Greinar fimmtudaginn 17. maí 2001

Forsíða

17. maí 2001 | Forsíða | 213 orð

Berlusconi ræðir við forsetann

SILVIO Berlusconi, sigurvegari kosninganna á Ítalíu, átti tveggja klukkustunda fund með forsetanum Carlo Azeglio Ciampi í Róm í gær. Þeir ræddu saman um væntanlega stjórnarmyndun en hvorugur vildi tjá sig við fréttamenn eftir fundinn. Meira
17. maí 2001 | Forsíða | 93 orð | 1 mynd

Castro í heimsreisu

FIDEL Castro Kúbuleiðtogi lauk í gær heimsókn sinni til Sýrlands og flaug til Líbýu, þar sem hann átti í gærkvöld fund með leiðtoga landsins, Moammar Gaddafi. Meira
17. maí 2001 | Forsíða | 201 orð | 1 mynd

Ísraelar biðjast afsökunar á morðum

ÍSRAELSSTJÓRN baðst í gær afsökunar á morðum fimm palestínskra lögreglumanna á mánudag og sagði þau hafa verið mistök. Palestínsku lögreglumennirnir voru myrtir á lögreglustöð nálægt Ramallah á Vesturbakkanum snemma á mánudagsmorgun. Meira
17. maí 2001 | Forsíða | 177 orð

Ólíklegt að skæruliðar virði lokafrest

ALBANSKIR skæruliðar réðust gegn stjórnarhermönnum við tvö þorp í norðurhluta Makedóníu í gærmorgun og stóðu átökin fram eftir morgni. Makedóníustjórn hefur gefið skæruliðum frest til hádegis í dag til að leggja niður vopn eða hverfa aftur til Kosovo. Meira
17. maí 2001 | Forsíða | 112 orð

Snerist og hrapaði logandi

ALLIR farþegar og áhöfn tyrkneskrar herflugvélar, 34 manns, fórust þegar vélin hrapaði til jarðar í gær í Malatya í Austur-Tyrklandi. Meira
17. maí 2001 | Forsíða | 102 orð

Viðskiptahömlum á Írak verði aflétt

BANDARÍKJAMENN og Bretar staðfestu í gær að þeir myndu leggja til við öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að hömlum á innflutning vara til Íraks verði aflétt. Enn yrði þó bannað að flytja vopn og önnur hergögn til landsins. Meira

Fréttir

17. maí 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 285 orð | 1 mynd

180 krakkar vilja betri hjólabrettapall

LÍNUSKAUTA- og hjólabrettakrakkar í Mosfellsbæ hafa farið fram á það við bæjaryfirvöld að fá betri aðstöðu í bænum og hafa um 180 krakkar undirritað áskorun þess efnis. Meira
17. maí 2001 | Miðopna | 230 orð

Afskiptum stjórnvalda harðlega mótmælt

MIÐSTJÓRN ASÍ samþykkti á fundi sínum í gær ályktun þar sem lagasetningu á kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna er harðlega mótmælt og telur miðstjórnin að lagasetningin sé brot á Stjórnarskrá Íslands, mannréttindasáttmála Evrópu og samþykktum... Meira
17. maí 2001 | Innlendar fréttir | 92 orð | 1 mynd

Annir framundan

EKKI fer á milli mála að annir eru framundan á Alþingi þegar dagskrá 127. fundar, sem hefst kl. 10.30 í dag, er skoðuð. Alls eru 56 mál á dagskrá, þar af mörg stórmál. Meðal þess sem á að ræða í 2. Meira
17. maí 2001 | Innlendar fréttir | 465 orð

Áfram verður að sækja í stóriðjumálunum

EFNAHAGSMÁL og áform stjórnvalda í stóriðjumálum voru í nokkrum brennidepli í almennum stjórnmálaumræðum á eldhúsdegi á Alþingi í gærkvöldi. Meira
17. maí 2001 | Innlendar fréttir | 400 orð | 1 mynd

Án samninga í sjö mánuði

SJÚKRALIÐAR sem starfa hjá Landspítala - háskólasjúkrahúsi fjölmenntu í gær í húsakynni ríkissáttasemjara og afhentu þar formanni samninganefndar ríkisins bréf sem stílað var á fjármálaráðherra, en í bréfinu er ráðherra hvattur til þess að gera allt sem... Meira
17. maí 2001 | Erlendar fréttir | 140 orð

Bandaríkin sökuð um "ögranir"

SENDIMAÐUR Bandaríkjastjórnar, James Kelly aðstoðarutanríkisráðherra, fór í gær frá Kína eftir árangurslausa tilraun til að fá þarlenda ráðamenn til að styðja áform George W. Meira
17. maí 2001 | Innlendar fréttir | 126 orð

Bankamenn leggja aukna áherslu á menntun

Á 41. ÞINGI Sambands íslenskra bankamanna (SÍB) var samþykkt að stofna menntunarsjóð sem hefur að markmiði að niðurgreiða menntunarkostnað félagsmanna. Meira
17. maí 2001 | Innlendar fréttir | 29 orð

Bátasýning á Dalbraut

DIÐRIK Jónsson, Dalbraut 27, fæddur 1914, sýnir bátasmíði sína frá undanförnum árum á Dalbraut 27. Sýningin verður opnuð föstudaginn 18. maí nk. og verður opin virka daga frá... Meira
17. maí 2001 | Suðurnes | 866 orð | 2 myndir

Betra hótel í dag en það var í gær

UNNIÐ hefur verið að endurbótum á Hótel Keflavík í vetur. Hótelið er nú komið í hátíðarbúning enda eru í dag fimmtán ár frá því það var opnað. Meira
17. maí 2001 | Innlendar fréttir | 168 orð | 1 mynd

BRYNJÓLFUR JÓNSSON

BRYNJÓLFUR Jónsson, skipstjóri, er látinn 102 ára að aldri, en hann var einn af elstu núlifandi Íslendingum. Brynjólfur fæddist þann 17. janúar 1899 að Höfðabrekku í Mýrdal. Hann lauk prófi frá farmannadeild Stýrimannaskólans í Reykjavík árið 1921. Meira
17. maí 2001 | Landsbyggðin | 235 orð | 1 mynd

Bætt aðstaða búrekstrardeildar

BÆNDUR á Suðurlandi og þjónustuaðilar tóku vel boði búrekstrardeildar KÁ og Bújöfurs-Búvéla hf. Meira
17. maí 2001 | Erlendar fréttir | 430 orð | 2 myndir

Eiginkonu Giulianis úthúðað í fjölmiðlum

MIKIL harka hefur færst í skilnaðarmál Rudolphs Giulianis, borgarstjóra New York, og hefur hann þurft að þagga niður í lögfræðingi sínum sem úthúðaði borgarstjórafrúnni í fjölmiðlunum. Meira
17. maí 2001 | Innlendar fréttir | 80 orð

Ekið á níu ára dreng á gangbraut

NÍU ára gamall drengur höfuðkúpubrotnaði þegar jeppa var ekið á hann á gangbraut á Háaleitisbraut í Reykjavík í gærkvöld. Hann var fluttur á Landspítalann í Fossvogi og lagður inn á gjörgæsludeild. Meira
17. maí 2001 | Innlendar fréttir | 584 orð

Enginn þeirra hafði fjárráð til fíkniefnakaupanna

MAÐUR, sem ákærður er fyrir að skipuleggja innflutning á átta kílóum af amfetamíni til landsins í júlí í fyrra, neitaði fyrir dómi í gær að hafa átt nokkurn þátt í innflutningnum. Meira
17. maí 2001 | Innlendar fréttir | 111 orð | 1 mynd

Enn kemur vor í Vigur

ÞÓ að sagt hafi verið að tíminn standi kyrr í eynni Vigur á Ísafjarðardjúpi er það ekki að öllu leyti rétt. Meira
17. maí 2001 | Innlendar fréttir | 282 orð

Erfiðleikar í rekstri Genealogia Islandorum

ERFIÐLEIKAR hafa steðjað að rekstri og efnahag Genealogia Islandorum, að því er kemur fram í yfirlýsingu Tryggva Péturssyni, stjórnarformanni fyrirtækisins. Meira
17. maí 2001 | Innlendar fréttir | 85 orð

Fagnaður hjá '65 árganginum í Réttó

HALDIÐ verður upp á 20 ára útskriftarafmæli nemenda sem útskrifuðust úr Réttarholtsskóla árið 1981 þann 19. maí nk., en í þeim árgangi eru nemendur sem fæddir eru 1965. Fagnaðurinn er haldinn í Versölum í Iðnaðarmannahúsinu, Hallveigarstíg 1. Meira
17. maí 2001 | Suðurnes | 88 orð | 1 mynd

Fimm ættliðir

ÞAÐ er ekki oft sem hægt er að ná fimm ættliðum saman á mynd en það tókst í Grindavík á dögunum. Elín Þóra Sigurbjörnsdóttir langalangamma á orðið fimm langalangömmubörn. Afkomendur hennar eru orðnir 94 og flestir þeirra búa í Grindavík. Meira
17. maí 2001 | Landsbyggðin | 316 orð | 1 mynd

Fleiri riðutilfelli hafa ekki verið greind

SÝNI sem tekin voru úr vanmetafé á bæjum í Hrunamannahreppi vegna gruns um riðuveiki reyndust neikvæð. Þetta kom fram á fjölmennum fundi sem haldinn var í Félagsheimilinu á Flúðum síðastliðið mánudagskvöld. Meira
17. maí 2001 | Innlendar fréttir | 1607 orð | 1 mynd

Fljótsdalshéraðið allt í húfi

Í umfjöllun um væntanlega Kárahnjúkavirkjun á aðalfundi Landverndar á Egilsstöðum kom fram að áhrif hennar eru talin ná um allt Fljótsdalshérað frá strönd til jökla. Jóhannes Tómasson sat fundinn og fylgdist með umræðum um virkjanamál, þjóðgarða, umhverfismál og fleira. Meira
17. maí 2001 | Innlendar fréttir | 522 orð | 1 mynd

Flotinn til veiða í kjölfar lagasetningar Alþingis

RÚMLEGA sex vikna löngu verkfalli sjómanna lauk í gærkvöldi er Alþingi samþykkti lög er banna verkfall sjómannafélaga og verkbann útvegsmanna. Meira
17. maí 2001 | Miðopna | 222 orð | 1 mynd

Frekar dapur með þessa stöðu og tjónið

SKIPVERJAR á þremur frystiskipum Samherja hf., Baldvini Þorsteinssyni EA, Víði EA og Akureyrinni EA, héldu með rútu frá Akureyri suður til Reykjavíkur kl. 20 í gærkvöld, eftir að Alþingi hafði gripið inn í verkfallsdeilu útvegsmanna og sjómanna. Meira
17. maí 2001 | Akureyri og nágrenni | 47 orð

Fuglaskoðunarferð

FERÐAFÉLAG Akureyrar býður upp á fuglaskoðunarferð á laugardaginn, 19. maí. Farið verður um Krossanesborgir, þar sem er mikið og fjölbreytt fuglalíf. Brottför kl 10:00 frá Strandgötu 23. Fararstjóri verður Sverrir Thorstensen og ferðin tekur 2-3 tíma. Meira
17. maí 2001 | Suðurnes | 60 orð

Fylgst með eftirvögnum

LÖGREGLAN á Suðurnesjum beinir sjónum sínum sérstaklega að nagladekkjum, eftirvögnum og notkun reiðhjólahjálma í vikulöngu eftirlitsátaki sem er hafið. Meira
17. maí 2001 | Innlendar fréttir | 253 orð | 1 mynd

Fylgst með Keikó úr þyrlu á hvalaslóð

OCEAN Futures, samtökin bandarísku sem hafa annast Keikó hér við land, hyggjast fylgja Keikó eftir við sunnanverðar Vestmannaeyjar í sumar og hefur í þessum tilgangi verið tekið á leigu nótaveiðiskipið Gandí í Eyjum. Meira
17. maí 2001 | Erlendar fréttir | 204 orð | 1 mynd

Gaddafi sagður gangast við ábyrgð

MOAMMAR Gaddafi, leiðtogi Líbýu, hefur viðurkennt að hann og stjórn hans hafi borið ábyrgð á sprengingu á veitingastað í Berlín 1986 en hún varð þremur mönnum að bana og slasaði um 200 manns. Meira
17. maí 2001 | Innlendar fréttir | 271 orð | 1 mynd

Gengið frá samningi um hreinsun olíunnar úr El Grillo

SAMNINGUR um hreinsun olíunnar sem eftir er í flaki olíuskipsins El Grillo var undirritaður á laugardaginn. Undirritun samningsins fór fram á borgarafundi sem Siv Friðleifsdóttir boðaði til í Herðubreið á Seyðisfirði. Meira
17. maí 2001 | Innlendar fréttir | 357 orð | 2 myndir

Hefur eftirlit með úthafskarfaveiðum

SPÆNSKA herskipið Arnomendi, sem hefur eftirlit með veiðum á úthafskarfa utan íslenskrar landhelgi, út af Reykjaneshrygg, liggur nú við Reykjavíkurhöfn. Meira
17. maí 2001 | Akureyri og nágrenni | 312 orð

Heimamenn bitust um Lindarsíðu en sniðgengu Klettaborg

ÁVEITAN í Sandgerði og Byggingaráðgjafinn í Garðabæ fengu úthlutað sitt hvorum raðhúsareitnum á nýju byggingasvæði við Klettaborg á Akureyri, en þessi félög voru þau einu sem sóttust eftir þessum byggingareitum. Meira
17. maí 2001 | Innlendar fréttir | 74 orð

Heimasíða Lækjarbrekku

VEITINGASTAÐURINN Lækjarbrekka opnaði nýverið vef á veffanginu www.laekjarbrekka.is. Meira
17. maí 2001 | Erlendar fréttir | 286 orð | 1 mynd

Hertar reglur ESB um tóbak samþykktar

Evrópuþingið samþykkti endanlega á þriðjudag strangar reglur Evrópusambandsins sem miða að því að stemma stigu við reykingum og kveða meðal annars á um að prentaðar verði stórar viðvaranir á sígarettupakka. Meira
17. maí 2001 | Miðopna | 574 orð | 1 mynd

Hjólin snúast á fullu eftir helgi

Strax í gærkvöldi var mikil hreyfing á skipaflota landsmanna enda menn í viðbragðsstöðu og tilbúnir að fara á sjó með stuttum fyrirvara, en aðeins var beðið eftir að Stjórnartíðindin með lögum um stöðvun verkfalls sjómannafélaga og verkbanns útvegsmanna kæmu út. Gert er ráð fyrir að fiskvinnslan verði komin á fullt upp úr miðri næstu viku, en vinnsla hefst sums staðar strax í dag. Meira
17. maí 2001 | Erlendar fréttir | 329 orð | 1 mynd

Hugðust hunsa hlutleysi Svía

FLUGVÉLAR Atlantshafsbandalagsins (NATO) voru reiðubúnar til að fljúga um sænska lofthelgi á tímum kalda stríðsins og virða með því að vettugi hlutleysisstefnu Svía og sjálfstæði, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem norska varnarmálaráðuneytið greindi... Meira
17. maí 2001 | Landsbyggðin | 192 orð | 1 mynd

Hús Samgöngusafns rís í Skógum

LÍMTRÉ hf. hóf að reisa hús Samgöngusafns Íslands þann 9. maí við Byggðasafnið í Skógum. Á staðnum var átta manna vinnuflokkur Límtrés undir stjórn Kára Arnórssonar verkstjóra með tveimur byggingarkrönum frá Gunnari Jónssyni ehf. Meira
17. maí 2001 | Innlendar fréttir | 511 orð

Hyggst krefja stofnunina svara að nýju

GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráðherra er ekki sáttur við niðurstöðu þeirrar rannsóknar sem hann bað Samkeppnisstofnun um að vinna um verðmyndun innflutts grænmetis. Meira
17. maí 2001 | Landsbyggðin | 560 orð | 2 myndir

Höllin á vatnstankinum opnuð í Eyjum

RÁÐSTEFNU- og veisluhúsið Höllin var vígt á vatnstankinum á Löngulá í Vestmannaeyjum fyrir skömmu. Meira
17. maí 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 214 orð

Í höndum rekstraraðila að gæta hreinlætis

BÆJARRÁÐI Kópavogs hefur borist í hendur bréf frá íbúum á Hlíðarvegi 27, 29 og 29A þar sem bornar eru upp kvartanir vegna hávaða og óþrifnaðar við söluturninn Hvammsval sem er á neðri hæð hússins að Hlíðarvegi 29. Meira
17. maí 2001 | Erlendar fréttir | 210 orð

Kafað eftir sjaldgæfum peningum

DANSKIR og færeyskir kafarar leita nú að kössum, sem talið er að innihaldi 260.000 sjaldgæfa, danska myntpeninga, í flaki breska skipsins Sauternes á botni Fugløyarfjarðar í Færeyjum. Meira
17. maí 2001 | Miðopna | 563 orð

Lagasetningin pöntuð af útgerðarmönnum

SÆVAR Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir að niðurstaðan á Alþingi sé vonbrigði. Það sé alveg ljóst að eftir þessu hafi útgerðarmenn beðið og þetta hafi verið gert eftir pöntun frá þeim. Meira
17. maí 2001 | Innlendar fréttir | 133 orð

Leggja til að bankastjórinn verði einn

ANNARRI umræðu um frumvarp forsætisráðherra um breytingar á lögum um Seðlabanka Íslands lauk á Alþingi í gær og var frumvarpið samþykkt til þriðju umræðu með breytingum frá efnahags- og viðskiptanefnd. Meira
17. maí 2001 | Innlendar fréttir | 414 orð

Leikskólabörnum fækkar milli ára

17. maí 2001 | Akureyri og nágrenni | 314 orð

Lengi verið beðið eftir því að bæta aðstöðuna í safninu

FRAMKVÆMDARÁÐ Akureyrar samþykkti á fundi sínum í vikunni að taka tilboði SS Byggis í framkvæmdir við Amtsbókasafnið. Um er að ræða framkvæmdir við nýbyggingu safnsins, breytingar á eldra húsnæði og frágang á lóð. Meira
17. maí 2001 | Innlendar fréttir | 67 orð | 1 mynd

Lést af slysförum í Svíþjóð

VIGNIR Sveinsson lést af slysförum í Svíþjóð mánudaginn 14. maí. Vöruflutningabifreið sem Vignir ók fór út af veginum rétt utan við Jönköping en ekki er vitað um tildrög slyssins. Talið er að hann hafi látist samstundis. Vignir fæddist 6. mars 1955. Meira
17. maí 2001 | Innlendar fréttir | 89 orð

Lið Árskóga vann bæði gull og silfur

FÉLAGS- og þjónustumiðstöðin í Árskógum hefur á að skipa harðsnúinni sveit karla og kvenna sem stunda boccia. Þann 17. apríl var haldin bocciakeppni í Laugardalshöll á vegum áhugafólks um íþróttir aldraðra. Meira
17. maí 2001 | Innlendar fréttir | 37 orð

Lokapredikanir

LOKAPREDIKANIR í guðfræðideild Háskóla Íslands verða föstudaginn 18. maí nk. Meira
17. maí 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 510 orð | 1 mynd

Lóðum úthlutað fyrir 555 íbúðir

EMBÆTTI borgarverkfræðings hefur auglýst eftir umsóknum um byggingarrétt fyrir 360 íbúðir í Grafarholti en þar fyrir utan verður úthlutað lóðum fyrir tæplega 200 íbúðir á svæðinu. Aldrei fyrr hefur jafnmörgum lóðum verið úthlutað í einu lagi í Reykjavík. Meira
17. maí 2001 | Landsbyggðin | 283 orð | 1 mynd

Málmverk á veröndinni

UM helgina sýndi Elínborg Kjartansdóttir málmlistamaður verk sín á Café Nielsen á Egilsstöðum. Á sýningunni voru koparristur, skartgripir og skúlptúrar. Elínborg vinnur einkum úr kopar/eir og messing. Meira
17. maí 2001 | Innlendar fréttir | 124 orð

Meistaraverkefni í rafmagns- og tölvuverkfræði

HJÖRDÍS Sigurðardóttir heldur fyrirlestur um verkefni sitt til meistaraprófs í rafmagns- og tölvuverkfræði föstudaginn 18. maí kl. 13:30. Verkefnið heitir "Þekkingarleit í heilbrigðisgögnum með tengslagreiningu". Meira
17. maí 2001 | Innlendar fréttir | 134 orð

Meistaraverkefni í véla- og iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands

MUTHAFAR Emeish heldur fyrirlestur um verkefni sitt til meistaraprófs í véla- og iðnaðarverkfræði föstudaginn 18. maí nk. kl. 15:00. Verkefnið heitir "Simulation of Heating Systems in Jordanian Buildings". Meira
17. maí 2001 | Innlendar fréttir | 748 orð | 1 mynd

Mjög alvarlegur hrörnunarsjúkdómur

Björg Kjartansdóttir fæddist 23. júlí 1950 í Reykjavík. Hún lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Vesturbæjar. Hún hefur lengst af unnið hjá Búnaðarbanka Íslands og hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Nú rekur hún eigið fyrirtæki, Greenhouse, sem selur fatnað. Björg er gift Friðsteini G. Jónssyni flugstjóra. Björg eignaðist þrjú börn í fyrra hjónabandi en eitt þeirra er látið. Meira
17. maí 2001 | Innlendar fréttir | 265 orð

Mótmæla athugasemdum Landsvirkjunar

NÁTTÚRUVERNDARSAMTÖK Íslands hafa sent frá sér eftirfarandi athugasemd: "Á kynningarfundi Norsk Hydro um Kárahnúkavirkjun og Reyðarál, sem haldinn var í Osló þann 11. maí sl. Meira
17. maí 2001 | Innlendar fréttir | 144 orð

Námskynningar í Háskóla Íslands

FLESTAR deildir Háskóla Íslands efna til eigin námskynninga á næstu dögum. Að sögn Halldóru Tómasdóttur, kynningarstjóra hjá háskólanum, verða þessar kynningar smærri í sniðum en stóra námskynningin sem var 1. apríl sl. Meira
17. maí 2001 | Innlendar fréttir | 40 orð | 1 mynd

Nýr framkvæmdastjóri SKB

STJÓRN Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna, SKB, hefur ráðið Rósu Guðbjartsdóttur í starf framkvæmdastjóra félagsins og tekur hún við starfinu af Þorsteini Ólafssyni. Meira
17. maí 2001 | Landsbyggðin | 151 orð

Ný vefsíða um Vesturland opnuð

VEFSÍÐAN www.west.is verður opnuð fimmtudaginn 24. maí kl. 14.00 en hún er á vegum Upplýsinga- og kynningamiðstöðvar Vesturlands við Brúartorg í Borgarnesi. Meira
17. maí 2001 | Innlendar fréttir | 44 orð

Olíuflekkur við Keflavík

LANDHELGISGÆSLUNNI var í gærkvöld tilkynnt um mikinn olíuflekk í sjónum, sem náði óslitið frá Keflavík að Garðskaga. Sögðu tilkynnendur, áhöfn skips, að jafnvel þar sæi ekki fyrir endann á flekknum. Meira
17. maí 2001 | Innlendar fréttir | 123 orð | 1 mynd

Óvenjumikið af hnúfubak í Skjálfandaflóa

ÓVENJUMIKIÐ hefur verið af hnúfubak í Skjálfandaflóa að undanförnu. Meira
17. maí 2001 | Innlendar fréttir | 141 orð | 1 mynd

Óvenjumikil snjósöfnun á Mýrdalsjökli

SNJÓSÖFNUN á Mýrdalsjökli í vetur var sem nemur 11 metrum og er þetta meira en jarðvísindamenn höfðu átt von á. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur var á jöklinum um síðustu helgi ásamt fleiri vísindamönnum og öðrum jöklaförum. Meira
17. maí 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 696 orð | 1 mynd

"Fyrsta skrefið að viðurkenna óttann"

ÞEIR sem einhverra hluta vegna eru ragir við að fara á hestbak ættu að hafa samband við Sigrúnu Sigurðardóttur, því hún hefur í nokkur ár boðið upp á námskeið á höfuðborgarsvæðinu þar sem fólk hefur getað yfirstígið þann ótta með aðstoð hennar. Meira
17. maí 2001 | Innlendar fréttir | 43 orð | 1 mynd

"Hreiðrað" um sig

NÁBÝLIÐ við manninn gefur kost á nýstárlegum hreiðurstæðum. Hér hefur fugl "hreiðrað" um sig í ljósastaur, sem má muna sinn fífil fegri, og skimar hreykinn um veröld víða enda hreiðurstæðið hentugt. Meira
17. maí 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 195 orð | 1 mynd

"Rækjan er aðeins betri"

ÞÆR voru búnar af fá tvo silunga, þegar blaðamaður rak augun í þær á lítilli brú í Hafnarfirði á dögunum, þar sem þær stóðu óþreytandi og fylgdust með því hvort flotholtið tæki dýfu, sem hefði þá verið órækt merki um enn einn silunginn, nartandi í... Meira
17. maí 2001 | Akureyri og nágrenni | 182 orð

"Tíminn er að hlaupa frá okkur"

SAMNINGANEFND Starfsmannafélags Akureyrarbæjar bíður þess að setjast að samningaborðinu með launanefnd sveitarfélaga að nýju. Meira
17. maí 2001 | Landsbyggðin | 206 orð | 1 mynd

"Öðruvísi ball á Breiðinni"

LIONSKLÚBBURINN Eðna á Akranesi stóð fyrir "Öðruvísi balli á Breiðinni" í fjáröflunarskyni. Sjö manna stórhljómsveit af Skaganum ásamt fjórum söngvurum sá um að halda uppi fjörinu og gáfu þau öll vinnu sína. Meira
17. maí 2001 | Innlendar fréttir | 151 orð

Rammi að samkomulagi liggi fyrir í júnímánuði

MÁL hafa þokast áfram í viðræðum fulltrúa Norðuráls, Landsvirkjunar og stjórnvalda um fyrirhugaða stækkun álversins á Grundartanga. Meira
17. maí 2001 | Innlendar fréttir | 414 orð | 1 mynd

Ráðherra hvetur til kvikmyndagerðar á Íslandi

VALGERÐUR Sverrisdóttir viðskiptaráðherra var stödd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í fyrradag og var tilefnið var að kynna í sérstakri móttöku nýju lögin um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi. Meira
17. maí 2001 | Suðurnes | 71 orð

Ráðið í starf umhverfisstjóra í Vogunum

HREPPSNEFND Vatnsleysustrandarhrepps samþykkti á síðasta fundi sínum að ráða umhverfisstjóra og nýjan tómstundafulltrúa. Starf umhverfisstjóra er nýtt hjá Vatnsleysustrandarhreppi. Meira
17. maí 2001 | Erlendar fréttir | 60 orð | 1 mynd

Ráðstefna um börn

Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands, og Carol Bellamy, framkvæmdastjóri Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNICEF), fyrir framan veggspjald með myndum af höndum barna í Berlín í gær. Meira
17. maí 2001 | Innlendar fréttir | 147 orð

Ráðstefna um börn, áföll og missi

STÉTTARFÉLAG íslenskra félagsráðgjafa heldur ráðstefnu um börn, áföll og missi föstudaginn 18. maí á Grand hóteli frá kl. 9.00-16.15. Aðalfyrirlesari er Dr. Phyllis R. Meira
17. maí 2001 | Innlendar fréttir | 1250 orð | 1 mynd

Reksturinn var orðinn of flókinn

Baugur eignaðist nýverið rúman 20% hlut í breska fyrirtækinu Arcadia Group, sem rekur nokkrar keðjur tískuverslana. Soffía Haraldsdóttir hitti Stuart Rose, forstjóra Arcadia, að máli og fékk upplýsingar um félagið. Meira
17. maí 2001 | Innlendar fréttir | 218 orð

Rekstur Kjötmjöls hf. enn í óvissu

VERKSMIÐJAN Kjötmjöl hf. í Ölfusi, sem framleiðir kjötmjöl úr sláturafgöngum dýra, hefur enn ekki getað selt afurðir sínar eftir að bann var sett á sölu kjötmjöls til skepnufóðurs sl. vetur í kjölfar gin- og klaufaveikifaraldurs í Evrópu. Meira
17. maí 2001 | Akureyri og nágrenni | 97 orð | 1 mynd

Róa um Pollinn á góðviðrisdögum

HJÓNIN Jakobína og Haraldur nota tímann frá vori og fram á haust til að róa á skektu sinni um Pollinn og falla fáir dagar úr. Meira
17. maí 2001 | Innlendar fréttir | 91 orð

Rætt um jarðskjálfta á Oddastefnu

ÁRLEG ráðstefna Oddafélagsins, Oddastefna, verður haldin laugardaginn 19. maí nk. að Laugalandi í Holtum kl. 14-17. Á ráðstefnunni verður fjallar um Suðurlandsskjálftana sumarið 2000. Erindi flytja Freysteinn Sigurðsson og Elsa G. Meira
17. maí 2001 | Akureyri og nágrenni | 132 orð

Rætt um sorg og sumar

SÍÐASTI fyrirlestur vetrarins hjá Samhygð verður n.k. fimmtudagskvöld kl. 20.00 í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Þá mun sr. Gunnar Rúnar Matthíasson sjúkrahússprestur flytja fyrirlestur er hann nefnir Sorgin og sumartíminn. Meira
17. maí 2001 | Innlendar fréttir | 113 orð

Rætt um öryggis- og varnarmálastefnu

HALLDÓR Ásgrímsson utanríkisráðherra sat tvo fundi utanríkisráðherra Evrópusambandsins og samstarfsríkja þess sl. þriðjudag þar sem fjallað var um framkvæmd sameiginlegrar öryggis- og varnarmálastefnu ESB. Meira
17. maí 2001 | Erlendar fréttir | 481 orð | 1 mynd

Sagður reka ráðuneytið eins og kirkju

BIBLÍU- og bænastundin hefst stundvíslega klukkan átta að morgni undir handleiðslu John D. Ashcrofts, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna. Meira
17. maí 2001 | Innlendar fréttir | 47 orð

Samfylkingarfélag stofnað á Grundarfirði

STOFNFUNDUR Samfylkingarfélags á Snæfellsnesi verður haldinn í Krákunni í Grundarfirði fimmtudaginn 17. maí kl 20.30 Á dagskrá verða tillögur að lögum félagsins, kosningar og almenn stjórnmálaumræða. Meira
17. maí 2001 | Landsbyggðin | 129 orð | 1 mynd

Samið um "Vistvernd í verki"

SKRIFAÐ var undir samning milli bæjarstjórnar Austur-Héraðs og Landverndar um aðild sveitarfélagsins að verkefninu Vistvernd í verki á aðalfundinum. Meira
17. maí 2001 | Innlendar fréttir | 190 orð

Samningur um aðgang Íslands að gagnasöfnum

EINAR Sigurðsson landsbókavörður undirritaði 9. apríl sl., fyrir hönd menntamálaráðuneytisins, samning við Data Downlink Corporation um aðgang Íslendinga að gagnasöfnunum Portal B* og .xls. Meira
17. maí 2001 | Innlendar fréttir | 1009 orð | 2 myndir

Sjávarútvegsráðherra segir verið að verja þjóðarheill

ALÞINGI samþykkti á sjötta tímanum í gærkvöldi frumvarp til laga um kjaramál fiskimanna og fleira, en með því er stöðvað með lögum verkfall sjómannafélaga og verkbann útvegsmanna. Var frumvarpið samþykkt að viðhöfðu nafnakalli með 33 atkvæðum gegn 20. Meira
17. maí 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 648 orð | 1 mynd

Sjö nýir skólar í byggðinni undir Úlfarsfelli

GERT verður ráð fyrir sjö lóðum fyrir skóla í nýrri byggð undir hlíðum Úlfarsfells í Höllum og Hamrahlíðarlöndum. Bókun þessa efnis var samþykkt í fræðsluráði síðastliðinn mánudag. Meira
17. maí 2001 | Innlendar fréttir | 153 orð

Sjö skólar undir Úlfarsfelli

GERT verður ráð fyrir sjö lóðum fyrir skóla í nýrri byggð undir hlíðum Úlfarsfells í Halla- og Hamrahlíðarlöndum. Meira
17. maí 2001 | Suðurnes | 94 orð

Skólanefndirnar sameinaðar í eina

HREPPSNEFND Gerðahrepps hefur ákveðið að sameina skólanefndir sveitarfélagsins í eina nefnd, skólanefnd Gerðahrepps. Meira
17. maí 2001 | Innlendar fréttir | 232 orð | 1 mynd

Skráning hafin í sumarbúðirnar Ástjörn

Í SKÓGIVÖXNUM þjóðgarði skammt frá Ásbyrgi í Kelduhverfi eru sumarbúðirnar Ástjörn. Þar hafa verið sumarbúðir í meira en 50 ár. Frá 18. júní - 18. ágúst munu 6-12 ára drengir og stúlkur dvelja þar og 19.-25. ágúst verður unglingavika fyrir 13-16 ára. Meira
17. maí 2001 | Miðopna | 330 orð

Sorglegt að fá ekki að semja um kaup og kjör

GRÉTAR Mar Jónsson, forseti Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, segir sorglegt að sjómenn skuli ekki fá að semja um kaup sitt og kjör, án þess að til lagasetninga þurfi að koma á deilur við útgerðarmenn. Meira
17. maí 2001 | Erlendar fréttir | 651 orð | 1 mynd

Stefnuskrár með ólíku sniði

TONY Blair, forsætisráðherra og leiðtogi Verkamannaflokksins, kynnti í í gær stefnuskrá flokks síns til næstu tíu ára. Einnig hér brá hann út af venjunni, kynnti ekki stefnuskrána í höfuðstöðvum flokksins í London, heldur í Birmingham. Meira
17. maí 2001 | Erlendar fréttir | 314 orð

Storkurinn yfirgefur Dani

DANIR standa nú frammi fyrir þeirri köldu staðreynd að engir storkaungar munu klekjast úr eggjum þetta árið í Danmörku í fyrsta sinn í 500 ár. Meira
17. maí 2001 | Innlendar fréttir | 140 orð | 1 mynd

Sungið á sjúkrahúsinu

ÞAÐ VAR kátt á hjalla á Barnaspítala Hringsins í gær þegar leikarar úr söngleiknum Syngjandi í rigningunni heimsóttu krakkana. Meira
17. maí 2001 | Erlendar fréttir | 450 orð | 1 mynd

Tekur Yu-Gi-Oh við af Pokémon?

TVEIMUR árum eftir að Pokémon-æðið reið yfir Bandaríkin - fangaði athygli barna og lagði undir sig fjölskyldulífið - er næsta japanska æðið á leiðinni. Meira
17. maí 2001 | Suðurnes | 94 orð

Tillaga um Odd Thorarensen

BÆJARRÁÐ Grindavíkur hefur lagt til við bæjarstjórn að Oddur Thorarensen, 43 ára byggingartæknifræðingur sem búsettur er í Noregi, verði ráðinn byggingarfulltrúi. Meira
17. maí 2001 | Höfuðborgarsvæðið | 116 orð

Umsóknir um stöður skólastjóra

RÁÐIÐ verður í stöður skólastjóra í Laugarnes- og Selásskóla frá og með fyrsta ágúst næstkomandi. Meira
17. maí 2001 | Innlendar fréttir | 90 orð

Uppákoma í Menntaskólanum við Sund

STYRKUR unga fólksins verður með uppákomu í Menntaskólanum við Sund á morgun, föstudaginn 18. maí. Er félagið alltaf með opið hús á föstudagskvöldum kl. 21:00 í MS og þennan föstudag koma margir íslenskir listamenn fram. Meira
17. maí 2001 | Innlendar fréttir | 1195 orð

Upplýst umræða talin mikilvæg

Áherslur Samtaka atvinnulífsins, SA, í Evrópumálum voru ræddar á aðalfundi samtakanna. Formaður SA segir að stjórnvöld og hagsmunasamtök verði að hefjast handa við skilgreiningu samningsmarkmiða Íslands vegna hugsanlegrar aðildarumsóknar. Meira
17. maí 2001 | Landsbyggðin | 148 orð | 2 myndir

Útivinna í Hafralækjarskóla

ÞAÐ var mikið um að vera á lóðinni við Hafralækjarskóla í síðustu viku þegar allir sem vettlingi gátu valdið í 10. bekk skólans fóru út með kennurum sínum til þess að laga til og tína rusl. Meira
17. maí 2001 | Landsbyggðin | 65 orð | 1 mynd

Vetrarstarfinu slitið

SUNNUDAGASKÓLAR frá Fellabæ, Egilsstöðum, Seyðisfirði og Fjarðarbyggð komu saman nýlega í í Kirkjumiðstöðinni á Eskifirði til að slíta vetrarstarfinu og er þetta í fyrsta skipti sem þetta er gert. Það var byrjað inni í kirkjunni með söng og bænum. Meira
17. maí 2001 | Innlendar fréttir | 139 orð

Vinnubúðum í Vatnsfelli ekki lokað

GENERAL Electric Canada International Inc., sem hefur verkþátt við Vatnsfellsvirkjun, hefur gert athugasemd við frétt sem höfð var eftir Guðmundi Gunnarssyni, formanni Rafiðnaðarsambands Íslands, í Morgunblaðinu 13. maí sl. Meira
17. maí 2001 | Innlendar fréttir | 270 orð

Vinnumarkaðurinn í jafnvægi

VINNUMARKAÐURINN er í jafnvægi samkvæmt atvinnukönnun Þjóðhagsstofnunar og er þetta í fyrsta skipti frá árinu 1996 sem atvinnurekendur vilja ekki bæta við sig starfsfólki í aprílmánuði. Meira
17. maí 2001 | Akureyri og nágrenni | 149 orð

Vinstri-grænir bjóða fram á Akureyri

ÁKVEÐIÐ var á aðalfundi Akureyrardeildar Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í fyrrakvöld að bjóða fram lista við sveitarstjórnarkosningarnar á Akureyri á næsta ári. Meira
17. maí 2001 | Landsbyggðin | 121 orð | 1 mynd

Víðavangshlaup Fram

FLJÓTLEGA eftir að krían sést á hverju vori hefjast víðavangshlaup ungmennafélagsins Fram á Skagaströnd. Þrisvar sinnum eru hlaupnir sprettir um götur bæjarins og er keppt í nokkrum aldursflokkum. Meira
17. maí 2001 | Landsbyggðin | 75 orð | 1 mynd

Vífilfell styrkir ÍBV

Fyrir skömmu skrifuðu forráðamenn knattspyrnudeildar ÍBV og Vífilfells undir tímamótasamning sem hljóðar þannig að Eyjamenn fá 5 krónur af hverjum seldum lítra af Coca Cola í Vestmannaeyjum. Meira
17. maí 2001 | Miðopna | 481 orð

Vonbrigði að ná ekki samningum við fleiri

FRIÐRIK J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir það vonbrigði og sorglega niðurstöðu að ná ekki samningum við fleiri félög sjómanna en Vélstjórafélagið. Meira
17. maí 2001 | Innlendar fréttir | 56 orð

Vorgleði VG í Kópavogi

VINSTRI-grænir í Kópavogi efna til vorfundar á Kaffi Catalínu í Hamraborg 11 nk. föstudagskvöld 18. maí kl. 20:30. Meira
17. maí 2001 | Landsbyggðin | 91 orð | 1 mynd

Vorverkin hjá Vegagerðinni

STARFSMENN vegagerðarinnar í Vík hafa undanfarna daga verið að gera vegi landsins klára fyrir komandi sumarumferð. Eitt af föstu vorverkunum er að laga göt og kanta á malbikinu. Meira
17. maí 2001 | Innlendar fréttir | 197 orð | 1 mynd

Vörðu sumarbústaðabyggð fyrir eldinum

ALLT að 15 manns unnu fram eftir kvöldi í gær við að hefta útbreiðslu mikils sinuelds í Gnúpverjahreppi. Seint í gærkvöld kom væta úr lofti og tókst mönnum að mestu að ná stjórn á eldinum. Meira
17. maí 2001 | Miðopna | 261 orð | 1 mynd

Þorskaflinn um 41.000 tonnum minni en í fyrra

ÞORSKAFLINN frá 1. september 2000 til 10. maí 2001 var tæplega 132.000 tonn en um 173.000 tonn frá 1. september 1999 til 10. maí 2000, samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu. Munurinn er um 41. Meira
17. maí 2001 | Innlendar fréttir | 103 orð

Þroskahjálp vill félagsþjónustu til sveitarfélaga

LANDSSAMTÖKIN Þroskahjálp harma þá niðurstöðu að lagafrumvarp um félagsþjónustu sveitarfélaga og fylgifrumvörp hafi verið dregin til baka á Alþingi, segir í ályktun frá samtökunum. Meira
17. maí 2001 | Innlendar fréttir | 76 orð

Þroskaþjálfar boða verkföll

FÉLAGAR í Þroskaþjálfafélagi Íslands hafa samþykkt að boða til verkfalls þann 1. júní nk. hjá þroskaþjálfum sem starfa hjá ríki og sveitarfélögum. Einnig hafa þroskaþjálfar sem starfa hjá Reykjavíkurborg boðað til verkfalls á morgun. Meira
17. maí 2001 | Innlendar fréttir | 144 orð

Öryrkjabandalagið lýsir yfir vonbrigðum

EFTIRFARANDI samþykkt var gerð á stjórnarfundi Öryrkjabandalags Íslands þriðjudaginn 15. maí: "Öryrkjabandalag Íslands lýsir vonbrigðum vegna þeirra vanefnda ríkisstjórnarinnar sem fram koma í fyrirhuguðum breytingum á lögum um almannatryggingar. Meira

Ritstjórnargreinar

17. maí 2001 | Leiðarar | 624 orð

BREYTINGAR Á EVRÓPUUMRÆÐU

Áherzla Samtaka atvinnulífsins á Evrópumál á aðalfundi samtakanna á þriðjudag vekur athygli. Meira
17. maí 2001 | Leiðarar | 312 orð

Konur hvattar til forystu

Jafnréttisstofa og Háskóli Íslands standa að námskeiðum í sumar sem einkum er ætlað að undirbúa kvennemendur Háskólans fyrir ábyrgðarstörf á framtíðarstarfsvettvangi þeirra. Á kynningarfundi, sem sagt var frá í Morgunblaðinu sl. Meira
17. maí 2001 | Staksteinar | 324 orð | 2 myndir

Mörður - Too Tricky

Á VEFSÍÐU ungra jafnaðarmanna, Politik.is, er fjallað um viðburði helgarinnar og það reiðarslag sem íslenskir tónlistarmenn í Kaupmannahöfn urðu fyrir. Þar lenti íslenska lagið í neðsta sæti og Íslendingar fengu ársfrí frá þátttöku í Eurovision. Meira

Menning

17. maí 2001 | Fólk í fréttum | 1511 orð | 3 myndir

Áratugur talmyndanna

ÞRIÐJI áratugurinn boðar byltingu, talið kemur til sögunnar. Þessi umskipti hafa legið í loftinu, tilraunir með hljóðsetningu hafnar fyrir allnokkru hjá flestöllum kvikmyndaverunum. M.a. Meira
17. maí 2001 | Fólk í fréttum | 998 orð | 1 mynd

ÁSGARÐUR, Glæsibæ: Dansleikur með Caprí-tríó sunnudagskvöld...

ÁSGARÐUR, Glæsibæ: Dansleikur með Caprí-tríó sunnudagskvöld kl. 20:00 til 23:30. BREIÐIN, Akranesi: Línudansleikur laugardagskvöld kl. 22:00 síðar um kvöldið verður spiluð almenn danslög með. Elsa sér um tónlistina. Meira
17. maí 2001 | Menningarlíf | 160 orð

Brúðkaup Fígarós á Austurlandi 2001

ÓPERUSTÚDÍÓ Austurlands vinnur nú að undirbúningi sýningar á Brúðkaupi Figarós eftir Wolfgang Amadeus Mozart. Óperan verður frumsýnd 10. júní nk. á Eiðum. Þessa dagana fara fram svokallaðar sviðsæfingar, en æft hefur verið markvisst síðan um páska. Meira
17. maí 2001 | Menningarlíf | 294 orð | 1 mynd

Englar alheimsins vinsælasta bókin

ENGLAR alheimsins eftir Einar Má Guðmundsson er vinsælasta íslenska bókin miðað við útlán bókasafna árið 2000. Sagan af bláa hnettinum eftir Andra Snæ Magnason er í öðru sæti og Einar Benediktsson, ævisaga eftir Guðjón Friðriksson í því þriðja. Meira
17. maí 2001 | Fólk í fréttum | 394 orð | 1 mynd

Fjarðafareindir

701, samnefnd plata listamannsins 701. Öll lög eftir Jóa Fr. Aðstoð við samsetningu hulsturs: sChOoLmAzTa, Dísa skvísa, Hr. Theotron X og HSM. Dauðarokk s.m. Ýsafyrðy (svo) gefur út. Meira
17. maí 2001 | Menningarlíf | 1183 orð | 2 myndir

Framtíð íslenskrar menningar

Á ráðstefnunni Menningarlandið - menningarstefna á landsbyggðinni ríkti talsverð bjartsýni eftir hið vænlega upphaf þar sem 16 austfirsk sveitarfélög undirrituðu samstarfssamning við ríkið og annan samning sín á milli um samstarf í menningarmálum. Hávar Sigurjónsson fylgdist með umræðum. Meira
17. maí 2001 | Menningarlíf | 1105 orð | 2 myndir

Frelsið er harður húsbóndi

Fjölbreytt sýning er á veggjum, gólfi og í lofti Listaháskóla Íslands um þessar mundir. Um er að ræða útskriftarverkefni nemenda úr myndlistar- og hönnunardeildum. Þau Margrét Oddný Leópoldsdóttir, Guðmundur Bjarki Guðmundsson og Rósa Sigrún Jónsdóttir spjölluðu við Ingu Maríu Leifsdóttur um sýninguna og framtíðarsýn upprennandi listamanna. Meira
17. maí 2001 | Fólk í fréttum | 303 orð | 1 mynd

Ham hitar upp

"SKO, já, hmmm... það sem ég get sagt núna er að það eru allar líkur á því að við gerum þetta. Meira
17. maí 2001 | Fólk í fréttum | 52 orð | 3 myndir

Hitt húsið rokkar

KUAI er ný rokksveit, framsækin og tilraunaglöð, sem hefur verið að láta að sér kveða undanfarið. Meira
17. maí 2001 | Tónlist | 670 orð

Ísland séð með mið-evrópskum augum

Claudio Puntin: Ýlir, Huldufólk I - Draumur, Huldufólk II - Tæling, Einbúinn, Skerpla, Þeysireið, Vorþankar, Huldufólk III - Hringekja, L'ultimo abbraccio, Leysing, Epilogue. Atli Heimir Sveinsson: Kvæðið um fuglana (úts. Claudio Puntin). Meira
17. maí 2001 | Menningarlíf | 111 orð

Kontrabassi og leikkona í Hveragerði

Í VÖLUNDI, húsi Leikfélags Hveragerðis, verða tónleikar annað kvöld kl. 21, með kontrabassaleikaranum Dean Ferrell og Völu Þórsdóttur leikkonu. Þau hafa sett saman efnisskrá fyrir kontrabassa og leikkonu með ýmiss konar tónlist og glensi. Þar verður m.a. Meira
17. maí 2001 | Menningarlíf | 84 orð | 1 mynd

Kór Átthagafélags Strandamanna heldur í söngferð um Vesturland

KÓR Átthagafélags Strandamanna í Reykjavík heldur í söngferð um Vesturland og Snæfellsnes og verða fyrstu tónleikarnir í Vinaminni, safnaðarheimili Akraneskirkju, annað kvöld, föstudagskvöld, kl 20. Á laugardag verður sungið í Stykkishólmskirkju kl. 13. Meira
17. maí 2001 | Menningarlíf | 62 orð

Myndlist í Te og kaffi

Í TE og kaffi á Laugaveginum stendur yfir myndlistarsýning Grétu Berg. Hún vill undirstrika þessa sýningu með "Ævintýrinu" og segir um sýningu sína: "Ég hef leyft huganum að flæða að því sem verða vill í minni sköpun að þessu sinni. Meira
17. maí 2001 | Menningarlíf | 245 orð | 1 mynd

Níu íslenskir myndlistarmenn sýna í Mílanó

NÍU íslenskir myndlistarmenn taka þátt í alþjóðlegri myndlistarsýningu sem verður opnuð í Mílanó næstkomandi laugardag. Meira
17. maí 2001 | Menningarlíf | 77 orð

Ólafur Gaukur djassar á Múlanum

ÓLAFUR Gaukur gítarleikari leikur þekkt djasslög í djassklúbbnum Múlanum, í kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 21. Múlinn hefur aðsetur sitt í Húsi málarans, Bankastræti 7a. Ólafur hefur komið víða við í tónlistarlífi á Íslandi á liðnum áratugum. Meira
17. maí 2001 | Fólk í fréttum | 57 orð | 3 myndir

Ólsen, ólsen!

UM síðustu helgi, föstudags- og laugardagskvöld, trylltu Stefán Jónsson og félagar í Lúdó- sextett lýðinn á Kringlukránni. Meira
17. maí 2001 | Menningarlíf | 78 orð | 1 mynd

PÁLL Ísólfsson - "Complet Original piano...

PÁLL Ísólfsson - "Complet Original piano music " nefnist einleiksdiskur Nínu Margrétar Grímsdóttur píanóleikara. Diskurinn inniheldur fyrstu heildarútgáfu frumsaminna píanóverka dr. Meira
17. maí 2001 | Kvikmyndir | 330 orð

Pokémon enn og aftur

Leikstjórn: Michael Haigney. Handrit: Norman J. Grossfeld og Michael Haigney. 74 mín. Warner Bros 2001. Meira
17. maí 2001 | Fólk í fréttum | 535 orð | 2 myndir

Polanski og ungar meyjar

FILMUNDUR hefur unnið ötullega að því að kynna leikstjórann Roman Polanski það sem af er þessu ári og nú heldur hann ótrauður áfram og sýnir stórmyndina Tess frá 1979. Meira
17. maí 2001 | Fólk í fréttum | 93 orð | 1 mynd

Puttaferðalangur lagður af stað til stjarnanna

HÖFUNDUR hinna geysivinsælu vísindaskáldsögu- og grínbókaraðar Hitchhiker's Guide To The Galaxy , Douglas Noel Adams, er látinn. Hann lést föstudaginn 11. maí, 49 ára að aldri, mjög skyndilega eftir hjartaáfall. Meira
17. maí 2001 | Menningarlíf | 426 orð | 2 myndir

"ABBA", snafs og sænskir þjóðarréttir

Í tilefni af alþjóðlegu tungumálaári birtir Morgunblaðið nokkrar greinar tengdar hinum ýmsu tungumálum. Hér fjallar Ingegerd Narby um sænska siði. Greinar þessar eru birtar í samvinnu við Stíl, samtök tungumálakennara. Meira
17. maí 2001 | Menningarlíf | 1609 orð | 1 mynd

"Þetta er svona hæg en örugg þróun"

Davíð Ólafsson er ungur keflvískur söngvari sem er að feta sín fyrstu spor á sviði sönglistarinnar. Hann er nú fastráðinn við óperuna í Lübeck. Bergþóra Jónsdóttir ræddi við Davíð um frumraun hans á tónleikasviði á Íslandi annað kvöld, starfið úti, framtíðina og tónlistaruppeldi þjóðarinnar. Meira
17. maí 2001 | Fólk í fréttum | 260 orð | 1 mynd

Sigur Rós vekur innblástur

TROMMULEIKARI Metallicu og Napster fjandmaðurinn Lars Ulrich skrifaði nýlega hljómsveitarmeðlimum Sigur Rósar bréf þar sem hann þakkar þeim kærlega fyrir tónlist þeirra. Meira
17. maí 2001 | Fólk í fréttum | 490 orð | 2 myndir

Skrímslið fellur í grýttan jarðveg

NO SUCH THING, mynd bandaríska leikstjórans Hals Hartleys, sem tekin var að stórum hluta upp á Íslandi með íslenskum leikurum, var frumsýnd á mánudagskvöldið á þeim hluta hátíðarinnar sem gengur undir nafninu Un Certain Regard . Meira
17. maí 2001 | Menningarlíf | 114 orð

Sýningum lýkur

Íslensk grafík, Hafnarhúsinu Sýningu Iréne Jensen, "Á leiðinni", í sýningarsal félagsins Íslensk grafík í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, lýkur á sunnudag. Meira
17. maí 2001 | Menningarlíf | 143 orð

Tímarit

FYRRA tölublað tímaritsins Börn og bækur 2001 er komið út. Meginviðfangsefni blaðsins er myndskreytingar í barnabókum. Meira
17. maí 2001 | Menningarlíf | 30 orð

Tónleikar tónlistarskólanna

Tónlistarskóli Árbæjar Vortónleikar Tónlistarskóla Árbæjar verða í Ábæjarkirkju á laugardag kl. 11. Tónskóli þjóð- kirkjunnar Lokatónleikar og skólaslit Tónskóla þjóðkirkjunnar verða annað kvöld, föstudagskvöld, kl. 20. Meira
17. maí 2001 | Menningarlíf | 1267 orð | 1 mynd

Tónlistarmenn eru sígaunar

Þrjú verk rússneskra tónskálda verða flutt á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í kvöld. Einleikarinn og hljómsveitarstjórinn eru einnig báðir Rússar. Bergþóra Jónsdóttir ræddi við Vadim Gluzman sem leikur einleik með hljómsveitinni í Fiðlukonsert nr. 1 eftir Prokofijev um konsertinn og fiðluna hans, sem hann telur þá bestu í heimi. Meira
17. maí 2001 | Fólk í fréttum | 57 orð | 3 myndir

Tölvugeirinn skemmtir sér

SÍÐASTA föstudagskvöld hélt Tölvudreifing íslenska tölvugeiranum veislu í nýlegu húsnæði sínu að Stórhöfða. Meira
17. maí 2001 | Fólk í fréttum | 122 orð | 1 mynd

ÞAÐ kom ekki mörgum í opna...

ÞAÐ kom ekki mörgum í opna skjöldu þegar söngvari hljómsveitarinnar R.E.M. lýsti því yfir í fyrsta skiptið opinberlega á dögunum að hann væri samkynhneigður. Þetta opinberaði söngvarinn í nýlegu viðtali sem birtist í nýjasta hefti Time magazine. Meira

Umræðan

17. maí 2001 | Bréf til blaðsins | 30 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli .

70 ÁRA afmæli . Nk. laugardag 19. maí, verður sjötugur Einar Guðmundsson á Seftjörn. Eiginkona hans er Bríet Böðvarsdóttir. Þau taka á móti gestum á afmælisdaginn í Birkimel á Barðaströnd kl.... Meira
17. maí 2001 | Bréf til blaðsins | 39 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli .

70 ÁRA afmæli . Í dag fimmtudaginn 17. maí verður sjötug Steinunn Guðný Sveinsdóttir, bóndi í Kastalabrekku, Ásahreppi. Eiginmaður hennar er Sigurður Jónsson frá Norðurhjáleigu. Meira
17. maí 2001 | Bréf til blaðsins | 26 orð | 1 mynd

70 ÁRA afmæli.

70 ÁRA afmæli. Í dag fimmtudaginn 17. maí verður sjötug Guðfinna Kristjánsdóttir, kennari, Bláskógum 3, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Einar Ólafsson. Þau verða að heiman á... Meira
17. maí 2001 | Aðsent efni | 809 orð | 1 mynd

ESB, mannréttindi og stjórnarskrá

Réttindaskráin, segir Ágúst Þór Árnason, hefur ekki bindandi gildi. Meira
17. maí 2001 | Bréf til blaðsins | 395 orð | 1 mynd

Forréttindi frystitogara

NÚ hefur skapast hávær umræða í fjölmiðlum um krókabáta og veiðar þeirra á ýsu, ufsa og steinbít. Veiðar þessara báta hafa verið utan kvóta og vilja stóru útgerðirnar í landinu koma böndum á þessa meintu rányrkju. Meira
17. maí 2001 | Bréf til blaðsins | 429 orð

Hugleiðing af landsbyggðinni

ÉG hef mikið verið að pæla í og velta fyrir mér svolitlu. Námsmenn af landsbyggðinni þurfa að sækja skóla í næsta þéttbýli eða í höfuðborgina. Það hefur þær afleiðingar í för með sér að þeir þurfa að flytja að heiman. Meira
17. maí 2001 | Aðsent efni | 749 orð | 1 mynd

Hundur á roði

Er hægt að kafskjóta hugmynd, spyr Guðmundur Guðjónsson, og fallast síðan á meginröksemdina í sömu setningunni? Meira
17. maí 2001 | Aðsent efni | 281 orð | 1 mynd

Leyfum ólympíska hnefaleika

Þá er ég viss um að Ísland keppi, segir Sigurður Friðriksson, á næstu Ólympíuleikum. Meira
17. maí 2001 | Bréf til blaðsins | 553 orð | 1 mynd

Ljótur leikur

LAUGARDAGURINN 12. maí sl. Nokkrar trillur eru á skaki um 6 mílur NA af Garðskaga. Þar skammt hjá er einnig lítill blár netabátur með GK einkennisstöfum. Meira
17. maí 2001 | Bréf til blaðsins | 878 orð

(Mark. 4, 24.)

Í dag er fimmtudagur 17. maí, 137. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Enn sagði hann við þá: "Gætið að, hvað þér heyrið. Með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður mælt verða og við yður bætt." Meira
17. maí 2001 | Aðsent efni | 396 orð | 1 mynd

Náttúruspjöll í Garðabæ

Látið ekki fjársterka aðila stjórna ykkur, segir Bogi Jónsson. Hafið náttúru- og umhverfisgildið í fyrirrúmi. Meira
17. maí 2001 | Aðsent efni | 833 orð | 1 mynd

Ný skipan Rannsóknarráðs

Það er mat mitt að tillögurnar feli í sér margvísleg tækifæri, segir Hafliði Pétur Gíslason, og líkur eru á að skipulag rannsókna og þróunar á Íslandi verði í fremstu röð í heiminum ef vel tekst til. Meira
17. maí 2001 | Aðsent efni | 924 orð | 1 mynd

Opið bréf til menntamálaráðherra

Þar sem við fáum ekki lán á sumrin (júní - ágúst), segir Inga Þórðardóttir, þá ættum við íslenskir nemendur að eiga fullan rétt á því að þéna ótakmarkað á þeim tíma. Meira
17. maí 2001 | Aðsent efni | 837 orð | 1 mynd

Ráðherrar í Rannsóknarráð

Það er nauðsynlegt, segir Sigríður Jóhannesdóttir, að skipulag þessara máli sé með þeim hætti að vísindamenn geti treyst á óhlutdrægni þeirra sem um fjalla. Meira
17. maí 2001 | Aðsent efni | 605 orð | 1 mynd

Sjúkraliðar eru vanmetin stétt

Við getum ekki beðið lengur eftir leiðréttingu á launum okkar, segir Hanna Sigurjónsdóttir, og höfum ákveðið að hefja baráttuherferð fyrir bættum kjörum. Meira
17. maí 2001 | Bréf til blaðsins | 455 orð

SONUR Víkverja skoðaði fyrir skömmu víkingasýninguna...

SONUR Víkverja skoðaði fyrir skömmu víkingasýninguna á byggðasafninu í Hafnarfirði ásamt skólasystkinum sínum. Þetta var greinilega lærdómsrík ferð því að drengurinn kom heim algerlega heillaður af því sem hann sá. Meira
17. maí 2001 | Aðsent efni | 881 orð | 1 mynd

Sorpa - tíu ára umhverfisfyrirtæki

Sorpu hefur tekist, segir Inga Jóna Þórðardóttir, að vera leiðandi fyrirtæki á sviði umhverfismála og er til þess horft varðandi reynslu og nýjar lausnir. Meira
17. maí 2001 | Aðsent efni | 639 orð | 1 mynd

Sveitarfélögin og málefni fatlaðra

Ekki verður séð að nokkur ástæða sé til annars, segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, en að ljúka þessu verki á haustþingi á þeim grunni sem sveitarfélögin hafa lagt til. Meira
17. maí 2001 | Bréf til blaðsins | 131 orð

Varðandi skriður á suðurfjörðum Austfjarða

TÖLUVERT hefur verið rætt um skriður á suðurfjörðum Austfjarða vegna vegaframkvæmda sem nú standa yfir á þjóðvegi 96 milli Breiðdalsvíkur og Stöðvarfjarðar, og fyrirhugaðra jarðganga milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar. Meira
17. maí 2001 | Bréf til blaðsins | 35 orð

VONLAUST GETUR ÞAÐ VERIÐ

Þú átt að vernda og verja, þótt virðist það ekki fært, allt, sem er hug þínum heilagt og hjarta þínu kært. Vonlaust getur það verið, þótt vörn þín sé djörf og traust. En afrek í ósigrum lífsins er aldrei... Meira
17. maí 2001 | Aðsent efni | 427 orð | 1 mynd

Þar sem hjartað slær og sálin býr

Gönguferðir með leiðsögumanni um miðborgina eru vinsælar víða erlendis, segir Einar Örn Stefánsson, og væri þjóðráð að reyna þær hér. Meira
17. maí 2001 | Aðsent efni | 395 orð | 1 mynd

Þroskaheftir vilja ekki verkfall

Þroskaþjálfar eiga skilið hærra kaup, segir Helga Pálína Sigurðardóttir, og skorar á alla að koma í veg fyrir verkfallið. Meira

Minningargreinar

17. maí 2001 | Minningargreinar | 1505 orð | 1 mynd

ERNA INGÓLFSDÓTTIR

Erna Ingólfsdóttir fæddist í Reykjavík 29. janúar 1928. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 8. maí síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Helgi Ingólfur Gíslason, bóndi, kaupmaður og kaupfélagsstjóri, f. 4. júní 1899 á Eskifirði, d. 13. Meira  Kaupa minningabók
17. maí 2001 | Minningargreinar | 718 orð | 1 mynd

HAUKUR KRISTJÁNSSON

Haukur Kristjánsson fæddist 3. september 1913 á Hreðavatni í Norðurárdal í Mýrasýslu. Hann lést á Droplaugarstöðum 8. maí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Langholtskirkju 15. maí. Meira  Kaupa minningabók
17. maí 2001 | Minningargreinar | 430 orð | 1 mynd

HELGA GUÐJÓNSDÓTTIR

Helga Guðjónsdóttir fæddist í Ytri-Skógum í Kolbeinsstaðahreppi, Snæfellsnesi 6. október 1924. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 4. maí síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Bústaðakirkju 15. maí. Meira  Kaupa minningabók
17. maí 2001 | Minningargreinar | 4491 orð | 1 mynd

HJALTI S. SVAVARSSON

Hjalti S. Svavarsson fæddist í Reykjavík 4. júní 1979. Hann lést 10. maí síðastliðinn. Foreldrar hans eru Sigurjóna Kristinsdóttir og Svavar D. Hjaltason. Systkini Hjalta eru Kolbrún Ósk, Svanhildur Tinna, Kristín og Ólafur Helgi Útför Hjalta fer fram frá Hallgrímskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15.00. Meira  Kaupa minningabók
17. maí 2001 | Minningargreinar | 2428 orð | 1 mynd

INGÓLFUR EGGERTSSON

Ingólfur Eggertsson fæddist í Reykjavík 16. nóvember 1929. Hann lést á hjartadeild Landspítalans í Fossvogi miðvikudaginn 9. maí síðastliðinn. Foreldrar hans voru, Eggert Bjarnason vélstjóri, f. 6. Meira  Kaupa minningabók
17. maí 2001 | Minningargreinar | 869 orð | 1 mynd

SIGRÍÐUR GUÐJÓNSDÓTTIR

Sigríður Theóbaldína Júlía Guðjónsdóttir hárgreiðslukona fæddist í Reykjavík 1. júlí 1911. Hún lést aðfaranótt 9. maí síðastliðins. Foreldrar hennar voru Málhildur Þórðardóttir frá Ormskoti í Fljótshlíð, f. 29. janúar 1881, d. 25. Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

17. maí 2001 | Neytendur | 203 orð

Börn og mjólkurvörur Er í lagi...

Börn og mjólkurvörur Er í lagi að gefa börnum á leikskólaaldri fituminni vörur, þ.e. léttmjólk í stað nýmjólkur og Létt og laggott í stað smjörs? "Börn líkt og fullorðnir þurfa á hæfilega mikilli fitu að halda. Meira
17. maí 2001 | Neytendur | 450 orð | 2 myndir

FJARÐARKAUP Gildir til 19.

FJARÐARKAUP Gildir til 19. maí nú kr. áður kr. mælie. Vatnsmelónur 129 189 129 kg Brauðskinka 599 998 599 kg Bratwurst-pylsur 499 798 499 kg Tandoori-kjúklingalæri m/legg 599 825 599 kg Kastali ostur 125g 142 184 1. Meira
17. maí 2001 | Neytendur | 198 orð

Gos hækkar um 10 kr.

SELECTA fyrirtækjaþjónusta ehf. hækkaði nýverið verð á öllum gosdrykkjum og nokkrum innfluttum vörum um10 krónur. Meira
17. maí 2001 | Neytendur | 288 orð | 7 myndir

Ónákvæmir kvarðar á ungbarnapelum

Kvarðar á ungbarnapelum eru í flestum tilvikum frekar ónákvæmir er niðurstaða könnunar sem mælifræðideild Löggildingarstofu gerði að beiðni markaðsgæsludeildar sömu stofnunar um kvarða á pelum fyrir ungbörn. Meira

Fastir þættir

17. maí 2001 | Viðhorf | 976 orð

0 ný skilaboð

Ég er búin að athuga í þrígang hvort ég hafi fengið nokkur ný, persónuleg, óviðkomandi eða dónaleg bréf á meðan ég skrifaði þennan pistil. Meira
17. maí 2001 | Fastir þættir | 407 orð

BRIDS - Umsjón Guðmundur Páll Arnarson

ÍSLENSKA sveitin tapaði aðeins einum leik í Bikarkeppni Norðurlandanna, þeim fyrsta gegn Svíum, 14-16. Meira
17. maí 2001 | Í dag | 327 orð

Safnaðarstarf Áskirkja Opið hús fyrir alla...

Safnaðarstarf Áskirkja Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 14-17. Söngstund kl. 14-15 í neðri safnaðarsal. Kristján Sigtryggsson, organisti, leiðbeinir og stýrir hópnum. Allir hjartanlega velkomnir. Boðið upp á kaffi á eftir. Dómkirkjan. Meira
17. maí 2001 | Fastir þættir | 147 orð | 1 mynd

SkÁk - Umsjón Helgi Áss Grétarsson

Staðan kom upp á milli sigurvegaranna tveggja á Dos Hermanas ofurmótinu er lauk fyrir skömmu. Alexey Dreev (2685) hafði hvítt gegn Ilia Smirin (2691) frá Ísrael. 27.Hxc5! bxc5 28.Rg4 Ha6 29.Rh6 Kf8 30.f4! Meira

Íþróttir

17. maí 2001 | Íþróttir | 309 orð | 1 mynd

ALLEN Iverson , leikmaður Philadelphia 76'ers...

ALLEN Iverson , leikmaður Philadelphia 76'ers , var á dögunum útnefndur besti leikmaður NBA -deildarinnar (MVP), en það voru íþróttafréttamenn í Bandaríkjunum og Kanada sem stóðu að kjörinu. Iverson fékk 1. Meira
17. maí 2001 | Íþróttir | 115 orð

DANIEL Duncan, 18 ára gamall sóknarmaður...

DANIEL Duncan, 18 ára gamall sóknarmaður frá Trínidad og Tóbagó sem ættaður er á Englandi, er kominn til reynslu hjá Íslandsmeisturum KR í knattspyrnu og mætti hann á sína fyrstu æfingu hjá liðinu í gær. Meira
17. maí 2001 | Íþróttir | 28 orð

FH með hópferð á Skagann FH-ingar...

FH með hópferð á Skagann FH-ingar ætla að efna til hópferðar á leik sinna manna gegn ÍA á Akranesi í kvöld. Farið verður frá Pizza 67 við Reykjavíkurveg klukkan... Meira
17. maí 2001 | Íþróttir | 729 orð | 1 mynd

Grindvíkingar lofa góðu

FYRSTU umferðinni á Íslandsmótinu í knattspyrnu lýkur í kvöld með fjórum leikjum. Af þeim eru tveir nágrannaslagir. Liðin tvö í austurbæ Reykjavíkur, Fram og Valur, kljást á Laugardalsvelli en sparkspekingar eru á því að þessi tvö gömlu stórveldi falli. Hinn grannaslagurinn er viðureign Grindavíkur og Keflavíkur. Á Akranesi mætast ÍA og FH og í Kópavogi tekur Breiðablik á móti ÍBV. Meira
17. maí 2001 | Íþróttir | 214 orð

HEIMS- og Evrópumeistarar Frakka eru komnir...

HEIMS- og Evrópumeistarar Frakka eru komnir í efsta sæti styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, fyrir maí en hann var kynntur í gær. Meira
17. maí 2001 | Íþróttir | 168 orð | 1 mynd

HELGA Magnúsdóttir , stjórnarmaður Handknattleikssambands Íslands...

HELGA Magnúsdóttir , stjórnarmaður Handknattleikssambands Íslands , hefur verið skipuð sem eftirlitsmaður á leik Danmerkur og Tékklands í kvennahandknattleik. Leikurinn fer fram í Árósum í Danmörku 26. maí nk. Meira
17. maí 2001 | Íþróttir | 109 orð

HÉÐINN Gilsson, handknattleiksmaður, verður áfram í...

HÉÐINN Gilsson, handknattleiksmaður, verður áfram í herbúðum FH-inga en orðrómur var í gangi á dögunum um að hann væri á förum frá félaginu í sumar. Meira
17. maí 2001 | Íþróttir | 14 orð

Í kvöld

KNATTSPYRNA Símadeildin Efsta deild karla: Kópavogur: Breiðablik - ÍBV 20 Valbjarnarvöllur: Fram - Valur 20 Akranesvöllur: ÍA - FH 20 Grindavík: Grindavík - Keflavík... Meira
17. maí 2001 | Íþróttir | 251 orð

KNATTSPYRNA UEFA-bikarinn Úrslitaleikur: Liverpool - Alaves...

KNATTSPYRNA UEFA-bikarinn Úrslitaleikur: Liverpool - Alaves 5:4 Markus Babbel 4., Steven Gerrard 16., Gary McAllister 41. (vsp.), Robbie Fowler 73. - Ivan Alonso 27., Javi Moreno 48., 51., Jordi Cruyff 89., Delfi Geli 116. Meira
17. maí 2001 | Íþróttir | 63 orð

Kylfingar mánaðarins

Í SUMAR verða kylfingar mánaðarins hjá golfklúbbunum á Reykjavíkursvæðinu heiðraðir með málsverði fyrir tvo á Café Operu. Meira
17. maí 2001 | Íþróttir | 478 orð

Sigurður Gunnarsson þjálfar Stjörnuna

SIGURÐUR Gunnarsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Stjörnuna úr Garðabæ þess efnis að þjálfa karlalið félagsins. Sigurður þjálfaði norska handknattleiksliðið Stavanger í vetur, en hefur nú ákveðið að koma heim eftir ársdvöl ytra. "Það er mjög ögrandi að taka að sér þjálfun Stjörnunnar og taka þátt í uppbyggingarstarfi félagsins," sagði Sigurður við Morgunblaðið í gær. Meira
17. maí 2001 | Íþróttir | 130 orð

Síðara lyfjapróf Davids jákvætt

HOLLENSKI knattspyrnumaðurinn Edgar Davids, sem leikur með Juventus á Ítalíu, á yfir höfði sér keppnisbann í allt að tvö ár. Meira
17. maí 2001 | Íþróttir | 374 orð

Stoke er úr leik

STOKE City er úr leik í baráttunni um sæti í ensku 1. deildinni á næstu leiktíð eftir tap á móti Walsall í síðari viðureign liðanna í aukakeppni 2. deildar í gær. Meira
17. maí 2001 | Íþróttir | 182 orð

Tryggvi braut ísinn

TRYGGVI Guðmundsson opnaði markareikning sinn hjá Stabæk í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gærkvöldi þegar Stabæk lagði Lilleström, 3:2, á heimavelli sínum. Meira
17. maí 2001 | Íþróttir | 341 orð

Úrslitin ráðast í Magdeburg

MAGDEBURG tapaði 31:25 í gær fyrir Wallau Massenheim í næstsíðustu umferð þýska handboltans. Á sama tíma vann Flensburg en Lemgo tapaði þannig að Flensburg er með eins stigs forystu fyrir síðustu umferðina sem fram fer um helgina. Þar mætast Magdeburg og Flensburg í hreinum úrslitaleik og verða heimamenn að sigra ætli þeir sér titilinn. Meira
17. maí 2001 | Íþróttir | 563 orð

Þrenna hjá Liverpool

LIVERPOOL hampaði í gærkvöldi þriðja stóra bikarnum á þessu tímabili þegar það bar sigurorð af spænska liðinu Alaves, 5:4, í mögnuðum úrslitaleik UEFA-keppninnar sem leikin var á Westfallen-leikvanginum í Dortmund. Meira

Úr verinu

17. maí 2001 | Úr verinu | 701 orð | 1 mynd

Munurinn getur hlaupið á tugmilljónum króna

Verulegur munur getur verið á slysatryggingum sjómanna eftir því hvort bætur eru greiddar samkvæmt samningsbundnum slysatryggingum eða samkvæmt reglum skaðabótalaga. Slysatryggingar hafa verið eitt helsta baráttumál sjómannasamtakanna í kjaraviðræðum við útvegsmenn, enda segja sjómenn tryggingar sínar óviðunandi. Meira
17. maí 2001 | Úr verinu | 169 orð | 1 mynd

Síldin er enn mögur

BÚAST má við að síldveiðiflotinn fari að huga að norsk-íslensku síldinni um leið og verkfall leysist en heildarkvóti íslensku skipanna á árinu er 132.080 tonn. Meira

Viðskiptablað

17. maí 2001 | Viðskiptablað | 1446 orð | 3 myndir

Af hverju evra í stað krónu?

Um þessar mundir er staða krónunnar mikið í sviðsljósinu. Krónan er nú 25% lægri en hún var fyrir um einu ári, rétt áður en hún byrjaði að lækka, skrifar Þorsteinn Þorgeirsson. Þótt lækkunin hafi gengið að miklu leyti til baka undanfarna daga hefur hún þegar fært Ísland niður listann yfir tekjuhæstu þjóðir heims og stofnað fjármálastöðugleika margra fyrirtækja í hættu. Meira
17. maí 2001 | Viðskiptablað | 163 orð | 7 myndir

Á árinu 2001 gerðust eftirtaldir starfsmenn aðilar að KPMG Endurskoðun hf.

Bernhard Bogason lögfræðingur og löggiltur verðbréfamiðlari, fæddur 1963. Rak lögmannsstofu á Egilsstöðum. Hann hóf störf hjá KPMG á árinu 1999. Eiginkona Bernhards er Kolbrún Egilsdóttir og eiga þau 3 börn. Einar Ólafsson endurskoðandi, fæddur 1954. Meira
17. maí 2001 | Viðskiptablað | 257 orð

Basisbank í harðri samkeppni

DANSK-íslenski netbankinn Basisbank hefur neyðst til þess að hækka vexti á innlánum vegna harðnandi samkeppni á netmarkaðnum en á einni viku hefur nýliðanum, Skandia-bank, tekist að ná til sín um 2.000 viðskiptavinum. Meira
17. maí 2001 | Viðskiptablað | 30 orð

Basisbank í harðri samkeppni

Dansk-íslenski netbankinn Basisbank hefur neyðst til þess að hækka vexti á innlánum vegna harðnandi samkeppni á netmarkaðnum en á einni viku hefur Skandibank tekist að ná til sín um 2.000 viðskiptavinum. Meira
17. maí 2001 | Viðskiptablað | 490 orð

BT með betlistaf í hönd

SÁRSAUKAFULLT en nauðsynlegt, sagði Sir Christopher Bland stjórnarformaður BT um þá ráðstöfun að að kljúfa fyrirtækið niður í minni einingar, selja frá og bjóða hluthöfum ný hlutabréf til kaups á tæplega helming núverandi markaðsverðs. Meira
17. maí 2001 | Viðskiptablað | 246 orð | 1 mynd

Dýrkeypt innsláttarvilla

BANDARÍSKA bankanum Lehman Brothers hefur verið gert að gefa skýringu á hlutabréfaviðskiptum sem fram fóru á mánudag og gerðu það að verkum að breska FTSE-100 úrvalsvísitalan lækkaði um 120 stig. Meira
17. maí 2001 | Viðskiptablað | 470 orð

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 16.

FISKVERÐ Á UPPBOÐSMÖRKUÐUM - HEIMA 16.05.01 Hæsta verð Lægsta verð Meðal- verð Magn (kiló) Heildar- verð (kr. Meira
17. maí 2001 | Viðskiptablað | 65 orð

Gengi krónunnar lækkaði um 0,7%

GENGI krónunnar lækkaði um 0,72% í gær. Miklar sveiflur voru á gjaldeyrismarkaði fyrir hádegi en þá voru mikil viðskipti. Markaðurinn róaðist þegar leið á daginn og var heildarveltan um 14 milljarðar. Meira
17. maí 2001 | Viðskiptablað | 1006 orð | 1 mynd

Góðkynja og illkynja viðskiptahalli

Viðskiptahalli hefur mjög verið í umræðu manna hérlendis undanfarið, skrifar Guðmundur Ólafsson, og hefur gætt nokkurs misskilnings í tengslum við hann, sem hér skal freistað að leiðrétta. Meira
17. maí 2001 | Viðskiptablað | 131 orð

Hagnaður 127 milljónir króna

HAGNAÐUR Hraðfrystistöðvar Þórshafnar hf. samkvæmt óendurskoðuðu uppgjöri fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins nam 126,9 milljónum króna, og þar af nam hagnaður vegna sölu fastafjármuna 88,3 milljónum króna. Meira
17. maí 2001 | Viðskiptablað | 79 orð

Hagnaður SÍF hf. 107 milljónir króna

SÍF hf. skilaði 107 milljóna króna hagnaði eftir skatta á fyrstu þremur mánuðum ársins, en tap á sama tíma í fyrra var 125 milljónir króna, sem er breyting upp á 232 milljónir króna. Hagnaður SÍF hf. Meira
17. maí 2001 | Viðskiptablað | 457 orð | 1 mynd

Hagnaður SÍF hf. 107 milljónir króna

HAGNAÐUR af rekstri SÍF hf. var rúmar eitt hundrað milljónir króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. SÍF hf. skilaði þá 107 milljóna króna hagnaði eftir skatta, en tap á sama tíma í fyrra var 125 milljónir króna, sem er breyting upp á 232 milljónir króna. Meira
17. maí 2001 | Viðskiptablað | 111 orð

IKEA svikið um milljarða

FULLYRT er í breska síðdegisblaðinu The Sun að IKEA-vörukeðjan hafi verið svikin um ríflega 2,2 milljarða ísl. kr. í Bretlandi. Meira
17. maí 2001 | Viðskiptablað | 2251 orð | 1 mynd

Íslensk fyrirtæki sem útflutningsvara

Hugmyndirnar spretta greiðlega á Íslandi, en erlendir fjárfestar setja fyrir sig að fjárfesta í umhverfi, sem þeir þekkja ekki, að því er Sigrún Davíðsdóttir heyrði á fjárfestingarþingi Útflutningsráðs og Nýsköpunarsjóðs í London. Meira
17. maí 2001 | Viðskiptablað | 443 orð

Kauphöllin í Stokkhólmi sú stærsta

SAMANLAGT markaðsverðmæti fyrirtækja sem skráð eru í Kauphöllinni í Stokkhólmi er það hæsta af kauphöllunum á Norðurlöndunum. Fyrirtækin skráð í Kauphöllinni í Ósló eru þau verðminnstu. Meira
17. maí 2001 | Viðskiptablað | 392 orð | 1 mynd

Keflavíkurverktakar á Tilboðsmarkaðinn

Tilboðsmarkaður Verðbréfaþings var opnaður formlega síðastliðinn þriðjudag. Meira
17. maí 2001 | Viðskiptablað | 599 orð | 1 mynd

Kokkur heimilisins

Valdimar Svavarsson er fæddur árið 1968. Hann lauk stúdentsprófi frá Flensborgarskóla 1988, prófi í hagfræði frá Háskóla Íslands 1993 og löggildingarnámi í verðbréfamiðlun árið 1998. Meira
17. maí 2001 | Viðskiptablað | 96 orð

Kr.

Kr. Kr. Kr. Ein. kl. 9.15 Gengi Kaup Sala Dollari 99,01000 98,77000 99,25000 Sterlpund. 140,32000 139,98000 140,66000 Kan. dollari 63,67000 63,48000 63,86000 Dönsk kr. 11,63700 11,60300 11,67100 Norsk kr. 10,83100 10,79900 10,86300 Sænsk kr. Meira
17. maí 2001 | Viðskiptablað | 151 orð | 1 mynd

Landmælingar Íslands semja við Álit hf.

LANDMÆLINGAR Íslands hafa samið við Álit um rekstur tölvukerfa sinna, notendaþjónustu og hýsingu. Hluti tölvukerfa Landmælinga Íslands verður í hýsingu í kerfisrými Álits í húsnæði Símans við Ármúla. Meira
17. maí 2001 | Viðskiptablað | 200 orð

Leiðbeiningar um fjarvinnslu

SVÞ-Samtök verslunar og þjónustu tóku þátt í að móta evrópskar leiðbeiningar um fjarvinnslu í verslunargeiranum. Meira
17. maí 2001 | Viðskiptablað | 94 orð

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey...

LOKAGILDI HELSTU HLUTABRÉFAVÍSITALNA Evrópa Lokagildi brey t.% Úrvalsvísitala aðallista 1.100,4 -1,27 FTSE 100 5.884,0 0,7 DAX í Frankfurt 6.148,44 1,29 CAC 40 í París 5. Meira
17. maí 2001 | Viðskiptablað | 289 orð

Magasin í fjárþröng

UM eins milljarðs kr. tap varð á rekstri dönsku vöruhúsanna Magasin á síðasta ári og hefur einn stærsti eigandinn, Jyske Bank, ákveðið að selja hlut sinn eins fljótt og auðið er. Vonast aðaleigendurnir, Th. Meira
17. maí 2001 | Viðskiptablað | 966 orð | 2 myndir

Markaðsvirði Íslandssíma rúmir 5 milljarðar króna

Hlutabréf í Íslandssíma verða skráð á VÞÍ í byrjun júní að undangengnu hlutafjárútboði sem er að hefjast. Soffía Haraldsdóttir skoðaði útboðs- og skráningarlýsingu félagsins. Meira
17. maí 2001 | Viðskiptablað | 1374 orð | 2 myndir

Meiri áhersla lögð á góðan undirbúning

ARKÍS ehf. er arkitektastofa sem veitir alhliða arkitekta- og ráðgjafaþjónustu, allt frá ráðgjöf og undirbúningi að heildarhönnun mannvirkja. Grétar Júníus Guðmundsson hitti eigendur stofunnar að máli en þeir segja m.a. eitt það mikilvægasta við verklegar framkvæmdir vera að gert sé ráð fyrir góðum undirbúningstíma. Meira
17. maí 2001 | Viðskiptablað | 1163 orð | 1 mynd

Menntun, lágir skattar og ESB tryggja árangur

"Írska leiðin" við stjórnun efnahags- og atvinnumála hefur vakið athygli. Turlough O'Sullivan, framkvæmdastjóri samtaka atvinnulífsins á Írlandi, sagði Grétari Júníusi Guðmundssyni frá þeim breytingum sem orðið hafa í írsku þjóðlífi á undanförnum árum. Meira
17. maí 2001 | Viðskiptablað | 138 orð | 1 mynd

Ný bók á íslensku eftir Brian Tracy

KOMIN er út þriðja bókin á íslensku eftir Brian Tracy, sem er einn frægasti fyrirlesari heims og fræðimaður á sviði stjórnunar, hámarksárangurs og persónuþróunar. Meira
17. maí 2001 | Viðskiptablað | 59 orð

Nýtt símkerfi á stúdentagörðum

Nýverið tók Félagsstofnun stúdenta í notkun nýtt Philips-símkerfi fyrir allar deildir Félagsstofnunar stúdenta og íbúðir á stúdentagörðum. Félagsstofnun stúdenta og Íslandssími hafa samið um símaviðskipti fyrir allar deildir Félagsstofnunar stúdenta,... Meira
17. maí 2001 | Viðskiptablað | 53 orð | 1 mynd

Ný verslun Raflagna Íslands

RAFLAGNIR Íslands ehf. opnaði nýlega nýja verslun og heildsölu að Hamarshöfða 1. Fyrirtækið rekur í dag sölu- og þjónustudeild og annast söludeildin innflutning og sölu á rafvörum og vinnustaðabúnaði. Meira
17. maí 2001 | Viðskiptablað | 87 orð

Samið um fjarskipti

LÍNA.Net og Slysavarnafélagið Landsbjörg hafa gert samning um tengingu fjarskiptakerfa sinna. Öryggisnetið ber heitið F1:Rauður og er það byggt á TETRA-fjarskiptakerfi sem er nýr staðall fyrir stafræn, þráðlaus samskipti í tali og gagnaflutningum. Meira
17. maí 2001 | Viðskiptablað | 115 orð

Samið um sölu á hráefnum til Sæplasts hf.

NÝLEGA hafði hráefnasvið Skeljungs hf. milligöngu um gerð samnings milli kanadíska plastefnaframleiðandans Nova Chemicals og Sæplasts hf. Meira
17. maí 2001 | Viðskiptablað | 542 orð | 1 mynd

Stakkaskipti í umhverfi til nýsköpunar

ÁRSFUNDUR Iðntæknistofnunar var haldinn nýlega og var þema fundarins nýjar víddir í rannsóknum og vöruþróun með hagnýtingu netsins. Meira
17. maí 2001 | Viðskiptablað | 1005 orð | 1 mynd

Stjórnunin færð nær mörkuðunum

FORD-bílafyrirtækið breytti fyrir fáum árum stefnu sinni varðandi Evrópu og er starfsemin þar nú rekin sem algjörlega sjálfstæð eining og óháð höfuðstöðvunum í Detroit nema hvað varðar heildarstefnu fyrirtækisins. Meira
17. maí 2001 | Viðskiptablað | 176 orð | 1 mynd

Swissair hreppir ólympíuhringina

SWISSAIR GROUP getur státað sig af að vera "Flugfélag Alþjóðlegu ólympíunefndarinnar" næstu fjögur árin. Meira
17. maí 2001 | Viðskiptablað | 543 orð

Telenor í viðræðum um kaup á TDC

NORSKA símfyrirtækið Telenor staðfesti í gærmorgun að viðræður stæðu við bandaríska fyrirtækið SBC um kaup hins fyrrnefnda á 42% hlut SBC í danska símfyrirtækinu TDC, áður TeleDanmark. Meira
17. maí 2001 | Viðskiptablað | 355 orð | 1 mynd

Útboðsgengi í Íslandssíma hf. verður 8,75

ÚTBOÐ á hlutabréfum Íslandssíma hefst í næstu viku. Alls verða boðin út hlutabréf að verðmæti 115,7 milljóna að nafnverði. Útboðsgengi til hluthafa verður 8,30 en 8,75 til annarra fjárfesta. Meira
17. maí 2001 | Viðskiptablað | 93 orð

Velta í UT-iðnaði um 62 milljarðar

SAMKVÆMT upplýsingum frá Þjóðhagsstofnun var velta í upplýsingatækniiðnaði, UT-iðnaði, tæpir 62 milljarðar árið 2000 ef notuð er skilgreining á iðnaðinum sem er að finna á vef upplýsingatækniiðnaðar ut.is. Veltuaukning er því rúm 17% frá árinu á undan. Meira
17. maí 2001 | Viðskiptablað | 71 orð

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 16.

VIÐSKIPTI Á KVÓTAÞINGI ÍSLANDS 16.5. 2001 Kvótategund Viðskipta- magn (kg) Viðskipta- verð (kr) Hæsta kaup- tilboð (kr) Lægsta sölu- tilboð (kr) Kaupmagn eftir (kg) Sölumagn eftir (kg) Vegið kaup- verð (kr) Vegið sölu- verð (kr) Síð.meðal verð. Meira
17. maí 2001 | Viðskiptablað | 368 orð

Yfir í gamla hagkerfið frá því nýja

GENERAL Electric, stofnað 1892, er stærsta fyrirtæki í heimi samkvæmt nýlega birtum árlegum lista Financial Times yfir 500 stærstu fyrirtæki í heimi, miðað við markaðsverðmæti þeirra í janúar síðastliðnum. Í 2. Meira
17. maí 2001 | Viðskiptablað | 582 orð

Þriggja mánaða uppgjör Frá og með...

Þriggja mánaða uppgjör Frá og með næsta hausti verður hlutafélögum sem skráð hafa bréf sín á Verðbréfaþingi Íslands skylt að birta uppgjör sín ársfjórðungslega. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.