Greinar miðvikudaginn 29. apríl 1998

Fréttir

29. apríl 1998 | Akureyri og nágrenni | 201 orð

Aflaverðmætið rúmar 100 milljónir

SLÉTTBAKUR EA, frystitogari Útgerðarfélags Akureyringa hf. kom til heimahafnar nú í morgunsárið úr mettúr. Aflaverðmæti skipsins er rúmar 100 milljónir króna, eftir rúmlega 30 daga túr. Þetta er langmesta aflaverðmæti sem skipið hefur komið með að landi en eldra metið var um 75 milljónir króna. Afli Sléttbaks er um 400 tonn af frosnum afurðum, eða um 620 tonn upp úr sjó. Meira
29. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 121 orð

Bjargvætturinn býður fram

FRAMBOÐSLISTINN Bjargvætturinn ­ óháð framboð ungs fólks var birtur þann 21. apríl til sveitarstjórnarkosninga í Húnaþingi á komandi vori. Listann skipa eftirtaldir einstaklingar: 1. Ágúst Jakobsson, kennari, 2. Gunnar Sveinsson, prjónamaður, 3. Tryggvi Hauksson, iðnverkamaður, 4. Ragnheiður Sveinsdóttir, nemi, 5. Hannes Ársælsson, starfsmaður á sambýli, 6. Meira
29. apríl 1998 | Landsbyggðin | 240 orð

Fjölbreytt dagskrá á vorvöku Emblu

Stykkishólmi-Emblu-konur í Stykkishólmi kvöddu veturinn með því að bjóða upp á fjölbreytta dagskrá í Stykkishólmskirkju síðasta vetrardag. Það er orðinn fastur liður í starfi þeirra að standa fyrir vandaðri skemmtun þennan dag. Meira
29. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 115 orð

Framboðslisti Framsóknarflokksins í Borgarnesi

FRAMBOÐSLISTI Framsóknarflokksins við sveitarstjórnarkosningarnar 23. maí 1998 í nýju sameinuðu sveitarfélagi Álftaneshrepps, Borgarbyggðar, Borgarhrepps og Þverárhlíðarhrepps hefur verið samþykktur. Hann er svohljóðandi: Meira
29. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 107 orð

Fræðsluerindi hjá Krabbameinsfélaginu

KRABBAMEINSRÁÐGJÖF er yfirskrift fræðsluerindis sem Krabbameinsfélag Reykjavíkur stendur fyrir miðvikudaginn 29. apríl. Fræðslufundurinn verður haldinn í húsi Krabbameinsfélagsins að Skógarhlíð 8, kl. 20.30. "Fyrirlesari verður Reynir Arngrímsson, dósent í erfðafræði og sérfræðingur í erfðalæknisfræði og erfðasjúkdómum á Landspítalanum. Einnig mun hann svara fyrirspurnum. Meira
29. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 103 orð

Fyrirlestrar á vegum Mannspekifélagsins

RÁÐSTEFNA stjórna mannspekifélaganna (antroposofisku félaganna) á Norðurlöndum verður haldin hér á landi dagana 30. apríl til 2. maí. Af því tilefni verða haldnir tveir opinberir fyrirlestrar í húsnæði félagsins Klapparstíg 26, 2. hæð. Meira
29. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 148 orð

Glúntasöngur á Valborgarmessuhátíð

Á VALBORGARMESSUHÁTÍÐ Íslensk-sænska félagsins fimmtudaginn 30. apríl í Kiwanishúsinu við Mosfellsbæ verður glúntasöngur hafinn til vegs og virðingar á ný. Tveir jarðfræðingar, þeir Oddur Sigurðsson og Þóroddur F. Þóroddsson, sem lært hafa í Uppsölum, syngja Glúnta við undirleik Bjarna Jónatanssonar. Meira
29. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 833 orð

Grindarlos er bara kvennasjúkdómur

STOFNFUNDUR Félags áhugafólks um grindarlos var haldinn hinn 18. apríl síðastliðinn. Fimm konur hafa unnið að undirbúningi stofnfundarins en hann sóttu um 20 konur með langtímaverki vegna grindarloss á meðgöngu. Rannveig Hallvarðsdóttir er formaður félagsins. Meira
29. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 210 orð

Hagaskóli fjörutíu ára Á ÞESSU ári eru fjörut

Hagaskóli fjörutíu ára Á ÞESSU ári eru fjörutíu ár frá því Hagaskóli í Reykjavík tók til starfa. Hagaskóli er safnskóli fyrir unglingastig og tekur við nemendum úr Grandaskóla, Landakotsskóla, Melaskóla og Vesturbæjarskóla. Þessara merku tímamóta verður minnst með opnu húsi milli kl. 17 og 20 á morgun, fimmtudaginn 30. apríl nk. Meira
29. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 237 orð

Heimspekin og mannlífið

SAMNORRÆN ráðstefna á sviði heimspeki verður haldin hér á landi helgina 2.­3. maí. Er þetta í 12. sinn síðan 1979 sem slík ráðstefna er haldin og eru Íslendingar í hlutverki gestgjafa að þessu sinni. Leiðarstef ráðstefnunnar nú er "Philosophy with a Human Face" eða Heimspekin og mannlífið. Meira
29. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 571 orð

Intís íhugar frekari aðgerðir

INTÍS, söluaðili internetsambanda á Íslandi, hefur í sérstakri athugun mál notanda sem staðinn var að því að senda öllum háskólanemendum 1,8 Mb skjal sem tölvupóstkerfi HÍ kiknaði undir. Maríus Ólafsson, netstjóri Intís, segir að ákvörðun um framhald liggi fyrir á næstum dögum og of snemmt sé að segja til hvaða ráðstafana verði gripið. Meira
29. apríl 1998 | Akureyri og nágrenni | 249 orð

Kristján Kristjánsson prófessor í heimspeki

DOKTOR Kristján Kristjánsson hefur nýverið verið ráðinn prófessor í heimspeki við Háskólann á Akureyri. Kristján er fæddur árið 1959. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1979, BA-prófi í heimspeki og þýsku frá Háskóla Íslands árið 1983 og prófi í uppeldis- og kennslufræði frá Kennaraháskóla Íslands 1986. Hann lauk M.Phil. Meira
29. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 191 orð

Lionsklúbburinn Víðarr gefur Vífilsstað

LIONSKLÚBBURINN Víðarr færði laugardaginn 18. apríl sl. lungnadeild Vífilsstaðaspítala að gjöf mælitæki frá fyrirtækinu Flögu. "Þetta tæki er notað til þess að skrá ýmis líffræðileg fyrirbæri og kemur m.a. í mjög góðar þarfir hjá þeim sjúklingum sem grunur leikur á að þjáist af kæfisvefni. Meira
29. apríl 1998 | Erlendar fréttir | 208 orð

Mannréttindafrömuður myrtur

72 ÁRA kaþólskur biskup og mannréttindafrömuður í Guatemala, Jose Juan Gerardi, var myrtur með hrottalegum hætti á mánudag. Biskupinn hafði nýlokið skýrslu um mannréttindabrot og illvirki, sem framin voru í borgarastyrjöldinni í Guatemala, og talið er að hann hafi verið myrtur af pólitískum ástæðum. Meira
29. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 424 orð

Menn vona að rætist úr sjóbirtingsveiðinni

VEIÐIMENN velta fyrir sér hver framvinda vorveiðanna verður úr því sem komið er. Sjóbirtingsveiði byrjaði yfirleitt afar vel fyrstu daga vertíðarinnar, en síðan breyttust skilyrði mjög til hins verra þannig að varla hefur ræst úr. Meira
29. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 67 orð

Orri frá Þúfu fer ekki á landsmót

ÁKVEÐIÐ hefur verið að stóðhesturinn Orri frá Þúfu verði ekki sýndur til heiðursverðlauna fyrir afkvæmi á landsmótinu sem haldið verður á Melgerðismelum í Eyjafirði í sumar. Þetta var ákvörðun félagsfundar hjá Orrafélaginu sem haldinn var í fyrrakvöld. Meira
29. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 335 orð

Óánægja meðal Íslendinga á Flórída

MIKILLAR óánægju gætir meðal Íslendinga sem búsettir eru í Suður- Flórída vegna ákvörðunar Flugleiða um að leggja niður áætlunarflug til Fort Lauderdale. Félagið mun hætta áætlunarflugi þangað 15. maí næstkomandi en þangað hefur verið beint flug sl. fimm ár. Meira
29. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 173 orð

Prófskrekkur 1998

SKÁTAR úr 9. bekk og eldri fjölmenna á Hellisheiðina í "hina margfrægu samræmduprófaútilegu", eins og segir í fréttatilkynningu, í dag, miðvikudaginn 29. apríl. Útilegan hefur hlotið nafnið Prófskrekkur 1998. "Upphaf samræmduprófaútileganna má rekja tvö ár aftur í tímann þegar dróttskátar og fleiri úr Skjöldungum skelltu sér á heiðina strax eftir samræmd próf og dvöldust í Kút. Meira
29. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 46 orð

Reyklausir bekkir fá viðurkenningu

63 BEKKIR á unglingastigi hafa sótt um og fengið viðurkenningu fyrir reykleysi frá Krabbameinsfélaginu á þessu ári. "Félagið hefur veitt þessar viðurkenningar síðastliðinn áratug og hafa þær verið mikill hvati til þess að bekkir sýni samstöðu um reykleysi," segir í fréttatilkynningu frá Krabbameinsfélaginu. Meira
29. apríl 1998 | Akureyri og nágrenni | 86 orð

Rúnar skákmeistari

RÚNAR Sigurpálsson varð skákmeistari Norðlendinga, en Skákþing Norðlendinga fór fram á Akureyri og lauk á sunnudag. Rúnar fékk 5 vinning og vann farandbikar til eignar. Í öðru sæti varð Jón Árni Jónsson, Gylfi Þórhallsson varð í þriðja sæti, Ólafur Kristjánsson í fjórða sæti og Halldór B. Halldórsson í því fimmta. Meira
29. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 280 orð

Samspil manns og náttúru

KYNNINGARSÝNINGIN Samspil manns og náttúru verður í Perlunni 1.­3. maí nk. "Ísland hefur ekki farið varhluta af þeirri gífulegu vakningu sem hefur átt sér stað varðandi umhverfismál og samspil manns og náttúru á undanförnum árum. Samt skortir upplýsingar um það hvert á að leita eftir náttúruvænum vörnum og þjónustu eða hvar á að hefja breytingarnar. Meira
29. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 226 orð

Sinueldur stofnaði mannvirkjum í hættu

BYGGINGAR og mannvirki voru í hættu að mati slökkviliðsins í Reykjavík eftir að unglingar kveiktu sinuelda skammt frá langbylgjustöðinni á Vatnsenda skömmu eftir miðnætti aðfaranótt mánudags. Meira
29. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 409 orð

Snýst ekki um persónu og störf sitjandi formanns

FRAMBJÓÐENDURNIR tveir til formennsku í Vinnuveitendasambandi Íslands, segja kosningarnar ekki snúast um persónu og störf sitjandi formanns. Víglundur Þorsteinsson, frambjóðandi Samtaka iðnaðarins, Meira
29. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 227 orð

Stefnt að barnarás Stöðvar 2 í haust

ÍSLENSKA útvarpsfélagið á nú í samningaviðræðum við bandarískan aðila um aðgang að efni til þess að fyrirtækið geti komið hér á fót rás með barnaefni. Náist samningar segir Hreggviður Jónsson, forstjóri Íslenska útvarpsfélagsins, að stefnt verði að því að hefja útsendingu í haust. Meira
29. apríl 1998 | Innlendar fréttir | 124 orð

Stefnuskráin kynnt í kvöld

SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN í Hafnarfirði heldur fund til kynningar á stefnuskrá sinni fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar í kvöld, miðvikudagskvöldið 29. apríl nk. í húsi Tónlistarskóla Hafnarfjarðar, Strandgötu 32. Fundurinn, sem er öllum opinn, hefst kl. 20.30. "Á fundinum verður kosningastefnuskrá flokksins kynnt, en hún er víðtækt yfirlit yfir baráttumál flokksins í bænum. Meira
29. apríl 1998 | Landsbyggðin | 181 orð

Uppskeruhátíð UMFG

Grindavík-Uppskeruhátíð körfuknattleiksmanna og kvenna í Grindavík var haldin nú á dögunum í Festi í Grindavík. Það var Helgi Jónas Guðfinnsson sem var valinn bestur körfuknattleiksmannanna og Guðlaugur Eyjólfsson sá efnilegasti. Hjá konunum var Anna Dís Sveinbjörnsdóttir valinn sú besta en Sólveig Gunnlaugsdóttir sú efnilegasta. Meira

Ritstjórnargreinar

29. apríl 1998 | Leiðarar | 649 orð

SKATTAR Á ÆVIKVELDI

SKATTAR Á ÆVIKVELDI KÝRSLA um stöðu eldri borgara í OECD-ríkjum, sem nýlega var lögð fram á Alþingi, staðfestir, að á heildina litið eru kjör fullorðins fólks hér á landi sízt lakari en í samanburðarríkjum. Ljóst er engu að síður að staða eldri borgara er mjög mismunandi. Meira
29. apríl 1998 | Staksteinar | 369 orð

»Sterk framboð og hæfir frambjóðendur AUSTURLAND, blað Alþýðubandalagsins á Au

AUSTURLAND, blað Alþýðubandalagsins á Austurlandi, sem gefið er út af kjördæmisráði Alþýðubandalagsins þar fjallar í nýlegu tölublaði blaðsins um framboðsmál. Þar segir að aðallega tvennt skipti höfuðmáli, í fyrsta lagi að frambjóðendur séu hæfir og í öðru lagi að framboðið sé sterkt. Meira

Menning

29. apríl 1998 | Menningarlíf | 113 orð

Afmælistónleikar Mosfellskórsins í Íslensku óperunni

MOSFELLSKÓRINN fagnar 10 ára afmæli á þessu ári og af því tilefni verða árlegir tónleikar haldnir í Íslensku óperunni, fimmtudaginn 30. apríl kl. 20.30. Í tilefni afmælisins er dagskrá tónleikanna þverskurður af efnisskrá síðustu 10 ára. Einsöngvarar sem hafa sungið með kórnum á liðnum árum koma einnig fram á þessum tónleikum. Meira
29. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 317 orð

Á ferðalagi með fíl

Aðalhlutverk: Bill Murray, Janeane Garofalo, Pat Hingle, Jeremy Piven og fleiri. Tónlist: Miles Goodman. Kvikmyndataka: Elliot Davis. Handrit: Roy Blount yngri. Framleiðendur: Richard B. Lewis, John Watson og Pen Densham. Leikstjóri: Howard Franklin. Meira
29. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 608 orð

Björk á Bravo-kapalstöðinni Frumherji í nút

"BJÖRK hefur hlotið viðurkenningu sem einn af frumherjum í endurnýjun nútíma tónlistar. Hún hefur verið kölluð tákn "teknó-kynslóðarinnar". Tónlist hennar er einskonar brú á milli hip-hop, teknó, punk og sígildrar tónlistar, og með þessari einstöku rödd, sem heggur, svífur í hæðir, flissar og urrar, allt í senn, hefur hún vissulega brotið blað. Meira
29. apríl 1998 | Myndlist | -1 orð

Bókin um Gerði

Listasafn Kópavogs ­ Gerðarsafn 1998. Setning, filmuvinna, bókband og prentun: Oddi hf. LISTAKONAN Gerður Helgadóttir hefði orðið sjötug ellefta þessa mánaðar og í því tilefni, hefur bókin, sem Elín Pálmadóttir blaðakona færði í letur og út kom 1985, verið endurútgefin. Meira
29. apríl 1998 | Menningarlíf | 174 orð

Bæjar- og héraðsbókasafnið á Selfossi Ljó

Bæjar- og héraðsbókasafnið á Selfossi stóð fyrir ljóðasamkeppni í tilefni af Alþjóðadegi bókarinnar sem haldinn var hátíðlegur sumardaginn fyrsta. Alls sendu 92 þátttakendur inn 207 ljóð. Flest ljóðin komu frá ljóðskáldum í aldurshópnum 9­12 ára. Allir sem sendu inn ljóð í keppnina fengu viðurkenningarskjal frá bókasafninu og þakkir fyrir þátttökuna. Meira
29. apríl 1998 | Menningarlíf | 214 orð

Einsöngstónleikar í Norræna húsinu

GUÐBJÖRG Ragnhildur Tryggvadóttir sópransöngkona og Iwona Jagla píanóleikari halda einsöngstónleika í Norræna húsinu fimmtudagskvöldið 30. apríl kl. 20.30. Tónleikarnir eru lokaáfangi burtfararprófs Guðbjargar frá Söngskólanum í Reykjavík. Á efnisskránni eru íslensk sönglög eftir Pál Ísólfsson, erlendir ljóðasöngvar, þar á meðal Sígaunaljóð op. Meira
29. apríl 1998 | Menningarlíf | 316 orð

Ég er villigrösin

ALÞJÓÐLEGI dansdagurinn er haldinn hátíðlegur í dag, 29. apríl. Hlutverk dagsins er að færa saman allar tegundir dans og brjóta niður pólitísk, menningarleg og þjóðfélagsleg höft. Dagurinn á að færa saman fólk í vináttu og friði í sameiginlegu tungumáli - DANSI. Dagurinn hefur verið haldinn frá árinu 1982 þegar Alþjóða dansnefnd ITI, Unesco ákvað að haldinn yrði alþjóðlegur dansdagur hinn 29. Meira
29. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 299 orð

Fótboltabulla Funi (Fever Pitch)

Framleiðendur: Amanda Posey. Leikstjóri: David Evans. Handritshöfundar: Nick Hornby byggt á skáldsögu hans. Kvikmyndataka: Chris Seager. Tónlist: Boo Hewerdine, Neil MacColl. Aðalhlutverk: Colin Firth, Ruth Gemmel, Neil Pearson, Lorraine Ashbourne. 105 mín. England. Háskólabíó 1998. Myndin er öllum leyfð. Meira
29. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 70 orð

Frumsýning hjá Gwyneth Paltrow LEIKKON

LEIKKONAN Gwyneth Paltrow stillti sér upp fyrir ljósmyndara þegar hún mætti til frumsýningar á myndinni "Sliding Doors" í New York á dögunum. Myndin var opnunarmynd Sundance-kvikmyndahátíðarinnar fyrr á árinu. Í myndinni, sem gerist í London, leikur Gwyneth enska stúlku sem lifir tvöföldu lífi. Meira
29. apríl 1998 | Menningarlíf | 149 orð

Frönsk ljóð 98

SAMKEPPNI í flutningi ljóða á frönsku fór fram laugardagsmorguninn 18. apríl í Norðurkjallara M.H. Alls tóku þátt 17 nemendur frá 8 framhaldsskólum, M.H., M.R., F.B., M.S., Kvennó, M.E., F.B. Akranesi og F.B. Keflavík. Buðu nemendurnir til ljóðaveislu þar sem flutt voru ljóð eftir höfunda eins og Rimbaud, Verlaine, Apollinaire, Prévert, Cendrars, Béalu og Tardieu. Meira
29. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 1131 orð

Gaman er að koma í Keflavík Mikið var um

DAGSKRÁIN var frá morgni fram á rauða nótt. Fyrst fór fram skemmtidagskrá sem hófst fyrir hádegi. Tívolístemmning ríkti við skólann þar sem komið hafði verið upp sirkustjaldi. Þarna var fatamarkaður, tombóla, risatrampólín og tónlist. Kennurum var att saman í tertuslag og valdir voru afreksmenn úr röðum nemenda. Meira
29. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 206 orð

Hasarmynd með Mark Wahlberg á toppinn NÝJASTA mynd leikar

Hasarmynd með Mark Wahlberg á toppinn NÝJASTA mynd leikarans Marks Wahlberg "The Big Hits" náði efsta sæti listans þegar hún var frumsýnd um síðustu helgi vestra. Um er að ræða hasarmynd með gamansömu ívafi en auk Wahlbergs, sem síðast lék klámmyndastjörnu í "Boogie Nights", leika í myndinni Lou Diamond Phillips, Antonio Sabato Jr. Meira
29. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 96 orð

Hinum megin við Lagarfljótsorminn EFNT var til veislu á Egilsstöð

Hinum megin við Lagarfljótsorminn EFNT var til veislu á Egilsstöðum nú nýverið í tilefni af því að Pizza 67 í Fellabæ hefur flutt starfsemi sína yfir á Egilsstaði. Veitingastaðurinn er nú í björtu og rúmgóðu húsnæði að Lyngási 3. Meira
29. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 162 orð

Í giftingarhugleiðingum LEIKARAPAR

Í giftingarhugleiðingum LEIKARAPARIÐ Uma Thurman og Ethan Hawke eru í giftingarhugleiðingum þessa dagana. Dagblaðið The New York Post greindi frá því á dögunum að sést hefði til skötuhjúanna í biðröð eftir leyfisbréfi. Sjónvarpsfréttamaður kom auga á parið en það náði að koma sér undan áður en hann gat fest það á filmu. Meira
29. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 178 orð

Kaffi Frank í norska sjónvarpinu KAFFI Frank hei

KAFFI Frank heitir nýr kaffibar, sem opnaður verður í Lækjargötu 6 næstkomandi fimmtudag. "Þetta er staður sem er kominn til að vera," sagði Bjarni Grímsson, framkvæmdastjóri staðarins, en þar hefur að undanförnu verið unnið að breytingum á innréttingum og skreytingu hins nýja kaffibars. Meira
29. apríl 1998 | Leiklist | 546 orð

Kenndu mér að kyssa rétt

Leikhópurinn vann og útfærði eftir einþáttungum Alans Ayckbourn. Leikstjóri: Björk Jakobsdóttir Píanó: Freyr G. Gunnarsson Söngkona: Ólöf Halla Bjarnadóttir Ljós: Kjartan Þórisson Hljóð: Gísli Árnason og Björn Viktorsson Leikendur: Bjarki Heiðar Steinarsson, Huld Óskarsdóttir, Finnbogi Þorkell Jónsson, Gísli Pétur Hinriksson, Alexía Björg Jóhannesdóttir, Kristín Svava Helgadóttir, Smári Johnsen, Meira
29. apríl 1998 | Menningarlíf | 147 orð

Leyndarmál á Selfossi

NEMENDAFÉLAG Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi frumsýnir Leyndarmál í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 20. Leyndarmál er nýlegt verk eftir Jónínu Leósdóttur blaðamann og rithöfund. Leikstjórn er í höndum Selfyssingsins Guðmundar Karls Sigurdórssonar sem hefur leikstýrt og leikið í verkum sem Nemendafélag Fjölbrautaskóla Suðurlands hefur sett upp. Meira
29. apríl 1998 | Menningarlíf | 694 orð

Louisiana missir safnstjóra sinn til London

KYNSLÓÐASKIPTUNUM verður slegið á frest nú þegar Lars Nittve, forstöðumaður Louisiana-safnsins, hverfur þaðan til að taka við stjórn Tate Gallery of Modern Art, nútímadeildar hins virta Tate Gallery, nokkrum mánuðum áður en Louisiana fagnar 40 ára afmæli sínu. Meira
29. apríl 1998 | Menningarlíf | 303 orð

Metverð fyrir danskt málverk

32x40 cm málverk frá 1812 eftir danska gullaldarmálarann C.W. Eckersberg var fyrir helgina slegið á 4,1 milljón danskra króna á uppboði í Kunsthallen og varð þar með dýrasta danska málverkið. Kaupandinn er svissneskur, en ekki hefur verið gefið upp hvort hann keypti málverkið fyrir sjálfan sig eða í umboði annars. Meira
29. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 164 orð

Nauðgari í nýju hlutverki ÞJÓÐKUNNUR kvikmynda

ÞJÓÐKUNNUR kvikmyndaleikari frá Sri Lanka, sem afplánar nú 10 ára fangelsisidóm fyrir að nauðga stúlku undir lögaldri, er nú að hefja nýjan feril sem leikritaskáld þar sem fyrirhugað er að setja upp leikrit eftir hann í fangelsinu, að því er fréttaskeyti frá Reuter herma. Hinum 32 ára leikara, Kamal Addararachchi, var stungið í fangelsi í fyrra fyrir að hafa nauðgað 16 ára stúlku árið 1994. Meira
29. apríl 1998 | Menningarlíf | 219 orð

Norður-Atlantshafskórar með sameiginlega tónleika í Óðinsvéum

SAMSTARF Íslendingafélagsins og Færeyingafélagsins í Óðinsvéum hefur verið með besta móti síðan félögin tóku sig saman um leigu á húsnæði á sl. ári. Eftir áramótin hófust sameiginlegar kóræfingar félaganna og eru æfð lög á báðum tungumálum. Meira
29. apríl 1998 | Menningarlíf | -1 orð

Nýjar bækur

Nýjar bækur SJALDGÆFT FÓLK er heiti á nýjustu ljóðabók Sigmundar Ernis Rúnarssonar, sem bókaútgáfan Forlagið hefur sent frá sér. Bókin, sem er 101 blaðsíða á lengd, skiptist í fimm kafla og fjallar öðrum þræði um náttúru manns og konu og náttúru manns og lands. Meira
29. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 412 orð

Rótarar samgleðjast

SJÓNVARPSMYNDIN Rót var sýnd landsmönnum öllum sl. sunnudagskvöld, og er myndin samvinnuverkefni útskriftarnema Leiklistarskóla Íslands og Sjónvarpsins. Myndin er eitt af þremur leikverkum sem útskriftarnemarnir standa að, og er það í fyrsta sinn sem sjónvarpsmynd kemur í stað leikrits. Meira
29. apríl 1998 | Menningarlíf | 103 orð

Rússar hætta við "Söngva Satans"

RÚSSNESKUR bókaútgefandi hefur hætt við að gefa út bók Salmans Rushdies, "Söngvar Satans" í Rússlandi. Ástæðan er sú að útgefandinn vill ekki móðga múslima og ekki hætta á að einhverjir þeirra drepi hann. Höfðu útgefandanum borist hótanir um "mjög alvarlegar afleiðingar" yrði bókin gefin út í maí eins og til stóð. Meira
29. apríl 1998 | Fólk í fréttum | 46 orð

Samvinna í tískuiðnaði

Samvinna í tískuiðnaði FYRIRSÆTAN á myndinni er í kjól sem indverski hönnuðurinn Bobby Grover sýndi á tískusýningu í Bombay fyrir skömmu. Meira
29. apríl 1998 | Tónlist | 576 orð

Stórsveit á tímamótum

Stórsveit Reykjavíkur: Snorri Sigurðsson, Andrés Björnsson, Bjarni Freyr Ágústsson og Birkir Freyr Matthíasson trompet; Edward Fredriksen, Björn R. Einarsson, Oddur Björnsson og David Bobroff básúna; Jóel Pálsson, Ólafur Jónsson, Stefán S. Meira
29. apríl 1998 | Menningarlíf | 278 orð

Tímarit

ÚT er kominn á vegum Íslenska málfræðifélagsins 18. árgangur tímaritsins Íslenskt mál og almenn málfræði (251 bls.)undir ritstjórn Höskuldar Þráinssonar prófessors. Efni 18. árgangs er sem hér segir: Aðalgeir Kristjánsson: Orðabókarstörf Konráðs Gíslasonar. Eiríkur Rögnvaldsson: Frumlag og fall að fornu. Meira
29. apríl 1998 | Menningarlíf | 182 orð

Tímarit ÚT er komið tímaritið

ÚT er komið tímaritið Bjartur og frú Emilía nr. 27. Áskrifendalistinn, sem er langur, var prentaður út og nokkrum rithöfundum falið að velja sér nöfn úr skránni og skrifa um þau. Árangurinn er þetta 27. hefti Bjarts og frú Emilíu sem er tileinkað áskrifendum Bjarts og frú Emilíu. Og er forsíða þess Benediktsbleik að þessu sinni. Meira
29. apríl 1998 | Menningarlíf | 144 orð

Þrestir halda þrenna tónleika

KARLAKÓRINN Þrestir í Hafnarfirði lýkur áttugasta og sjötta starfsári sínu með því að halda þrenna tónleika. Fyrstu tónleikarnir verða í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði fimmtudaginn 30. apríl og hefjast kl. 20.30. Aðrir tónleikar verða í Víðistaðakirkju föstudaginn 1. maí en þeir hefjast kl. 17. Þriðju tónleikarnir verða svo í Bústaðakirkju laugardaginn 2. maí og hefjast kl. 17. Meira

Umræðan

29. apríl 1998 | Aðsent efni | 757 orð

Að loknum Dagsljóssþætti

SENN líður að borgarstjórnarkosningum eins og glögglega má sjá á síðum Morgunblaðsins og víðar. Fylkingar frambjóðenda eru byrjaðar að takast á bæði á fundum og í fjölmiðlum. Einn slíkur var í Dagsljósþætti í sl. viku. Prúðuleikararnir Meira
29. apríl 1998 | Bréf til blaðsins | 471 orð

Enn um leikskóla við Seljaveg Frá Guðmundi Kr. Oddssyni: BORGARF

BORGARFULLTRÚINN og formaður Dagvistar barna, Árni Þór Sigurðsson, lét svo lítið að svara greinarkorni mínu um leikskóla- og umferðarmál við Seljaveg. Það ber að þakka og eru þetta meiri viðbrögð og betri en fengist hafa við erindi og undirskriftum íbúa við Seljaveg til Reykjavíkurborgar. En borgarfulltrúanum virðist hafa tekist að misskilja megininntak greinarinnar. Meira
29. apríl 1998 | Bréf til blaðsins | 358 orð

Fyrirtækið Reykjavík tapar í samkeppni Frá Guðjóni Valdimarssyni:

Í MORGUNBLAÐINU föstudaginn 17. apríl sl. og sunnudaginn 19. apríl sl. eru tvær athyglisverðar fréttir. Sú fyrri er um að glæsilegt tónlistarhús er að rísa í Kópavogi sem mun kosta um 300 milljónir og stendur Kópavogsbær undir því að mestu leyti sjálfur. Í Reykjavík hefur lengi margt verið ritað og skrifað um nauðsyn þess að byggja tónlistarhús. Meira
29. apríl 1998 | Aðsent efni | 897 orð

Hættuástand í skólamálum Reykjavíkur

EF LITIÐ er yfir sögu skólamála á Íslandi frá því fyrir stríð er athyglisvert að Reykjavíkurborg hefur lengstaf verið í fararbroddi. Flestar nýjungar í kennslu barna má rekja til hugmynda sem fyrst sáu dagsins ljós í grunnskólum borgarinnar. Fjölmörg dæmi eru um það, að Reykjavíkurborg var á undan ríkisvaldinu við að koma á fót hinum ýmsu umbótum í kennslumálum hér á landi. Meira
29. apríl 1998 | Aðsent efni | 446 orð

Lýðræðisbylting í Reykjavík!

LÝÐRÆÐISLEGT samfélag er stöðugt í mótun. Það er ögrandi verkefni fyrir stjórnmálamenn og samtök þeirra að vinna að lýðræðislegra stjórnskipulagi og virkari þátttöku almennings. Við Reykvíkingar höfum stigið mörg gæfuspor á liðnu kjörtímabili einmitt í þessa átt og við þurfum að halda áfram á þeirri leið til að þróa lýðræðislegra, fjölskylduvænna og betra samfélag. Meira
29. apríl 1998 | Aðsent efni | 545 orð

Ný skipan raforkumála

Í EFTIRFARANDI orðum felst einlæg áskorun til Alþingis, hvers einasta þingmanns, um að gefa nýju skipulagi raforkumála nú eins mikinn gaum, eins mikið af tíma sínum, og þeim er frekast unnt. Mjög mikilvæg tillaga um mál þetta er á dagskrá Alþingis, þess er nú situr, og skilst mér að afgreiða eigi málið fyrir þinglok. Iðnaðarráðherra mælti fyrir þingsályktunartillögu um málið 20. nóvember s.l. Meira
29. apríl 1998 | Aðsent efni | 873 orð

Spilling og ábyrgð

EINHVERJUM finnst það ef til vill að bera í bakkafullan lækinn (eða ána í þessu tilviki) að ræða frekar um málefni Landsbankans og stjórnenda hans. En hvort tveggja er, að það mál er engan veginn útrætt, og svo er ætlun mín að víkka þá umræðu eilítið. Vitað er að laxveiði getur orðið þvílík ástríða að einna helst má jafna til hreinnar fíknar eða sjúkdóms. Meira
29. apríl 1998 | Aðsent efni | 1524 orð

STÓRPÓLITÍSKASTA MÁL Í TÆPA HÁLFA ÖLD

FRUMVARP um gagnagrunna á heilbrigðissviði er stórpólitískasta mál sem komið hefur upp á Íslandi í tæpa hálfa öld og varðar persónuvernd, heilbrigðispólitík og vísindapólitík. Nokkur meginatriði, sem nauðsynlegt er að fjalla ítarlega um og skoða vel og lengi áður en slíkt lagafrumvarp verður afgreitt, eru: 1) Á að koma upp miðlægum gagnagrunni eða hafa samhæfða, Meira
29. apríl 1998 | Aðsent efni | 420 orð

Tónlistarhús í Kópavogi

Í KÓPAVOGI er að rísa tónlistarhús, að sönnu glæsilegt mannvirki. Fyrsta tónlistarhúsið sem reist er á Íslandi og rís undir nafni ­ djásn sem er vitnisburður metnaðar og framsýni íbúa Kópavogs. Mikil eindrægni og samstaða hefur verið með stjórnmálaöflunum í Kópavogi um tónlistarhúsið. Þar hafa allir lagst á eitt. Sérstakt félag var stofnað um tónlistarhúsið. Meira
29. apríl 1998 | Aðsent efni | 773 orð

Útvarp Ólína

KONA er nefnd Ólína Þorvarðardóttir. Hún er á launaskrá hjá okkur, lesendur góðir, sem pistlahöfundur á Ríkisútvarpinu. Sem sannur aðdáandi R-listans misnotar hún aðgang sinn að ríkisfjölmiðlinum og flytur hreinræktaðar kosningaauglýsingar þegar henni er hleypt í loftið. Það virðist ekki þvælast fyrir henni að siðferðilegar skyldur fylgi aðgangi að ríkisfjölmiðli. Meira
29. apríl 1998 | Aðsent efni | 804 orð

Vandi hins smáa

VANDI fylgir vegsemd hverri, segir máltækið, en víst er að mismunandi vandamál tengjast hlutskipti flestra. Í Fiðlaranum á þakinu segir Tevje eitthvað á þá leið að það sé engin skömm að vera fátækur, ­ en það sé heldur ekki beinn heiður! Síðan syngur hann um drauma sína ef hann yrði ríkur. Íslenskri þjóð er m.a. vegna smæðar ýmis vandi á höndum. Meira
29. apríl 1998 | Aðsent efni | 938 orð

Við hefjum sigursókn

LOKASÓKN Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði er hafin. Ég treysti því að Hafnfirðingar feli Sjálfstæðisflokknum forystuhlutverk í stjórn bæjarmála næstu fjögur árin, enda er okkur sjálfstæðismönnum best treystandi til að endurreisa orðstír bæjarins. Meira
29. apríl 1998 | Bréf til blaðsins | 275 orð

Þorsteinn Thorarensen og Brecht Frá Baldri Hermannssyni: SKÖRULE

SKÖRULEGA ritar Þorsteinn Thorarnesen, þá er hann fjallar í Morgunblaðinu 19. apríl um ævisögu Bertholts Brechts eftir John Fuegi. Mér brá í brún er ég las þá frásögn Þorsteins, að hann hefði sótt um styrk til Þýðingarsjóðs, og hygðist gefa þessa bók út á íslensku, en fékk synjun. Meira

Minningargreinar

29. apríl 1998 | Minningargreinar | 620 orð

Anna María Valdimarsdóttir

Elsku amma mín. Þá ertu loksins komin þangað sem þú hefðir sennileg viljað vera komin fyrir mörgum árum og ósköp hefur nú verið tekið vel á móti þér, amma mín. Það er mikil huggun að vita að loksins líður þér vel eftir mörg erfið ár og gerir söknuðinn aðeins léttbærari fyrir okkur hin sem verðum að halda áfram lífinu án þín. Meira
29. apríl 1998 | Minningargreinar | 39 orð

ANNA MARÍA VALDIMARSDÓTTIR

ANNA MARÍA VALDIMARSDÓTTIR Anna María Valdimarsdóttir, fyrrverandi húsfreyja í Landamótsseli í Ljósavatnshreppi, fæddist á Hóli í Köldukinn 16. mars 1917. Hún lést á Sjúkrahúsi Þingeyinga á Húsavík 18. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Ljósavatni 28. mars. Meira
29. apríl 1998 | Minningargreinar | 759 orð

Guðbjörg H. Einarsdóttir

Við andlát tengdamóður minnar, Guðbjargar H. Einarsdóttur, er hollt fyrir okkur, sem eftir lifum, að minnast þess að viðhorf hennar sjálfrar gagnvart dauðanum og öðrum óumbreytanlegum þáttum lífsins, einkenndust af auðmýkt og stillingu. Ég furðaði mig oft á því hve hún tók áföllum svo sem ástvinamissi af mikilli ró og yfirvegun, líklega eins og þeir einir geta sem fela sig æðri forsjón. Meira
29. apríl 1998 | Minningargreinar | 166 orð

GUÐBJöRG HÓLMFRÍÐUR EINARSDÓTTIR

GUÐBJöRG HÓLMFRÍÐUR EINARSDÓTTIR Guðbjörg Hólmfríður Einarsdóttir fæddist í Reykjavík 8. desember 1916. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli 21. apríl síðastliðinn. Móðir hennar var Margrét Sigurðardóttir, ljósmóðir, frá Langholti í Flóa, fædd 20. ágúst 1878, dáin 12. nóvember 1918. Meira
29. apríl 1998 | Minningargreinar | 537 orð

Guðmundur Guðmundsson

Kæri vinur, nú ert þú farinn yfir móðuna miklu. Orð verða fátækleg þegar maður minnist ykkar hjóna. Það var svo að sjaldnast varst þú nefndur, Guðmundur minn, svo að nafn Sigríðar konu þinnar fylgdi ekki með, Guðmundur og Sigríður eða Sigríður og Guðmundur í Kópavogi. Þegar við hittumst fyrst var það á hreinsunardegi við Meðalfellsvatn. Meira
29. apríl 1998 | Minningargreinar | 540 orð

Guðmundur Guðmundsson

Með örfáum orðum langar mig til að minnast samstarfsmanns og vinar til margra ára sem kvaddur er í dag. Guðmundur málari, eins og við vinir hans nefndum hann, kom til starfa hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur árið 1951 og hafði starfað þar í tæpa þrjá áratugi er hann lét af störfum fyrir aldurssakir. Meira
29. apríl 1998 | Minningargreinar | 27 orð

GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON

GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON Guðmundur Guðmundsson fæddist í Bolungarvík 22. nóvember 1908. Hann lést í hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð 20. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Kópavogskirkju 28. apríl. Meira
29. apríl 1998 | Minningargreinar | 736 orð

Hallbjörg Teitsdóttir

Þetta fallega saknaðarljóð hefur verið í huga mínum allt frá því að fregnin um andlát Höllu Teitsdóttur barst og segir í raun hvað efst er í huga okkar vinkvenna hennar í HK klúbbnum, þegar við minnumst hennar. Hann var bjartur og fagur dagurinn sem við Stella ókum fyrir Hvalfjörð á leið okkar til Akraness til þess að vera við útför Höllu. Meira
29. apríl 1998 | Minningargreinar | 29 orð

HALLBJÖRG TEITSDÓTTIR

HALLBJÖRG TEITSDÓTTIR Hallbjörg Teitsdóttir fæddist í Eyvindartungu í Laugardal 18. mars 1933. Hún lést á Sjúkrahúsi Akraness 30. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akraneskirkju 8. apríl. Meira
29. apríl 1998 | Minningargreinar | 191 orð

Hallgrímur Eyfells Guðnason

Okkur langar að minnast í nokkrum orðum tengdasonar okkar og mágs, sem lést 21. þ.m. Öll urðum við harmi slegin þegar við fréttum hið skyndilega fráfall Halla, eins og hann var ávallt kallaður. Það sem einkenndi Halla var glaðværð og góðmennska og aldrei lá hann á liði sínu ef hann gat rétt einhverjum hjálparhönd. Hann var mjög músíkalskur og hafði gaman af að syngja og spila á gítar og orgel. Meira
29. apríl 1998 | Minningargreinar | 24 orð

Hallgrímur Eyfells Guðnason

Hallgrímur Eyfells Guðnason Kveðja frá eiginkonu Fari englar fyrir mig ­ það fyrsta bænin væri ­ inn í ljósið leiði þig látni vinur kæri. Meira
29. apríl 1998 | Minningargreinar | 177 orð

Hallgrímur Eyfells Guðnason

Í dag er kvaddur hinstu kveðju Hallgrímur Eyfells Guðnason smiður. Okkur mæðgurnar langar að minnast hans Hallgríms í örfáum orðum. Það fylgdi svo mikil lífsgleði honum Hallgrími, hann var alltaf brosandi og alltaf í góðu skapi, ef einhver þurfti hjálp þá var Hallgrímur alltaf tilbúinn að hjálpa og rétta hjálparhönd. Við hittum Hallgrím í síðasta sinn í fermingarveislu 19. apríl síðastliðinn. Meira
29. apríl 1998 | Minningargreinar | 74 orð

HALLGRÍMUR EYFELLS GUÐNASON

HALLGRÍMUR EYFELLS GUÐNASON Hallgrímur Eyfells Guðnason fæddist 16. febrúar 1935. Hann lést í Reykjavík 21. apríl síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Ólafíu Eyleifsdóttur og Guðna Bæringssonar og var einn af níu systkinum. Hallgrímur átti einn son af fyrri sambúð, Björgvin. Meira
29. apríl 1998 | Minningargreinar | 205 orð

Hulda Benediktsdóttir Lövdahl

Okkur systkinin langar til að minnast ömmu okkar Huldu Ingibjargar og þakka henni allar fallegu minningarnar sem við eigum um hana, afa og Gunnar. Elsku amma. Okkur langar að þakka þér fyrir hvað við vorum alltaf velkomin til þín og Gunnars á Egilsstaði. Þar var ýmislegt brallað og alltaf gaman. Þú varst ótrúlega þolinmóð við okkur. Á páskadag komstu til okkar svo bjartsýn og ánægð með lífið. Meira
29. apríl 1998 | Minningargreinar | 257 orð

Hulda Benediktsdóttir Lövdahl

Elskuleg systir mín er látin. Mig langar að skrifa fáein orð og senda þér síðustu kveðju mína. Því miður get ég ekki verið við jarðarförina vegna veikinda, þrátt fyrir að ég vildi svo gjarnan fylgja þér síðasta spölinn. Þar sem ég hef búið erlendis síðastliðin 50 ár höfum við ekki hist eins oft og við hefðum kosið, en við ræddum oft saman í síma og skrifuðum hvor annarri af og til. Meira
29. apríl 1998 | Minningargreinar | 332 orð

Hulda Benediktsdóttir Lövdahl

Í dag verður tengdamóðir mín, Hulda Ingibjörg Benediktsdóttir Lövdahl, lögð til hinstu hvílu. Ég kynntist Huldu fyrir u.þ.b. áratug þegar ég fór að búa með dóttur hennar Jóhönnu og tók hún mér strax mjög vel. Öll árin sem við þekktumst var samband okkar annað og meira en venjulegt tengdasonar ­ tengdamóður samband, við vorum góðir vinir. Meira
29. apríl 1998 | Minningargreinar | 133 orð

HULDA BENEDIKTSDÓTTIR LÖVDAHL

HULDA BENEDIKTSDÓTTIR LÖVDAHL Hulda Ingibjörg Benediktsdóttir Lövdahl fæddist í Reykjavík 6. september 1916. Hún lést á Landakotsspítala 19. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Benedikt Sveinsson, f. 15. september 1885, d. 4. júlí 1927, af slysförum, og Una Pétursdóttir, f. 16. febrúar 1896, d. 23. maí 1993. Meira
29. apríl 1998 | Minningargreinar | 68 orð

Jónas Egilsson

Dapraðist hugur þá dagur rann, drungi yfir bænum þínum. Nú vantaði drottin verkamann til voryrkju í garðinum sínum. Hann vissi að traust var þín haga hönd og háttvísi í sérhverju starfi. Langvinnra þjáninga leysti bönd, hlaut laun verka sonurinn þarfi. Meira
29. apríl 1998 | Minningargreinar | 33 orð

JÓNAS EGILSSON

JÓNAS EGILSSON Jónas Egilsson fæddist í Hraunkoti í Aðaldal 17. ágúst 1923. Hann lést á heimili sínu Árholti á Húsavík hinn 13. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Húsavíkurkirkju 22. apríl. Meira
29. apríl 1998 | Minningargreinar | 434 orð

María Guðný Guðmundsdóttir

Það er vor í lofti og sumarið að nálgast þegar María amma kveður jarðlífið og fer á fund Guðs sem hún trúði og treysti á. Það er kannski táknrænt að hún kveður á þessum árstíma því að í minningu okkar þráði hún vorið og birtuna. Það var gaman að koma til hennar í Víkina snemma sumars. Meira
29. apríl 1998 | Minningargreinar | 194 orð

MARÍA GUÐNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR

MARÍA GUÐNÝ GUÐMUNDSDÓTTIR María Guðný Guðmundsdóttir fæddist í Kerlingadal í Mýrdal 17. mars 1907 og er hjá foreldrum sínum í Kerlingadal og síðan á Höfðabrekku en síðan flyst fjölskyldan öll til Víkur 1908. María lést á dvalarheimilinu Hjallatúni í Vík 17. apríl síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðmundur Guðmundsson, f. 27.2. 1883, d. 1.4. Meira
29. apríl 1998 | Minningargreinar | 402 orð

Ólafur L. Bjarnason

Það er sárt að þurfa að kveðja samferðamann og vin svo alltof fljótt að manni finnst. Lífið er stutt segir einhvers staðar og svo varð hjá Óla, en ég held að hann hafi verið mjög sáttur við lífshlaup sitt. Hann undi vel hag sínum í Stóru- Hildisey, sinnti um bú sitt og tók mikinn þátt í uppeldi sona sinna. Meira
29. apríl 1998 | Minningargreinar | 465 orð

Ólafur L. Bjarnason

Nú er ég hvorki heill né hálfur maður. (Vilhjálmur Vilhj.) Þessar ljóðlínur koma mér í hug þegar ég fylgi vini mínum og frænda, Óla í Hildisey, til grafar. Á mili okkar er tæpt ár í aldri og þar sem stutt var á milli bæja í æsku hittumst við oft. Þegar pabbi fór að Skálakoti að láta Kötu systur sína klippa sig sótti ég í að fá að fara með til að hitta Óla. Meira
29. apríl 1998 | Minningargreinar | 37 orð

ÓLAFUR L. BJARNASON

ÓLAFUR L. BJARNASON Ólafur L. Bjarnason fæddist í Skálakoti í V-Eyjafjöllum 14. ágúst 1952. Hann lést á Landspítalanum 18. apríl síðastliðinn og fór minningarathöfn um hann fram í Íþróttahúsinu á Hvolsvelli. Jarðsett var að Ásólfsskála í V-Eyjafjöllum. Meira
29. apríl 1998 | Minningargreinar | 179 orð

Ólafur Vilhelm Vigfússon

Elsku pabbi minn, mér er það erfið raun að skrifa um þig því okkar samskipti voru lítil. Þið mamma skilduð þegar ég var 5 ára og sá ég þig lítið eftir það. Mér fannst oft erfitt að hafa ekki kynnst föður mínum, og hafa átt með honum mín æskuár. Meira
29. apríl 1998 | Minningargreinar | 29 orð

ÓLAFUR VILHELM VIGFÚSSON

ÓLAFUR VILHELM VIGFÚSSON Ólafur Vilhelm Vigfússon fæddist á Vopnafirði 2. apríl 1944. Hann lést á heimili sínu 16. apríl síðastliðinn og fór útför hans fram frá Keflavíkurkirkju 25. apríl. Meira
29. apríl 1998 | Minningargreinar | 25 orð

RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR

RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR Ragnheiður Jónsdóttir fæddist í Reykjavík 25. desember 1924. Hún lést á heimili sínu 6. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram í kyrrþey. Meira
29. apríl 1998 | Minningargreinar | 401 orð

Svala Þórisdóttir Salman

Það er vandasamt verk að skrifa af nokkru viti um látna vini, ekki þá síst þegar um sérstakan persónuleika er að ræða, orðin verða fátækleg, tilfinningarnar í þessu sérstaka tilfelli mjög sterkar, þar sem væntumþykja og virðing fara saman í ríkum mæli. Svala Þórisdóttir Salman var þannig einstaklingur, þannig persóna. Meira
29. apríl 1998 | Minningargreinar | 29 orð

SVALA ÞÓRISDÓTTIR SALMAN

SVALA ÞÓRISDÓTTIR SALMAN Svala Þórisdóttir listmálari fæddist í Reykjavík 28. júlí 1945. Hún lést í Washington D.C. 28. mars síðastliðinn. Minningarathöfn um Svölu fór fram í Neskirkju 21. apríl. Meira
29. apríl 1998 | Minningargreinar | 200 orð

Þorsteinn Þorsteinsson

Í dag verður sárt að kveðja elskulegan afa. Afi, þú hafðir svo gaman af því að ferðast, þess vegna finnst okkur eins og þú sért farinn í stutt ferðalag. En nú horfum við til baka og minnumst gleðistundanna með þér. Okkur þótti alltaf jafngaman þegar við biðum eftir þér á aðfangadag jóla er þú komst með jólapakkana til okkar. Meira
29. apríl 1998 | Minningargreinar | 421 orð

Þorsteinn Þorsteinsson

Þá er komið að leiðarlokum hjá þér, Steini minn, eftir langa og stranga baráttu við þennan óvin okkar mannanna, sem krabbameinið er. Þó að söknuðurinn sé mikill og sár, getum við þó huggað okkur við að þinni þjáningu og kvöl er lokið. Þegar maður nú hugsar til baka og lítur yfir farinn veg eru það minningarnar sem ylja. Það eru 15 ár síðan þú kynntist henni mömmu. Meira
29. apríl 1998 | Minningargreinar | 227 orð

Þorsteinn Þorsteinsson

"Velkomin til landsins, ætliði þið ekki að líta inn og fá kaffi hjá Svönu minni?" Andlit Steina ljómar og með brosi á vör þrýstir hann hendur, hlýtt en alltaf þéttingsfast. Steini var stór maður. Ekki einungis líkamlega, tæplega tveggja metra hár og kröftuglega vaxinn, heldur einnig gæddur þeim mannkostum og dyggðum sem gera stóran mann að miklum og góðum. Meira
29. apríl 1998 | Minningargreinar | 271 orð

ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON

ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON Þorsteinn Þorsteinsson fæddist í Hafnarfirði 21. ágúst 1936. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 22. apríl sl. Foreldrar hans voru Þorsteinn Kr. Guðmundsson, f. 18. janúar 1896, d. 9. ágúst 1936, og Helga Sveinsdóttir, f. 30. júní 1911, d. 22. febrúar síðastliðinn. Þau voru búsett á Merkurgötu 14 í Hafnarfirði. Meira

Viðskipti

29. apríl 1998 | Viðskiptafréttir | 257 orð

Stefnt að lækkun vöruverðs og breiðara þjónustusviði

GENGIÐ hefur verið frá sameiningu Íspakks- Hervalds Eiríkssonar ehf. við Valdimar Gíslason ehf. Með sameiningu þessara fyrirtækja verður til sterk rekstrareining sem veitir viðskiptavinum sínum alhliða þjónustu, segir í frétt frá fyrirtækjunum. Meira

Fastir þættir

29. apríl 1998 | Fastir þættir | 472 orð

Afkvæmasýningu Orra frá Þúfu frestað

SAMÞYKKT var á fundi í Orrafélaginu í fyrrakvöld að fresta sýningu hestsins til heiðursverðlauna fyrir afkvæmi fram á landsmótið 2000. Í fréttatilkynningu sem gefin var út að fundi loknum segir að í ljósi þeirra aðstæðna sem skapast hafa vegna hitasóttarinnar hafi verið ákveðið að fresta sýningu hestsins. Meira
29. apríl 1998 | Í dag | 66 orð

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudagi

Árnað heilla ÁRA afmæli. Í dag, miðvikudaginn 29. apríl, verður sextugur Jón Ólafsson, innanhússarkitekt og kennari, Selbrekku 19, Kópavogi. Eiginkona Jóns er Birna Sigurjónsdóttir, aðstoðarskólastjóri við Snælandsskóla. Meira
29. apríl 1998 | Fastir þættir | 346 orð

Áskirkja.

Áskirkja. Opið hús fyrir foreldra ungra barna kl. 10­12. Starf fyrir 10­12 ára kl. 17. Bústaðakirkja. Félagsstarf aldraðra: Opið hús í dag kl. 13.30­17. Dómkirkjan. Hádegisbænir kl. 12.10. Orgelleikur á undan. Léttur málsverður á kirkjuloftinu á eftir. Grensáskirkja. Meira
29. apríl 1998 | Í dag | 22 orð

BRÚÐKAUP.

BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 27. desember sl. í Bústaðakirkju af sr. Pálma Matthíassyni Hrafnhildur Björnsdóttir og Ragnar Sverrisson. Heimili þeirra er í Kópavogi. Meira
29. apríl 1998 | Fastir þættir | 813 orð

Enn og aftur metþátttaka

Hestamannafélagið Sörli hélt mót fyrir hestamenn af yngri kynslóðinni sunnudaginn 26. apríl. ÞAÐ voru fleiri en hinir fullorðnu sem þreyttu keppni um helgina því hið árlega Hróa Hattarmót var haldið á Sörlastöðum á sunnudag þar sem 70 hestamenn af yngri kynslóðinni leiddu saman hesta sína í drengilegri keppni. Að keppni lokinni var boðið upp á flatbökur í boði Hróa Hattar. Meira
29. apríl 1998 | Í dag | 242 orð

Er að leita að Öddu/Aðalbjörgu AÐALBJÖRG Jóhannesdóttir hafð

AÐALBJÖRG Jóhannesdóttir hafði samband við Velvakanda og er hún að leita að nöfnu sinni. Aðalbjörg hafði fengið bréf frá tyrkneskri konu að nafni Meli og segist Meli hafa verið með Aðalbjörgu/Öddu í miðskóla (high school) í Bandaríkjunum fyrir 30 árum. Ef rétta Aðalbjörgin/Adda kannast við þetta er hún beðin að hafa samband við Aðalheiði Jóhannesdóttur í síma 5577895. Meira
29. apríl 1998 | Dagbók | 623 orð

Reykjavíkurhöfn: Hanne Sif kemur og fer á morgun. Víðir

Reykjavíkurhöfn: Hanne Sif kemur og fer á morgun. Víðir og Mælifell koma á morgun. Hafnarfjarðarhöfn: Hrafn Sveinbjarnarson fer í dag. Gulldrangurog Ocher koma í dag. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur. Meira
29. apríl 1998 | Í dag | 112 orð

STÖÐUMYND B HVÍTUR leikur og vinnur

STÖÐUMYND B HVÍTUR leikur og vinnur Staðan kom upp á opnu móti í Dos Hermanas á Spáni, sem lauk á laugardaginn var. Roberto Cifeuentes- Parada (2.535), Hollandi, hafði hvítt og átti leik gegn M. Pena Dieguez, Spáni. 34. Bxg6! ­ hxg6 og svartur gafst upp án þess að bíða eftir 35. Meira
29. apríl 1998 | Fastir þættir | 889 orð

(fyrirsögn vantar)

Samtök gagnrýnenda efndu til málþings um listgagnrýni í fjölmiðlum á degi bókarinnar, sumardaginn fyrsta. Þarna voru samankomnir gagnrýnendur listgreinanna fjögurra, tónlistar, myndlistar, leiklistar og bókmennta, ásamt slangri af listamönnum úr greinunum þó greinilega hallaði frekar á þá hliðina í hópi áheyrenda. Meira

Íþróttir

29. apríl 1998 | Íþróttir | 99 orð

Borðtennis

Reykjavíkurmótið Reykjavíkurmeistarar Meistaraflokkur karla Guðmundur E. Stephensen, Víkingi Meistaraflokkur kvenna Lilja Rós Jóhannesdóttir, Víkingi Tvenndarkeppni Guðmundur E. Stephensen og Lilja Rós Jóhannesdóttir. Tvíliðaleikur kvenna Lilja Rós Jóhannesdóttir og Líney Árnadóttir, Víkingi. Meira
29. apríl 1998 | Íþróttir | 71 orð

GOLF

S-L mót á Kanarí Golfmót Samvinnuferða-Landsýnar á Maspalomasvellinum á Kanarí um helgina. Leiknar voru 18 holur með forgjöf, par 73. Konur Margrét Egilsdóttir, GR74 Kristín Guðjónsdóttir, GR82 Anna Agnarsdóttir, GR83 Ragnheiður Margeirsdóttir, GR83 Karlar Vilhjálmur Árnason, GR67 Guðjón Stefánsson, Meira
29. apríl 1998 | Íþróttir | 30 orð

Í kvöld

Deildabikarkeppni KSÍ 16 liða úrslit karla Ásvellir:FH - Fylkir18.30 Leiknisv.:Leiftur - Þróttur R.19 Ásvellir:Stjarnan - Haukar20.30 Vallargerðisv.:Breiðablik - ÍR 19 KR-völlur:KR - Tindastóll18 Garðskagav. Meira
29. apríl 1998 | Íþróttir | 54 orð

Körfuknattleikur NBA-deildin Úrslitakeppnin Austurdeild Cleveland - Indiana86:77 Staðan er 2:1 fyrir Cleveland. Vesturdeild San

NBA-deildin Úrslitakeppnin Austurdeild Cleveland - Indiana86:77 Staðan er 2:1 fyrir Cleveland. Vesturdeild San Antonio - Phoenix100:88 Staðan er 2:1 fyrir San Antonio. Íshokkí NHL-deildin Meira
29. apríl 1998 | Íþróttir | 331 orð

Þrjár keflvískar í liði ársins

LOKAHÓF körfuknattleiksfólks fór fram um síðustu helgi. Þar voru þeir sem sköruðu framúr í karla- og kvennaflokki heiðraðir. Anna María Sveinsdóttir úr Keflavík var útnefnd besti leikmaður kvenna og Helgi Jónas Guðfinnsson úr Grindavík besti leikmaður karla. Efnilegustu leikmenn karla og kvenna voru Baldur Ólafsson úr KR og Guðrún Arna Sigurðardóttir úr ÍR. Meira

Úr verinu

29. apríl 1998 | Úr verinu | 202 orð

Aukinn hlutur af fiski fer í salt

HLUTDEILD söltunar í þorskafla af Íslandsmiðum hefur farið heldur vaxandi undanfarin ár. Hún hefur farið úr 30% 1993 í 52% 1996, en lækkaði reyndar aftur í um 48% í fyrra. Magnið sem farið hefur í salt hefur þó aldrei verið meira en í fyrra nú síðustu árin eða um 100.000 tonn. Meira
29. apríl 1998 | Úr verinu | 1190 orð

Bacalao Islandia sterkt vörumerki

Líkt og á sýningunni 1996 settu íslensk fyrirtæki svip sinn á þann hluta sýningarinnar sem settur var undir fiskafurðir. Tvö fyrirtæki í eigu íslenskra aðila sýndu í þetta sinn, Islandic Iberica og Union Islandia. Meira
29. apríl 1998 | Úr verinu | 530 orð

Bullandi spurn eftir leiguþorski

MJÖG mikil eftirspurn er nú eftir leiguþorski og koma fyrirspurnir nánast úr öllum áttum. Aftur á móti hefur framboðið enn sem komið er verið lítið þrátt fyrir að kílóverð á leiguþorski sé nú komið í 85 krónur, að sögn Hilmars A. Kristjánssonar, framkvæmdastjóra KM-kvóta. Meira
29. apríl 1998 | Úr verinu | 114 orð

Halldór í stjórn SÍF

SÚ breyting hefur nú orðið á stjórn SÍF hf., Sölusambands íslenzkra fiskframleiðenda, að Halldór Árnason hefur tekið sæti Ara Þorsteinssonar, sem ekki gaf kost á sér til áframhaldandi stjórnarsetu. Halldór Árnason er framkvæmdastjóri Borgeyjar hf. Meira
29. apríl 1998 | Úr verinu | 174 orð

Halldór ráðinn framkvæmdastjóri

HALLDÓR G. Eyjólfsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kristjáns Guðmundssonar hf. og tók hann við nýja starfinu í aprílbyrjun. Halldór fæddist í Reykjavík27. júlí árið 1966. Meira
29. apríl 1998 | Úr verinu | 220 orð

Hlutafé SÍF aukið um 200 milljónir

AÐALFUNDUR stjórnar SÍF hf. samþykkti tillögu stjórnar um heimild til aukningar á hlutafé um allt að 200 milljónir króna með sölu nýrra hluta til núverandi hluthafa eða nýrra hluthafa. Fundurinn samþykkti einnig heimild stjórnar til kaupa á hlutabréfum í SÍF að nafnvirði 65 milljónir króna, eða allt að rúmum 300 milljónum á markaðsverði. Loks var samþykkt að greiða 7% arð. Meira
29. apríl 1998 | Úr verinu | 274 orð

Hundrað þúsund tonn þegar seld

Hellissandur - FISKMARKAÐUR Breiðafjarðar hefur nú náð því marki að selja 100.000 tonn af fiski síðan hann hóf starfsemi. Hann er sex ára gamalt fyrirtæki, sem rekur starfsemi á öllum höfnum á norðanverðu Snæfellsnesi ásamt Arnarstapa, og seldi á sumardaginn fyrsta 100 þúsundasta tonnið af fiski frá því hann hóf starfsemi. Meira
29. apríl 1998 | Úr verinu | 428 orð

Mjög gott hjá trillum á Selvogsbanka

HANDFÆRABÁTAR frá Höfn í Hornafirði hafa verið í góðri veiði á Selvogsbanka síðustu dagana. Í gær voru þeir að róa á fimmta degi frá Þorlákshöfn og voru að fá 6 til 11 tonn hver. Alls eru 15 bátar frá Höfn að veiðum á þessum slóðum. "Við löndum hjá Fiskmarkaði Suðurlands og fáum mjög góða þjónustu hjá þeim fyrir vikið. Við erum að sækja þetta 15 mílur í stað 50 mílna ef við rérum að heiman. Meira
29. apríl 1998 | Úr verinu | 136 orð

Ný gerð af hlífðarfötum

RAFBJÖRG/RB veiðarfæri flytur nú inn nýja gerð sjáfatnaðar frá danska fyrirtækinu Ocean. Það er þekkt er hér á landi fyrir neophrene vöðlur og hefur hannað efni í sjóvinnufatnað, sem er framleiddur úr nýrri blöndu af polyurethane. "Fatnaðurinn úr þessu efni er léttari, með mikið þan og slitþol auk þess að þola vel olíu og fitu. Meira
29. apríl 1998 | Úr verinu | 466 orð

Nýr hausari gæti aukið nýtingu um 2 til 3,5%

LANDSSMIÐJAN hf. hefur hafið framleiðslu á nýjum hausara fyrir fiskvinnsluhús sem gæti bætt nýtingu flaka um 2 til 3,5% samkvæmt niðurstöðum úr prófunum sem gerðar hafa verið. Hausarinn var frumsýndur á sjávarútvegssýningunni í Brüssel sem nú stendur yfir. Meira
29. apríl 1998 | Úr verinu | 950 orð

Ný sóknarfæri

Á SÍÐUSTU áratugum hafa opnast nýir, ótrúlega stóri markaðir fyrir sjávarafurðir í Austurlöndum fjær. Helstu markaðslönd okkar þar voru Japan til að byrja með. Síðan bættust Suður-Kórea og Tævan í hópinn og nú síðast Kína. Um hluti mannkyns býr í þessum heimshluta, eða nærri tveir milljarðar manna. Meira
29. apríl 1998 | Úr verinu | 47 orð

Styrkir til framhaldsnáms

SJÁVARÚTVEGSRÁÐU NEYTIÐ hefur ákveðið að veita tvo styrki til framhaldsnáms við háskóla í fiskifræði, veiðarfærafræði, sjávarlíffræði, haffræði eða skyldum greinum. Styrkurinn er ætlaður þeim sem miða að masters- eða doktorsáfanga eða svipuðum lokaáfanga í námi. Umsóknir sendist sjávarútvegsráðuneytinu, en umsóknarfrestur er til 10. júní. Meira
29. apríl 1998 | Úr verinu | 345 orð

Störfum farmanna fækkaði um 56%

STÖÐUGILDUM íslenskra farmanna á skipum, í rekstri hjá útgerðum innan Sambands íslenskra kaupskipaútgerða hefur frá því í janúar 1990, fækkað úr 375 í 165, eða um 210 stöðugildi, en það jafngildir því að ársstörfum íslenskra farmanna hafi fækkað um 315, eða 56%. Meira
29. apríl 1998 | Úr verinu | 253 orð

Sykurgljáður lax með fáfnisgrasi

ÞAÐ er matargerðarklúbburinn Freisting sem nú hefur tekið að sér að sjá lesendum Versins fyrir uppskriftum í soðninguna. Í klúbbnum eru bæði matreiðslumenn og bakarar. Þar er að finna Íslandsmeistara í kökuskreytingum 1995, klakaskurðarmeistara, listamenn í sykurgerð og matreiðslumenn sem hafa verið í fremstu röð frá byrjun keppninnar Matreiðslumaður ársins, Meira
29. apríl 1998 | Úr verinu | 574 orð

Union Islandia eykur saltfisksöluna um 25%

ÞETTA ár hefur farið mjög vel af stað hjá Union Islandia, dótturfyrirtæki SÍF á Spáni. "Við gerðum reyndar ráð fyrir því að geta aukið söluna töluvert mikið vegna þess að allt síðasta ár höfum við verið að byggja upp sölu- og dreifikerfi okkar annars staðar en í Barcelona, þar sem við byrjuðum 1996. Fyrstu þrjá mánuði þessa árs höfum við aukið söluna um 25% miðað við sama tíma í fyrra. Meira
29. apríl 1998 | Úr verinu | 122 orð

(fyrirsögn vantar)

VERÐMÆTI útfluttra saltfiskafurða hefur aukizt síðustu árin, en verðmæti frystra afurða hefur minnkað og er þá einvörðungu átt við þorskinn. Frystingin hefur átt mjög undir högg að sækja, en hefur nú sótt í sig veðrið á ný í kjölfar verulegra afurðaverðshækkana. Meira

Barnablað

29. apríl 1998 | Barnablað | 84 orð

Bangsar eru mjúkir

FLESTIR ef ekki allir hafa faðmað að sér bangsa eða önnur mjúkdýr. Virðið myndirnar af böngsunum fyrir ykkur dágóða stund. Eru þær allar eins? Onei, ætli það nú. Má reyndar vera að í fljótu bragði séð geti verið um eina og sömu mynd að ræða í fjölriti en við nánari skoðun sést að svo er ekki. Aðeins þrjár myndanna tólf eru nákvæmlega eins. Meira
29. apríl 1998 | Barnablað | 140 orð

BÖRN OG BÆKUR

SÍÐASTLIÐINN fimmtudag, 23. apríl, var sumardagurinn fyrsti. Mikið var um dýrðir þann dag, skrúðgöngur, sumarhlaup, guðsþjónustur, skemmtiatriði og margt fleira. Þennan sama dag var líka dagur bókarinnar, alþjóðlegur dagur bóka og höfundarréttar. Meira
29. apríl 1998 | Barnablað | 70 orð

Safnarar

Ég safna öllu með Spice Girls. Í staðinn get ég látið ykkur fá plaköt og úrklippur með: Hanson, Kavana, Boyzone, Damage, Paul Nichols, 911, Ant & Dec, Eternal, Gina G, Robbie Williams, Louise, OTT, Mark Owen, Friends, Kula Shaker, R. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.