Greinar föstudaginn 24. mars 2000

Forsíða

24. mars 2000 | Forsíða | 243 orð

Býður sig fram gegn Trimble

DAVID TRIMBLE, formaður flokks sambandssinna (UUP) og oddviti hinnar óvirku heimastjórnar á Norður-Írlandi, sagðist í gær vera vongóður um að miðstjórn UUP styddi sig áfram til forystu á fundi sínum næstkomandi laugardag. Meira
24. mars 2000 | Forsíða | 142 orð | 1 mynd

Miðar hægt í Kosovo

FRIÐARGÆSLULIÐAR á vegum Atlantshafsbandalagsins (NATO) reyna enn að stilla til friðar í borginni Mitrovica í Kosovo-héraði milli albanskra og serbneskra íbúa. Borginni er skipt í tvo hluta af lítilli á sem rennur um hana. Meira
24. mars 2000 | Forsíða | 253 orð | 1 mynd

Musharraf boðar endurreisn lýðræðis í áföngum

PERVEZ Musharraf, hershöfðingi og foringi valdaránsmanna í Pakistan, tilkynnti í gær, tveimur dögum fyrir heimsókn Bills Clintons Bandaríkjaforseta, að efnt yrði til sveitar- og héraðsstjórnarkosninga í landinu á næsta ári. Meira
24. mars 2000 | Forsíða | 483 orð | 1 mynd

Sagði engin orð geta lýst hryllingi helfararinnar

LEIÐTOGAR gyðinglegra samtaka í Ísrael lýstu í gær vonbrigðum með að Jóhannes Páll páfi II skyldi ekki í ræðu sinni í Yad Vasheim-helfararsafninu í Jerúsalem minnast á afstöðu Vatíkansins á árum seinni heimsstyrjaldar. Meira

Fréttir

24. mars 2000 | Erlendar fréttir | 207 orð

35 fórust er olíuleiðsla sprakk

AÐ MINNSTA kosti 35 manns létu lífið þegar bensínleiðsla sprakk í loft upp í Abia-ríki í suð-austurhluta Nígeríu á mánudag. Slysið er það mannskæðasta síðan olíuleiðsla sprakk á þessum slóðum árið 1998, með þeim afleiðingum að yfir 1.000 manns létust. Meira
24. mars 2000 | Innlendar fréttir | 35 orð

AÐSTANDENDUR sósíalíska vikublaðsins Militant og Ungir...

AÐSTANDENDUR sósíalíska vikublaðsins Militant og Ungir sósíalistar standa að málfundi föstudaginn 24. mars kl. 17.30 að Klapparstíg 26 þar sem verkafólk hefur tækifæri til að efla samstöðu sína og baráttu, segir í fréttatilkynningu. Framsaga og... Meira
24. mars 2000 | Innlendar fréttir | 118 orð | 1 mynd

Aðsteðjandi átök rædd

FULLTRÚAR Samtaka atvinnulífsins hittu formenn ríkisstjórnarflokkanna að máli í Stjórnarráðinu í gær til að ræða aðsteðjandi átök á landsbyggðinni, en að öllu óbreyttu hefst verkfall hjá 26 aðildarfélögum innan Verkamannasambands Íslands 30. mars nk. Meira
24. mars 2000 | Innlendar fréttir | 104 orð

Athugasemd

BORIST hefur eftirfarandi frá Ríkisbókhaldi: "Í tilefni af frétt Morgunblaðsins fimmtudaginn 23. mars um afkomu ríkissjóðs á árinu 1999 skal upplýst að ekkert kemur fram á heimasíðu fjármálaráðuneytis um bráðabirgðauppgjör á rekstrargrunni. Meira
24. mars 2000 | Innlendar fréttir | 711 orð | 1 mynd

Aukin samkeppni leiðir til enn frekari verðlækkana

FORSVARSMENN íslensku símafyrirtækjanna eru á einu máli um að aukin samkeppni í fjarskiptum leiði til enn frekari verðlækkana á þjónustunni. Fram kom í máli Ólafs Þ. Meira
24. mars 2000 | Miðopna | 1518 orð | 1 mynd

Álagning verður ekki hækkuð í tvö ár

Geislabaugur eða hali, horn og klaufir? Staða Baugs hefur vakið deilur undanfarið og fyrirtækið verið gagnrýnt, en í gær tilkynnti fyrirtækið að það myndi leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að viðhalda stöðugleikanum og gagnrýndi forstjóri þess ásakanir ráðamanna um að það ætti sök á hækkandi verðlagi. Karl Blöndal sat blaðamannafund í vöruskemmu Aðfanga. Meira
24. mars 2000 | Innlendar fréttir | 63 orð | 1 mynd

Á netaveiðum í Faxaflóa

NETABÁTURINN Grunnvíkingur RE kom með um 1.200 kg af þorski á Faxamarkað í Reykjavík á miðvikudag eftir um sex tíma róður á Faxaflóa út af Kjalarnesi. Meira
24. mars 2000 | Innlendar fréttir | 119 orð

Árshátíð Hellas á laugardag

Grikklandsvinafélagið Hellas heldur hátíðlegan þjóðhátíðardag Grikkja með árshátíð laugardaginn 25. mars í Borgartúni 12, efstu hæð og hefst hún með borðhaldi þar sem boðið verður upp á hlaðborð með grískum réttum. Meira
24. mars 2000 | Innlendar fréttir | 104 orð

Á skíðum frá Laugarvatni til Reykjavíkur

ÍÞRÓTTAKENNARANEMAR á öðru ári í Kennaraháskóla Íslands ætla í dag, föstudaginn 24. mars, að ganga á skíðum frá Laugarvatni til Reykjavíkur. Er ferðin farin í þeim tilgangi að safna fyrir námsferð í apríl á næsta ári. Meira
24. mars 2000 | Landsbyggðin | 161 orð

Barnæska í íslenskri myndlist

NÝ sýning verður opnuð í Listasafninu á Akureyri í kvöld, föstudagskvöldið 24. mars kl. 20. Hún ber yfirskriftina: Sjónauki ll, Barnæska í íslenskri myndlist og Barnið: Ég. Meira
24. mars 2000 | Innlendar fréttir | 856 orð

Birting skerðir rétt til friðhelgi einkalífs

BJÖRGVIN Guðmundsson, varaformaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna, sendi skattstjóra framtal sitt fyrr í vikunni með þeim skilmála að almenningi yrði "ekki veittur aðgangur að þeim upplýsingum og engin efnisatriði framtalsins [yrðu] gerð... Meira
24. mars 2000 | Innlendar fréttir | 97 orð

Björgunaræfing í sólarhring

EIN viðamesta björgunaræfing sem íslenskar björgunarsveitir hafa staðið fyrir hefst í kvöld, föstudagskvöld, í Reykjavík og nágrenni og stendur sleitulaust yfir í sólarhring. Meira
24. mars 2000 | Erlendar fréttir | 500 orð

Den Danske Bank greiðir 300 milljónir

MEÐ 300 milljónum danskra króna, sem Den Danske Bank greiðir danska ríkinu, var í gær endi bundinn á Færeyjabankamálið svokallaða. Meira
24. mars 2000 | Landsbyggðin | 267 orð | 2 myndir

Eldsmíði að gömlum hætti

VÉLA- og bílaþjónusta Kristjáns á Þingeyri hefur tekið að sér viðgerðir á svokölluðum "stakkettum", eða málmgrindverkum, við leiðin í gamla kirkjugarðinum við Suðurgötu í Reykjavík. Meira
24. mars 2000 | Innlendar fréttir | 120 orð | 1 mynd

Endurbættur veðurvefur á mbl.is

OPNAÐUR hefur verið endurbættur veðurvefur á mbl.is. Þar er m.a. nýtt veðurkort þar sem hægt er að fylgjast með veðurathugunum Veðurstofu Íslands en þær berast átta sinnum á sólarhring. Meira
24. mars 2000 | Innlendar fréttir | 179 orð

Fjáröflun lögreglukórsins í forvarnaskyni

LÖGREGLUKÓR Reykjavíkur er 65 ára um þessar mundir. Kórinn er á leið í söngferðalag til Tallin í Eistlandi, Helsinki og Stokkhólms í lok maí, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá kórnum. Meira
24. mars 2000 | Innlendar fréttir | 332 orð

Flugturni og flutningaþotu kennt um

ÁSTÆÐU þess, að litlu munaði að Flugleiðavél í flugtaki á Kennedy-flugvelli í Bandaríkjunum rækist á flutningavél Air France í júní í fyrra, má rekja til samskipta flutningavélarinnar og flugturns. Meira
24. mars 2000 | Erlendar fréttir | 528 orð | 1 mynd

Formaður Kuomintang segir af sér

LEE Teng-hui, fráfarandi forseti Taívans, hyggst segja af sér í dag sem formaður flokks þjóðernissinna, Kuomintang, hálfu ári fyrr en ráðgert var. Meira
24. mars 2000 | Innlendar fréttir | 93 orð

Framskriði Dyngjujökuls að ljúka

MESTI krafturinn virðist vera úr framskriði Dyngjujökuls. Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur hjá Orkustofnun, segir að jökullinn sé víða kominn yfir jökulgarðana frá síðasta jökulskriði, sem var 1977-1978, en víða sjáist þó í garðana. Meira
24. mars 2000 | Erlendar fréttir | 691 orð | 1 mynd

Friðurinn ótryggur og vaxandi óánægja

ÁR ER liðið frá því að NATO-ríkin hófu árásir á serbneska herinn í Kosovo og eru sérfræðingar á einu máli um, að þótt hernaðarlegu markmiðin hafi náðst, sé það erfiðasta samt eftir, en það er að tryggja frið í héraðinu. Meira
24. mars 2000 | Innlendar fréttir | 311 orð | 1 mynd

Frumvarp bíður þar til niðurstaða afgreiðslu er ljós

GEIR H. Meira
24. mars 2000 | Innlendar fréttir | 48 orð

Fræðslufundur músikþerapista

FÉLAG íslenskra músíkþerapista heldur fræðslufund laugardaginn 25. mars, kl. 14:00, í Sjálfsbjargarhúsinu Hátúni 12. Meira
24. mars 2000 | Innlendar fréttir | 186 orð

Frægustu skákmenn heims keppa í Kópavogi

DAGANA 1. og 2. apríl nk. fer fram Heimsmótið í Kópavogi á vegum Skáksambands Íslands, þar sem keppt verður í atskák. Mótið er eitt sterkasta skákmót sem haldið hefur verið hérlendis og fer fram í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs. Meira
24. mars 2000 | Innlendar fréttir | 471 orð

Gæti þýtt framkvæmdir í dreifikerfi

ÞRÝSTINGSBREYTING hefur orðið á jarðhitakerfinu í Hveragerði og nágrenni þannig að afköst gufudreifikerfisins þar hafa minnkað um milli 15 og 20% og segir Guðmundur Baldursson, veitustjóri Hitaveitu Hveragerðis, að þetta geti kallað á umtalsverðar... Meira
24. mars 2000 | Innlendar fréttir | 170 orð

Hafa orðið að fella niður 268 ferðir

FRÁ ÞVÍ í janúarbyrjun á þessu ári hafa 268 flugferðir verið felldar niður í innanlandsflugi Flugfélags Íslands, en á sama tíma í fyrra varð að fella niður 158 ferðir. Atli Vivås stöðvarstjóri segir að í 90% tilvika sé veðrinu um að kenna. Meira
24. mars 2000 | Landsbyggðin | 120 orð | 1 mynd

Heilsugæslustöð fær góðar gjafir

STJÓRN Kvennasambands Akureyrar færði Heilsugæslustöðinni á Akureyri nokkur tæki að gjöf; sírita til að mæla hjartslátt fósturs, hvíldarstól, handtæki til að hlusta hjartslátt og tæki til þvagskimunar. Meira
24. mars 2000 | Innlendar fréttir | 209 orð

Heilsunámskeið fyrir konur

LÍFSORKA kvenna nefnist heilsunámskeið sem haldið verður fyrir konur í Hveragerði dagana 5. - 10. apríl nk. Meira
24. mars 2000 | Akureyri og nágrenni | 104 orð | 1 mynd

Hundarnir hlutu blessun

DANIELLE Palade á Akureyri hefur ræktað hunda af gerðinni Royal Arctic Chihuahua um nokkurra ára skeið og hún hefur ávallt farið með hunda sín til blessunar í Kaþólsku kirkjuna við Eyrarlandsveg á Akureyri. Meira
24. mars 2000 | Innlendar fréttir | 276 orð

Hvergi farið að ræða þetta einu orði

BJÖRGVIN Sigurjónsson, oddviti Tálknafjarðarhrepps, segir að yfirlýsingar Páls Péturssonar félagsmálaráðherra og fréttaflutningur af hugsanlegri sameiningu Bíldudals og Tálknafjarðar séu komin langt fram úr veruleikanum. Meira
24. mars 2000 | Akureyri og nágrenni | 61 orð

Innbrot í sumarbústað

BROTIST var hinn í sumarbústað á Guðrúnarstöðum í Eyjafjarðarsveit og þaðan stolið m.a. sjónvarpi og myndbandstæki. Innbrotið uppgötvaðist um liðna helgi, en ekki er vitað hvenær það var framið. Meira
24. mars 2000 | Innlendar fréttir | 233 orð

Kanna samstarf við Seltjarnarnes

HÚSNÆÐISMÁL Kvennaskólans í Reykjavík eru til umfjöllunar í nefnd á vegum menntamálaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar sem fjallar um framtíðarskipan framhaldsskóla í borginni. Meira
24. mars 2000 | Erlendar fréttir | 262 orð

Kaupa aðeins byssur með öryggisbúnaði

BANDARÍSK stjórnvöld, þrjú ríki og 29 borgir hafa samþykkt að skipta aðeins við þá byssuframleiðendur sem búa byssurnar nauðsynlegum öryggisbúnaði. Gagnrýna þau jafnframt þingið harðlega fyrir seinagang í þessum málum. Meira
24. mars 2000 | Akureyri og nágrenni | 41 orð

Kirkjustarf

LAUFÁSPRESTAKALL: Kirkjuskóli á morgun, laugardaginn 25. mars kl. 13.30. í Grenivíkurkirkju. Kirkjuskóli verður í Svalbarðskirkju á laugardag kl. 11. Guðsþjónusta í kirkjunni kl. 14 á sunnudag. Fermingarfræðsla í safnaðarstofu kl. 11 á sunnudag. Meira
24. mars 2000 | Landsbyggðin | 278 orð

Kristnitökuhátíð á Eskifirði

HALDIN verður Kristnihátíð á Eskifirði sunnudaginn 26. mars. Hefst hún með hátíðarmessu kl. 14 í nýbyggingu Kirkju- og menningarmiðstöðvar í Bleiksárgili. Byggingaframkvæmdir hafa staðið yfir frá því í sumar leið. Meira
24. mars 2000 | Innlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Kviknaði í sjónvarpi

TALSVERÐAR skemmdir urðu í íbúð á Sauðárkróki af völdum elds sem þar kom upp í gær. Eldur kviknaði út frá sjónvarpi í íbúð á neðri hæð við Lindargötu á Sauðárkróki laust eftir klukkan fjögur í gær. Meira
24. mars 2000 | Innlendar fréttir | 424 orð

Láglaunabætur innleiddar á nýjan leik

FORYSTUMENN Verkamannasambands Íslands, VMSÍ, saka Flóabandalagið um að hafa innleitt að nýju láglaunabætur með nýlegum kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins. Meira
24. mars 2000 | Innlendar fréttir | 284 orð

Lögðu að baki 9,15 km á sínum besta degi

NORÐURPÓLSFARARNIR Haraldur Örn Ólafsson og Ingþór Bjarnason náðu frábærum árangri á miðvikudag er þeir komust 9,15 km áleiðis til norðurpólsins. Þeir eru komnir um 60 km áleiðis á hinni 800 km löngu leið og sleðar þeirra farnir að léttast. Meira
24. mars 2000 | Innlendar fréttir | 83 orð

Lögreglan á Selfossi leitar vitna

LÖGREGLAN á Selfossi leitar vitna að árekstri í umdæmi sínu 7. október 1999. Um kl. 7.50 fimmtudaginn 7. október sl. varð umferðarslys á Suðurlandsvegi neðst í Draugahlíðabrekku við Litlu kaffistofuna. Meira
24. mars 2000 | Akureyri og nágrenni | 142 orð

María Mey-Augu Guðs til sýnis í Deiglunni

LÁRUS H. List setur upp málverkið María Mey - Augu Guðs í Deiglunni í Kaupvangsstræti og verður verkið til sýnis nú og út næstu viku. Verk þetta var sýnt í Þjóðarbókhlöðunni fyrir réttu ári og vakti þá athygli, segir í frétt frá listamanninum. Meira
24. mars 2000 | Miðopna | 1289 orð | 1 mynd

Matsferlið ólíkt því sem þekkist í öðrum löndum

Ferli það sem fylgt er við mat á umhverfisáhrifum á Íslandi er ólíkt því matsferli sem er við lýði í nálægum löndum. Þetta kom fram í máli umhverfisstjóra Landsvirkjunar á málstofu Líffræðifélagsins. Kærur eru mun algengari hér en annarsstaðar og samráð skortir. Ómar Friðriksson fylgdist með umræðunum, þar sem einnig kom fram gagnrýni á nýtt frumvarp umhverfisráðherra. Meira
24. mars 2000 | Landsbyggðin | 313 orð

Meðferðarheimili fyrir stúlkur tekur til starfa í sumar

SVEITARSTJÓRN Eyjafjarðarsveitar og Barnaverndarstofa hafa gert með sér samning um að langtímameðferðarheimili fyrir stúlkur verði komið upp í gamla kvennaskólanum á Laugalandi í Eyjafjarðarsveit. Meira
24. mars 2000 | Innlendar fréttir | 194 orð | 1 mynd

Munur á tölum RSÍ og kjararannsóknarnefndar

NOKKUR munur er á upplýsingum kjararannsóknarnefndar og Rafiðnaðarsambands Íslands um meðallaun rafiðnaðarmanna hér á landi. Kemur þetta fram í yfirliti, sem RSÍ hefur sent frá sér. Meira
24. mars 2000 | Innlendar fréttir | 79 orð

Námskeið fyrir barnfóstrur

REYKJAVÍKURDEILD Rauða krossins gengst fyrir barnfóstrunámskeiði fyrir nemendur fædda 1986-1988. Markmiðið er að þátttakendur fái aukna þekkingu um börn og umhverfi þeirra og öðlist þannig aukið öryggi við barnagæslu. Meira
24. mars 2000 | Innlendar fréttir | 70 orð

Námskeið í punktanuddi

LÍSA Jörgensen nuddari mun halda námskeið í punktanuddi dagana 25. og 26. mars. Námskeiðið er einkum ætlað starfandi nuddurum og mun það standa yfir frá klukkan 10 til 18 báða dagana. Á námskeiðinu verður m.a. Meira
24. mars 2000 | Innlendar fréttir | 63 orð

Nefndavika fer í hönd

TVEIR varamenn tóku sæti á Alþingi í gær en í hönd fer nefndavika á þinginu og kemur það næst saman 3. apríl. Pétur Bjarnason kom inn sem varamaður fyrir Guðjón A. Meira
24. mars 2000 | Erlendar fréttir | 406 orð

Neitar ásökunum um yfirhylmingu

DANIEL Goldin, yfirmaður NASA, bandarísku geimvísindastofnunarinnar, vísaði í fyrradag á bug fréttum í fjölmiðlum um að stofnunin hefði þagað um hönnunargalla í Marsfarinu sem hvarf í desember. Meira
24. mars 2000 | Innlendar fréttir | 70 orð

Netnámskeið fyrir byrjendur

FÉLAG háskólakvenna stendur fyrir Netnámskeiði fyrir byrjendur mánudaginn 27. mars og þriðjudaginn 28. mars kl. 17-19.30. Markmið námskeiðsins er að ná til þeirra sem hafa áhuga á að nýta sér þá möguleika sem Netið hefur. Meira
24. mars 2000 | Erlendar fréttir | 287 orð | 1 mynd

Net- og nútímavæðing skal efld

LEIÐTOGAR Evrópusambandsins, ESB, freistuðu þess í Lissabon í gær að koma sér saman um leiðir til að virkja tækni 21. Meira
24. mars 2000 | Innlendar fréttir | 87 orð | 1 mynd

Nýr Íslandsmeistari í Svarta Pétri

ÍSLANDSMEISTARAMÓTIÐ í Svarta Pétri var haldið í 12. sinn á Sólheimum í Grímsnesi, laugardaginn, 18. mars, sl. Flestir þátttakenda búa á Sólheimum en einnig voru nokkrir gestir enda mótið opið öllum. Meira
24. mars 2000 | Innlendar fréttir | 257 orð | 1 mynd

Ófærð og vonskuveður á Suðurlandi

ÓFÆRÐ og vonskuverður var víða á Suðurlandi í gær og vegir víða lokaðir vegna snjókomu og skafrennings. Um morguninn var þegar orðið ófært um Suðurlandsveg við Vík í Mýrdal og austur á Skeiðarársand, en hálka og skafrenningur um Hellisheiði og Þrengsli. Meira
24. mars 2000 | Innlendar fréttir | 16 orð

PARKINSONSAMTÖKIN á Íslandi halda aðalfund í...

PARKINSONSAMTÖKIN á Íslandi halda aðalfund í safnaðarheimilinu Áskirkju laugardaginnn 25. mars kl 14. Venjuleg aðalfundarstörf. Kaffiveitingar.... Meira
24. mars 2000 | Innlendar fréttir | 275 orð

"Fann hvernig bílbeltin héldu mér föstum"

TELJA má víst að sautján ára gamall piltur, Sigurður Þórarinn Sigurðsson, búsettur á Stöðvarfirði, hafi sloppið með undraverðum hætti frá því að hljóta alvarleg meiðsl eftir meiriháttar umferðaróhapp í Staðarskriðum í norðanverðum Fáskrúðsfirði á... Meira
24. mars 2000 | Innlendar fréttir | 230 orð | 1 mynd

Ráðstefna um starfsmenntaáætlun ESB

BJÖRN Bjarnason, menntamálaráðherra, ýtir öðrum hluta Leonardo da Vinci starfsmenntaáætlunar ESB á Íslandi úr vör föstudaginn 24. mars. Opnunarráðstefnan verður haldin í Iðnó við Reykjavíkurtjörn og hefst kl. 14. Meira
24. mars 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 583 orð

Ráðuneytið gefur Byrginu frest

Umhverfisráðuneytið hefur kveðið upp þann úrskurð að vegna annmarka á meðferð mála Byrgisins í Hafnarfirði hjá slökkviliðsstjóranum í Hafnarfirði beri að hnekkja þeirri ákvörðun sýslumannsins í Hafnarfirði að loka húsnæðinu, eins og ráðgert hafði verið,... Meira
24. mars 2000 | Innlendar fréttir | 678 orð

Ríkissjóður myndi losna úr 8 milljarða ábyrgðum

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra mælti í gær fyrir frumvarpi til laga um stofnun hlutafélags um Flugstöð Leifs Eiríkssonar sem gerir ráð fyrir því að stofnað verði hlutafélag í eigu ríkisins sem taki við rekstri Flugstöðvarinnar, rekstur... Meira
24. mars 2000 | Akureyri og nágrenni | 308 orð

Samið um 330 milljónir á ári

SAMNINGUR um framhald reynsluverkefna Akureyrarbæjar í þjónustu við fatlaða á Eyjafjarðarsvæðinu hefur verið undirritaður, en það gerðu þeir Páll Pétursson félagsmálaráðherra og Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri. Meira
24. mars 2000 | Innlendar fréttir | 90 orð

Samræða um vísindi, skáldskap og siðferði

GEORG Klein og Þorsteinn Gylfason ræða vísindi, skáldskap og siðferði í stofu 101 í Odda föstudaginn 24. mars kl. 16. Georg Klein starfar sem líffræðingur við Karolinska Institutet í Stokkhólmi en hann er ungverskur gyðingur að uppruna. Meira
24. mars 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 761 orð | 4 myndir

Skemmtilegt að vita að þau eiga eftir að læra með þessu

NEMENDUR allra bekkja í Mýrarhúsaskóla eru í óða önn að safna saman öllu gömlu skóladóti sem þeim tekst að komast yfir og ætla eftir nokkra daga að senda það til barnaskóla í Malaví þar sem "krakkarnir eiga ekkert skóladót," eins og nemendurnir... Meira
24. mars 2000 | Akureyri og nágrenni | 53 orð

Skíðaganga í Glerárdal

FERÐAFÉLAG Akureyrar býður upp á skíðagönguferð inn á Glerárdal um helgina. Gist verður í skála félagins, Lamba, og gengið verður um dalinn eins og tími og aðstæður leyfa. Brottför er frá húsakynnum félagsins við Strandgötu kl. 9 á laugardagsmorgun, 25. Meira
24. mars 2000 | Innlendar fréttir | 82 orð

Snjóbrettakvöld í Skálafelli

BRETTAKVÖLD Sprite í Skálafelli verða á hverju föstudagskvöldi fram að páskum, en fyrsta skiptið verður í kvöld. Á brettakvöldum er svæðið opnað sérstaklega klukkan átta og opið til miðnættis, sem er mun lengri tími en venjulega. D. Meira
24. mars 2000 | Innlendar fréttir | 320 orð

Staðfestir að efnahagsútlitið er bjart

GEIR H. Haarde fjármálaráðherra segir að endurskoðuð þjóðhagsspá Þjóðhagsstofnunar staðfesti í aðalatriðum að efnahagsuppsveiflan hér standi föstum fótum og framlengist að minnsta kosti um eitt ár frá því sem áður hafi verið reiknað með. Meira
24. mars 2000 | Landsbyggðin | 36 orð

Tónleikar strengja-deildar

STRENGJADEILD Tónlistarskólans á Akureyri heldur tónleika á sal Brekkuskóla (gagnfræðaskólahúsinu) á laugardag, 25. mars, kl. 16. Leikið verður á fiðlu, lágfiðlu, selló og kontrabassa. Meira
24. mars 2000 | Akureyri og nágrenni | 130 orð

Tveir handteknir með hass

HALD var lagt á um 15 grömm af hassi á Akureyri í vikunni og voru tveir menn handteknir í kjölfarið. Þeir viðurkenndu að eiga fíkniefnin. Meira
24. mars 2000 | Erlendar fréttir | 70 orð

Tvær brezkar konur gefnar saman

TVÆR konur hafa gengið í fyrsta löglega hjónaband samkynhneigðra í Bretlandi og fengust gefnar saman, þar sem önnur er fæddur karl, sem hefur gengizt undir kynskiptaaðgerð. Meira
24. mars 2000 | Erlendar fréttir | 392 orð | 1 mynd

Uppstokkun sögð í undirbúningi

LIONEL Jospin, forsætisráðherra Frakklands, var í gær sagður undirbúa uppstokkun á stjórn sinni í því skyni að bægja frá ásökunum um pólitískt stefnuleysi. Meira
24. mars 2000 | Innlendar fréttir | 819 orð | 1 mynd

Úr fjötrum hafta til "fjórfrelsis" nútímans

ÍSLAND og Evrópuþróunin 1950-2000 er ný bók eftir Einar Benediktsson sendiherra. Útkomu hennar var fagnað með móttöku í húsakynnum Verzlunarráðs Íslands í Húsi verzlunarinnar síðdegis í gær. Meira
24. mars 2000 | Innlendar fréttir | 222 orð

Útbreiðsla ADSL-þjónustu eykst og verðið lækkar

SÍMINN hefur lækkað verð á ADSL-þjónustu sinni. Mánaðargjald fyrir 256 kb/s. tengingu lækkar úr 5.000 kr. í 3.000, eða um 40%. Verð 512 kb/s. tengingar lækkar úr 9.000 kr. í 7.000, eða um 22%. Verð 1.536 kb/s. tengingar verður óbreytt, 15. Meira
24. mars 2000 | Innlendar fréttir | 557 orð | 2 myndir

Vatnið mikilvægasta auðlind Íslendinga

VATN er mikilvægasta auðlind Íslendinga sem þeir njóta í ríkari mæli en aðrar þjóðir og gefur margvíslega nýsköpunarmöguleika í framtíðinni. Meira
24. mars 2000 | Innlendar fréttir | 520 orð

Verkfallsboðun á fölskum forsendum?

MORGUNBLAÐINU hefur borist yfirlýsing frá Flóabandalaginu, sem í eru Efling - stéttarfélag, Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og Hlíf. Þar segir m.a. Meira
24. mars 2000 | Erlendar fréttir | 1114 orð | 1 mynd

Viljum ekki undir íshelluna á ný

STRÍÐIÐ í Tsjetsjníu er nú að fjara út og breytast í staðbundnar erjur. Tími er því kominn til að huga á ný að því hvað barist var um og hverjar afleiðingarnar verði. Meira
24. mars 2000 | Erlendar fréttir | 364 orð | 1 mynd

Vinsældir Pútíns hafa jákvæð áhrif á verðbréfamarkaði

FORSETAKOSNINGAR fara fram í Rússlandi á sunnudag og bendir flest til að Vladimir Pútín, settur forseti, fari þar með sigur af hólmi. Meira
24. mars 2000 | Innlendar fréttir | 137 orð

Vona að fleiri fyrirtæki fylgi fordæmi Baugs

"MÉR finnst þetta mjög gott framtak hjá fyrirtækinu," sagði Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, um þá stefnu Baugs hf. að stuðla að verðlækkunum í verslunum fyrirtækisins. Meira
24. mars 2000 | Innlendar fréttir | 103 orð

Yfir 500 námsmenn á skrá

YFIR 500 námsmenn hafa skráð sig hjá atvinnumiðstöðinni í leit að sumarstarfi þrátt fyrir að marsmánuður sé ekki liðinn. Á sama tíma hafa borist óskir frá atvinnurekendum um 17 sumarstarfsmenn. Meira
24. mars 2000 | Innlendar fréttir | 211 orð | 2 myndir

Þórólfi þökkuð farsæl störf

ÞÓRÓLFUR Magnússon, flugstjóri hjá Íslandsflugi, lét af störfum í gær en hann á 65 ára afmæli í dag og má ekki lengur stunda flug í atvinnuskyni. Hann var kvaddur með viðhöfn, bæði á Gjögri og á Reykjavíkurflugvelli. Meira
24. mars 2000 | Innlendar fréttir | 350 orð

Þurfum nokkra góða daga til að fá aðsókn

"ÞETTA hefur verið mjög erfitt í vetur og þó að einn dagur komi inn á milli er það ekki nóg til að undirbúa fólk neitt að ráði til að sækja skíðin," sagði Þorsteinn Hjaltason, fólkvangsvörður í Bláfjöllum, er hann var spurður um aðsókn og... Meira
24. mars 2000 | Innlendar fréttir | 677 orð | 1 mynd

Æfir saman ólíka þætti

Jón Gunnarsson fæddist í Reykjavík 21/9 1956. Hann stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík og lauk síðan námi í rekstrar- og viðskiptagreinum frá Háskóla Íslands. Hann hefur verið bóndi, starfað sem sölustjóri á Stöð 2, rekur ásamt konu sinni heildverslunina Rún sem rekur verslanir Kello og Blu di blu. Jón er formaður stjórnar Slysavarnafélagsins Landsbjargar. Hann er kvæntur Höllu Ragnarsdóttur verslunarmanni og eiga þau þrjú börn. Meira

Ritstjórnargreinar

24. mars 2000 | Leiðarar | 672 orð

HAGSÆLD ÓGNAR STÖÐUGLEIKANUM

HORFUR í efnahagslífi þjóðarinnar eru tvísýnar um þessar mundir samkvæmt yfirliti Þjóðhagsstofnunar um stöðu þjóðarbúskaparins. Segja má að efnahagshorfurnar skiptist í tvö horn. Meira
24. mars 2000 | Staksteinar | 329 orð | 2 myndir

Hvað merkir "sameign þjóðarinnar"?

SVANFRÍÐUR Jónasdóttir alþingismaður hefur áhyggjur af gangi mála fyrir Hæstarétti, en þar er nú til umfjöllunar svonefndur Vatneyrardómur, sem innan tíðar verður til lykta leiddur. Meira

Menning

24. mars 2000 | Fólk í fréttum | 103 orð

Aðdáendur víkja fyrir stjörnunum

ÞAÐ er orðin hefð fyrir því að lögreglan mæti fyrir utan Shrine-höllina, þar sem óskarsverðlaunahátíðin fer fram, nokkrum dögum fyrir hátíðina og reki í burtu aðdáendur sem safnast hafa þar saman í þeirri veiku von að berja eftirlætisstjörnuna sína augum... Meira
24. mars 2000 | Fólk í fréttum | 193 orð | 1 mynd

Apaplánetan endurgerð

NÚ er endanlega búið að ganga frá samningum um endurgerð ævintýrisins um apaplánetuna. Meira
24. mars 2000 | Fólk í fréttum | 141 orð | 8 myndir

Aukakvöld Músíktilrauna

Músíktilraunir standa sem hæst og í kvöld er þriðja tilraunakvöld af fjórum. Árni Matthíasson spáir í hljómsveitirnar níu sem leika í kvöld. Meira
24. mars 2000 | Fólk í fréttum | 134 orð | 1 mynd

Áttu í löngu sambandi

FYRIRSÆTAN Luciana Morad er þekktust fyrir að eiga son með rokkaranum Mick Jagger. Hún hefur nú enn og aftur komist í sviðsljósið er hún fullyrti í blaðaviðtali að hún hefði átt fleiri ástarfundi með Jagger en flestir teldu. Meira
24. mars 2000 | Fólk í fréttum | 154 orð | 1 mynd

B-myndakóngurinn Dudikoff

Leikstjóri: Robert Lee. Aðalhlutverk: Michael Dudikoff, Brennan Elliot. (90 mín.) Stjörnubíó. Bandaríkin 2000. Bönnuð innan 16 ára. Meira
24. mars 2000 | Fólk í fréttum | 175 orð | 1 mynd

Bræðralag hnefaleikanna

Leikstjóri: Shane Meadows. Handrit: Paul Fraser, Shane Meadows. Aðalhlutverk: Bob Hoskins, Danny Nussbaum, Bruce Jones. (92 mín.) England. Myndform, 1999. Bönnuð innan 12 ára. Meira
24. mars 2000 | Menningarlíf | 202 orð | 4 myndir

Burtfararpróf í Salnum

ÞRÍR nemendur þreyta burtfararpróf frá Tónlistarskólanum í Reykjavík sunnudaginn 26. mars og einn nemandi mánudaginn 27. mars. Tónleikarnir fara fram í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs. Meira
24. mars 2000 | Fólk í fréttum | 64 orð | 1 mynd

Clinton í félagsskap fíla

BILL Clinton Bandaríkjaforseti og Bina Kak, ferðamálaráðherra Indlands, röltu saman um þorpið Amber Fort og hittu þar m.a. fyrir nokkra litskrúðuga fíla en Clinton er í heimsókn á Indlandi þessa dagana. Meira
24. mars 2000 | Menningarlíf | 76 orð

Finnsk hljómsveit í 12 tónum

FINNSKA hljómsveitin Aavikko heldur tónleika í versluninni 12 tónar, á horni Barónsstígs og Grettisgötu, í dag, föstudag, kl. 17. Aavikko er skipuð A. Koivumäki og T. Kosonen, sem leika á raforgel og T. Leppänen, sem sér um slagverk. Meira
24. mars 2000 | Fólk í fréttum | 142 orð | 3 myndir

Frumöflin og fjölmiðlar

NEMENDUR Álftanesskóla voru með listaviku í samstarfi við Reykjavík menningarborg Evrópu árið 2000 á dögunum. Örn Ingi fjöllistamaður skipulagði vikuna og var unnið með fjögur frumöfl; jörð, vatn, eld og loft. Meira
24. mars 2000 | Menningarlíf | 238 orð

Fyrirlestrar og námskeið í LHÍ

JOHN Baldessari flytur fyrirlestur í Listaháskóla Íslands, Laugarnesvegi 91, stofu 24, í dag, föstudag, kl. 12.30. Fyrirlesturinn nefnir hann "Víkingur í Kaliforníu" og fjallar hann þar um eigin verk. Meira
24. mars 2000 | Fólk í fréttum | 160 orð | 1 mynd

Hljómsveitin Slipknot farnir heim

HLJÓMSVEITIN grímuklædda Slipknot, sem leikur líklegast harðasta rokk sem sögur fara af, hefur snúið aftur til Bandaríkjanna eftir hálfkláraða tónleikaferð um Evrópu. Meðlimir sveitarinnar tilkynntu á heimasíðu sveitarinnar, www.slipknot1. Meira
24. mars 2000 | Myndlist | 513 orð | 1 mynd

Hvít list

Sýningin er opin alla daga nema mánudaga og stendur til 16. apríl. Meira
24. mars 2000 | Menningarlíf | 1288 orð | 1 mynd

Íslensk lög í sparifötunum

Kristján Jóhannsson er á ferð og flugi þessa dagana milli Deutsche Oper í Berlín og Vínaróperunnar. Eftir það stefnir hann m.a. á að halda tvenna tónleika á Íslandi og gefa út plötu með íslenskum lögum. Pétur Blöndal hitti Kristján á ítölskum veitingastað gegnt óperunni við Bismarckstrasse og talaði við hann yfir ljúffengum lambakótelettum. Meira
24. mars 2000 | Fólk í fréttum | 119 orð | 1 mynd

Í stórborginni

Leikstjórin og handrit: Athina Tsoulis. Aðalhlutverk: Jodie Rimmer, Rena Owen og Jennifer Ward-leland. (92 mín) Nýja-Sjáland. Bergvík, febrúar 2000. Öllum leyfð. Meira
24. mars 2000 | Fólk í fréttum | 108 orð | 1 mynd

Lamdi kærastann með hjólkoppi

Skautadrottningin Tonya Harding hefur tjáð lögreglu að fólk hringi í tíma og ótíma heim til hennar og skelli síðan á og auk þess hafi hún fengið miður skemmtilegan póst. Hún kærði ekki formlega en vildi aðeins að lögreglan gerði sér grein fyrir... Meira
24. mars 2000 | Menningarlíf | 49 orð

Leiðsögn um sýningar LÍ

LEIÐSÖGN um sýningar í Listasafni Íslands, í fylgd Ólafs Gíslasonar sérfræðings, verður á morgun, laugardag, kl. 15. Fjallað verður um sýningu á verkum Nínu Tryggvadóttur og Svavars Guðnasonar en þeim lýkur sunnudaginn 26. mars. Meira
24. mars 2000 | Menningarlíf | 109 orð

Leikarar og listrænir stjórnendur

KYSSTU MIG KATA við tónlist og söngtexta eftir Cole Porter. Höfundar leiktexta : Sam og Bella Spivak. Meira
24. mars 2000 | Menningarlíf | 28 orð | 1 mynd

M-2000

Föstudagur 24. mars. Lokahátíð - Íþróttasirkus Ýmiskonar íþróttir verða kynntar í Kringlunni seinni hluta dags. Reykvískt íþróttafólk sýnir kúnstir og fær almenning til að prófa íþróttagreinar á ýmsum stöðum í Kringlunni. www.ibr.is www.reykjavik2000. Meira
24. mars 2000 | Menningarlíf | 932 orð | 3 myndir

Menningarsamstarf Íslands og Bonn-borgar

Hin glæsilega listadagskrá Reykjavíkur, einnar af níu menningarhöfuðborgum Evrópu árið 2000, hefur að vonum vakið athygli í Evrópulöndum, segir Andreas Loesch, ekki síst í Þýskalandi, þar sem áhugi á íslenskri menningu og listum á sér djúpar rætur. Meira
24. mars 2000 | Menningarlíf | 49 orð

Opið hús í Tónlistarskóla Húsavíkur

OPIÐ hús verður í Tónlistarskóla Húsavíkur á morgun, laugardag, kl. 13-19 og leika nemendur á ýmis hljóðfæri. Veitingasala verður á Stjörnu milli kl. 15-17. Meira
24. mars 2000 | Leiklist | 500 orð

Orðaleikir og ástarhjal

Eftir William Shakespeare. Leikstjóri: Magnús Geir Þórðarson. Leikmynd og búningar: Rannveig Gylfadóttir. Lýsing: Sigurvaldi Ívar Helgason. Meira
24. mars 2000 | Fólk í fréttum | 1211 orð | 2 myndir

Sjóaður söngfugl

Þjóðleikhúsið frumsýndi í síðustu viku leikritið Landkrabbinn. Birgir Örn Steinarsson skellti sér á stefnumót við Þórunni Lárusdóttur sem leikur, syngur, dansar, spilar á trompet og skartar einu umtalaðasta korseletti seinni tíma í leikritinu. Meira
24. mars 2000 | Fólk í fréttum | 147 orð | 2 myndir

Sveita-Shania lokkar landann

GAMALT, gott og ódýrt býður kanadísku sveitasöngkonuna Shaniu Twain velkomna í hóp öldunganna. Meira
24. mars 2000 | Menningarlíf | 1313 orð | 3 myndir

Sviðstjörnur og handrukkarar

Söngleikurinn Kysstu mig Kata eftir Cole Porter verður frumsýndur á Stóra sviði Borgarleikhússins í kvöld í leikstjórn Þórhildar Þorleifsdóttur. Hávar Sigurjónsson ræddi við hana og leikarana Egil Ólafsson og Jóhönnu Vigdísi Arnardóttur. Meira
24. mars 2000 | Menningarlíf | 70 orð

Sýningum lýkur

Listasafn Íslands Sýningu á verkum Svavars Guðnasonar og Nínu Tryggvadóttur, í sal 3 og 4, lýkur nú á sunnudag. Nína og Svavar eru tveir helstu fulltrúar abstrakt-expressíónismans í íslenskri myndlist. Meira
24. mars 2000 | Menningarlíf | 155 orð | 2 myndir

Tónleikar á Djúpavogi og Höfn

ORGEL- og söngtónleikar verða haldnir í Djúpavogskirkju, laugardaginn 25. mars og í Hafnarkirkju, sunnudaginn 26. mars og hefjast báðir kl. 16:00. Meira
24. mars 2000 | Menningarlíf | 53 orð

Tvær lífsbækur væntanlegar

TVÆR lífsbækur eru væntanlegar á markaðinn í september. Hafið heillar er lífsbók Sigurðar Kristmundssonar og Lífsmynd heitir lífsbók Steingríms St.Th. Sigurðssonar. Meira
24. mars 2000 | Fólk í fréttum | 269 orð | 1 mynd

Ungfrú Bandaríkin horast með árunum

SAMKVÆMT skýrslum er Ungfrú Ameríka sífellt að verða mjórri og mjórri. Meira
24. mars 2000 | Menningarlíf | 81 orð

Uppspuni frá rótum á Húsavík

LEIKFÉLAG Húsavíkur frumsýnir Uppspuni frá rótum eftir þingeyska þríeykið Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason, á morgun, laugardag kl. 17. Í fréttatilkynningu segir að þetta sé fislétt og fyndin fjölskyldusaga með söngvum. Meira
24. mars 2000 | Menningarlíf | 134 orð | 1 mynd

Út í vorið á Húsavík og á Akureyri

KVARTETTINN Út í vorið og Signý Sæmundsdóttir óperusöngkona halda tónleika í sal Borgarhólsskóla á Húsavík í kvöld, föstudagskvöld, kl. 20:30 og í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju laugardaginn 25. mars kl. 16:00. Meira
24. mars 2000 | Fólk í fréttum | 234 orð | 1 mynd

Vefsíður á strumpamáli

ALLIR þekkja litlu bláu skógardýrin sem hafa einhverja óútskýranlega leið til fjölgunar þar sem það er aðeins eitt kvendýr í öllu þorpinu. Þau búa í innréttuðum sveppahúsum og gera Kjartani galdrakarli lífið leitt með sykursætum uppátækjum sínum. Meira
24. mars 2000 | Tónlist | 502 orð | 1 mynd

Vegleg kvikmyndatónlistarveisla

Sinfóníuhljómsveit Íslands lék lög úr kvikmyndum eftir John Williams, Henri Mancini, Harold Arlen, Mikis Theodorakis, Nino Rota, Lalo Schifrin og fleiri. Einleikari og stjórnandi Lalo Schifrin. Fimmtudag kl. 20. Meira
24. mars 2000 | Menningarlíf | 1117 orð | 3 myndir

Vopn til daglegs brúks

Út eru komnar fyrstu þrjár bækurnar í ritröðinni Atvik, en að henni standa bókaútgáfan Bjartur og Reykjavíkur-akademían, félag sjálfstætt starfandi fræðifólks. Í samtali við forsprakka ritraðarinnar komst Margrét Sveinbjörnsdóttir að því að tilgangurinn væri að gera andlegt líf á Íslandi frjórra og skemmtilegra. Meira
24. mars 2000 | Fólk í fréttum | 543 orð | 1 mynd

Öll smáatriði skipta máli

Í FEBRÚAR stóð tímaritið Hár og fegurð fyrir förðunarkeppni á Hótel Íslandi. Keppt var í ýmsum flokkum og var ásetning gervinagla einn þeirra. Meira

Umræðan

24. mars 2000 | Bréf til blaðsins | 31 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 24. mars, er sjötugur Þórólfur Beck Guðjónsson, Grundargötu 53, Grundarfirði . Eiginkona hans er Jóhanna Sigurrós Árnadóttir . Þau halda upp á daginn á Las Camelias Gran... Meira
24. mars 2000 | Bréf til blaðsins | 20 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Í dag, föstudaginn 24. mars, verður áttræður Stefán Scheving Kristjánsson, bóndi, Götu, Hrunamannahreppi. Eiginkona hans er Ágústa... Meira
24. mars 2000 | Bréf til blaðsins | 32 orð | 1 mynd

90 ÁRA afmæli.

90 ÁRA afmæli. Næstkomandi mánudag 27. mars verður níræð Ragnheiður Hóseasdóttir, Skólavörðustíg 40 . Hún dvelur nú á Hjúkrunarheimilinu Víðinesi, Kjalarnesi. Ragnheiður tekur á móti gestum að Víðinesi laugardaginn 25. mars milli kl.... Meira
24. mars 2000 | Aðsent efni | 482 orð | 1 mynd

Atvinnusjúkdómar eru bótaskyldir

Hugtakið atvinnusjúkdómur, segir Lára V. Júlíusdóttir, er ekki skilgreint í lögum. Meira
24. mars 2000 | Aðsent efni | 47 orð

Ársmeðaltal 1999 Hækkun frá jan.

Ársmeðaltal 1999 Hækkun frá jan. '99 -jan. '00 Hækkun frá des. '98 - des. '99 Hækkun bóta með eingreiðslum 5,26 % 5. Meira
24. mars 2000 | Aðsent efni | 381 orð | 1 mynd

Börn og lyf

Það er álitamál, segir Ólafur Ó. Guðmundsson, hvort svara eigi greinum sem snúa staðreyndum á hvolf. Meira
24. mars 2000 | Bréf til blaðsins | 404 orð

Draumar eru hluti af lífinu

Í HINNI íslensku heimspeki, sem dr. Helgi Pjeturss setti fram í hinu mikla sambandi, upphafskafla Nýals er út kom árið 1919, er okkur kynnt lögmál lífsins, eðlissamband lífvera, "Samband lífs í alheimi". Meira
24. mars 2000 | Bréf til blaðsins | 333 orð

Er Davíð líka ráðherra öryrkjanna?

UMFJÖLLUN um málefni öryrkja hefur aldrei verið meiri, þakka ég það málefnalegri baráttu Garðars Sverrissonar formanns Öryrkjabandalagsins sérstaklega, sem með fullum rétti byggir mál sitt á réttlátri sannfæringu. Meira
24. mars 2000 | Bréf til blaðsins | 597 orð | 1 mynd

Er sannleikurinn sár?

Ég er kannski það ungur og óreyndur að sumir hlutir séu einfaldlega enn sem komið er ofar mínum skilningi. Lífið hefur kennt mér margar staðreyndir og hefur sú kennsla reynst trú og sönn í flestum tilvikum. Meira
24. mars 2000 | Bréf til blaðsins | 51 orð

FOSSANIÐUR

Þá væri, Sjáland, sælla hér sumarið þitt og blómin, ef þú gætir gefið mér gamla fossaróminn. Hefði allur auður þinn eitthvað slíkt að bjóða, léti ég fyrir lækinn minn leikhússönginn góða. Þó að vanti þennan nið, þér finnst ekki saka. Meira
24. mars 2000 | Aðsent efni | 873 orð | 1 mynd

Hlíðarendi á Hvolsvelli og Landspítali í Fossvogi

Íslendingar staldri nú við og hugsi sitt ráð, áður en lögð eru af sérheiti á byggingum, segir Auðólfur Gunnarsson, og forðist að taka upp skrípanöfn í þeirra stað. Meira
24. mars 2000 | Bréf til blaðsins | 985 orð

Hnignun siðgæðis

ÉG vil þakka Guðrúnu Maríu Óskarsdóttur fyrir að vekja athygli á klámi og hnignun siðgæðis í bréfi til Morgunblaðsins miðvikudaginn 22. mars sl. Greinilegt er þó að Guðrún María les ekki fylgirit Morgunblaðsins, sem heitir því sakleysislega nafni 24-7. Meira
24. mars 2000 | Aðsent efni | 403 orð | 1 mynd

Karlarnir klárir í bleiurnar

Raunverulegur árangur í baráttunni við launamun kynjanna, segir Hrannar Björn Arnarsson, liggur í breytingum á ábyrgð og viðhorfum kynjanna til uppeldis og umönnunar barna sinna. Meira
24. mars 2000 | Bréf til blaðsins | 509 orð

Kvóti og Kanarí

GUÐMUNDUR Þórarinsson skrifar grein í Dagblaðið 8.3. um kosningaloforð og kvótamál. Meira
24. mars 2000 | Aðsent efni | 902 orð | 1 mynd

Lögbrot framið á öryrkjum og lífeyrisþegum

Hvaða vísitala sem notuð er og hvernig sem útreikningum er háttað kemur aldrei önnur niðurstaða en sú, segir Ögmundur Jónasson, að bætur til lífeyrisþegans eru annað hvort lægri en launavísitala eða launaþróun. Meira
24. mars 2000 | Aðsent efni | 204 orð | 1 mynd

Mesta þrælaríki nútímans

Forseti Íslands, segir Haraldur Blöndal, á ekki að sækja þrælaríki eins og Indland heim. Meira
24. mars 2000 | Bréf til blaðsins | 65 orð

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup,...

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Meira
24. mars 2000 | Bréf til blaðsins | 445 orð

Rógurinn um ÍSAL

Á VEFSÍÐU ASÍ og í dagblöðum, hefur á síðustu mánuðum verið haldið uppi alveg ótrúlegum rógi um Íslenska álfélagið hf. Meira
24. mars 2000 | Aðsent efni | 974 orð | 1 mynd

Umbreytingakraftur dáleiðslunnar

Undirmeðvitundin, segir Viðar Aðalsteinsson, ætti að vera hlýðinn þjónn. Meira
24. mars 2000 | Bréf til blaðsins | 471 orð

VEÐRIÐ heldur áfram að angra Víkverja...

VEÐRIÐ heldur áfram að angra Víkverja og vafalaust fleiri. Þegar hann er í allra versta skapinu sínu er hann sannfærður um að svona langan leiðindakafla hafi hann aldrei upplifað. Þetta hljóti að vera eitthvað skrítið. Meira
24. mars 2000 | Aðsent efni | 885 orð | 1 mynd

Virðingarleysi gagnvart tannsmiðum

Er það skoðun þeirra, spyr Bolli Valgarðsson, sem barist hafa fyrir málinu fyrir hönd tannsmiða um allt land að ekki sé raunhæft að gera meiri kröfur til þeirra um menntun? Meira
24. mars 2000 | Aðsent efni | 481 orð | 1 mynd

Öryrkjar vonsviknir!

Ekki veitti okkur af því að fá kjarabót, segir Sigurður Magnússon í opnu bréfi til forsætisráðherra. Meira

Minningargreinar

24. mars 2000 | Minningargreinar | 1819 orð | 1 mynd

ÁSLAUGUR BJARNASON

Áslaugur Bjarnason fæddist á Mýrum í Ytri-Torfastaðahreppi í V-Húnavatnssýslu 10. nóvember 1925. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 12. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Bjarni Gunnlaugsson Björnsson, bóndi á Mýrum, f. 1. okt. Meira  Kaupa minningabók
24. mars 2000 | Minningargreinar | 701 orð | 1 mynd

ELÍSABET SÓLVEIG HARÐARDÓTTIR

Elísabet Sólveig Harðardóttir fæddist í Bay Shore á Long Island í Bandaríkjunum hinn 6. nóvember 1950. Hún lést á deild A-5 á Sjúkrahúsi Reykjavíkur hinn 17. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Hörður Gunnarsson frá Þverárdal í A-Hún, f. 13.1. Meira  Kaupa minningabók
24. mars 2000 | Minningargreinar | 739 orð | 1 mynd

JÓN G. ARNÓRSSON

Jón G. Arnórsson fæddist í Villingadal á Ingjaldssandi við Önundarfjörð 29. júlí 1919. Hann lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur 15. mars síðastliðinn. Hann var sonur hjónanna Margrétar Guðmundsdóttur frá Villingadal, f. 1890, d. Meira  Kaupa minningabók
24. mars 2000 | Minningargreinar | 151 orð

MARGRÉT P. EINARSDÓTTIR

Margrét P. Einarsdóttir fæddist á Þórustöðum í Bitrufirði á Ströndum 2. júní 1909. Hún lést á Hrafnistu í Reykavík 10. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Áskirkju 21. mars. Meira  Kaupa minningabók
24. mars 2000 | Minningargreinar | 1121 orð | 1 mynd

MARSHALL B. COYNE

Marshall B. Coyne, mikill athafnamaður í Washington og Íslandsvinur en best þekktur fyrir eign sína, Madison-hótelið, lést á heimili sínu í Washington 16. mars síðastliðinn, 89 ára að aldri. Hann fæddist í New York, en fluttist til Washington á 5. áratugnum. Marshall var tvíkvæntur, en báðar dætur hans af fyrra hjónabandi voru látnar. Afkomendur hans eru fimm barnabörn hans og eitt barnabarnabarn. Útför Marshall B. Coyne fer fram í Washington í dag. Meira  Kaupa minningabók
24. mars 2000 | Minningargreinar | 1091 orð | 1 mynd

RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR

Ragnheiður Jónsdóttir fæddist að Botni í Dýrafirði 9.september 1909. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Garðvangi, Garði 19. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Kristjana Sigurlínadóttir, f. 6. janúar 1882 og Jón Jústsson, f. 28. september 1854. Meira  Kaupa minningabók
24. mars 2000 | Minningargreinar | 2935 orð | 1 mynd

SIGRÚN ÁSBJÖRG FANNLAND

Sigrún Ásbjörg Fannland fæddist á Ingveldarstöðum á Reykjaströnd í Skagafirði 29. maí 1908. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 14. mars síðastliðinn. Móðir hennar var Anna Guðrún Sveinsdóttir og faðir hennar Hálfdán Kristjánsson. Meira  Kaupa minningabók
24. mars 2000 | Minningargreinar | 1217 orð | 1 mynd

SIGURÐUR BACHMANN

Sigurður Bachmann fæddist í Borgarnesi 17. ágúst 1912. Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík 16. mars síðastliðinn. Foreldrar Sigurðar voru hjónin Guðjón Bachmann, vegavinnuverkstjóri, f. 1868, d. 1963 og Guðrún Guðmundsdóttir Bachmann, f. 1879, d. 1961. Meira  Kaupa minningabók
24. mars 2000 | Minningargreinar | 1931 orð | 1 mynd

SÓLRÚN EIRÍKSDÓTTIR

Sólrún Eiríksdóttir fæddist í Refsmýri í Fellum í Fellasveit 14. desember 1902. Hún lést á sjúkrahúsinu Egilsstöðum 18. mars síðastliðinn. Foreldrar: Sveinn Eiríkur Jónsson frá Kleif í Fljótsdal og Guðbjörg Gunnlaugsdóttir í Refsmýri og bjuggu þau þar. Meira  Kaupa minningabók
24. mars 2000 | Minningargreinar | 967 orð | 1 mynd

SVERRIR SIGURÐUR ÓLAFSSON

Sverrir Sigurður Ólafsson fæddist á Akureyri 15. júní 1928. Hann lést á heimili sínu hinn 18. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ólafur Magnús Tryggvason, bóndi á Kirkjubóli í Skutulsfirði, verkstjóri í Reykjavík, f. 9. Meira  Kaupa minningabók
24. mars 2000 | Minningargreinar | 1702 orð | 1 mynd

ÖRN INGÓLFSSON

Örn Ingólfsson var fæddur á Seyðisfirði 7. september 1930. Hann lést 17. mars síðastliðinn. Foreldrar Arnar voru Ingólfur Þ. Einarsson, símritari, f. 13.11. 1906, d. 20.2. 1970 og Sigríður Árnadóttir, f. 9.9 1909, d. 1990, bæði fædd í Reykjavík. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

24. mars 2000 | Viðskiptafréttir | 124 orð | 1 mynd

77 milljónir í hagnað í fyrra

HAGNAÐUR Ferðaskrifstofu Íslands hf. og dótturfyrirtækja þess, Plúsferða og Úrvals-Útsýnar, var 76,6 milljónir króna á árinu 1999. Rekstrartekjur voru 3.510 milljónir króna á árinu, sem var 15% hækkun frá fyrra ári þegar tekjurnar námu 3. Meira
24. mars 2000 | Viðskiptafréttir | 155 orð

Áframhaldandi lækkun í Evrópu

Hlutabréf lækkuðu almennt á fjármálamörkuðum í Evrópu í gær en mest lækkun varð á bréfum í fyrirtækjum á sviði smásölu. FTSE 100-vísitalan í Bretlandi lækkaði um 15 stig eða 0,2% og endaði í 6.594,6 stigum. Meira
24. mars 2000 | Viðskiptafréttir | 273 orð

Átök í sænsku stjórninni um breiðbandsfjárfestingar

STJÓRNARFRUMVARPI um upplýsingatækni, sem leggja átti fram í sænska þinginu í gær, hefur verið frestað um viku og um leið stjórnarfrumvarpi um sölu á 49 prósentum í Telia, sænska ríkissímafyrirtækinu. Meira
24. mars 2000 | Viðskiptafréttir | 1817 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 23.

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 23.03.00 Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr.) ALLIR MARKAÐIR Gellur 375 150 287 247 71.010 Grálúða 160 160 160 8 1.280 Grásleppa 33 20 26 1.590 41.855 Hlýri 74 74 74 61 4. Meira
24. mars 2000 | Viðskiptafréttir | 10 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta...

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr. Meira
24. mars 2000 | Viðskiptafréttir | 177 orð

Frjálsi fjárfestingarbankinn verður til

STJÓRNIR Samvinnusjóðs Íslands hf. og Fjárvangs hf. hafa undirritað samrunaáætlun og greinargerð sem lögð verður fyrir aðalfund Samvinnusjóðsins 27. mars nk. Meira
24. mars 2000 | Viðskiptafréttir | 705 orð | 1 mynd

Helsti vaxtarbroddurinn á Norðurlöndum

BAUGUR hf. hyggur á verulega uppbyggingu verslana erlendis á komandi árum auk opnunar fleiri stórverslana hér á landi, og gera áætlanir ráð fyrir að vörusala félagsins vaxi úr 25 milljörðum króna á þessu ári í 36 milljarða árið 2002. Meira
24. mars 2000 | Viðskiptafréttir | 499 orð | 1 mynd

Iceland Review og Vaka-Helgafell sameinast

ÚTGÁFU- og miðlunarfyrirtækið Vaka-Helgafell og tímarita- og bókaútgáfufyrirtækið Iceland Review hafa nú verið sameinuð eftir þriggja mánaða samrunaferli. Sameinuðu fyrirtæki, sem starfar undir nafni Vöku-Helgafells, er nú stýrt samkvæmt nýju skipulagi. Meira
24. mars 2000 | Viðskiptafréttir | 290 orð

Sparisjóðirnir eigi frumkvæðið

Á AÐALFUNDI Sparisjóðsins í Keflavík, sem fram fór í síðustu viku, ræddi Geirmundur Kristinsson, sparisjóðsstjóri, í ræðu sinni um nokkra möguleika á breyttu rekstrarfyrirkomulagi sparisjóðanna og jafnvel hlutafjárvæðingu. Meira
24. mars 2000 | Viðskiptafréttir | 75 orð

ÚTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Meðalávöxtun síðasta úboðs hjá...

ÚTBOÐ RÍKISVERÐBRÉFA Meðalávöxtun síðasta úboðs hjá Lánasýslu ríkisins Ávöxtun í % Br. frá síðasta útb. Ríkisvíxlar 17. janúar '00 3 mán. RV00-0417 10,45 0,29 5-6 mán. RV00-0620 10,50 - 11-12 mán. RV00-0817 10,80 - Ríkisbréf 8. Meira
24. mars 2000 | Viðskiptafréttir | 75 orð

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 23.

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 23.3. 2000 Kvótategund Viðskipta- magn (kg) Viðskipta- verð (kr) Hæsta kaup- tilboð (kr) Lægsta sölu- tilboð (kr) Kaupmagn eftir (kg) Sölumagn eftir (kg) Vegið kaup- verð (kr) Vegið sölu- verð (kr) Síðasta meðalv. Meira

Fastir þættir

24. mars 2000 | Í dag | 564 orð | 2 myndir

Ársafmæli fermingarinnar

NÚ eru fermingarbörn fyrra árs, í Garðaprestakalli, þ.e.a.s. börn fædd 1985, boðuð til kirkjunnar að nýju, ásamt foreldrum sínum. Þarna munum við rifja upp og endurnýja kynnin. Meira
24. mars 2000 | Fastir þættir | 261 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

VESTUR finnur besta útspilið gegn slemmu suðurs - laufgosa í gegnum drottningu blinds - en sagnhafi hefur þó ekki alvarlegar áhyggjur. Samt er rétt að flýta sér hægt: Suður gefur; allir á hættu. Meira
24. mars 2000 | Fastir þættir | 670 orð | 2 myndir

Félagsskapur og sigurvegarar

24.-25. mars 2000 Meira
24. mars 2000 | Fastir þættir | 200 orð

Lágmörk afkvæma hesta vantaði

Með grein um möguleika nokkurra stóðhesta til að komast á landsmót með afkvæmahóp og hljóta heiðurs- eða fyrstu verðlaun sem slíkir (sem birtist í blaðinu á þriðjudaginn) áttu að fylgja upplýsingar um þau lágmarksskilyrði sem hestarnir þurfa að uppfylla. Meira
24. mars 2000 | Dagbók | 641 orð

(Lúk. 11, 36.)

Í dag er föstudagur 24. mars, 84. dagur ársins 2000. Orð dagsins: Sé því líkami þinn allur bjartur og hvergi myrkur í honum, verður hann allur í birtu, eins og þegar lampi lýsir á þig með loga sínum. Meira
24. mars 2000 | Fastir þættir | 66 orð | 1 mynd

Skák - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

S vartur á leik. Þessi staða kom upp á milli Spánverjans Sergio Estremera (2353) sem stýrði svörtu mönnununum og armenska stórmeistarans Ashot Anastasian (2606) á opna mótinu í Linares í ár. 22...Hxb4! 23.axb4 He7 24.Db8 Rfd7! 25. Meira
24. mars 2000 | Fastir þættir | 865 orð | 7 myndir

Vildi að fleiri fatlaðir kæmust á hestbak

Margir telja að hestamennska sé ákaflega góð íþrótt fyrir fatlað fólk og er hún notuð við þjálfun fatlaðra víða um heim. Íslenski hesturinn er einmitt talinn henta vel fyrir fatlaða. Ásdís Haraldsdóttir hitti Kristján Eyþórsson í Borgarnesi sem ríður út þrisvar í viku og hefur gaman af. Meira
24. mars 2000 | Viðhorf | 834 orð

Væðing af vondri sort

Nekt og klám eru óþjóðleg fyrirbrigði og falla ekki að íslenskri menningu. Meira

Íþróttir

24. mars 2000 | Íþróttir | 299 orð | 1 mynd

ALLAN Nielsen , leikmaður Tott enham...

ALLAN Nielsen , leikmaður Tott enham , hefur verið lánaður til Wolves í ensku 1. deildinni út leiktíðina. Meira
24. mars 2000 | Íþróttir | 130 orð

Ágúst samdi á ný við Þór

ÁGÚST Guðmundsson, þjálfari körfuknattleiksliðs Þórs frá Akureyri, hefur endurnýjað samning sinn við félagið. Samningur Ágústs, sem hefur þjálfað liðið undanfarin tvö ár, er til eins árs. Meira
24. mars 2000 | Íþróttir | 94 orð

Boris Bjarni áfram í Eyjum

BORIS Bjarni Akbasev hefur framlengt samning sinn við handknattleiksdeild ÍBV og þjálfar hann því karlalið félagsins áfram á næstu leiktíð. Boris tók við Eyjaliðinu sl. sumar af Þorbergi Aðalsteinssyni. Meira
24. mars 2000 | Íþróttir | 95 orð

Búist við 10 til 15 þúsund áhorfendum í Charlotte

REIKNAÐ er með að 10 til 15 þúsund áhorfendur mæti á síðari kvennalandsleik Bandaríkjanna og Íslands í knattspyrnu sem fram fer í Charlotte 8. apríl. Meira
24. mars 2000 | Íþróttir | 344 orð | 1 mynd

DARREN Anderton , enski landsliðsmaðurinn í...

DARREN Anderton , enski landsliðsmaðurinn í knattspyrnu, framlengdi í gær samning sinn við Tottenham til eins árs. Eldri samningur hans við félagið hefði runnið út í sumar. Meira
24. mars 2000 | Íþróttir | 935 orð | 1 mynd

Ekkert lið á vísan sigur

Átta liða úrslitakeppni í handknattleik karla hefst á morgun með tveimur leikjum. Jón Kristjánsson, þjálfari ÍR, segist í samtal við Skúla Unnar Sveinsson eiga von á jafnri og spennandi keppni og telur að þrátt fyrir vel ígrundaða úttekt sína á lið- unum geti spá hans riðlast verulega. Meira
24. mars 2000 | Íþróttir | 138 orð

Falur og félagar unnu Zalgiris

FALUR Harðarson og félagar í finnska félaginu Honka unnu Evrópumeistara Zalgiris Kaunas frá Litháen 84:80 í úrslitakeppni Norður-Evrópudeildarinnar í körfuknattleik í Finnlandi í gær. Falur lék í átta mínútur en náði ekki að skora. Meira
24. mars 2000 | Íþróttir | 644 orð | 1 mynd

Frammistaðan hefur ýtt við fólkinu

GUÐJÓN Þórðarson, knattspyrnustjóri Stoke City, telur að árangur félagsins í AWS-bikarkeppninni, þar sem það mætir Bristol City í úrslitaleik 16. Meira
24. mars 2000 | Íþróttir | 200 orð

Íslendingarnir á réttri leið með Stoke

PHILIP Rawlins, auðkýfingurinn sem tók sæti í stjórn enska knattspyrnufélagsins Stoke City í fyrradag, segist hafa mikla trú á hinum nýju, íslensku eigendum félagsins og ætli að styðja vel við bakið á þeim í uppbyggingunni. Meira
24. mars 2000 | Íþróttir | 103 orð

Rúnar líklega frá Göppingen

RÚNAR Sigtryggsson landsliðsmaður í handknattleik og FA Göppingen í Þýskalandi gæti verið á leið frá félaginu í vor. Meira
24. mars 2000 | Íþróttir | 99 orð | 1 mynd

Stoke fær 35 milljónir

Stoke City mun hagnast vel á því að komast í úrslitaleik AWS-bikarkeppninnar á Wembley. Meira
24. mars 2000 | Íþróttir | 551 orð | 1 mynd

Zdravko Demirev, þjálfari Íslandsmeistara stúdenta

ÍÞRÓTTAFÉLAG stúdenta varð um helgina Íslandsmeistari í blaki karla í fyrsta sinn síðan 1992, þegar liðið lagði Stjörnuna að velli, 3:2. Árið eftir að liðið varð síðast meistari kom til landsins Búlgarinn Zdravko Demirev til að þjálfa liðið. Miklar breytingar urðu á liðinu og því varð nokkur bið á að næsti titill færi til háskólaliðsins. Zdravko þekkir mjög vel til blakíþróttarinnar hér á landi enda hefur hann búið hér í sjö ár og varð meistari í fyrsta sinn um helgina. Meira
24. mars 2000 | Íþróttir | 88 orð

ÞORBERGUR Aðalsteinsson verður áfram þjálfari hjá...

ÞORBERGUR Aðalsteinsson verður áfram þjálfari hjá karlaliði Víkings í handknattleik. Þorbergur tók við liðinu í stað Sigurðar Gunnarssonar, sem kom liðinu úr 2. deild, síðla sumars og stýrði því í 1. deild í vetur. Liðið hafnaði í 11. Meira
24. mars 2000 | Íþróttir | 182 orð

Þórarinn leigður til Hibernian

ÞÓRARINN Kristjánsson, knattspyrnumaður úr Keflavík, var í gær leigður til skoska úrvalsdeildarfélagsins Hibernian út þetta tímabil. Hann er væntanlegur aftur til Keflavíkur fyrir fyrsta leik í úrvalsdeildinni en Keflvíkingar mæta Breiðabliki 18. maí. Meira
24. mars 2000 | Íþróttir | 287 orð

Þrátt fyrir að Leeds sé komið...

TVÖ ensk lið, Arsenal og Leeds, komust áfram í undanúrslit UEFA-bikarsins í gær. Arsenal vann Werder Bremen stórt, 4:2 og skoraði Ray Parlour þrennu í leiknum. Leeds tapaði fyrir Slavia Prag 2:1 en vann 4:2 samanlagt. Meira

Úr verinu

24. mars 2000 | Úr verinu | 221 orð | 2 myndir

Búnaður Stjörnu-Odda vekur athygli erlendis

BANDARÍSKA vísindablaðið New Scientist greinir í nýjasta tölublaði sínu frá mikilvægi búnaðar sem Stjörnu-Oddi hefur þróað og hannað til að merkja fiska niður á allt að 1.000 metra dýpi. Meira
24. mars 2000 | Úr verinu | 243 orð | 1 mynd

Guðmundur Einarsson kominn í 436 tonn

ÞAÐ er oft líf í tuskunum þegar smábátarnir í Bolungarvík koma að til að landa. Aflabrögð hafa verið mjög góð að undanförnu, þó tíðarfarið hafi verið leiðinlegt hefur ekki verið langvarandi gæftaleysi það sem af er marsmánuði. Meira

Daglegt líf (blaðauki)

24. mars 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 688 orð | 1 mynd

D ÝRLEIF Örlygsdóttir og Margrét Einarsdóttir...

D ÝRLEIF Örlygsdóttir og Margrét Einarsdóttir hafa rekið tískuverslunina Dýrið saman um fimm ára skeið. Þegar önnur var fyrst beðin um að taka að sér verkefni sem stílisti vatt það fljótt upp á sig og nú eru þær báðar önnum kafnar á þeim vettvangi. Meira
24. mars 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 679 orð | 1 mynd

É G hugleiddi um tíma að...

É G hugleiddi um tíma að verða sjómaður og hefði alveg eins getað endað þar. Og kannski er ekkert ósvipað að vinna á frystitogara og í verðbréfabransanum. Það koma krefjandi túrar og ef maður leggur nógu mikið á sig er hægt að uppskera samkvæmt því. Meira
24. mars 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 474 orð | 3 myndir

Fylgihlutir með smóking: Axlabönd, skyrtuhnappar, slaufur, ermahnappar, skyrta, lakkskór og hvítur trefill.

SPARIKLÆÐNAÐUR karla er orðinn frjálslegri en áður var og litaval fjölbreyttara. Hér áður fyrr klæddust karlmenn nær eingöngu dökkum sparifötum, eða svörtum kvöldklæðnaði, svokölluðum smóking, ef þeir vildu vera sérlega fínir. Meira
24. mars 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 103 orð

Í viðtali hér í blaðinu nefna...

Í viðtali hér í blaðinu nefna fjórir nemendur úr 8. bekk Hagaskóla hugmyndir sínar um leiðir til að draga úr einelti. Meira
24. mars 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 1537 orð | 8 myndir

Karlar nýtískulegri á öldum áður

Fyrr á tímum klæddust karlar oft skrautlegri fatnaði en konur og voru nýjungagjarnari, segir Fríður Ólafsdóttir og sýnir Hrönn Marinósdóttur bók sína um íslenskar karlmannaflíkur frá 1740 til 1850. Meira
24. mars 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 182 orð

Meðferð eineltismála í Seljaskóla

Í SELJASKÓLA í Breiðholti hefur sérstaklega verið tekið á eineltismálum og stefna um aðgerðir gegn ofbeldi meðal nemenda var sett fram í námsvísi skólans síðasta vetur, eftir fræðslufundi með starfsmönnum og foreldrum og athugun á tíðni eineltis í... Meira
24. mars 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 51 orð

Með fræðslunni er reynt að ná...

Með fræðslunni er reynt að ná til þögla meirihlutans eða þeirra sem fylgjast með einelti og láta það afskiptalaust. Nást þyrfti viss samkennd í bekk um að líða það ekki að farið sé illa með einhvern heldur bregðast við. Meira
24. mars 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 886 orð | 5 myndir

meirihlutinn mikilvægasti hópurinn

Starfsfólk félagsmiðstöðva fer í vetur í 8. bekki allra grunnskóla Reykjavíkur til að ræða við nemendur um einelti. Stuðst er við fræðsluefni gefið út af Æskunni. Fólk í stýrihópi verkefnisins sagði Þórunni Þórsdóttur að sameiginleg ábyrgð á allra velferð væri lykilatriði í boðskapnum. Meira
24. mars 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 225 orð

Sami stíll frá iðnbyltingu

Á VISSUM tímum í sögunni klæddust karlmenn á Vesturlöndum allavega litum fatnaði og skrauti með útsaumi og voru hlaðnir skarti, böndum og ýmsu prjáli," segir Fríður sem um þessar mundir er að leggja lokahönd á þýðingu bókar sem nefnist Tíska og... Meira
24. mars 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 58 orð

Spánnýjar starfsstéttir hafa á undanförnum misserum...

Spánnýjar starfsstéttir hafa á undanförnum misserum sprottið upp á vinnumarkaðnum. Ungt fólk með sjálfstraust, undarlega titla og óljóst verksvið í augum margra. Í dægurspjalli samfélagsins hafa jafnvel verið smíðaðar staðalímyndir um þessar óræðu stéttir. Sigurbjörg Þrastardóttir fékk verðbréfamiðlara, stílista, almannatengil og vefara til þess að bregðast við palladómum og lýsa störfum sínum, bakgrunni og sjálfsmynd hverrar stéttar fyrir sig. Meira
24. mars 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 177 orð

Til eru í smáriti Íþrótta- og...

Til eru í smáriti Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur ráðleggingar fyrir foreldra varðandi einelti. Þar er í stuttu máli skýrt hvað sé átt við með orðinu og nokkrar hugsanlegar ástæður og afleiðingar fyrirbærisins nefndar. Meira
24. mars 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 768 orð | 1 mynd

T ÖLVUTÆKNIN hefur alltaf heillað mig,...

T ÖLVUTÆKNIN hefur alltaf heillað mig, alveg frá því ég komst sex ára gamall í tæri við Commodore-tölvu," segir Kristinn Soffanías Rúnarsson (Soffi), nítján ára vefari og einn af forsprökkum tölvufyrirtækisins Módernus, sem opnað verður í næstu... Meira
24. mars 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 1038 orð | 1 mynd

Unglingar taki til sinna ráða

Hver sem aðferðin er hefur orðið einelti verið notað yfir endur-tekið áreiti félaga, andlegt eða líkamlegt ofbeldi hóps sem bitnar á einum eða fleiri sem ekki geta varið sig. Meira
24. mars 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 952 orð | 5 myndir

Uppspretta lífs fyrir húðina

ALDIR eru liðnar síðan hundur nokkur, sem þjáðist af þrálátu exemi, bjó ásamt húsbónda sínum í þorpinu Molitg í austanverðum Pýreneafjöllum. Meira
24. mars 2000 | Daglegt líf (blaðauki) | 654 orð | 1 mynd

Þ ORRI almannatengla er fólk með...

Þ ORRI almannatengla er fólk með haldgóða fjölmiðlareynslu sem aðstoðar og undirbýr þá sem þurfa að eiga samskipti við fjölmiðla," segir Björg Björnsdóttir, kölluð PR-kona hversdags en almannatengill í formlegra tali. Meira

Ýmis aukablöð

24. mars 2000 | Kvikmyndablað | 69 orð | 1 mynd

Að vera John Malkovich

Háskólabíó frumsýnir í apríl nýja mynd sem heitir "Being John Malkovich" eða Að vera John Malkovich og kemur samnefndur leikari nokkuð við sögu í henni. Leikstjóri er Spike Jonze en með aðalhlutverkið fer John Cusack. Meira
24. mars 2000 | Kvikmyndablað | 264 orð | 1 mynd

Akademían orðin frjálslyndari

"Óskarinn er í sjálfu sér fínt fyrirbæri," segir Friðrik Þór Friðriksson leikstjóri í samtali við Bíóblaðið en hann er eini Íslendingurinn sem tekið hefur þátt í verðlaunakeppninni vestra. Meira
24. mars 2000 | Kvikmyndablað | 437 orð | 1 mynd

Billy Crystal Sá sem kynnir

Bandaríski gamanleikarinn og "uppistandarinn" Billy Crystal er líklega vinsælasti kynnir á Óskarsverðlaunahátíðinni frá því Bob Hope var og hét, skrifar Arnaldur Indriðason. Meira
24. mars 2000 | Kvikmyndablað | 146 orð | 1 mynd

Bíókaffi í Háskólabíói

HÁSKÓLABÍÓ hyggst seinni hluta næsta mánaðar opna kaffihús í bíóinu. Meira
24. mars 2000 | Kvikmyndablað | 179 orð | 1 mynd

Bodilregn yfir "Den eneste ene"

Þegar Bodil-verðlaununum dönsku, sem eru verðlaun "Filmmedarbejder foreningen", þeirra er vinna við kvikmyndagerð, var úthlutað fyrr í mánuðinum hélt verðlaunaregnið áfram að falla yfir mynd Susanne Bie r , "Den eneste ene". Meira
24. mars 2000 | Kvikmyndablað | 356 orð | 1 mynd

Bækur á leið á tjaldið

Danskir kvikmyndagerðarmenn sækja um þessar mundir í bókmenntir til að kvikmynda.. Meira
24. mars 2000 | Kvikmyndablað | 61 orð | 1 mynd

Carrey leikur Kaufman

Fimm kvikmyndahús frumsýna nýjustu mynd Milos Formans , "Man on the Moon ", sem fjallar um ævi bandaríska gamanleikarans og grínarans Andy Kaufmans. Jim Carrey fer með aðalhlutverkið en aðrir leikarar eru m.a. Meira
24. mars 2000 | Kvikmyndablað | 477 orð

Ekkert gerviefni

EINN af þeim kvikmyndaleikurum sem "breska bylgjan" svokallaða hefur fleytt fram í sviðsljósið á undanförnum misserum er Jude Law , sem við getum séð nú síðast í Hinum hæfileikaríka Ripley eftir Anthony Minghella . Meira
24. mars 2000 | Kvikmyndablað | 59 orð | 1 mynd

Endalok sambandsins

Stjörnubíó frumsýnir 7. september nýjustu mynd írska leikstjórans Neil Jordans sem heitir "The End of the Affair" eða Endalok sambandsins og byggist á samnefndri bók Graham Greenes. Meira
24. mars 2000 | Kvikmyndablað | 47 orð

Flawless í Sambíóunum

Sambíóin frumsýna 31. mars myndina "Flawless " með Robert De Niro og Philip Seymour Hoffman . Leikstjóri er Joel Schumacher. Meira
24. mars 2000 | Kvikmyndablað | 466 orð | 1 mynd

Hrafn veldur fjaðrafoki

MYRKRAHÖFÐINGINN, kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar , verður frumsýnd í dag í Noregi og nefnist þar Mörkets hövding . Meira
24. mars 2000 | Kvikmyndablað | 546 orð | 1 mynd

Hrútar sýndir vestra

Ég sat í gamla smókingjakkanum hans pabba í heitu og loftlausu herberginu og leið eins og bjána. Ég hafði þurft að fá lánaða slaufu. Án hennar hefði ég ekki fengið inngöngu. Meira
24. mars 2000 | Kvikmyndablað | 203 orð

Klámdrottning

Háskólabíó frumsýnir heimildarmyndina Stúlkan í næsta húsi sem fjallar um klámdrottninguna Stacy Valentine Meira
24. mars 2000 | Kvikmyndablað | 33 orð

Líf klámstjörnunnar

Háskólabíó frumsýnir um helgina heimildamyndina Stúlkan á næsta húsi, sem fjallar um líf klámleikkonunnar Stacy Valentine . Leikstjórinn, Christine Fugate , fylgist með Valentine í lífi og starfi og áhorfendur kynnast viðhorfum hennar til hvors... Meira
24. mars 2000 | Kvikmyndablað | 399 orð | 2 myndir

Lokuð inni á hæli

Stjörnubíó frumsýnir myndina Truflaða stúlku með Wynona Ryder og Angelina Jolie í aðalhlutverkum. Meira
24. mars 2000 | Kvikmyndablað | 79 orð

Óskarskvöld á sunnudaginn

Bíóblaðið í dag er að mestu helgað afhendingu Óskarsverðlaunanna sem fram fer á sunnudagskvöld og er sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2. Meira
24. mars 2000 | Kvikmyndablað | 56 orð

Ryder og Jolie í Stjörnubíó

Stjörnubíó frumsýnir nýjustu mynd Wynona Ryder , Truflaða stúlku eða "Girl Interrupted ", í dag. Leikstjóri er James Mangold en mótleikkona Ryders er Angelina Jolie . Meira
24. mars 2000 | Kvikmyndablað | 430 orð | 2 myndir

Sagan um Andy Kaufman

Bíóhöllin, Kringlubíó, Háskólabíó, Nýja bíó Keflavík og Nýja bíó Akureyri frumsýna nýjustu mynd Jims Carreys, "Man on the Moon". Meira
24. mars 2000 | Kvikmyndablað | 1530 orð | 1 mynd

Sæbjörn Valdimarsson/Arnaldur Indriðason/Hildur Loftsdóttir

Trufluð stúlka - Girl, Interrupted Stjörnubíó: Alla daga kl. 5:45 - 8 - 10. Aukasýning laugardag/sunnudag kl. 3:30. Man on the Moon Háskólabíó: Alla daga kl. 5:40 - 8 - 10:20. Aukasýning sunnudag kl. 2. Bíóhöllin: Alla daga kl. 3:45 - 6 - 8 - 10:15. Meira
24. mars 2000 | Kvikmyndablað | 336 orð | 1 mynd

Sælir eru geðveikir...

Hún hefur verið þyrnum stráð leiðin til Óskarsverðlaunanna í ár. Fyrst týndist hluti atkvæðaseðlanna sem sendir voru til atkvæðisbærra. Um það leyti sem þeir fundust í geymslurými póstþjónustunnar í smábænum Bell í Kaliforníu var 55 Óskarsstyttum stolið frá flutningafyrirtæki í þessum sama bjöllubæ. Meira
24. mars 2000 | Kvikmyndablað | 2605 orð | 4 myndir

Þau sem eru sigurstranglegust

Enn eina ferðina er komið að hápunkti kvikmyndaársins - Óskarsverðlaunaafhendingu bandarísku kvikmyndaakademíunnar. Það verður í 72. skiptið sem allra augu beinast vestur til Kaliforníu þar sem spennan og dramatíkin verður sjálfsagt meiri en í nokkurri sápuóperu eftir því sem líður á aðfaranótt mánudagsins. Sæbjörn Valdimarsson veltir því fyrir sér hverjir muni hlæja - eða gráta. Meira
24. mars 2000 | Kvikmyndablað | 1334 orð | 6 myndir

Þau sem sigruðu - og töpuðu

Þrátt fyrir allan töfraljómann, frægðina og glansinn eru Óskarsverðlaunin engin trygging fyrir varanlegri velferð á kvikmyndabrautinni. Sæbjörn Valdimarsson komst að því að á því eru margar undantekningar. Meira
24. mars 2000 | Kvikmyndablað | 875 orð | 8 myndir

Þeir sem kaupa Óskarinn

DREAMWORKS SKG og Miramax eru að leika sama leikinn og í fyrra. Leikurinn heitir: Hver vinnur óskarinn? skrifar Sigurbjörn Aðalsteinsson frá Hollywood og upplýsir hér hvernig reynt er að "kaupa" eftirsóttustu kvikmyndaverðlaun í heimi. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.