Greinar fimmtudaginn 23. maí 1996

Forsíða

23. maí 1996 | Forsíða | 290 orð

Falsanir tryggi endurkjör Jeltsíns

KOMMÚNISTAR ítrekuðu í gær ásakanir um að rússnesk stjórnvöld hygðust falsa úrslit forsetakosningnanna sem fram eiga að fara í júní, til að tryggja endurkjör Borísar Jeltsíns. Viktor Íljúkhín, formaður öryggisnefndar rússneska þingsins, fullyrti þetta á blaðamannafundi sem hann hélt ásamt frambjóðanda kommúnista, Gennadíj Zjúganov. Meira
23. maí 1996 | Forsíða | 135 orð

Landsfundur þrátt fyrir handtökur

UTANRÍKISRÁÐHERRA Burma, Ohn Gyaw, vísaði í gær á bug öllum fréttum um að stjórnvöld í Rangoon hefðu látið handtaka um 90 liðsmenn lýðræðisafla í landinu. Þjóðarhreyfing lýðræðisins (NLD), samtök friðarverðlaunahafans Aung San Suu Kyi, hyggst halda fyrsta landsfund sinn um næstu helgi frá því að hreyfingin vann yfirburðasigur í frjálsum kosningum 1990. Meira
23. maí 1996 | Forsíða | 183 orð

OECD vill hlé á aðildarviðræðum

RÁÐHERRAR aðildarríkja Efnahags- og þróunarsamvinnustofnunarinnar (OECD) hvöttu í gær til þess að ekki yrðu tekin inn fleiri aðildarlönd um hríð. Rússar sóttu á mánudag um aðild að OECD en ráðherrarnir beindu orðum sínum þó ekki sérstaklega að þeim. Meira
23. maí 1996 | Forsíða | 204 orð

Pólítísk stórsókn vegna kúariðudeilunnar

BRETAR hófu í gær stórsókn til að kynna samstarfsþjóðum sínum í Evrópusambandinu (ESB) þá ákvörðun sína að neita að taka þátt í ákvarðanatökum sambandsins fyrr en lausn hefur fundist á kúariðudeilunni. Neyðarnefnd undir forystu Johns Majors forsætisráðherra hefur verið sett á laggirnar til að samræma aðgerðir stjórnarinnar, sem gætu haft veruleg áhrif á starfsemi ESB. Meira
23. maí 1996 | Forsíða | 63 orð

Reuter Langþráðum sigri fagnað

JUVENTUS frá Ítalíu fagnaði Evrópumeistaratitli meistaraliða í knattspyrnu í gærkvöldi eftir að hafa unnið Ajax frá Hollandi 4:2 í vítakeppni, en staðan var 1:1 að loknum framlengdum úrslitaleik í Róm. Juve endurtók þar með leikinn frá 1985 en gleðin var allt önnur og meiri í gær eins og sjá má á fyrirliðanum Gianluca Vialli með bikarinn og samherjum hans. Meira
23. maí 1996 | Forsíða | 329 orð

Vilja að ríkisstjórn Yilmaz fari frá

TANSU Ciller, fyrrverandi forsætisráðherra Tyrklands og leiðtogi annars stjórnarflokksins, Sannleiksstígsins, réðst í gær harkalega á Mesut Yilmaz forsætisráðherra og sagði hann gersamlega óhæfan leiðtoga. Nauðsynlegt væri að mynda þegar í stað meirihlutastjórn í landinu. Meira

Fréttir

23. maí 1996 | Landsbyggðin | 55 orð

10 flugvélar á Gjögri

Árneshreppi-Það var nóg að gera hjá flugvallarverðinum á Gjögurflugvelli nýlega þegar 10 kennsluflugvélar komu frá Reykjavík á leið til Akureyrar og millilentu á Gjögri. "Venjulega lenda 2 vélar á viku en það eru áætlunarvélar. Svo er náttúrulega sjúkraflug og leiguflug stundum," sagði Adolf flugvallarvörður á Gjögurflugvelli í samtali við blaðið. Meira
23. maí 1996 | Innlendar fréttir | 130 orð

5 meðmælendalistar komnir

MEÐMÆLENDALISTAR hafa borist yfirkjörstjórn í Reykjavík frá fimm manns vegna forsetakosninganna sem fram fara 29. júní næstkomandi. Framboðsfrestur rennur út á miðnætti á föstudag og ber að skila framboðum til dómsmálaráðuneytisins fyrir þann tíma. Meira
23. maí 1996 | Innlendar fréttir | 83 orð

ASÍ kemur fram fyrir hönd allra

ASÍ kemur fram fyrir hönd allra ALÞÝÐUSAMBAND Íslands, Bandalag háskólamanna, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Farmanna- og fiskimannasamband Íslands, Meira
23. maí 1996 | Innlendar fréttir | 279 orð

Ákvörðun um lokun endurskoðuð

FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hefur að höfðu samráði við Svæðisskrifstofu um málefni fatlaðra í Reykjavík, ákveðið að endurskoða fyrri ákvörðun um að loka í tvær vikur í júlí heimili fyrir fjölfötluð börn við Árland. Svæðisskrifstofan hefur fyrir nokkru ákveðið að vinna úttekt á þjónustuþörf barnanna og rekstrarstöðu heimilisins. Jafnframt mun skrifstofan veita frekari stuðning á heimilinu á næstu mánuðum. Meira
23. maí 1996 | Innlendar fréttir | 1232 orð

Bjartsýnir á góðan árangur Stjórnarformenn Íshúsfélags Ísfirðinga og Frosta eru bjartsýnir á að saman gangi með eigendum

STJÓRNIR tveggja stórra sjávarútvegsfyrirtækja við Ísafjarðardjúp, Íshúsfélags Ísfirðinga hf. á Ísafirði og Frosta hf. í Súðavík, ákváðu í gær að láta kanna hagkvæmni þess að sameina fyrirtækin. Fólu þær framkvæmdastjórum félaganna að skila drögum að samrunaáætlun innan sex vikna. Meira
23. maí 1996 | Erlendar fréttir | 1102 orð

Bretar segja Evrópusambandinu stríð á hendur

SAMBAND Breta og Evrópusambandsins hefur verið stormasamt um langt skeið. Það stefnir hins vegar allt í harðasta áreksturinn frá upphafi í kjölfar yfirlýsingar Johns Majors, forsætisráðherra Bretlands, í þinginu á þriðjudag þar sem hann lýsti því yfir að Bretar myndu ekki taka þátt í ákvörðunum á vettvangi ESB þar til lausn fyndist á kúariðumálinu. Meira
23. maí 1996 | Innlendar fréttir | 450 orð

Börnum gert sérstaklega hátt undir höfði

BÖRNUM verður gert sérstaklega hátt undir höfði í sumardagskrá Árbæjarsafnsins að þessu sinni. Sumardagskráin hefst óvenju snemma eða annan hvítasunnudag. Í henni kennir ýmissa grasa, t.d. verður boðið upp á fjórar sögugöngur í Reykjavík, tónleika og fjölbreyttar sýningar. Meira
23. maí 1996 | Innlendar fréttir | 368 orð

Dalvar og Svartur í eldlínunni í A-flokki

HVÍTASUNNUMÓT Hestamannafélagsins Fáks hefst í dag með forvali gæðinga í A- og B-flokki gæðinga. Á morgun föstudag fer fram keppni 20 úrvals gæðinga og ræðst í þeirri keppni hvaða hestar og knapar mæta fyrir hönd félagsins á fjórðungsmót sunnlenskra hestamanna í júlí en Fákur má senda fjórtán hesta í hvorn flokk. Meira
23. maí 1996 | Innlendar fréttir | 252 orð

Doktor í jöklafræði

ÞORSTEINN Þorsteinsson varði 29. mars sl. doktorsritgerð í jöklafræði við Háskólann í Bremen, Þýskalandi. Hann hefur unnið að ritgerðinni við Alfred Wegener stofnunina í Bremerhaven þar sem stundaðar eru margvíslegar rannsóknir á heimskautasvæðum jarðar. Meira
23. maí 1996 | Landsbyggðin | 142 orð

Ferðaþjónustubraut við ME

Egilsstöðum-Ferðaþjónustubraut Menntaskólans á Egilsstöðum og Ferðamálafélagið Forskot stóðu fyrir fundi nýlega um ferðamál. Þar kynntu nemendur og kennarar ferðaþjónustubrautarinnar námið og þau verkefni sem unnin hafa verið í vetur en þetta er fyrsti kennsluveturinn. Meira
23. maí 1996 | Akureyri og nágrenni | 1019 orð

Fjárfest í fullkominni færanlegri steypustöð

FYRIRTÆKIÐ Arnarfell hf. hefur verið nokkuð fyrirferðarmikið í verktakavinnu víðs vegar um landið síðustu ár. Arnarfell, sem er fjölskyldufyrirtæki, var stofnað í Skagafirði fyrir tæpum 10 árum en flutti lögheimili sitt til Akureyrar um áramótin 1991-'92. Eigendur þess eru fjórir bræður frá Ytri- Brekku II í Akrahreppi í Skagafirði og faðir þeirra og starfa þeir allir hjá fyrirtækinu. Meira
23. maí 1996 | Erlendar fréttir | 139 orð

Fjöldamorð á Tútsum

ÁRÁSARMENN, sem ekki eru vituð nánari deili á, myrtu um 100 manns af þjóðerni Tútsa frá Rúanda sem búa í austurhéruðum Zaire. Um 3.000 Tútsar að auki hafa verið umkringdir í tveim þorpum, að sögn fulltrúa alþjóðlegra hjálparstofnana í gær. Morðin voru framin fyrir 10 dögum. Meira
23. maí 1996 | Innlendar fréttir | 86 orð

Fjölmenni á ráðstefnu AA

AA-SAMTÖKIN á Íslandi héldu 17. landsþjónusturáðstefnu sína laugardaginn 18. maí sl. á Hótel Selfossi. Ráðstefnuna sóttu 97 fulltrúar úr öllum landshlutum en starfandi AA-deildir eru nú 256 og tíu íslenskumælandi erlendis. Landsþjónustunefnd AA-samtakanna er skipuð níu alkóhólistum og þremur sem eru það ekki. Meira
23. maí 1996 | Innlendar fréttir | 124 orð

Fjölmennt í fangageymslum

FIMMTÁN manns gistu fangageymslur lögreglu aðfaranótt miðvikudags, þar af sjö sem færa átti til yfirheyrslu. Þykir það óvenjulegt í miðri viku, að sögn lögreglu. Tveir menn voru teknir eftir að hafa brotist inn í bílskúr og fundust verkfæri í fórum þeirra. Meira
23. maí 1996 | Innlendar fréttir | 180 orð

Flugtak með yngstu flugvélina

FYRIR skömmu tók Flugskólinn Flugtak í notkun nýja flugvél af gerðinni Socata TB-20 Trinidad og er þessi vél jafnframt sú yngsta í íslenska flugflotanum. Flugvélinni, sem er aðeins eins árs gömul, hafði einungis verið flogið í 20 stundir á vegum framleiðandans áður en hún kom hingað til lands. Meira
23. maí 1996 | Innlendar fréttir | 75 orð

Fundur með frambjóðendum

FÉLAG stjórnmálafræðinga stendur fyrir framboðsfundi með forsetaframbjóðendum föstudaginn 24. maí nk., sama dag og framboðsfrestur rennur út. Þetta er annar fundurinn í fundaröð þriggja funda sem félagið stendur fyrir um forsetakosningarnar. Meira
23. maí 1996 | Innlendar fréttir | 157 orð

Fyrirlestur um eyrnasuð endurtekinn

FÉLAGIÐ Heyrnarhjálp stóð í fyrrakvöld fyrir fyrirlestri um eyrnasuð/Tinnitus í Norræna húsinu. Til fundarins mættu yfir 100 manns og yfirfylltist salur Norræna hússins og varð fjöldi manns frá að hverfa. Meira
23. maí 1996 | Innlendar fréttir | 66 orð

Fyrsti lax sumarsins

FYRSTU laxar sumarsins er komnir í verslun Nóatúns í Austurveri og er laxinn nú um hálfum mánuði fyrr á ferðinni en í fyrra. Að sögn Jóns Þ. Jónssonar verslunarstjóra er um að ræða tvo laxa, 9 og 10 punda, sem veiddust í sjávarlagnir við Borgarnes. Sagðist Jón vonast til þess að geta boðið upp á meira magn af Borgarfjarðarlaxi á næstu dögum. Meira
23. maí 1996 | Innlendar fréttir | 386 orð

Grétar Þorsteinsson kjörinn forseti ASÍ

GRÉTAR Þorsteinsson, formaður Samiðnar, var kjörinn forseti Alþýðusambands Íslands á þingi þess í gær. Hann fékk 76% atkvæða, en Eiríkur Stefánsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Fáskrúðsfjarðar, fékk 24% atkvæða. Hervar Gunnarsson féll frá forsetaframboði sínu og var kjörinn 1. varaforseti og Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, sem verið hefur 1. varaforseti ASÍ, var kjörin 2. varaforseti. Meira
23. maí 1996 | Innlendar fréttir | 203 orð

Háskólafyrirlestur um táknmál heyrnarlausra

CAROL Neidle og Dawn MacLaughlin frá Bostonháskóla í Bandaríkjunum flytja opinberan fyrirlestur á vegum heimspekideildar Háskóla Íslands í dag, fimmtudaginn 23. maí, um táknmál heyrnarlausra. Fyrirlesturinn hefst kl. 17.15 í stofu 101 í Lögbergi. Meira
23. maí 1996 | Innlendar fréttir | 232 orð

Heimilt að flytja inn svínaog fuglakjöt

LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTIÐ hefur auglýst tollkvóta vegna innflutnings á samtals 74 tonnum af ósoðnu svína-, og alifuglakjöti með lágmarkstollum og má búast við að kjötið verði komið á markað í lok júní. Um er að ræða 3-5% af árlegri heildarneyslu Íslendinga á þessum kjöttegundum. Meira
23. maí 1996 | Innlendar fréttir | 99 orð

Helgi vann Margeir

FYRSTA umferð í landsliðsflokki á Skákþingi Íslands var tefld í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ í gærkvöldi. Flestir af bestu skákmönnum landsins eru keppendur og eru meðalstig keppenda 2.386 skákstig. Alls verða tefldar 11 umferðir og þarf sjö vinninga til að ná áfanga að alþjóðlegum meistaratitli. Meira
23. maí 1996 | Landsbyggðin | 105 orð

Hreyfing og útivist

Grundarfirði-Heilsuviku er nýlokið í Grundarfirði. Lögð var megináhersla á holla hreyfingu og útivist. Sjúkraþjálfari var fenginn til að koma á vinnustaði og leiðbeina um réttar starfsstellingar. Meira
23. maí 1996 | Innlendar fréttir | 269 orð

Hvítasunnumenn kaupa Tívolíhúsið

ÞEIR sem leið eiga fram hjá Hveragerði þessa dagana, komast ekki hjá því að taka eftir því að verið er að rífa allt syðra hús Tívolísins sem í nokkur ár hefur sett mikinn svip á bæinn. Það er Hvítasunnusöfnuðurinn á Íslandi sem hefur fest kaup á syðri hluta hússins. Tívolíhúsið, sem er í eigu Hveragerðisbæjar, er 6.000 fm að flatarmáli en syðri hluti þess er um 3.000 fm. Meira
23. maí 1996 | Smáfréttir | 25 orð

ÍSLAND og Kúvæt ákváðu 26. apríl að stofan til stjórnmálasambands og

ÍSLAND og Kúvæt ákváðu 26. apríl að stofan til stjórnmálasambands og að skiptast á sendiherrum. Yfirlýsing þar að lútandi var undirrituð af sendiherrum ríkjanna á Stokkhólmi. Meira
23. maí 1996 | Innlendar fréttir | 92 orð

Jón Baldvin heiðursborgari Vilnius

ROMUALDAS Sikorskis, borgarstjóri Vilnius, höfuðborg Litháen, hefur fyrir hönd borgarstjórnarinnar boðið Jóni Baldvini Hannibalssyni alþingismanni og Bryndísi Schram í vikuheimsókn til Litháen. Borgarstjórn hefur samþykkt að tilnefna Jón Baldvin sem heiðursborgara Vilnius og fer athöfnin fram í Ráðhúsi borgarinnar föstudaginn 24. maí nk. Í bréfi borgarstjóra segir m.a. Meira
23. maí 1996 | Landsbyggðin | 104 orð

Kirkjudagur aldraðra á Húsavík

Húsavík-Kirkjudagur aldraðra var hátíðlega haldinn á Húsavík á uppstigningardag með messu í Húsavíkurkirkju kl. 14. Sóknarpresturinn, Sighvatur Karlsson, predikaði og þjónaði fyrir altari en Kór aldraðra annaðist allan söng með undirleik organista kórsins, Bjargar Friðriksdóttir. Meira
23. maí 1996 | Miðopna | 1350 orð

Krafist verður umtalsverðra kjarabóta

ÉG MUN reyna að gera mitt besta í þeim vandasömu og erfiðu verkefnum sem blasa við okkur í framhaldi af þessu þingi. En því aðeins náum við árangri að við tökum öll þátt í því og sameinumst um að vinna þessi verk. Meira
23. maí 1996 | Innlendar fréttir | 332 orð

Kvótar séu óframseljanlegir

SJÓMANNASAMBAND Íslands gagnrýnir harðlega að gert er ráð fyrir framseljanlegum kvótum í frumvarpi til laga um fiskveiðar utan efnahagslögsögunnar sem nú er fyrir sjávarútvegsnefnd Alþingis. Meira
23. maí 1996 | Innlendar fréttir | 45 orð

Laust prestsembætti

BISKUP Íslands hefur auglýst embætti héraðsprests í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra laust til umsóknar. Sr. Ingólfur Guðmundsson sem gegnt hefur því starfi hefur beðist lausnar frá og með 1. júlí nk. Umsóknarfrestur er til 18. júní. Umsóknum skal skila til biskups Íslands, Laugavegi 31, Reykjavík. Meira
23. maí 1996 | Landsbyggðin | 94 orð

Leirbrennsluofn gefinn í Hulduhlíð

Eskifirði-Kvenfélagið Döggin á Eskifirði gaf nýlega félagsstarfi aldraðra í Hulduhlíð leirbrennsluofn sem einnig nýtist til félagsstarfs aldraðra á Eskifirði. Við að fá þennan leirbrennsluofn eykst fjölbreytni í starfinu sem er mjög mikið fyrir. T.d. Meira
23. maí 1996 | Miðopna | 1353 orð

Leynifundur á heimili Halldórs breytti atburðarásinni Rafmagnað andrúmsloft var á þingi ASÍ vegna kjörs forseta og varaforseta

Rafmagnað andrúmsloft var á þingi ASÍ vegna kjörs forseta og varaforseta fyrir hádegi í gær. Ekkert samkomulag lá þá fyrir í kjörnefnd og stefndi í alvarleg kosningaátök. Um hádegi gáfu Hervar Gunnarsson og stuðningsmenn hans í VMSÍ eftir og féllust nauðugir á að hann drægi framboð sitt til baka og tæki við stöðu 1. varaforseta. Meira
23. maí 1996 | Smáfréttir | 65 orð

LJÓSASÝNINGU í öllum Borgarljóskeðjuverslunum

LJÓSASÝNINGU í öllum Borgarljóskeðjuverslunum lauk fyrir nokkru. Fjöldi fólks lagði leið sína á sýninguna og voru eftirfarandi nöfn gesta dregin út og unnu þeir 10 þúsund króna vöruúttekt hver. Meira
23. maí 1996 | Erlendar fréttir | 93 orð

Mandela í Þýskalandi

NELSON Mandela, forseti Suður-Afríku, ávarpaði í gær þing Þýskalands í Bonn, þar sem hann er í opinberri heimsókn. Notaði hann tækifærið til að hvetja til þess að Suður-Afríku yrði veitt aðstoð í líkingu við Marshall-áætlunina, til að ýta undir efnahagsumbætur. Vísaði hann til mikilvægis áætlunarinnar fyrir uppbyggingu Vestur- Þýskalands í kjölfar heimsstyrjaldarinnar síðari. Meira
23. maí 1996 | Innlendar fréttir | 142 orð

Manni sleppt eftir yfirheyrslu

KVEIKT var í á þremur stöðum í miðbæ Reykjavíkur með nokkurra mínútna millibili í fyrrinótt. Lögreglan veitti manni eftirför sem sást til í miðbænum um svipað leyti og var hann færður til yfirheyrslu. Manninum var síðan sleppt seinni partinn í gær. Meira
23. maí 1996 | Innlendar fréttir | 683 orð

Markmiðið að gera góðan bæ betri

Sigurður Björnsson rekstrarfræðingur frá Ólafsfirði hefur verið ráðinn markaðsfulltrúi Kópavogsbæjar. Er þetta nýtt starf hjá atvinnumálanefnd bæjarins og tók Sigurður til starfa í byrjun mánaðarins. Meira
23. maí 1996 | Akureyri og nágrenni | 50 orð

MESSUR

LAUFÁSPRESTAKALL: Hátíðarguðsþjónusta í Svalbarðskirkju á hvítasunnudag kl. 14. Fermingarguðsþjónusta í Grenivíkurkirkju á hvítasunnudag kl. 11. Fermd verða: Bára Eyfjörð Jónsdóttir, Höfðagötu 12, Jóhann Stefánsson, Ægissíðu 34, Lísbet Patrisía Gísladóttir, Melgötu 8, Lovísa Gylfadóttir, Miðgörðum 6, Sigurbjörn Þór Jakobsson, Stórasvæði 3, Meira
23. maí 1996 | Innlendar fréttir | 141 orð

Mikið tjón í eldsvoða

ELDUR kom upp í íbúð á neðri hæð hússins við Túngötu 18 í Eyjum í gærmorgun. Slökkviliðið var kallað út laust eftir klukkan níu en þá hafði vegfarandi, sem leið átti um götuna, orðið var við reyk frá húsinu. Meira
23. maí 1996 | Smáfréttir | 84 orð

NÁTTÚRULÆKNINGAFÉLAG Reykjavíkur stendur fyrir námskeiði í matreiðslu

NÁTTÚRULÆKNINGAFÉLAG Reykjavíkur stendur fyrir námskeiði í matreiðslu, meðferð og geymslu á baunum, korni og framandi grænmeti þriðjudaginn 28. maí frá kl. 14­19 í Matreiðsluskólanum Okkar, Bæjarhrauni 16. Leiðbeinandi er Gunnhildur Emilsdóttir á Næstu grösum og í fyrri hluta námskeiðsins er fyrirlestur og sýnikennsla um meðhöndlun á baunum og korni. Meira
23. maí 1996 | Erlendar fréttir | 444 orð

Netanyahu á hælum Peresar

BENJAMIN Netanyahu, leiðtogi Likud-bandalagsins, er nú á hælum Shimon Peres, forsætisráðherra Ísraels, samkvæmt skoðanakönnunum sem flokkur hans lét gera. Netanyahu var ekki seinn á sér að lýsa því yfir að hann hefði náð forystu á Peres, sem er leiðtogi Verkamannaflokksins, en þeir sem gert hafa skoðanakannanirnar segja það fullmikið sagt, þó að ljóst sé að afar mjótt sé á mununum. Meira
23. maí 1996 | Landsbyggðin | 275 orð

Norðlenskar konur þinga

Þórshöfn- Samband norðlenskra kvenna hélt aðalfund sinn í blíðskaparveðri hér á Þórshöfn. Þessi árlegi fundur er haldinn hjá kvenfélagasamböndunum til skiptis og að þessu sinni var hann haldinn í boði kvenfélagasambands N-Þingeyjarsýslu í félagsheimilinu Þórsveri en gestgjafar voru Kvenfélagið Hvöt í Þórshafnarhreppi og Kvenfélag Þistilfjarðar. Meira
23. maí 1996 | Innlendar fréttir | 350 orð

Nýjar hugmynd ir til skoðunar

Á FUNDI Ólafs Egilssonar, sendiherra Íslendinga í Tyrklandi, með utanríkisráðherra Tyrklands hét tyrkneski ráðherrann því að leggja sitt að mörkum til þess að forræðismál Sophiu Hansen í Tyrklandi fengi farsæla lausn. Í viðræðunum kom fram að sá seinagangur sem verið hefði á málinu samræmdist ekki ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu. Meira
23. maí 1996 | Landsbyggðin | 95 orð

Næturvakt í Stykkishólmi

Stykkishólmi-Nýtt fyrirtæki, sem heitir Vaktþjónustan Vökustaur, hefur hafið starfsemi sína hér í Stykkishólmi. Stofnandi fyrirtækisins er Hrafnkell Alexandersson og er tilgangurinn að bjóða næturvöktun í Stykkishólmi. Hrafnkell tekur að sér að vakta byggingar og aðrar eigur fyrirtækja, báta í höfninni og eins hús ef eigendur fara burtu til lengri eða skemmri dvalar. Meira
23. maí 1996 | Innlendar fréttir | 556 orð

Óánægja með hugmynd um tilfærslu bekkja milli hverfa

FORELDRAR barna í Hvassaleitisskóla mótmæltu því harðlega sl. þriðjudag, á hugarflugsfundi með Skólamálaráði og öðrum starfsmönnum borgarinnar, að nemendur elstu bekkja skólans yrðu færðir yfir í Réttarholtsskóla, eins og ein af hugmyndum vinnuhóps arkitekta á vegum Skólamálaráðs um "rýmisáætlun grunnskóla" hljóðar. Meira
23. maí 1996 | Innlendar fréttir | 970 orð

Óblíð náttúruöflin stæla íbúana og auka þeim kraft Lögmaður Færeyja og fylgdarlið fór í heimsókn til Vestfjarða í gær.

EDMUND Joensen, lögmaður Færeyja, lýsti yfir mikilli aðdáun sinni á dug og kjarki Flateyringa og Súðvíkinga, þegar hann heimsótti þorpin tvö í gær. Hann sagði að óblíð náttúruöflin, sem valdið hefðu svo miklum hörmungum, stæltu einnig íbúana og ykju þeim kraft, Meira
23. maí 1996 | Akureyri og nágrenni | 314 orð

Óvenju stór ár gangur að hefja skólagöngu

ÓVENJU stór árgangur barna mun hefja nám í 1. bekk í grunnskólum Akureyrar næsta haust, eða alls um 290 börn. Ingólfur Ármannsson, skóla- og menningarfulltrúi Akureyrarbæjar, segir að það hafi gerst áður að jafnstórir árgangar hefji nám en meðalfjöldi í hvejum árgangi í grunnskólum bæjarins í dag er um 230-240 börn. Meira
23. maí 1996 | Innlendar fréttir | 145 orð

Rennvotur flugdagur

FLUGDAGUR var haldinn í kalsaveðri á Reykjavíkurflugvelli síðastliðinn laugardag í samvinnu Flugmálafélags Íslands og Flugmálastjórnar. Boðið var upp á ýmislegt til skemmtunar viðstöddum, svo sem listflug, svifflug, fisflug, svifflugtog, módelflug og fallhlífastökk. Kristján Árnason flugvélaverkfræðingur sýndi vélina Arnason JFP 2S-8 sem verið hefur í smíðum frá 1987. Meira
23. maí 1996 | Innlendar fréttir | 328 orð

Rússnesk stúlka dúx á verslunarprófi

RÚSSNESKA stúlkan Evgenía Nikolajevna Ignatíeva, nemandi við Verslunarskóla Íslands, hlaut 9,37 í aðaleinkunn og er þar með dúx í sínum árgangi í dag. Þorvarður Elíasson skólastjóri segir að enginn útlendingur hafi náð svo góðum árangri við skólann áður. Evgenía, sem hefur búið á Íslandi í fimm ár, er meðal annars dúx í íslensku. Meira
23. maí 1996 | Innlendar fréttir | 213 orð

Rætt um að sameina Íshúsfélagið og Frosta

STJÓRNIR tveggja útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækja við Ísafjarðardjúp, Íshúsfélags Ísfirðinga og Frosta hf. í Súðavík, hafa ákveðið að láta kanna hagkvæmni sameiningar fyrirtækjanna. Forráðamenn félaganna eru bjartsýnir á að viðræðurnar leiði til jákvæðrar niðurstöðu og að félögin sameinist í sumar. Samkomulag það sem stjórnir félaganna gengu frá í gær á sér stuttan aðdraganda. Meira
23. maí 1996 | Akureyri og nágrenni | 41 orð

Síðustu sýningar á Nönnu systur

SÍÐUSTU sýningar á gamanleiknum Nanna systir eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson verða í Samkomuhúsinu á Akureyri um helgina. Sýnt verður á föstudagskvöld, 24. maí og laugardagskvöldið 25. maí, en nær fjögur þúsund manns séð sýningarnar. Meira
23. maí 1996 | Innlendar fréttir | 68 orð

Sjö úrlausnir týndar

SJÖ úrlausnir nemenda við Grunnskóla Raufarhafnar í samræmdu prófi í íslensku hafa ekki skilað sér til yfirferðar. Menntamálaráðuneytinu hefur borist bréf frá Rannsóknastofnun uppeldis og menntamála þar sem vakin er athygli á því að úrlausnirnar vanti og er málið í athugun hjá ráðuneytinu, að sögn Stefáns Baldurssonar, skrifstofustjóra á skrifstofu menntamála og vísinda. Meira
23. maí 1996 | Innlendar fréttir | 158 orð

Skógargöngur á höfuðborgarsvæðinu

FYRSTI skógargöngudagurinn á höfuðborgarsvæðinu verður í dag, fimmtudaginn 23. maí. Þetta er einn af 12 göngudögum sem efnt verður til nú í sumar þar sem almenningi verður gefinn kostur á að kynnast skóglendum í og við þéttbýli. Meira
23. maí 1996 | Landsbyggðin | 245 orð

Snjótroðaradeilan í Fljótum leyst

TRAUSTI Sveinsson, bóndi á Bjarnargili í Fljótum, festi kaup á snjótroðara í vetur og voru deilur uppi um það hvort peningarnir, sem notaðir voru í kaupin, hefðu verið eign Ungmennafélags Fljótamanna eða skíðadeildarinnar. Meira
23. maí 1996 | Smáfréttir | 45 orð

SNYRTISTOFA Ólafar Ingólfsdóttur sem áður var í samstarfi við Hár og

SNYRTISTOFA Ólafar Ingólfsdóttur sem áður var í samstarfi við Hár og snyrtingu, Hverfisgötu 105, er flutt að Gljúfraseli 8. Ólöf er snyrti- og förðunarmeistari og býður upp á alla almenna snyrtiþjónustu. Unnið er með Guino 7 kremum, rafmagnsháreyðingu frá Sylvia Lewis og akrýlneglur frá Tommy Taylor. Meira
23. maí 1996 | Innlendar fréttir | 162 orð

Sparisjóðirnir lána til skipakaupa

VINNSLUSTÖÐIN hf. í Vestmannaeyjum hefur gert kaupleigusamning að fjárhæð um 600 milljónir króna við sparisjóðina, Sparisjóðabanka Íslands og SP-fjármögnun hf. vegna nótaveiðiskipsins Sighvats Bjarnasonar sem keypt var frá Noregi og kom til landsins 3. maí síðastliðinn. Fjárhæðin stendur undir öllum kostnaði við kaupin á skipinu og er aflahlutdeild þess innifalin í verðinu. Meira
23. maí 1996 | Innlendar fréttir | 633 orð

Talsverðar breytingar eru boðaðar

Talsverðar breytingar verða að öllum líkindum gerðar á frumvarpi um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins við þriðju og síðustu umræðu um frumvarpið. Frumvarpið um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna er nú til meðferðar hjá efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis og verður væntanlega afgreitt þaðan út í dag. Meira
23. maí 1996 | Innlendar fréttir | 179 orð

Tillaga kjörnefndar um miðstjórn ASÍ samþykkt

TILLAGA kjörnefndar í kjöri til miðstjórnar var samþykkt á þingi ASÍ í gær. Tillögur komu fram um fimm menn til viðbótar við tillögu kjörnefndar, en þeir voru allir nokkuð langt frá því að ná kjöri. Meira
23. maí 1996 | Miðopna | 132 orð

Tillaga um aðildarkönnun felld

FULLTRÚAR á þingi ASÍ felldu tillögu um að skora á ríkisstjórn Íslands að hefja athugun á kostum og göllum aðildarumsóknar að Evrópusambandinu. 129 studdu tillöguna en 184 voru henni andvígir. Hafnkell A. Meira
23. maí 1996 | Miðopna | 137 orð

Tillaga um skattbreytingar felld

UMDEILD tillaga miðstjórnar ASÍ um fyrirkomulag skattgreiðslna til sambandsins, sem gerði ráð fyrir að teknar verði upp hlutfallsgreiðslur í stað höfðatöluskatts, var felld á þinginu í gær eftir miklar umræður. Samþykkt var að kjörnefnd geri tillögu um skipan nefndar til að skoða núverandi fyrirkomulag skattgreiðslna. Meira
23. maí 1996 | Erlendar fréttir | 129 orð

Tsjetsjenar fella 40 Rússa

FJÖRUTÍU rússneskir hermenn féllu í gær þegar tsjetsjenskir skæruliðar gerðu árás á varnarlínur þeirra skammt frá þorpinu Bamut í Tsjetsjníju, að því er fréttastofan Interfax hafði eftir heimildarmanni í rússneska hernum. Meira
23. maí 1996 | Akureyri og nágrenni | 79 orð

Tvö innbrot upplýst

TVÖ innbrot sem framin voru aðfaranótt síðastliðins þriðjudags hafa verið upplýst. Annars vegar var brotist inn í félagsmiðstöðina Dynheima og þaðan stolið myndbandstæki og sælgæti og hins var var farið inn í Lundarskóla, þar var litlu stolið en skemmdir unnar. Tveir piltar, 15 og 16 ára auk tveggja vitorðsmanna, hafa viðurkennt innbrotin við yfirheyrslur. Meira
23. maí 1996 | Akureyri og nágrenni | 344 orð

Umferðarátak á Norðurlandi í sumar

VEGFARENDUR á Norðurlandi mega eiga von á því að sjá meira af lögreglubílum á vegum nú um hvítasunnuhelgina en endranær, en þá hefst norðlenskt umferðarátak sem stendur yfir í allt sumar. Hvítasunnuhelgin er fyrsta ferðahelgi ársins og má búast við að fjöldi ferðalanga verði á vegum úti. Meira
23. maí 1996 | Innlendar fréttir | 454 orð

Úreldingarréttur seldur á 90 þús. kr. á rúmmetra

SKIPASMÍÐASTÖÐIN hf. á Ísafirði hefur átt í viðræðum við útgerð rækjubáts um að smíða nýjan 15 metra langan rækjubát. Gæti þetta orðið fyrsti nýsmíðasamningurinn sem innlend skipasmíðastöð hefur gert í nokkur ár en málið er nú í hættu vegna þess hvað erfitt er að fá keypta viðbótarúreldingu og hvað verðið á henni er orðið hátt. Meira
23. maí 1996 | Innlendar fréttir | 53 orð

Valt með vikurfarm

FLUTNINGABÍLL með vikurhlass valt í Þorlákshöfn í gærmorgun og skemmdist talsvert að sögn lögreglu. Verið var að sturta vikurfarmi af bílnum við húsnæði Jarðefnaiðnaðar hf. á Nesbraut þegar hann valt. Bíllinn skemmdist þónokkuð en engin slys urðu á fólki. Segir lögreglan að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Meira
23. maí 1996 | Innlendar fréttir | 509 orð

Veður hefur tafið uppgöngu

"ÉG HORFI á Sisha Pangma út um tjaldið," sagði Ari Trausi Guðmundsson, þar sem hann var staddur í grunnbúðunum í 5.700 metra hæð við rætur fjallsins. Ari er í hópi 14 fjallgöngumanna og þriggja annarra hópa fjallgöngumanna, sem ætla á næstu þremur vikum að freista þess að komast á hæsta tind Sisha Pangma í Tíbet en hann er í 8.036 metra hæð. Meira
23. maí 1996 | Erlendar fréttir | 456 orð

"Venjuleg fjölskylda sem lifði hefðbundnu lífi"

GLÆPAFORINGINN ítalski, Giovanni Brusca, var að horfa á heimildarmynd um manninn sem hann er sakaður um að hafa myrt er hann var handtekinn í fylgsni sínu á mánudag. Lögreglan á Ítalíu undirbjó handtöku hans vandlega og mikil vinna hafði verið lögð í að hafa upp á Brusca, arftaka mafíuforingjans illræmda Salvatore "Toto" Riina. Meira
23. maí 1996 | Erlendar fréttir | 263 orð

Verkfalli lýkur í Noregi

10 DAGA verkfalli norskra vélaverkfræðinga lauk með nýju launasamkomulagi í gær, en atvinnurekendur lýstu yfir áhyggjum af því að vinnustöðvunin hefði verið dýrkeypt og gæti svipt útflutningsatvinnuvegi trausti. Loka þurfti flestum skipasmíðastöðvum vegna verkfallsins, sem einnig kom í veg fyrir að bílapartar bærust til framleiðenda í Evrópu og hafði áhrif á olíuframleiðslu. Meira
23. maí 1996 | Innlendar fréttir | -1 orð

Vestfjarðagöngin lokuð

NÚ hefur Vestfjarðagöngum verið lokað til hausts vegna malbiksframkvæmda. Ökumenn þurfa í sumar að leggja á brattann og keyra Breiðadalsheiði en hún hefur ekki alltaf þótt árennileg heiðin sú er snjóa hefur leyst enda í 600 metra hæð yfir sjávarmáli. Meira
23. maí 1996 | Erlendar fréttir | 337 orð

Vesturlönd svíkja gefin loforð

MÍKHAÍL S. Gorbatsjov, síðasti Sovétleiðtoginn, segir að ríki Vesturlanda hafi svikið gefin loforð með yfirlýsingum um að stækka beri Atlantshafsbandalagið, NATO, til austurs. Þetta kemur fram í viðtali sem birtist í nýjasta hefti þýska vikuritsins Stern en blaðið kemur út í dag, fimmtudag. Meira
23. maí 1996 | Innlendar fréttir | 139 orð

Viðamikil kynning á yfirfærslu grunnskólans

Á VEGUM sambands íslenskra sveitarfélaga og landshlutasamtaka sveitarfélaganna er að hefjast viðamikil kynning á yfirfærslu alls grunnskólakostnaðarins frá ríki til sveitarfélaga. Haldnar verða tveggja daga kynningar og námskeið á sjö stöðum. Kynningin byrjar á opnum kynningarfundi að kvöldi. Meira
23. maí 1996 | Landsbyggðin | 146 orð

Vor í rjóðri

Vopnafirði-Það er búsældarlegt um að lítast á Fremra-Nýpi í Vopnafirði þar sem þau búa hjónin Hólmfríður Kristmannsdóttir og Guðmundur Wium Stefánsson. Þau hófu trjárækt á jörð sinni fyrir fjórtán árum og hefur jörðin tekið ótrúlegum stakkaskiptum á þessum tíma. Þau hjónin rækta bæði sumarblóm og grænmeti þrátt fyrir að enginn jarðhiti sé þar í jörðu. Meira
23. maí 1996 | Innlendar fréttir | 209 orð

Þorsteinn heiðursfélagi

Á FYRSTA aðalfundi Samtaka forstöðumanna sundstaða á Íslandi var samþykkt einróma að gera Þorstein Einarsson, fyrrverandi íþróttafulltrúa ríkisins, að heiðursfélaga Samtakanna. Þorsteinn Einarsson hefur allt frá því hann tók við starfi íþróttafulltrúa ríkisins árið 1939, haft mikinn áhuga á sundíþróttinni og byggingu og viðhaldi sundlauga. Meira
23. maí 1996 | Landsbyggðin | 208 orð

Þrír heiðursfélagar í kvenfélaginu

Skagaströnd-Kvenfélagið Eining gerði þrjá félaga, sem starfað hafa með félaginu mjög lengi, að heiðursfélögum í kaffisamsæti á Hótel Dagsbrún 4. maí sl. Nokkur fjölgun hefur orðið í félaginu að undanförnu en það verður 69 ára á þessu ári. Það er árviss atburður hjá kvenfélagskonum að ljúka vetrarstarfinu með því að drekka saman kaffi. Meira

Ritstjórnargreinar

23. maí 1996 | Leiðarar | 650 orð

HEIMSÓKN FÆREYSKRA VINA DMUND Joensen, lögmaður Færeyja, k

HEIMSÓKN FÆREYSKRA VINA DMUND Joensen, lögmaður Færeyja, kom í þriggja daga opinbera heimsókn til Íslands í gær ásamt nokkurra manna föruneyti. Það er Íslendingum ávallt ánægjuefni að bjóða færeyska gesti velkomna. Færeyingar eru nánasta frændþjóð okkar. Meira
23. maí 1996 | Staksteinar | 288 orð

»Varanlegt heilsutjón af fíkniefnum HUNDRUÐ Íslendinga sitja eftir með varan

HUNDRUÐ Íslendinga sitja eftir með varanlegt heilsutjón vegna ávana- og fíkniefnaneyzlu síðustu tíu ára. Þetta kemur m.a. fram í skýrslu forsætisráðherra til Alþingis um útbreiðslu fíkniefna og þróun ofbeldis. 1.600 til SÁÁ 1994 Meira

Menning

23. maí 1996 | Menningarlíf | 117 orð

150 í prufur vegna Stone Free

150 MANNS komu til viðtals vegna aukahlutverka í nýjasta leikverki breska leikskáldsins Jims Cartwright, Stone Free, sem heimsfrumsýning verður á í Borgarleikhúsinu 12. júlí. Á myndinni sjást þeir Breki Karlsson, framkvæmdastjóri sýningarinnar, og Magnús Geir Þórðarson, leikstjóri, ræða við umsækjanda en einnig var verið að ráða til starfa ljósamenn og aðra tæknimenn. Meira
23. maí 1996 | Fólk í fréttum | 77 orð

5 ára meistari í dorgveiði

STEFÁN Geir Sigfússon 5 ára gerði sér lítið fyrir og sigraði í Reykjavíkurmótinu í dorgveiði sem fór fram í vetur, en verðlaun voru afhent við Reynisvatn fyrir skömmu. Stefán veiddi stærsta lax sem veiddur hefur verið í Reynisvatni, 22 punda hæng. Hér sjáum við hann taka á móti bikarnum, en frá vinstri á myndinni eru Hinrik G. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 153 orð

8. stigs tónleikar Söngskólans

SJÖ af nemendum Söngskólans í Reykljavík tóku í vetur 8. stigs próf í einsöng, lokapróf úr almennri deild skólans. Lokaáfangi prófsins eru einsöngstónleikar sem verða fimmtudaginn 16. maí, uppstigningardag, í Íslensku óperunni. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 268 orð

Afmælisbragur á Hljómskálakvintettinum

HLJÓMSKÁlAKVINTETTINN er tuttugu ára gamall um þessar mundir og hyggjast félagar í honum halda upp á afmælið með tónleikum í Listasafni Íslands þann 15. maí næstkomandi kl. 20. Auk kvintettsins koma fram á tónleikunum tveir af stofnendum hans, Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 66 orð

Agatha sýnir í Nesbúð

NÚ stendur yfir sýning Agöthu Kristjánsdóttir að Nesbúð á Nesjavöllum. Sýningin er opin alla virka daga og um helgar. Agatha hefur aflað sér þekkingar í gegnum sjálfsnám og sótt námskeið hjá Tómstundaskólanum, Námsflokkum Reykjavíkur og Kópavogs svo og Myndmenntaskóla Rýmis 1992. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 138 orð

Alþjóðlegi jazzdagurinn

25. MAÍ næstkomandi verður Alþjóðlegi jassdagurinn haldinn hátíðlega í 6. sinni. Þetta er í fyrsta skipti sem Íslendingar taka þátt í hátíðahöldunum en jazzhátíðin í Vestmannaeyjum, Dagar lita og tóna, helgar jazzdeginum tónleika sína þetta kvöld. Meira
23. maí 1996 | Myndlist | 580 orð

Augun - spegill sálarinnar

Samsýning. Opið kl.10-19 virka daga og kl. 12-18 um helgar til 24. maí. Aðgangur ókeypis. EITT af þeim stóru verkefnum sem unnin hafa verið í tengslum við Kaupmannahöfn sem menningarborg Evrópu 1996 er nú að hluta komið hingað til Íslands sem sýning í Ráðhúsi Reykjavíkur á sjálfsmyndum norrænna barna. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 735 orð

Á elleftu stundu

TVEIR EINLEIKIR verða frumsýndir í Kaffileikhúsinu á miðvikudaginn, 15. maí, undir heitinu Á elleftu stundu. Sýningin er liður í einleikjaröð Kaffileikhússins þar sem ungir leikarar flytja einleiki í leikstjórn þekktra og reyndra leikstjóra. Meira
23. maí 1996 | Tónlist | 527 orð

"Á leiðinni út í lönd"

Kvennakór Reykjavíkur undir stjórn Margrétar J. Pálmadóttur. Undirleikari: Svana Víkingsdóttir. Laugardagurinn 11. maí, 1996. ALLTAF eru konurnar okkur körlunum fremri þegar treysta þarf á drift til stórra framkvæmda og er Kvennakór Reykjavíkur eitt af skemmtilegustu ævintýrum hér á síðari árum. Meira
23. maí 1996 | Tónlist | 466 orð

Á mótum sögunnar

Verkefni eftir Haydn, Þorkel, Sibelius. Stjórnandi Petri Sakari. Einleikari Manela Wiesler. Föstudaginn 17. maí 1996. SINFÓNÍA nr. 22 í Es-dúr er ekki ein þeirra sinfónía höfundar sem maður oftast heyrir og þótt ein af fyrstu sinfóníum hans sé, sannar hún einnig auðuga sköpunargáfu Haydns. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 138 orð

Árnesingakórinn í Reykjavík styður Sophiu Hansen

ÁRNESINGAKÓRINN í Reykjavík hefur starfað í tæp þrjátíu ár. Undanfarin ár hefur stjórnandi hans verið Sigurður Bragason baritónsöngvari. Síðastliðið haust gaf kórinn út geisladiskinn Sönglistina og er efni hans fjölbreyt, bæði innlent og erlent. Einsöngvarar með kórnum voru meðal annars Rannveig Fríða Bragadóttir, Signý Sæmundsdóttir, Sigurður Bragason og Þorgeir Andrésson. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 75 orð

Áttundastigs próftónleikar

TÓMAS Guðni Eggertsson píanóleikari flytur próftónleika sína í sal skólans í dag, miðvikudag kl. 18.30. Tómas er nemandi Vilhelmínu Ólafsdóttur. Verkefnin sem Tómas leikur eru Prelúdía og fúga í c-moll eftir J.S. Bach, Etýða í d-moll op. 72 eftir M. Moszkowski, Sónata í As-dúr op. 26 eftir Beethoven, 2. kafla úr Sónötu op. 64 eftir E. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 584 orð

Bandarískir bókadagar

BANDARÍSKIR bókadagar standa nú yfir í Eymundsson í Austurstræti. Er þar hægt að fá bækur í öllum stærðum og gerðum á góðu verði. Að sögn Jónfinn Joensen, verslunarstjóra, er lögð áhersla á að bjóða upp á bækur sem ekki hafa verið til á íslenkum bókamarkaði áður. Meira
23. maí 1996 | Fólk í fréttum | 186 orð

Bíóborgin forsýnir myndina Trufluð tilvera

BÍÓBORGIN forsýnir í kvöld, fimmtudagskvöldið 23. maí kl. 21 bresku kvikmyndina Trufluð tilvera eða "Trainspotting" einhverja umtöluðustu kvikmynd Breta á síðustu áratugum. Höfundar eru þeir hinir sömu og stóðu á bak við gamanhrollvekjuna "Shallow Grave", vinsælustu mynd Breta á síðasta ári, segir í fréttatilkynningu. Meira
23. maí 1996 | Myndlist | -1 orð

Brauð og Venusar

Daði Guðbjörnsson. Opið frá 14-18 alla daga til 27. maí. Aðgangur ókeypis. MÁLARINN Daði Guðbjörnsson hefur munninn fyrir neðan nefið eins og sagt er, og þannig mælist honum í blaðaviðtali nýlega: "Að nýjungar séu tímaskekkja. Meira
23. maí 1996 | Fólk í fréttum | 46 orð

Cruise-myndin forsýnd

MYNDIN "Mission: Impossible" með Tom Cruise var frumsýnd í Bandaríkjunum í gær. Á forsýningu í Los Angeles daginn áður var margt virtra gesta og má þar nefna leikkonuna Brooke Shields. Auk þess var Tom sjálfur auðvitað á staðnum, ásamt eiginkonu sinni, Nicole Kidman. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 90 orð

Danmerkurferð Harmonikufélags Reykjavíkur

HARMONIKUFÉLAG Reykjavíkur heldur til Kaupmannahafnar í tónleikaför í dag, 15. maí. Stórsveit félagsins mun leika í Tívolí fimmtudaginn 16. maí kl. 17.30. Þá mun félagið láta til sín heyra víðar í Kaupmannahöfn og nágrenni á föstudag, laugardag og sunnudag, 17.-19. maí. Nýafstaðnir eru tónleikar félagsins hérlendis undir heitinu Hátíð harmonikunnar. Meira
23. maí 1996 | Myndlist | -1 orð

Danskar hefðir

Henrik Have Sys Hindsbo. Opið daglega frá 14-19. Til 26 maí. Aðgangur ókeypis. HENRIK Have (f.1946) nefnir óstýrilát ferðalög sín inn í ríki myndflatarins gjarnan "Circonvolition//Contorsion" (Snúning//skæling) og er það um flest réttnefni. Nafnið er utan á sýningarskrá/bók, sem gefin var út af Danska húsinu í París í tilefni sýningar í húsakynnum þess 1994. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 139 orð

Diaphonia Elínar í samkeppni hjá Sinfóníunni í Stavanger

VERK Elínar Gunnlaugsdóttur Diaphonia var flutt á tónsmíðaverkstæði Sinfóníuhljómsveitarinnar í Stavanger í Noregi í gær 14. maí og í dag 15. maí. Verkið keppir ásamt þremur öðrum verkum um að verða valið sem viðfangsefni hljómsveitarinnar í haust. Auk Elínar eru það Svíi, Norðmaður og Finni sem eiga verkin sem valið stendur um. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 153 orð

Einleikstónleikar í Hallgrímskirkju

EINLEIKSTÓNLEIKAR verða haldnir í Hallgrímskirkju á uppstigningardag, fimmtudag 16. maí, kl. 17. Douglas Brotchie kemur fram og þreytir einleikarapróf á vegum Tónskóla þjóðkirkjunnar. "Douglas var virkur í tónlistarlífi í Skotlandi á námsárunum þar. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 224 orð

Eins manns Hamlet LEIKSTJÓRA

LEIKSTJÓRAR sem takast á við hið sígilda verk Shakespeares um Hamlet hafa gripið til ýmissa ráða til að nálgast söguna á nýjan og óvenjulegan hátt. Einn þeirra er kanadíska leikskáldið Robert Lepage, sem skrifaði nýja leikgerð upp úr Hamlet og sýndi í Hebbel-leikhúsinu í Berlín. Verkið kallar hann "Elsinore" (Helsingjaeyri). Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 407 orð

Eins og að vinna til verðlauna

HAFNARFJARÐARLEIKHÚSINU hefur verið boðið að sýna Himnaríki (Geðklofinn gamanleik) á Tvíæringnum í Bonn 6. júní næstkomandi. Samkvæmt Árna Ibsen, höfundi verksins, er hér um verulega upphefð að ræða enda ku tvíæringur þessi vera virtasta leiklistarhátíð heims, sem einbeitir sér að samtímaleikritun. Uppselt er á sýninguna. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 88 orð

Eldhúsleikur

NÝJASTA verkið sem samið var fyrir slagverksleikarann heyrnarlausa, Evelyn Glennie, heitir Draumaeldhúsið mitt" og er eftir Django Bates. Hún bað mig að ímynda mér eitthvað skemmtilegt, sem gæti haft persónulega þýðingu fyrir hana," segir Bates. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | -1 orð

Ég var beðin að koma í Kaffileikhúsið

EINLEIKURINN "Ég var beðin að koma" er samsettur úr áður birtum og óbirtum textum Þorvaldar sem Sigrún og Guðjón völdu saman og gerðu leikgerð úr. Hann segir af sölukonu, sem leikin er af Sigrúnu, sem er beðin að koma með vörur sínar í heimahús. "Ef það er hægt að líkja þessu við starf myndlistarmanns þá er eins og verið sé að setja upp verk frá löngu tímabili á eina sýningu. Meira
23. maí 1996 | Myndlist | -1 orð

Fagurt prjón

Sölvi Stornæs. Opið alla daga á opnunartíma Norræna hússins. Til 26 maí. Aðgangur ókeypis. PRJÓNAHÖNNUN er eitt af því sem mætt hefur afgangi í íslenzku kennslukerfi, þrátt fyrir að ullin hafi haldið hita á þjóðinni frá upphafi vega og útlendir tali gjarnan um "land ullarinnar". Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 45 orð

Fjórir kórar að Laugalandi

FJÓRIR kórar koma fram í Laugalandi í Holta- og Landssveit næstkomandi laugardag kl. 15. Kórarnir eru Samkór Oddakirkju, Karlakór Rangæinga, Kvennakór Hafnarfjarðar og Kór eldri Þrasta. Kórarnir eiga það allir sameiginlegt að vera stjórnað af Halldóri Óskarssyni. Aðgangseyrir er 1.000 kr. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 162 orð

Fóstbræður í tónleikaferð

KARLAKÓRINN Fóstbræður heldur í tónleikaferð um Norðurlönd næstkomandi fimmtudag. Í ferðinni munu þeir syngja á sex tónleikum, þeim fyrstu á föstudag í sirkushúsi í Kaupmannahöfn. Þeir tónleikar eru á vegum Tívolísins í Kaupmannahöfn. Þá verður haldið til Stokkhólms, Norrköping, Turku, Helsinki og endað í Tallin í Eistlandi 3. júní. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 166 orð

Frú Vigdís Finnbogadóttir heiðursfélagi Félags íslenskra leikara

AÐALFUNDUR Félags íslenskra leikara var haldinn mánudaginn 26. febrúar síðastliðinn í Rúgbrauðsgerðinni. Í nýjum lögum félagsins segir að hægt sé að kjósa heiðursfélaga, þótt viðkomandi sé ekki félagsbundinn. "Það þótti vel við hæfi að fyrsti heiðursfélagi FÍL, sem ekki er félagsmaður, yrði frú Vigdís Finnbogadóttir. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 124 orð

Fræðirit

FÉLAG þjóðfræðinema við Háskóla Íslands sem ber nafnið Þjóðbrók, eftir skessu norður á Ströndum, hefur gefið út nýtt fræðirit sem ber nafnið Slæðingur. Ritið samanstendur af greinum eftir nemendur og kennara í þjóðfræði um ólík efni, jafnt þjóðsagnir og þjóðlíf, samtíð og fortíð. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 227 orð

Fyrsta sýning þingeyskrar listakonu

KRISTÍN Bryndís Björnsdóttir sýnir myndir unnar með vatnslitum og olíulitum, klippimyndir og hekluð teppi í Gerðubergi, til loka þessarar viku. Þetta er fyrsta myndlistarsýning hennar. Kristín á fimm ára nám í Myndlistarskóla Reykjavíkur að baki og eru flest málverkin unnin á námskeiðum þar. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 61 orð

"Gallerí Greip í átta daga"

GUNNAR Andrésson opnar sýningu í Gallerí Greip, Hverfisgötu 82, laugardaginn 18. maí kl. 16. "Hér er um ræða hljóðinnsetningu sem byggir á setningum og samtalsbrotum sem Gunnar hefur "hlerað" víðsvegar að úr umhverfinu", segir í kynningu. Sýningin er opin alla daga frá kl. 14-18 nema mánudaga. Sýningin stendur aðeins í átta daga eða til 26. maí. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 67 orð

Gerningar í Nýlistasafninu

GERNINGAKVÖLD verður í Nýlistasafninu á Vatnsstíg 3b í kvöld kl .21. Norsku listamennirnir Kurt Johannessen og Jørgen Knudsen sem frömdu gerning í Nýlistasafninu s.l. haust eru komnir aftur til landsins með gerning í farteskinu. Í för með þeim er norski bogfimimaðurinn Lars Humlekjær. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 64 orð

Greipar Ægis sýnir sandskúlptúra

Í TILEFNI af 10 ára afmæli Hótels Keflavíkur opnar listamaðurinn Greipar Ægis sýningu á sandskúlptúrum. Samheiti verkanna er Tár tímans og eiga þau að endurspegla þau tár gleði, saknaðar, hláturs, sorgar, vonar og örvæntingar er fallið hafa hjá þjóðinni í aldanna rás. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 87 orð

Grísku kvöldunum að ljúka

ZORBAHÓPURINN hefur nú flutt ljóðadagskrána "Vegurinn er vonargrænn" fyrir fullu húsi frá frumsýningu sem var 20. janúar s.l. í Kaffileikhúsinu. Næstu sýningar verða föstudaginn 17. maí, 25. maí og 1. júní sem verður 30. sýning hópsins og jafnframt sú síðasta. Meira
23. maí 1996 | Leiklist | 790 orð

Harmleikir að fornu og nýju

Tveir einleikir: Hús hefndarþorstanseftir Bergljótu Arnalds og Heilt ár og þrír dagar eftir Val Frey Einarsson. Leikarar: Bergljót Arnalds og Valur Freyr Einarsson. Leikstjóri: Viðar Eggertsson. Ljósahönnuður og tæknistjóri: Ævar Gunnarsson.Miðvikudagur 15 maí. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 1105 orð

Hauslausir höfuðpaurar

Verk eftir Aldo Clementi, Atla Heimi Sveinsson og Lars Graugaard. Caput hópurinn u. stj. Guðna Franzsonar. Sóloni Íslandusi, föstudaginn 10. maí kl. 20. UNDIR fyrirsögninni CAPUT: Hauslausir var fimmtu og næstsíðustu tónleikunum í röðinni ErkiTíð '96 ýtt úr vör á efri hæð veitingastaðarins Sólón Íslandus sl. föstudagskvöld við þokkalega góða aðsókn. Miðað við aðstæður. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 299 orð

Hátíðasöngvar Bjarna Þorsteinssonar

HÁTÍÐASÖNGVAR séra Bjarna Þorsteinssonar hafa fram að þessu ætíð verið gefnir út í einni bók. Þetta þýddi það fyrir söngfólk að miklar flettingar voru fram og aftur í bókinni hvort sem um var að ræða jól eða páska eða aðrar hátíðir ársins. Nú hefur verið tekin upp sú nýbreytni að gefa hverja hátíð út sérstaklega og nú fyrir jólin komu út fjórar slíkar. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 475 orð

Heimilis- "do it"

Við fyrstu sýn er ekki mikill munur á "do-it" og heimilis-"do-it". munurinn virðist einungis liggja í staðarvalinu. Þótt ekkert sé tiltekið um staðinn í fyrra tilvikinu er fullyrðingin fólgin í hugtakinu; fyrirmæli um stað felast einfaldlega í því að ekki er hægt að koma verkefninu fyrir nema á listasafni eða öðrum ámóta húsakynnum helguðum listinni. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 189 orð

Heimsfrumsýningin hér í sumar

ÆFINGAR eru hafnar á nýjasta verki breska leikskáldsins Jims Cartwright, "Stone Free", sem frumsýnt verður í Borgarleikhúsinu 12. júlí. Uppfærsla verksins hér er sú fyrsta í heiminum og hefur höfundur sýnt henni sérstakan áhuga að sögn aðstandenda Borgarleikhússins. Meira
23. maí 1996 | Fólk í fréttum | 134 orð

Helmingur horfinn

SYLVI Anita Gamst, 33 ára kona í Þrándheimi í Noregi, geislar af hamingju þessa dagana. Ástæðan er einstæður árangur í megrun, en hún hefur lést um 101 kíló á 11 mánuðum. Eftir mikla baráttu hefur hún náð sér niður í 99 kíló. "Ég hafði prófað alla megrunarkúra sem hugsast gátu, en nálin á baðvoginni var sífellt á uppleið. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 150 orð

"Heyr himna smiður"

"FLESTIR þekkja þessa byrjun á frægu ljóði Kolbeins Tumasonar, stórhöfðingja og skálds á Sturlungaöld. Ljóðið samdi hann rétt fyrir Víðinesbardaga þar sem hann beið bana. Kolbeinn Tumason var höfuðandstæðingur Guðmundar góða Arasonar, Hólabiskups á fyrri hluta 13. aldar, en um þessi átök fjallar m.a. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 87 orð

Hvammur skreyttur listaverki

ÞAÐ TÍÐKAST nú mjög að opinberar byggingar eru skreyttar listaverkum og í tilefni af 15 ára afmæli Hvamms - heimilis aldraðra á Húsavík, fékk stjórn þess Tryggva Ólafsson myndlistarmann til að gera listaverk, sem staðsett yrði í samkomusal heimilisins. Meira
23. maí 1996 | Myndlist | -1 orð

Innsetningar

Tumi Magnússon, Stefán Rohner, Magnea Þ. Ásmundsdóttir, Illugi Jökulsson. Opið alla alla daga frá 14-18. Til 19 maí. Aðgangur ókeypis. INNSETNINGAR (installation), ásamt nákvæmum útlistunum á samsetninum myndverka, virðist efst á baugi meðal ungra í dag. Meira
23. maí 1996 | Fólk í fréttum | 483 orð

Í framtíð, nútíð og fortíð

Leikstjóri: Terry Gilliam. Handrit: David og Janet Peoples, byggt lauslega á frönsku stuttmyndinni La Jetée". Aðalhlutverk: Bruce Willis, Madeleine Stowe, Brad Pitt, Christopher Plummer. Paramount. 1995. Meira
23. maí 1996 | Kvikmyndir | 451 orð

Í vist hjá Jekyll og Hyde

Leikstjóri: Stephen Frears. Handrit: Christopher Hampton eftir sögu Valerie Martin. Aðalhlutverk: Julia Roberts, John Malkovich, Glenn Close og Michael Gambon. Tri Star. 1996. VALERIE Martin endurskrifaði sögu Robert Louis Stevenson um Jekyll og Hyde út frá sjónarhóli vinnukonu læknisins persónuklofna. Meira
23. maí 1996 | Bókmenntir | 501 orð

Járnbent ljóð

eftir Davíð Stefánsson. Nykur, Rvk, 1996. ÞAÐ er dálítill skarkali í ljóðum Davíðs Stefánssonar í nýrri járnbentri ljóðabók hans, Orð sem sigra heiminn. Varla er það auðvelt að bera nafn þjóðskálds og kveðja sér hljóðs með ljóðum sínum. En Davíð biður engan afsökunar á sjálfum sér heldur yrkir kotroskin ljóð og þakkar Degi, Brautigan og Birni Jörundi fyrir hjálpina. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 117 orð

Kammersveit menningarskóla Örebro í heimsókn

TVENNIR tónleikar með Örebro kulturskolas kammarorkester frá Svíþjóð verða haldnir laugardaginn 18. maí kl. 14 í Seltjarnarneskirkju og sunnudaginn 19. maí kl. 17 í Háteigskirkju. Hljómsveitin var stofnuð á sjöunda áratugnum og eru meðlimir flestir á menntaskólaaldri. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 59 orð

Kanadískar bókmenntir

SIGURÐUR A. Magnússon og Franz Gíslason munu kynna v- íslensku rithöfundana David Árnason og Paul A. Sigurdson og þýðendatímaritið Jón á Bægisá í stofu 101 í Lögbergi, Háskóla Íslands, miðvikudagskvöldið 15. maí. kl. 20. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | -1 orð

Katarina-barnakórinn syngur í Norræna húsinu

Í DAG, uppstigningardag kl. 16 verða tónleikar í fundarsal Norræna hússins. Það er Katarina- barnakórinn frá Katarina-kirkjunni í Stokkhólmi sem syngur. Í kórnum eru 30 stúlkur á aldrinum 10­14 ára. Kórstjóri er Gunnel Nilsson. Efnisskráin er fjölbreytt. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 123 orð

Kór Fjölbrautaskóla Suðurlands til Þýskalands

KÓR Fjölbrautaskóla Suðurlands heldur tónleika í dag, fimmtudag, á Hvolsvelli, en það eru síðustu vortónleikar kórsins áður en hann heldur í tónleikaferð til Suður- Þýskalands eftir útskriftardaginn á laugardag. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 79 orð

Krossferillinn í Skálholtskapellunni

SÝNINGIN Krossferillinn stendur nú yfir í kapellunni Skálholti. Þar sýnir Anna G. Torfadóttir Krossferilsmyndirnar 14 sem sýndar voru í Stöðlakoti um páskana. Fjórtán krossferilsmyndir í einni samræmdri myndröð eru með elstu viðfangsefnum evrópskra listamanna. Anna sýnir nú útfærslu sína á þessu sígilda verkefni, unna í dúkristu. Meira
23. maí 1996 | Fólk í fréttum | 56 orð

Kryddkarfa

ÞESSI norska stúlka fékk góða hugmynd. Hún safnaði saman hinum ýmsu kryddjurtum í eina körfu og hafði hana tiltæka í garðinum, við hlið grillsins. Með þessu tiltæki getur hún gert tilraunir með nýtt og ferskt krydd þegar hún grillar á sumrin. Svo má ekki gleyma að karfan er mikið augnayndi og lífgar upp á garðinn. Meira
23. maí 1996 | Fólk í fréttum | 184 orð

Laugarásbíó frumsýnir myndina Tölvurefir

LAUGARÁSBÍÓ hefur hafið sýningar á kvikmyndinni Tölvurefir eða "Hackers" með Johnny Lee Miller, Angelina Jolie og Fisher Stevens í aðalhlutverkum. Leikstjóri er Ian Softley. Ef merkin "Cereal Killer", "Phantom Phreak", "Crash Overdrive" birtast á tölvuskjánum þínum máttu vita að allt er um seinan, það er búið að "hakka" þig. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 195 orð

Leiklistarhátíð í Logalandi

BANDALAG íslenskra leikfélaga og Umf. Reykdæla standa fyrir leiklistarhátíð í Logalandi 16. og 17. maí næstkomandi. Hátíðin er haldin í tengslum við aðalfund Bandalagsins og þar sýna níu leikfélög úr öllum landsfjórðungum tíu einþáttunga. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 255 orð

Listamenn mánaðarins

VERSLANIR Skífunnar kynna þrjá af gestum Listahátíðar 1996 sem Listamenn mánaðarins í klassískri tónlist. Þetta eru Evgeny Kissin píanóleikari, András Schiff píanóleikari og Dmitri Hvorostovsky baritónsöngari. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 310 orð

Listviðburður í Washington D.C.

ÞAÐ var mikið um dýrðir í Martin Luther King-safninu í Washington 2. maí sl., en þá var opnuð sýningin "Building bridges - The Reykjavik Summit, Ten years Later", sem útleggst "Brúarsmíði - Reykjavíkurfundurinn, 10 árum síðar". Af því tilefni efndu sendiráð Íslands og Rússlands til móttöku í safninu og voru hátt í tvö hundruð manns viðstaddir. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 184 orð

Ljósmyndasýning í Úmbru

Í DAG verður opnuð í Galleríi Úmbru á Bernhöfstorfu sýning bandaríska ljósmyndarans Lauren Piperno. Á sýningunni eru verk úr ljósmyndaseríu hennar "The Cigarette Girls" sem hlotið hefur athygli á sýningum í Bandaríkjunum og þar sem hún hefur birst í bókum eða tímaritum. "Verkin sýna stúlkur sem hafa þann starfa að selja sælgæti, sígarettur og vindla í klúbbum og krám. Meira
23. maí 1996 | Bókmenntir | 1152 orð

Lögmálið og fagnaðarerindið

eftir Sigurjón Árna Eyjólfsson: Hver er Jesús? Fimm greinar um nútíma hugmyndir um Jesús frá Nasaret. Skálholtsútgáfan 1996. Sami höfundur: Tveir lestrar um Lúther. Reiði Guðs í guðfræði Marteins Lúthers og Werners Elerts; Lúther, bænin og við. Rannsóknarritgerðir Guðfræðistofnunar. Háskóli Íslands, 1996. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 129 orð

María fékk 13,5 milljónir

ÍSLENSKA kvikmyndasamsteypan hlaut styrk að upphæð 13,5 milljónir til að hefja framleiðslu á myndinni María undir leikstjórn Einars Heimissonar, þegar endurúthlutað var úr Kvikmyndasjóði Íslands í vikunni. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 168 orð

Málar á íslenska steina

BIRNA Jóhannsdóttir, bóndi á Hákonarstöðum á Jökuldal, hefur undanfarin þrjú ár málað akrílmyndir á íslenskt grjót, aðallega landslagsmyndir. Birna týnir flögugrjót í landareign sinni, þvær upp og málar á það myndir með akríllitum og lakkar síðan yfir með glæru möttu lakki og þá heldur bæði akrílmálningin og upprunalegar skófir vel áferð sinni. Meira
23. maí 1996 | Tónlist | 421 orð

Með hamsleysi og krafti

Tríó Reykjavíkur lék verk eftir Beethoven, Jónas Tómasson og Tchaikovsky. Sunnudagurinn 12. maí,1996. TRÍÓ Reykjavíkur hélt sína síðustu tónleika á þessum starfsvetri og tileinkaði þá forseta Íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur. Gunnar Kvaran ávarpaði forsetann og þakkaði 16 gifturík ár. Tónleikarnir hófust með þriðja píanótríóinu (op.1, nr. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 166 orð

"Með vífið í lúkunum"

LEIKFÉLAG Seyðisfjarðar hefur undanfarnar vikur æft gamanleikinn Með vífið í lúkunum eftir breska leikarann og leikritaskáldið Ray Cooney. Frumsýnt var á föstudag og verður önnur sýning sunnudaginn 19. maí. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 201 orð

Mig dreymir ekki vitleysu

MIG DREYMIR ekki vitleysu, einþáttungur eftir Súsönnu Svavarsdóttur, verður fluttur í Höfundasmiðjunni í Borgarleikhúsinu næstkomandi laugardag, 18. maí. Að sögn Súsönnu fjallar leikritið um kærleikann, raunveruleikann og skuldbindingar í heimi skipulags, forsjárhyggju og hæfni. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 123 orð

Myndlist í Leifsstöð

FÉLAG íslenskra myndlistarmanna, FÍM hefur sett upp myndir eftir Kristján Davíðsson listmálara í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Kristján Davíðsson er fæddur 1917 og er heiðurslistamaður FÍM. Hann er fyrsti listamaðurinn sem félagið kynnir á þennan hátt. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 138 orð

Niðurstaða dómnefndar í smásagnasamkeppni MENOR og Dags

NIÐURSTAÐA dómnefndar í smásagnasamkeppni Menningarsamtaka Norðlendinga og dagblaðsins Dags er fengin. 25 sögur bárust í keppnina, en þetta er fjórða smásagnasamkeppni sem Menor og Dagur standa að. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 81 orð

Norræn ljósmyndun í Lillehammer

Í SUMAR verður haldin norræn ljósmyndasýning í Kulturhuset Banken í Lillehammer í Noregi. Lögð er sérstök áhersla á listræna ljósmyndun og verða því myndir á sýningunni sem að öllu jöfnu sjást ekki í dagblöðum og tímaritum. Fimm ljósmyndarar taka þátt í sýningu fyrir hönd Noregs en fjórir frá Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku og Íslandi. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 173 orð

Nýjar bækur

ÚT er komið fjórða ráðstefnurit Vísindafélags Íslendinga og fjallar um Íslendinga, hafið og auðlindir þess. Ritstjóri bókarinnar er Unnsteinn Stefánsson fyrrv. prófessor. Snemma árs 1992 ákvað stjórn Vísindafélagsins að efna til almennrar ráðstefnu um þetta efni og var hún haldin 19. september sama ár. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 62 orð

Nýjar bækur SÖNGLJÓÐ

SÖNGLJÓÐ heitir nýútkomin bók eftir Auðun Braga Sveinsson með ljóðum við vinsæl og þekkt lög. Í undanfara að bókinni segir höfundur að ljóðin í þessari bók séu að mestu frumort við lög, sem hann hefur hrifist af á löngum tíma. Fáein ljóð í bókinni eru þýdd og nokkur ljóð eru ort á dönsku. Höfundur gefur bókina út og Skemmuprent prentar hana. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 112 orð

Nýjar bækurÚT ER komin bókin

ÚT ER komin bókin Óðsmál, sem Goþrún Dimmblá skráði. Í kynningu segir: "Þetta er samtal Óðs og litlu kjaftforu völvu um Hávamál og Völuspá, okkar helgiljóð. Það er okkar helgu hljóð. Meira
23. maí 1996 | Myndlist | 627 orð

Ný kynslóð

Útskriftarnemar M.H.Í. Opið daglega kl. 13-19 til 19. maí. Aðgangur ókeypis VORSÝNING útskriftarnema Myndlista- og handíðaskóla Íslands er nú fyrr á ferðinni en á síðasta ári, og gefst því nokkuð tóm til að skoða verk þeirra sem eru nýkomnir að listinni áður en Listahátíð rennur í hlað með sínum alþjóðlegu stjörnum. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 724 orð

Nýtt hugtak við tölvu stjórn: Smellt í rýmið!

SÝNDARVERULEIKI er mjög í tísku um þessar mundir. Í hreinskilni sagt þurfa menn mikinn tækjakost og kunnáttu til að höndla þennan sýndarveruleika á einfaldan hátt. Mér hefur komið til hugar að fyrir hinn almenna notanda sé til ágæt nálgun við sýndarveruleikann, nefnilega raunveruleikinn, sem einnig er þekktur sem heimurinn fyrir utan. Meira
23. maí 1996 | Tónlist | 967 orð

Næturgalarnir frá Tröllaskaga

Tjarnarkvartettinn í suðurför.18. maí. TJARNARKVARTETTINN frá Tjörn í Svarfaðardal kom, söng og sigraði á suðurför sinni vorið 1996. Alltjent var uppselt í Gerðubergi 18. maí, og því ákveðið í skyndi að ítreka tónleikana næsta dag. Var undirritaður þá viðstaddur. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 291 orð

Óskin opnunarsýning á Norrænum leikhúsdögum

LEIKFÉLAGI RYKJAVÍKUR hefur verið boðið á Norræna leikhúsdaga með leikritið Óskina (Galdra- Loftur) eftir Jóhann Sigurjónsson í leikgerð Páls Baldvins Baldvinssonar. Verður Óskin fulltrúi íslenskrar leiklistar á leikhúsdögunum en Óskin var sýnd við mjög góðar viðtökur hjá Leikfélaginu veturinn 1994 til 1995. Meira
23. maí 1996 | Tónlist | 581 orð

Raddir vorsins

Verk eftir Hjálmar H. Ragnarsson, Atla Heimi Sveinsson, Gunnar Reyni Sveinsson, Hildigunni Rúnarsdóttur, Jón Leifs, Þorkel Sigurbjörnsson, Gísla Magnason og Egil Gunnarsson. Margrét Sigurðardóttir sópran, Hera Björk Þórhallsdóttir sópran, Ólafur Rúnarsson baríton, Hanna Björk Guðjónsdóttir sópran. Steinunn Birna Ragnarsdóttir, píanó. Sönghópur u. stj. Egils Gunnarssonar. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 103 orð

Ráðstefa um Stephan G. Stephansson

RÁÐSTEFNA um Stephan G. Stephansson verður haldin á vegum Norræna félagsins um kanadísk fræði í Norræna húsinu, laugardaginn 25. maí. Ráðstefnana hefst kl. 13 og er öllum opin meðan húsrúm leyfir. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 385 orð

Rússnesk harmóníka og selló á Sinfóníutónleikum

SÍÐUSTU áskriftartónleikar starfsárs Sinfóníuhljómsveitar Íslands eru í kvöld í Háskólabíói kl. 20. Einleikarar á tónleikunum eru Friedrich Lips á bayan, sem er rússnesk harmóníka, og Harri Ruijsenaars á selló. Hljómsveitarstjóri er Grzegorz Nowak. Á efnisskránni eru verk eftir Antonin Dvorak, Sofia Gubaidulina og Dmitri Shostakovich. Meira
23. maí 1996 | Fólk í fréttum | 91 orð

Selásskóli 10 ára

Á LAUGARDAGINN var opið hús í Selásskóla í Árbænum í tilefni 10 ára afmælis skólans. Nemendur sýndu vinnu sína og voru með skemmtiatriði á sal. Á skólalóðinni var fullt af leiktækjum og voru grillaðar pylsur í góða veðrinu. Mikið fjölmenni lagði leið sína í skólann og þótti dagurinn hafa tekist mjög vel. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 34 orð

Sellótónleikar

SELLÓTÓNLEIKAR verða haldnir í sal Tónskóla Sigursveins, Hraunbergi 2, miðvikudaginn 15. maí kl. 20.30. Stefan Thut sellóleikari flytur verk eftir Bach, Hindemith, Hönigsberg, Reger og Crumb. Aðgangseyrir er 600 kr. Nemendur 300 kr. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 84 orð

Séð að ofan Ó

ÓVENJULEG ljósmyndasýning er nú í Tate Gallery í Lundúnum og stendur fram í lok júlí. Þar sýnir ljósmyndarinn Paul Graham myndir sem hann hefur tekið af húsþökum í Tókýó. Hann var búsettur í borginni og út um gluggann sá hann Fuji-fjall. Graham eyddi einum degi í að ganga frá heimili sínu í áttina að Fuji og fór upp í hvert háhýsi sem á vegi hans varð. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 20 orð

Sigga Vala sýnir á 22

Sigga Vala sýnir á 22 SIGGA Vala opnar sýningu á veitingahúsinu Laugavegi 22 laugardaginn 18. maí kl 17. Allir velkomnir. Meira
23. maí 1996 | Fólk í fréttum | 54 orð

Sinatra er ekki dauður úr öllum æðum

FRANK gamli Sinatra á það enn til að fara út á lífið, þótt sögusagnir hermi að hann sé ekki allskostar heill heilsu. Um daginn fór hann til að mynda á tónleika hjá Los Angeles fílharmoníunni. Hér sést söngvarinn, sem er áttræður, við það tækifæri ásamt eiginkonunni Barböru. Meira
23. maí 1996 | Fólk í fréttum | 1170 orð

SkemmtanirSafnfr´ettir, 105,7

HREÐAVATNSSKÁLI Hljómsveitin Sniglabandið verður með stórdansleik í Hreðavatnsskála sunnudaginn 26. maí, hvítasunnudag. Er þetta fyrsti stórdansleikur sumarsins í Hreðavatnsskála og mun Sniglabandið koma mikið við sögu í dansleikjahaldi þar. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 49 orð

Skólaslit og lokahátíð

SKÓLASLIT og lokahátíð Tónlistarskóla Ísafjarðar verða í dag, þriðjudaginn 21. maí kl. 20.30 í sal Grunnskólans á Ísafirði. Þar verða flutt ávörp. Nokkrir nemendur skólans flytja fjölbreytta tónlistardagskrá, meðal annars verk eftir Corelli, Debussy og Béla Bartók og einnig mun kór skólans syngja nokkur lög. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 299 orð

Skólaslit og lokatónleikar

TUTTUGASTA og þriðja starfsári Söngskólans í Reykjavík er nú að ljúka og hafa 170 nemendur stundað nám við skólann í vetur, 140 í dagskóla og 30 á kvöldnámskeiðum. Nemendur luku í vetur samtals 162 stigprófum í söng og/eða píanóleik, ásamt tilheyrandi kjarnagreinum. Auk þess útskrifast 7 nemendur með burtfarar- eða söngkennarapróf. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 242 orð

Skólaslit Tónlistarskóla Stykkishólms

TÓNLISTARSKÓLI Stykkishólms starfaði með miklum blóma í vetur eins og undanfarin ár. Þetta var 32. starfsár skólans, en hann var stofnaður árið 1964. Á vorönn stunduðu 134 nemendur tónlistarnám við skólann. Nú í vor tóku 35 nemendur stigspróf á sín hljóðfæri og fyrsti nemandi tónlistarskólans tók stigspróf í söng, 3. stig. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 87 orð

Snorri Freyr sýnir í Galleríi Horninu

SNORRI Freyr Hilmarsson opnar sýningu á drögum að umhverfislistaverki fyrir Listahátíð í Reykjavík 1996 í Galleríi Horninu að Hafnarstræti 15. Sýningin ber yfirskriftina "Þar sem er reykur, þar er eldur undir" og samanstendur af tillögum að reykháfum á þrjár stórbyggingar í Reykjavík; Þjóðleikhúsið, aðalbyggingu Háskólans og verksmiðjuhús Kletts í Laugarnesi. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 47 orð

Snæfellingakórinn í Reykjavík

SNÆFELLINGAKÓRINN heldur tónleika í Víðistaðakirkju fimmtudaginn 16. maí kl. 17. Á efnisskránni eru negrasálmar, lofgjörðarsöngur, þjóðlög, dægurlög og syrpa úr brosandi landi eftir Frans Lehár. Stjórnandi er Þóra V. Guðmundsdóttir. Undirleikari Peter Máté. Að tónleikum loknum verður boðið upp á kaffi og kökur. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 132 orð

Spegill undir fjögur augu

MÁL og menning hefur sent frá sér ljóðabókina Spegill undir fjögur augu eftir Jóhönnu Sveinsdóttur (1951­1995). Jóhanna lést af slysförum 8. maí 1995 og lét eftir sig fullbúið handrit að þeim ljóðabálki sem nú er kominn á bók. Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur fylgir bókinni úr hlaði m.a. Meira
23. maí 1996 | Myndlist | -1 orð

Steyptir draumar °

Á síðasta aldarfjórðungi hefur verið sótt að málverkinu frá ýmsum hliðum, eins og oft hefur verið bent á. Um tíma töldu menn þennan sígilda miðil með öllu genginn sér til húðar, og að hann yrði ekki virkur þáttur lifandi listar öllu lengur. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 43 orð

Strengjasveitartónleikar

STRENGJASVEIT Tónlistarskólans í Reykjavík heldur tónleika miðvikudaginn 22. maí í Bústaðakirkju og hefjast þeir kl. 20.30. Á efnisskrá eru Chaconne í g-moll eftir Purcell og Concerto Grosso eftir Ernest Bloch. Stjórnandi er Mark Reedman. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og allir velkomnir. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 172 orð

Sumarið fyrir stríð sýnt í Þjóðleikhúsinu

DÓMNEFND á vegum Þjóðleikhússins hefur samþykkt að velja á Stóra svið leikhússins sýningu Leikfélags Sauðárkróks á leikritinu Sumarið fyrir stríð eftir Jón Ormar Ormsson í leikstjórn Eddu V. Guðmundsdóttur. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 383 orð

Sumartónleikar í Stykkishólmskirkju

"FYRSTA bygging sem grípur auga þess sem kemur í Stykkishólm er kirkjan á staðnum. Hún er fögur og sérkennileg, hönnuð af Jóni Haraldssyni arkitekt. Hún var vígð árið 1990. Byggingin er afar svipmikil til að sjá og hlýleg og fögur að innan. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 61 orð

Sýningu Gunnlaugs Stefáns að ljúka

GUNNLAUGUR Stefán Gíslason hefur að undandförnu sýnt vatnslitamyndir sínar í Gallerí Fold við Rauðarárstíg. Myndirnar eru allar málaðar á undanförnum mánuðum. Sýningunni lýkur á sunnudag. Þá lýkur einnig kynningu á olíumyndum Ingibjargar Hauksdóttur sem verið hefur í kynningarhorni gallerísins. Gallerí Fold er opið daglega frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 55 orð

Sýningu Ingibjargar að ljúka

SÝNINGU á verkum Ingibjargar Vigdísar Friðbjörnsdóttur í sýningarsalnum við Hamarinn, Strandgötu 50 í Hafnarfirði lýkur nú um helgina. Ingibjörg er fædd 22. janúar 1954. Hún er Kópavogsbúi, en auk þess hefur hún dvalið lengi í Grænlandi. Myndirnar eru allar unanr á fimm síðustu árum á verkstæði Ingibjargar að Álafossi í Mosfellssveit. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 221 orð

Sýningum á Hinu ljósa mani að ljúka

NÚ FER hver að verða síðastur að sjá Hið ljósa man í Borgarleikhúsinu en sýningum á verkinu er nú að ljúka. Einungis eru eftir tvær sýningar, nk. föstudag og laugardaginn 1. júní. "Hið ljósa man er nýstárleg leikgerð Bríetar Héðinsdóttur eftir Íslandsklukku Halldórs Laxness. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 197 orð

Sænskur leikhópur í Hafnarfjarðarleikhúsinu

HINGAÐ til lands er væntanlegur áhugaleikhópur frá Kiruna í Norður-Svíþjóð með leiksýninguna Frieriet eftir Håkan Rudehill í leikstjórn Ullu Lyttkens. Hópurinn mun sýna í húsnæði Hermóðar og Háðvarar í gömlu Bæjarútgerðinni í Hafnarfirði fimmtudaginn 22. og föstudaginn 23. maí nk. kl. 20. Meira
23. maí 1996 | Fólk í fréttum | 52 orð

Taylor lætur ekki deigan síga

ELIZABETH Taylor er óþreytandi í fjáröflun sinni til eyðnirannsókna. Hér mætir hún til mikillar hátíðar sem haldin var í Mougins í Frakklandi nýverið. Allur ágóði athafnarinnar rann til bandarísku eyðnirannsóknastofnunarinnar. Eins og sjá má ferðaðist hundur Elizabethar til Frakklands með henni, enda er hún þekktur dýravinur. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 123 orð

Tímarit

MIKLAR breytingar eru fyrirhugaðar á útgáfu Menningarhandbókarinnar sem komið hefur út undanfarna mánuði. Blaðið hefur fyrst og fremst flutt fréttir af menningarviðburðum og því hefur verið dreift í öll hús á höfuðborgarsvæðinu. Fregnir af menningaratburðum munu eftir sem áður koma út í almennu dreifiriti, en auk þess kemur nú út mánaðarrit um menningu, tíðaranda og listir. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 150 orð

Tjarnarkvartettinn í Gerðubergi

TJARNARKVARTETTINN heldur tónleika í Gerðubergi næstkomandi laugardag kl. 17. Á efnisskránni eru meðal annars ný sönglög eftir Hróðmar Inga Sigurbjörnsson samin fyrir kvartettinn og einnig ýmsar nýstárlegar útsetningar á íslenskum söng- og dægurflugum allt frá Sigvalda Kaldalóns til Spilverks þjóðanna. Allt efni er flutt án undirleiks "a capella". Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 129 orð

Tónleikar fyrir tvö píanó endurteknir

PÍANÓTÓNLEIKAR þeirra Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur og Þorsteins Gauta Sigurðssonar fyrir tvö píanó verða endurteknir í þriðja sinn í Hafnarborg í Hafnarfirði, sunnudaginn 19. maí kl. 20. Í kynningu segir: "Á efnisskránni eru mörg verk sem samin hafa verið fyrir tvö píanó, m.a. Consertino eftir Shjostakovitsj sem tónskáldið samdi fyrir son sinn Maxim árið 1953. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 99 orð

Tónleikar hjá Fíladelfíu

Í KVÖLD kl. 20 verða vortónleikar Lofgjörðarhóps Fíladelfíu í Fíladelfíukirkjunni, Hátúni 2. Hópurinn samanstendur af um 20 manns og hafa þau komið víða við í vetur. Hópurinn sér um alla almenna tónlist í Fíladelfíukirkjunni en auk þess hafa þau meðal annars komið fram í poppmessu í Vídalínskirkju og einnig tekið þátt í messu í Óháða söfnuðinum. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 111 orð

Tónleikar og kaffisala í Stapa

Á UPPSTIGNINGARDAG munu lúðrasveitir og Léttsveit Tónlistarskólans í Keflavík halda tónleika í Stapanum og hefjast þeir kl. 15. Foreldrafélag Léttsveitarinnar mun verða með kaffisölu og rennur ágóðinn í ferðasjóð sveitarinnar. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 60 orð

Tónleikar Tónlistarskóla Njarðvíkur

FJÓRÐU og síðustu vortónleikar Tónlistarskóla Njarðvíkur á þessu starfsári verða haldnir í Ytri-Njarðvíkurkirkju í dag, laugardaginn 18. maí, kl. 17. Þá koma fram nemendur með blandaða efnisskrá sem samanstendur af bæði einleiks- og samleiksatriðum. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum heimill. Skólaslit verða sunnudaginn 19. maí kl. 14 í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 198 orð

Tónlistarvor í Fríkirkjunni

AÐRIR tónleikar í tónleikaröðinni Tónlistarvor í Fríkirkjunni verða haldnir í dag þriðjudag. Þessir tónleikar eru helgaðir 70 ára afmæli kirkjuorgelsins og mun Niels Henrik Nielsen dómorganisti við Frúarkirkjuna í Kaupmannahöfn koma til landsins og leika á orgel Fríkirkjunnar af þessu tilefni. Meira
23. maí 1996 | Tónlist | 536 orð

Tvítugir snillingar

Hljómskálakvintettinn í Listasafni Íslands miðvikudagskvöldið 15. maí 1996. HLJÓMSKÁLAKVINTETTINN hélt stórglæsilega upp á 20 ára afmæli sitt með tónleikum í Listasafni Íslands sl. miðvikudagskvöld. Meira
23. maí 1996 | Fólk í fréttum | 99 orð

"Twister" gerir allt vitlaust

MYNDIN "Twister" gerir það gott í kvikmyndahúsum Bandaríkjanna um þessar mundir. Sem kunnugt er setti hún maímet um þarsíðustu helgi, þegar hún var frumsýnd, og halaði inn 41 milljón dollara. Um helgina minnkaði aðsóknin aðeins um 10% og aðgangseyrir nam tæplega tveimur og hálfum milljarði króna. Aðrar myndir voru langt á eftir í aðsókn. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 216 orð

Uppskeruhátíð tónfræðadeildar

TÓNFRÆÐADEILD Tónlistarskólans í Reykjavík er ein fimm deilda skólans sem útskrifa nemendur með lokapróf að loknu þriggja ára námi á háskólastigi, en prófið jafngildir B.Mus. gráðu í bandarískum tónlistarháskólum. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 205 orð

Úrkaststökur...að hætti gauksins

ÞESSAR leiðbeiningar gera þér kleift að búa til ódýra kvikmynd með aðstoð færustu atvinnumanna. Sérhverju sinni sem þú ert á ferð í bænum og sérð að verið er að taka mynd (einkum auglýsingar) skaltu hinkra við, bíða eftir að tökuvélin fari af stað...aksjón!... Meira
23. maí 1996 | Myndlist | -1 orð

Úthverft innsæi

Inger Sitter. Ive Hagen. Opið alla daga frá 13-18. Til 27. maí. Aðgangur ókeypis. ÞEGAR frumþættirnir sem listamaðurinn leitast við að nálgast í kjarna þess sem hann sér og upplifir, kristallast í úthverft næmi og hugsæi á hinn sýnilega efnisheim og fyrirferðina allt um kring. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 123 orð

Valdar andlitsmyndir

SÝNINGU Listasafns Sigurjóns Ólafssonar á völdum andlitsmyndum lýkur nú á sunnudag. "Sýningin veitir einstakt tækifæri til að bera saman þrívíðar, mótaðar andlitsmyndir Sigurjóns við málverk af nokkrum þjóðkunnum Íslendingum eftir eldri meistara á borð við Ásgrím Jónsson, Jóhannes Kjarval, Jón Stefánsson og Kristján Davíðsson. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 387 orð

Verk eftir Þorkel, Haydn og Sibelius

Á TÓNLEIKUM Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Háskólabíói á morgun föstudag kl. 20 verða flutt verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson, Josef Haydn og Jean Sibelius. Hljómsveitarstjóri er Petri Sakari. Einleikari Manuela Wiesler. Meira
23. maí 1996 | Myndlist | 418 orð

Við ströndina

Gunnlaugur Stefán Gíslason. Opið mánud.-laugard. 10-18 og sunnud. 14-18 til 19. maí. Aðgangur ókeypis. ÞEIR miðlar sem listamenn kjósa að vinna í segja oft nokkuð um viðhorf þeirra til listanna og hlutverks þeirra. Þeir sem eru stöðugt að gera tilraunir með ný efni og samsetningar eru oftar en ekki einnig að brydda upp á nýjum viðfangsefnum og leita eftir nýrri sýn á heiminn. Meira
23. maí 1996 | Kvikmyndir | 337 orð

Viðvaningur í vondum málum

Leikstjóri: Bill Bennett. Handrit: Denis Leary og Mike Armstrong. Aðalhlutverk: Sandra Bullock, Denis Leary, Yaphet Kotto, Steven Dillane. Warner Bros. 1996. BANDARÍSKA gamanmyndin Stolen Hearts" (ekki er haft fyrir því að þýða titilinn) segir af kærustupari, Denis Leary og Söndru Bullock, Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 202 orð

"Vokalensemble" í Bústaðakirkju

KÓR ERIKS Westberg, Vokalensemble, heldur tónleika í Bústaðakirkju á vegum Tónlistarskólans í Reykjavík á uppstigningardag kl. 20.30. Á efnisskránni verða verk frá 15. og 16. öld eftir J.S. Bach, Knut Systedt, Jan Sandström, Sven-Erik Back og Anders Nilsson. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 110 orð

Vorhátíð fatlaðra

FULLORÐINSFRÆÐSLA fatlaðra heldur vorhátíð fimmtudaginn 23. maí kl. 19-22. Hátíðin verður haldin í Valsheimilinu við Hlíðarenda. Ýmsir nemendur koma fram t.d. hljómsveitin Plútó og leikhópurinn Perlan. Einnig verður sýning á hand- og listverki nemenda. Ýmsar uppákomur verða til skemmtunar. Hljómsveitin Stælar leikur fyrir dansi. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 199 orð

Vortónleikar á Laugarvatni

LAUGARVATNSDEILD tónlistarskóla Árnesinga hefur haldið reglulega tónleika í vetur og endaði nú með hinum árlegu vortónleikum í Menntaskólanum að Laugarvatni um helgina. Um 50 áheyrendur hlustuðu á 15 nemendur flytja verk sín á tónleikunum flest á píanó en einnig á gítar og með söng. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 52 orð

Vortónleikar Lúðrasveitar Laugarnesskóla

VORTÓNLEIKAR Lúðrasveitar Laugarnesskóla verða haldnir í kvöld kl. 20.30 í skólanum. Sveitin er að undirbúa tónleikaferð um Skotland og eru þessir tónleikar síðasti hnykkurinn á þeim undirbúningi. Sveitina skipa 45 hljóðfæralikarar á aldrinum 10-16 ára og stjórnandi hennar er Stefán Stephensen. Allir velkomnir. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 86 orð

Vortónleikar Tónlistarskóla Njarðvíkur

Á MORGUN, uppstigningardag, halda báðar lúðrasveitir Tónlistarskóla Njarðvíkur, yngri og eldri deild, sína árlegu vortónleika á sal Njarðvíkurskóla kl. 14. Stjórnendur eru Einar St. Jónsson og Haraldur Árni Haraldsson. Aðgangseyrir er kr. 500 en frítt fyrir börn og er kaffi og meðlæti innifalið í verði. Meira
23. maí 1996 | Bókmenntir | 525 orð

Vöxtur og þroski

Á heitu malbiki eftir Ingunni V. Snædal. Reykjavík 1995 ­ 40 bls. Blóm úr sandi eftir Svein Snorra. 1995 ­ 29 bls. VÖXTUR og þroski íslenskrar ljóðagerðar er ekki síst fólginn í nýsköpun orða og hugmynda. Þess vegna eiga ungskáld öðrum fremur að temja sér áræði til að takast á við hefðina og tungumálið af krafti og innlifun. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 48 orð

Þórður frá Dagverðará sýnir

ÞÓRÐUR frá Dagverðará opnar sýningu í Rarik-salnum, Þverklettum 2-4 á Egilsstöðum, föstudaginn 17. maí. Sýningin stendur yfir í tvo daga, henni lýkur 19. maí. Sýningin er opin frá kl. 16-21 á föstudag, en laugardag og sunnudag verður opið frá kl. 10-18. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 78 orð

Þrettán ára leikur Mozart

SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT skipuðum nemendum, kennurum og aðstoðarfólki heldur tónleika í kvöld kl. 20 í sal FÍH við Rauðagerði. Á efnisskrá tónleikanna eru þrjú verk; Forleikurinn um Fingalshelli eftir F. Mendelssohn, sem hann skrifaði aðeins tvítugur. Píanókonsert Mozarts í A-dúr K 488, leikur 13 ára nemandi skólans Dagný Tryggvadóttir. Síðast á efnisskránni er síðasta Lundúna-sinfónía J. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 82 orð

Öskuhaugur í salnum

ÞEIR leikhúsgestir sem leggja leið sína í Theatre Royal í Stratford á næstunni verða óþyrmilega varir við hvert sögusvið verksins Þvílíkt bölvað frelsi" er. Það gerist á öskuhaugum og hefur myndarlegum hrauk verið komið fyrir á sviðinu, sem lyktar eins og verslun góðgerðarsamtaka á rökum vetrardegi" svo að ekki sé tekið dýpra í árinni. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 259 orð

(fyrirsögn vantar)

HOLLENSKUR sérfræðingur hefur nú komist að þeirri niðurstöðu að óundirrituð teikning af konu sem gengur með barn í fangi eftir vegarslóða í roki, sé eftir Vincent van Gogh. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 103 orð

(fyrirsögn vantar)

FLUTNINGUR á hinni lítt þekktu óperu Rossinis, Ermione" á Glyndebourne-óperuhátíðinni í fyrra þótti svo vel heppnaður að ákveðið hefur verið að gera svipaða tilraun í ár. Að þessu sinni verður flutt nánast óþekkt verk eftir Haydn, Theodora", sem er eitt af síðustu verkunum sem hann samdi. Upphaflega er það óratóría en leikstjórinn Peter Sellars mun sviðsetja hana. Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 121 orð

(fyrirsögn vantar)

FARÐU í skrúðgarð að vorlagi eða um sumar, tíndu þar blóm, dýfðu því í málningu með hvaða lit sem þér sýnist, dýfðu lófanum á þér í málningu af öðrum lit, legðu blómið í lófann, búðu til afþrykk á pappír af lófanum og blóminu, þektu afþrykkið með sólblómaolíu þegar liturinn á því er þornaður, settu síðan blaðið í plastbakka með tæru vatni, Meira
23. maí 1996 | Menningarlíf | 260 orð

(fyrirsögn vantar)

NÝR geisladiskur Sinfóníuhljómsveitar Íslands þar sem flutt er sögusinfónía Jóns Leifs fær góða dóma í Politiken fyrir skemmstu. Byrjað er á því að fara fögrum orðum um tónleika hljómsveitarinnar í Tívolí þar sem meðal annars var flutt verk eftir Jón. Meira

Umræðan

23. maí 1996 | Aðsent efni | 987 orð

Athugasemd við greinina "Til varnar Flateyri"

LAUGARDAGINN 4. maí síðastliðinn skrifaði Önundur Ásgeirsson frá Sólbakka grein í Morgunblaðið þar sem hann gagnrýnir tillögu að varnargörðum gegn snjóflóðum fyrir Flateyri. Tillagan var unnin af Norsku jarðtæknistofnunni (NGI) og Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen (VST) og greint var frá henni í Morgunblaðinu og öðrum fjölmiðlum fyrir nokkru. Meira
23. maí 1996 | Kosningar | 1009 orð

Göfuglynd heiðurskona með tónlistina í æðum sér

PÉTUR Kr. Hafstein hæstaréttardómari er frambjóðandi til forsetakjörs næsta kjörtímabil. Kona hans er Ingibjörg Ásta Birgisdóttir. Hjónin eiga þrjá mannvænlega syni á aldrinum 17, 14 og 9 ára. Það vakti fögnuð hjá mörgum landsmönnum þegar forsetaframboð hans barst. Þessi hjón bera með sér glæsileik og höfðinglegt viðmót. Meira
23. maí 1996 | Bréf til blaðsins | 350 orð

Hlutur ríkisins liggur eftir í máli Sophiu Hansen

ÍSLENSKA þjóðin hefur stutt Sophiu Hansen og dætur hennar dyggilega. Hlutur ríkisins liggur hins vegar eftir. Eflaust er það vegna þess að mál mæðgnanna hefur enn ekki verið skilgreint sem mál íslenska ríkisins. Það er þó orðið tímabært að gera það. Um leið verður að gera allt sem þarf til að ljúka málinu farsællega eins og öðrum málum ríkisins, t.d. landhelgismálum fyrr og nú, sýna vilja í verki. Meira
23. maí 1996 | Aðsent efni | 571 orð

Lífeyrisgreiðslur opinberra starfsmanna

PÉTUR H. Blöndal alþingismaður og tryggingafræðingur ritar tvær greinar í Morgunblaðið 15. og 16. maí sl. Greinarnar fjalla um lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna og bága stöðu lífeyrissjóðs þeirra. Eins og vænta mátti af skynugum tryggingafræðingi eru greinarnar skrifaðar af hógværð og efnisatriði málefnaleg. Meira
23. maí 1996 | Aðsent efni | 555 orð

Markviss og hvetjandi launastefna ASÍ

HÖFUÐMARKMIÐ á Íslandi næstu árin í þróun og þroska þjóðlífsisn atvinnulega séð hlýtur að vera þríþætt. Að halda stöðugleika í efnahagsmálum, hækka laun verkafólks og skapa fleiri atvinnutækifæri með fullvinnslu og nýsköpun. Í ljósi þessa er bæði forvitnilegt og ánægjulegt að fara ofan í saumana á þeirri stefnumótun sem nú er rædd á þingi Alþýðusambands Íslands. Meira
23. maí 1996 | Bréf til blaðsins | 479 orð

Ný númeraspjöld á einkabifreiðir varnarliðsmanna

NÚ UM áramótin gaf utanríkisráðuneytið út nýja reglugerð sem kveður á um að í framtíðinni skuli einkabifreiðir varnarliðsmanna bera númer með sama lit og Íslendingar, en ekki gul. Síðan mun lítið frímerki sett vinstra megin sem sjálfsagt verður erfitt að lesa nema með stækkunargleri. Þetta á að gera svo að Bandaríkjamenn verði ekki fyrir aðkasti þegar þeir eru að skemmta sér utan varnarsvæða. Meira
23. maí 1996 | Aðsent efni | 1118 orð

Ríkisútvarpið h.f. og verkefni á næstu öld

Hvarvetna þar sem opinberir fjölmiðlar starfa með líkum hætti og hér, hefur skylduáskrift til þeirra í formi afnotagjalda orðið umdeildari en áður. Almenningur er ekki lengur bundinn eða háður einni stöð heldur velur áskriftarsjónvarp að eigin smekk og hlustar á mýmargar útvarpsstöðvar. Við þau skilyrði hlýtur áratugagamalt kerfi afnotagjalda að verða skoðað í nýju ljósi. Meira
23. maí 1996 | Aðsent efni | 504 orð

Síðustu (vonandi) nornaveiðarnar á þessu árþúsundi

NÝVERIÐ hafa tveir einkaflugmenn verið kærðir fyrir að láta hjól landflugvéla sinna snerta vatnsyfirborð. Mál þetta kemur fyrir héraðsdóm í þessari viku. Mál þetta upphófst með kæru til Loftferðaeftirlitsins sem síðan sendi það RLR og þaðan fór það til ríkissaksóknara sem gaf út ákæru fyrir "hættuflug og brot á reglum um lágmarksflughæð". Meira
23. maí 1996 | Aðsent efni | 425 orð

Sjúkranudd

Í DAG, þann 23. maí á Sjúkranuddarafélag Íslands 15 ára afmæli. Af því tilefni viljum við félagar í SNFÍ upplýsa almenning um okkar starfsgrein. SNFÍ var í upphafi stofnað til þess að sameina alla þá sjúkranuddara sem sótt höfðu viðurkennda sjúkranuddskóla. Meira
23. maí 1996 | Bréf til blaðsins | 372 orð

Um þróun siðalögmála og notkun skattpeninga

SÉRFRÆÐINGAFÉLAG íslenskra lækna hefur ályktað um frumvarp til laga um réttindi sjúklinga, kemur þar ýmislegt fram er okkur hjá Samtökunum Lífsvog fannst ekki sérstaklega aðfinnsluvert, s.s. að fjárhagsrammi væri utan um heilbrigðismál á hverjum tíma. Frumvarp þetta er hins vegar fremur leiðbeiningarplagg til handa heilbrigðisstarfsmönnum, en vörður um eiginleg réttindi sjúklinga. Meira

Minningargreinar

23. maí 1996 | Minningargreinar | 648 orð

Guðmundur Guðröðarson

Hann Gummi Guðröðar sveitungi minn og vinur er horfinn af sjónarsviðinu langt um aldur fram, hann lést á heimili sínu þann 8. maí síðastliðinn. Það fór um mig ónotaleg tilfinning þegar mér voru sagðar þessar fréttir enda stutt milli stórra högga. Gummi ólst upp í Kálfavík í Ögurhreppi þannig að við vorum sveitungar öll okkar bestu ár. Meira
23. maí 1996 | Minningargreinar | 66 orð

GUÐMUNDUR GUÐRÖÐARSON Guðmundur Guðröðarson var fæddur á Seyðisfirði 31. desember 1933. Hann lést í Bolungarvík 8. maí

GUÐMUNDUR GUÐRÖÐARSON Guðmundur Guðröðarson var fæddur á Seyðisfirði 31. desember 1933. Hann lést í Bolungarvík 8. maí síðastliðinn. Foreldrar Guðmundar voru Guðröður Jónsson og Guðrún Guðmundsdóttir. Guðmundur átti einn hálfbróður, Gunnar Guðröðarson, og sjö alsystkini. Meira
23. maí 1996 | Minningargreinar | 101 orð

Gunnar Hjörtur Bjarnason

Góður vinur okkar Gunnar Hjörtur er horfinn á braut og viljum við hér kveðja hann með þessum orðum. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Meira
23. maí 1996 | Minningargreinar | 361 orð

Gunnar Hjörtur Bjarnason

Í hendi Guðs er hver ein tíð, í hendi Guðs er allt vort stríð, hið minnsta happ, hið mesta fár hið mikla djúp, hið litla tár. (M. Joch.) Okkar góði félagi og kæri vinur Gunnar Hjörtur Bjarnason er fallinn frá í blóma lífsins. Meira
23. maí 1996 | Minningargreinar | 324 orð

Gunnar Hjörtur Bjarnason

Þagalt og hugalt skyli þjóðans barn ok vígdjarft vera; glaður og reifur skyli gumna hver, uns sinn bíður bana. (Hávamál.) Meðal okkar þjóðar hafa ætíð lifað sögur um hetjur, sem hvorki létu sér bregða við sár né bana. Meira
23. maí 1996 | Minningargreinar | 188 orð

Gunnar Hjörtur Bjarnason

Okkur langar að kveðja Gunnar Hjört Bjarnason. Ævi Gunnars var stutt, aðeins 21 ár, og þar af 17 ár við fulla heilsu. Okkur er það minnisstætt er Bjarni, faðir Gunnars, kom til okkar laugardagsmorgun einn sumarið 1992, þá sagði hann okkur að Gunnar væri orðinn veikur og gæti því ekki hjálpað okkur í garðinum eins og til hafði staðið. Meira
23. maí 1996 | Minningargreinar | 215 orð

Gunnar Hjörtur Bjarnason

Gunnar Hjörtur Bjarnason er farinn frá okkur svona ungur. Hann var nemandi í Fjölbrautaskóla Vesturlands og lauk stúdentsprófi í desember síðastliðnum. Okkur hafði verið ljóst um hríð að Gunnar Hjörtur átti í baráttu við erfiðan sjúkdóm. Við fylltumst von og bjartsýni þegar hann kom í skólann sl. haust til að ljúka námi eftir nokkur hlé sem hann hafði orðið að gera vegna veikindanna. Meira
23. maí 1996 | Minningargreinar | 181 orð

Gunnar Hjörtur Bjarnason

Að morgni 15. maí sl. fengum við þær sorglegu fréttir að vinur okkar Gunnar Hjörtur væri dáinn. Strákurinn sem var okkur eins og eldri bróðir. Það má segja að við höfum alist upp saman. Foreldrar okkar eru vinafólk og við fórum oft saman í ferðalög og eru okkur sérstaklega minnisstæð öll sumarfríin í Húsafelli og veiðiferðirnar á Hólmavatn. Meira
23. maí 1996 | Minningargreinar | 315 orð

Gunnar Hjörtur Bjarnason

Ég sit við eldhúsgluggann heima hjá mér og horfi á kvöldsólina hníga við Akranes. Hugurinn leitar yfir sundin og ég minnist Gunnars Hjartar sem ég og fjölskylda mín vorum samferða í rúmlega 21 ár. Myndirnar renna hjá og ég sé fyrir mér litla drenginn sem æskuvinkona konunnar minnar, Olga, var þá nýbúin að eignast. Ég man þá gleði sem hann veitti henni og Bjarna, pabba sínum. Meira
23. maí 1996 | Minningargreinar | 62 orð

GUNNAR HJöRTUR BJARNASON

GUNNAR HJöRTUR BJARNASON Gunnar Hjörtur Bjarnason fæddist á Akureyri 12. október 1974. Hann lést á Akureyri 15. maí sl. Foreldrar hans eru Bjarni Einar Gunnarsson og Valgerður Olga Lárusdóttir. Systir hans er Ása Katrín, f. 18.júní 1990. Meira
23. maí 1996 | Minningargreinar | 31 orð

Gunnar Hjörtur Bjarnason Þó í okkar feðra fold falli allt sem lifir enginn getur mokað mold minningarnar yfir. (B.J.) Elsku

Gunnar Hjörtur Bjarnason Þó í okkar feðra fold falli allt sem lifir enginn getur mokað mold minningarnar yfir. (B.J.) Elsku Gunnar Hjörtur. Megi Guð og góðir andar fylgja þér. Þín vinkona, Gunnur. Meira
23. maí 1996 | Minningargreinar | 48 orð

Gunnar Hjörtur Bjarnason Þú varst einn af okkur. Þú varst alltaf í góðu skapi. Þú varst hugmyndaríkur. Þú varst skynsamur. Þú

Gunnar Hjörtur Bjarnason Þú varst einn af okkur. Þú varst alltaf í góðu skapi. Þú varst hugmyndaríkur. Þú varst skynsamur. Þú varst sjálfstæður. Þú varst áreiðanlegur. Þú varst einlægur. Þú varst baráttumaður. Þú varst þú sjálfur. Meira
23. maí 1996 | Minningargreinar | 279 orð

Laufey Svava Brandsdóttir

Laufey Svava Brandsdóttir hefur kvatt okkur og fengið hvíldina eftir erfið veikindi sem hún hefur átt við að stríða síðastliðin þrjú ár. Þessi kraftmikla kona, sem stóð alla tíð á eigin fótum af miklum dugnaði, "missti fótanna" við erfitt mjaðmabrot. Var þá eins og kjarkurinn brysti einnig að hluta. Meira
23. maí 1996 | Minningargreinar | 26 orð

LAUFEY SVAVA BRANDSDÓTTIR

LAUFEY SVAVA BRANDSDÓTTIR Laufey Svava Brandsdóttir fæddist í Reykjavík 16. september 1908. Hún lést 15. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 21. maí. Meira
23. maí 1996 | Minningargreinar | 143 orð

Ólafur Guðlaugsson

Langafi okkar var alltaf kallaður Óli. Í minningu okkar er hann einn besti maður sem við höfum nokkurn tíma þekkt. Okkur þótti mjög vænt um hann. Við tókum það mjög nærri okkur þegar hann dó. Það var mjög skrýtið þegar við heyrðum þetta. Raunar bar þetta svo brátt að, að við erum varla búin að átta okkur ennþá. Það er eins og hann hafi bara skroppið í ferðalag og komi ekki aftur. Meira
23. maí 1996 | Minningargreinar | 328 orð

Ólafur Guðlaugsson

Á fyrsta ári lýðveldisins flutti ég til Skagastrandar. Síðan hefur margt breyst í þjóðlífi okkar. En manndómurinn breytir ekki sínum góðu gildum. Einn af mínum fyrstu og bestu vinum hér á Ströndinni ­ Ólafur Guðlaugsson ­ hefur nú stigið yfir landamæri þessa lífs og þess næsta. Hann fór létt með það líkt og allt sem hann gerði. Lagni og öryggi einkenndu öll hans störf. Meira
23. maí 1996 | Minningargreinar | 368 orð

Ólafur Guðlaugsson

Nú er hann sofnaður svefninum langa elskulegur tengdafaðir minn Ólafur Guðlaugsson eða Óli eins og hann var alltaf kallaður, ég kynntist þessum hugljúfa manni fyrir tuttugu og sex árum. Hann bjó þá á Skagaströnd ásamt konu sinni, Jóninnu Hafsteinsdóttur, en hún lést fyrir einu og hálfu ári. Meira
23. maí 1996 | Minningargreinar | 300 orð

Ólafur Guðlaugsson

Hann afi er fluttur. Hann ákvað að nú væri kominn tími til að líta eftir henni ömmu heitinni, sem hann saknaði svo mjög. Hann hélt því af stað í sína hinstu för hress og glaður og við erum þess fullviss að hann er nú í góðum höndum. Blóm eru ódauðleg. Þú klippir þau í haust og þau vaxa aftur í vor, ­ einhversstaðar. (H. Laxness. Meira
23. maí 1996 | Minningargreinar | 561 orð

Ólafur Guðlaugsson

Dagur reis handan við Skálafellið og austurloftið logaði. Sólin kom í ljós og sendi geislaregn yfir sofandi borg, lygnan flóa og döggvott lauf. Lóa rauf kyrrð, alein í grasi. Ný dögun ...sú fyrsta í mínu lífi sem afi minn ekki sá. Augun hans eru nú aftur á þessari jörð. Ég sé ekki framar glampa í þeim kærleikann, hrekkleysið, kímnina. Ekki um hríð. Meira
23. maí 1996 | Minningargreinar | 299 orð

ÓLAFUR GUÐLAUGSSON

ÓLAFUR GUÐLAUGSSON Ólafur Guðlaugsson var fæddur á Sæunnarstöðum í Hallárdal, 11. júní 1911. Hann andaðist á heimili dóttur sinnar hinn 17. maí síðastliðinn. Foreldrar Ólafs voru Guðlaugur Guðmundsson og Arnbjörg Þorsteinsdóttir. Þau eignuðust níu börn og lifðu sjö. Þau eru Þorsteinn Sigurbjörn, f. Meira
23. maí 1996 | Minningargreinar | 103 orð

Ólafur Guðlaugsson Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er

Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem. Meira
23. maí 1996 | Minningargreinar | 483 orð

Víglundur Arnljótsson

Með nokkrum orðum vil ég kveðja tengdaföður minn. Eins og flestir af hans kynslóð hóf hann ungur að vinna við hin ýmsu störf sem til féllu. Á sumrum vann hann ýmist við vegavinnu eða almenn sveitastörf, fór til sjós eða á vetrarvertíðir á Suðurlandi, m.a. til Vestmannaeyja eða í síldina á Siglufirði. Meira
23. maí 1996 | Minningargreinar | 163 orð

Víglundur Arnljótsson

Mér er ljúft að setjast niður og skrifa nokkrar línur til minningar um Víglund Arnljótsson. Þó kynni okkar yrðu ekki löng þá voru þau mér mikils virði, aldrei fór ég svo frá þessum elskulegu hjónum Hermínu og Víglundi að ég hefði ekki öðlast meiri gleði og fróðleik en þegar ég kom. Meira
23. maí 1996 | Minningargreinar | 358 orð

Víglundur Arnljótsson

Elsku pabbi, nú ertu horfinn á braut, bak við móðuna miklu. Ekki hefðum við trúað því þegar við systkinin ákváðum að allur systkinahópurinn skyldi mæta í afmælið þitt og samgleðjast þér og mömmu. Það var eins og þú hefðir beðið eftir því að við værum öll samankomin því þá gastu kvatt okkur eins og þér var einum lagið með bros á vör og blik í augum. Meira
23. maí 1996 | Minningargreinar | 102 orð

VÍGLUNDUR ARNLJÓTSSON

VÍGLUNDUR ARNLJÓTSSON Víglundur Arnljótsson fæddist í Hjaltabakkakoti í Svartárdal 18. maí 1916. Hann lést á heimili sínu á áttatíu ára afmælisdaginn sinn 18. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru hjónin Arnljótur Jónsson og Jóhanna Jóhannesdóttir. Víglundur var yngstur af fimm systkinum sem öll eru látin. 14. Meira
23. maí 1996 | Minningargreinar | 99 orð

Víglundur Arnljótsson Elsku afi. Nú þegar þú ert horfinn á braut þá rifjast upp fyrir okkur margar góðar minningar. Frá þeim

Elsku afi. Nú þegar þú ert horfinn á braut þá rifjast upp fyrir okkur margar góðar minningar. Frá þeim tíma sem við bjuggum á Akureyri. Öll þau skipti sem þú og amma komuð út í Tungusíðu í heimsókn til okkar og bara til þess eins að vera hjá okkur. Við munum varðveita þessar minningar eins og gull og við vitum að þú ert kominn í góðar hendur. Og elsku amma, við elskum þig öll. Meira
23. maí 1996 | Minningargreinar | 83 orð

Víglundur Arnljótsson Elsku afi, okkur langar til að kveðja þig með örfáum orðum. Við vitum að þú varst búinn að vera veikur

Elsku afi, okkur langar til að kveðja þig með örfáum orðum. Við vitum að þú varst búinn að vera veikur lengi en alltaf varstu jafn glaður og hress í bragði þegar þú heyrðir í okkur eða sást. Við hefðum viljað vera meira með þér síðustu árin og við hugsum til þín með söknuði og trega. Elsku amma, Guð blessi þig. Við vitum að það er sárt að sjá á eftir afa, en hann mun alltaf vera hjá þér. Meira
23. maí 1996 | Minningargreinar | 109 orð

Víglundur Arnljótsson Elsku afi, okkur langar til að kveðja þig með örfáum orðum. Þú varst alltaf svo góður við mig og Karen

Elsku afi, okkur langar til að kveðja þig með örfáum orðum. Þú varst alltaf svo góður við mig og Karen Ýri, það var alveg sama hvað við báðum þig um, alltaf varst þú tilbúinn að hlusta á okkur og sitja hjá okkur og halda í höndina á okkur þegar við vorum að horfa á barnatímann í sjónvarpinu. Við elskum þig, kæri afi, og munum aldrei gleyma þér. Meira
23. maí 1996 | Minningargreinar | 301 orð

Þorbjörg Einarsdóttir

Hún Tobba frænka er dáin. Ég kallaði hana alltaf frænku, því hún var gift honum Summa bróður hennar mömmu. Það er alltaf erfitt að sætta sig við það, þegar dauðinn sækir þá sem okkur þykir svo óskaplega vænt um. Mikið sakna ég þín nú þegar, elsku Tobba mín. Og mikill er söknuðurinn hennar mömmu. Þið voruð alltaf eins og systur. Meira
23. maí 1996 | Minningargreinar | 648 orð

Þórarinn Þórarinsson

Þegar litið er yfir ævistarf afa setur óeigingjörn og fórnfús vinna í þágu annarra á það sterkan svip. Flestum eru kunnug þau verk, sem liggja eftir hann í þágu hugsjóna hans og þess flokks sem hann taldi þeim best borgið hjá. Meira
23. maí 1996 | Minningargreinar | 1816 orð

Þórarinn Þórarinsson

Þórarinn Þórarinsson, fyrrv. alþm. og ritstjóri, er til grafar borinn í dag. Er þá lokið langri mannsævi, því að hann var á 82. aldursári er hann lést. Er þess þá ekki síður að minnast, að hann átti manna lengsta starfsævi sem blaðamaður og ritstjóri eða meira en hálfa öld samfleytt. Þórarinn Þórarinsson var fæddur í Ólafsvík 19. sept. 1914. Meira
23. maí 1996 | Minningargreinar | 475 orð

Þórarinn Þórarinsson

"Nóg er hvað þú ert ljótur, en þú þarft nú ekki að vera leiðinlegur líka", sagði gefandinn, þegar hann rétti mér forkunnarfagra kassamyndavél í leðurtösku, þar sem ég pjakkur stóð albúinn á leið í sveitina. "Vertu nú svolítið mannborulegur og skemmtilegur, taktu myndir af fólkinu í sveitinni, fallegu hestunum, hundunum, kúnum og fénu. Meira
23. maí 1996 | Minningargreinar | 235 orð

Þórarinn Þórarinsson

Blaðamannafélag Íslands kveður í dag Þórarin Þóarinsson fyrrv. blaðamann og ritstjóra. Þórarinn hóf ungur störf við blaðamennsku og það starfssvið var honum alla tíð kært þótt hann ætti eftir að koma víða við á sínum starfsferli, bæði í stjórnmálum og við almenn ritstörf. Það var árið 1933 sem Þórarinn hóf blaðamannsferil sinn á Nýja dagblaðinu sem þá var að hefja göngu sína. Meira
23. maí 1996 | Minningargreinar | 296 orð

Þórarinn Þórarinsson

Þórarinn Þórarinsson átti ásamt Einari Ágústssyni mestan þátt í því að rífa upp fylgi Framsóknarflokksins í Reykjavík á sjöunda áratugnum. Það var ekki heiglum hent, enda harður áróður gegn framsóknarmönnum í Reykjavík í þá daga. Þórarinn kunni hins vegar öðrum fremur þá list að benda á sameiginlega hagsmuni þéttbýlisbúa og landsbyggðarmanna til að draga úr gagnkvæmri tortryggni þeirra. Meira
23. maí 1996 | Minningargreinar | 1091 orð

Þórarinn Þórarinsson

Svo spáði spaks manns vör, að vín veiti stundargleði, hjónaband munað fárra mánaða, en garðyrkja heillar ævi hamingju. Þannig var Þórarinn Þórarinsson gæfumaður í bráð og lengd, hann var reglumaður, eignaðist konu sem var stjarna drauma hans, og varð þeirrar gæfu aðnjótandi að stunda sinn garð, ritstörf og stjórnmál, alla ævi. Meira
23. maí 1996 | Minningargreinar | 1133 orð

Þórarinn Þórarinsson

Með Þórarni Þórarinssyni er horfinn af sjónarsviðinu sá maður sem hvað mesta yfirsýn hafði yfir stjórnmálabaráttu og þróun stjórnmála, menn og málefni, á Íslandi frá árunum fyrir síðari heimsstyrjöldina allt fram að þessum áratug. Nítján ára gamall hóf hann störf við blaðamennsku. Meira
23. maí 1996 | Minningargreinar | 474 orð

Þórarinn Þórarinsson

Með Þórarni Þórarinssyni er genginn einn reyndasti stjórnmálamaður þessarar aldar, einn umtalaðasti ritstjóri okkar tíma og einn trúasti hugsjónamaður Framsóknarflokksins, ekki aðeins í Reykjavík heldur á landinu öllu. Meira
23. maí 1996 | Minningargreinar | 566 orð

Þórarinn Þórarinsson

Þórarinn Þórarinsson var fæddur í Ólafsvík 19. september 1914. Faðir hans, Þórarinn Þórðarson sjómaður, drukknaði áður en hann fæddist. Móðir hans var Kristjana Magnúsdóttir og gerðist hún ráðskona eftir fæðingu Þórarins hjá Bjarna Sigurðssyni í Kötluholti í Fróðárhreppi. Bjarni var ekkjumaður með mörg börn og ólst Þórarinn upp með þeim systkinum. Meira
23. maí 1996 | Minningargreinar | 595 orð

Þórarinn Þórarinsson

Sérhver einstaklingur í þjóðfélaginu skilur eftir sig spor. Af eðlilegum ástæðum verða sporin misjafnlega áberandi, en allir geta verið sammála um það að Þórarinn Þórarinsson markaði dýpri spor í sögu íslensku þjóðarinnar en almennt gerist. Meira
23. maí 1996 | Minningargreinar | 411 orð

ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON bls44 ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON

ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON bls44 ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON Þórarinn Þórarinsson fæddist í Ólafsvík 19. september 1914. Hann lézt á Borgarspítalanum 13. maí sl. Foreldrar hans voru Kristjana Magnúsdóttir, d. 1968, og Þórarinn Þórðarson, d. 1914, sjómaður í Ólafsvík. Meira
23. maí 1996 | Minningargreinar | 357 orð

Þórarinn Þórarinsson Þegar afi dó hafði hann verið veikur í átta ár. E

Þegar afi dó hafði hann verið veikur í átta ár. Ellin leikur fólk misjafnlega, og fylgir engum greinilegum reglum. Suma rænir hún heilsunni hægt og bítandi, og aðra skyndilega, suma seint og aðra snemma. Meira

Viðskipti

23. maí 1996 | Viðskiptafréttir | 126 orð

Belgir hættulegir án belta

LÍKNARBELGIR í bifreiðum geta verið lífshættulegir, einkum litlum börnum, ef bílbelti eru ekki notuð þegar árekstur á sér stað, að sögn bandarískra embættismanna. Boðuð hefur verið 10 milljóna dollara herferð til að fræða almenning og munu framleiðendur bifreiða og líknarbelgja og tryggingafélög standa straum af kostnaðinum. Meira
23. maí 1996 | Viðskiptafréttir | 161 orð

Bréf í Biotech hækka vegna lyfs við krabba

LÍFFRÆÐILEG tækni í Bretlandi hefur styrkzt við jákvæða niðurstöðu nýrra tilrauna með helzta krabbameinslyf British Biotech Plc, sem margir telja fremsta fyrirtæki á sínu sviði í Evrópu. Hlutabréf í British Biotech hækkuðu um 33% og seldust á 38,25 pund, langhæsta verði til þessa, þótt þau lækkuðu í 36,15 pund fyrir lokun. Hækkunin var 535 pens frá opnun. Meira

Daglegt líf

23. maí 1996 | Neytendur | 389 orð

Kílóið af innfluttri papriku á annað þúsund krónur

ERLEND paprika þykir dýr þessa dagana. Kílóið af innfluttri appelsínugulri og gulri papriku var á yfir þúsund krónur í heildsölu hjá Ágæti í gær en verðið á grænni íslenskri papriku mun lægra. Markaðurinn annar brátt eftirspurn Meira
23. maí 1996 | Neytendur | 746 orð

Léttir réttir í sumarbrúðkaupið

ÞAÐ skiptir máli hvenær ársins brúðkaup er haldið," segir Ragnar Wessmann matreiðslumeistari þegar hann er spurður um veitingar í brúðkaup. Hann segist ráðleggja sumarbrúðhjónum að nota forrétti sem eru léttir eins og grænmeti og ferskan spergil. "Humar er líka mjög góður um þessar mundir, hann er ferskur og stór og því hentugur sem forréttur. Meira
23. maí 1996 | Neytendur | 85 orð

Lítið kaffihús sett upp í Fjarðarkaupum

Í FJARÐARKAUPUM hefur verið sett upp kaffihús frá Te & kaffi. Þar er kaffikvörn þar sem viðskiptavinir Fjarðarkaupa geta malað nýbrenndar kaffibaunir frá kaffibrennslunni sem er í Hafnarfirði. Lögð er áhersla á að kaffið sé alltaf nýbrennt og ferskt. Tvær tegundir eru seldar í 500 gramma pakkningum, Columbia Santos blanda og Java Mokka blanda. Kostar pakkinn 345 krónur. Meira
23. maí 1996 | Neytendur | 717 orð

Steinskr nr. 41,7

Steinskr nr. 41,7 Meira
23. maí 1996 | Neytendur | 71 orð

Svartfuglsegg í Nóatúni

SVARTFUGLS-, ritu-, og fýlsegg eru komin í verslanir Nóatúns og segir Júlíus Jónsson kaupmaður að þau séu að minnsta kosti 10-12 dögum fyrr á ferðinni en venjulega. Svartfuglseggin kosta 98 krónur, ritueggin eru seld á 48 krónur og fýlseggin á 59 krónur. Að sögn Júlíusar er eftirspurnin alltaf mest eftir svartfuglseggjunum. Meira

Fastir þættir

23. maí 1996 | Dagbók | 2719 orð

APÓTEK

apótekanna í Reykjavík. Vikuna 17.-23. maí verða Laugarnes Apótek, Kirkjuteigi 21 og Árbæjar Apótek, Hraunbæ 102 opin til kl. 22. Frá þeim tíma er Laugarnes Apótek opið til morguns. »BORGARAPÓTEK: Opið virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. 10-14. Meira
23. maí 1996 | Í dag | 26 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Áttræður er í dag, Kjart

Árnað heilla ÁRA afmæli. Áttræður er í dag, Kjartan Ragnars, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi sendifulltrúi, Bólstaðahlíð 15, Reykjavík. Eiginkona hans er Ólafía Ragnars, húsmóðir. Þau verða að heiman. Meira
23. maí 1996 | Í dag | 92 orð

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 23

Árnað heillaÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 23. maí, er áttatíu og fimm ára Arinbjörn S.E. Kúld, til heimilis á Hrafnistu í Reykjavík.Hann verður að heiman. ÁRA afmæli. Í dag, fimmtudaginn 23. Meira
23. maí 1996 | Fastir þættir | 88 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsdeild félags e

Spilaður var Mitchell-tvímenningur þriðjudaginn 14. maí 1996. 22 pör mættu, úrslit urðu: N/S-riðill Baldur Ásgeirsson - Magnús Halldórsson275Jón Stefánsson - Þorsteinn Laufdal274Sæbjörg Jónasdóttir - Þorsteinn Erlingsson244A/V-riðill Guðmunda Þorsteinsd. Meira
23. maí 1996 | Fastir þættir | 51 orð

BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson KjördæmamótBridssa

Kjördæmamótið fer fram á Selfossi um næstu helgi. Spilað verður á Hótel Selfossi og er mótssetningin kl. 12.45 á laugardag en spilamennskan hefst kl. 13. Spilað er í tveimur deildum, þrjár umferðir, allir við alla. Mótinu lýkur um kl. 18.15 á sunnudag með verðlaunaafhendingu. Meira
23. maí 1996 | Fastir þættir | 568 orð

BRÚNKUR OG MÚFFUR

Um þessar mundir er skemmtilegasti tíminn til fuglaskoðunar. Í byrjun maí fór hópur fuglaáhugafólks héðan ofan af Garðaholti niður að Skógtjörn, sem er vestan á Álftanesi, en um hana liggja mörk Bessastaðahrepps og Garðabæjar. Sjávarfalla gætir í Skógtjörn því mjótt sund í sjó fram er við Hliðsnes. Meira
23. maí 1996 | Í dag | 365 orð

EPPNIN í 1. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu hefst í kvöld og má

EPPNIN í 1. deild Íslandsmótsins í knattspyrnu hefst í kvöld og má búast við harðari keppni í deildinni í ár en undanfarin ár þegar Skagamenn báru höfuð og herðar yfir önnur lið. Síðustu ár hafa Akurnesingar skemmt sér konunglega yfir fótboltanum, en geta þeirra gulu og gleði hafa stundum farið í taugarnar á stuðningsmönnum annarra liða, sem hefur fundist nóg um. Meira
23. maí 1996 | Í dag | 54 orð

LEIÐRÉTT

Í formála minningargreina um Sigurð Hjálmar Jónsson frá Ísafirði á blaðsíðu 41 í Morgunblaðinu á þriðjudag 21. maí var Steingerður móðir hans sögð Jónsdóttir, en hún er Gunnarsdóttir (ekki Guðmundsdóttir eins og misritaðist í leiðréttingu með greinum um Sigurð í Morgunblaðinu á Miðvikudag). Eru hlutaðeigendur innilega beðnir afsökunar á þessum mistökum. Meira
23. maí 1996 | Fastir þættir | 710 orð

Páskaliljur í steinhæðum

PÁSKALILJAN er ein helsta einkennisplanta reykvískra garða í maí, já, sjálfsagt garða um allt land. Allir sem á annað borð horfa á garðplöntur þekkja páskaliljur og fólki verður ekki skotaskuld úr að lýsa þeim, þessar háu, gulu með lúðrinum, og allir vita hvað við er átt. En það er alltaf hægt að gera einfalt mál flókið og það á svo sannarlega við um páskaliljurnar. Meira
23. maí 1996 | Dagbók | 616 orð

Reykjavíkurhöfn: Í gær komu til hafnarDísarfell, Mælifell, Viðey

Reykjavíkurhöfn: Í gær komu til hafnarDísarfell, Mælifell, Viðey og Haukur. Út fóru Nordstar, Laxfossog Ottó N. Þorláksson. Hafnarfjarðarhöfn: Í fyrrakvöld fóru Lómurog Olshana. Í gærmorgun kom Pylva til löndunar. Meira
23. maí 1996 | Fastir þættir | 308 orð

Sumarbrids hafið SUMARBRIDS 1996 hófst með smelli má

SUMARBRIDS 1996 hófst með smelli mánudaginn 20. maí. 20 pör spiluðu tölvureiknaðan Mitchell tvímenning með forgefnum spilum. Meðalskor var 21 og efstu pör voru: N/S-riðill Gylfi Baldursson - Sigurður B. Meira
23. maí 1996 | Í dag | 143 orð

TVÍTUG króatísk stúlka, nemur enskar bókmenntir í háskólan

TVÍTUG króatísk stúlka, nemur enskar bókmenntir í háskólanum í Zagreb, með margvísleg áhugamál: Ivana Busljeta, Kolarova 12, 10 000 Zagreb, Croatia. TUTTUGU og fjögurra ára bandarískur piltur, fæddist í Reykjavík en hefur búið í Flórída nær allt sitt líf. Með áhuga á líkamsrækt, tónlist. Meira
23. maí 1996 | Í dag | 453 orð

Velvakandi, format 31,7

Velvakandi, format 31,7 Meira

Íþróttir

23. maí 1996 | Íþróttir | 47 orð

1. umferð í kvöld

KEPPNI í 1. deild karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu hefst í kvöld kl. 20. Íslandsmeistarar Skagamanna fá Stjörnuna í heimsókn, KR- ingar leika í Keflavík, Breiðablik mætir Fylki í Kópavogi, ÍBV tekur á móti Leiftri í Eyjum og Grindvíkingar leika gegn Val að Hlíðarenda. Meira
23. maí 1996 | Íþróttir | 60 orð

Aftur sigur hjá Chicago

MICHAEL Jordon skoraði 35 stig þegar Chicago Bulls lagði Orlando Magic í öðrum úrslitaleiknum á austurströndinni, 93:88. Jordan og félagar náði mest átján stiga forskoti og eru komnir yfir, 2:0. Shaquille O'Neal skoraði 36 stig og tók 16 fráköst fyrir gestina, sem léku án Horace Grant. Næstu tveir leikir liðanna verða í Orlando, á laugar- og mánudag. Meira
23. maí 1996 | Íþróttir | 199 orð

ALEXANDER Fassen

ALEXANDER Fassen er annar hlutlausi dómarinn á EM í körfu og hann dæmdi fyrsta leikinn í gær. Snemma leiks dæmdi hann ruðning á Albaníu og með miklum tilþrifum gaf hann merkið, rétti hnefann í átt að körfu þeirra. Svo illa vildi til að einn Dani varð fyrir merkjagjöf dómarans sem gaf honum því einn á lúðurinn. Meira
23. maí 1996 | Íþróttir | 412 orð

Besti leikur okkar

Juventus fagnaði sigri í Meistaradeild Evrópu í Róm í gærkvöldi. Liðið vann Ajax 4:2 í vítakeppni en staðan var 1:1 að loknum framlengdum leik. Úrslitaleikurinn í Evrópukeppni meistaraliða fór síðast fram á ólympíuleikvanginum í Róm 1984 og þá fór á sama veg; Liverpool vann Roma 4:2 í vítakeppni eftir að staðan hafði verið 1:1 eftir 120 mínútna leik. Meira
23. maí 1996 | Íþróttir | 98 orð

Bræðurnir leika gegn Kínverjum

BRÆÐURNIR hjá Manchester United, Gary og Philip Neville, verða fyrstu bræðurnir síðan Bobby og Jack Charlton lék saman 1970, til að klæðast enska landsliðsbúningum í sama leik. Terry Venables, landsliðsþjálfari, valdi þá í byrjunarlið sitt sem mætir Kínverjum í Peking í dag. Leikmenn enska liðsins fór að skoða Kínamúrinn í gær. Meira
23. maí 1996 | Íþróttir | 210 orð

Erfitt að standa Skagamönnum á sporði

Skagamenn verða mjög sterkir nú, sem endranær. Það kemur nokkuð niður á leik liðsins að Sigurður Jónsson er farinn og einnig tvíburarnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir, sem voru ómetanlegir þegar þeir léku með liðinu síðustu sjö umferðirnar í fyrra. ÍA hefur aftur á móti fengið tvo góða leikmenn, þar sem Steinar Adolfsson og Mihajlo Bibercic eru. Meira
23. maí 1996 | Íþróttir | 513 orð

Frábær síðari hálfleikur dugði gegn Lúxemborg

ÍSLENDINGAR byrja vel á Evrópumótinu í körfuknattleik, sigruðu lið Lúxemborgar 96:63 í fyrsta leik sínum í gærkvöldi. Úrslitin voru svipuð og búast mátti við því Íslendingar hafa ávallt talið sig sterkari í körfuknattleik en Lúxemborgara þó svo landsliðið tapaði fyrir þeim á Smáþjóðaleikunum í fyrra. Meira
23. maí 1996 | Íþróttir | 41 orð

Í kvöld Körfuknattleikur Evrópukeppnin Höllin:Albanía - Írland16 Höllin:Danmörk - Lúxemborg18 Höllin:Ísland - Kýpur20

Körfuknattleikur Evrópukeppnin Höllin:Albanía - Írland16 Höllin:Danmörk - Lúxemborg18 Höllin:Ísland - Kýpur20 Knattspyrna Meira
23. maí 1996 | Íþróttir | 108 orð

Ísland - Lúxemborg96:63

Laugardalshöll, Evrópukeppnin í körfuknattleik, miðvikudaginn 22. maí 1996. Gangur leiksins: 0:4, 5:12, 14:14, 19:16, 26:26, 32:34, 38:38, 41:40, 44:40, 49:45, 64:50, 82:53, 95:56, 96:63. Meira
23. maí 1996 | Íþróttir | 138 orð

Jeff Van Gundy ráðinn þjálfari New York

JEFF Van Gundy hefur verið ráðinn yfirþjálfari New York í NBA-deildinni í körfuknattleik eftir að hafa verið aðstoðarþjálfari liðsins í nær sjö ár. Van Gundy, sem er 34 ára, var aðstoðarþjálfari hjá Stu Jackson, John MacLeod, Pat Riley og Don Nelson og var 18. aðalþjálfarinn í sögu félagsins þegar hann tók við stjórninni eftir að Nelson var rekinn 8. mars sl. Meira
23. maí 1996 | Íþróttir | 45 orð

Keflavík mætir Vicenza frá Ítalíu SIG

SIGUR Juventus í Meistarakeppninni í gærkvöldi gerði það að verkum að Keflavík mætir ítalska liðinu Vicenza í Toto-Evrópukeppninni í sumar. Juve og AC Milan fara í Evrópukeppni meistaraliða, Fiorentina í Evrópukeppni bikarhafa en Lazio, Roma, Parma, Inter og Sampdoria í UEFA-keppnina. Meira
23. maí 1996 | Íþróttir | 197 orð

KR er með fljótustu varnarmennina

Leikmenn KR hafa verið að leika vel að undanförnu. Þeir hafa þó leikið færri leiki en önnur lið, þar sem KR var ekki með í deildarbikarkeppninni. Hvort það komi niður á leik liðsins, kemur í ljós. Ég hef þó ekki trú á að það hafi eitthvað að segja, þar sem KR-ingar eru með sterkan leikmannahóp og hafa fengið góðan liðsstyrk sem Þorsteinn Guðjónsson, Þorsteinn Jónsson, Ólafur H. Meira
23. maí 1996 | Íþróttir | 56 orð

Leikmenn

Markverðir: Kristján Finnbogason Guðmundur Hreiðarsson Ögmundur Viðar Rúnarsson Varnarmenn: Bjarni Óskar Þorsteinsson Brynjar Björn Gunnarsson Ólafur Kristjánsson Óskar Hrafn Þorvaldsson Sigurður Örn Jónsson Vilhjálmur Vilhjálmsson Þorsteinn Guðjónsson Þormóður Egilsson Miðjumenn: Björn Meira
23. maí 1996 | Íþróttir | 44 orð

Leikmenn

Markverðir: Þórður Þórðarson Árni Gautur Arason Varnarmenn: Gunnlaugur Jónsson Ólafur Adolfsson Zoran Miljkovic Sigursteinn Gíslason Sturlaugur Haraldsson Miðjumenn: Steinar Adolfsson Ólafur Þórðarson Jóhannes Harðarson Kári Steinn Reynisson Haraldur Ingólfsson Haraldur Meira
23. maí 1996 | Íþróttir | 52 orð

LEK-mót

ANNAÐ stigamót LEK til landsliðs eldri kylfinga fer fram á Hólmsvelli í Leiru á föstudag og laugardag. Keppt verður í flokkum karla 55 ára og eldri og 50-54 ára. Einnig er keppt í tveimur flokkum kvenna, 50 ára og eldri. Ræst verður út frá kl. 14.00 á föstudag. Skráning í síma 421-4100. Meira
23. maí 1996 | Íþróttir | 632 orð

Samtakamáttur leikmanna okkar styrkur

SKAGAMENN hafa borið höfuð og herðar yfir önnur lið undanfarin ár og þeir hömpuðu Íslandsbikarnum fjórða árið í röð í fyrra. Þeir ætla sér ekki að leggja árar í bát í sumar heldur halda forystuhlutverkinu í íslenskri knattspyrnu. "Við ætlum okkur titilinn fimmta árið í röð. Meira
23. maí 1996 | Íþróttir | 65 orð

Sex farnir SEX leikmenn hafa

SEX leikmenn hafa yfirgefið herbúðir Skagamanna frá því í fyrra og fjórir þeirra hafa gerst leikmenn með erlendum liðum: Sigurður Jónsson til Örebro, Arnar Gunnlaugsson, Sochaux í Frakklandi, Bjarki Gunnlaugsson, Mannheim og Dejan Stojic, Braunschweig í Þýskalandi. Tveir fóru til Breiðabliks, Páli Haraldsson og Theodór Hervarsson. Meira
23. maí 1996 | Íþróttir | 118 orð

Sex frá Ajax í úrvalsliði Meistarakeppninnar B

BOBBY Charlton, fyrrum leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, ásamt fulltrúum blaðamanna völdu fyrsta úrvalslið Meistaradeildar Evrópu og var liðið tilkynnt í gær en valið byggðist á frammistöðu leikmanna fram að úrslitaleiknum. Sex leikmenn Ajax voru valdir í byrjunarliðið og tveir til vara en Juventus á þrjá í byrjunarliðinu og einn varamann. Meira
23. maí 1996 | Íþróttir | 118 orð

Sé ekki eftir deildarbikarnum

KR var eina félagið úr fyrstu deild sem tók ekki þátt í hinni nýju keppni um deildarbikarinn. Kostic segist samt ekki sjá eftir því að hafa ákveðið að vera ekki með. "Ég var með frekar lítinn hóp snemma í vor þegar deildarbikarinn var, Ríkharður og Björn voru í Bandaríkjunum, Ásmundur í Sviss og ég vildi alls ekki láta Guðmund leika á gervigrasinu. Meira
23. maí 1996 | Íþróttir | 182 orð

Sjö lið örugg í næstu Meistaradeild Evrópu

JUVENTUS tryggði sér sæti í 16 liða Meistaradeild Evrópu næsta tímabil með sigrinum í gærkvöldi. Ajax var þegar öruggt með sæti en átta lið þurfa ekki að fara í forkeppni. Auk þessara tveggja eru það AC Milan, Manchester United, Auxerre, Borussia Dortmund, Porto og Atletico Madrid eða Valencia. Meira
23. maí 1996 | Íþróttir | 772 orð

Strákarnir hafa metnað til að gera vel

KR-INGAR virðast koma vel undirbúnir til leiks í sumar ef marka má leiki liðsins í Reykjavíkurmótinu og leikinn í meistarakeppninni, en vesturbæingar fögnuðu sigri í báðum þessum mótum. Forráðamenn félaganna í 1. deild spáðu KR enn eina ferðina Íslandsmeistaratitlinum, en það virðist vera orðið venja. Meira
23. maí 1996 | Íþróttir | 94 orð

Vítakeppnin Edgar Davids tók f

Edgar Davids tók fyrstu vítaspyrnuna fyrir Ajax, skaut meðvinstri nánast beint á AngeloPeruzzi, markvörð.0:0 Ciro Ferrara byrjaði fyrir Juventus og skaut með hægri í hliðarnetið vinstra megin.0:1 Finninn Jari Litmanen fór nánasteins að nema hvað hann hélt boltanum við jörðina. Meira

Úr verinu

23. maí 1996 | Úr verinu | 185 orð

6.782 tonn af síld á tólf togara

ALLS hafa 6.782 þúsundum tonnum af síld úr norsk-íslenska síldarstofninum verið úthlutað á þá tólf togara, sem sóttu um síldveiðileyfi fyrir 26. apríl og staðfestu fyrir 21. maí, eins og reglur sjávarútvegsráðuneytisins gerðu ráð fyrir. Alls sóttu útgerðir nítján togara um leyfi til síldveiða þegar þau voru auglýst, en umsóknir sjö togara voru ekki staðfestar. Meira
23. maí 1996 | Úr verinu | -1 orð

Humarafli í meðallagi

HUMARVERTÍÐ virðist fara sæmilega af stað þetta árið og eru bátarnir að koma með 1,5 til 3,5 tonn eftir því hvort dregin eru eitt eða tvö troll. Gunnar Ásgeirsson skipstjóri á Þinganesi SF 25 sagði í samtali við fréttaritara, að þessi byrjun væri í meðallagi góð, en þeir hafa tekið forskot á humarveiðarnar tvö síðustu ár með tilraunatogum fyrir Hafrannsóknastofnun. Meira
23. maí 1996 | Úr verinu | 140 orð

ÚA í fiskkaupum í Finnmörku

ÁSTANDIÐ í fiskvinnslunni í Finnmörk er mjög alvarlegt, mörg fyrirtæki gjaldþrota eða í greiðslustöðvun, og því hefur það vakið mikla athygli í Noregi, að íslenska sjávarútvegsfyrirtækið ÚA, Útgerðarfélag Akureyringa, er farið að kaupa fisk á þessum slóðum. Meira
23. maí 1996 | Úr verinu | 152 orð

Ýsuskot við Eyjar

TROLL- og snurvoðabátar lentu í ýsuskoti eftir að hólf vestan við Eyjar, Álseyjarbleyðan, var opnað um miðjan mánuð. Ágætis afli var fyrst eftir opnunina en heldur hefur dregið úr aflanum. Jóel Andersen, skipstjóri á Danska Pétri VE, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að þeir hefðu lent í ágætis afla. Verið að fá upp í sjö tonn í holi þegar best lét en nú væri farið að draga úr aflanum. Meira

Viðskiptablað

23. maí 1996 | Viðskiptablað | 402 orð

Áfram deilt um Campari

AFTUR er risinn upp ágreiningur vegna innflutnings og sölu á Campari í verslunum ÁTVR. Að þessu sinni snýst ágreiningurinn um sérstakan innflutning ÁTVR á Campari frá dreifingaraðila í Svíþjóð hingað til lands og fyrirkomulagi á sölu þess. Meira
23. maí 1996 | Viðskiptablað | 1672 orð

Bökum snúið saman

Stóraukin áhersla lögð á afþreyingu á Kringlusvæðinu eftir sameiningu Kringlunnar og Borgarkringlunnar í haust. Bökum snúið saman Meira
23. maí 1996 | Viðskiptablað | 601 orð

DagbókRáðstefna um upplýsingatækni í gæðastjórnu

GÆÐASTJÓRNUNARFÉLAG Íslands efnir til ráðstefnu um hagnýtingu upplýsingatækni í gæðastjórnun 23. maí á Hótel Loftleiðum kl. 13-19. Ráðstefnan er ætluð öllum sem hafa áhuga á gæðastjórnun og upplýsingatækni. Aðalerindi ráðstefnunnar flytur Eyjólfur Sveinsson, framkvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiðlunar hf. Meira
23. maí 1996 | Viðskiptablað | 16 orð

FYRIRTÆKISkinnaiðnaður á beinni braut /4

FYRIRTÆKISkinnaiðnaður á beinni braut /4ÚTBOÐ Bökum snúið saman um Borgarkringlu /10 Nýtt og öflugra Þróunarfélag / Meira
23. maí 1996 | Viðskiptablað | 429 orð

Nótaveiðiskip á kaupleigu

VINNSLUSTÖÐIN hf. í Vestmannaeyjum hefur gert kaupleigusamning að fjárhæð um 600 milljónir króna vegna nótaveiðiskipsins Sighvats Bjarnasonar við sparisjóðina, Sparisjóðabanka Íslands og SP-fjármögnun hf. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur samningur er gerður hér á landi um tog- og nótaveiðiskip. Meira
23. maí 1996 | Viðskiptablað | 236 orð

Ný bók eftir Michael J. Kami

FRAMTÍÐARSÝN hefur gefið út bókina "Á Varðbergi - nýjar áherslur í stjórnun" eftir Michael J. Kami, í Ritröð Framtíðarsýnar og Viðskiptafræðistofnunar Háskóla Íslands. Í bókinni er gerð grein fyrir nýjum áherslum og hugtökum í stjórnun, sem miða að því að takast á við þær hröðu breytingar sem eru að verða á rekstri fyrirtækja. Meira
23. maí 1996 | Viðskiptablað | 108 orð

Nýir menn hjá Rafteikningu

PÁLMI Gunnarsson rafmagnsiðnfræðingur hefur hafið störf hjá Verkfræðistofunni Rafteikningu hf. Pálmi lauk rafmagnsiðnfræðiprófi frá Tækniskóla Íslands um síðustuáramót á sviðisterkstraums.Pálmi hefur starfað m.a. við rafvirkjastörf ogakstur en er aðljúka námi í iðnrekstrarfræði fráTækniskóla Íslands. Meira
23. maí 1996 | Viðskiptablað | 1521 orð

Nýtt og öflugra Þróunarfélag Þróunarfélagið býður út í dag hlutabréf á almennum markaði með það að markmiði að breikka

MERK tímamót verða í ellefu ára sögu Þróunarfélags Íslands hf. í dag þegar félagið býður út hlutabréf á almennum markaði í fyrsta sinn frá stofnun að nafnvirði 43 milljónir króna. Félagið er nú að stærstum hluta í eigu lífeyrissjóða og fjárfestingarlánasjóða. Markmiðið með útboðinu er að breikka hluthafahópinn verulega og fjölga hluthöfum um a.m.k. 150. Meira
23. maí 1996 | Viðskiptablað | 139 orð

OpusAllt í breskar áfengisverslanir

DÓTTURFYRIRTÆKI Íslenskrar forritaþróunar, Atlantic Information Systems, hefur gengið frá samningum við bresku vínbúðakeðjuna Rythm 'N' Booze, um sölu og uppsetningu á OpusAllt viðskiptahugbúnaðinum í verslunum fyrirtækisins. Jafnframt hefur breska fyrirtækið samið við TEC í Bretlandi um kaup á búðarkössum, en hugbúnaður kassanna kemur frá Hugbúnaði hf. í Kópavogi. Meira
23. maí 1996 | Viðskiptablað | 98 orð

Ódýrar nettölvur þróaðar

NOKKUR helztu fyrirtæki tölvuiðnaðarins hafa skýrt frá fyrirætlunum um að kynna þróun ódýrra tölva, sem geta veitt aðgang að internetinu og sent tölvupóst. Oracle Corp. hyggst koma á fót nýju fyrirtæki til að kynna svokallaðar nettölvur. IBM kveðst hafa gert sex meiriháttar tilraunir á nettölvum til skrifstofunota og hyggst kynna úrval af slíkum ódýrum tölvum síðar á þessu ári. Meira
23. maí 1996 | Viðskiptablað | 87 orð

Pepsi Cola auglýsir í geimnum

SAMKEPPNI á gosdrykkjamarkaði hefur náð nýju hámarki, þar sem Pepsi Cola hefur tilkynnt um gerð fyrstu auglýsingarinnar í geimnum. Auglýsingin er gerð í samvinnu við rússnesku geimstöðina Mír. Tveir af geimförum hennar komu fyrir stórrri eftirlíkingu af Pepsi Cola dós. Eftirlíkingin er í hinum nýja bláa lit Pepsi og var send út í geiminn með rússneskri eldflaug 7. Meira
23. maí 1996 | Viðskiptablað | 108 orð

Ráðinn markaðsstjóri Íslenskrar getspár

BOLLI R. Valgarðsson hefur verið ráðinn markaðstjóri hjá Íslenskri getspá í stað Bjarna Guðmundssonar. Bolli, sem er fæddur í Reykjavík 1961, hefur meðal annars starfað við kennslu í grunnskólum Hveragerðis, Þorlákshafnar og aðLaugum í Dalasýslu. Meira
23. maí 1996 | Viðskiptablað | 59 orð

R.Sigmundsson tekur við Leica-Wild

R.SIGMUNDSSON ehf. hefur tekið við umboði hér á landi fyrir Leica- Wild landmælingatæki, en fyrirtækið framleiðir m.a. GPS-stöðvar, alstöðvar, stafrænar stöðvar og laser tæki. Þá hefur fyrirtækið einnig, í samvinnu við Landmælingar Íslands, látið vinna stafræn landshlutakort með leiðsöguforriti fyrir PC tölvur. Kortin eru fáanleg á geisladiski og eru í mælikvörðunum 1:50.000, 1:250. Meira
23. maí 1996 | Viðskiptablað | 1397 orð

Skinnaiðnaður hf. á beinni braut

SKINNAIÐNAÐUR hf. á Akureyri hefur verið í mikilli sókn á undanförnum misserum sem hefur endurspeglast í gengi hlutabréfa í fyrirtækinu. Á þeim rösku 30 mánuðum sem liðnir eru frá stofnun fyrirtækisins hefur gengi hlutabréfanna Meira
23. maí 1996 | Viðskiptablað | 145 orð

Skynjaratækni

RKS Skynjaratækni á Sauðárkróki sem framleiðir skynjara er greina ammoníaks- og freonleka í frysti- og kælikerfum, hefur samið um útflutning á skynjurunum við danska fyrirtækið Sabroe Refigerations. Samkv. fréttabréfi Útflutningsráð er útflutningur á þessu ári áætlaður um 20 millj. af 30 millj. veltu. Meira
23. maí 1996 | Viðskiptablað | 643 orð

Torgið Hlutabréf h

Torgið Hlutabréf hátt á lofti »HÆKKANIR á hlutabréfamarkaði virðast engan endi ætla að taka. Um síðustu áramót hafði Þingvísitala hlutabréfa á Verðbréfaþingi hækkað um 36% frá ársbyrjun 1995, eftir um 24% hækkun árið þar á undan, Meira
23. maí 1996 | Viðskiptablað | 725 orð

Varan afhent í Evrópu næsta dag

ÍSLANDSFLUG hf. bætti nýlega sjöttu flugvélinni í flota sinn, eins og komið hefur fram í fréttum. Hún er af gerðinni ATR-42 300 og verður bæði notuð til farþegaflugs og fraktflutninga. DHL Hraðflutningar ehf. hafa gert samning við Íslandsflug um leiguflug fimm sinnum í viku til og frá Englandi með nýju vélinni. Meira
23. maí 1996 | Viðskiptablað | 484 orð

Vænleg tækifæri til viðskipta

FULLTRÚAR frá 71 fyrirtæki í Nova Scotia kynna um þessar mundir vörur og þjónustu sína í Háskólabíói og Hótel Sögu. Tæplega eitthundrað manns frá Kanada dveljast nú hér af þessu tilefni. Sérstök ferðamálasýning hefur verið sett upp í Háskólabíói sem stendur yfir fram á föstudag. Þá kynna fyrirtæki í öðrum greinum ýmsar vörur t.d. fatnað, köfunarbúnað, matvörur, rafhlöður, svo nokkuð sé nefnt. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.