Greinar laugardaginn 23. mars 1996

Forsíða

23. mars 1996 | Forsíða | 357 orð

Forsetakjör á Tævan í skugga stríðshótana

VOPNA- og orðaskak Bandaríkjamanna og Kínverja vegna málefna Tævans hélt áfram í gær og var ákveðið að fresta heimsókn varnarmálaráðherra Kína, Chi Haotians, til Washington. Óljóst var hvor ríkisstjórnin hafði tekið þá ákvörðun. Fyrstu beinu forsetakosningar í sögu Tævans verða í dag og bendir fátt til þess að stríðshótanir stjórnvalda í Peking hafi haft mikil áhrif á hugi kjósenda. Meira
23. mars 1996 | Forsíða | 198 orð

Geta mikil eldsumbrot á Íslandi valdið hörmungum í allri álfunni?

FUNDUR fornleifa í Skotlandi bendir til, að fyrir 3.000 árum hafi 400 manna ættflokkur flúið heimkynni sín undan súru regni af völdum eldgoss á Íslandi, að sögn breska blaðsins Guardian. Reiknað hefur verið út, að allt að hálfu tonni af sýru hafi rignt á hverja ekru gróðurlendis ættflokksins með þeim afleiðingum að jarðvegurinn varð óhæfur til ræktunar í mörg ár. Meira
23. mars 1996 | Forsíða | 84 orð

Hörð átök í Tsjetsjníju

HARÐIR bardagar geisuðu milli Rússa og tsjetsjenskra aðskilnaðarsinna í vesturhluta Tsjetsjníju í gær. Fullyrt var að 28 rússneskir hermenn hefðu fallið og 86 særst á einum sólarhring. Pavel Gratsjov, varnarmálaráðherra Rússlands, sagði að hersveitirnar hefðu mætt mótspyrnu á mörgum stöðum og hefðu gripið til "sérstakra aðgerða" af þeim sökum. Meira
23. mars 1996 | Forsíða | 483 orð

Óttinn við kúariðusmit breiðist út

Sérfræðinganefnd dýralækna á vegum Evrópusambandsins mælti í gærkvöldi með því að gripið yrði til hertra aðgerða í baráttunni gegn kúariðu en lýsti sig andvíga banni við útflutningi á bresku nautakjöti. Meira

Fréttir

23. mars 1996 | Innlendar fréttir | 160 orð

8 tilboð í endurnýjun Sogsstöðva

ÁTTA fyrirtæki gerðu tilboð í fyrsta áfanga byggingarvinnu við endurnýjun Sogsstöðva. Áætlun ráðgjafa Landsvirkjunar, Almennu verkfræðistofunnar hf., gerir ráð fyrir að kostnaður við framkvæmdina nemi 238,1 milljón króna og voru aðeins tvö fyrirtæki undir kostnaðaráætlun. Meira
23. mars 1996 | Innlendar fréttir | 105 orð

Atvinnuleysisbætur eftir fangavist

Í FRUMVARPI, sem lagt hefur verið fram, er gert ráð fyrir að menn eigi rétt á atvinnuleysisbótum eftir fangelsisvist, hafi samfelld afplánun staðið í ár eða lengur. Samkvæmt frumvarpinu, sem Margrét Frímannsdóttir, Alþýðubandalagi, flytur, fá viðkomandi rétt til atvinnuleysisbóta þótt þeir uppfylli ekki skilyrði um lágmarksvinnustundafjölda á síðustu 12 mánuðum. Meira
23. mars 1996 | Innlendar fréttir | 194 orð

Auglýst eftir skólahúsnæði

VIÐ flutning Fræðslumiðstöðvar Reykjavíkur í Miðbæjarskólann verður Miðskólinn að flytja úr Miðbæjarskólanum. Bragi Jósepsson, skólastjóri, segir að auglýst verði eftir nýju skólahúsnæði fyrir Miðskólann um helgina. Hann er bjartsýnn á að hægt verði að leysa húsnæðisvanda skólans. Meira
23. mars 1996 | Erlendar fréttir | 139 orð

Ágreiningur um NATO

WARREN Christopher (t.v.), utanríkisráðherra Bandaríkjanna og rússneskur starfsbróðir hans, Jevgení Prímakov, voru kampakátir á blaðamannafundi í Moskvu í gær þrátt fyrir ágreining um stækkun Atlantshafsbandalagsins, NATO, til austurs. Meira
23. mars 1996 | Erlendar fréttir | 317 orð

Áhersla á baráttu gegn atvinnuleysi

GÖRAN Persson, nýr forsætisráðherra Svíþjóðar, myndaði nýja stjórn í gær og kvaðst leggja megináherslu á baráttuna gegn atvinnuleysi. Hann skipaði Erik Asbrink í embætti fjármálaráðherra, en hann er fyrrverandi stjórnarformaður sænska seðlabankans og líklegur til að framfylgja strangri aðhaldsstefnu í ríkisfjármálum. Meira
23. mars 1996 | Innlendar fréttir | 250 orð

Ályktunin

"FORMANNAFUNDUR ASÍ, haldinn á Hótel Sögu föstudaginn 22. mars 1996, fordæmir harðlega þann yfirgang ríkisstjórnarinnar sem birtist í tilraun til að þröngva fram breytingum á vinnulöggjöfinni án samráðs við verkalýðshreyfinguna. Meira
23. mars 1996 | Innlendar fréttir | 96 orð

Bílvelta í hálku

Fólksbíll með fjórum farþegum valt rétt neðan við Bláfjallaafleggjarann í gærkvöldi. Tvær stúlkur og tveir piltar voru í bílnum, sem ökumaður missti stjórn á vegna mikillar hálku á Suðurlandsvegi. Farþegarnir köstuðust allir út úr bílnum að sögn lögreglu og var enginn í bílbelti. Meira
23. mars 1996 | Erlendar fréttir | 181 orð

Bush fagnað

GEORGE Bush, forseti Bandaríkjanna, fór í gær í aðra ferð sína til Kúveits eftir stríðið fyrir botni Persaflóa árið 1991 sem batt enda á sjö mánaða hernám Íraka í Kúveit. Bush var fagnað sem hetju á flugvellinum og mikill öryggisviðbúnaður var hafður vegna ótta við að Írakar reyndu að ráða hann af dögum. Meira
23. mars 1996 | Akureyri og nágrenni | 86 orð

Carrington í Borgarbíói

Kvikmyndaklúbbur Akureyrar sýnir kvikmyndina Carrington í Borgarbíói kl. 17 á sunnudag, 24. mars og mánudaginn 25. mars kl. 18.30. Í aðalhlutverkum eru Emma Thompson og Jonathan Pryce en myndin segir frá ástarsambandi myndlistarkonunnar Dóru Carrington við skáldið Lytton Strachey. Meira
23. mars 1996 | Innlendar fréttir | 282 orð

Eiginnafn foreldris í eignarfalli verði ekki millinafn

ÍSLENSK málnefnd er andvíg breytingartillögum allsherjarnefndar Alþingis við mannanafnafrumvarpið um að heimilt verði að gera eiginnafn foreldris í eignarfalli að millinafni, t.d. Pétur Guðrúnar Jónsson, og heimilt verði að kenna sig við báða foreldra, t.d. Pétur Guðrúnarson Jónsson. Meira
23. mars 1996 | Innlendar fréttir | 212 orð

Ekki verði refsivert að móðga þjóðhöfðingja

ÞRÍR þingmenn Alþýðubandalagsins hafa lagt fram frumvarp á Alþingi um að fella úr lögum ákvæði um að viðurlög við því að smána opinberlega æðsta ráðamann eða þjóðhöfðingja erlends ríkis. Segja þingmennirnir Svavar Gestsson, Steingrímur J. Meira
23. mars 1996 | Innlendar fréttir | 255 orð

FÓLKDoktorsvörn í miðalda bókmenntum

HANNA Steinunn Þorleifsdóttir varði doktorsritgerð í miðaldabókmenntum við Sorbonne-háskólann í París 27. janúar sl. Titill ritgerðarinnarer "La traduction norroise du Chevalier au Lion (Yvain) de Chrétien de Troyes et ses copies islandaises" og fjallar um afdrif þýddrar riddarasögu (Ívenssögu) í íslenskum handritum. Meira
23. mars 1996 | Miðopna | 1687 orð

FÓLK KEMUR OG FER

HEIMSÓKN Í GRÍMSEY FÓLK KEMUR OG FER Skerðing á aflaheimildum, óvissa um framtíðina og erfitt tíðarfar hefur haft áhrif á lífið í Grímsey á síðustu árum og á næstunni hyggjast fjórar fjölskyldur flytja á brott. Meira
23. mars 1996 | Innlendar fréttir | 465 orð

Frosti hf. afhendi strax skipið og aflaheimildir

HÉRAÐSDÓMUR Vestfjarða kvað í gær upp þann úrskurð að Línuskipum ehf. sé heimilt að láta taka vélskipið Kofra úr vörslum Frosta í Súðavík með beinni aðfarargerð og fá til umráða aflahlutdeild, aflamarksheimild og fylgifé það sem fylgja átti samkvæmt kaupsamningi frá í desember sl. Í úrskurði héraðsdómara kemur fram að málskot til Hæstaréttar fresti ekki aðfarargerðinni. Meira
23. mars 1996 | Innlendar fréttir | 179 orð

Fræðsluerindi um fjöllin austan Vopnafjarðar

HALDINN verður fræðslufundur HÍN mánudaginn 25. mars kl. 20.30 og að venju í stofu 101 í Odda, Hugvísindahúsi Háskólans. Á fundinum flytur dr. Kristján Geirsson, jarðfræðingur hjá Náttúruverndarráði, fræðsluerindi sem hann nefnir: Fagradalsmegineldstöðin í Vopnafirði. Meira
23. mars 1996 | Innlendar fréttir | 244 orð

Fræðslumiðstöð Reykjavíkur verður í Miðbæjarskólanum

SAMÞYKKT var að Fræðslumiðstöð Reykjavíkur yrði til húsa í Miðbæjarskólanum á fundi borgarstjórnar á fimmtudagskvöld. Tillaga R-listans þess efnis var afgreidd með átta atkvæðum meirihlutans gegn sjö atkvæðum minnihlutans eftir um sex klukkustunda umræður. Meira
23. mars 1996 | Smáfréttir | 22 orð

FRÆÐSLUSAMTÖK um kynlíf og barneignir halda aðalfund á Hótel

FRÆÐSLUSAMTÖK um kynlíf og barneignir halda aðalfund á Hótel Lind, Rauðarárstíg 18, mánudaginn 25. mars kl. 20. Sigurður Sigurjónsson, læknir, kynnir merki samtakanna. Meira
23. mars 1996 | Erlendar fréttir | 292 orð

Fullgilding samnings við Ungverja forsenda aðildar

EVRÓPUSAMBANDIÐ hefur tvisvar sinnum varað stjórnvöld í Slóvakíu við að draga lengur að fullgilda samning við Ungverjaland um landamæri ríkjanna og um vernd réttinda ungverska minnihlutans í Slóvakíu, en honum tilheyra um 600.000 manns. ESB hefur gert Slóvakíu ljóst að fullgilding sáttmálans sé forsenda þess að landið eigi möguleika á aðild að sambandinu. Meira
23. mars 1996 | Innlendar fréttir | 34 orð

Fulltrúar borgar skipaðir

BORGARSTJÓRN samþykkti á fundi sínum síðastliðið fimmtudagskvöld að skipa Sigurjón Pétursson og Hildi Petersen fulltrúa borgarinnar í stjórn Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis. Sigurjón kemur frá R-listanum en Hildur frá D-listanum. Meira
23. mars 1996 | Innlendar fréttir | 78 orð

Fundu kannabis í stað leigjanda

LÖGREGLA fann fjörtíu kannabisplöntur í íbúð í Skógarhlíð sl. miðvikudag. Tildrög málsins voru þau að eigandi hússins hafði ekki lengi orðið var við leigjanda sinn og var farinn að óttast um hann. Fékk hún lögreglu til að opna íbúðina til að athuga með líðan mannsins. Hann var hvergi sjáanlegur en lögreglan fann í staðinn plönturnar og tók þær í sína vörslu. Meira
23. mars 1996 | Landsbyggðin | 73 orð

Fyllt upp í götin

Flateyri-Vegavinnuflokkur hefur að undanförnu verið að fylla upp í nokkrar djúpar og breiðar holur sem myndast hafa eftir vöruflutningabíla sem voru að flytja stórgrýti í nýjan sjóvarnargarð á Flateyri. Meðan á þeim flutningum stóð gaf vegurinn sig og klæðningin flettist af á mörgum stöðum. Meira
23. mars 1996 | Smáfréttir | 37 orð

HANDBOLTASTJARNAN frá Kúbu og Akureyri, Julian Duranon

HANDBOLTASTJARNAN frá Kúbu og Akureyri, Julian Duranona, verður á veitingastað McDonald's í Austurstræti sunnudaginn 24. mars kl. 13­16. Þar mun hann gefa eiginhandaráritanir og spjalla við spænskumælandi gesti og gangandi. Allir krakkar frá blöðrur eða aðrar skemmtilegar gjafir. Meira
23. mars 1996 | Erlendar fréttir | 520 orð

Heimsmet í fölskum játningum

GÍSLI Guðjónsson réttarsálfræðingur hristir upp í bandarísku réttarkerfi með því að sýna fram á að Henry Lee Lucas, sem álitinn hefur verið mesti fjöldamorðingi allra tíma, hefur verið dæmdur á fölskum játningum. Meira
23. mars 1996 | Erlendar fréttir | 85 orð

Himinsæng Napóleons lagfærð

GULLINN örn Napóleons I. Frakkakeisara vakir á ný yfir gríðarstórri himinsæng þjóðhetjunnar í Fontainebleau-höll, skammt sunnan við París. Húsið var reist á 16. öld og þar dvaldi keisarinn oft ásamt fyrri eiginkonu sinni, Jósefínu. Lokið er miklum viðgerðum á höllinni og húsbúnaðinum. Meira
23. mars 1996 | Innlendar fréttir | 187 orð

Hof með 304 milljóna hagnað í fyrra

HOF sf., móðurfyrirtæki Hagkaups hf. og sex annarra fyrirtækja, skilaði alls um 304 milljóna króna hagnaði á síðasta ári. Velta samstæðunnar var alls um 11,5 milljarðar króna en þar vóg þyngst velta Hagkaups sem nam um 10,2 milljörðum á árinu. Meira
23. mars 1996 | Akureyri og nágrenni | 105 orð

Hópast á skíði

SKÍÐASVÆÐIÐ í Hlíðarfjalli er opið almenningi um helgina og verða tvær lyftur í gangi, auk þess sem göngubraut verður opin. Ívar Sigmundsson, forstöðumaður segir að færið sé svipað og um síðustu helgi, hvorki betra né verra. Meira
23. mars 1996 | Innlendar fréttir | 114 orð

Iðnskóladagur á sunnudag

IÐNSKÓLADAGURINN verður sunnudaginn 24. mars og verður opið hús í Iðnskólanum í Reykjavík kl. 13­17. Gestum gefst tækifæri á að kynna sér starfið í öllum deildum skólans; skoða nýbyggðan sumarbústað, kynna sér nýja iðnhönnunarbraut, fræðast um tækniteiknun og tölvubraut, kjötiðn og rafiðnir, hársnyrtiiðn og húsamálun, bifvélavirkjun og bílasmíði, málmiðnir og bakaraiðn, Meira
23. mars 1996 | Innlendar fréttir | 103 orð

Innanskólakeppni Danssmiðju Hermanns Ragnars

INNANSKÓLAKEPPNI Danssmiðju Hermanns Ragnars verður haldin á Hótel Íslandi nk. sunnudag. Keppnin hefst kl. 14 en húsið verður opnað kl. 13. Keppt er í fjölmörgum flokkum í A-, B- og F-riðlum og eru veitt verðlaun fyrir sex efstu sætin. Það par sem flest stig hlýtur úr samanlögðum árangri úr standard og suður-amerísku dönsunum fær Hermannsbikarinn til varðveislu í eitt ár. Meira
23. mars 1996 | Innlendar fréttir | 1008 orð

Jafnvægi aðilaer óraskað

DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra segir að frumvarp um stéttarfélög og vinnudeilur raski í engu því jafnvægi sem ríki milli verkalýðshreyfingar og atvinnurekenda. Hann segir einnig að stjórnvöld hafi ekki hafnað samráði við aðila vinnumarkaðar með því að leggja frumvarpið fram á þingi. Meira
23. mars 1996 | Innlendar fréttir | 763 orð

Kaup Esso á Olís ein helsta ástæðan

IRVING-olíufélagið hefur sent frá sér bréf þar sem það skýrir frá þeirri ákvörðun sinni að hætta öllum áformum um uppbyggingu reksturs á Íslandi, sökum breyttra aðstæðna á íslenskum eldsneytismarkaði. Í bréfinu, sem er undirritað af Arthur Irving, forseta félagsins, er sérstaklega getið um kaup Olíufélagsins hf. á Olíuverslun Íslands og stofnun Olíudreifingar hf. Meira
23. mars 1996 | Innlendar fréttir | 65 orð

Keflavík mætir Grindavík

KEFLVÍKINGAR mæta Grindvíkingum í úrslitum úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik, en Keflvíkingar lögðu Njarðvíkinga 99:74 í fjórða leik liðanna í undanúrslitum í gærkvöldi og sigruðu því 3-1. KA sigraði FH 29:28 í öðrum leik liðanna í undanúrslitum 1. deildar karla í handknattleik og er því komið í úrslit. Meira
23. mars 1996 | Innlendar fréttir | 59 orð

Kennarar á uppeldismálaþingi

KENNARASAMBAND Íslands, Hið íslenska kennarafélag og Félag íslenskra leikskólakennara halda nú í fyrsta sinn sameiginlegt uppeldismálaþing um kennaramenntun, símenntun og uppeldisháskóla. Björn Bjarnason menntamálaráðherra og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri munu ávarpa þingið. Uppeldismálaþingið verður haldið laugardaginn 23. mars kl. 9­17 á Scandic Hótel Loftleiðum. Meira
23. mars 1996 | Erlendar fréttir | 191 orð

Kiri Te Kanawa gagnrýnd

SÓPRANSÖNGKONAN Kiri Te Kanawa fékk í gær mjög slæma dóma gagnrýnenda vegna tónleika í heimalandi hennar, Nýja Sjálandi, og þeir lýstu henni sem áhugalausri prímadonnu á fallanda fæti. "Vonandi er þessi frammistaða ekki dæmigerð fyrir hana, vonandi gekk hún ekki heil til skógar, þar sem ekkert er dapurlegra en prímadonna á fallanda fæti," skrifaði Ivan Patterson, Meira
23. mars 1996 | Innlendar fréttir | 359 orð

Kvað upp dóm í hliðstæðu máli nýlega

JÓNATAN Sveinsson hæstaréttarlögmaður segir að seta og formennska Allans V. Magnússonar héraðsdómara í nefnd sem forsætisráðhera skipaði til að skila tillögum í formilagafrumvarps um stöðu afréttarmálefna og almenninga gefi tilefni til að draga í efi hæfi hans, í skilningi réttarfarslaga, Meira
23. mars 1996 | Innlendar fréttir | 116 orð

Kvöldvökufélagið Líf og saga 35 ára

KVÖLDVÖKUFÉLAGIÐ Líf og saga minnist um þessar mundir 35 ára afmælis síns. Félagið var stofnað 24. febrúar 1961 og hefur starfað óslitið síðan. Ljóð og Saga er menningarfélag og er markmið þess að halda í heiðri hið gamla kvöldvökuform, safna og skrá ýmsan fróðleik og minnisverða atburði úr þjóðlífinu og forða því frá glötun. Meira
23. mars 1996 | Innlendar fréttir | 783 orð

Listir og lífskúnst, fegurð á ferðalögum

Írökkrinu á mánudagskvöldum hópast fólk alls staðar að úr Reykjavík og nærliggjandi byggðum í Hallgrímskirkju til að hlusta á Ingólf Guðbrandsson tala um Johann Sebastian Bach, flytja og skýra verk hans. Alls eru þetta um 100 manns og enginn vill missa úr tíma frá miðjum febrúar til aprílloka. Meira
23. mars 1996 | Akureyri og nágrenni | 147 orð

Líflegt á "læknadögum"

GRÍMSEYINGUM gefst kostur á að hitta lækna þriðju hverju viku, en þrír læknar á Akureyri sjá um að heilsufar eyjaskeggja sé í lagi, þeir Kristinn Eyjólfsson, Pétur Pétursson og Hilmir Jóhannsson. Þeir taka á móti fólkinu í félagsheimilinu og þar er oft margt um manninn á "læknadögum. Meira
23. mars 1996 | Akureyri og nágrenni | 124 orð

Lífverur skráðar

SAMÞYKKT var á ríkjaráðstefnu landa á norðlægum slóðum sem haldin var í Kanada í vikunni að skrifstofa verkefnis um skráningu lífvera á norðurslóðum ­ Conservation of Arctic Flora and Fauna, CAFF, verði staðsett á Akureyri. Skrifstofan hefur verið í Kanada. Gert er ráð fyrir að starfsemi skrifstofunnar hefjist á þessu ári og til að byrja með verða við hana tvö stöðugildi. Meira
23. mars 1996 | Akureyri og nágrenni | 162 orð

Menningar- og afmælisdagar í framhaldsskólunum

NEMENDUR framhaldsskólanna á Akureyri hafa haft í nógu að snúast síðustu daga, en í Verkmenntaskólanum á Akureyri hafa staðið yfir Afmælisdagar og menningardagar undir nafninu Ratatoskur í Menntaskólanum á Akureyri. Nafnið er fengið að láni úr goðafræðinni og er íkorni sem ber róg milli Jötunheima og Ásgarðs. Meira
23. mars 1996 | Akureyri og nágrenni | 143 orð

Messur

AKUREYRARKIRKJA: Guðsþjónusta á morgun, 24. mars, kl. 11. Ath. breyttan messutíma. Sunnudagaskóli í safnaðarheimili á sama tíma. Föndur fyrir börnin. Munið kirkjubílana. Guðsþjónusta á dvalarheimilinu Hlíð kl. 16. á sunnudag, æskulýðsfundur í kapellu kirkjunnar kl. 15.30. Biblíulestur í safnaðarheimili á mánudagskvöld kl. 20.30. GLERÁRKIRKJA: Biblíulestur og bænastund kl. Meira
23. mars 1996 | Innlendar fréttir | 267 orð

Miðstjórn undirbúi allsherjaraðgerðir

FORMANNAFUNDUR aðildarfélaga ASÍ, sem haldinn var á Hótel Sögu í gær, krafðist þess að ríkisstjórnin dragi til baka frumvarp félagsmálaráðherra um breytingar á vinnulöggjöfinni. Jafnframt var miðstjórn ASÍ falið að fylgja málinu eftir og leita samstarfs við öll önnur samtök launafólks um allsherjar aðgerðir "til að hrinda þessari árás," eins og segir í ályktuninni. Meira
23. mars 1996 | Innlendar fréttir | 74 orð

Morgunblaðið/ÁsdísSöngur fyrir V

Glaðhlakkalegir nemendur Kvennaskólans við Fríkirkjuveg héldu upp á sinn árlega peysufatadag í gær og gerðu fjölmargt sér til hátíðarbrigða. Víða var sungið fyrir gamla fólkið, Guðrún P. Helgadóttir fyrrverandi skólastjóri hyllt og auk þess gæddu nemendur sér á súkkulaði og vöfflum í skólanum. Meira
23. mars 1996 | Erlendar fréttir | 340 orð

Múslimar kærðir ÁKÆRUR á hendur þremur múslimum o

ÁKÆRUR á hendur þremur múslimum og einum Króata voru í gær lagðar fram hjá Stríðsglæpadómstól Sameinuðu þjóðanna í Haag. Er þetta í fyrsta skipti sem dómstóllinn leggur fram kæru vegna stríðsglæpa þar sem Bosníu- Serbar eru fórnarlömbin. Meira
23. mars 1996 | Innlendar fréttir | 488 orð

Niðurstaða í marz eða ríkið hættir í rannsóknum

FINNUR Ingólfsson, iðnaðarráðherra, leggur á það áherslu að orkufyrirtæki komi að stofnun hlutafélags um orkurannsóknir með öflugum hætti. Ríkið muni ekki standa eitt að stofnun slíks félags eða með mikilli meirihlutaeign og ef ekki náist viðunandi samstaða um félagsstofnunina í þessum mánuði þá blasi við að ríkið verði að draga sig út úr umræddri rannsókna- og þjónustustarfsemi. Meira
23. mars 1996 | Erlendar fréttir | 240 orð

Nýtt spillingarmál gæti skaðað Kim

SAKSÓKNARAR í Suður-Kóreu yfirheyrðu í gær náinn samstarfsmann Kims Young-sams, forseta landsins, vegna nýs spillingarmáls sem gæti valdið stjórnarflokknum miklum skaða í þingkosningum eftir þrjár vikur. Meira
23. mars 1996 | Innlendar fréttir | 94 orð

Opið hús í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti

OPIÐ hús verður sunnudaginn 24. mars í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti undir fyrirsögninni Skóli á tímamótum. Skólinn verður sýndur í starfi og leik frá kl. 13­18 en um þessar mundir á hann 20 ára starfsafmæli. Meira
23. mars 1996 | Innlendar fréttir | 51 orð

Opið hús í Suðurhlíðaskóla

OPIÐ hús verður í Suðurhlíðaskóla á sunnudag, en skólinn er fámennur einkaskóli, sem rekinn er af aðventistum í Suðurhlíð 36 í Reykjavík. Skólinn verður opinn þeim, sem áhuga hafa á að skoða hann og kynnast því starfi sem þar er unnið á milli klukkan 15 og 17. Meira
23. mars 1996 | Innlendar fréttir | 1703 orð

Presti og organista ber að vinna saman Málsaðilar í Langholtskirkjudeilunni hafa tekið úrskurði séra Bolla Gústavssonar með

SÉRA Bolli Gústavsson vígslubiskup kvað í gær upp þann úrskurð að sóknarpresti og organista í Langholtskirkju bæri að sinna störfum sínu áfram. Kveðið er upp úr með starfs- og valdsvið sóknarprests, Meira
23. mars 1996 | Innlendar fréttir | 198 orð

Reynir á úrskurð á morgun

BOLLI Gústavsson vígslubiskup hefur kveðið upp þann úrskurð að sóknarprestur og organisti í Langholtskirkju skuli sinna áfram starfi við kirkjuna. Neiti annar hvor þeirra eða báðir að starfa í samræmi við úrskurðinn beri biskup að grípa til ráðstafana. Útlit er fyrir að það reyni á úrskurðinn á morgun við messu í kirkjunni. Meira
23. mars 1996 | Innlendar fréttir | 132 orð

Sextán ára á stolnum bíl

16 ÁRA piltur sem stal bíl í Reykjavík aðfaranótt föstudagsins var handtekinn á móts við Þrengslaveg eftir að lögregla í Kópavogi hafði veitt honum eftirför. Einnig var kallað eftir aðstoð lögreglunnar á Selfossi og Reykjavík. Við Þrengslaveg varð bíllinn bensínlaus og komst drengurinn því ekki lengra heldur ók honum út af veginum. Við það skemmdist bíllinn lítillega. Meira
23. mars 1996 | Innlendar fréttir | 74 orð

Skoðað fyrir heyrnarlausa

BÍLASKOÐUNARFYRIRTÆKIÐ Athugun hf. í Sundahöfn bauð í samvinnu við Félag heyrnarlausra upp á sérstakan skoðunardag fyrir bíla heyrnarlausra í gær. Komið hafa upp erfiðleikar í samskiptum heyrnarlausra við bílaskoðunarfyrirtæki og afréðu stjórnendur Athugunar að bjóða upp á þessa þjónustu til þess að koma til móts við þennan hóp. Meira
23. mars 1996 | Innlendar fréttir | 475 orð

Stéttarfélagsfrumvarpið verði dregið til baka

TALSVERT á annað hundrað formenn aðildarfélaga Alþýðusambands Íslands, samþykktu einróma ályktun gegn frumvarpi félagsmálaráðherra um breytingar á vinnulöggjöfinni á fundi sínum á Hótel Sögu í gær. Meira
23. mars 1996 | Innlendar fréttir | 75 orð

Styrkir úr sjóði Björns Þorsteinssonar

ÚTHLUTUN úr Sagnfræðisjóði dr. Björns Þorsteinssonar fór fram 20. mars sl. Styrki hlutu Sigrún Pálsdóttir til að vinna að doktorsritgerð við háskólann í Oxford um viðhorf til Íslands á Viktoríutímanum á Englandi og Þór Hjaltalín til að vinna að meistaraprófsritgerð um hirð Noregskonungs á Íslandi á miðöldum, 150 þús. kr. hvort. Frá hægri eru Guðrún Guðmundsdóttir, ekkja dr. Meira
23. mars 1996 | Innlendar fréttir | 79 orð

Tanja tatarastelpa í Ævintýra- Kringlunni

TANJA tatarastelpa skemmtir í Ævintýra-Kringlunni á 3. hæð í Kringlunni kl. 14.30 í dag. Í leikþættinum fá börnin að skyggnast inn í heim Tönju og fjölskyldu hennar. Tanja tatarastelpa er leikin af Ólöfu Sverrisdóttir leikonu. Meira
23. mars 1996 | Erlendar fréttir | 201 orð

Tengsl ESB og Mið- Ameríku efld

RÍKI Evrópusambandsins og San José-hópsins, sem sex ríki Mið- Ameríku eiga aðild að, ákváðu á fundi sínum í Flórens á Ítalíu á fimmtudag að styrkja tengsl sín á sviði efnahags- og félagsmála. Utanríkisráðherrar ríkjanna samþykktu langtímastefnumótun um samskipti heimshlutanna. Meira
23. mars 1996 | Erlendar fréttir | 134 orð

Tólf ný aðildarríki innan áratugar

HERVE de Charette, utanríkisráðherra Frakklands, spáir því að aðildarríkjum Evrópusambandsins muni fjölga um allt að tólf á næstu tíu árum, með því að sambandið taki inn ríki frá Austur-Evrópu og eyríki í Miðjarðarhafi. Bæði jákvætt og yfirþyrmandi Meira
23. mars 1996 | Akureyri og nágrenni | 100 orð

Tónleikar Rutar

RUT Ingólfsdóttir fiðluleikari heldur tónleika á vegum Tónlistarfélags Akureyrar í Akureyrarkirkju á morgun, sunnudag, kl. 17. Á efnisskránni eru sónata nr. 2 í a-moll fyrir einleiksfiðlu og Chaconne úr partitu nr. 2 í d-moll eftir Bach og Lag og tilbrigði fyrir einleiksfiðlu eftir Atla Heimi Sveinsson. Meira
23. mars 1996 | Innlendar fréttir | 371 orð

Tvær menningarferðir kynntar á Hótel Sögu á morgun

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Heimsklúbbi Ingólfs: "Námskeið Endurmenntunarstofnunar Háskóla Íslands og Listvinafélags Hallgrímskirkju, Hátindar barokksins, undir leiðsögn Ingólfs Guðbrandssonar, hefur hlotið svo mikla athygli og aðsókn að hundrað manns kemur saman vikulega til að kynnast barokklist og tónlist J.S. Bach sér í lagi. Meira
23. mars 1996 | Innlendar fréttir | 393 orð

Um 266 milljóna króna hagnaður

HAGNAÐUR af rekstri Sjóvár- Almennra á síðasta ári nam 266 milljónum króna samanborið við 259 milljónir árið 1994. Iðgjöld félagsins drógust þó saman um 7% á milli ára, námu rúmu 3,5 milljörðum á síðasta ári. Viðskiptavinum félagsins fjölgaði hins vegar á milli ára, að sögn Ólafs B. Thors, framkvæmdastjóra Sjóvár-Almennra, en minni tekjur stafa af lækkun iðgjalda á árinu. Meira
23. mars 1996 | Innlendar fréttir | 355 orð

Undarleg og óskiljanleg vinnubrögð

FRIÐRIK Sophusson, fjármálaráðherra, segir að flutningur fjármagnstekjuskattsfrumvarps forystumanna Alþýðubandalags, Alþýðuflokks og Þjóðvaka jafnframt flutningi stjórnarfrumvarps um sama efni, sem samið hafi verið af nefnd skipaðri fulltrúum allra þingflokka, sé dæmi um undarleg og reyndar óskiljanleg vinnubrögð og verði til þess að tefja framgang málsins á Alþingi. Meira
23. mars 1996 | Innlendar fréttir | 1233 orð

Utanríkismál breytist í innanlandsdeilu

Mismunandi skoðanir á því hvernig beri að skipta úthafsveiðikvóta á milli íslenzkra skipa Utanríkismál breytist í innanlandsdeilu Meira
23. mars 1996 | Innlendar fréttir | 4589 orð

Úrskurðurinn í Langholtsskirkjudeilunni

HÉR fer á eftir í heild úrskurður Bolla Gústavssonar vígslubiskups í Langholtskirkjumálinu: I. Úrskurð þennan kveð ég undirritaður upp sem settur biskup, með vísun til 36. gr. laga nr. 62/1990 um skipan prestakalla og prófastsdæma o.fl. , svo og til 28. gr. laga nr. 25/1985 um kirkjusóknir o.fl. Meira
23. mars 1996 | Innlendar fréttir | 68 orð

Vilja ekki lækkun áfengiskaupaaldurs

ALMENNUR málfundur í Seljahverfi haldinn 19. febrúar 1996 um fundarefnið lækkun áfengiskaupaaldurs sem boðað var til af foreldrafélögum Öldusels- og Seljaskóla, Seljakirkju og Félagsmiðstöðinni Hólmaseli samþykkti eftirfarandi ályktun: Meira
23. mars 1996 | Akureyri og nágrenni | 73 orð

Vímuefni og vímuvarnir

FRÆÐSLUFUNDUR um vímuefni og vímuvarnir verður haldinn í Dalvíkurskóla á mánudagskvöld kl. 20. Ellert B. Schram forseti ÍSÍ flytur erindi um íþróttir og vímuefni, fulltrúar rannsóknarlögreglunnar á Akureyri segja frá efnum og einkennum neyslu þeirra, stöðu mála á svæðinu og fleiru. Gunnar Ómarson segir frá reynslu sinni sem neytandi og því sem fram fer í Jafningjafræðslunni. Meira
23. mars 1996 | Akureyri og nágrenni | 375 orð

Vondur kostur en allir möguleikar kannaðir

FIMMMANNANEFND íbúa sunnan og vestan Mývatns var á fundi á fimmtudagskvöld falið að kanna möguleika á skiptingu sveitarfélagsins, Skútustaðahrepps, fljótt og ötullega. Íbúar í Skútustaðahreppi hafa ekki verið á eitt sáttir um skólamál í sveitarfélaginu síðustu misseri. Aðalskóli sveitarinnar var til langs tíma á Skútustöðum, en er nú í Reykjahlíð. Meira
23. mars 1996 | Innlendar fréttir | 51 orð

Þriggja bíla árekstur

ÞRÍR bílar lentu harkalega saman á Breiðholtsbraut um hádegisbilið á fimmtudag. Flytja varð tvo ökumenn á slysadeild auk farþega úr einni bifreið. Ekki er vitað um meiðsli fólksins. Tækjabíl slökkviliðsins þurfti til að losa fólk úr bílunum. Tveir bílanna voru óökufærir og fluttir á brott með dráttarbíl. Meira

Ritstjórnargreinar

23. mars 1996 | Leiðarar | 650 orð

leiðari VINNULÖGGJÖFIN AÐ ER hlutverk Alþingis að setja

leiðari VINNULÖGGJÖFIN AÐ ER hlutverk Alþingis að setja almennar samskiptareglur í þjóðfélaginu, en ekki einstakra hagsmunasamtaka eða hópa. Í því ljósi verður að skoða frumvarp Páls Péturssonar, félagsmálaráðherra, um breytingar á vinnulöggjöfinni frá árinu 1938. Meira
23. mars 1996 | Staksteinar | 279 orð

»Ríkjaráðstefnan og fólkið Í LEIÐARA vikublaðsins European Voice er fjallað um an

Í LEIÐARA vikublaðsins European Voice er fjallað um andstöðu Bretlands og Frakklands við að leyfa fulltrúum Evrópuþingsins að taka þátt í samningafundum ríkjaráðstefnu ESB. Varað við að endurtaka mistökin frá Maastricht Meira

Menning

23. mars 1996 | Fólk í fréttum | 181 orð

Árshátíð Grunnskóla Reyðarfjarðar

MIKIL ánægja var með sýningu nemenda Grunnskóla Reyðarfjarðar, sem haldin var á árshátíð skólans fyrir skömmu. Allir nemendur skólans tóku þátt í sýningunni, rúmlega tveggja tíma stanslausum skemmtiatriðum og bæjarbúar troðfylltu samkomuhús staðarins, Félagslund. Hver bekkur hafði æft með kennara sínum atriði sem voru eins ólík og bekkirnir voru margir. Meira
23. mars 1996 | Fólk í fréttum | 54 orð

Brosmild systkini

ELLE Macpherson, fyrirsætan lipra, sýndi að hún kann fleira fyrir sér en fyrirsætustörf með því að leika í myndinni "If Lucy Fell", sem frumsýnd var vestra fyrir skömmu. Þessi mynd var tekin í frumsýningarteitinu, sem haldið var á veitingastaðnum Fashion Café í New York. Með henni á myndinni er bróðir hennar, Ben. Meira
23. mars 1996 | Fólk í fréttum | 493 orð

Dýravinur og bókmenntaunnandi

CAMERON Diaz þráði heitast að verða dýrafræðingur þegar hún var lítil. "Ég ætla að snúa mér aftur að dýrafræði einhvern daginn," segir hún og vöknar um augu við tilhugsunina um öll gæludýrin sem hún hefur átt. "Ég átti tvo snáka, annan tæplega tveggja metra langan, þrjá ketti og nokkra hunda. Meira
23. mars 1996 | Fólk í fréttum | 245 orð

Háskólabíó frumsýnir myndina Skrýtnir dagar

HÁSKÓLABÍÓ frumsýndi í gær, föstudaginn 22. mars kvikmyndina "Strange Days" eða Skrýtnir dagar en hún er nýjasta afkvæmi James Cameron sem einna frægastur er fyrir kvikmyndina "True Lies" auk myndanna um Tortímandann. Í aðalhlutverkum eru Ralph Fiennes, Angela Bassett og Juliette Lewis. Cameron framleiðir myndina en um leikstjórn sér Kathryn Bigelow. Meira
23. mars 1996 | Fólk í fréttum | 40 orð

Hlegið í París

STJÖRNURNAR söfnuðust saman til hátíðarkvöldverðar eftir afhendingu César-verðlaunanna í París á dögunum. Meðal gesta voru Claudia Cardinale, Alain Delon og Lauren Bacall og voru þau í góðu skapi þrátt fyrir að hafa ekki verið meðal sigurvegara á hátíðinni. Meira
23. mars 1996 | Fólk í fréttum | 89 orð

Ken fær rakspíra

EIGINMAÐUR Barbie, Ken, varð 35 ára fyrir viku, en ólíkt lifandi eftirmyndum sér ekki á hinum glansandi Ken, sem virðist ekkert hafa elst síðan hann kom fyrst fyrir augu Barbie árið 1961. Til að halda upp á afmælið hyggst Mattel leikfangafyrirtækið í Los Angeles markaðssetja rakspíra fyrir Ken og er það ekki seinna vænna. Meira
23. mars 1996 | Fólk í fréttum | 70 orð

Kraftmiklir krakkar í Hvassó

NEMENDUR Hvassaleitisskóla settu upp söngleikinn Rocky Horror á árshátíð skólans, sem haldin var fyrir skömmu. Sýningin er sett upp með leyfi Flugfélagsins Lofts, sem sýnt hefur verkið upp á síðkastið. Leikstjóri er Kristín Thors og segir hún að einsdæmi sé að grunnskóli setji upp svo viðamikla sýningu. Meira
23. mars 1996 | Fjölmiðlar | 1245 orð

Lífræn tölvugrafík

ÞAÐ ER meira en að segja það að koma sjónvarpsstöð á koppinn; ekki er nóg að setja í samband því stöðinni verður að skapa ímynd og svip, helst svo rækilega að sá sem á horfir finnur að hún er verulega frábrugðin öðrum stöðvum, aukinheldur sem ímynd og útlit verður að vera sveigjanlegt, þróast smám saman, Meira
23. mars 1996 | Fólk í fréttum | 112 orð

Reeve hefur störf á ný

CHRISTOPHER Reeve, sem lamaðist í útreiðarslysi í maí á síðasta ári, hefur samþykkt að ljá rödd sína teiknimyndinni Ljónið og lambið. Mynd sú verður sýnd í sjónvarpi ytra um jólin og verður Reeve í hlutverki sögumanns ásamt söngkonunni Amy Grant. Meira
23. mars 1996 | Tónlist | 469 orð

Sögulegt tilraunakvöld

Músíktilraunir, hljómsveitakeppni Tónabæjar, annað tilraunakvöld af fjórum.Þátt tóku Panorama, Sódavatn, Á túr, Bee Spiders, Ormétinn, Skvaldur og Hi-Fly. Áhorfendur voru um 300 í Tónabæ 21. mars. Meira
23. mars 1996 | Fólk í fréttum | 144 orð

Verðlaun fyrir handrit

EMMA Thompson fékk verðlaun fyrir kvikmyndahandrit sitt sem byggt er á bók Jane Austen "Sense and Sensibility". Verðlaun þessi eru veitt árlega fyrir bestu útfærslu skáldsögu í tungumál kvikmyndar. Thompson var ekki viðstödd afhendinguna, en talaði til áhorfenda af myndbandi þar sem hún sagðist vera í sjöunda himni yfir verðlaununum. Meira

Umræðan

23. mars 1996 | Aðsent efni | -1 orð

AF SJÓNÞINGUM

ÞAÐ var vel til fundið hjá Hannesi Sigurðssyni, nýskipuðum listráðunaut menningarmiðstöðvarinnar að Gerðubergi, að efna til listkynningar og samræðu "Dialógu" við starfandi listamenn, sem fengið hefur samheitið Sjónþing. Hér er á dagskrá, að list viðkomandi skal krufin svo sem tök eru á hverju sinni, og um leið spjalli þeir opinskátt um líf sitt og feril á opnu málþingi. Meira
23. mars 1996 | Aðsent efni | 1232 orð

Af því aðrir þegja

STUNDUM er það svo að búinn er til grautur. Hann er svo lagður í skál og settur á stéttina fyrir kettina í nágrenninu að gæða sér á. Það hópast kettir að en enginn leggur í grautinn, heldur læðast kettirnir um og hugsa hvort grauturinn er góður en lítið gerist, hann er víst of heitur fyrir þá. Meira
23. mars 1996 | Aðsent efni | 1086 orð

Eftirlæti

ERUM við ekki eftirlát við börnin okkar? Uppþembd og aflvana fyrir framan sjónvarpið réttum við fram 1.000 kall og hverfum síðan á vit ofbeldismynda til að bægja úr huganum nöturleika tilvistarinnar, alein. Meira
23. mars 1996 | Aðsent efni | 772 orð

Einkennileg túlkun tæknifræðings LÍÚ

GUÐFINNUR G. Johnsen skrifar svargrein í Morgunblaðið 14. febrúar síðastliðinn við grein sem ég skrifaði í Morgunblaðið 24. janúar um skilyrði LÍÚ fyrir lögleiðingu sleppibúnaðar. Athyglisverðar niðurstöður skyndiskoðunar Siglingamálastofnunnar ríkisins á ástandi sleppibúnaðar, nefnir Guðfinnur einn kafla greinar sinnar, þar segir orðrétt. Meira
23. mars 1996 | Bréf til blaðsins | 234 orð

Fáein orð um áreitni

ÞAÐ HEFUR ekki framhjá neinum farið hver óskapalæti og gauragangur geisað hafa í deilu þeirri sem herjað hefur í Langholtskirkjusókn. Það byrjaði að því er virðist með hnútukasti á milli sóknarprestsins og organistans sem magnaðist með ótrúlegum hraða þeirra sagna, sem ekkert upphaf hafa en þeytast staflaust milli manna með andardrætti þeirrar persónu sem Gróa heitir, Meira
23. mars 1996 | Aðsent efni | 838 orð

Foreldraráð í grunnskólum

NÚ STYTTIST óðum í að allur rekstur grunnskólans flytjist yfir til sveitarfélaganna. Þá færist aukin ábyrgð á þessum mikilvæga málaflokki heim í hérað og væntanlega nær þeim sem skólinn á að þjóna. Um allt land má greina vakningu meðal sveitarstjórnarmanna og foreldra og greinilegt að skólinn er að komast ofar á forgangslista í mörgum sveitarfélögum. Meira
23. mars 1996 | Bréf til blaðsins | 230 orð

Hin hliðin á lýtalækningadeildinni

ÞAÐ HLÝTUR að vera mjög erfitt fyrir lækna á lýtalækningadeild Landspítalans að berjast fyrir bættum starfsskilyrðum. Ég er ekki sérfræðingur um meðferð brunasjúklinga en samt hef ég öðlast talsverða reynslu sem brunasjúklingur ­ ég er sem sagt hin hliðin á málinu. 1993 brenndist ég og var fluttur á brunadeild Landspítalans, 13A. Meira
23. mars 1996 | Aðsent efni | 505 orð

Hinn sami og um aldir

MARGT hefur verið skrifað og sagt um Biblíuna, en hvað svo sem ég eða aðrir skrifa eða segja um hana þá veit ég það eitt fyrir víst að hún er mörgum afar kær og hefur orðið mönnum til ómetanlegrar blessunar. Sneri öllu við Kona nokkur vatt sér eitt sinn að mér í anddyri kirkju einnar eftir að ég hafði flutt erindi í kirkjunni. Meira
23. mars 1996 | Aðsent efni | 656 orð

Lífeyrisréttur þingforseta

Í SUNNUDAGSBLAÐI Morgunblaðsins 25. febrúar á baksíðu, er viðtal við Ólaf G. Einarsson, forseta Alþingis, varðandi hugsanlegar breytingar á lífeyrisréttindum þingmanna. Þar segir þingmaðurinn m.a. þar sem hann fjallar um breytingar á núgildandi lögum: "Sömuleiðis þyrfti að gera lagabreytingu er varðar starf þingforseta svo hann fái að greiða af öllum launum sínum. Meira
23. mars 1996 | Aðsent efni | 470 orð

Meðganga og hreyfing

UM DAGINN heyrðum við sögu ungrar konu sem nýlega eignaðist sitt fyrsta barn. Ásta fór á líkamsræktarstöð þegar hún var komin rúma fjóra mánuði á leið. Hún fékk þær upplýsingar að meðgönguleikfimi væri þrisvar í viku undir stjórn Lóu sjúkraþjálfara. Meira
23. mars 1996 | Aðsent efni | 1065 orð

Neytendasamtökin og sjónmælingar

NÝLEGA lögðu Neytendasamtökin til að reglum um sjónmælingar yrði breytt á þann veg sem um gildir í öllum nágrannalöndum okkar. Öllum mátti vera það ljóst að þeir aðilar sem mestra hagsmuna hafa að gæta, þ.e. augnlæknar, myndu tína til öll hugsanleg rök til að hindra að af slíkri breytingu yrði og það hafa þeir svo sannarlega gert. Meira
23. mars 1996 | Aðsent efni | 1077 orð

Ný viðhorf í starfsmannamálum rík-isins og breytt hlutverk stjórnenda

Í FRUMVARPI um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins sem fjármálaráðherra hefur lagt fyrir Alþingi eru ýmis atriði sem flestir eru sammála um að verði til bóta í rekstri og stjórnun ríkisstofnana og ríkisfyrirtækja hljóti frumvarpið samþykki óbreytt. Nýmælin eru hins vegar ekki meiri en þau sem flest fyrirtæki á hinum almenna markaði hafa tekið upp og tamið sér á undanförnum árum. Meira
23. mars 1996 | Aðsent efni | 396 orð

Ósamræmi í leikskólakennaramenntun

FYRIR stuttu heimilaði menntamálaráðherra Háskólanum á Akureyri að setja á stofn þriggja ára leikskólakennarabraut við kennaradeildina á Akureyri. Fyrstu nemendur verða teknir inn haustið 1996. Náminu lýkur með B.ed gráðu. Þessi ákvörðun markar merk tímamót í menntun leikskólakennara á Íslandi. Meira
23. mars 1996 | Aðsent efni | 886 orð

Skátar í bóhemabúningum

HINN 17. febrúar birtist í Lesbók Morgunblaðsins grein eftir Hannes Sigurðsson listfræðing, sem innihélt meðal annars lýsingu á atvinnumálum starfsstéttar á Íslandi, en samkvæmt eigin félagatali telur hún á fjórða hundrað aðildarmanna. Þar mátti lesa í gagnorðu máli um starfsskilyrði og kjör starfsstéttar sem er svo hlunnfarin í hagsmunamálum sínum að ekki er neinu saman að jafna. Meira
23. mars 1996 | Aðsent efni | 486 orð

Sumir eru jafnari en aðrir

FERÐAÞJÓNUSTA fatlaðra í Reykjavík hófst í janúar 1979 og er sá hluti almenningsvagnakerfis Reykjavíkur sem þjónar fötluðum. Viðskiptavinir Ferðaþjónustunnar eru þeir sem ekki geta notfært sér strætisvagnana vegna fötlunar sinnar. Þrátt fyrir að þjónustan hafi stóraukist á undanförnum árum og starfsfólk Ferðaþjónustunnar leggi sig allt fram er hún ekki næg. Meira
23. mars 1996 | Aðsent efni | 786 orð

Sverri svarað

ÉG HEF til þessa ekki talið þjóna neinum tilgangi að elta ólar við margvísleg ummæli Sverris Hermannssonar um Íslandsbanka í fjölmiðlum undanfarin misseri. En í grein sinni í Morgunblaðinu sl. miðvikudag endurtekur hann rangfærslur um kaup Alþýðubanka, Iðnaðarbanka og Verzlunarbanka á Útvegsbankanum árið 1989. Meira
23. mars 1996 | Aðsent efni | 853 orð

Tannhirða ungbarna

HUGA þarf að tannhirðu barna mjög snemma, jafnvel á meðan meðganga stendur yfir. Í þessum efnum, eins og svo mörgum öðrum, gildir reglan: "Því fyrr því betra." Þótt ótrúlegt megi virðast byrjar myndun tannanna þegar á áttundu viku meðgöngu og er það ein helsta ástæða þess að hollt er að byrja að huga að tönnum fyrir fæðingu. Meira
23. mars 1996 | Aðsent efni | 518 orð

Til hvers eru lög í landinu?

HÁTT á annan áratug hefur ekki verið farið eftir lögum um heilsuvernd starfsmanna fyrirtækja. Allan þennan tíma hafa ráðherrar félags- og heilbrigðismála virt að vettugi heilsu og hagsmuni launafólks með því að láta það viðgangast að engin föst læknisskoðun fari fram. Meira
23. mars 1996 | Aðsent efni | 871 orð

Um hófstillingu.

HINIR fornu Hellenar áttu í tungu sinni orðið "sofrosyne". Það er þýtt á ýmsa vegu í löndum Evrópu. Íslendingar hafa sæst á þýðinguna "hófstilling". Hófstilling er eiginleiki eða öllu heldur klasi eiginleika. Sá sem gæddur er hófstillingu kallast "hófstilltur" maður. Íslenska orðið segir í rauninni verulega sögu. Meira
23. mars 1996 | Aðsent efni | 910 orð

Vaxandi lesfælni

LESTUR er grundvöllur móðurmálsnáms og málvitundar. Mikilvægi þess fyrir börn og unglinga að lesa vel skrifaðar bækur verður seint að fullu metið. Af þeim sökum er brýnt að bóklestur sé hafður fyrir börnum strax og þau eru orðin læs. Þau börn sem sækja leikskóla njóta þeirrar sjálfsögðu þjónustu að fyrir þau er lesið reglulega, eitthvað spennandi sem hæfir þroska þeirra og þau geta sett sig inn í. Meira
23. mars 1996 | Bréf til blaðsins | 919 orð

Yfirlýsing vegna Langholtsdeilu

VEGNA ásakana sóknarprests, Flóka Kristinssonar, og lögmanns hans, Sigurðar G. Guðjónssonar hrl., um að sá hópur sem stóð að undirskriftasöfnun meðal sóknarbarna í Langholtssókn hafi í riti vegið að starfsheiðri sóknarprests og æru hans viljum við sem meðal annars stóðum að þessari söfnun taka fram eftirfarandi: Það hefur ekki farið fram hjá neinum sem hafa kynnt sér þá deilu sem ríkt hefur Meira
23. mars 1996 | Bréf til blaðsins | 179 orð

Þegar eitt egg verður að mörgum hænum

LESENDUR góðir, sem eruð á leiðinni upp metorðastigann. Varið ykkur, ekki aðeins á "hrollvekjum" fortíðarinnar, sem geta komið aftan að yður eins og hver annar uppvakningur þegar síst skyldi, heldur verðið þér líka að vera hvíþveginn af allri "synd". Meira

Minningargreinar

23. mars 1996 | Minningargreinar | 282 orð

Árný Sigurlaug Jóhannsdóttir

Elsku mamma. Þá er komið að kveðjustund, allt of snemma því við áttum svo margt eftir að gera saman. Það er svo skrýtið hvernig gleðin og sorgin geta haldist í hendur, í júlí síðastliðnum eignaðist ég dreng, mitt fyrsta barn og þitt yngsta barnabarn, þú varst svo stolt yfir þessum litla dreng. Í ágúst greindist þú með krabbamein, þið fenguð því aðeins að vera saman í tæpa 8 mánuði. Meira
23. mars 1996 | Minningargreinar | 284 orð

Árný Sigurlaug Jóhannsdóttir

Einhvern veginn fannst mér að Árna, eins og hún var kölluð, myndi alltaf vera til staðar á Siglufirði ­ ég gæti alltaf heimsótt hana og Munda þegar ég kæmi til Siglufjarðar. Svona er maður eigingjarn á þá sem manni þykir svo vænt um. Þegar ég frétti af andláti Árnu eftir erfið veikindi greip mig mikill söknuður og ég hugsaði til baka til þeirra ára þegar við Magga vinkona vorum litlar. Meira
23. mars 1996 | Minningargreinar | 149 orð

Árný Sigurlaug Jóhannsdóttir

Elsku amma mín er látin, en minningarnar um hana og allt sem við höfum gert saman munu lifa áfram í hjarta mínu og ylja mér. Þær voru yndislegar stundirnar sem við áttum saman, hún var alltaf svo hress og glöð og gaman að koma í heimsókn til þeirra afa. Eftir að ég fluttist suður kom hún oft í heimsókn, þá var alltaf gert eitthvað skemmtilegt. Meira
23. mars 1996 | Minningargreinar | 368 orð

ÁRNÝ SIGURLAUG JÓHANNSDÓTTIR

ÁRNÝ SIGURLAUG JÓHANNSDÓTTIR Árný Sigurlaug Jóhannsdóttir var fædd á Stóra- Grindli í Fljótum 31. desember 1921. Hún lést á heimili sínu, Hlíðarvegi 45, Siglufirði, 13. mars síðastliðinn. Árný var dóttir hjónanna Jóhanns Benediktssonar, f. 14.6. 1889, d. 9.6. 1966, bónda á Skeiði, Berghyl og víðar, og Sigríðar Jónsdóttur, f. 14.5. 1890, d. Meira
23. mars 1996 | Minningargreinar | 60 orð

Árný Sigurlaug Jóhannsdóttir Elsku amma. Er ég sit og horfi á stjörnubjartar nætur leitar hugur minn til þín, og ég gleðst um

Elsku amma. Er ég sit og horfi á stjörnubjartar nætur leitar hugur minn til þín, og ég gleðst um hjartarætur, elsku amma mín. Góðar stundir mun ég geyma, flögra um í mínu hjarta, alltaf þar muntu eiga heima og mun ég muna daga bjarta. Elsku amma, takk fyrir allt, minning þín mun alltaf lifa. Þín, Olga Björk Friðriksdóttir. Meira
23. mars 1996 | Minningargreinar | 641 orð

Geirlaug Þorbjarnardóttir

Í dag verður elskuleg ömmusystir mín jarðsungin frá Eyrarbakkakirkju. Ég á þess því miður ekki kost að vera viðstödd, þar sem ég bý í Bretlandi í vetur, en mig langar að senda fáein kveðjuorð vegna þessarar elskulegu frænku minnar. "Lauga frænka", "AnnogLauga", hugtök bernskunnar full af kátínu, gleði, tilhlökkun og væntumþykju. Meira
23. mars 1996 | Minningargreinar | 543 orð

Geirlaug Þorbjarnardóttir

Elskuleg frænka mín Geirlaug Þorbjarnardóttir er látin. Hvíldin hefur vafalaust verið henni kærkomin, söknuðurinn sár hjá okkur öllum sem þekktum þessa góðu konu. Geirlaug bjó í Akbraut á Eyrarbakka alla sína ævi, eða þar til heilsan brást henni, fyrst með foreldrum sínum, sem hún annaðist ásamt Önnu systur sinni. Fyrir mér voru þær systur aldrei nefndar nema báðar í senn, Anna og Lauga. Meira
23. mars 1996 | Minningargreinar | 966 orð

Geirlaug Þorbjarnardóttir

Geirlaug Þorbjarnardóttir er stórt nafn, stórt nafn meðal fjölskyldunnar, vina og nágranna. Þess vegna er henni best lýst með þeim orðum að enginn hefði gleymt henni sem kynntist henni. Innan fjölskyldunnar var hún í daglegu tali kölluð Lauga frænka og meðal nágranna og kunningja Lauga í Akbraut. Meira
23. mars 1996 | Minningargreinar | 407 orð

Geirlaug Þorbjarnardóttir

Það var mikið ævintýrahús, Akbraut. Í minningunni var það næstum á heimsenda. Að minnsta kosti var það á enda Eyrarbakka. Þegar stuttir fætur höfðu tifað alla leið frá Einarshúsi að Akbraut var komið að enda tilverunnar. En í Akbraut bjuggu þær systur Anna og Lauga og þangað var ótrúlega gott að koma. Þeim snáða sem tölt hafði Eyrarbakka endilangan var tekið eins og heiðursgesti. Meira
23. mars 1996 | Minningargreinar | 459 orð

Geirlaug Þorbjarnardóttir

Elsku Lauga mín. Mér finnst svolítið skrýtið að vera að skrifa þér þetta bréf þar sem ég veit að þú ert nú búin að yfirgefa þetta jarðlíf. Það er svo skrýtið hvað það gerist snöggt, maður heldur alltaf að maður fái meiri tíma en svo skyndilega dag einn ertu farin og kemur aldrei aftur. Meira
23. mars 1996 | Minningargreinar | 125 orð

GEIRLAUG ÞORBJARNARDÓTTIR

GEIRLAUG ÞORBJARNARDÓTTIR Geirlaug Þorbjarnardóttir fæddist á Eyrarbakka 19. september 1907. Hún lést á Sólvangi í Hafnarfirði 13. mars síðastliðinn. Foreldrar Geirlaugar voru Andrea Elín Pálsdóttir, fædd 24. september 1872, dáin 28. janúar 1950, og Þorbjörn Hjartarson, fæddur 5. október 1879, dáinn 22. september 1956. Meira
23. mars 1996 | Minningargreinar | 509 orð

Guðrún Þórólfsdóttir

Guðrún frænka mín andaðist á Landspítalanum 14. mars eftir erfið veikindi. "Ég er orðin svo þreytt," sagði hún við mig síðast þegar ég heimsótti hana. Þessi duglega kona átti erfitt með að sætta sig við að vera sjúk og ósjálfbjarga og að vera byrði á öðrum. Hún sem alltaf hafði unnið hörðum höndum og svo sannarlega skilað miklu dagsverki. Meira
23. mars 1996 | Minningargreinar | 204 orð

GUÐRÚN ÞÓRÓLFSDÓTTIR

GUÐRÚN ÞÓRÓLFSDÓTTIR Guðrún Þórólfsdóttir fæddist í Stóru-Breiðuvíkurhjáleigu, Helgustaðahreppi í S- Múlasýslu 7. maí 1929. Hún lést á Landspítalanum 14. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Mekkin Guðnadóttir frá Vöðlum í Vöðlavík og Þórólfur Kristjánsson frá Stóru-Breiðuvík. Meira
23. mars 1996 | Minningargreinar | 292 orð

Jónas Bjarni Bjarnason

Þeir eru nú fáir eftir sem fæddust á síðustu öld. Og nú hefur Jónas afi minn horfið til forfeðra sinna, saddur lífdaga. Afi fæddist á Vallholti í Miðnesi og ólst upp í mikilli fátækt. Ungur sótti hann sjóinn, var meðal annars í áhöfn tólfærings um tíma, en gerði síðar út á eigin trillu. Afi nam skósmíðaiðn, en starfaði þó lengst af sem trésmiður. Meira
23. mars 1996 | Minningargreinar | 693 orð

Jónas Bjarni Bjarnason

Sunnudaginn 10. mars síðastliðinn kvaddi Jónas afi minn þennan heim, 97 ára að aldri. Hann lifði tímana tvenna. Frostaveturinn mikla, fullveldisdag Íslendinga, tvær heimsstyrjaldir og miklar hræringar í stjórnmálum landsins. Tíma þar sem enginn bíll var til í landinu og aðeins var róið á miðin. Atburði sem við hin fáum af spjöldum sögunnar. Meira
23. mars 1996 | Minningargreinar | 234 orð

JÓNAS BJARNI BJARNASON

JÓNAS BJARNI BJARNASON Jónas Bjarni Bjarnason fæddist að Vallholti í Miðneshreppi 14. október 1898 og ólst þar upp. Hann lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 10. mars síðastliðinn. Meira
23. mars 1996 | Minningargreinar | 216 orð

Jörundur Jóhannesson

Er Jörundur kom til Akureyrar keypti hann lítinn bát sem hann notaði í flestum sínum frístundum. Hann hafði mikinn áhuga á silungsveiðum og einnig hafði hann mikinn áhuga á knattspyrnu og var einlægur aðdáandi KA, og lét sig ekki vanta á völlinn meðan honum entist heilsa til þegar KA var að spila. Meira
23. mars 1996 | Minningargreinar | 81 orð

JÖRUNDUR JÓHANNESSON Jörundur Jóhannesson, fæddisr í Hrísey 5. október 1919. Hann andaðist 10. mars sl. Jörundur var sonur

JÖRUNDUR JÓHANNESSON Jörundur Jóhannesson, fæddisr í Hrísey 5. október 1919. Hann andaðist 10. mars sl. Jörundur var sonur hjónanna Jóhannesar Guðmundssonar og Valgerðar Jónsdóttur. Í Hrísey stundaði Jörundur sjómennsku alla tíð þar til hann flutti til Akureyrar árið 1957 og hóf þar sambúð með Sigríði Björnsdóttur. Meira
23. mars 1996 | Minningargreinar | 194 orð

Tómas Bjarnason

Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Í dag kveð ég með söknuði elskulegan frænda minn Tómas Bjarnason. Ég er þakklát fyrir að hafa kynnst Tomma því að hann var hvers manns hugljúfi. Meira
23. mars 1996 | Minningargreinar | 376 orð

Tómas Bjarnason

Þegar við í dag kveðjum bróður okkar Tómas Bjarnason, viljum við minnast hans með fáeinum orðum um leið og við þökkum honum samfylgdina. Tommi, eins og hann var ávallt kallaður, bjó í Keflavík til ársins 1943 en þá fluttist hann með foreldrum sínum til Hveragerðis. Meira
23. mars 1996 | Minningargreinar | 125 orð

TÓMAS BJARNASON

TÓMAS BJARNASON Tómas Bjarnason fæddist 14. janúar 1939 í Keflavík. Hann lést á Ljósheimum á Selfossi 13. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Bjarni Tómasson, f. 17.6. 1915 í Helludal í Biskupstungum, dáinn 26.8. 1993, og Guðrún Guðmundsdóttir, f. 17.12. 1914 á Blesastöðum á Skeiðum.Systkini Tómasar eru: Óskar, f. 7.3. 1940, d. 31.12. Meira

Viðskipti

23. mars 1996 | Viðskiptafréttir | 341 orð

Heilbrigðisyfirvalda að móta slíkar reglur

BORGARYFIRVÖLD munu ekki setja sig gegn umsóknum þeirra aðila sem hyggjast opna nýjar lyfjaverslanir í Reykjavík svo fremi sem staðsetning þeirra verslana brjóti ekki gegn aðalskipulagi borgarinnar. Að sögn Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, borgarstjóra, mun borgin því ekki skipta sér af íbúafjölda að baki nýju apóteki eða staðsetningu þess að öðru leyti. Meira
23. mars 1996 | Viðskiptafréttir | 644 orð

Hof sf. með um 304 milljóna hagnað á síðasta ári

HOF sf., móðurfyrirtæki Hagkaups hf. og sex annarra fyrirtækja, skilaði alls um 304 milljóna króna hagnaði á síðasta ári. Velta samstæðunnar var alls um 11,5 milljarðar króna en þar vóg þyngst velta Hagkaups sem nam um 10,2 milljörðum á árinu. Meira
23. mars 1996 | Viðskiptafréttir | 207 orð

Lækkaði um 3,5% í janúar

RAUNVERÐ íbúðarhúsnæðis hefur haldið áfram að lækka á þessu ári og var verðið í janúar 3,5% lægra en meðalverð á síðasta ári. Meðalverð ársins 1995 var aftur á móti 8,3% lægra en meðalverð ársins 1994, samkvæmt því sem fram kemur í Hagvísum Þjóðhagsstofnunar. Meira
23. mars 1996 | Viðskiptafréttir | 94 orð

Nýr fulltrúi Texaco í stjórn Olís

EIN breyting varð á stjórn Olís á aðalfundi félagsins, sem haldinn var síðastliðinn fimmtudag. Þá var kjörin í stjórnina Claire Scobee Farley, einn af yfirmönnum Hydro Texaco á Norðurlöndunum og kemur hún í stað Uffe Bjerring Pedersen. Meira
23. mars 1996 | Viðskiptafréttir | 76 orð

Tapið af Lind 700 milljónir

LANDSBANKI Íslands hefur nú afskrifað um 700 milljónir króna af samningum sem eignarleigufyrirtækið Lind hf. gerði á sínum tíma, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Á ársfundi Landsbankans nýverið var ekkert fjallað um málefni Lindar og ekki er heldur vikið að þeim í umfjöllun um rekstur bankans í ársskýrslunni. Meira

Daglegt líf

23. mars 1996 | Neytendur | 134 orð

Fisléttar, skrúfulausargleraugnaumgjarðir

DÖNSKU gleraugnaumgjarðirnar Air Titanium, sem komu á markaðinn fyrir 15 árum, eru sagðar þær léttustu í heimi. Að sögn einkaumboðsmannsins á Íslandi, Kjartans Kristjánssonar, sjóntækjafræðings, eru þær aðeins 2,8-3 g, skrúfulausar og án lóðninga. Umgjarðirnar eru úr títanmálmi, sem er sveigður og beygður á allra handa máta. Meira
23. mars 1996 | Neytendur | 631 orð

Helmingur barna sem slasast í bíl er án viðeigandi öryggisbúnaðar

Á SÍÐASTA ári slösuðust 128 börn í bifreiðum hér á landi samkvæmt slysaskráningu Umferðarráðs sem byggð er á lögregluskýrslum. Hefur tíðni slysa á börnum í bílum ekki verið hærri undanfarin fimm ár. Af þessum 128 börnum sem slösuðust í bíl voru 67 þeirra með viðeigandi öryggisbúnað, sem er um helmingur þeirra. Meira
23. mars 1996 | Neytendur | 406 orð

Mjög mismunandi hvað kostar að fá sér kaffibolla og kökusneið

ÞAÐ kostar vel á áttunda hundrað króna að fá sér cappuccino kaffi og ostakökusneið á einum veitingastað í miðbænum á meðan það kostar á fimmta hundrað krónur á öðrum. Í Ikea kostar það síðan 350 krónur. Ekkert tillit er tekið til umhverfis kaffihússins, né gæða kaffisopans og ekki athugað sérstaklega hvort kakan er heimabökuð eða ekki. Meira

Fastir þættir

23. mars 1996 | Fastir þættir | 444 orð

4. Ofnbakaður saltfiskur með Xanfaina-sósu

­ saltfiskur 1 dl Jómfrúar olífuolía agúrka, kjarnahreinsuð 4­6 tómatar í bátum, eftir stærð 1 paprika (gul, græn og rauð) í sneiðum Súkkíni í sneiðum eggaldin 2 dl fiskisoð svartur pipar, úr kvörn hvítlaukur lítið búnt steinselja dl raspur Meira
23. mars 1996 | Í dag | 2686 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík dagana 22.-28. mars, að báðum dögum meðtöldum, er í Ingólfs Apóteki, Kringlunni. Auk þess er Hraunbergs Apótek, Hraunbergi 4, opið til kl. 22 þessa sömu daga. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. 10-14. Meira
23. mars 1996 | Í dag | 215 orð

Ákall um hjálp GUÐRÚN Einarsdóttir hafði samband við Velvak

GUÐRÚN Einarsdóttir hafði samband við Velvakanda og bað fyrir skilaboð til miðla landsins. Hún segist vera farin að heilsu og að líf hennar sé í rúst. Sjálf hafi hún dulræna hæfileika en kunni ekkert með þá að fara og þurfi bráðnauðsynlega hjálp. Símanúmer Guðrúnar er 5652628. Tapað/fundið Skíði töpuðust Í Bláfjöllum sl. miðvikudag um kl. 17. Meira
23. mars 1996 | Í dag | 94 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 23

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 23. mars, er sjötugurBenedikt Sveinsson, Breiðvangi 3, Hafnarfirði. KOna hans er Þórdís Kristinsdóttir. Þau hjónin taka á móti gestum í Sunnusal, Hótel Sögu,kl. 16 á morgun, sunnudaginn 24. mars. ÁRA afmæli. Meira
23. mars 1996 | Fastir þættir | 247 orð

BLUP-ið stóraukið ­ Framfarir í hrossarækt

ÚT ER komið 1. hefti af Hrossaræktinni 1995, 11. árgangi, og hefur að geyma kynbótamat (BLUP) fyrir árið 1996 á öllum helstu kynbótgripum landsins en reiknað var kynbótamat fyrir 54015 hross sem grundvallaðist á 20924 dómum. Meira
23. mars 1996 | Fastir þættir | 280 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Hafnarfj

MÁNUDAGINN 18. mars var fyrsta kvöldið af 3 í Hraðsveitakeppni félagsins spilað. 9 sveitir spiluðu 8 umferðir með 4 spilum á milli sveita. Efstu sveitirnar eru: Sveit Ólafs Ingimundarsonar674sveit Halldórs Einarssonar630sveit Drafnar Guðmundsdóttur574sveit Þorsteins Kristmundssonar572sveit Huldu Hjálmarsdóttur570 Bridsfélag Hafnarfjarðar spilar öll Meira
23. mars 1996 | Fastir þættir | 113 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Kópavogs

Annað kvöldið í Catalínumótinu var fimmtudaginn 14. mars, butler- tvímenningur staðan eftir 12 umferðir: Sigurður Sigurjónsson ­ Ragnar Björnsson92Jón Steinar Ingólfsson ­ Murat Serdar88Helgi Viborg ­ Ólafur H. Ólafsson71 Hæsta skor: Sigurður Sigurjónsson ­ Ragnar Björnsson60Helgi Viborg ­ Ólafur H. Meira
23. mars 1996 | Fastir þættir | 1201 orð

Fermingar sunnudaginn 24. mars

FERMING í Árbæjarkirkju kl. 11. Prestar sr. Guðmundur Þorsteinsson, og sr. Þór Hauksson. Fermd verða: Stúlkur Elín Kristín Scheving Skarphéðinsdóttir, Melbæ 19. Fanný Ósk Grímsdóttir, Næfurási 6. Guðný Hrefna Sverrisdóttir, Viðarási 57a. Guðrún Þorleifsdóttir, Reykási 22. Hrafnhildur Rós Ægisdóttir, Hraunbæ 62. Meira
23. mars 1996 | Fastir þættir | 966 orð

Guðspjall dagsins: Gabríel engill sendur. (Lúk. 1.)

Guðspjall dagsins: Gabríel engill sendur. (Lúk. 1.) »ÁSKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Guðsþjónusta kl. 14. Kaffi eftir messu. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11. Foreldrar hvattir til þátttöku með börnunum. Guðsþjónusta kl. 14. Ræðumaður Þráinn Þorvaldsson. Meira
23. mars 1996 | Í dag | 327 orð

ÍKVERJI sér æ færri rök fyrir því að veita einni starfss

ÍKVERJI sér æ færri rök fyrir því að veita einni starfsstétt, sjómönnum, sérstakan skattaafslátt. Þau rök, sem stuðningsmenn sjómannaafsláttarins nota einkum, eru að fjarvistir sjómanna frá heimilum sínum og fjölskyldum séu langar. Það er að sjálfsögðu rétt, og allra sízt vill Víkverji kasta nokkurri rýrð á sjómannastéttina eða störf hennar. Meira
23. mars 1996 | Fastir þættir | 1016 orð

ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 841. þáttur

841. þáttur SR. ÞÓRIR Jökull Þorsteinsson á Selfossi skrifar mér svo (að slepptum hlýlegum ávarps- og inngangsorðum): "Í vitund minni eru tungumál manna fyrst og síðast kerfi hljóðmerkja sem þeir senda sín á milli til að gera sig skiljanlega og jafnvel til að villa um hverjir fyrir öðrum ef ekki vill annað. Meira
23. mars 1996 | Fastir þættir | 908 orð

Kóngur um stund

Á HLAÐINU, innan um hrossin, var hópur Kvennaskólanema og upp úr honum miðjum gnæfði Einar Bollason, vörpulegur maður, þéttur á velli og ekki síður í lund. Hann var að afhenda krökkunum "diplomu" þar sem skjalfest var að viðkomandi hefði lokið reiðtúr með Íshestum. Meira
23. mars 1996 | Í dag | 80 orð

LEIÐRÉTT Átti börnin með fyrri konunni Í fréttaramma

Í fréttaramma á bls. 6 í Morgunblaðinu í gær er sagt að Baldvin Jónsson eigi þrjú börn. Börnin átti hann með fyrri konu sinni. Þetta leiðréttist hér með og eru hlutaðeigfendur beðnir velvirðingar. Söngmálastjóri Í grein Þórdísar Bachmann, "Menningarborg Evrópu ' 96" (bls. 36 í Mbl. í gær), er m.a. Meira
23. mars 1996 | Fastir þættir | 1385 orð

Listmunir

SAGA listarinnar er jafngömul sögu mannkynsins, því að sköpunarþörf og fegurðarþrá hlýtur að vera manninum í blóð borin. Svo frumstæð er varla nokkur þjóð að hún hafi ekki áhuga á list í einhverri mynd. Meira
23. mars 1996 | Fastir þættir | 602 orð

Matur og matgerðTertur í fermingarveisluna

ÞESSA dagana er mikið spáð og spekúlerað í fermingum og fermingarveislum. En hvernig sem veislan verður, þarf að varast að íburðurinn verði svo mikill að hann kollvarpi fjárhag fjölskyldunnar. Undirbúa þarf allt vel og vinna verkið í tíma, þannig að húsbændur séu ekki útkeyrðir og með annan fótinn í eldhúsinu, þegar gestirnir eru mættir á staðinn. Meira
23. mars 1996 | Fastir þættir | -1 orð

Opið mót hjá Herði- Grímutölt hjá Fáki

FÁKSMENN héldu um síðustu helgi í reiðhöllinni í Víðidal svokallað Grímutölt þar sem knapar mættu grímubúnir á fákum sínum til leiks. Keppendur voru að stærstum hluta frá Fáki en einnig voru Mosfellingar úr Herði nokkuð fjölmennir. Keppt var í tveimur flokkum en auk þess veitt verðlaun fyrir búninga sem voru býsna fjölskrúðugir. Meira
23. mars 1996 | Dagbók | 384 orð

Reykjavíkurhöfn: Í gær fóru Úranus

Reykjavíkurhöfn: Í gær fóru Úranus ogHringur. Nuka Articakemur í dag og fer samdægurs. Hafnarfjarðarhöfn: Í fyrrakvöld kom Ocean Sun af veiðum og fer aftur á veiðar í dag.Hofsjökull kom af strönd í gærmorgun og rússinn Skarus fór út. Meira
23. mars 1996 | Fastir þættir | 617 orð

Saltfiskur, bacalao, morue

ÞAÐ ER eiginlega ekki hægt að skilja saltfisk til fulls án þess að sjá hvernig hann er meðhöndlaður af helstu saltfiskneysluþjóðunum Spánverjum og Portúgölum. Þar er saltfiskur dýr gæðaafurð sem matreiðslumeistarar breyta í gómsætar veislumáltíðir. Meira
23. mars 1996 | Dagbók | 246 orð

SPURT ER ... 1. "Heill Indverja felst í því að tý

1. "Heill Indverja felst í því að týna því niður, sem þeir hafa lært síðustu fimmtíu ár," sagði leiðtogi frelsisbaráttu Indverja. Hvað hét hann? 2. Hvað hétu hrafnar þeir, sem sagðir voru sitja á öxlum Óðni og hvísla í eyru hans öll tíðindi, er þeir sáu eða heyrðu? 3. Á fimmtudag lét Ingvar Carlsson af embætti forsætisráðherra Svíþjóðar. Arftaki hans sést hér á mynd. Meira
23. mars 1996 | Fastir þættir | 948 orð

Þau eru súr sagði refurinn

NOKKRIR lesendur hafa óskað eftir að frétta meira um varnarhættina, sem drepið hefur verið á í fyrri pistlum. Sáleflisfræðin, sem runnin er frá Sigmund Freud, gerir ráð fyrir því að sálarlífið sé orka, sem birtist í ýmsum myndum í persónuleika mannsins. Uppspretta orkunnar liggur í frumstæðum hvötum, sem leita útrásar. Meira
23. mars 1996 | Fastir þættir | 592 orð

Þrír á velli í forkeppnienginn aðgangseyrir

Íslandsmót í hestaíþróttum verður haldið að Varmárbökkum í Mosfellsbæ dagana 9.-11. ágúst n.k. og er undirbúningur fyrir mótið kominn í fullan gang. H¨ORÐUR í Kjósarsýslu stendur að framkvæmd mótsins og sagði formaður félagsins, Rúnar Sigurpálsson, Meira

Íþróttir

23. mars 1996 | Íþróttir | 132 orð

Adams leikur ekki með Arsenal gegn Newcastle

TONY Adams, fyrirliði Arsenal, sem hefur verið frá keppni vegna meiðsla síðustu tvo mánuðina, leikur ekki með gegn Newcastle á Highbury í dag, en búist var við að þetta yrði fyrsti leikur hans eftir meiðslin. Meira
23. mars 1996 | Íþróttir | 256 orð

Athugasemd frá bæjarstjóra Mosfellsbæjar

MORGUNBLAÐINU barst í gær eftirfarandi tilkynning frá Jóhanni Sigurjónssyni, bæjarstjóra Mosfellbæjar: "Í frétt á íþróttasíðu Morgunblaðsins í dag er greint frá því að fjórum liðsmönnum handknattleiksliðs UMFA hefði verið sagt upp störfum sama dag og leikur UMFA og Vals fór fram og líkum leitt að því að það hafi haft einhver áhrif á úrslit leiksins. Meira
23. mars 1996 | Íþróttir | 96 orð

Bayern mætir Barcelona

BAYERN M¨unchen og Barcelona mætast í undanúrslitum Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu, UEFA-keppninnar, 2. og 16. apríl og verður fyrri leikurinn í M¨unchen. Það lið sem ber sigur úr bítum mætir Bordeaux eða Slavía Prag í tveimur úrslitaleikjum og fær þann fyrri heima. Úrslitaleikirnir fara fram 1. og 15. Meira
23. mars 1996 | Íþróttir | 335 orð

Bylting fyrir félagið

KNATTSPYRNUFÉLAG Reykjavíkur og Reykjavíkurborg hafa gengið frá samningi þess efnis að KR getur hafist handa við undirbúning byggingar íþróttahúss á félagssvæðinu við Frostaskjól. Fyrir á svæðinu eru tvö íþróttahús en það eldra, sem tekið var í notkun 1952, verður rifið og nýja húsið byggt á sama stað - milli stóra íþróttasalarins og félagsheimilis KR. Um er að ræða 1. Meira
23. mars 1996 | Íþróttir | 62 orð

Bæjarar fengu vasapening LEIKMENN Bayer

LEIKMENN Bayern M¨unchen fengu góðan vasapening fyrir að komast í undanúrslit í UEFA-bikarkeppninni. Franz Beckenbauer, stjórnarformaður Bayern M¨unchen, lofaði leikmönnum góðum launum fyrir að leika vel og leggja Nottingham Forest að velli, sem þeir og gerðu - unnu 5:1 á City Ground í Englandi og samanlagt 7:2. Fyrir það fékk hver leikmaður liðsins rúmlega 1,5 millj. ísl. kr. í vasann. Meira
23. mars 1996 | Íþróttir | 176 orð

Ein besta svigkona heims keppir hér

Skíðasamband Íslands stendur fyrir alþjóðlegu stigamóti á Íslandi í kringum páskana, svokölluðu FIS-móti og verður keppt í svigi í Bláfjöllum og í stórsvigi í Hlíðarfjalli á Akureyri. Allir bestu skíðamenn landsins verða á meðal þátttakenda en þar fyrir utan hafa margir erlendir skíðamenn boðað komu sína. Meira
23. mars 1996 | Íþróttir | 116 orð

FH - KA28:29

Kaplkriki, annar og um leið síðari leikur í undanúrslitum Íslandsmótsins í handknattleik, föstudaginn 22. mars 1996. Gangur leiksins: 2:0, 3:3, 6.4, 6:7, 8:10, 10:14, 13:15, 14:17, 19:22, 21:22, 24:24, 25:24, 26:27, 27:29, 28:29. Meira
23. mars 1996 | Íþróttir | 87 orð

HANDKNATTLEIKURÁfanga fagnað

ALFREÐ Gíslason og kúbverski lærisveinn hans, Julian Duranona, höfðu svo ríka ástæðu til að stíga dans og gleðjast í gærkvöldi, er annar áfanginn af þremur í göngunni að Íslandsmeistaratitlinum var í höfn með eins marks sigri, 29:28 í Kaplakrika. Þar með var annar sigur þeirra í janfmörgum leikjum á FH staðreynd. Að baki þeirra glittir í fyrirliða þeirra, Erling Kristjánsson. Meira
23. mars 1996 | Íþróttir | 414 orð

ION Timofte,

ION Timofte, landsliðsmaður Rúmeníu, sem leikur með Boavista í Portúgal, meiddist illa í leik um sl. helgi ­ fótbrotnaði. Timofte verður frá keppni í sex mánuði og missir af EM í Englandi. Meira
23. mars 1996 | Íþróttir | 438 orð

Jordan og félagar hefndu

MICHAEL Jordan og félagar hans hjá Chicago Bulls náðu fram hefndum á New York Knicks, 107:86, og fögnuðu sínum sextugasta sigri í NBA- deildinni ­ þeir þurfa að vinna tíu leiki af þeim fimmtán sem eftir eru, til að setja NBA-met. Fyrir leikinn sagði Jordan að leikmenn Bulls væru ekki búnir að gleyma síðustu viðureign sinni gegn Knicks, er þeir máttu þola 32 stiga ósigur í New York. Meira
23. mars 1996 | Íþróttir | 468 orð

KA brást ekki

LEIKMENN KA sýndu í gærkvöldi að þeir verðskulda fyllilega að leika til úrslita um um nafnbótina Íslandmeistari í handknattleik karla árið 1996. Undir lok leiksins gegn FH í gærkvöldi lentu þeir undir um tíma en létu ekki bugast, heldur léku af yfirvegun, létu FH-inga um að gera mistökin. Meira
23. mars 1996 | Íþróttir | 100 orð

Keflavík - UMFN99:74

Íþróttahúsið í Keflavík, fjórði leikur í undanúrslitum úrvalsdeildarinnar í körfuknattleik, föstudaginn 22. mars 1996. Gangur leiksins: 10:0, 16:4, 21:13, 32:22, 34:30, 43:35, 47:39, 54:39, 55:48, 70:58, 75:60, 86:66, 90:68, 99:74. Meira
23. mars 1996 | Íþróttir | 467 orð

Keflvíkingar miklu betri

ÞAÐ verða Keflvíkingar og Grindvíkingar sem leika til úrslita í úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Keflavík sigraði Njarðvík 99:74 í fjórða leik liðanna í gærkvöldi og sigraði því 3-1 í rimmu liðanna í undanúrslitunum. Sigur Keflvíkinga var ótrúlega auðveldur og sannfærandi og greinilegt að Jón Kr. Gíslason, þjálfari liðsins, er með sína menn rétt stemmda á réttum tíma. Meira
23. mars 1996 | Íþróttir | 27 orð

Knattspyrna

Þýskaland Karlsruhe - HSV3:1 (Haessler 20. vsp., Dundee 27., Fink 90.) - (Spörl 1. vsp.) 25.000 1860 M¨unchen - Schalke1:1 (Winkler 28.) - (Anderbr¨ugge 84. vsp.) 30. Meira
23. mars 1996 | Íþróttir | 79 orð

Lið ÍBV í úrslit ÍBV

ÍBV leikur í dag til úrslita alþjóða knattspyrnumótinu á Kýpur. Þeir sigruðu Flora frá Tallin í Eistlandi í undanúrslitum í fyrrakvöld 6:5 eftir vítaspyrnukeppni. Teitur Þórðarson er þjálfari Flora. Leifur Geir Hafsteinsson gerði mark ÍBV í leiknum, en staðan var jöfn 1:1 að hefðbundnum leiktíma loknum og framlengingu og var þá gripið til vítakeppninnar. Meira
23. mars 1996 | Íþróttir | 113 orð

Liverpool og Juventus mætast í Mónakó í ágúst

LIVERPOOL og Juventus leika vináttuleik í knattspyrnu í sumar og verður það í fyrsta skipti sem liðin mætast síðan í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða á Heysel-leikvanginum í Br¨ussel 1985. Þá ruddust stuðningsmenn Liverpool að stuðningsmönnum Juventus fyrir leikinn með þeim afleiðingum að 39 létust, flestir Ítalir. Meira
23. mars 1996 | Íþróttir | 258 orð

Sigurviljinn er loks kominn AUÐVITAÐ er é

AUÐVITAÐ er ég mjög ánægður með að ná að leggja Njarðvíkinga 3-1 og það er eiginlega betra en maður átti von á," sagði Jón Kr. Gíslason, þjálfari Keflvíkinga, ánægður eftir sigurinn í gær. "Við ræddum um það í leikhléi að reyna að taka fleiri varnarfráköst, en við höfðum látið þá taka allt of mikið af fráköstum undir okkar körfu. Meira
23. mars 1996 | Íþróttir | 139 orð

SKAUTARListdans

FYRSTA Íslandsmótið í listhlaupi á skautum fer fram um helgina. Mótið fer fram á skautasvellinu í Laugardal og verður keppt í flokkum frá 11 ára og yngri og upp í 16 ára og eldri. 37 þátttakendur verða með í mótinu og koma þeir frá Skautafélagi Reykjavíkur og Skautafélagi Akureyrar. Meira
23. mars 1996 | Íþróttir | 147 orð

Stjarnan jafnaði

Stjarnan úr Garðabæ skellti Reykjavíkur Þrótti í þremur hrinum gegn tveimur í öðrum úrslitaleik liðanna í Ásgarði í gærkvöldi. Fyrsta hrinan gaf tóninn að því sem koma skyldi en Stjarnan leiddi 8:3 þegar Þróttarar settu allt í gang og náðu að jafna 10:10 og aftur 13:13 en Stjarnan náði með öguðum leik að innbyrða tvö síðustu stigin. Meira
23. mars 1996 | Íþróttir | 254 orð

UM HELGINAHandknattleikur Úrslitak

Handknattleikur Úrslitakeppni karla Undanúrslit - þriðji leikur: Laugardagur: Hlíðarendi:Valur - UMFA16.30 Úrslitakeppni kvenna Undanúrslit - fyrsti leikur: Laugardagur: Ásgarður:Stjarnan - ÍBV16. Meira
23. mars 1996 | Íþróttir | 42 orð

Þannig vörðuþeir

Jónas Stefánsson, FH, 8(4):5(3) langskot, 1 gegnumbrot,1 (1) af línu, 1 úr horni. Magnús Árnason, FH, 3(2):3(2) úr horni. Björn Björnsson, KA, 8(5):3(1) langskot, 2(2) eftir gegnumbrot, 3(2) úr horni Guðmundur A. Meira
23. mars 1996 | Íþróttir | 129 orð

Æfði tilskilinn tíma

Jóhannes R. Jóhannesson, stigameistari í snóker, segir Björgvin Hólm Jóhannesson, formann Snókersambandsins, ekki fara með rétt mál í Morgunblaðinu í fyrradag, varðandi æfingar sínar. "Sambandið skyldaði okkur til að æfa tvo tíma á dag og þar sem ég átt sjálfur borð og keppnisdúk vildi ég fá að æfa mig heima. Sambandið neitaði og sagði að ég yrði að æfa á billiardstofu. Meira
23. mars 1996 | Íþróttir | 230 orð

Ætlum okkur alla leið" "HEPPNIN var okkar megi

"HEPPNIN var okkar megin að þessu sinni auk þess við gerðum það sem þurfti er mest á reið," sagði Alfreð Gíslson, þjálfari KA. "Við höfum nokkrum sinnum lennt í sömu stöðu og í kvöld að vera undir þegar lítið er eftir af leikjum en reynsla hefur safnast. Þar af leiðir að við förum ekki á taugum heldur höldum haus og náum að snúa taflinu okkur í vil á ný. Það tókst að þessu sinni. Meira

Sunnudagsblað

23. mars 1996 | Sunnudagsblað | 115 orð

HRÓARSKELDUHÁTÍÐIN

HRÓARSKELDUHÁTÍÐIN tekur nú óðast á sig mynd, þó enn eigi eftir að skýra frá þorra hljómsveita. Meðal þeirra sem þar koma fram eru Björk, David Bowie, Red Hot Chili Peppers, Garbage, Sex Pistols, Frank Black, Chumbawamba, The Fall, Pop Will Eat Itself, Tindersticks, Pulp, Pretty Maids, The Amps, Ash, Edwyn Collins, Meira

Úr verinu

23. mars 1996 | Úr verinu | 274 orð

Aldrei gengið betur

MAREL hf. tók þátt í sjávarafurðasýningu í Boston í síðustu viku. Pétur Guðjónsson, markaðsstjóri fyrirtækisins, segir að þetta sé stærsta sýning á sínu sviði í heiminum og hann er mjög ánægður með þann árangur sem náðist. "Þetta er í tíunda skipti sem við sýnum á þessari sýningu," segir hann. "Fyrir okkur verður hún alltaf betri og betri og aldrei betri en nú. Meira
23. mars 1996 | Úr verinu | 22 orð

Látið úr höfn

Látið úr höfn GUNNAR Hvanndal og Árni Sigurðsson Grímseyingur eru búnir að greiða niður og bíða eftir að láta megi úr höfn. Meira
23. mars 1996 | Úr verinu | 101 orð

Nýr fundur um stöðu þorskstofnsins við Ísland

FISKIFÉLAG Íslands mun efna til nýs fundar í fundaröð um stöðu þorskstofnsins við Íslands næstkomandi mánudagskvöld á Hótel Sögu. Frummælendur verða Kristinn Pétursson, fiskverkandi, Þórólfur Antonsson, náttúrufræðingur, og Jón Gunnar Ottósson, náttúrufræðingur. Meira

Lesbók

23. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

1001 jarðarbúi

INDÓNESÍSKI listamaðurinn Dadang Christanto hefur smíðað 1001 styttu úr trefjaplasti og stillt upp í fjöruborðinu skammt frá Djakarta, höfuðborg Indónesíu. Styttunum er ætlað að minna á umhverfisvandann í menguðu hafinu norður af Djakarta. Christanto segir að verkið eigi hins vegar að höfða til allra því að mengun sé vandamál um allan heim. Verkið kallar Christanto "1001 jarðarbúa". Meira
23. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 139 orð

120 ungir kórsöngvarar á tónleikum í Borgarleikhúsinu

KÓR Öldutúnsskóla, Skólakór Kársness og Gradualekór Langholtskirkju halda sameiginlega tónleika í Borgarleikhúsinu, þriðjudaginn 26. mars. Á efnisskránni eru meðal annaars lög eftir Theodorakis, negrasálmar, lög eftir íslensk og erlend tónskáld og þjóðlög frá ýmsum löndum. Meira
23. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

Dario Fo og Commedia dell'arte hátíð í Kaupmannahöfn Hinn kunni ítalski leikhúsmaður Dario Fo heldur fyrirlestra og leikstýrir

MAÍMÁNUÐUR í Kaupamannahöfn og Málmey verður markaður hinni gömlu ítölsku leiklist, sem gengur undir nafninu Commedia dell'arte. Einn helsti listamaður innan þeirrar greinar er ítalski leikarinn, leikstjórinn og leikritahöfundurinn Dario Fo. Man ekki einhver eftir sýningum Leikfélags Reykjavíkur á Þjófar, lík og fagrar konur? Leikritið er eftir hann. Meira
23. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 172 orð

efni 23. marz

Að líkindum eru ekki færri en 500 íslenzkir forngripir í Þjóðminjasafni Dana, segir Guðmundur Magnússon sagnfræðingur, - það eru hinir gleymdu dýrgripir Íslendinga. Nokkrir eru úr kumlum, en margir úr kirkjum frá kaþólskum tíma; einnig útskurður alþýðufólks og fjöldi annarra gripa. Sumir þeirra voru jafnvel seldir safninu eftir að fornminjalög gengu í gildi en þau áttu m.a. Meira
23. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 80 orð

Elfar Guðni sýnir á Selfossi

ELFAR Guðni Þórðarson sýnir um þessar mundir 40 málverk í sýningarsalnum Seti við Eyrarveg á Selfossi. Þetta er 28. einkasýning Elfars Guðna og eru myndirnar allar nýjar. Sjálfur hefur Elfar Guðni Þórðarson haft þau orð um myndir sínar á þessari sýningu, að "þær túlki uppreisnaranda og mótmæli við ómerkilegheit, sem byrgja sólarsýn". Meira
23. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 217 orð

Englar alheimsins gefnir út í Bandaríkjunum

BANDARÍSKA útgáfufyrirtækið St. Martins Press ætlar að gefa út verðlaunabók Einars Más Guðmundssonar, Engla alheimsins, í janúar eða febrúar á næsta ári. Eigandi útgáfunnar, James Fitzgerald, sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði komist í kynni við bókina og höfundinn á bókasýningunni í Frankfurt síðasta haust. Meira
23. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1055 orð

Ég sýg úr þeim orkuna

ÉG HEF lengi verið að vinna með andlitsmyndir og mynstur sem ímynd bakgrunns og andlitin hafa smám saman leyst upp í merkingarlaus mynstur. Eftir sýningu sem ég hélt á Sóloni Íslandus árið 1993 fór ég að velta fyrir mér mynstrinu sjálfu og hvað það stendur fyrir, því að í því er saga og upplýsingar. Meira
23. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1389 orð

Friðsæl paradís í botni Einarsfjarðar

Skammt austan Qaqortoq gengur fjörður inn úr Einarsfirði. Í þessum firði er eyja með hvalbakslagi og nefnist eyjan eftir því Hvalsey en fjörðurinn Hvalseyjarfjörður. Í botni Hvalseyjarfjarðar undir háu og bröttu fjalli er steinhlaðin kirkja frá gamalli tíð, ótrúlega heilleg og forvitnileg. Meira
23. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 449 orð

Gert ráð fyrir sextíu gagnrýnendum

"VIÐ ERUM undir það búin að allt verði vitlaust eftir frumsýninguna annað kvöld," segir Kristján Jóhannsson óperusöngvari sem syngja mun hlutverk Manríkós í nýstárlegri uppfærslu Þýsku óperunnar í Berlín á Il Trovatore eftir Giuseppe Verdi. "Þetta er vægast sagt óvenjuleg sýning og boðsgestir létu óánægju sína þegar í ljós á generalprufunni. Meira
23. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 319 orð

Gleði mistakanna

Rithöfundurinn Torsti Lehtinen, f. 1942 hefur lifað litríku lífi en í það sækir hann efnivið verka sinna. Torsti Lehtinen hefur m.a. fjallað í verkum sínum um hvernig kynslóð, sem hefur upplifað stríð, Meira
23. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 636 orð

Gróska í galleríum

NÝTT gallerí hefur hafið starfsemi í miðbænum eða nánar tiltekið í Hafnarstræti við hlið veitingastaðarins Hornsins. Það er Jakob H. Magnússon veitingamaður á Horninu sem á galleríið og rekur en Ólafur Engilbertsson sér um að skipuleggja allt sýningarhald. Meira
23. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 481 orð

Hátíðarstund í Hafnarborg

"OKKUR finnst alltaf gaman að halda tónleika með öðruvísi tónverkum en tríóum, ekki síst þegar við fáum svona góða gesti til liðs við okkur. Þetta er í senn spennandi fyrir okkur sjálf og áheyrendur," segir Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari fyrir hönd Tríós Reykjavíkur, sem efnir til tónleika í Hafnarborg á morgun, sunnudag, kl. 20. Meira
23. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 2602 orð

Hinir gleymdu dýrgripir Íslendinga

Fjöldi fagurra og merkra forngripa frá Íslandi er enn í Þjóðminjasafni Dana í Kaupmannahöfn (Nationalmuseet), sumir í sýningarsölum, en flestir í geymslum. Fáeinir þessara gripa fundust í kumlum miðaldamanna á öldinni sem leið. Allmargir eru úr kirkjum okkar frá kaþólskum tíma. Meira
23. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 102 orð

Hnoss

GALLERÍ Hnoss ­ handverkshús verður opnað í dag kl. 15 í Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3b. Að galleríinu standa fjórar konur og tveir karlmenn. Bjarni Þór Kristjánsson er með tréskurð og smíði og þjóðlega muni, unna meðal annars úr íslenskum viði, Edda Jónsdóttir með töskur og belti úr leðri og fiskroði, Elke Mohrmann sem málar myndir með íslenskum leir, Meira
23. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 455 orð

Kraftaverkið Tomas Tranströmer

SÆNSKA skáldið Tomas Tranströmer er í sviðsljósinu þessa dagana. Út er að koma ný ljóðabók eftir hann, Sorgegondolen. Í því tilefni birtist viðtal við skáldið í Sydsvenskan 10. mars eftir Nils-Gunnar Nilsson menningarritstjóra blaðsins. Fyrirsögnin er Kraftaverkið við Infanterigötu. Nilsson skrifar m.a. Meira
23. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 405 orð

Listaverk verða að spretta af ást

BEATRIZ Ezban Betech myndlistarmaður frá Mexíkó sýnir málverk í Hafnarborg. Myndir hennar eru glögglega undir áhrifum frá impressjónistunum og þá einkum Monet. Guli liturinn er ríkjandi og oft eru myndirnar nær einlitar með grófri áferð og inn á milli glittir í aðra undirliti. Meira
23. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

Listin er löng en eru ekki til takmörk?

ÞEGAR H.G. Wells fjallaði um "Ódysseif" eftir James Joyce hafði hann á orði að það væri ósvífni að skrifa svona langar bækur. Um þessar mundir virðist allt kapp lagt á magn í listheiminum. Tvö hlé eru gerð í leiksýningum til að áhorfendur þrauki til loka, ganga þarf þingmannaleið til að komast gegnum listsýningar og það þykir vel sloppið ef kvikmynd er undir þremur klukkustundum. Meira
23. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 163 orð

Ljóð og djass í Gerðubergi

LJÓÐA- og djassdagskrá verður í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi á sunnudaginn kl. 16. Skáld og tónlistarmenn sem unnið hafa saman við ljóða- og djassflutning munu flytja dagskrá sem þeir hafa gert í sameiningu. Þesi hópur hefur lengi staðið fyrir dagskrám af þessu tagi og kemur nú fram með þátttöku yngra fólks. Meira
23. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 213 orð

Með sól

Þótt grúfi nótt og stjarna ei sé til sagna, mér syngja ljóssins þrestir í draumsins meið. Er dagur skín ég fullvissu þeirri fagna: ég er förunautur sólar á vesturleið. Á vorin sólin ekur um óravegi og ofurljóma stafar af hennar brá. Þótt nemi sæ við Ísland, hún blundar eigi, um óttustund hún vakir þar norður frá. Meira
23. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 544 orð

MENNING/LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST

Kjarvalsstaðir Kjartan Ólason, Philippe Richard og Guðrún Hrönn Ragnarsd. - Kjarvalssýning fram á vor. Safn Ásgríms Jónssonar Sýn. á vatnslitam. Ásgríms út mars. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Portrettsýning til 19. maí. Við Hamarinn List í símbréfaformi til 3. apríl. Meira
23. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1113 orð

Ragnheiður á Sjónþingi

Listamenn kalla Ragnheiði Jónsdóttur oft "The grand lady í grafíklistinni" sín á milli, enda er hún talin vera einn atkvæðamesti fulltrúi íslenskrar grafíklistar og fyrsti femínistinn í myndlistinni. Ragnheiður sat fyrir svörum um lífshlaup sitt og list á Sjónþingi í Gerðubergi þann 10. mars síðastliðinn. Meira
23. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1012 orð

Saga um skel

Nútíminn snýst um ímyndir, lífsstíl, stöður og titlatog. Í nafni jafnréttis og jöfnuðar má enginn skera sig úr. Útlit virðist skipta meiru en innihald, útlit eftir ströngustu kröfum tísku og markaðssetningar. Markaðssetning meðalmennsku er vænlegust til gróða. Enginn gengst við því að hafa haft rangt við í kapphlaupinu um ímyndirnar. Meira
23. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 2296 orð

Sakamannadysjar í Kópavogi

Fyrir nokkru var ágæt frásögn í Lesbók Morgunblaðsins eftir Helga M. Sigurðsson um gamalt morðmál frá 1704. Tildrög málsins voru þau að í Árbæ bjó Sigurður Arason, 26 ára gamall maður, með móður sinni á móti hjónunum Sæmundi Þórarinssyni og 44 ára gamalli konu hans Steinunni Guðmundsdóttur. Þann 22. september 1704 fannst Sæmundur látinn í Elliðaá. Meira
23. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

Skipt á sprautubrúsa og pensli

JEAN-Michel Basquiat er allur, en virðist ætla að verða eini svokallaði "graffiti-" eða veggjakrotslistamaðurinn til að halda velli eins og sýning, sem nú er haldin í Serpentine-galleríinu í London, ber vitni. Frami Basquiats var mjög skjótur á síðasta áratug. Verk hans seldust fyrir miklar fúlgur um allan heim. Meira
23. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 81 orð

Spegillinn á Akranesi

SKAGALEIKFLOKKURINN frumsýnir leikþáttinn Spegillinn eftir Fríðu Á. Sigurðardóttur í leikgerð Ásdísar Skúladóttur, sem jafnframt leikstýrir sýningunni, í dag laugardag, í veitingahúsinu Barbró kl. 16. Meira
23. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 943 orð

Stend og fell með verkum mínum

Verk Áskels Mássonar tónskálds hafa um langt skeið verið flutt á erlendum vettvangi af heimskunnum hljómsveitum og einleikurum. Sérstaklega hafa síðustu misseri verið viðburðarík og Orri Páll Ormarsson fór að finna Áskel af því tilefni. Meira
23. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 768 orð

Söngfugl að austan

Ludwig van Beethoven: Síðustu strengjakvartettarnir (Op. 127, 130, 131, 132, 133 ("Grosse Fuge") og 135). Quartetto Italiano. Philips 426 050-2. Upptaka: ADD, Sviss 1967-69. Geislaútgáfa: 1989. Lengd (4 diskar): 3.35:44. Verð: 5.999 kr. Meira
23. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

Söngvari og sagnfræðingur

IAN Bostridge gefur bráðlega út sína fyrstu bók, sem fjallar um það hvernig ríkjandi stétt beitti ásökunum um galdra til að losa sig við óæskileg öfl í þjóðfélaginu milli 1650 og 1750. Bostridge er mjög eftirsóttur og hann er upptekinn fram til ársloka 1997, en hann er bókaður til annars konar raddbeitingar en fylgir fyrirlestrahaldi. Meira
23. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 1085 orð

Tungumál deyr

TUSCARORA er eitt af tungumálum Iroquis- þjóðabandalagsins, sem sex frumbyggjaþjóðir í Kanada tilheyra. Hluti Tuscarora- þjóðarinnar býr á verndarsvæði í New York-ríki í Bandaríkjunum. Einnig býr fámennt brot þjóðarinnar í Norður-Karolínuríki, þar sem einungis örfáir einstaklingar af elstu kynslóð kunna enn móðurmál þjóðarinnar. Meira
23. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 146 orð

Tveir dansarar slasast

LOKASÝNINGU Íslenska dansflokksins á Þrenningu, sem átti að vera í gær í Íslensku óperunni, var frestað vegna þess að tveir dansaranna slösuðust á æfingu á fimmtudag. Að sögn Magnúsar Árna Skúlasonar, framkvæmdastjóra dansflokksins, taka ellefu dansarar þátt í sýningunni og er mikið álag á þeim þar sem þeir flytja þrjú verk á sýningunni sem öll gera miklar kröfur til dansaranna. Meira
23. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 58 orð

Úr verkum Laxness

"VEGNA fjölda áskorana endursýnir Leikfélag Mosfellssveitar dagskrá úr verkum Halldórs Laxness. Verkið var flutt þann 11. desember síðastliðinn í tilefni af því að 40 ár voru liðin frá því Halldór fékk Nóbelsverðlaunin. Meira
23. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | -1 orð

Valtari í Vín

BANDARÍSKI listamaðurinn Chris Burden er sagður reisa tækninni "háðslega minnisvarða". Burden, sem á áttunda áratugnum átti til að láta gefa sér rafmagnslost eða læsa sig inni í skjalaskápum, sýnir nú í Museum für angewandte Kunst í Vín. Á sýningunni er valtari, sem hangir í krana með lóðum á hinum endanum. Meira
23. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 55 orð

Vonin

Ég sé í gegnum tárin lilju sem blómstrar hún er svo fögur en einmana. Hún reynir að teygja sig í átt til sólar og veit ekki hversvegna hún lifir því bráðum fölna blóm hennar. Þau deyja hana vantar sól og vatn. Guð gefðu dögg svo hún lifi. Höfundurinn er skáldkona í Reykjavík. Meira
23. mars 1996 | Menningarblað/Lesbók | 546 orð

Örkin með óramöguleika Danir opna nýtt listasafn þessa dagana. Sigrún Davíðsdóttir heimsótti safnið og segir frá húsinu og

OPNUN nýs listasafns telst ekki til hvunndagsatburða, enda er öllu tjaldað til við opnun Arkarinnar, nýja safnsins fyrir nútímalist við ströndina í Ishøj sunnan Kaupmannahafnar. Safnið er teiknað af ungum dönskum arkitet, Søren Robert Lund og er sniðið að fjölþættri liststarfsemi, en ekki myndlist eingöngu. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.