR helstu seðlabankar í heimi, bandaríski, japanski og þýski seðlabankinn, ýttu enn á eftir hækkun dollars með kaupum á myntinni í gær. Dollarinn náði 96,87 jenum og 1,4745 mörkum á tímabili, en var 93,63 jen og 1,4363 marka virði við lokun á mánudag. Efnahagssérfræðingar sögðu, að þátttaka þýska seðlabankans hefði líklega verið höfuðorsökin fyrir flugi dollars. Meira

Daglegt líf

16. ágúst 1995 | Ferðalög | 303 orð

Ferðir um helgina

LAUGARDAGINN 19. ágúst stendur Útivist fyrir göngu á Heklu, eitt virkasta eldfjall landsins. Áætlaður göngutími er 8 klst. Brottför frá BSÍ kl. 8 f.h. Sunnudaginn 20. ágúst verður gengin valin leið úr Þórsmerkurgöngunni 1990. Að þessu sinni verður gengið frá Bæjargili að Selgili. Meira
16. ágúst 1995 | Ferðalög | 164 orð

Ferð yfir Vatnajökul

SAMVINNUFERÐIR­Landsýn standa fyrir ferð yfir Vatnajökul um næstu helgi. Í frétt SL segir að hún sé tilkomin vegna þess að erlendur hópur sé á leið yfir jökulinn og nauðsynlegt að fá hóp á móti sem flytur vélsleðana til baka. Á leið yfir jökulinn verður leiðsögumaður með hópnum en að öðru leyti verða menn á eigin vegum. Meira
16. ágúst 1995 | Ferðalög | 121 orð

Milli fjalls og fjöru ­ göngulok

Á MIÐVIKUDAGSKVÖLDIÐ, 16. ágúst, fer HGH síðasta áfanga sinn í sexferða raðgöngu úr Grófinni með viðkomu á Víkurbæjarstæðinu og Vífilsstöðum á leið upp að Vífilsfelli. Farið verður kl. 20 með rútu frá Hafnarhúsinu upp í Heiðmörk. Gengið verur úr Skógarkrika upp á Selfjall og áfram eftir Sandfelli upp að Vífilsfellskrókum. Þetta er nokkuð erfið leið, stíg vantar t.d. Meira
16. ágúst 1995 | Ferðalög | 840 orð

Óskabörn og vandræðagemsar í ferðamennskunni Sumir gera sér að leik yfir sumarið að giska á þjóðerni ferðamanna eftir klæðnaði

ÞAÐ HEFUR til dæmis lengi verið haft fyrir satt að Þjóðverjar séu sparsamir, Bandaríkjamenn fáfróðir og eftir að Japanir tóku að venja hingað komur sínar var haft á orði að þeir væru einstaklega kurteisir. Í samtölum við ferðaþjónustufólk eru sumar þjóðsögurnar staðfestar, aðrar virðast vafasamar. Hnífapörin hverfa Meira
16. ágúst 1995 | Ferðalög | 336 orð

Söfnin á Tjörnesi

FERÐAÞJÓNUSTAN til sveita tekur á sig margar myndir enda ýmsir möguleikar fyrir hendi þann tíma sem ferðamannatíminn stendur yfir. Bændagisting er sá þáttur sem margir hafa farið út í en bændur á Tjörnesi hafa haft annan hátt á en þar eru opin tvö einkasöfn alla daga vikunnar. Steingervingasafn á Hallbjarnarstöðum Meira
16. ágúst 1995 | Ferðalög | 111 orð

Vandræðalaust á flugvöllinn

NÝTT fyrirtæki, Flugfarþegaþjónustan, hefur tekið að sér þjónustu í flutningum á farþegum og farangri til Keflavíkurflugvallar. Töskur og farseðlar eru sóttir heim til farþega kvöldið fyrir brottför og ekið á Keflavíkurflugvöll þar sem farþeginn er innritaður. Meira

Fastir þættir

16. ágúst 1995 | Dagbók | 102 orð

ÁRA afmæli. Sjötíu og fimm ára er í dag Vilhjálm

ÁRA afmæli. Sjötíu og fimm ára er í dag Vilhjálmur Friðriksson, fv. starfsmaður Hitaveitu Reykjavíkur, Skúlagötu 74, Reykjavík. Kona hans er Guðrún Klara Jóakimsdóttir. ÁRA afmæli. Í dag miðvikudaginn 16. Meira
16. ágúst 1995 | Fastir þættir | 170 orð

BRIDS Arnór G. Ragnarsson Sumarbrids

Fimmtudaginn 10. ágúst mættu 27 pör í sumarbridge. Úrslit urðu þannig: N - S riðill: Hanna Friðriksdóttir-Soffía Daníelsdóttir325Gylfi Baldursson-Sigurður B. Þorsteinsson323Albert Þorsteinsson-Kristófer Magnússon291Guðlaugur Sveinsson-Páll Þ. Meira
16. ágúst 1995 | Dagbók | 419 orð

Reykjavíkurhöfn: Í gærnótt kom Ásbjörn

Reykjavíkurhöfn: Í gærnótt kom Ásbjörn af veiðum. Kyndill kom af strönd í gærnótt og fór í gær á strönd. Helgafellið kom frá útlöndum í gær. Mælifellið kom af strönd í gær. Reykjafoss fór á strönd í gær. Skógarfoss kom frá útlöndum í gær. Ottó N. Meira
16. ágúst 1995 | Dagbók | 201 orð

Seyðisfjörður

Ljósm. RH SeyðisfjörðurÍ GÆR var greint frá því í blaðinu að sprenging hefði orðið í bátí Seyðisfjarðarhöfn. Seyðisfjörður er kaupstaður við botn Seyðisfjarðar í Norður-Múlasýslu. Höfnin í Seyðisfirði er talin ein sú besta álandinu, segir í Landið þitt Ísland. Meira

Íþróttir

16. ágúst 1995 | Íþróttir | 127 orð

1. deild kvenna Haukar - Valur1:4 Hanna Guðrún Stefánsdóttir - Ásgerður Ingibergsdóttir, Ólöf Helgadóttir, Bergþóra Laxdal, Rósa

1. deild kvenna Haukar - Valur1:4 Hanna Guðrún Stefánsdóttir - Ásgerður Ingibergsdóttir, Ólöf Helgadóttir, Bergþóra Laxdal, Rósa Steinþórsdóttir. ÍBV - ÍA0:6 -Áslaug Ákadóttir 3, Laufey Sigurðardóttir, Jónína Víglundsdóttir, Guðrún Sigursteinsdóttir. Meira
16. ágúst 1995 | Íþróttir | 251 orð

Arnar og Bjarki í byrjunarliðinu

TVÍBURARNIR af Akranesi, Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir, verða í fyrsta skipti saman í byrjunarliði Íslands í Evrópuleik þegar Íslendingar mæta Svisslendingum í kvöld kl. 21 á Laugardalsvelli. Þeir hafa raunar aðeins einu sinni verið saman í byrjunarliði í A-landsliðinu, í vináttuleik gegn Sádi-Aröbum í Frakklandi í fyrrasumar. Meira
16. ágúst 1995 | Íþróttir | 447 orð

"Aukaspyrnur rétt við teig eru hættulegar"

"VIÐ stefnum að sjálfsögðu að því að leika okkar fimmta landsleik í röð án taps og ég vona að það takist - er bjartsýnn," sagði Birkir Kristinsson, markvörður landsliðsins. "Við vitum að hverju við göngum og verðum að hafa vissa hluti í lagi, eins og baráttuna og að leika skynsamlega. Vonandi fáum við nokkrar góðar sóknir, sem við náðum að nýta vel." Meira
16. ágúst 1995 | Íþróttir | 243 orð

"Er mjög svekktur"

Arnór Guðjohnsen verður ekki með gegn Svisslendingum vegna meiðsla. "Ég er mjög svekktur að geta ekki leikið með. Ég var bjartsýnn eftir fyrri æfinguna á mánudaginn - hélt að ég væri orðinn góður," sagði Arnór, sem meiddist í leik með Örebro á dögunum, fékk högg á læri. "Það hefur eitthvað rifnað í lærinu, þannig að það er eins og ég hef fengið hnífsstungu aftan í lærið. Meira
16. ágúst 1995 | Íþróttir | 81 orð

HM 2006 á Norðurlöndum?

KNATTSPYRNUSAMBÖND fjögurra Norðurlanda - Danmörk, Noregur, Svíþjóð og Finnland - eru nú að vinna að tillögu og umsókn, um að heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu 2006 verði haldin í löndunum fjórum. Samböndin hafa óskað eftir því við alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, um að fá sendar reglur um umsókn, en í reglunum stendur að aðeins eitt land geti sótt um að halda keppnina. Meira
16. ágúst 1995 | Íþróttir | 193 orð

Ísland - Sviss2:4 Kaplakrikavöll

Kaplakrikavöllur - landsleikur í knattspyrnu landsliða leikmanna 21 árs og yngri- þriðjudagur 15. ágúst 1995. Aðstæður: SV gjóla og skýjað en rigningarlaust og átta gráðu hiti - völlurinnhins vegar góður. Mörk Íslands: Sigurvin Ólafsson (42.), Hermann Hreiðarsson (75.). Meira
16. ágúst 1995 | Íþróttir | 494 orð

Johnson fengi 185 þúsund á sekúndu fyrir heimsmet

MICHAEL Johnson, Bandaríkjamaðurinn sem náði þeim einstæða árangri að verða heimsmeistari í 200 og 400 metra hlaupi á heimsmeistaramótinu í Gautaborg, gæti fengið gott tímakaup á hlaupabrautinni í Z¨urich í Sviss í dag, þegar annað af fjórum svokölluðum gullmótum fer fram. Ef hann nær að slá heimsmetið í 400 metra hlaupi fær hann sem samsvarar u.þ.b. 185.000 krónum á sekúndu. Meira
16. ágúst 1995 | Íþróttir | 169 orð

Klinsmann frá í fjórar vikur J¨urgen Kl

J¨urgen Klinsmann meiddist í fyrsta leik sínum fyrir Bayern M¨unchen gegn Hamborg um helgina þegar hann reif upp liðbönd í ökkla. Að sögn lækna liðsins verður Klinsmann með fótinn í gifsi í 10 daga og verður frá í 4 vikur, sem þýðir að hann mun líklega missa af tveimur landsleikjum, vináttuleik gegn Belgíu og Evrópuleik gegn Georgíu. Klinsmann lenti í samstuði við Stephane Henchoz á 43. Meira
16. ágúst 1995 | Íþróttir | 260 orð

Lárus Orri Sigurðsson missti knöttinn frá sér vinstra meg

Lárus Orri Sigurðsson missti knöttinn frá sér vinstra megin á miðjum eigin vallarhelmingi á 19. mínútu til David Sosa, Sosa tók á rás með boltann og sendi inn í miðjan vítateig Íslands þar sem Pétur Marteinsson kom aðvífandi og hugðist hreinsa aftur fyrir en þess í stað fór knötturinn efst í vinstra markhornið. Meira
16. ágúst 1995 | Íþróttir | 151 orð

Leynd yfir liði Sviss

Roy Hodgson, þjálfari Svisslendinga, hafði ekki gefið upp byrjunarlið sitt gegn Íslendingunum í gærkvöldi og að sögn svissneskra blaðamanna hefur ætíð hvílt mikil leynd yfir vali liðsins. Þeir höfðu það eftir honum að hann vildi láta Íslendinga svitna aðeins í óvissunni. Meira
16. ágúst 1995 | Íþróttir | 358 orð

Schumacher boðinn 1,6 milljarður á ári

ÞÓ keppnistímabil Formula 1 ökumanna standi sem hæst víla forráðamenn keppnisliðanna ekki fyrir sér að bera víurnar í ökumenn keppinautanna. Ferrari er á góðri leið með að tryggja sér heimsmeistarann Michael Schumacher fyrir næsta tímabili, og hefur er reiknað með að tilkynnt um það í dag. Hefur liðið boðið honum andvirði 1.600 milljónir íslenskra króna í laun, gangi hann til liðs við liðið. Meira
16. ágúst 1995 | Íþróttir | 65 orð

Skipt um leikstaði í Króatíu KNAT

KNATTSPYRNUSAMBAND Evrópu, UEFA, hefur ákveðið að heimaleikur króatíska liðsins Hajduk Split í Evrópukeppni bikarhafa og Panathinaikos frá Grikklandi fari fram í Rijeka, við landamæri Ítalíu 23. ágúst, en ekki í Split. Þá hefur verið ákveðið að leikur NK Osijek og Slovan Bratislava frá Slóvakíu í UEFA-keppninni verði leikinn í Zagreb 22. ágúst. Meira
16. ágúst 1995 | Íþróttir | 71 orð

Stund á milli stríða

ARNAR Gunnlaugsson mundar hér kjuðann við knattleiksborðið, þegar landsliðsmenn Íslands brugðu á leik í Keiluhöllinni í Öskjuhlíð í gær. Arnór Guðjohnsen horfir á leik Arnars, en það verður hlutverk Arnórs að horfa á félaga sína gegn Sviss Laugardalsvellinum. Meira
16. ágúst 1995 | Íþróttir | 332 orð

SVISSNESKA

SVISSNESKA blaðið Sport of Z¨urich, sem er leiðandi í íþróttaskrifum í Sviss, kaus Ray Hodgsonlandsliðsþjálfara "besta landsliðsþjálfari í svissnesku knattspyrnusögunni" eftir að hann kom Svissí úrslitakeppni HM eftir 28 ára bið. Meira
16. ágúst 1995 | Íþróttir | 215 orð

Svíar liggja á bæn

Sænska knattspyrnulandsliðinu hefur gengið illa það sem af er árinu og möguleikarnir að ná sæti í EM í Englandi að verða litlir. Í samantekt sem Svenska Dagbladet gerði í gær kemur fram að það sem af er ársins 1995 hefur sænska liðið náð slakasta árangri frá upphafi. Liðið hefur aðeins náð að meðaltali 0,57 stigum úr hverjum leik, sem þykir afar lélegt. Meira
16. ágúst 1995 | Íþróttir | 140 orð

"Tókum áhættu" "VIÐ ætluðum okkur

"VIÐ ætluðum okkur að gera betur í leiknum," sagði Hörður Helgason, þjálfari íslenska liðsins eftir 2:4 tap í gærkvöldi. "Við tókum áhættuna á leika framar að þessu sinni eftir að hafa leikið góða vörn í síðustu leikjum. Þeir nýttu sér það að við vorum framar og refsuðu okkur fyrir á grimmilegan hátt. Meira
16. ágúst 1995 | Íþróttir | 474 orð

Yngra liðinu tókst ekki að gefa tóninn

ÍSLENSKA landsliðinu skipað leikmönnum 21 árs og yngri tókst ekki að gefa því eldra tóninn með sigri í gærkvöldi gegn jafnöldrum sínum frá Sviss á Kaplakrikavelli. Svisslensku strákarnir hófu leikinn af miklum krafti og léku íslenska liðið oft grátt, einkum á fyrstu tuttugu mínútunum þegar íslenska liðið virtist ekki vera með í leiknum. Meira

Úr verinu

16. ágúst 1995 | Úr verinu | 268 orð

3% söluaukning hjá FS

VVERULEG aukning varð í sölu Fiskmarkaðar Suðurnesja í júlí. 45% meira fór þar í gegn af fiski og verðmætin jukust enn meira eða um 63%. Salan hefur aukist um 3%, bæði að magni og verðmætum, fyrstu sjö mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra. Meira
16. ágúst 1995 | Úr verinu | 192 orð

Afli breskra skipa eykst um 10%

AFLI breskra skipa sem á land kemur Bretlandi jókst verulega á fyrsta ársfjórðungi þessa árs miðað við sama tíma á síðasta ári, eða um 10% í heildina, samkvæmt upplýsingum sem breska landbúnaðarráðuneytið hefur gefið út. Afli hefur aukist í flestum fisktegundum. Heildarafli botnfisks jókst um liðlega 4 þúsund tonn, eða 6% milli ára. Meira
16. ágúst 1995 | Úr verinu | 593 orð

Atlantshafsþorskur áfram í gjörgæslu

ALÞJÓÐA hafrannsóknaráðið leggur áfram til veiðibann við Grænland, veiðum verði haldið í lágmarki við Færeyjar og 30% samdrátt þorskveiða í Eystrasalti og Kattegat. Ráðgjöf stofnunarinnar varðandi stærsta þorskstofninn í Norður-Atlantshafi, Barentshafsþorskinn, liggur ekki fyrir en hann hefur verið í sókn. Þá á Alþjóða hafrannsóknaráðið eftir að fjalla um Norðursjávarþorskinn. Meira
16. ágúst 1995 | Úr verinu | 163 orð

Botnfiskafli 5 þúsund t minni

BOTNFISKAFLINN var 43 þúsund tonn í júlímánuði, tæpum 5 þúsund tonnum minni en í júlí á síðasta ári, samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskistofu. Togararnir fengu liðlega 24 þúsund tonn í mánuðinum, afli þeirra hefur minnkað um 5.300 tonn eða um 18% frá júlí á síðasta ári. Bátaflotinn veiddi 10.600 tonn sem er 1% samdráttur frá því í fyrra. Hins vegar var afli smábátanna 8. Meira
16. ágúst 1995 | Úr verinu | 382 orð

Brellinn karfi í úthafinu

ÞRÍR íslenskir togarar, Siglir, Guðbjörg ÍS og Víðir EA, eru á karfaveiðum í úthafinu rétt utan landhelginnar, eða 290 mílum suðvestur af Reykjanesi. Skipin hafa undanfarið verið að fikra sig norður á bóginn en þau voru öll að veiðum um 850 mílum suðvestur af Reykjanesi þegar mest var. Meira
16. ágúst 1995 | Úr verinu | 230 orð

Enn heimtist lax illa úr hafbeitinni

ENDURHEIMTUR á laxi í hafbeitarstöðvar landsins hafa almennt verið slakar í sumar. Áberandi er hvað lítið hefur skilað sér af stærri laxinum, það er laxi sem verið hefur tvö ár í sjó, að sögn Árna Ísakssonar veiðimálastjóra. Lax er enn að ganga en mjög hefur dregið úr göngunum í ágúst. Meira
16. ágúst 1995 | Úr verinu | 594 orð

Fimm brauð og tveir fiskar

LÍKLEGT er að uppgjör verði milli mismunandi sjónarmiða í Landssambandi smábátaeigenda á aðalfundi um miðjan október. Garðar Björgvinsson úr Hveragerði er að afla stuðnings við tillögu sína um jöfnun aflaheimilda milli báta eftir stærð og segist ætla að flytja hana á aðalfundinum. Meira
16. ágúst 1995 | Úr verinu | 1327 orð

Fiska sig í kaf

TÍU smábátar hafa farist það sem af er þessu ári, mun fleiri en undanfarin ár. Allt síðasta ár fórust átta smábátar og sjö árið 1993. Fimmtán menn voru á þessum bátum og björguðust allir. Ekkert banaslys var á smábátum á síðasta ári en fimm árið áður. Meira
16. ágúst 1995 | Úr verinu | 376 orð

Fiskútflytjendur nýta beint flug til Boston

FISKÚTFLYTJENDUR á Íslandi eru margir sammála um að beint flug til Boston og Halifax, sem Flugleiðir hefja á næsta ári, skapi aukna möguleika og hagræðingu fyrir ferskfiskútflutning, einkum flugið til Boston. Nokkur íslensk útflutningsfyrirtæki flytja "flugfisk" eða ferskfisk í einhverjum mæli til Bandaríkjanna og hefur stærsti markaðurinn verið á New York-svæðinu. Meira
16. ágúst 1995 | Úr verinu | 133 orð

Forstöðumaður útflutnings hjá Eimskip

GUÐMUNDUR Þorbjörnsson hefur verið ráðinn til starfa sem forstöðumaður útflutningsdeildar Eimskips. Mun hann taka við starfinu 1. september næstkomandi er Garðar Jóhannsson tekur við starfi forstöðumanns Eimskips á Akureyri. Meira
16. ágúst 1995 | Úr verinu | 61 orð

Færeyingar landa

Vestmannaeyjum-Færeyskir línu- og handfærabátar hafa verið drjúgir við að landa á Fiskmarkaðinn í Eyjum á þessu ári. Alls hafa þeir landað um 780 tonnum á árinu í 33 löndunum. Myndin var tekin þegar handfærabáturinn Grunningur FD 720, frá Runavik, landaði tæplega 40 tonnum, mest ufsa. Aflann fékk Grunningur á 5 dögum en 8 karlar eru á bátnum. Meira
16. ágúst 1995 | Úr verinu | 104 orð

Hvalveiðar á ný við Tonga

RÍKISSTJÓRNIN í Tonga, sem er eyjaklasi í Suður-Kyrrahafi, íhugar að taka aftur upp hvalveiðar innan efnahagslögsögu eyjanna. Er stefnt að því að veiða 50 hnúfubaki, 200 búrhvali og 100 hrefnur. Það er Tongamaður, sem búsettur er í Japan, sem hvatt hefur til veiðanna en sagt er, að Japanir vilji borga meira en 12.000 kr. fyrir kg af hvalkjöti. Meira
16. ágúst 1995 | Úr verinu | 163 orð

Kap VE lengd í Skipalyftunni

Vestmannaeyjum - Lenging á loðnuskipinu Kap VE stendur nú yfir hjá Skipalyftunni í Vestmannaeyjum. Verður skipið lengt um 6 metra og er reiknað með að burðargeta þess verði um 900 tonn eftir lenginguna. Meira
16. ágúst 1995 | Úr verinu | 204 orð

Líkur á skreiðarsölu til Ítalíu

BJARTSÝNI ríkir meðal skreiðarframleiðenda norðanlands um að gott verð fáist fyrir skreið í ár, en framleiðsla og útflutningur á skreið hefur farið minnkandi undanfarin misseri. Ekki hafa verið gerðir samningar í þessum efnum en farið hafa fram viðræður við ítalska aðila. Meira
16. ágúst 1995 | Úr verinu | 256 orð

Skreiðarverkendur bjartsýnir um sölu til Ítalíu

BJARTSÝNI ríkir meðal skreiðarframleiðenda norðanlands um að gott verð fáist fyrir skreið í ár, en framleiðsla og útflutningur á skreið hefur farið minnkandi undanfarin misseri. Ekki hafa verið gerðir samningar í þessum efnum en farið hafa fram viðræður við ítalska aðila. Meira
16. ágúst 1995 | Úr verinu | 166 orð

Spá verðhækkun á mjöli

VEIÐAR á ansjósu og sardínu við Perú voru stöðvaðar um miðjan júlí en þá var kvótinn á þessu fiskveiðaári, frá 30. sept. til 1. okt., búinn. Var hann alls níu milljónir tonna eða tveimur milljónum tonna minni en á síðasta ári. Vegna þessa hefur mjöl frá Suður-Ameríku hækkað mikið eða um allt að 40%. Meira
16. ágúst 1995 | Úr verinu | 230 orð

Steikt síld

FERSK síld hefur ekki verið mikið notuð til matar hér á landi. Nokkrar tilraunir hafa verið gerðar til að breyta þessu, að því er virðist með litlum árangri. Í því ljósi verður að skoða uppskriftir af margskonar matreiðslu síldar í bók Jóninnu Sigurðardóttur á Hótel Goðafossi á Akureyri frá árinu 1927. Meira
16. ágúst 1995 | Úr verinu | 211 orð

Styrjan að deyja út í Kaspíahafi

MIKIL sókn í styrjuna í Kaspíahafi gæti orðið "lokaþátturinn í harmsögu þessa verðmæta fisks" segir í nýrri skýrslu frá rússneskum vísindamönnum. Í Kaspíahafi er að finna 90% allrar styrju og þar er því í raun um að ræða síðasta vígi hennar á jörðinni. Meira
16. ágúst 1995 | Úr verinu | 673 orð

Stöndum saman

FYRRA af tveim mestu umhverfisslysum sögunnar hófst strax upp úr landnámsöld með eyðingu skóga og í kjölfarið jarðvegsfoki. Hið síðara hófst fyrir alvöru um 1965, með tilkomu skuttogara. Nú er svo komið að landgrunn Íslands er eitt flakandi sár, heilu hraunbreiðurnar ein sandeyðimörk, drangar, hólar, og hæðir horfnar með öllu. Meira
16. ágúst 1995 | Úr verinu | 332 orð

Til starfa við sjávarútveg í Afríku

NOKKRIRÍslendingar eru um þessar mundir að fara til starfa á sjávarútvegssviðinu í Afríku, á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands. Tveir þeirra eru kynntir hér. Ágústa Gísladóttir matvælafræðingur hélt í fyrradag áleiðis til Namibíu. Meira
16. ágúst 1995 | Úr verinu | 234 orð

Tíu hafa farist

BÁTARNIR tíu sem farist hafa það sem af er ári eru þessir, samkvæmt upplýsingum Siglingamálastofnunar: Pétur Jóhannsson SH 177 sökk 23. febrúar út af Rifi. Tveir menn á, björguðust. Ragnhildur HF 49 strandaði 9. mars við Straumsvík. Einn maður á, bjargaðist. Margrét SH 169 sökk 14. mars rétt utan við Rif. Tveir menn á, björguðust. Meira
16. ágúst 1995 | Úr verinu | 49 orð

TÚRISTAVEIÐARNAR UNDIRBÚNAR

ÓLAFUR Björn Þorbjörnsson útgerðarmaður Sigurðar Ólafssonar SF 44 á Hornafirði er hættur á humrinum eins og aðrir Hornfirðingar. Fékk hann aðeins 4 tonn en hefur 19 tonna humarkvóta. Ólafur Björn er að mála bátinn og gera klárt fyrir hvalaskoðunarferðirnar sem hann fer fyrir Jöklaferðir síðar í mánuðinum. Meira
16. ágúst 1995 | Úr verinu | 211 orð

Vaxandi andstaða er við rækjueldið

RÆKJUAFLI í sjó og vötnum fer minnkandi og því mun það ráðast af rækjueldinu að hve miklu leyti unnt verður að anna eftirspurninni eftir rækju á næstu árum. Í eldinu eru hins vegar dökkar blikur á lofti eins og oft hefur komið fram, illviðráðanlegir sjúkdómar og nú einnig vaxandi andstaða við eldið af umhverfis- og efnahagslegum ástæðum. Meira
16. ágúst 1995 | Úr verinu | 225 orð

Við störf í Smugunni

NÆRRI fimmtíu íslenskum togurum er um þessar mundir haldið til veiða á opna alþjóðlega hafsvæðinu í Barentshafi, sem kallað hefur verið Smugan. Lætur nærri að upp undir 1.000 sjómenn séu þar að störfum. Aflinn hefur verið góður í heildina, en þorskurinn er duttlungafullur þarna, veiðin gýs upp einn daginn og dettur svo niður þann næsta. Ekki hafa allir gert góða Smugutúra. Meira
16. ágúst 1995 | Úr verinu | 649 orð

Vísindaleg fiskveiðistjórn og aukin gæði

MIKIL uppbygging og endurnýjun hefur átt sér stað í fiskimjölsiðnaðinum í Perú á síðustu árum en hann veltir rúmlega 57 milljörðum ísl. kr. árlega. Eru Perúmenn mesta fiskveiðaþjóð í heimi, aflinn er yfirleitt á bilinu átta til tólf milljón tonn, en þar af fara níu tíundu í bræðslu. Stefna yfirvalda er nú sú að leggja minni áherslu á aflamagnið en þeim mun meiri á gæðin. Meira

Barnablað

16. ágúst 1995 | Barnablað | 77 orð

Afahús

HÆ, hæ, Moggi. Ég heiti Tandri Már Konráðsson, og ég er 5 ára. Ég teiknaði húsið hans afa míns á Siglufirði og mömmu mína. Ég á heima í Sigurhæð 10 í Garðabæ. Kæri Tandri Már, Myndasögurnar þakka þér innilega fyrir meiriháttar mynd. Hann afi þinn þarf ekki að skammast sín fyrir húsið sitt, af myndinni þinni að dæma er það hið reisulegasta. Meira
16. ágúst 1995 | Barnablað | 445 orð

Brandarabanki Myndasagnanna

Brandarabanki Myndasagnanna Meira
16. ágúst 1995 | Barnablað | 263 orð

GOSI

HAFIÐ þið skrökvað, krakkar? Ekki segja nei, því það væri ekki sannleikanum samkvæmt. Við höfum öll einhvern tíma á ævinni - stuttri eða langri - gripið til lyginnar. Að skrökva er ekki gott, en við höfum ekki farið jafn illa vegna þess og spýtukarlinn Gosi. Öll þekkið þið ævintýrið um hann, ekki satt. Nefið á honum lengdist við hverja lygi. Meira
16. ágúst 1995 | Barnablað | 94 orð

Hjálm og hlífar

HVAÐ er það sem krakkana á myndinni vantar? Rétt svar er hjálmur og hlífar. Eins og sést á myndinni eru tveir krakkanna á hjóla- eða línuskautum. Það er nauðsynlegt að vera með hjálm, hnéhlífar og olnbogahlífar þegar verið er í þessum skemmtilega fótabúnaði. Hraðinn getur orðið það mikill að ef eitthvað ber út af getið þið dottið og þá er eins gott að vera vel varinn. Meira
16. ágúst 1995 | Barnablað | 69 orð

Hjá Völlu frænku

ÞESSI mynd er af mér í sveitinni hjá Völlu frænku. Þórunn Jónsdóttir, Ferjubakka 12, 109 Reykjavík. - Er það kisa eða kannski hundur sem liggur undir borðinu? Það sést ekki alveg nógu greinilega þrátt fyrir góða lýsingu hjá Völlu frænku. Sennilega ert það þú sem situr við borðið og gæðir þér á einhverju gómsætu frá henni frænku þinni. Meira
16. ágúst 1995 | Barnablað | 46 orð

Krakkar að leika sér

SKÚLI er duglegur strákur og teiknar mikið. Þetta er nýjasta myndin hans, krakkar að leika sér. Kær kveðja, amman hans. - Við þökkum Rögnvaldi Skúla, 5 ára, fyrir þessa líka flottu mynd. Næst væri gott að fá fullt nafn og heimilisfang með. Meira
16. ágúst 1995 | Barnablað | 26 orð

Lausnir

Lausnir Hanski númer fjögur er öðruvísi en allir hinir, hann er sá eini sem passar á hægri höndina. Summa oddatalnanna í búðinni er fimmtíu og þrír. Meira
16. ágúst 1995 | Barnablað | 222 orð

Pennavinir

KÆRI Moggi! Ég heiti Sara Elísabet og óska eftir pennavinum á aldrinum 7-9 ára, ég verð 8 ára 23. ágúst. Áhugamál mín eru sund, leikfimi, tónlist og fleira. Mynd fylgi fyrsta bréfi ef hægt er. Takk fyrir. Bless. Sara Elísabet Haynes Heiðarholti 6 230 Keflavík Hæ, kæru Myndasögur Moggans og lesendur hans. Meira
16. ágúst 1995 | Barnablað | 84 orð

Regnboginn

SJÖ ára stúlka, Rósa Ómarsdóttir, er höfundur myndarinnar með húsinu og regnboganum. Kæru börn, vitið þið hvað regnbogi er? Þegar sólarljós speglast og brotnar í regndropum myndast litrófshringur. Litróf er röð mismunandi lita sem koma fram þegar venjulegt hvítt ljós brotnar, til dæmis í regndropa eða glerstrendingi. Meira
16. ágúst 1995 | Barnablað | 99 orð

Skiptimarkaðurinn

HÆ, elsku, kæri Skiptimarkaður. Ég er að fara að safna bréfsefnum, í staðinn get ég látið servíettur, glansmyndir, frímerki og körfuboltamyndir. Fanney Friðriksdóttir Dvergholti 13 270 Mosfellsbær Sæll Skiptimarkaður Moggans. Ég heiti Ebba og hef mjög mikinn áhuga á Beverly Hills 902102. Meira
16. ágúst 1995 | Barnablað | 41 orð

Sofandi fugl á grein

EINHVER ykkar hafið ef til vill velt fyrir ykkur hvernig fuglarnir geta sofið standandi á trjágrein. Þannig er að í fótum þeirra eru vöðvar sem stífna sjálfkrafa við þeirra eigin þunga svo að klærnar lykjast um greinina. Meira
16. ágúst 1995 | Barnablað | 107 orð

Summa oddatalnanna

ÞESSI knái drengur, Páll að nafni, fór út í búð fyrir pabba sinn og keypti ýmsar nauðsynjar sem vantaði til heimilisins. Vonandi eruð þið dugleg að verða við beiðni foreldra ykkar um að fara út í búð, krakkar. Það sem þið eigið að gera, er að leggja saman allar oddatölur sem sjást á verðmiðum verslunarinnar. Meira
16. ágúst 1995 | Barnablað | 106 orð

Vandamál

STUNDUM blæs hann hressilega á Íslandi þótt sumar sé. Strákurinn á myndinni heitir Jónas en kallaður Jonni í daglegu tali. Það er 16. ágúst 1995 og Jonni ætlar út að leika sér, veðrið er eitthvað að angra hann með roki og rigningu. Þess vegna hefur Jonni dúðað, sig en þar fylgir böggull skammrifi (galli, vandræði). Hann á í erfiðleikum með að finna vettlingapar. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.