Greinar laugardaginn 1. júlí 2000

Forsíða

1. júlí 2000 | Forsíða | 266 orð | 1 mynd

Blair öllu volgari í garð EMU

SAMKVÆMT nýrri skoðanakönnun eru nú sjö af hverjum tíu Bretum mótfallnir inngöngu lands síns í Efnahags- og myntbandalag Evrópu, EMU. Meira
1. júlí 2000 | Forsíða | 115 orð

Hnattrænt hörmungarástand?

FARSÓTTIR munu aukast svo mjög á næstu tuttugu árum að hætta er á að skapast muni hnattrænt "hörmungarástand" sem ógni bandarískum hagsmunum að því er fram kemur í skýrslu Leyniþjónusturáðs Bandaríkjanna (NIC) sem birt var í gær. Meira
1. júlí 2000 | Forsíða | 53 orð | 1 mynd

Kosningar í Mongólíu

Mongólskur hermaður fylgist í gær með rokktónleikum ásamt fjölmennum hópi áheyrenda í Úlan Bator, höfuðborg Mongólíu. Kosningar verða haldnar í Mongólíu á morgun og voru tónleikarnir liður í kosningabaráttu þeirra flokka er bjóða fram til þings. Meira
1. júlí 2000 | Forsíða | 201 orð

Samið um endurfundi fjölskyldna

STJÓRNVÖLD í Suður- og Norður-Kóreu undirrituðu í gær tímamótasamning um endurfundi fjölskyldna sem hafa verið sundraðar vegna skiptingar Kóreuskaga í tvö ríki fyrir 55 árum. Meira
1. júlí 2000 | Forsíða | 280 orð | 1 mynd

Troðningur verður áheyrendum að bana

AÐ MINNSTA kosti fjórir tónleikagestir Hróarskelduhátíðarinnar í Danmörku létust í gærkvöldi og tugir slösuðust eftir mikinn troðning á tónleikum bandarísku hljómsveitarinnar Pearl Jam. Meira

Fréttir

1. júlí 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 155 orð | 1 mynd

Aldamótahús undir lok árs

ALDAMÓTAHÚSIÐ við Barðastaði mun rísa, segir Eyjólfur Pálsson, formaður félags áhugamanna um aldamótahús, líklega undir lok þessa árs. Eyjólfur segir húsið verða byggt til að vekja athygli á að vanda beri teikningar og hönnun húsa sem þessa. Meira
1. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 169 orð

Allsherjar endurskipulagning framundan

LÍTIL aðsókn að Fiskvinnsluskólanum í Hafnarfirði veldur því að engir nýnemar verða teknir inn í skólann í haust. Gísli Erlendsson skólastjóri segir það mikil vonbrigði hve aðsókn var lítil en aðeins bárust þrjár umsóknir um skólavist. Meira
1. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 87 orð | 1 mynd

Alþingi boðað til fundar á Þingvöllum

RÍKISRÁÐ kom saman til fundar á Bessastöðum í gær og var þar gefið út forsetabréf um að Alþingi skuli koma saman á kristnihátíðinni á Þingvöllum á morgun, sunnudaginn 2. júlí. Meira
1. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 127 orð | 1 mynd

Bensínlítrinn yfir 100 krónur

VERÐ á bensínlítra hækkaði á miðnætti um 3,80 kr. hjá Olíufélagi Íslands hf. Sömu hækkanir urðu hjá hinum olíufélögunum. Einn lítri af 95 oktana bensíni kostar nú 98,30 kr. en lítrinn af 98 oktana bensíni hækkar úr 99,20 kr. í 103 kr. Meira
1. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 294 orð

Boða umtalsverða hækkun iðgjalda

TILKYNNT verður um nýja gjaldskrá með umtalsverðri hækkun iðgjalda í lögboðinni ábyrgðartryggingu hjá Sjóvá-Almennum tryggingum á mánudag, að sögn Einars Sveinssonar, framkvæmdastjóra félagsins. Meira
1. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

Búnaðarbankinn styrkir Hött

Egilsstöðum - Íþróttafélagið Höttur á Egilsstöðum og Búnaðarbanki Íslands hafa gert með sér auglýsingasamning. Hann gengur út á að auglýsingar frá bankanum verða á keppnisbúningum drengja í 3. flokki í knattspyrnu. Meira
1. júlí 2000 | Landsbyggðin | 179 orð | 2 myndir

Dyrhólaey opnuð fyrir ferðamenn

Fagradal - Bændurnir í Dyrhólahverfi, Guðjón Þorsteinsson frá Litlu-Hólum og Þorsteinn Gunnarsson frá Vatnsgarðshólum, stóðu fyrir skoðunarferð um Dyrhólaey í tilefni af opnun hennar nú í lok júní og segja frá því starfi sem hefur verið unnið þar síðan... Meira
1. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 156 orð

Ekki hægt að gefa út skotvopnaskírteini

NÝTT forrit sem á að halda utan um skotvopnaleyfi allra lögregluembætta landsins í einum miðlægum grunni hefur ekki staðið undir væntingum og gert embættunum ókleift að gefa út skírteini til þeirra sem skotvopnaleyfi hafa. Meira
1. júlí 2000 | Erlendar fréttir | 134 orð | 1 mynd

Eldur í Washington

SLÖKKVILIÐSMENN sem í gær börðust við skógar- og kjarrelda í Washingtonríki á vesturströnd Bandaríkjanna voru í aukinni hættu vegna mögulegrar geislavirkni. Meira
1. júlí 2000 | Erlendar fréttir | 188 orð

Ferjunnar enn leitað

LEIT hélt í gær áfram að ferjunni Cahaya Bahari, sem talin er hafa sokkið á leið sinni frá Mólukkaeyjum til Mandao, en neyðarkall barst frá henni á fimmtudag. Ferjan var ofhlaðin og er óttast um líf þeirra hátt í 500 manna sem um borð voru. Meira
1. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 54 orð

Fimm milljónir veittar úr pokasjóði

Í AFMÆLISHÓFI Skógræktarfélags Íslands á Þingvöllum á dögunum voru félaginu afhentar ýmsar gjafir og meðal annars fimm milljóna króna framlag úr svonefndum pokasjóði verslunarinnar. Meira
1. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 369 orð | 1 mynd

Fjölbreyttir viðburðir út árið

AFMÆLISFAGNAÐUR Búnaðarbanka Íslands í tilefni sjötíu ára afmælis bankans þann 1. júlí hófst með veglegum veislum í öllum útibúum bankans í gær. Meira
1. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 784 orð | 1 mynd

Fleiri svæðum bætt í dýrasta áhættuflokk

EINAR Sveinsson, framkvæmdastjóri Sjóvár-Almennra trygginga, segir að tilkynnt verði um nýja gjaldskrá með umtalsverðri hækkun iðgjalda í lögboðinni ábyrgðartryggingu hjá félaginu á mánudag. Meira
1. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 64 orð

Fundað fram á nótt

FUNDUR stóð enn á milli samninganefnda Samtaka atvinnulífsins og Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis í húsakynnum ríkissáttasemjara þegar Morgunblaðið fór í prentun í nótt. Meira
1. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 99 orð

GENGISSKRÁNING SEÐLABANKA ÍSLANDS 30-06-2000 Gengi Kaup...

GENGISSKRÁNING SEÐLABANKA ÍSLANDS 30-06-2000 Gengi Kaup Sala Dollari 76,46000 76,25000 76,67000 Sterlpund. 115,6800 115,3700 115,9900 Kan. dollari 51,60000 51,43000 51,77000 Dönsk kr. 9,82400 9,79600 9,85200 Norsk kr. 8,95500 8,92900 8,98100 Sænsk kr. Meira
1. júlí 2000 | Landsbyggðin | 67 orð | 1 mynd

Gleymdi að hún hefði átt lamb

Barðaströnd- Bræðurnir Pétur Árni og Alex Þór halda hér á lambi sem fannst móðurlaust úti á hlíð. Var það orðið mjög svangt en þegar það var búið að fá einn pela af mjólk hresstist það. Meira
1. júlí 2000 | Akureyri og nágrenni | 194 orð | 1 mynd

Göngubrú á Glerárdal endurbyggð í sama stíl

FÉLAGAR í Ferðafélagi Akureyrar, þeir Ingvar Teitsson, Árni Þorgilsson, Vilhjálmur Agnarsson og Magnús Jóhannsson fóru á dögunum og endurbyggðu brúna á Fremri-Lambá á Glerárdal að austan, en hún brotnaði niður í snjóþyngslum veturinn 1998 til 1999. Meira
1. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 98 orð

Hveragerðisbær leigir Listaskálann

HVERAGERÐISBÆR hefur tekið Listaskálann í Hveragerði á leigu í þeim tilgangi að koma lífi í skálann. Meira
1. júlí 2000 | Erlendar fréttir | 520 orð | 1 mynd

IBM kynnir nýja ofurtölvu

INTEL fyrirtækið hefur tilkynnt um að í haust hefjist sala á nýjum, hraðvirkari örgjörva, sem er sagður 50% hraðvirkari en hraðvirkasti örgjörvinn sem fyrirtækið hefur hingað til framleitt. Meira
1. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 176 orð

Íslandsmót í svifflugi hefst í dag

ÍSLANDSMÓTIÐ í svifflugi hefst í dag, laugardaginn 1. júlí, á Helluflugvelli. Mótið stendur til sunnudagsins 9. júlí en þetta eru lengstu Íslandsmót sem haldin eru eða níu dagar samfellt. Meira
1. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 657 orð | 2 myndir

Íslenska kvótakerfið til umræðu á hagfræðingaþingi í Kanada

ÍSLENSKA kvótakerfið var eitt umræðuefnið á málstofu á fjölmennu hagfræðingaþingi sem hófst í Vancouver í Kanada á fimmtudag. Í gær fluttu þeir Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði, og dr. Meira
1. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 44 orð

Íþróttir sýndar á Þingvöllum

HÓTEL Valhöll á Þingvöllum og ELKO hafa tekið höndum saman og ætla að bjóða gestum Kristntökuhátíðarinnar á Þingvöllum að horfa á úrslitaleikinn í EM og Formúlu 1 keppnina í beinni á planinu fyrir utan Valhöll nk. Meira
1. júlí 2000 | Landsbyggðin | 156 orð | 1 mynd

Jónsmessuganga á Bolafjall

Bolungarvík- Hátt í áttatíu manns tóku þátt í Jónsmessugöngu upp á Bolafjall s.l. laugardag, sem var enn einn viðburðurinn í heilsubæjarátakinu Bolungarvík heilsubær á nýrri öld. Meira
1. júlí 2000 | Akureyri og nágrenni | 42 orð

Kirkjustarf

AKUREYRARKIRKJA: Allt helgihald fellur niður á sunnudag vegna kristnitökuhátíðar á Þingvöllum. Morgunsöngur kl. 9 á þriðjudag. Kyrrðar- og fyrirbænastund kl. 12 á fimmtudag og hefst hún með orgelleik. Bænaefnum má koma til prestanna. Meira
1. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 236 orð | 1 mynd

Kjörin forseti alþjóðasamtaka meinatækna

MARTHA Ásdís Hjálmarsdóttir, fyrrverandi formaður Meinatæknafélags Íslands og Bandalags háskólamanna, var kjörin forseti alþjóðasamtaka meinatækna, IAMLT, á 24. alþjóðaþingi meinatækna sem haldið var í Vancouver í Kanada í síðustu viku. Meira
1. júlí 2000 | Akureyri og nágrenni | 75 orð | 1 mynd

Leggja breiðbandið

FRAMKVÆMDIR í Skátagilinu vegna lagningar breiðbands í Lunda- og Mýrahverfi voru í fullum gangi í blíðunni um daginn þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti leið þar um. Meira
1. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 63 orð

Lending tókst áfallalaust

VIÐBÚNAÐUR var á Reykjavíkurflugvelli á níunda tímanum í gærkvöld vegna farþegaflugvélar sem var að koma frá Húsavík. Nefhjól vélarinnar hafði orðið fyrir höggi í flugtaki og reykur komið frá því. Meira
1. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 86 orð | 1 mynd

Lítil skjálftavirkni á Suðurlandi í gær

LÍTIL skjálftavirkni var á Suðurlandi í gær og fór enginn þeirra u.þ.b. þrjú hundruð smáskjálfta, sem mældust í gær, mikið yfir 2 á Richter. Meira
1. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 57 orð

Lýst eftir vitnum

EKIÐ var á bifreiðina NU 129, sem er ljósblá Hyundai Elantra, 29. júní milli kl. 14 og 14.30 á bifreiðastæði fyrir framan IKEA í Holtagörðum. Sá sem ók á bifreiðina fór af vettvangi án þess að tilkynna um óhappið. Meira
1. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 146 orð

Lögregla biður fólk að sýna aðgát

LÖGREGLAN í Borgarnesi mælist til þess að vegfarendur sýni aðgát um helgina þar sem borið hefur á því að tjara í malbiki á þjóðveginum hafi bráðnað vegna hitanna undanfarið og sest á yfirborð vegarins. Meira
1. júlí 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 224 orð

Merkingum fyrir ferðamenn ábótavant

MIÐBORGARSTJÓRN telur að merkingum fyrir ferðamenn sé ábótavant í miðborginni. Málið var rætt á síðasta fundi miðborgarstjórnar. Kristín Einarsdóttir, framkvæmdastjóri miðborgarstjórnar, segir að vissulega þurfi að bæta merkingar fyrir ferðamenn. Meira
1. júlí 2000 | Landsbyggðin | 120 orð | 1 mynd

Messað á Jónsmessunótt

Hellissandi- Hinn nýkomni sóknarprestur á Hellissandi, sr. Lilja Kristín Þorsteinsdóttir, stóð fyrir miðnæturguðsþjónustu í trjágarðinum Tröð á Jónsmessunótt. Meira
1. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 216 orð | 1 mynd

Níu styrkjum úthlutað

STYRKTARFÉLAG lamaðra og fatlaðra hefur úthlutað níu styrkjum úr styrktarsjóði Kristínar Björnsdóttur, fyrrverandi starfsmanns Sameinuðu þjóðanna. Veittar voru samtals 1.850.000 krónur. Meira
1. júlí 2000 | Erlendar fréttir | 273 orð

Nokkrir stjórnarþingmenn krefjast afsagnar Mugabe

NOKKRIR af þingmönnum stjórnarflokksins í Zimbabwe hafa hvatt Robert Mugabe forseta til að segja af sér vegna fylgishruns flokksins í þingkosningunum um síðustu helgi. Meira
1. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 158 orð

Nýja bókaforlagið skírt Edda

SAMRUNAÁÆTLUN Máls og menningar hf. og Vöku-Helgafells hf., tveggja stærstu útgáfufyrirtækjanna á íslenskum bókamarkaði, var undirrituð í gær af stjórnum félaganna. Meira
1. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 106 orð

Nýr ráðuneytisstjóri skipaður

LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA hefur skipað Guðmund Björgvin Helgason, sendiráðunaut við íslenska sendiráðið í París, í embætti ráðuneytisstjóra í landbúnaðarráðuneytinu frá 1. september. Guðmundur fæddist 3. desember 1964. Meira
1. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 115 orð | 1 mynd

Nýtt kaffihús í Stykkishólmi

Stykkishólmi -Fyrr í þessum mánuði var opnað nýtt kaffihús í Stykkishólmi og fékk það nafnið Narfeyrarstofa. Eigandi þess er Ingibjörg Björnsdóttir, leikstjóri. Fyrir ári keypti hún gamalt hús við Aðalgötu og flutti til Stykkishólms. Meira
1. júlí 2000 | Erlendar fréttir | 188 orð

Óánægðum flugfarþegum fjölgar

HINIR fjölmörgu flugfarþegar sem fyrir löngu eru orðnir leiðir á seinkunum, týndum farangri og yfirbókuðum flugvélum hafa fullan rétt á umkvörtunum sínum ef marka má nýjustu fregnir frá Bandaríkjunum þar sem fjöldi kvartana til flugfélaga hefur aukist... Meira
1. júlí 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 141 orð

Óska viðræðna um sameiningu sveitarfélaga

HREPPSRÁÐ Bessastaðahrepps samþykkti á fundi á fimmtudag að leita eftir því við bæjarráð Garðabæjar, Hafnarfjarðar og Kópavogs að þau skipi fulltrúa í viðræðunefnd um hugsanlega sameiningu þessara fjögurra sveitarfélaga. Meira
1. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 431 orð

Prestastefnan fagnar Kristnitökuhátíð á Lögbergi

PRESTASTEFNA Íslands kom saman á Lögbergi í gær. Af því tilefni var samþykkt ályktun þar sem glaðst er yfir því tækifæri sem þjóð og kirkju veitist til að fagna helgri minningu og vonbjartri framtíðarsýn í tilefni 1000 ára kristni á Íslandi. Meira
1. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 42 orð

Ráðstafanir vegna umferðar til Þingvalla

GERT er ráð fyrir mikilli umferð út úr höfuðborginni í tengslum við kristnihátíð á Þingvöllum sem hefst í dag. Sérstakar ráðstafanir hafa verið gerðar vegna umferðarþungans og á kortinu má sjá hvað ferðalangar verða að hafa í huga þegar af stað er... Meira
1. júlí 2000 | Erlendar fréttir | 142 orð

Ríkisstjórn Írlands hélt velli

RÍKISSTJÓRN Berties Aherns á Írlandi hélt velli í atkvæðagreiðslu um vantrauststillögu sem tekin var til umræðu á írska þinginu í gær. Meira
1. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 154 orð

Rúmlega tveir milljarðar í viðbótarlán

ÍBÚÐALÁNASJÓÐUR veitti 1.556 viðbótarlán á tímabilinu janúar 1999 til apríl 2000 en heildarfjárhæð lánanna nam 2.320.887.759 krónum sem þýðir að meðalfjárhæð viðbótarlána var 1.491.573 kr. Meira
1. júlí 2000 | Erlendar fréttir | 288 orð | 1 mynd

Sakaður um "óbærilegan hroka"

ÞÝZK dagblöð voru í gær óspör á gagnrýni á framferði Helmuts Kohls, fyrrverandi kanzlara, er hann bar í fyrsta sinn vitni fyrir sérskipaðri rannsóknarnefnd þýzka þingsins í fyrradag, en hlutverk nefndarinnar er að rannsaka hvað hæft sé í ásökunum um að... Meira
1. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 828 orð | 1 mynd

Samkynhneigðir á aldamótum

Þorvaldur Kristinsson fæddist í Hrísey á Eyjafirði 19. júní 1950. Hann er íslensku- og bókmenntafræðingur að mennt og bókmenntaritstjóri á forlagi Máls og menningar. Meira
1. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 86 orð

Sérstakur viðbúnaður Tals vegna Kristnihátíðar

TAL HF. hefur gert ráðstafanir til að bregðast við áætluðum fjölda gesta á Kristnihátíð og á leiðum til og frá Þingvöllum. Reist hefur verið stöð á Skálafelli sem þjónar Kjós, bílaplani við Brúsastaði, Mosfellsdal og Mosfellsheiði. Meira
1. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 152 orð

Síminn lækkar verð símtala

VERÐ símtala úr almenna símkerfinu í GSM-síma hjá Símanum lækkar í dag, laugardaginn 1. júlí. Mínútuverð lækkar úr 18 krónum í 17 krónur á dagtaxta og úr 14,6 krónum í 14 krónur á kvöldtaxta. Meira
1. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 519 orð | 1 mynd

Sjálfsagt og eðlilegt er að minnast þessara tímamóta

ALÞINGI Íslendinga kom saman að nýju í gær í tengslum við kristnihátíð á Þingvöllum sem fram fer nú um helgina. Meira
1. júlí 2000 | Akureyri og nágrenni | 247 orð

Skipti 425 þúsund króna ávísun alnafna síns

TÆPLEGa þrítugur karlmaður hefur verið dæmdur fyrir fjárdrátt í Héraðsdómi Norðurlands eystra í þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Meira
1. júlí 2000 | Miðopna | 2288 orð | 1 mynd

Skjálfti meðal skuldara

Íslenski gjaldeyrismarkaðurinn er farinn að líkjast alþjóðlegum mörkuðum en markaðurinn er grunnur þótt umdeilt sé hvort hann hafi orðið fyrir atlögu á mánudaginn. Steingerður Ólafsdóttir ræddi við nokkra sérfræðinga um meginlínur í gjaldeyrisviðskiptum. Meira
1. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 467 orð | 1 mynd

Smálaxinn byrjaður að ganga í árnar

VEIÐI er víða að glæðast, einkum á Suðvestur- og Vesturlandi, og stafar það af því að smálax er víða farinn að ganga af nokkrum krafti. Meira
1. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 554 orð | 1 mynd

Styttir margfalt þann tíma sem tekur að finna sjúkdómsgen

KÁRI Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að yfirlýsing vísindamanna sl. mánudag um að búið sé að kortleggja nær allt erfðamengi mannsins sé geysilega þýðingarmikill áfangi og hafi margskonar þýðingu, m.a. Meira
1. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 55 orð

Svifflugvél hlekktist á

MAÐUR var fluttur á slysadeild seint í gærkvöld eftir að svifflugvél hans hlekktist á í lendingu og hvolfdi á flugvellinum á Sandskeiði. Að sögn lögreglu barst tilkynning um slysið kl. 23.52 og var þá sendur lögreglubíll á vettvang. Meira
1. júlí 2000 | Landsbyggðin | 206 orð

Sýning um ferðir íslenskra mormóna

FYRIRHEITNA landið, sýning um ferðir íslenskra mormóna til Utah, verður opnuð í Vesturfarasetrinu á Hofsósi mánudaginn 3. júlí næstkomandi klukkan 15. Sýningin verður í Frændgarði, nýju húsi sem reist hefur verið við höfnina. Meira
1. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 119 orð | 1 mynd

Tíðindalítið á loðnumiðunum

NORÐMENN eru hálfnaðir með loðnukvóta sinn í íslenskri lögsögu en þeir hafa veitt 21.235 tonn af þeim 41.200 tonnum sem þeim var úthlutað. Færeyingar hafa veitt 8.800 tonn af 30.000 tonnum úthlutuðum. Meira
1. júlí 2000 | Akureyri og nágrenni | 77 orð

Tvær hljómsveitir í Deiglunni

TVÆR hljómsveitir koma fram á djasstónleikum sem haldnir verða í Deiglunni við Kaupvangsstræti 23 á sunnudagskvöld, 2. júlí, en þeir hefjast kl. 21. Tónleikarnir eru á vegum Listasumars á Akureyri. Meira
1. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 215 orð | 1 mynd

Tvö umferðarslys við upphaf ferðahelgar

TVÖ umferðarslys urðu á þjóðvegum í gær við upphaf annarrar mestu ferðahelgar sumarsins. Stúlka um tvítugt slasaðist í árekstri á Suðurlandsvegi. 10 ára telpa og maður um áttrætt meiddust í bílveltu í Norðurárdal. Öll þrjú voru flutt á sjúkrahús í Reykjavík en voru ekki talin alvarlega slösuð, samkvæmt heimildum blaðsins. Þung umferð var úr borginni í gærkvöld og virtist dreifast nokkuð jafnt austur Hellisheiði og norður Vesturlandsveg. Meira
1. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 251 orð | 1 mynd

Undirbúningi lokið í glampandi sólskini

KRISTNIHÁTÍÐ hefst í dag á Þingvöllum og stendur nú um helgina. Iðnaðarmenn luku við síðustu framkvæmdir vegna hátíðarhaldanna í gær og að sögn Júlíusar Hafstein, framkvæmdastjóra Kristnihátíðarnefndar, hefur allt gengið samkvæmt áætlun. Meira
1. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 96 orð

Útivist á Heklu

FERÐAFÉLAGIÐ Útivist efnir á laugardaginn, 1. júlí, til árlegrar Heklugöngu sinnar. Meira
1. júlí 2000 | Erlendar fréttir | 1253 orð | 1 mynd

Varað við slæmum áhrifum á lífríkið

Nokkrir vísindamenn vara við því í grein í tímaritinu Nature að varasamt sé að nota uppsjávarfisk, sem víða sé þegar ofnýttur, sem mikilvægt hráefni í fóður fyrir dýrari eldisfisk. Meira
1. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 129 orð | 1 mynd

Varað við sólbruna

SÓL skein í heiði um allt land í gær og óvenju hlýtt var í lofti. Víða um land mældist hiti um eða yfir 20 gráður og við Mývatn, þar sem hlýjast var, mældist hitinn 25 gráður. Fjölmargir spókuðu sig fáklæddir í sólinni. Meira
1. júlí 2000 | Erlendar fréttir | 80 orð | 1 mynd

Veikindi í kjölfar mjólkurdrykkju

STARFSSTÚLKA matvöruverslunar í Osaka tekur hér úr hillum verslunar fernur af léttmjólk en hundruð Japana í Kansai-héraði sýndu í vikunni merki matareitrunar eftir að hafa neytt mjólkur frá stærsta mjólkurframleiðanda Japans, Snow Brand. Meira
1. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 300 orð

Verðmunur allt að 403% á sama lyfi

Lyf sem kostaði 756 krónur í einu apóteki var 403% dýrara í öðru apóteki þar sem það kostaði 3.800 krónur. Þetta kom fram í verðkönnun sem Samkeppnisstofnun gerði nýlega á lyfjaverði á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi. Meira
1. júlí 2000 | Erlendar fréttir | 554 orð

Vill að Bretland sé jafnvirkt Frakklandi og Þýzkalandi

BREZKI forsætisráðherrann Tony Blair sagði í Þýzkalandi í gær að Bretar ættu að líta á Evrópusamvinnuna sem tækifæri en ekki ógn. Meira
1. júlí 2000 | Erlendar fréttir | 431 orð

Vill að samningnum verði rift

EINN af helstu aðstoðarmönnum Ehuds Baraks, forsætisráðherra Ísraels, hvatti til þess í gær að stjórn landsins rifti samningi við Kínverja um að selja þeim háþróað ratsjárkerfi í flugvélar vegna andstöðu Bandaríkjamanna við söluna. Meira
1. júlí 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 395 orð | 3 myndir

Vinnuvernd í Vinnuskólanum

VINNUEFTIRLIT ríkisins og Vinnuskóli Reykjavíkur standa nú fyrir vinnuverndarverkefni þar sem gerð verður markviss tilraun með kennslu í líkamsbeitingu og vinnutækni. Meira
1. júlí 2000 | Akureyri og nágrenni | 242 orð | 2 myndir

Þátttakendur koma frá 16 þjóðlöndum

ÁTTATÍU fræðimenn frá sextán löndum hafa undanfarna daga tekið þátt í ráðstefnunni Skógrækt handan skógarmarka hér á Akureyri, en ráðstefnunni verður slitið eftir hádegi í dag. Meira
1. júlí 2000 | Innlendar fréttir | 764 orð | 4 myndir

Þung umferð frá höfuðborginni í gærkvöld

Þung umferð var frá höfuðborginni í gær en hafin er önnur mesta ferðahelgi ársins, næst á eftir verslunarmannahelginni. Umferðin jókst verulega þegar leið á daginn og um kvöldmatarleytið var nánast bíll við bíl á helstu vegum frá höfuðborginni. Virtist straumurinn liggja bæði austur og norður. Meira
1. júlí 2000 | Höfuðborgarsvæðið | 85 orð

Öryggi aukið á þessu ári

GUNNAR I. Birgisson, formaður bæjarráðs Kópavogs, segir að úrbætur verði gerðar í umferðarmálum við Kjarrhólma á þessu ári en endanlegur frágangur bíði næsta árs. Meira

Ritstjórnargreinar

1. júlí 2000 | Leiðarar | 584 orð

BREYTTAR AÐSTÆÐUR

Sviptingarnar í gengi íslenzku krónunnar á rúmri viku sýna, að við búum við gjörbreyttar aðstæður á gjaldeyrismarkaðnum og í efnahagslífinu almennt. Hinn 19. júní sl. Meira
1. júlí 2000 | Leiðarar | 266 orð

FJÖRLEG UMRÆÐA Í VEFRITUM

Á UNDANFÖRNUM tveimur til þremur árum hefur skapast forvitnilegur umræðuvettvangur um þjóðfélagsmál og stjórnmál á Netinu. Fjölmörg vefrit hafa verið sett á stofn en flest tengjast þau með einhverjum hætti stjórnmálaflokkunum. Meira
1. júlí 2000 | Staksteinar | 267 orð | 2 myndir

Samfylkingin og SUF

SVANFRÍÐUR Jónasdóttir alþingismaður skrifar á vefsíðu sinni um sjónarmið sem Einar Skúlason, formaður ungra framsóknarmanna, setti fram á síðum Morgunblaðsins fyrir skömmu. Meira

Menning

1. júlí 2000 | Menningarlíf | 546 orð

Athugasemd frá Ármanni Jakobssyni

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Ármanni Jakobssyni vegna greinar Arnar Ólafssonar, Var Njáll hommi?, sem birt var í blaðinu í gær: "Það er alltaf ánægjulegt fyrir fræðimenn að skrifum þeirra sé sýndur áhugi. Föstudaginn 30. Meira
1. júlí 2000 | Menningarlíf | 185 orð

Ásgrímssýning í Pakkhúsinu á Höfn

OPNUÐ verður sýning í Pakkhúsinu á Höfn laugardaginn 1. júlí á myndum Ásgríms Jónssonar, listmálara úr Skaftafellssýslum. Flestar þeirra eru úr Hornafirði og fengnar að láni frá Listasafni Íslands, Landsbanka Íslands og einstaklingum. Meira
1. júlí 2000 | Fólk í fréttum | 874 orð | 5 myndir

Björninn vakinn

Hádegisleikhús Iðnó sýnir um þessar mundir einþáttunginn Björninn eftir Tsjekov. Jóhanna K. Jóhannesdóttir hitti tvo leikara sýningarinnar þau Ólaf Darra Ólafsson og Maríu Pálsdóttur nokkrum mínútum fyrir sýningu og komst að leyndardómi leikhússins, kanínudansinum. Meira
1. júlí 2000 | Fólk í fréttum | 176 orð | 2 myndir

Clooney og Damon eftirsóttir

SAMKVÆMT könnun meðal lesenda tímaritsins People eru það leikararnir George Clooney og Matt Damon sem eru efstir á lista yfir 100 eftirsóttustu piparsveinana í Bandaríkjunum. Meira
1. júlí 2000 | Fólk í fréttum | 90 orð | 2 myndir

Danskur fimleikahópur sýndi listir sínar

UNGMENNI frá öllum Norðurlöndum hafa dvalið hér á landi upp á síðkastið í tengslum við verkefnið Menning og æska. Þau hafa svo sannarlega sett svip sinn á borgarlífið með ýmsum fjörlegum uppákomum. Meira
1. júlí 2000 | Fólk í fréttum | 547 orð | 4 myndir

Ekki gamlir, bara eldri

Á PLÖTUNNI Crush hverfa Bon Jovi aftur til uppruna síns og koma til skila á næstum óaðfinnanlegan hátt sínu melódíska rokki sem einkenndi fyrstu plötur sveitarinnar. Meira
1. júlí 2000 | Menningarlíf | 99 orð | 1 mynd

Franska sendiherranum færð ný ljósmyndabók

JPV FORLAG hefur í samvinnu við Þjóðminjasafn Íslands sent frá sér bókina Ísland í sjónmáli/Islande en vue - Franskir ljósmyndarar á Íslandi 1845-1900/Photographes français en Islande, sem rituð er bæði á íslensku og frönsku. Meira
1. júlí 2000 | Myndlist | 605 orð | 2 myndir

Fundnar myndir

Opið alla daga frá 12-18. Lokað þriðjudaga Til 2. júlí. Aðgangur 300 krónur í allt húsið. Meira
1. júlí 2000 | Tónlist | 791 orð

Fúgulist á saxofón

Verk eftir Singelée, Lárus H. Grímsson, Dubois, Nørholm, Piazzolla, Þorstein Hauksson og Bach. Saxofónakvartett Kaupmannahafnar (Henrik Sveidahl S, Maret Petersen A, Torben Enghoff T, Charlotte Andersson Bar.). Fimmtudaginn 29. júní kl. 22. Meira
1. júlí 2000 | Myndlist | 791 orð | 2 myndir

Gangurinn tvítugi

Til 10. júlí. Opið eftir samkomulagi í síma 551 87 97. Meira
1. júlí 2000 | Menningarlíf | 117 orð | 1 mynd

Helgimyndir í Eden

BIRNA Ásbjörnsdóttir myndlistarkona sýnir í Eden um þessar mundir og fram til 9. júlí helgimyndir málaðar á tré og stein. Á sýningunni eru 37 myndir sem allar eru til sölu. Meira
1. júlí 2000 | Myndlist | 536 orð | 2 myndir

Konur Magdalenu Margrétar

Sýningin er opin alla daga nema mánudaga frá 14 til 18. Meira
1. júlí 2000 | Menningarlíf | 61 orð

Kór íslenska safnaðarins í Noregi syngur

Kór íslenska safnaðarins í Noregi er staddur hér á landi þessa dagana í tilefni kristnitökuhátíðarinnar á Þingvöllum. Kórinn mun syngja á Þingpalli laugardaginn 1. júlí kl. 11.30 og taka þátt i hátíðarguðsþjónustunni á sunnudeginum. Sunnudagskvöldið 2. Meira
1. júlí 2000 | Menningarlíf | 57 orð | 1 mynd

M-2000

Gallerí Sævars Karls Erna G. Sigurðardóttir. Erna opnar myndlistarsýningu í Galleríi Sævars Karls í Bankastræti. Sýningin stendur til 20. júlí. www.reykjavik2000.is, wap.olis.is Grófarhúsinu, Tryggvagötu 15 Óratoría hafsins. Meira
1. júlí 2000 | Fólk í fréttum | 596 orð

Messufall hjá þjóðinni?

Ekki linnir heldur hráslagalegum skoðanakönnunum um kristnihátíð á Þingvöllum, en nú eru þær taldar sýna að um 20 þúsund manns ætli að eyða helginni á Þingvöllum. Fari svo má tala um messufall hjá þjóðinni meira en dæmi eru um áður. Meira
1. júlí 2000 | Menningarlíf | 191 orð | 1 mynd

Námskeið um þróun sálmalaga

SMÁRI Ólason heldur tvö tveggja daga námskeið á þjóðlagahátíðinni á Siglufirði dagana 18.-23. júlí. Yfirskrift námskeiðanna eru: Liggja rætur rímnanna í fornum sálmasöng landsmanna? Meira
1. júlí 2000 | Fólk í fréttum | 177 orð | 1 mynd

Robert Downey Jr. er dapur

LEIKARINN Robert Downey Jr. var eitt sinn talinn meðal þeirra efnilegustu í glysborginni Hollywood. Gjálífið heillaði hann þó um of og hann sökk djúpt í bikarsvart fen eiturlyfja og áfengis. Meira
1. júlí 2000 | Fólk í fréttum | 166 orð

Roberts veldur usla

LEIKKONAN Julia Roberts olli töluverðri ringulreið í mexíkóskum smábæ er hún kom þangað óvænt ásamt um tuttugu lífvörðum sínum. Meira
1. júlí 2000 | Fólk í fréttum | 123 orð | 4 myndir

Rósir og rifnar gallabuxur

ÓTVÍRÆÐ áhrif frá blómaskeiði hippaáranna voru ríkjandi á sýningu ítölsku hönnuðanna Domenico Dolce og Stefano Gabbana á tískuvikunni í Mílanó á dögunum. Meira
1. júlí 2000 | Fólk í fréttum | 177 orð | 1 mynd

Sjö ár af Harry Potter

Á TEIKNIBORÐI Warner Brothers risans eru ekki aðeins að finna eina og ekki tvær heldur sjö myndir um barnasöguundrið Harry Potter. Þetta þykir mörgum vera undarlegt í ljósi þess að einungis hafa verið gefnar út fjórar skáldsögur um galdramanninn... Meira
1. júlí 2000 | Menningarlíf | 44 orð

Sýning Halldórs Ásgrímssonar í Ljósaklifi framlengd

SÝNING Halldórs Ásgrímssonar "Ó að bátur beri vatn að landi" í Ljósaklifi í Hafnarfirði sem átti að ljúka 3. júlí er framlengd til sunnudagsins 9. júlí. Sýningarrými Ljósaklifs er opið daglega frá kl. 14-18. Meira
1. júlí 2000 | Fólk í fréttum | 51 orð | 1 mynd

Wahlberg á meðal apa

LEIKARINN Mark Wahlberg mun fara með eitt aðalhlutverkið í myndinni Apaplánetunni, nokkurs konar endurgerð hinnar sígildu myndar frá 1968 og 1973. Þá hefur hann einnig skuldbundið sig til að leika í framhaldsmyndinni. Meira

Umræðan

1. júlí 2000 | Bréf til blaðsins | 25 orð | 1 mynd

60 ÁRA afmæli .

60 ÁRA afmæli . Á morgun, sunnudaginn 2. júlí, verður sextug Anna Einarsdóttir, verslunarstjóri hjá Máli og menningu, Háaleitisbraut 14, Reykjavík. Anna er að heiman á... Meira
1. júlí 2000 | Bréf til blaðsins | 25 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 1. júlí, verður sjötug Sigrún Jóhannsdóttir, Stóragerði 23, Hvolsvelli. Eiginmaður hennar er Nikulás Guðmundsson . Þau verða að heiman á... Meira
1. júlí 2000 | Bréf til blaðsins | 26 orð | 1 mynd

80 ÁRA afmæli.

80 ÁRA afmæli. Í dag, laugardaginn 1. júlí, er áttræður Konráð Ó. Kristinsson, Hvassaleiti 58, Reykjavík. Eiginkona Konráðs er María Sigurðardóttir . Þau eru að heiman í... Meira
1. júlí 2000 | Aðsent efni | 91 orð | 1 mynd

Bjöllukór frá Pittsburg í Ytri-Njarðvíkurkirkju

Á MORGUN, sunnudaginn 2. júlí kl. 20, heldur bjöllukór frá Pittsburg í Pennsylvaníu tónleika í Ytri-Njarðvíkurkirkju. Bjöllukórinn, The Southminster Ringers, var stofnaður í september 1969 og hefur haldið tónleika víðs vegar um heiminn. Meira
1. júlí 2000 | Aðsent efni | 1141 orð | 1 mynd

Búist til framtíðar

Meðfram ábyrgð og aðdáun, segir Valgarður Egilsson, þá er framundan lífsnautnahyggja og er ekki fólgin í eyðslu eða sóun, byggist ekki á þverrákóttu afli. Meira
1. júlí 2000 | Bréf til blaðsins | 614 orð

Fjölmiðlar og pólitík

ÞANN 28. júní sl. skrifar Magni Kristjánsson í Morgunblaðið grein sem ber yfirskriftina Fjölmiðlar og pólitík. Meira
1. júlí 2000 | Aðsent efni | 1576 orð | 1 mynd

Flutningur Jafnréttisstofu

Flutningur Jafn- réttisstofu leiðir til þess að atvinnulífinu á Íslandi verður gert erfiðara fyrir en ella, segir Þórunn Svein- bjarnardóttir, að axla nýjar skyldur á sviði jafnréttismála. Meira
1. júlí 2000 | Aðsent efni | 16 orð

Frá Reykjavíkurprófastsdæmi

Engar guðsþjónustur verða haldnar í kirkjum Reykjavíkurprófastsdæma á morgun, sunnudaginn 2. júlí, vegna kristnihátíðar á Þingvöllum. Meira
1. júlí 2000 | Aðsent efni | 527 orð | 1 mynd

Hátíðarræður

Það er ekki nóg að halda fallegar skála- og hátíðarræður og lofa öllu fögru fyrir kosningar, segir Guðmundur Jóhannsson, það verður líka að sýna alvöru og ábyrgð svo ekki verði um að ræða innantómt gaspur. Meira
1. júlí 2000 | Aðsent efni | 575 orð | 3 myndir

Í messu í Krýsuvíkurkirkju

Á fyrri hluta tutt-ugustu aldar lagðist kirkjusókn í Krýsuvík niður og var kirkjan afhelguð á árinu 1929. Hrafnkell Ásgeirsson segir hér frá messu í Krýsuvíkurkirkju. Meira
1. júlí 2000 | Bréf til blaðsins | 639 orð

JARÐSKJÁLFTARNIR á Suðurlandi hafa illu heilli...

JARÐSKJÁLFTARNIR á Suðurlandi hafa illu heilli orðið vatn á myllu andstæðinga beinna útsendinga af stórviðburðum á knattspyrnusviðinu. Meira
1. júlí 2000 | Bréf til blaðsins | 338 orð | 1 mynd

Kaþólska unglingafélagið Píló kveður

EFTIR ellefu ára starfsemi lætur Píló af störfum. Píló var stofnað árið 1989 eftir að pílagrímsferð var farinmeð unglingshóp til Medjugoriu í Júgóslavíu. Meira
1. júlí 2000 | Aðsent efni | 717 orð

Lét Björn sr.

Sögnin að gefa fer reglulega eftir 5. hljóðskiptaröð, og eru þá kennimyndirnar gefa - gaf - gáfum - gefinn . Hún á sér nauðalíkar og náskyldar frænkur víða, svo sem ensku og dönsku give , þýsku geben , gotn. giban . Meira
1. júlí 2000 | Bréf til blaðsins | 64 orð

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup,...

MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudagsblað. Meira
1. júlí 2000 | Aðsent efni | 573 orð | 1 mynd

Neyðarvakt tannlækna og aðstaða á sjúkrahúsunum

Þótt Landspítali þeki um sextíu þúsund fm, fyrir utan aðrar byggingar á lóðinni, segir Bolli Valgarðsson, telja forráðamenn ekki pláss fyrir einn tannlæknastól í húsinu. Meira
1. júlí 2000 | Aðsent efni | 996 orð | 1 mynd

Nokkrir þankar um skipulag jarðvísindarannsókna á Íslandi

Niðurstaða mín er sú að þörf sé á að endurskipuleggja jarðvísindarannsóknir hins opinbera hér á landi, segir Guðmundur Pálmason. Meira
1. júlí 2000 | Aðsent efni | 389 orð | 1 mynd

Stundum er svo erfitt að vera maður

Biblían er aftur á móti ekki auðveld aflestrar, segir Árni Svanur Daníelsson, en búast má við því að lesturinn skilji eitthvað eftir sig, ef ekki svör þá að minnsta kosti spurningar. Meira
1. júlí 2000 | Aðsent efni | 679 orð | 1 mynd

Tölum skýrt í Evrópumálum

Íslendingar eiga stöðugt vaxandi viðskipti í öllum heimshlutum, segir Ögmundur Jónasson, og mikilvægt er fyrir okkur að vera víðsýn og horfa til allra átta. Meira
1. júlí 2000 | Aðsent efni | 428 orð | 1 mynd

Utanríkisráðherra, ESB og stjórnarskráin

Það er dálítið skondið af formanni Framsóknar, segir Hjörleifur Guttormsson, að ætla að nota stjórnarskrána til að ryðja brautina fyrir aðildarumsókn. Meira
1. júlí 2000 | Aðsent efni | 288 orð | 1 mynd

Vegna greinar Halldórs Jakobssonar

Við Halldór sjálfan vona ég, segir Jón Ólafsson, að ég geti rætt í góðu tómi fyrr en síðar. Meira
1. júlí 2000 | Bréf til blaðsins | 23 orð | 1 mynd

Þessar stúlkur héldu tombólu og söfnuðu...

Þessar stúlkur héldu tombólu og söfnuðu kr. 2.121 til styrktar Rauða kross Íslands. Þær heita Katrín Ásmundsdóttir, Bylgja D. Sigurðardóttir og Vigdís H.... Meira
1. júlí 2000 | Bréf til blaðsins | 57 orð | 1 mynd

Þessir duglegu krakkar tóku sig til...

Þessir duglegu krakkar tóku sig til á dögunum og héldu hlutaveltu og söfnuðu þannig 6.349 krónum, sem þau hafa afhent Rauða krossinum á Akureyri. Meira
1. júlí 2000 | Bréf til blaðsins | 37 orð

ÞINGVALLASÖNGUR

Öxar við ána árdags í ljóma upp rísi þjóðlið og skipist í sveit. Skjótum upp fána, skært lúðrar hljóma, skundum á Þingvöll og treystum vor heit. Fram, fram, aldrei að víkja! Fram, fram, bæði menn og fljóð! Meira

Minningargreinar

1. júlí 2000 | Minningargreinar | 610 orð | 1 mynd

ARNDÍS SIGURÐARDÓTTIR

Arndís Sigurðardóttir fæddist á Geirmundarstöðum í Selárdal 21. ágúst 1905. Hún lést á sjúkrahúsinu á Hólmavík 7. júní síðastliðinn, á nítugasta og fimmta aldursári. Meira  Kaupa minningabók
1. júlí 2000 | Minningargreinar | 789 orð | 1 mynd

HALLDÓR KRISTMUNDUR HJARTARSON

Halldór Kristmundur Hjartarson fæddist á Eyrarbakka 27. júní 1927. Hann lést á Landspítalanum Fossvogi 21.júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru þau Hjörtur Ólafsson, f. 18.sept. 1892, í Varmavatnshólum í Öxnardal, d. 12. jan. Meira  Kaupa minningabók
1. júlí 2000 | Minningargreinar | 654 orð | 1 mynd

HÓLMFRÍÐUR ELÍN HELGADÓTTIR

Hólmfríður Elín Helgadóttir fæddist á Ánastöðum í Svartárdal hinn 14. janúar 1900. Hún lést á hjúkrunarheimili Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki 22. júní síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Sauðárkrókskirkju 30. júní. Meira  Kaupa minningabók
1. júlí 2000 | Minningargreinar | 503 orð | 1 mynd

SIGURBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR

Jóhanna Sigurbjörg Guðmundsdóttir fæddist á Teygingalæk á Brunasandi í Vestur-Skaftafellssýslu 21. apríl 1914. Hún lést á Dvalarheimilinu Hjallatúni í Vík í Mýrdal 23. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Guðmundur Bjarnason, f. 1891, d. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

1. júlí 2000 | Viðskiptafréttir | 214 orð

Búist við minni hagnaði Íslandsbanka-FBA

ÞRÁTT fyrir aukin umsvif Íslandsbanka-FBA er líklegt að hagnaður verði minni á fyrstu sex mánuðum ársins 2000 en á sama tímabili árið 1999 vegna óhagstæðrar gengisþróunar á innlendum skuldabréfamarkaði, að því er fram kemur í tilkynningu frá bankanum. Meira
1. júlí 2000 | Viðskiptafréttir | 1647 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 30.

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 30.06.00 Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr.) ALLIR MARKAÐIR Annar afli 300 55 88 2.192 193.345 Blálanga 76 50 74 1.874 138.507 Gellur 300 285 287 79 22.665 Hlýri 90 50 84 1.277 106. Meira
1. júlí 2000 | Viðskiptafréttir | 10 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta...

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr. Meira
1. júlí 2000 | Viðskiptafréttir | 166 orð

Fjarskiptafyrirtækin hækka á ný

FTSE 100 hlutabréfavísitalan í London hækkaði um 73,7 stig og lokaði í 6.312,7 stigum. BP Amoco hækkaði vegna verðhækkunar á hráolíu og fjármálafyrirtæki hækkuðu einnig. Dax vísitalan í Frankfurt hækkaði í gær um 44,66 stig upp í 6.919,20 stig. Meira
1. júlí 2000 | Viðskiptafréttir | 130 orð

GENGI GJALDMIÐLA Reuter, 30.

GENGI GJALDMIÐLA Reuter, 30. júní Eftirfarandi eru kaup og sölugengi helstu gjaldmiðla gagnvart evrunni á miðdegismarkaði í Lundúnum. NÝJAST HÆST LÆGST Dollari 0.9584 0.9601 0.9507 Japanskt jen 101.42 101.58 99.955 Sterlingspund 0.633 0.6345 0.6261 Sv. Meira
1. júlí 2000 | Viðskiptafréttir | 1513 orð | 1 mynd

Reiknað með 40% minni hagnaði en í fyrra

Verðbréfafyrirtækin spá félögum í Úrvalsvísitölu VÞÍ 40% minni hagnaði en í fyrra. Ýmsar skýringar eru nefndar, svo sem gengisþróun, kostnaðarhækkanir innan lands, aukin verðbólga, hærra olíuverð og hækkandi ávöxtunarkrafa skuldabréfa. Eins og fram kemur hér að neðan eru fyrirtækin ekki sammála um að lakari afkomu sé að vænta, en eru þó á því að hagnaðurinn sé ekki allur upp á við eins og hann var í fyrra. Meira
1. júlí 2000 | Viðskiptafréttir | 373 orð | 1 mynd

Útgáfufélagið Edda stofnað

Stjórnir Máls og menningar hf. og Vöku-Helgafells hf. undirrituðu í gær samrunaáætlun fyrirtækjanna tveggja. Nýtt félag mun heita Edda - miðlun og útgáfa hf. og verður það alhliða miðlunar- og útgáfufyrirtæki. Meira
1. júlí 2000 | Viðskiptafréttir | 73 orð

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 30.

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 30.06. 2000 Kvótategund Viðskipta- magn (kg) Viðskipta- verð (kr) Hæsta kaup- tilboð (kr) Lægsta sölu- tilboð (kr) Kaupmagn eftir (kg) Sölumagn eftir (kg) Vegið kaup- verð (kr) Vegið sölu- verð (kr) Síðasta meðalv. Meira

Daglegt líf

1. júlí 2000 | Neytendur | 1154 orð | 3 myndir

Íslensk framleiðsla annar ekki eftirspurn

Íslenskir neytendur sýna lífrænni vöru æ meiri áhuga. Guðbjörg R. Guðmundsdóttir komst að því að Yggdrasill er með yfir þúsund tegundir af lífrænum matvörum, Hagkaup er að fikra sig inn á þennan markað og Brauðhúsið í Grímsbæ sérhæfir sig í bakstri úr lífrænu hráefni Meira
1. júlí 2000 | Neytendur | 80 orð | 1 mynd

Orkumjólk

Mjólkur-samsalan hefur nú sett á markað nýjan drykk, orkumjólk, þar sem uppistaðan er léttmjólk en varan er þróuð með það að markmiði að vera svalandi orkugjafi. Meira

Fastir þættir

1. júlí 2000 | Í dag | 375 orð

Ár og helgar stundir

Árin gefast öll úr Drottins hendi og aðeins fyrir náð hans hjarta slær. Inn í tímann Orð og líf sitt sendi svo anda birtir vitund hver og blær. Þó sýni stjörnur himins sporin hans Hann hingað kemur nær í líki manns. Meira
1. júlí 2000 | Fastir þættir | 856 orð | 5 myndir

Áskorandi svarar fyrir sig

22.-25. júní 2000 Meira
1. júlí 2000 | Fastir þættir | 874 orð

Bílaþjóð til Þingvalla

"Aðrir, og þeir eru í meirihluta, fara sem allra næst áfangastaðnum, aka þar hring eftir hring og þykjast hafa himin höndum tekið þegar þeir fá "besta" stæðið ..." Meira
1. júlí 2000 | Fastir þættir | 81 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni var spiluð í Ásgarði, Glæsibæ, fimmtudaginn 22. júní. 18 pör tóku þátt og meðalskor var 216 stig. Árangur N-S Júlíus Guðmundss. - Oliver Kristóferss. 281 Baldur Ásgeirss. - Magnús Halldórss. Meira
1. júlí 2000 | Fastir þættir | 428 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

"ÞAÐ hefði nú eitthvað verið sagt við mig ef ég hefði opnað á þessa hunda. Meira
1. júlí 2000 | Fastir þættir | 788 orð | 1 mynd

Draumurinn um Krist

Fyrir þér er einn dagur sem þúsund ár og þúsund ár dagur ei meir, eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár, sem tilbiður guð sinn og deyr. Meira
1. júlí 2000 | Fastir þættir | 217 orð | 1 mynd

Fita er nauðsynleg

ÞAU skilaboð hafa undanfarin ár farið eins og eldur í sinu um hinn vestræna heim, að fólk eigi skilyrðislaust að draga úr fituneyslu. Meira
1. júlí 2000 | Fastir þættir | 1685 orð | 6 myndir

Foldarskart

Fólk leiðir oft hugann að plöntum á göngu sinni um óbyggðir landsins og undrast þann mikla lífsþrótt, sem býr í mörgu smáblómi, sem skrýðir holt og hæðir. Að kvöldi dags leita menn í náttstað, þar sem þögn og kyrrð ríkir um gróðurbreiður, en slíka unaðsreiti má finna víða um hálendið. Ágúst H. Bjarnason fjallar hér um gróður og líf plantna á hálendi Íslands. Meira
1. júlí 2000 | Fastir þættir | 211 orð | 1 mynd

Handþvottur gagnlegur

BAKTERÍUR sem lyf virka ekki á eru að verða sífellt meira vandamál á sjúkrahúsum, en samkvæmt nýrri rannsókn geta gamalgrónar hreinlætisaðferðir á borð við handþvott með sápu og vatni dregið verulega úr sýkingum. Meira
1. júlí 2000 | Fastir þættir | 519 orð | 1 mynd

Herslumuninn vantar

Norðurlandamótið í brids verður haldið á Hótel Örk í Hveragerði dagana 27. júní til 1. júlí. Heimasíða mótsins er www.bridge.is Meira
1. júlí 2000 | Fastir þættir | 555 orð | 1 mynd

Hvað er eðlilegt?

Spurning: Nýlega fór ég í tékkun út af blóðþrýstingi, blóðfitu og þess háttar. Ég var ekki nógu dugleg að spyrja hvað allt þetta þýddi og hvort öll sýnin væru of há eða eðlileg. Meira
1. júlí 2000 | Í dag | 308 orð

KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík - Kristskirkja: Sunnudag:...

KAÞÓLSKA KIRKJAN: Reykjavík - Kristskirkja: Sunnudag: Messa kl. 10.30 og kl. 14. Kl. 18: Messa á ensku. Virka daga og laugardaga: Messur kl. 18. Reykjavík - Maríukirkja við Raufarsel: Sunnudag: Messa kl. 11. Virka daga: Messa kl. 18.30. Meira
1. júlí 2000 | Dagbók | 822 orð

(Matt. 20,34.)

Í dag er laugardagur 1. júlí, 183. dagur ársins 2000. Orð dagsins: Jesús kenndi í brjósti um þá og snart augu þeirra. Jafnskjótt fengu þeir sjónina og fylgdu honum. Meira
1. júlí 2000 | Fastir þættir | 274 orð | 1 mynd

Menntun bætir geðheilsuna

HÆTTAN á að eldra fólk verði þunglynt kann að eiga sér rætur í því sem gerðist mun fyrr á ævi þess, samkvæmt niðurstöðum nýrrar könnunar. Menntun, eða einhver þáttur sem tengist henni, kann að leiða til betri geðheilsu jafnvel langt fram eftir aldri. Meira
1. júlí 2000 | Fastir þættir | 572 orð | 2 myndir

"Merkilegt að skoða gömul hús og rústir; engu líkara en ein öld vaxi af annarri"

29. apríl, laugardagur Sama fólkið í Sevilla og síðast. Ekkert hefur breytzt, nema við. Alcázar-kastali í Sevilla 1. Blómin gular sólir fikra sig upp eftir pálmatrjám, það er leið þeirra til himins. 2. Meira
1. júlí 2000 | Fastir þættir | 427 orð | 1 mynd

Selja afganginn

FRJÓSEMISLYF hafa getið af sér alveg ný viðskipti á Netinu, en þetta getur leitt til bæði lagabrota og veikinda. Meira
1. júlí 2000 | Fastir þættir | 108 orð | 1 mynd

Skák - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

Staðan er frá opna Ordix atskákmótinu í Frankfurt sem lauk fyrir stuttu síðan og er á milli hollenska stórmeistarans Loek Van Wely (2646), hvítt, og þýsku skákdrottningarinnar Gisela Fischdick (2233). 18...Rxc5! 19.dxc5 Bxc5+ 20.Kg2 d4 21. Meira
1. júlí 2000 | Fastir þættir | 1533 orð | 4 myndir

Um Richterskvarðann

Nokkur svör hafa birst á Vísindavefnum varðandi jarðskjálfta og vísindalegar hliðar þeirra. Í síðustu viku var birt hér í Morgunblaðinu svar um hljóðið sem oft heyrist á undan skjálftum og nú birtum við svar um Richterskvarðann. Meira
1. júlí 2000 | Fastir þættir | 269 orð | 1 mynd

Æfingar minnka hættuna á heilablóðfalli

KONUR sem iðka líkamlega áreynslu og æfingar daglega minnka hættuna á heilablóðfalli um allt að 30%. Þetta á jafnvel við um konur sem láta nægja að ganga rösklega á hverjum degi. Meira

Íþróttir

1. júlí 2000 | Íþróttir | 13 orð

Aðalfundur hjá ÍR Aðalfundur knattspyrnudeildar ÍR...

Aðalfundur hjá ÍR Aðalfundur knattspyrnudeildar ÍR verður haldinn miðvikudaginn 12. júlí kl. 20 í... Meira
1. júlí 2000 | Íþróttir | 643 orð | 1 mynd

Áttræður liðsstjóri hjá Blikum

KONRÁÐ O. Kristinsson er maður sem tengist knattspyrnuliði Breiðabliks í Kópavogi sterkum böndum en hann hefur fylgt karlaliði félagsins í knattspyrnu í meira en þrjá áratugi, fyrst sem stuðningsmaður í áhorfendastæðunum en frá árinu 1980 hefur hann verið á varamannabekk liðsins sem liðsstjóri og hefur varla misst úr leik síðan þá hvar á landinu sem Blikarnir hafa verið að spila. Meira
1. júlí 2000 | Íþróttir | 96 orð

Birkirkara styrkir sig

BIRKIRKARA, meistaralið Möltu í knattspyrnu, hefur styrkt sig enn frekar fyrir slaginn gegn KR í forkeppni meistaradeildar Evrópu. Meira
1. júlí 2000 | Íþróttir | 142 orð

Blikar í kröppum dansi

FRESTAÐUR leikur síðan úr 3. umferð Íslandsmótsins í knattspyrnu kvenna var háður í blíðskaparveðri á Hásteinsvelli í gærkvöldi er Eyjastúlkur tóku á móti Breiðabliki. Meira
1. júlí 2000 | Íþróttir | 28 orð

Fjöldi leikja J T Mörk Stig...

Fjöldi leikja J T Mörk Stig U Stjarnan 6 5 1 0 15:1 16 KR 6 5 0 1 33:4 15 Breiðablik 6 4 1 1 29:6 13 Valur 6 3 0 3 19:8 9 ÍBV 6 2 3 1 8:7 9 ÍA 6 1 1 4 6:26 4 Þór/KA 6 0 1 5 3:24 1 FH 6 0 1 5 6:43... Meira
1. júlí 2000 | Íþróttir | 33 orð

Fjöldi leikja J T Mörk Stig...

Fjöldi leikja J T Mörk Stig U FH 7 5 2 0 18:7 17 Valur 7 5 1 1 18:7 16 Víkingur 7 3 3 1 12:11 12 Dalvík 7 3 2 2 14:9 11 KA 7 3 2 2 13:8 11 ÍR 7 3 2 2 10:9 11 Þróttur 7 2 2 3 8:13 8 Sindri 7 0 4 3 2:8 4 Skallagr. Meira
1. júlí 2000 | Íþróttir | 695 orð

Hafnfirðingar skutust á toppinn

TVÆR vítaspyrnur, tvö rauð spjöld og þrjú mörk eru oftar en ekki talin vísbendingar um skemmtilegan og spennandi knattspyrnuleik. Sú varð þó ekki raunin í viðureign FH og ÍR í Kaplakrika í gærkvöld. Leikurinn var þvert á móti tilþrifalítill og sigur heimamanna aldrei í hættu eftir að þeim tókst loks að þvæla inn marki um miðjan síðari hálfleik, lokatölur 2:1 og þar með komust FH-ingar í efsta sæti 1. deildar. Meira
1. júlí 2000 | Íþróttir | 549 orð | 1 mynd

Henry hefur nú þegar skorað þrjú...

HINN örsnöggi og markheppni franski framherji Thierry Henry notaði hinn mikla markaskorara og fyrirrennara sinn hjá Arsenal, Ian Wright, sem fyrirmynd til að ná þangað sem hann er í dag. Meira
1. júlí 2000 | Íþróttir | 132 orð

Hollenska 1.

Hollenska 1. deildarliðið Groningen vill fá Danann Ronny Peterson til liðs við sig. Danski framherjinn er samningsbundinn Fram út september en hann gekk í raðir Safamýrarliðsins í byrjun júní. Meira
1. júlí 2000 | Íþróttir | 187 orð

Sex sundmenn reyna við ÓL-lágmörk í Helsinki

SEX sundmenn, sem taka þátt á Evrópumeistaramótinu í sundi, sem hefst á mánudaginn í Helsinki í Finnlandi, reyndu við Ólympíulágmörk. Það eru Elín Sigurðardóttir, Eydís Konráðsdóttir, Kolbrún Ýr Kristjánsdóttir, Lára Hrund Bjargardóttir, Ríkharður Ríkharðsson og Hjalti Guðmundsson. Meira
1. júlí 2000 | Íþróttir | 292 orð | 1 mynd

SYDNEY stóðst síðustu skoðun fyrir Ólympíuleikana...

SYDNEY stóðst síðustu skoðun fyrir Ólympíuleikana með glans. Jacques Rogge, meðlimur alþjóða Ólympíunefndarinnar, sagði í gær: " Sydney er tilbúin fyrir leikana. Meira
1. júlí 2000 | Íþróttir | 267 orð | 1 mynd

TERRY Venables hefur sagt að hann...

TERRY Venables hefur sagt að hann geti vel hugsað sér að taka við enska landsliðinu í knattspyrnu að nýju. Meira
1. júlí 2000 | Íþróttir | 664 orð | 2 myndir

Toldo varði vítaspyrnu Frank de Boers...

ÍTALSKI markvörðurinn Francesco Toldo sagði að Hollendingar hefðu getað sótt að marki hans í nokkrar klukkustundir í viðbót án þess að takast að skora mark. Meira
1. júlí 2000 | Íþróttir | 269 orð

Van Gaal eða Gullitt

LUIS van Gaal segist vilja taka við starfi landsliðsþjálfara Hollendinga í knattspyrnu af Frank Rijkard sem sagði starfi sínu lausu eftir að Hollendingar töpuðu fyrir Ítölum í undanúrslitum Evrópumótsins. Meira

Úr verinu

1. júlí 2000 | Úr verinu | 422 orð

Fiskeldi ekki skaðlegra en landbúnaðurinn

ÁHRIF fiskeldis á vistkerfi jarðar eru ekki jafn ógnvænleg og gefið er til kynna í grein sem birtist nýverið í breska vísindatímaritinu Nature að mati Björns Björnssonar fiskifræðings á Hafrannsóknastofnuninni. Meira
1. júlí 2000 | Úr verinu | 215 orð | 1 mynd

Ráðstefnan Normar 2000 haldin í Vestmannaeyjum

RÁÐSTEFNA skólastjórnenda stýrimanna- og vélskóla á Norðurlöndum, Normar 2000, var haldin í Reykjavík og Vestmannaeyjum dagana 27. og 29. júní sl. Ráðstefnan er nú haldin í 5. Meira
1. júlí 2000 | Úr verinu | 332 orð

Yfirlýsing frá NSÍ

NÁTTÚRUVERNDARSAMTÖK Íslands hafa sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu: "Náttúruverndarsamtök Íslands harma ófagleg viðbrögð Vigfúsar Jóhannssonar, formanns Landssambands fiskeldis- og hafbeitarstöðva á Íslandi (LFH) og formanns Alþjóðasambands... Meira

Lesbók

1. júlí 2000 | Menningarblað/Lesbók | 50 orð

Á LAXVEIÐUM

Silfraðir laxar í sóltærum hyl byltast við bakka engist agn á öngli hvössum frá stöng í sterkri hendi lína loftið klýfur eilífa ögurstund óvissan ræður ríkjum titrar tifléttur töfraoddur svignar stöng hvín í hjóli hvissar við flúð hvöt eru sporðaköst... Meira
1. júlí 2000 | Menningarblað/Lesbók | 1380 orð

BREYTINGAR Á SIÐFERÐISGILDUM

Líkt og flest annað í samfélaginu er hugtakið dyggð breytingum undirorpið. Höfuðdyggðirnar sjö úr kristindómnum, sem skotið var í bringu flestra íslenskra barna á síðustu öld, virðast við upphaf þeirrar nýju ekki vera jafn ráðandi og áður. Í rannsókn sem Gallup gerði á Íslandi í árslok 1999 kom margt forvitnilegt fram um þær sjö dyggðir sem Íslendingar meta mest. Nýjasta tölublað Tímarits Máls og menningar var enn fremur helgað þessu umræðuefni. Meira
1. júlí 2000 | Menningarblað/Lesbók | 40 orð | 1 mynd

Bréfspjöld Samúels

Samúel Eggertsson, 1864-1949, var drátthagur hugsjónamaður og fræðari sem gaf út á fyrstu tveimur tugum 20. aldar fjölda póstkorta, eða "bréfspjalda", þ.ám. var eitt um Hallgrím Pétursson og annað um íslenska þjóðarmeiðinn. Meira
1. júlí 2000 | Menningarblað/Lesbók | 1122 orð | 1 mynd

DAGSKRÁ KRISTNIHÁTÍÐAR Á ÞINGVÖLLUM

Fjölbreytt dagskrá verður á Þingvöllum dagana tvo sem Kristnihátíð stendur yfir. Hér verður stiklað á stóru um það sem verður á boðstólum í dag og á morgun. Meira
1. júlí 2000 | Menningarblað/Lesbók | 1589 orð | 3 myndir

DYGGÐIRNAR Í HRIKALEGUM SÝNINGARSAL STEKKJARGJÁR

Hamraveggir Stekkjargjár á Þingvöllum munu næstu vikur þjóna hlutverki sýningarveggja á sýningunni Dyggðirnar sjö að fornu og nýju sem einnig fer fram í Listasafninu á Akureyri. Fjórtán listamenn voru fengnir til að túlka höfuðdyggðirnar úr kristni og sjö nútímadyggðir sem ákvarðaðar voru með könnun á vegum Gallup. Meira
1. júlí 2000 | Menningarblað/Lesbók | 494 orð | 1 mynd

ÉG ÆTLA AÐ SJÁ HVERT SÖNGURINN BER MIG

Brezkir gagnrýnendur hafa keppzt við að hrósa Huldu Björk Garðarsdóttur fyrir glæsilegan og fágaðan söng og leik í hlutverki Súsönnu í Brúðkaupi Fígarós, sem hún syngur nú hjá Garsington-sumaróperunni. Hvílíkur happafengur! segir gagnrýnandi The Independent. FREYSTEINN JÓHANNSSON átti farsímamót við Huldu Björk á listrænu kaffihúsi í Oxford. Meira
1. júlí 2000 | Menningarblað/Lesbók | 466 orð | 2 myndir

FELDSKOÐUN OG KENNIMENN

ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ gengst fyrir dagskrá af tvennum toga á Kristnihátíð á Þingvöllum. Í dag kl. 16.15 verður sýnt leikritið Höfuð undir feldi og á morgun kl. 11. Meira
1. júlí 2000 | Menningarblað/Lesbók | 27 orð

FORTÍÐ OG NÚTÍÐ

Þungfarin troðgata óx úr grasi og gerðist þjóðbraut á meðan stormlúin beinakerling grundaði ferskeytlur og beið þolinmóð örlaga. Meira
1. júlí 2000 | Menningarblað/Lesbók | 984 orð | 21 mynd

GARÐHÚSABÆR BARNANNA Á KJARVALSSTÖÐUM

Í Korpuskóla var gerð tilraun til hönnunarkennslu 10 og 11 ára barna síðastliðinn vetur. Meira
1. júlí 2000 | Menningarblað/Lesbók | 46 orð | 1 mynd

Hamraveggir

Stekkjargjár á Þingvöllum munu næstu vikur þjóna hlutverki sýningarveggja á sýningunni Dyggðirnar sjö að fornu og nýju sem einnig fer fram í Listasafninu á Akureyri. Meira
1. júlí 2000 | Menningarblað/Lesbók | 1904 orð

HUGMYNDIR OG KENNINGAR UM KRISTNITÖUKHRAUNIÐ

Vegna þess að Kristnisaga hefur eftir sendiboða að hraunið "mundi hlaupa á bæ Þórodds goða" töldu menn að hér væri sagt frá framrás Þurárhrauns eða Eldborgarhrauns, nokkru vestar, sem bæði runnu niður af hlíðinni ofan Ölfuss. En bæði þessi hraun eru eldri en 1000 ára og Kristnitökuhraunið er nú talið vera á öðrum slóðum. Meira
1. júlí 2000 | Menningarblað/Lesbók | 238 orð

Í UPPHAFI VAR SKIP

Eins og skipin öll sem hrekur útí glórulausan fjarska og taka land djúpt í myrkvaðri höfn ber einnig þetta skip á foráttuhaf út undan afli sem menn fá ekki deilt við og sem heldur sínu jafnvel fyrir hafinu - heldur yfir sínu skipi vernd vindar Sögunnar... Meira
1. júlí 2000 | Menningarblað/Lesbók | 754 orð | 2 myndir

KOMINN MEÐ TÖLUVERÐA STRENGI Í HANDLEGGINA

Óhætt er að segja að það verði í mörg horn að líta hjá Herði Áskelssyni á Kristnihátíð á Þingvöllum um helgina. Auk þess að vera tónlistarstjóri hátíðarinnar stjórnar hann Sinfóníuhljómsveit Íslands og gríðarstórum kór á hátíðartónleikum og blásarasveit og enn stærri kór við hátíðarmessu á morgun. MARGRÉT SVEINBJÖRNSDÓTTIR heimsótti Hörð í vikunni og heyrði í honum hljóðið. Meira
1. júlí 2000 | Menningarblað/Lesbók | 1713 orð | 7 myndir

KORTAGERÐARMAÐURINN SAMÚEL EGGERTSSON

Samúel Eggertsson fæddist 25. maí 1864 í Melanesi á Rauðasandi og voru foreldrar hans Eggert Jochumsson frá Skógum í Þorskafirði og fyrri kona hans, Guðbjörg Ólafsdóttir. Þá var starfandi bændaskólinn í Ólafsdal og þar var Samúel við nám 1887-89. Meira
1. júlí 2000 | Menningarblað/Lesbók | 62 orð | 1 mynd

Kristnitökuhraunið

Á 1000 ára afmæli kristni í landinu er rifjuð upp frásögn Kristnisögu um jarðeld í Ölfusi og þótti sumum engin undur að goðin reiddust. Meira
1. júlí 2000 | Menningarblað/Lesbók | 92 orð | 1 mynd

Metverð fyrir Degas

BRONSSKÚLPTÚRINN á myndinni, "Petite Danseuse de quatorze ans", sem má útleggja sem "14 ára dansari", eftir franska 19. aldar-listamanninn Edgar Degas seldist fyrir metverð á uppboði hjá Sotheby's nú í vikunni. Meira
1. júlí 2000 | Menningarblað/Lesbók | 827 orð | 4 myndir

NORÐAN VATNAJÖKULS

Stórbrotin náttúra einkennir þetta stærsta óbyggða víðerni Evrópu. Svæðið hefur mikið aðdráttarafl fyrir þá sem unna útivist og ferðalögum um hálendi Íslands og þar er náttúran í efsta stigi með stærsta jökul Evrópu í bakgrunninum. Meira
1. júlí 2000 | Menningarblað/Lesbók | 399 orð

NÆSTU VIKU

MYNDLIST Árbæjarsafn: Saga Reykjavíkur - frá býli til borgar, í húsinu Lækjargötu 4. Sýningin er unnin í samvinnu við Reykjavík Menningarborg Evrópu árið 2000. Árnastofnun, Árnagarði: Hátíðarsýning handrita við árþúsundamót. Meira
1. júlí 2000 | Menningarblað/Lesbók | 98 orð | 1 mynd

Samruni samofinna forma

ENSKI listmálarinn Alan James opnar sýningu á málverkum sínum í dag kl. 14 í sýningarsal Listamiðstöðvarinnar í Straumi v/Reykjanesbraut. Alan James hefur undanfarna mánuði unnið að verkum sínum í gestavinnustofu Straums. Meira
1. júlí 2000 | Menningarblað/Lesbók | 1172 orð | 2 myndir

TIL ÞESS AÐ ÞAÐ SÉ LÍF VERÐUR AÐ VERA LJÓS

Á Kristnihátíð á aðalsviðinu í dag klukkan 14 verður fluttur helgileikur eftir þá Hjálmar H. Ragnarsson og Kristján Val Ingólfsson sem nefnist Sálmar um lífið og ljósið. Flytjendur eru barnakórar víðsvegar að á landinu, karlakór og Skólahljómsveit Kópavogs auk dansara úr Listdansskóla Íslands. ÞORVARÐUR HJÁLMARSSON spjallaði við Kristján Val um verkið, tilurð þess og flutning. Meira
1. júlí 2000 | Menningarblað/Lesbók | 149 orð

TIL ÞÍN

Ég geysist áfram og fjarlægist réttilega hið ranga, tómið, óskýrleikann. Ég er gæfuríkur riddari sem ferðast, mæni í sérhverja ráðgátu af logandi þrá, og vinn orrustur með vonina eina fulltingis. Meira
1. júlí 2000 | Menningarblað/Lesbók | 1066 orð | 1 mynd

ÚRKOMA

Margt er það sem gerir úrkomumælingar óvissar. Hér skulum við láta alla þá óvissu liggja milli hluta að öðru leyti en því að á árunum 1948 til 1964 voru svonefndar vindhlífar settar á íslenska úrkomumæla. Meira
1. júlí 2000 | Menningarblað/Lesbók | 115 orð

ÚR SÓLARLJÓÐUM

Sól eg sá, sanna dagstjörnu, drjúpa dynheimum í; en Heljar grind heyrðag á annan veg þjóta þunglega. Sól eg sá setta dreyrstöfum; mjög var eg þá úr heimi hallur; máttug hún leizt á marga vegu, frá því er fyrri var. Meira
1. júlí 2000 | Menningarblað/Lesbók | 44 orð | 1 mynd

Vígðalaug

á Laugarvatni er í kastljósi dagsins í tilefni kristnitökuafmælisins. Meira
1. júlí 2000 | Menningarblað/Lesbók | 1506 orð | 3 myndir

VÍGÐALAUG Á LAUGARVATNI

Laugin var full af sandi og leðju 1932 þegar Ragnar Ásgeirsson hreinsaði hana og lagði snyrtilegan garð umhverfis. Þá kom í ljós að laugin var hlaðin að innan og með steinlögðum botni. Að líkindum hefur hún litlum eða engum breytingum tekið síðan Norðlendingar og Sunnlendingar voru skírðir þar sumarið 1000. Meira
1. júlí 2000 | Menningarblað/Lesbók | 79 orð

VORSTEMMNING

Nú glæðist allt um láð og lög og léttist sérhvert spor, lífið breytir brátt um svip, því bráðum kemur vor. Fuglasöngur fyllir loftin fögur, skær og himinblá. Fossinn raular söngva sína í silfurtærri á. Meira
1. júlí 2000 | Menningarblað/Lesbók | 1134 orð

ÞEIR SEM GUÐIRNIR ELSKA...

Hvað er það sem allir vilja verða en enginn vill vera? Þannig hljóðar gáta sem ég heyrði í bernsku minni. Svarið er - gamall. Flestir vilja ná háum aldri en fæstir geta hugsað sér að verða gamalmenni. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.