Greinar þriðjudaginn 10. ágúst 2004

Fréttir

10. ágúst 2004 | Erlendar fréttir | 134 orð

26 dóu á flótta til Ítalíu

AÐ MINNSTA kosti 70 flóttamönnum frá Afríku var bjargað úr ofhlöðnum báti um borð í flutningaskip suðaustur af Sikiley í fyrradag og létust 26 á leiðinni, samkvæmt vitnisburði flóttamannanna, á þeim níu dögum sem þeir sigldu í átt að Ítalíu. Meira
10. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 168 orð | 1 mynd

30 þúsund fleiri erlendir ferðamenn

ERLENDIR ferðamenn sem komið hafa til Íslands frá áramótum eru tæplega 30 þúsund fleiri en á sama tíma í fyrra. Skv. Meira
10. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 106 orð | 1 mynd

800 sprengjur gerðar óvirkar á Vogaheiði

YFIR átta hundruð sprengjur hafa fundist við leit á fyrrverandi skotæfingasvæði bandaríska hersins á Vogaheiði á Reykjanesi í sumar og fyrrasumar. Meira
10. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 105 orð

Arnar sigraði á 7. mótinu

SJÖUNDA mótinu í Bikarsyrpu Eddu útgáfu og Taflfélagsins Hellis, sem fram fer á ICC-skákþjóninum á veraldarvefnum, lauk á sunnudagskvöld. Arnar E. Gunnarsson úr Taflfélagi Reykjavíkur sigraði í mótinu en hann hlaut átta vinninga í níu skákum. Meira
10. ágúst 2004 | Minn staður | 112 orð | 1 mynd

Berjatínsla í Eyjum

Vestmannaeyjar | Góð berjaspretta er í Vestmannaeyjum í sumar og mikið um að Eyjamenn bregði undir sig betri fætinum og fari í berjamó. Berin eru vel þroskuð, sérstaklega þau sem eru innarlega á eyjunni en þau sem nær eru sjónum eru smærri og... Meira
10. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 142 orð

Breytt lög um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar

BREYTINGAR á lögum nr. 78/2002 um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar tóku gildi 15. júní sl. Breytingarnar hafa það í för með sér að fleiri aðilum gefst kostur á að fá niðurgreiðslu á húshitunarkostnaði. Meira
10. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 117 orð | 1 mynd

Davíð Oddsson útskrifaður af spítala

DAVÍÐ Oddsson, forsætisráðherra, var útskrifaður af Landspítalanum í gær. Mun hann hvílast heima næstu vikur þar til hann getur hafið störf á ný, segir í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu. Meira
10. ágúst 2004 | Minn staður | 462 orð | 2 myndir

Dátar vísa gestum leiðina að safninu

Reyðarfjörður | Þeim gestum sem leggja leið sína á Íslenska stríðsárasafnið í sumar kann að bregða í brún þegar þeir mæta dátum í fullum skrúða á leiðinni á safnið. Meira
10. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 140 orð

Deila reynslu og hugmyndum

Á SJÖTTA tug sam- og tvíkynhneigðra nemenda á aldrinum 18-30 ára frá tólf Evrópulöndum funda í Háskóla Íslands um þessar mundir. Meira
10. ágúst 2004 | Erlendar fréttir | 113 orð

Egnt fyrir ungt fólk með áfengi

DANSKI bankinn hvb Bank hefur gert ungu fólki nýtt tilboð. Skipti það við bankann fær það á móti afslátt af áfengi. Meira
10. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 433 orð | 1 mynd

ESB ekki lengur "ríkra manna klúbbur"

JENS Stoltenberg, leiðtogi norska Verkamannaflokksins, segir að stækkun Evrópusambandsins hafi haft áhrif á afstöðu Norðmanna til sambandsins. Meira
10. ágúst 2004 | Erlendar fréttir | 129 orð

Fannst heil á húfi

ÞRIGGJA vikna gömul stúlka, sem rænt var í bílageymslu í Melbourne í Ástralíu um helgina, fannst í gærmorgun í yfirgefnu húsi. Stúlkan var ómeidd. Meira
10. ágúst 2004 | Erlendar fréttir | 100 orð | 1 mynd

Fái hæli í Þýskalandi

HÓPUR þýskra skákmanna skoraði í gær á stjórnvöld í Þýskalandi að veita skákmeistaranum Bobby Fischer pólitískt hæli í landinu en hann er nú í fangelsi í Japan. Meira
10. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 192 orð

Fjármögnun gengur hægt

HÁKON Björnsson, framkvæmdastjóri hjá norska fyrirtækinu Promeks ASA, segir að fjármögnun kísilduftverksmiðju í Mývatnssveit gangi fremur hægt. Enn standi þó til að reisa verksmiðjuna og hefja framleiðslu á fyrsta ársfjórðungi 2006. Meira
10. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 482 orð | 2 myndir

Fleira fiskur en lax

SILUNGSVEIÐI hefur gengið með afbrigðum vel það sem af er sumri. Meira
10. ágúst 2004 | Minn staður | 93 orð

Flóðið í Jöklu

Hjálmar Freysteinsson veltir fyrir sér ástandinu við Kárahnjúka: Jökla færir flest í kaf flóðin því ég kenni að verkfræðingar vissu ekki af vatninu í henni. Hallmundur Kristinsson finnur skýringuna á þessum ósköpum: Það má vel treysta þessari stétt. Meira
10. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 68 orð | 1 mynd

Framkvæmdum miðar vel við Reykjavíkurhöfn

UM ÞESSAR mundir er unnið að stækkun Norðurbakka við gömlu höfnina í Reykjavík en um er að ræða hluta af áætlun um endurbætur á gömlu höfninni. Framkvæmdum miðar vel og verkið er á áætlun, að sögn Ágústs Ágústssonar, markaðsstjóra Reykjavíkurhafnar. Meira
10. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 207 orð

Hafa áhyggjur af versnandi stöðu kvenna

STJÓRN Sambands ungra framsóknarmanna hefur sent frá sér eftirfarandi ályktun: "Stjórn Sambands ungra framsóknarmanna lýsir yfir áhyggjum af versnandi stöðu kvenna innan Framsóknarflokksins. Meira
10. ágúst 2004 | Erlendar fréttir | 336 orð | 2 myndir

Handtaka Chalabis og frænda hans fyrirskipuð

GLÆPADÓMSTÓLL í Írak gaf í fyrradag út handtökuskipanir á hendur Ahmed Chalabi, fyrrverandi yfirmanni íraska framkvæmdaráðsins, og frænda hans, Salem Chalabi, forseta dómstólsins sem taka á fyrir mál Saddams Husseins, fyrrum einræðisherra Íraks. Meira
10. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 163 orð

Hálkuvörn og snjómokstur boðinn út

REYKJAVÍKURBORG hefur ákveðið að bjóða út snjómokstur og hálkuvörn í borginni en Vélamiðstöðin og Malbikunarstöðin Höfði hafa fram til þessa séð um starfsemina. Meira
10. ágúst 2004 | Minn staður | 170 orð | 1 mynd

Heimasíða Fjölbrautaskóla Snæfellinga opnuð

Grundarfjörður | Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra opnaði nýja heimasíðu Fjölbrautaskóla Snæfellinga formlega kl. 11 í gærmorgun. Meira
10. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 227 orð

Hestamenn beri ekki riðusmit

SIGURÐUR Sigurðarson, dýralæknir á Keldum, hefur birt hestamönnum ákall og viðvörun á vef Bændasamtakanna vegna riðuveiki í sauðfé, sem komið hefur upp á nokkrum bæjum um landið á árinu. Meira
10. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 162 orð | 1 mynd

Hitametin gætu fallið í dag

HITINN fór víða um land yfir 20 gráður í gær. Hiti mældist hæstur 26,5 stig í Hjarðarlandi í Biskupstungum. Í höfuðborginni mældist hitinn hæstur, samkvæmt hámarksmæli, 20,7 stig. Meira
10. ágúst 2004 | Erlendar fréttir | 41 orð | 1 mynd

Hjólað í svalt vatnið

UNGVERSKI hjólreiðamaðurinn Zoltan Sinka stekkur á hjóli sínu í Pecs-vatn, nálægt bænum Peca um 180 km sunnan við Búdapest. Ungt fólk hefur tekið upp þann sið að hjóla fram af palli á bryggju til að kæla sig í vatninu í... Meira
10. ágúst 2004 | Minn staður | 135 orð | 1 mynd

Hólahátíð

HÓLAHÁTÍÐ verður haldin dagana 13.-15. ágúst. Dagskráin hefst á föstudag kl. 20 með málþingi í Auðunarstofu um kirkjutónlist á miðöldum. Kristján Valur Ingólfsson mun flytja erindi og Söngflokkurinn Voces Thules fer með tóndæmi. Meira
10. ágúst 2004 | Erlendar fréttir | 199 orð

Hóta að fremja hryðjuverk í Danmörku

ÁÐUR óþekktur íraskur hópur hefur hótað hryðjuverkum í Danmörku verði liðsafli Dana í Írak ekki kallaður heim. Hótunin kom fram um liðna helgi á vefsíðu einni og var birt í nafni Abu Bakr al-Seddiq-herdeildanna. Meira
10. ágúst 2004 | Minn staður | 294 orð | 1 mynd

Hugmyndir um stofnun embættis handverksfulltrúa kynntar

UM 7-8 þúsund gestir komu á handverkshátíðina Handverk 2004 á Hrafnagili í Eyjafjarðarsveit sem stóð frá sl. fimmtudegi til sunnudags. Þetta eru heldur fleiri gestir en sóttu hátíðina í fyrra, að sögn Bjarkar Sigurðardóttur framkvæmdastjóra. Meira
10. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 275 orð | 1 mynd

Húsfyllir í árlegri messu

LISTAVERK til minningar um lækninn og tónskáldið Sigvalda Kaldalóns var afhjúpað á laugardaginn í Flateyjarkirkju á Breiðafirði þegar hin árlega messa fór fram. Reykhólahreppur og héraðssjóður Barðastrandarprófastsdæmis fjármögnuðu verkið. Meira
10. ágúst 2004 | Minn staður | 214 orð | 1 mynd

Íbúafjöldi í Hafnarfirði stefnir í 22 þúsund

Hafnarfjörður | Hafnfirðingar eru orðnir 21.731 talsins og allt stefnir í að fjöldi íbúa verði kominn yfir 22 þúsund um áramótin, að því er fram kemur á vefsíðu Hafnarfjarðarbæjar. Á sama tíma í fyrra voru íbúar bæjarins 21. Meira
10. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 757 orð | 1 mynd

Kaflaskil í Kabúl

KAFLASKIL eru að verða í sjúkrahúsmálum í Kabúl í Afganistan en Karte Se-sjúkrahúsinu, sem hátt í tugur sendifulltrúa Rauða kross Íslands hefur starfað fyrir undanfarin sextán ár, verður lokað. Meira
10. ágúst 2004 | Minn staður | 208 orð | 1 mynd

Landsbankinn veitti náms- og rannsóknarstyrki

LANDSBANKINN afhenti fyrir helgina tveimur brautskráðum nemendum frá auðlindadeild (áður sjávarútvegsdeild) og rekstrar- og viðskiptadeild við Háskólann á Akureyri náms- og rannsóknarstyrki. Hvor styrkur er 500. Meira
10. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 37 orð

Lést í Bláa lóninu

DRENGURINN, sem lést í Bláa lóninu sl. föstudag, hét Bär Luca, frá Bottenwilt í Sviss. Hann var 14 ára gamall, fæddur 16. október 1989. Drengurinn var á ferðalagi hér á landi ásamt foreldrum sínum þegar slysið... Meira
10. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 102 orð

Lögmæti upplýsingagjafar skattstjóra verði kannað

STJÓRN Heimdallar vill að umboðsmaður Alþingis kanni hvort samantekt skattstjóra á listum yfir hæstu skattgreiðendur standist lög og vandaða stjórnsýsluhætti. Meira
10. ágúst 2004 | Erlendar fréttir | 422 orð | 2 myndir

Manntjón í kjarnorkuveri í Japan

FJÓRIR starfsmenn japansks kjarnorkuvers týndu lífi í gær þegar gufa lak út úr hverfli. Að minnsta kosti sjö menn slösuðust alvarlega. Slysið varð í Mihama-kjarnorkuverinu um 350 kílómetra vestur af Tókýó, höfuðborg Japans. Meira
10. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 424 orð | 3 myndir

Málmflísarnar þeytast eins og byssukúlur

"ÞAÐ er ekki hvellurinn sem er hættulegastur heldur allar málmflísarnar sem þeytast frá sprengjunni eins og byssukúlur," segir Jónas Þorvaldsson, sprengjusérfræðingur hjá Landhelgisgæslunni, áður en rafstraumi er hleypt á litla sprengjuhleðslu... Meira
10. ágúst 2004 | Minn staður | 469 orð | 1 mynd

Með níu manns í vinnu

Reykjavík | Þrátt fyrir að vera ungur að árum er hinn 17 ára gamli Agnar Þór Rúnarsson með níu manns í vinnu og hefur alfarið séð um rekstur Grillturnsins frá því í desember í fyrra. Meira
10. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 304 orð | 2 myndir

Metfjöldi erlendra ferðamanna í júlí

KOMUM erlendra ferðamanna til Íslands fjölgar mjög. Skv. Meira
10. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 396 orð | 1 mynd

Mikilvæg forsenda fyrir farþega- og fraktflugi

LOFTFERÐASAMNINGUR milli Íslands og kínverska sjálfstjórnarsvæðisins Hong Kong var undirritaður í Ráðherrabústaðnum í gær. Meira
10. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 51 orð | 1 mynd

Minnast fórnarlamba kjarnorkuárása

Í GÆRKVÖLDI var kertum fleytt á Reykjavíkurtjörn til að minnast fórnarlamba kjarnorkuárásanna í Hiroshima og Nagasaki árið 1945. Samstarfshópur friðarhreyfinga stóð að minningarathöfninni en þetta er í 20. Meira
10. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 314 orð

Ný spá gerir ráð fyrir svipuðu flóði í Jöklu

LANDSVIRKJUN ákvað á fundi sérfræðinga sinna í gær að láta varnarstíflu við Kárahnjúkavirkjun í 496 metra hæð yfir sjó duga. Meira
10. ágúst 2004 | Minn staður | 80 orð

Olís og Orkan sækja um lóðir

Ísafjörður | Á fundi bæjarráðs Ísafjarðar í gær voru teknar fyrir beiðnir frá bæði Olíuverslun Íslands og Orkunni um lóðaúthlutanir, að því er fram kemur á fréttavef BB á Ísafirði. Meira
10. ágúst 2004 | Erlendar fréttir | 274 orð

Óttast neyð út af engisprettunum

SÉRFRÆÐINGAR í landbúnaðarmálum óttast, að allt að ein milljón manna lendi á vergangi vegna engisprettuplágunnar í Vestur-Afríku. Í Máritaníu hefur engisprettan étið upp allt á einni milljón hektara ræktarlands og í það sama stefnir í Malí og Níger. Meira
10. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 185 orð

Óvenju heitur loftmassi úr austri er yfir landinu

"ÓVENJULEGA heitur loftmassi er yfir landinu sem kemur úr austri og suðaustri," segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur, "en undanfarnar þrjár vikur hefur verið mjög hlýtt í Norður-Evrópu og Skandinavíu. Meira
10. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 276 orð | 2 myndir

"Þetta er ekki að smella saman"

KJARAVIÐRÆÐUR sjómanna og útvegsmanna hófust á nýjan leik hjá ríkissáttasemjara í gærmorgun eftir tæplega þriggja mánaða hlé. Meira
10. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 57 orð | 1 mynd

Ráðherrar skoðuðu Goðafoss

FORSÆTISRÁÐHERRAR Norðulandanna fimm voru á ferð um Norðurland í gær eftir fund þeirra í Sveinbjarnargerði í Eyjafirði í fyrradag. Skoðuðu þeir Goðafoss, hverina austan Námafjalls og snæddu hádegisverð við jarðböðin í Mývatnsveit. Meira
10. ágúst 2004 | Minn staður | 275 orð

Reiðleið liggi austan Eyjafjarðarár

SVEITARSTJÓRN Eyjafjarðarsveitar hefur samþykkt tillögu að aðalskipulagi, sem gerir ráð fyrir að reiðleið alla leið frá Akureyri að Melgerðismelum verði á austurbakka Eyjafjarðarár. Lega reiðleiðar á þessari leið hefir lengi verið deilumál. Meira
10. ágúst 2004 | Erlendar fréttir | 1011 orð | 2 myndir

Rísandi stjarna á himni bandarískra stjórnmála

Barack Obama er spáð miklum frama í bandarískum stjórnmálum og búist er við að hann verði eini blökkumaðurinn í öldungadeild Bandaríkjaþings eftir kosningarnar í nóvember. Aðeins tveir blökkumenn hafa átt sæti í deildinni frá 1877. Meira
10. ágúst 2004 | Minn staður | 347 orð | 1 mynd

Saltfiskur og sjávarmenning í Grindavík

Grindavík | Áhugamenn um saltfisk og sjávarmenningu finna svo sannarlega eitthvað við sitt hæfi í Saltfisksetrinu í Grindavík þessa dagana. Tvær sýningar standa nú yfir í setrinu. Meira
10. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 355 orð

Siðanefnd HÍ vill vísa málinu frá

LÖGBANNSMÁL Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, prófessors við Háskóla Íslands, gegn siðanefnd HÍ var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Meira
10. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 86 orð

Slasaðist á handlegg í Skjóldal

Á FJÓRÐA tímanum í gær var leitað til Hjálparsveitarinnar Dalbjargar eftir aðstoð vegna konu sem sögð var handleggsbrotin í Skjóldal vestur úr Eyjafjarðardal. Slysið varð með þeim hætti að hestur sparkaði í handlegg konunnar. Meira
10. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 388 orð | 1 mynd

Spennandi og ögrandi starf framundan

GUÐRÚN Dögg Guðmundsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands og tók við störfum á miðvikudag. Meira
10. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 40 orð

Talinn hafa fengið hjartaáfall undir stýri

MAÐUR sem ók á glugga á vegg verslunar Nóatúns við Hringbraut í Reykjavík kl. 10:22 í gærmorgun og var í kjölfarið fluttur á sjúkrahús lést þar, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Reykjavík. Talið er að maðurinn hafi fengið hjartaáfall undir... Meira
10. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 142 orð

Tónleikar í Kerinu

TÓNLEIKAR verða haldnir í Kerinu í Grímsnesi á laugardaginn klukkan 14, þar sem fram kemur landslið stórsöngvaranna, að sögn Árna Johnsen skipuleggjenda þeirra. Meira
10. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 55 orð | 1 mynd

Tveir á sjúkrahús eftir árekstur

ÁREKSTUR varð á Gjábakkavegi klukkan þrjú í fyrradag þegar jepplingur og hópferðabifreið skullu saman en vegurinn er mjór á þessum slóðum. Meira
10. ágúst 2004 | Minn staður | 149 orð | 1 mynd

Tvíburar í ágústblíðu

Þórshöfn | Þeir nutu sín vel í ágústblíðunni, tvíburarnir Birkir Mensalder og Heiðmar Andri á Þórshöfn, þegar ljósmyndari Morgunblaðsins mætti þeim á dögunum. Meira
10. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 88 orð

Undirbúningur hófst 2002

UNDIRBÚNINGUR að samningsgerðinni við Hong Kong hófst seint á árinu 2002 og lauk í október sl. er Ólafur Egilsson sendiherra átti ásamt samninganefnd viðræður þar eystra og áritaði samningstextann af Íslands hálfu. Meira
10. ágúst 2004 | Minn staður | 322 orð | 1 mynd

Úr bæjarlífinu

Töluverð breyting | hefur orðið á hafnarsvæðinu á Þórshöfn en þar hafa miklar endurbætur staðið yfir og er enn ekki lokið. Fyrir smábátana munar mikið um nýja upptökubraut sem er senn tilbúin en aðeins smávægileg vinna er eftir við hana. Meira
10. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 235 orð | 4 myndir

Úti við leik og störf í góðu veðri

HÖFUÐBORGARBÚAR sem og aðrir landsmenn fögnuðu hlýindunum í gær og nýttu veðrið til að vera úti við leik og störf. Á Seltjarnarnesi var margt um manninn og var fólk á öllum aldri úti við að njóta veðurblíðunnar til hins ýtrasta. Meira
10. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 755 orð | 1 mynd

Vatnavextir á um 15 ára fresti

Árið 1977 voru það miklir vatnavextir í Jökulsá á Dal að rennslið náði 1.030 m³/sek. Árið 1991, 14 árum síðar, óx aftur í ánni og varð rennslið mest 1.020 m³/sek. Meira
10. ágúst 2004 | Erlendar fréttir | 86 orð | 1 mynd

Vaxandi ófriður í Írak

LIÐSMENN sjítaklerksins Moqtada al Sadrs skjóta af sprengivörpu í borginni Najaf en þar og víðar í Írak hafa geisað harðir bardagar milli þeirra og bandarískra hermanna. Sadr hét því í gær að verja borgina til síðasta blóðdropa. Meira
10. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 266 orð | 1 mynd

Vekja athygli á stærðfræði

FÉLAG um eflingu verk- og tæknifræðimenntunar hefur ákveðið að efna til ritgerðarsamkeppni um stærðfræði. Þetta er í fyrsta sinn sem samkeppnin er haldin og vonast félagið til þess að þátttakan verði góð. Meira
10. ágúst 2004 | Innlendar fréttir | 90 orð

Viktoría lýkur sundinu í dag

BREIÐAFJARÐARSUNDI Viktoríu Áskelsdóttur sjósundkonu lýkur á hádegi í dag þegar hún hyggst synda frá Stakksey og inn í höfnina á Stykkishólmi. Þá mun Viktoría hafa synt um 62 kílómetra langa leið en hún hóf sundið frá Lambanesi á Barðaströnd hinn 24. Meira
10. ágúst 2004 | Erlendar fréttir | 265 orð | 1 mynd

ÖSE fylgist með kosningum í Bandaríkjunum

ÁKVEÐIÐ hefur verið að nefnd á vegum Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) fylgist með framkvæmd forsetakosninganna í Bandaríkjunum í nóvember en sem kunnugt er kom ýmislegt uppá fyrir fjórum árum, einkum og sérílagi í Flórída-ríki þar sem úrslitin... Meira

Ritstjórnargreinar

10. ágúst 2004 | Leiðarar | 251 orð

Áfengi er eiturlyf

Það er rétt sem Göran Persson, forsætisráðherra Svía, sagði á blaðamannafundi í fyrradag í kjölfar forsætisráðherrafundar Norðurlanda í Sveinbjarnargerði, að áfengi er eiturlyf, sem hefur mikil félagsleg áhrif. Meira
10. ágúst 2004 | Leiðarar | 259 orð | 2 myndir

Banki í Bretlandi

KB banki hefur augljóslega augastað á banka í Bretlandi og hefur haft um skeið. KB banki hefur eignazt umtalsverðan hlut í brezka bankanum. Meira
10. ágúst 2004 | Leiðarar | 177 orð

Samkeppniseftirlit

Georg Ólafsson, forstjóri Samkeppnisstofnunar, hefur lýst því að stofnunin ráði tæpast við þau verkefni, sem að henni snúa vegna mannaskorts. Hann hefur viðrað hugmyndir um að eftirlitsskyldir aðilar greiði kostnað við rekstur stofnunarinnar. Meira
10. ágúst 2004 | Leiðarar | 161 orð

Þýzkan og þýzku blöðin

Í Morgunblaðinu í gær var frá því skýrt, að þýzka útgáfufélagið Axel Springer, sem gefur út dagblöðin Bild og Die Welt, hefði ásamt vikuritinu Der Spiegel ákveðið að taka aftur upp gamlar stafsetningarreglur sem afnumdar voru fyrir sex árum. Meira

Menning

10. ágúst 2004 | Bókmenntir | 376 orð | 1 mynd

BÆKUR - Börn

Texti: Madonna. Myndir: Gennady Spirin. Silja Aðalsteinsdóttir þýddi. 32 bls. Mál og menning 2004. Meira
10. ágúst 2004 | Menningarlíf | 697 orð | 2 myndir

Dans gerir kröfur til áhorfenda

Íslensku dansararnir standa sig bara mjög vel," segir bandaríski dansarinn og danshöfundurinn Miguel Gutierrez þegar hann sest niður milli námskeiða með blaðamanni. Meira
10. ágúst 2004 | Menningarlíf | 416 orð

Einnota leikrit

Í framhaldi af vangaveltum um daginn um hversu tilviljanakennd útgáfa leikrita hefur verið í gegnum árin má svo velta fyrir sér hvort leikrit sé alltaf heppilegast að lesa á bók. Meira
10. ágúst 2004 | Menningarlíf | 442 orð | 2 myndir

Fjörutíu milljónir hafa séð auglýsinguna

Þrír íslenskir piltar, sem stunda nám í grafískri hönnun við Lorenzo de Medici-skólann í Flórens, fengu óvænt tækifæri í vor til að gera sjónvarpsauglýsingu til birtingar á ítölskum sjónvarpsstöðvum. Meira
10. ágúst 2004 | Menningarlíf | 430 orð | 3 myndir

Fólk folk@mbl.is

Stjarnan í nýju Spider-Man myndinni, Kirsten Dunst , hefur greint frá ástæðu þess að upp úr sambandi hennar og Jake Gyllenhaal slitnaði, að því er kemur fram á vefnum Digitalspy. Fröken Dunst segir að Jake sé heimakær en hún sé mikið fyrir skemmtanir. Meira
10. ágúst 2004 | Menningarlíf | 210 orð | 2 myndir

Fólk folk@mbl.is

Söngkonan Gloria Estefan hyggst draga sig í hlé á opinberum vettvangi þar sem hún ætlar að einbeita sér að uppeldi níu ára dóttur sinnar. Estefan, sem er 46 ára, hefur hafið sitt síðasta söngferðalag um Bandaríkin í bili að minnsta kosti. Meira
10. ágúst 2004 | Menningarlíf | 91 orð | 1 mynd

Giftingar og góð ráð

Brúðkaupsþátturinn Já! hefur notið mikilla vinsælda hér á landi og sýnir Skjár einn um þessar mundir fjórðu þáttaröðina um tilvonandi brúðhjón landsins. Meira
10. ágúst 2004 | Tónlist | 814 orð | 1 mynd

Kamelljón með karakter

Poppprinsessan Pink, sem margir kalla arftaka Madonnu, verður með tónleika í Laugardalshöll í kvöld. En hver er þessi stelpa sem aðeins 24 ára gömul á að baki þrjár vinsælar breiðskífur og fjöldann allan af smellum? Meira
10. ágúst 2004 | Menningarlíf | 173 orð | 2 myndir

Lindsay Lohan með flest verðlaun

UNGSTIRNIÐ Lindsay Lohan hlaut flest verðlaun á nýafstaðinni Teen Choice-verðlaunahátíð, meðal annars sem besta gamanleikkonan fyrir kvikmyndina Mean Girls . Meira
10. ágúst 2004 | Menningarlíf | 114 orð | 1 mynd

...Oprah Winfrey

Bandaríska sjónvarpskonan Oprah Winfrey er einhver vinsælasti þáttastjórnandi allra tíma og hafa þættir hennar verið sýndir í sjónvarpi nær sleitulaust frá árinu 1986. Meira
10. ágúst 2004 | Menningarlíf | 244 orð | 3 myndir

Plötur P!nk

Can't Take Me Home (2000) Jómfrúrplata P!nk er undir styrkri stjórn hins goðsagnakennda upptökuteymis L.A. og Babyface og vakti platan þegar á henni verðskuldaða athygli. Meira
10. ágúst 2004 | Menningarlíf | 66 orð | 1 mynd

Strandskór mótmæla

MÓTMÆLENDUR taka oft á sig hinar fjölbreytilegustu myndir til að koma boðskap sínum á framfæri. Hér sjást Bandaríkjamennirnir Max Bollini og Alison Aikele íklæddir strandskóm í mótmælaskyni við stefnu forsetaframbjóðandans Johns Kerry. Meira
10. ágúst 2004 | Menningarlíf | 197 orð | 1 mynd

Svifið seglum óþöndum

Graham Coxon verður að eilífu gaurinn sem var einu sinni í Blur. Nema hann fari að sýna eitthvað af viti. Meira
10. ágúst 2004 | Tónlist | 108 orð | 1 mynd

Teiknimynd með Krumma

ÞUNGAROKKSTÍMARITIÐ Kerrang! fer hamförum í aðdáun sinni á Mínus um þessar mundir sem er að sjálfsögðu hið besta mál. Meira
10. ágúst 2004 | Tónlist | 271 orð

TÓNLIST - Fríkirkjan í Reykjavík

Duo Teneritas: Ólöf Sigursveinsdóttir á barokkselló og Hanna Loftsdóttir á gömbu. Fimmtudagurinn 5. ágúst 2004 kl. 20.30. Meira
10. ágúst 2004 | Tónlist | 263 orð

TÓNLIST - Hallgrímskirkja

Inga Rós Ingólfsdóttir sellóleikari og Hörður Áskelsson orgelleikari. Fimmtudagurinn 5. ágúst 2004 kl. 12.00. Meira
10. ágúst 2004 | Tónlist | 322 orð

TÓNLIST - Sigurjónssafn

Verk eftir Schumann, Adolphe og Franck. Margrét Árnadóttir selló, Lin Hong píanó. Þriðjudaginn 3. ágúst kl. 20.30. Meira
10. ágúst 2004 | Kvikmyndir | 619 orð | 2 myndir

Trúin á það sem maður gerir

MARÍA SÓLRÚN Sigurðardóttir er kvikmyndagerðarkona sem búsett er í Berlín. Nýjasta kvikmynd hennar, Jargo , er tilnefnd til Amanda-verðlaunanna en það eru norsk kvikmyndaverðlaun sem hafa verið veitt árlega frá árinu 1993. Meira
10. ágúst 2004 | Kvikmyndir | 129 orð | 1 mynd

Töffarinn eilífi Tom Cruise trekkir

NÝJASTA kvikmynd Tom Cruise, sem nefnist Collateral , komst í efsta sæti yfir aðsóknarmestu kvikmyndirnar í Bandaríkjunum yfir helgina. Meira
10. ágúst 2004 | Kvikmyndir | 302 orð | 1 mynd

Uppskera óttans

Leikstjóri: M. Night Shyamalan. Aðalleikendur: Bryce Dallas Howard, Joaquin Phoenix, Adrien Brody, William Hurt, Sigourney Weaver, Brendan Gleeson. 120 mínútur. Bandaríkin. 2004. Meira
10. ágúst 2004 | Menningarlíf | 507 orð | 1 mynd

Windows og Office á íslensku

ÍSLENSK útgáfa af nýjustu gerð Windows-stýrikerfisins, Windows XP, sem er útbreiddasta stýrikerfi á Íslandi, var kynnt í gær. Meira

Umræðan

10. ágúst 2004 | Bréf til blaðsins | 286 orð

Á Þrastalundur betra skilið?

Á LEIÐ minni austur í sveit um daginn kom ég við í Þrastalundi. Nýbyggt hús í stað þess gamla var risið í þessum fagra lundi. Vægast sagt varð ég fyrir óskaplegum vonbrigðum með þetta hús. Meira
10. ágúst 2004 | Aðsent efni | 691 orð | 1 mynd

Endurskoðun laga um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla

Sigursveinn Magnússon skrifar um tónlistarmenntun.: "Þegar endurskoða á lög um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla er að mörgu að hyggja." Meira
10. ágúst 2004 | Aðsent efni | 341 orð | 2 myndir

Gerum það eina rétta, endurnýjum stjórn Heimdallar

Margrét Einarsdóttir og Ásta S. Sigurbjörnsdóttir skrifa um stjórnmál: "Við hvetjum ungt sjálfstæðisfólk til þess að veita Bolla Thoroddsen og hans fólki umboð til breytinga. Þá mun ásýnd Heimdallar breytast til batnaðar." Meira
10. ágúst 2004 | Aðsent efni | 926 orð | 1 mynd

Gætum auðlinda hafsins og þær munu gæta okkar

Eftir Ben Bradshaw: "Í þessari heimsókn minni til Íslands vonast ég til að geta kynnt mér frekar málaflokk sem Íslendingar hafa mikla reynslu í til að geta betur mótað framtíðarstefnu okkar." Meira
10. ágúst 2004 | Aðsent efni | 793 orð | 1 mynd

Leigubifreiðar og Flugstöð Leifs Eiríkssonar

Guðmundur Bogason svarar Guðmundi Hallvarðssyni: "Ef fulltrúar ríkisvaldsins telja að taxtar leigubifreiða séu of háir á Íslandi, er nærtækast fyrir þá að snúa sér að því að lækka álögur og síaukinn kostnað við rekstur þeirra..." Meira
10. ágúst 2004 | Bréf til blaðsins | 283 orð | 1 mynd

Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Drög án titils FÓSTURLANDSINS freyja, fram í heiðanna ró, spegill, brák, undan svarta bakkanum, fram af eyraroddanum. Ómar í þögn, norðan Vatnajökuls. Meira

Minningargreinar

10. ágúst 2004 | Minningargreinar | 1579 orð | 1 mynd

ÁSGERÐUR KLEMENSDÓTTIR

Ásgerður Klemensdóttir fæddist að Dýrastöðum í Norðurárdal 21. maí 1909. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 2. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Klemenz Jónsson bóndi á Dýrastöðum, f. 2. júlí l878, d. 14. Meira  Kaupa minningabók
10. ágúst 2004 | Minningargreinar | 971 orð | 1 mynd

HELGA HRÖNN UNNSTEINSDÓTTIR

Helga Hrönn Unnsteinsdóttir fæddist á Króksstöðum í Kaupangssveit í Eyjafirði 21. júní 1933. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 2. ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigríður Helgadóttir, f. á Króksstöðum 16. júní 1915, d. 12. Meira  Kaupa minningabók
10. ágúst 2004 | Minningargreinar | 2542 orð | 1 mynd

JENS HINRIKSSON

Jens Hinriksson vélstjóri fæddist í Reykjavík 21. okt. 1922. Hann lézt á Landspítalanum í Fossvogi að morgni 2. ágúst síðastliðins. Foreldrar hans voru Hinrik Hjaltason, f. 15.10. 1888, d. 13.7. Meira  Kaupa minningabók
10. ágúst 2004 | Minningargreinar | 2914 orð | 1 mynd

SOFFÍA JÓNSDÓTTIR

Soffía Jónsdóttir fæddist í Nýpukoti í Víðidal í V-Húnavatnssýslu 29. apríl 1916. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga á Húsavík 29. júlí síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Elínborg Hannesdóttir, f. 13. júní 1879, d. 22. Meira  Kaupa minningabók
10. ágúst 2004 | Minningargreinar | 1193 orð | 1 mynd

STEINGRÍMUR HARALDUR GUÐMUNDSSON

Steingrímur Haraldur Guðmundsson fæddist á Siglufirði 19. maí 1935. Hann lést á bráðamóttöku Landspítala við Hringbraut laugardaginn 31. júlí síðastliðinn. Foreldrar Steingríms voru hjónin Kristín Árnadóttir, f. á Sörlastöðum í Seyðisfirði 1893, d. Meira  Kaupa minningabók
10. ágúst 2004 | Minningargreinar | 1106 orð | 1 mynd

ÞÓRÐUR E. HALLDÓRSSON

Þórður Einar Halldórsson fæddist í Skálmardal í Múlahreppi 11. janúar 1917. Hann lést á Hrafnistu í Hafnarfirði 31. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Þórðardóttir, f. að Þórisstöðum 1878, d. 1965, og Halldór Sveinsson, f. í Æðey 1877, d.... Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

10. ágúst 2004 | Sjávarútvegur | 229 orð | 1 mynd

Úr bökkum í flæði

FISKVINNSLAN Jakob Valgeir ehf. í Bolungarvík hefur skipt úr bakkakerfi yfir í nýtt og fullkomið vinnslukerfi frá Marel. Þessi breyting er hluti af framtíðarsýn fyrirtækisins sem leggur áherslu á að hækka afurðaverð, bæta nýtingu, auka afköst og gæði. Meira

Viðskipti

10. ágúst 2004 | Viðskiptafréttir | 377 orð | 1 mynd

Actavis hagnast um þrjá milljarða

HAGNAÐUR Actavis Group hf. á fyrri helmingi þessa árs nam 34 milljónum evra eftir skatta, sem svarar til tæplega þriggja milljarða íslenskra króna. Hagnaðurinn á sama tímabili í fyrra var 31 milljón evra. Meira
10. ágúst 2004 | Viðskiptafréttir | 207 orð | 1 mynd

Allt hlutaféð seldist

ÚTBOÐI á rúmlega 110 milljónum nýrra hluta í KB banka er lokið og skráðu forgangsréttarhafar sig fyrir mun fleiri hlutum en í boði voru, að því er segir í tilkynningu frá bankanum. Söluverð hlutabréfanna nemur 39,6 milljörðum króna. Meira
10. ágúst 2004 | Viðskiptafréttir | 64 orð

Hærra eldsneytisgjald hjá BA

BRITISH Airways, BA, ætlar frá og með morgundeginum að rúmlega tvöfalda eldsneytisgjald á lengri flugleiðum til að vega á móti kostnaði vegna hærra olíuverðs, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá flugfélaginu. Meira
10. ágúst 2004 | Viðskiptafréttir | 188 orð

Í samræmi við væntingar

HAGNAÐUR Actavis Group á fyrstu sex mánuðum þessa árs hækkaði hlutfallslega minna, samanborið við sama tímabil á síðasta ári, en tekjur og EBITDA. Í tilkynningu frá félaginu segir að þetta skýrist m.a. Meira
10. ágúst 2004 | Viðskiptafréttir | 51 orð

Lítilsháttar hækkun

ÚRVALSVÍSITALA Aðallista Kauphallar Íslands hækkaði lítillega í gær, um 0,2%, og lokagildið var 3.111 stig. Viðskipti með hlutabréf námu 2,3 milljörðum króna og þar af var rúmur helmingur með bréf KB banka. Meira

Daglegt líf

10. ágúst 2004 | Daglegt líf | 166 orð | 1 mynd

Gulrótarbuff

Glænýjar íslenskar gulrætur eru komnar í verslanir og því tilvalið að búa til holl gulrótarbuff. 300 g kartöflur 500 g gulrætur 2 msk. ólífuolía 1 egg 1-2 vorlaukar, saxaðir smátt 1 msk. ferskt timjan, saxað (einnig má nota basilíku) 1/2 tsk. Meira
10. ágúst 2004 | Daglegt líf | 472 orð | 2 myndir

Hreykja sér á hæsta steininn ...

Handbókin Íslensk fjöll. Gönguleiðir á 151 tind, sem út kom nú í sumar, hefur fallið í góðan jarðveg meðal almennings en hún er meðal söluhæstu bóka í bókabúðum landsins. Meira
10. ágúst 2004 | Daglegt líf | 826 orð | 3 myndir

Íslensk fjallagrös í fegrunarhlutverki

Íslensk fjallagrös verður bráðlega að finna í nokkrum hár- og snyrtivörum Aveda. David Hircock frá Aveda var fyrir skemmstu á ferð hér á landi til að kynna sér jurtina og landsvæðið þar sem hún vex. Meira
10. ágúst 2004 | Afmælisgreinar | 616 orð | 2 myndir

SÆMUNDUR ÓSKARSSON

Föðurbróðir minn, Sæmundur Óskarsson, er áttræður í dag, 10. ágúst. Sjálfur hefur hann marghótað því að verða aldrei svo gamall og sennilega er það eitt af því fáa sem hann hefur ekki staðið við um ævina, sem betur fer. Meira
10. ágúst 2004 | Daglegt líf | 44 orð

Vissir þú að fjallagrös...

* Eru eins konar sambland svepps og þörungs * Geta dregið í sig um það bil tíu sinnum sína eigin þyngd í vökva * Búa yfir ýmsum eiginleikum sýklalyfja * Hafa verið notuð víða um heim og voru mikið notuð í fyrri heimsstyrjöldinni til að stöðva... Meira

Fastir þættir

10. ágúst 2004 | Dagbók | 32 orð

50 ÁRA afmæli.

50 ÁRA afmæli. Í dag verður fimmtug Kolbrún Þóra Björnsdóttir . Kolbrún og eiginmaður hennar, Jón Þorbergur Oliversson, taka fagnandi á móti vinum og frændgarði á heimili sínu þann dag frá kl.... Meira
10. ágúst 2004 | Fastir þættir | 187 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

Evrópumótið í Málmey. Meira
10. ágúst 2004 | Fastir þættir | 291 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson

Eldri borgarar Kópavogi Það var spilað á 9 borðum sl. föstudag og urðu úrslitin þessi í N/S: Albert Þorsteinss. - Ragnar Björnss. 226 Ingibj. Halldórsd. - Sigríður Pálsd. 223 Einar Markússon - Magnús Oddsson 221 A/V: Helga Helgad. - Sigrún Pálsd. Meira
10. ágúst 2004 | Dagbók | 29 orð | 1 mynd

DEMANTSBRÚÐKAUP .

DEMANTSBRÚÐKAUP . Í dag, þriðjudaginn 10. ágúst, eiga 60 ára hjúskaparafmæli hjónin Hulda Pálsdóttir, Furugerði 1, Reykjavík, og Þorfinnur Bjarnason, fyrrv. sveitarstjóri á Skagastönd. Þorfinnur dvelur nú á hjúkrunarheimilinu... Meira
10. ágúst 2004 | Dagbók | 38 orð | 1 mynd

Flauta, klarinett og harpa

Á ÞRIÐJUDAGSTÓNLEIKUM í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar kl. 20. Meira
10. ágúst 2004 | Dagbók | 415 orð | 1 mynd

Góð uppskera í Skólagörðunum

Svanhildur Björk Sigfúsdóttir, yfirverkstjóri Skólagarða Reykjavíkur, er 35 ára Reykvíkingur og garðyrkjufræðingur. Hún lauk námi árið 1992 og starfar hjá Ræktunarstöð Reykjavíkurborgar, þar sem m.a. eru ræktuð öll sumarblóm fyrir borgina. Frá síðasta vori hefur hún haft umsjón með Skólagörðunum. Svanhildur Björk segist hafa haft áhuga á garðyrkju frá því að hún var smástelpa og er sjálf gamall "nemandi" Skólagarðanna. Meira
10. ágúst 2004 | Dagbók | 145 orð

Leika fjórhent á flygil í Norræna húsinu

Þeir kalla sig Duo Heide-Flores og eru þeir Morten Heide Hansen frá Danmörku og Rogelio Flores Aguirre frá Mexíkó, sem spila klassíska tónlist fjórhent á píanó í Norræna húsinu á morgun, miðvikudag, kl. 15.30. Aðgangur er ókeypis. Meira
10. ágúst 2004 | Dagbók | 279 orð | 1 mynd

Messað í Ábæjarkirkju í Skagafirði

MESSAÐ var í Ábæjarkirkju í Austurdal í Skagafirði um verslunarmannahelgina eins og mörg undanfarin ár. Sóknarprestur, séra Ólafur Þ. Hallgrímsson á Mælifelli, prédikaði og þjónaði fyrir altari. Meira
10. ágúst 2004 | Viðhorf | 862 orð

Niður með LADAbæ

Þannig er peningum skattborgaranna miklu betur varið í það að mennta fólk í því að vera sjálfbjarga en að stífla ár og byggja síðan yfir fólkið verksmiðjur. Meira
10. ágúst 2004 | Dagbók | 52 orð

Orð dagsins: Jesús segir við hann:...

Orð dagsins: Jesús segir við hann: "Þú trúir, af því þú hefur séð mig. Sælir eru þeir, sem hafa ekki séð og trúa þó." (Jh.. 20.) Meira
10. ágúst 2004 | Dagbók | 117 orð | 1 mynd

Rangt ártal Í frétt um jarðskjálftarannsóknir...

Rangt ártal Í frétt um jarðskjálftarannsóknir á Selfossi í laugardagsblaðinu var ranglega sagt að þjóðhátíðarskjálftinn hefði orðið 17. júní árið 2001. Skjálftinn reið yfir þjóðhátíðardaginn 2000. Meira
10. ágúst 2004 | Fastir þættir | 151 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. Dc2 O-O 5. a3 Bxc3+ 6. Dxc3 b5 7. cxb5 c6 8. f3 Rd5 9. Dd3 f5 10. e4 Rc7 11. Rh3 Rxb5 12. Be3 Ba6 13. Dc2 Dh4+ 14. Bf2 Df6 15. O-O-O fxe4 16. fxe4 d5 17. e5 Dh6+ 18. Kb1 c5 19. Dxc5 Hc8 20. Db4 Rc6 21. Dd2 Dh5 22. Meira
10. ágúst 2004 | Dagbók | 93 orð | 1 mynd

Tónlistarsumarbúðir og strengjahátíð

Skálholt | Í sumar hafa verið haldin fimm stutt tónlistarnámskeið fyrir börn og ungmenni í Skálholti og stendur hið síðasta yfir núna 7.-12. ágúst, en þetta er í fjórtánda skiptið sem slík námskeið eru haldin. Meira
10. ágúst 2004 | Fastir þættir | 285 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Víkverji las í frétt um daginn að Norðurlöndin hefðu verið nefnd í umræðu í bandaríska þinginu. Ekki var þó verið að ræða hvað samfélögin hér á Norðurlöndum eru umburðarlynd eða vel heppnuð félagslega. Meira

Íþróttir

10. ágúst 2004 | Íþróttir | 247 orð

Aldrei byrjað eins illa

"ÞETTA er versta byrjun okkar svo langt sem ég man," sagði Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, eftir 3:1 tap fyrir Arsenal um helgina. United mætir Dynamo Bukarest annað kvöld í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Meira
10. ágúst 2004 | Íþróttir | 229 orð

Allt virðist ætla að ganga upp í Aþenu

"ÞAÐ virðist sem allt ætli að ganga upp hjá Grikkjum í sambandi við Ólympíuleikana," sagði Stefán Snær Konráðsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ, í samtali við Morgunblaðið í gær, en hann er kominn til Aþenu í Grikklandi þar sem Ólympíuleikarnir verða settir á föstudaginn. Meira
10. ágúst 2004 | Íþróttir | 238 orð

Annika Sörenstam með vallarmet á heimavelli

TVEIR ernir og vallarmet á síðasta keppnisdegi varð til þess að sænski kylfingurinn Annika Sörenstam sigraði á atvinnumóti kvenna á Evrópumótaröðinni sem fram fór í heimalandi hennar og lauk á sunnudag. Meira
10. ágúst 2004 | Íþróttir | 424 orð | 1 mynd

Á sama tíma að ári

FRAM hafði sætaskipti við Grindavík í gær í Landsbankadeild karla í knattspyrnu er liðið hafði betur á heimavelli sínum, 2:1. Fram er sem stendur í 8. sæti með 13 stig, einu meira en Grindavík sem er nú í fallsætinu, því 9. en á botninum er KA með 11 stig. Leikurinn bar þess merki að mikið var í húfi í þessum fallslag og komust heimamenn yfir á 23. mínútu úr umdeildri vítaspyrnu sem stuðningsmenn Grindavíkur og leikmenn munu eflaust þrefa um næstu misserin. Meira
10. ágúst 2004 | Íþróttir | 382 orð | 1 mynd

* BRYNJAR Björn Gunnarsson lék allan...

* BRYNJAR Björn Gunnarsson lék allan leikinn í vörn Watford, sem lagði QPR að velli í ensku 1. deildarkeppninni í gærkvöldi. Heiðar Helguson kom inná á 65. mín. Meira
10. ágúst 2004 | Íþróttir | 89 orð

Fernandez tekur við Porto

EVRÓPUMEISTARALIÐ Porto frá Portúgal hefur ráðið Spánverjann Victor Fernandez til liðsins sem þjálfara en hann er 43 ára gamall og hefur þjálfað Celta Vigo og Real Zaragoza í heimalandi sínu. Meira
10. ágúst 2004 | Íþróttir | 194 orð

Fram 2:1 Grindavík Leikskipulag: 4-4-2 Landsbankadeild...

Fram 2:1 Grindavík Leikskipulag: 4-4-2 Landsbankadeild karla, 13. umferð Laugardalsvöllur Mánudaginn 9. ágúst 2004 Aðstæður: Um 18 stiga hiti, gríðarlega gott veður. Meira
10. ágúst 2004 | Íþróttir | 253 orð

Haukar að komast á skrið

HAUKAR virðast vera að komast á skrið í 1. deildinni, unnu HK 4:1 í gær og gerðu jafntefli við Val á dögunum. Þrátt fyrir það er liðið enn í neðsta sæti en það eru ekki nema sjö stig í Þórsara, sem eru í öðru sæti deildarinnar. Gríðarlega jöfn deild. Meira
10. ágúst 2004 | Íþróttir | 69 orð

í kvöld

KNATTSPYRNA Efsta deild kvenna, Landsbankadeild: Stjörnuvöllur: Stjarnan - ÍBV 19 KR-völlur: KR - FH 19 Fjölnisvöllur: Fjölnir - Breiðablik 19 Akureyri: Þór/KA/KS - Valur 19 3. Meira
10. ágúst 2004 | Íþróttir | 360 orð | 1 mynd

* ÍSLENSKA karlalandsliðið í körfuknattleik lék...

* ÍSLENSKA karlalandsliðið í körfuknattleik lék sinn 400. landsleik á sunnudaginn þegar þeir mættu Pólverjum í Keflavík . Meira
10. ágúst 2004 | Íþróttir | 166 orð

KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Landsbankadeild: Fram...

KNATTSPYRNA Efsta deild karla, Landsbankadeild: Fram - Grindavík 2:1 Ríkharður Daðason 23. (vítaspyrna), Andri Fannar Ottósson 30. - Grétar Ólafur Hjartarson 45. Meira
10. ágúst 2004 | Íþróttir | 178 orð

Kvennalið ÍBV verður ekki í Evrópukeppni

EYJAMENN verða ekki með í Áskorendakeppninni í handknattleik en Stjarnan verður hins vegar með í keppninni. Íslands- og bikarmeistarar ÍBV höfðu áhuga á að vera með í Áskorendakeppninni, en Handknattleiksráð Evrópu gaf ekki leyfi fyrir því. Meira
10. ágúst 2004 | Íþróttir | 57 orð

Landsliðshópurinn

Markverðir: Birkir Kristinsson, ÍBV Árni Gautur Arason, Vålerenga Aðrir leikmenn: Rúnar Kristinsson, Lokeren Arnar Grétarsson, Lokeren Hermann Hreiðarsson, Charlton Þórður Guðjónsson, Bochum Helgi Sigurðsson, AGF Brynjar Björn Gunnarsson, Watford Arnar... Meira
10. ágúst 2004 | Íþróttir | 309 orð

Lynn landaði sigri í 168. tilraun

ENSKI kylfingurinn David Lynn sigraði á Opna hollenska mótinu sem lauk á sunnudaginn og vann í fyrsta skipti mót á Evrópumótaröðinni. Meira
10. ágúst 2004 | Íþróttir | 158 orð

Mutu áfram hjá Chelsea

SÓKNARMAÐURINN Adrian Mutu verður áfram í herbúðum Chelsea en í síðustu viku var útlit fyrir að hann myndi gera lánsamning við ítalska liðið Juventus. Roman Abramovich, eigandi Chelsea, var á annarri skoðun og hann vildi ekki lána Mutu til Ítalíu. Meira
10. ágúst 2004 | Íþróttir | 217 orð

Ólafur Gottskálksson æfir með Watford

ÓLAFUR Gottskálksson, knattspyrnumarkvörður frá Keflavík, fer á morgun til Englands þar sem hann æfir með 1. deildarliðinu Watford um óákveðinn tíma. Meira
10. ágúst 2004 | Íþróttir | 548 orð

"Gjörbreytt hugarfar"

Gunnar Sigurðsson, markvörður Fram, hafði í nógu að snúast í leiknum í gær gegn Grindavík og varði hvað eftir annað í leiknum. Meira
10. ágúst 2004 | Íþróttir | 518 orð | 1 mynd

"Kveðjuleikur" Birkis

"ÞAÐ eru því miður enn of margir lausir endar til að við getum birt ykkur átján manna leikmannahópinn í dag," sagði Ásgeir Sigurvinsson, landsliðsþjálfari, þegar landsliðshópurinn, sem mæta mun Ítölum á Laugardalsvelli miðvikudaginn 18. ágúst, var tilkynntur í gær. "Við Logi reiknum með að endanlegur hópur ætti að liggja fyrir á fimmtudaginn," bætti Ásgeir við. Meira
10. ágúst 2004 | Íþróttir | 112 orð

Solskjær frá næsta árið

OLE Gunnar Solskjær, Norðmaðurinn í herbúðum Manchester United, spilar líklegast ekkert með liðinu á komandi leiktíð og í versta tilfelli gæti hann verið frá keppni í allt að tvö ár. Meira
10. ágúst 2004 | Íþróttir | 155 orð

Tiger Woods jafnaði metið

ÞRÁTT fyrir að bandaríski kylfingurinn Tiger Woods hafi ekki leikið vel að undanförnu eða unnið stórmót í rúm tvö ár hefur hann verið í efsta sæti heimslistans í golfi í alls 331 viku. Meira
10. ágúst 2004 | Íþróttir | 181 orð

Tólf nýliðar

TÓLF nýliðar eru í átján manna hópi Eyjólfs Sverrissonar sem hann tilkynnti í gær, en landslið skipað leikmönnum 21 árs og yngri mætir Eistum á útivelli á miðvikudaginn kemur í Tallinn. Meira
10. ágúst 2004 | Íþróttir | 266 orð

Valsmenn auka forskot sitt

VALSMENN juku forskot sitt í 1. deild í gærkvöld þegar þeir lögðu Njarðvíkinga 3:0 í blíðskaparveðri en á blautum og erfiðum velli í Njarðvík. Valsmenn eru nú með fimm stiga forystu í deildinni. Meira
10. ágúst 2004 | Íþróttir | 203 orð | 1 mynd

Vieira er frjálst að fara

ARSENE Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, gaf um helgina fyrirliðanum Patrick Vieira frest til sunnudags til að ákveða hvað hann ætlaði að gera. Vieira hefur verið orðaður við Real Madrid upp á síðkastið og vill knattspyrnustjórinn að hann ákveði sig hið snarasta. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.