Greinar þriðjudaginn 21. desember 2004

Fréttir

21. desember 2004 | Innlendar fréttir | 59 orð | 1 mynd

400 metra löng biðstaða

Framkvæmdir við starfsmannaþorp Fjarðaáls á Reyðarfirði liggja nú niðri, þar sem starfsmenn Bechtel eru farnir í jólaleyfi. Einn starfsmaður er þó á vaktinni til eftirlits. Meira
21. desember 2004 | Minn staður | 225 orð | 1 mynd

91 nemandi brautskráður frá Fjölbrautaskóla Suðurlands

Selfoss | Níutíu og einn nemandi var brautskráður frá Fjölbrautaskóla Suðurlands 17. desember, þar af voru 59 stúdentar. Meðal þeirra sem brautskráðust var 300. nemandinn í húsasmíði. Meira
21. desember 2004 | Innlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Aðalbanki Landsbankans styrkir Hringinn

GUÐMUNDUR Ingi Hauksson, útibússtjóri Aðalbanka Landsbankans, og Birna Björnsdóttir, forstöðumaður afgreiðslu, afhentu nýlega Áslaugu Björgu Viggósdóttur, formanni Hringsins, 250 þúsund kr. styrk. Meira
21. desember 2004 | Innlendar fréttir | 276 orð | 1 mynd

Allt að 73% verðmunur á jólabókum

VERÐMUNUR á jólabókum er 11-73% samkvæmt nýjustu verðkönnun Morgunblaðsins, sem gerð var á 39 bókatitlum í 12 stórmörkuðum og bókaverslunum á höfuðborgarsvæðinu í hádeginu í gær. Meira
21. desember 2004 | Innlendar fréttir | 536 orð

Athugasemd vegna jarðhitaréttinda Reykjahlíðar

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Jónasi A. Aðalsteinssyni hæstaréttarlögmanni vegna jarðhitaréttinda Reykjahlíðar í Skútustaðahreppi: "Að gefnu tilefni í blaðaviðtali við ráðherra, sem birt er á blaðsíðu 2 í Morgunblaðinu 20.... Meira
21. desember 2004 | Innlendar fréttir | 295 orð

Aukning umönnunar-bóta áhyggjuefni

ÓLAFUR Ó. Guðmundsson, yfirlæknir á Barna- og unglingageðdeild Landspítala - háskólasjúkrahúss, segir aukningu umönnunarbóta Tryggingastofnunar ríkisins til foreldra barna með geðraskanir að vissu leyti áhyggjuefni. Meira
21. desember 2004 | Innlendar fréttir | 629 orð | 1 mynd

Á að stuðla að forvörnum

Í gær tók gildi reglugerð um aðgerðir gegn einelti á vinnustað. Markmið reglugerðarinnar er að stuðla að forvörnum og aðgerðum gegn einelti á vinnustöðum. Meira
21. desember 2004 | Innlent - greinar | 2909 orð | 4 myndir

Á aldarafmæli Þorsteins Ö. Stephensen

Þorsteinn Ö. Stephensen var hinn eini af frumherjunum í íslensku leikhúsi sem ég náði að kynnast að ráði. Meira
21. desember 2004 | Innlendar fréttir | 216 orð | 1 mynd

Á annað þúsund skráð í fjarnám

ALLS útskrifuðust 103 nemendur frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla sl. föstudag. Meira
21. desember 2004 | Innlendar fréttir | 259 orð

Álverðið hefur ekki verið hærra í níu ár

HEIMSMARKAÐSVERÐ á áli hefur að meðaltali ekki verið hærra í níu ár, eða frá árinu 1995. Meðaltalsverð er um 1.700 dollarar fyrir tonnið og hefur hátt verð haldist nokkurn veginn allt árið. Meira
21. desember 2004 | Erlendar fréttir | 223 orð | 1 mynd

Boða andóf landtökumanna

EINN af leiðtogum ísraelskra landtökumanna á Gaza hefur hvatt þá til að rísa upp og berjast gegn væntanlegum brottflutningi, jafnvel þótt það kunni að koma þeim í fangelsi. Meira
21. desember 2004 | Innlendar fréttir | 219 orð

Boð um landvistarleyfi Fischers stendur

BOÐ íslenskra stjórnvalda um landvistarleyfi til handa Robert Fischer, fyrrverandi heimsmeistara í skák, stendur. Meira
21. desember 2004 | Innlendar fréttir | 381 orð | 1 mynd

Bráðaþjónusta verður miðpunktur nýs spítala LSH

STÝRINEFND notendavinnu vegna undirbúnings nýs spítala Landspítalans - háskólasjúkrahúss (LSH) við Hringbraut hefur skilað lokaskýrslu. Næsta skref verður væntanlega samkeppni meðal arkitekta um hugmyndir um hvernig framtíðarsjúkrahúsið þurfi að líta út. Meira
21. desember 2004 | Innlendar fréttir | 243 orð

Breyting á vatninu getur spáð fyrir um jarðskjálfta

BREYTINGAR á efnasamsetningu vatns í aflögðu ostakari við borholu frá Húsavík geta gefið vísindamönnum tækifæri til að spá fyrir um jarðskjálfta. Frá þessu hefur verið greint í fjölmiðlum í Svíþjóð og af Reuters -fréttastofunni. Meira
21. desember 2004 | Innlendar fréttir | 119 orð

Bætur almannatrygginga hækka um 3,5%

BÆTUR almannatrygginga hækka um 3,5% um áramót. Þetta þýðir að grunnlífeyrir, sem ellilífeyrisþegar og öryrkjar fá, fer úr 21.249 krónum á mánuði upp í 21.993 krónur. Full tekjutrygging ellilífeyris verður eftir hækkunina 43. Meira
21. desember 2004 | Innlendar fréttir | 189 orð

Dæmdur fyrir árásir á tvær konur

KARLMAÐUR á þrítugsaldri hefur í Héraðsdómi Vestfjarða verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir tvær líkamsárásir gegn ungum konum. Annarri hrinti hann út úr bifreið á ferð og hina sló hann og hrinti. Meira
21. desember 2004 | Innlendar fréttir | 129 orð

Falsaði sölutilboð af Ebay

RÚMLEGA fimmtugur maður sem framvísaði fölsuðu sölutilboði af uppboðsvefnum Ebay vegna innflutnings á rafmagnsgítar, verður að sjá á eftir gítarnum og greiða 80.000 krónur í sekt samkvæmt dómi sem kveðinn hefur verið upp í Héraðsdómi Vestfjarða. Meira
21. desember 2004 | Innlendar fréttir | 102 orð

Fannfergi á Grenivík

Svæðisútvarpið á Akureyri sagði frá því á dögunum að gríðarlegt fannfergi væri á Grenivík, þar hefðu fallið 40 sm af snjó. Davíð Hjálmar Haraldsson orti: Grenvíkingum bjargir banna botnlaus grimmd og harka vetra, grafast undir fargi fanna 40 sm. Meira
21. desember 2004 | Innlendar fréttir | 59 orð

Fannst látin í höfninni

25 ÁRA kona fannst látin í höfninni á Blönduósi í gærmorgun en hennar hafði verið saknaði frá því fyrr um morguninn. Það var lögregla sem fann hana en skipulögð leit var þá ekki hafin. Meira
21. desember 2004 | Erlendar fréttir | 851 orð | 1 mynd

Farið að hitna undir Rumsfeld

Fréttaskýring | Áhrifamiklir þingmenn Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum segjast ekki lengur bera traust til Donalds Rumsfelds varnarmálaráðherra. Ekki er þó þar með sagt að hann verði látinn víkja, a.m.k. ekki strax. Meira
21. desember 2004 | Minn staður | 481 orð | 2 myndir

Fellirúllur í Fellabæ

Fellabær | "Ég er alveg gáttaður á því að Íslendingar skuli ekki nýta sér fellirúllur í meira mæli," segir Snorri Blöndal Sigurðsson, sem einn Íslendinga hefur lært iðngreinina "Rolladen und Jalousiebauer Handwerk". Meira
21. desember 2004 | Innlendar fréttir | 72 orð | 1 mynd

Fengitíminn hafinn

Mývatnssveit | Jón Aðalsteinsson í Vindbelg er hér að gefa fénu. Hann er með ríflega 80 höfuð í húsi í vetur og gefur tvisvar á garðann. Það fer vel um féð hjá Jóni, húsin eru rúmgóð, vel einangruð og þurr, enda sér það á skepnunum að þeim líður vel. Meira
21. desember 2004 | Innlendar fréttir | 308 orð

Fékk þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir smygl

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær 39 ára gamlan mann, Sigurð Rúnar Gunnarsson, í 3½ árs fangelsi fyrir innflutning á um einu kílói af kókaíni og einu kílói af amfetamíni. Meira
21. desember 2004 | Innlendar fréttir | 139 orð | 1 mynd

Fjögur ný svæði á Hellisheiði

ORKUVEITA Reykjavíkur hefur sótt um leyfi til Skipulagsstofnunar fyrir borun á sjö rannsóknarholum á fjórum nýjum orkuvinnslusvæðum á Hellisheiði. Meira
21. desember 2004 | Minn staður | 436 orð | 2 myndir

Forgangsraða þarf nemendum inn í skólann

ALLS voru 67 brautskráðir frá Verkmenntaskólanum á Akureyri um liðna helgi, 42 stúdentar, 7 sjúkraliðar, 1 úr starfsdeild, 9 rafvirkjar, 4 húsasmiðir og 4 iðnmeistarar. Meira
21. desember 2004 | Erlendar fréttir | 141 orð | 1 mynd

George W. Bush valinn maður ársins hjá Time

VIKURITIÐ Time hefur útnefnt George W. Bush Bandaríkjaforseta mann ársins. Bush var endurkjörinn forseti í nóvember sl. Meira
21. desember 2004 | Innlendar fréttir | 215 orð | 1 mynd

Grundartangahöfn í samvinnu við Skógræktarfélagið

Borgarfjörður | Síðasti fundur stjórnar og fulltrúaráðs Grundartangahafnar var haldinn nýlega. Grundartangahöfn heyrir brátt sögunni til sem sjálfstætt félag, verður hluti af Faxaflóahöfnum sf. Meira
21. desember 2004 | Innlendar fréttir | 196 orð | 1 mynd

Gutenberg gefur Krabbameinsfélaginu Púkk

GUTENBERG hf. hefur gefið Krabbameinsfélagi Íslands spilið Púkk til að selja til ágóða fyrir starfsemi samtakanna. Púkkinu fylgir sérhannaður spilastokkur, Sögustokkurinn, sem fyrirtækið lét gera í tilefni af aldarafmæli þess í ár. Meira
21. desember 2004 | Innlendar fréttir | 212 orð

Gæsluvarðhald fellt úr gildi

HÆSTIRÉTTUR hefur fellt úr gildi úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að maður, sem veitti öðrum manni hnefahögg á skemmtistað fyrr í þessum mánuði með þeim afleiðingum að sá lést, sæti gæsluvarðhaldi til 27. janúar. Meira
21. desember 2004 | Erlendar fréttir | 142 orð | 1 mynd

Hrósar Rumsfeld

GEORGE W. Bush Bandaríkjaforseti varði í gær Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra og sagði hann hafa staðið sig afar vel í embættinu. Sagðist forsetinn hafa orðið mjög ánægður þegar Rumsfeld samþykkti að halda áfram í embætti eftir að Bush var... Meira
21. desember 2004 | Erlendar fréttir | 731 orð | 1 mynd

Hver verður framtíð Netsins?

Sumir spá því að á næstu árum muni Netið hrynja undan vaxandi álagi frá ruslpósti, tölvuveirum, klámi og alls kyns svindli og svínaríi en aðrir sjá fyrir sér spennandi tíma, fulla af furðulegum fyrirheitum. Meira
21. desember 2004 | Innlendar fréttir | 139 orð

Íbúðalánasjóður gæti lent í vanda

SAMKVÆMT mati greiningardeilda bankanna er hætta á að Íbúðalánasjóður geti lent í vanda en eins og fram kom í Morgunblaðinu síðastliðinn sunnudag getur stefnt í þrot sjóðsins ef uppgreiðslur lána halda áfram í jafnmiklum mæli og hingað til. Meira
21. desember 2004 | Erlendar fréttir | 41 orð | 1 mynd

Jólin í stríðshrjáðu Írak

ÞRÁTT fyrir óöld og erfitt ástand í Írak reynir fólk eftir bestu getu að lifa lífinu með sem eðlilegustum hætti. Hér er fólk að kaupa inn fyrir jólin í verslun í Bagdad en kristnir menn í landinu eru um 800.000... Meira
21. desember 2004 | Innlendar fréttir | 84 orð

Kjarasamningur SÍB samþykktur

KJARASAMNINGUR Sambands íslenskra bankamanna (SÍB) við Samtök atvinnulífsins var samþykktur í atkvæðagreiðslu með liðlega 62% atkvæða en tæplega 35% vildu fella samninginn. Hátt í 83% félagsmanna SÍB eða 3. Meira
21. desember 2004 | Innlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Krumminn á kirkjuturninum

Blönduós | Krummi unir sér vel á turni gömlu kirkjunnar á Blönduósi og hefur þar góða yfirsýn og fylgist með ferðum manna og dýra. Nonni hundur nágranni hans truflar hann lítt en krummi kætist ef Krúttbakarinn missir brauðhleif á bakaríslóðinni. Meira
21. desember 2004 | Innlendar fréttir | 75 orð

Margir bændur á faraldsfæti

UM 50 bændur hafa skráð sig á hina árlega Agrómek-landbúnaðarsýninguna í Danmörku sem farin verður seinnipartinn í janúar nk. Þetta er áttunda ferðin á sýninguna. Meira
21. desember 2004 | Erlendar fréttir | 148 orð

Meira en 50 handteknir í Írak

RÚMLEGA 50 menn hafa verið handteknir vegna hryðjuverkanna í Najaf og Karbala í Írak um helgina en þau urðu 67 mönnum að bana. Segjast stjórnvöld hafa fundið tengsl á milli þeirra, sem að þeim stóðu. Meira
21. desember 2004 | Innlendar fréttir | 184 orð

Mesta innvortissmygl sem upp hefur komist

MAÐURINN sem var handtekinn á Keflavíkurflugvelli í liðinni viku eftir að tollverðir fundu fíkniefni í handfarangri hans reyndist alls hafa haft 671 gramm af kókaíni innvortis þegar hann lagði upp í smyglferðina. Meira
21. desember 2004 | Innlendar fréttir | 177 orð

Mikil hreyfing á bókaverði

MUNUR á hæsta og lægsta verði á jólabókum getur verið allt að 73% en var oftast 30-40%, eða 19 sinnum. Þetta kemur fram í verðkönnun Morgunblaðsins á 39 bókatitlum, sem gerð var í hádeginu í gær í 12 stórmörkuðum og bókaverslunum. Meira
21. desember 2004 | Minn staður | 535 orð | 1 mynd

Notar hálfa árið sem sparaðist til enskunáms í Ástralíu

Garður | "Mér finnst stærðfræðin hrikalega skemmtileg og þegar maður hefur áhuga fyrir einhverju þá gengur vel," segir Björg Ásbjörnsdóttir í Garði sem var dúx á stúdentsprófi við brautskráningu nemenda á haustönn Fjölbrautaskóla Suðurnesja í... Meira
21. desember 2004 | Innlendar fréttir | 245 orð

Notkun á varasömu lyfi eykst meðal ungmenna

ÞRÁTT fyrir viðvaranir heilbrigðisyfirvalda hefur notkun þunglyndislyfsins Paroxetín farið vaxandi meðal ungmenna yngri en 19 ára að undanförnu. Meira
21. desember 2004 | Innlendar fréttir | 85 orð

Óboðinn í sundlaugina

ÓBOÐNIR gestir voru í sundlauginni á Stokkseyri aðfaranótt laugardags. Meira
21. desember 2004 | Innlendar fréttir | 304 orð | 1 mynd

"Eru nú reyndar ekki dagsettar"

ÍSLENSKAR rjúpur fengust í gær á 1.300 krónur stykkið en margir veiðimenn setja upp mun hærra verð fyrir þennan vinsæla jólamat. Þó að veiðar á rjúpu hafi verið bannaðar frá haustinu 2003 virðist enn vera nokkurt framboð á íslenskum rjúpum. Það er a.m.k. Meira
21. desember 2004 | Innlendar fréttir | 331 orð | 1 mynd

"Okkur leið auðvitað ekki vel"

"VIÐ vorum ekkert stressaðir, ekki þannig. Meira
21. desember 2004 | Innlendar fréttir | 437 orð | 1 mynd

"Verið fínasta kropp í þorski, ufsa og ýsu"

VÍÐIR EA, frystitogari Samherja, hefur verið á veiðum fyrir austan land frá 19. nóvember sl. en skipið er væntanlegt til hafnar á Akureyri í dag með fullfermi, eftir 32 daga veiðiferð. Meira
21. desember 2004 | Innlendar fréttir | 111 orð

Rauf skilorð með fíkniefnabrotum

HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær þrítugan mann í 10 mánaða fangelsi fyrir að hafa í fórum sínum fíkniefni og fyrir smávægilegan þjófnað. Maðurinn rauf skilyrði reynslulausnar vegna eldri dóms og dæmdur til fangavistar. Meira
21. desember 2004 | Erlendar fréttir | 394 orð

Segir stjórnvöld hafa eyðilagt Yukos

MÍKHAÍL Khodorkovskí, stofnandi Yukos-olíufélagsins, sakaði í gær rússnesk stjórnvöld um að hafa "eyðilagt" stærsta og best rekna olíufélag í landinu en einn af hornsteinum þess, Yuganskneftegas, var seldur um helgina til nýs fyrirtækis, sem... Meira
21. desember 2004 | Innlendar fréttir | 112 orð | 1 mynd

Síðasta útskrift Sölva frá FÁ

"ÞETTA var býsna sérstakt," segir Sölvi Sveinsson, skólameistari Fjölbrautaskólans við Ármúla, um útskriftarathöfnina sl. föstudag. Meira
21. desember 2004 | Innlendar fréttir | 80 orð

Skiladagur jólasendinga innanlands

SÍÐASTI öruggi skiladagur til að póstleggja jólakortin innanlands er í dag, þriðjudaginn 21. desember. Síðasti öruggi skiladagur á jólapökkum innanlands er einnig í dag, svo þeir komist í tæka tíð fyrir jólin. Meira
21. desember 2004 | Innlendar fréttir | 161 orð | 1 mynd

Skjaldarmerki Íslands hreinteiknað

TIL að mæta kröfum um notkun skjaldarmerkis Íslands í nútíma prent- og skjámiðlum fól forsætisráðuneyti grafíska hönnuðinum Ólöfu Árnadóttur, myndlistarmanninum Pétri Halldórssyni og auglýsingastofunni P & Ó að hreinteikna og stílfæra skjaldarmerkið. Meira
21. desember 2004 | Innlendar fréttir | 191 orð

Skoða tökustaði og íslenska leikara

UM ÁRAMÓTIN er von á tveimur bandarískum leikstjórum hingað til lands og íhuga báðir að taka myndir sínar upp hér. Meira
21. desember 2004 | Innlendar fréttir | 120 orð | 1 mynd

Snjóflóða í Neskaupstað minnst

Í gærkvöldi komu Norðfirðingar saman til að minnast þess að þá voru 30 ár liðin síðan tólf manns létust í hörmulegum snjóflóðum í þorpinu 20. desember 1974. Kyrrðarstund var haldin í lystigarðinum, við minnismerki um þá sem létust í snjóflóðunum. Meira
21. desember 2004 | Innlendar fréttir | 61 orð | 1 mynd

Thorvaldsensfélagið styrkir börn Sri Rahmawati

THORVALDSENSFÉLAGIÐ færði börnum Shri Ramawati kr. 250.000 kr. að gjöf, 11. nóvember sl. og var gjöfin afhent á Thorvaldsensbazarnum, verslun félagsins í Austurstræti 4, í Reykjavík. Meira
21. desember 2004 | Innlendar fréttir | 95 orð

Umtalsverðar veituframkvæmdir

Nú er verið að leggja lokahönd á umtalsverðar veituframkvæmdir við Melgötu við Stórutjarnaskóla í Þingeyjarsveit. Um er að ræða endurnýjun á fráveitu, þ.e. lögnum, rotþró og siturlögn, nýja kaldavatnslögn og hitaveitu auk raf- og símalagna. Meira
21. desember 2004 | Innlendar fréttir | 120 orð

Undirrita samning um fræðslu fyrir almenning

UNDIRRITAÐUR hefur verið samstarfssamningur milli Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins og símenntunarmiðstöðva innan Kvasis, samtaka fræðslu- og símenntunarmiðstöðva á landsbyggðinni. Meira
21. desember 2004 | Innlendar fréttir | 351 orð

Úr sveitinni

Jólaundirbúningurinn í sveitinni er líklega með svipuðu sniði og í þéttbýlinu. Settar eru upp jólaskreytingar, innan- og utandyra, smákökur bakaðar, þrifið og gert fínt. Meira
21. desember 2004 | Innlendar fréttir | 137 orð

Útboðslýsing tónlistarhúss tilbúin

ENDANLEG útboðslýsing vegna byggingar tónlistarhúss, ráðstefnumiðstöðvar og hótels (TRH) við Austurhöfnina í Reykjavík var afhent þeim fjórum hópum sem valdir voru í forvali í sumar. Meira
21. desember 2004 | Erlendar fréttir | 150 orð | 1 mynd

Verða til kettir án ofnæmis?

LÍFTÆKNIN mun á næstu árum gera kleift að breyta gæludýrum, að sögn vefsíðu danska blaðsins Jyllandsposten . Meira
21. desember 2004 | Innlendar fréttir | 46 orð | 1 mynd

Vetrarsólstöður

Nú er svartasta skammdegið og varla að það birti svo nokkru nemi nema rétt yfir hábjartan daginn. En nú fer sólin að hækka á lofti á nýjan leik því í dag eru vetrarsólstöður og stystur dagur og hér eftir lengist birtutíminn með hverjum deginum sem... Meira
21. desember 2004 | Innlendar fréttir | 99 orð

Vilja vita hvort LV hækki

NEYTENDASAMTÖKIN hafa í bréfi til Landsvirkjunar (LV) óskað eftir upplýsingum um hvort uppi séu áform um verðbreytingar hjá fyrirtækinu um næstu áramót. Meira
21. desember 2004 | Innlendar fréttir | 163 orð

Vonast til að Japanir veiti brottfararleyfi í dag

SÆMUNDUR Pálsson mun hugsanlega halda af stað til Japans fyrir hádegi í dag til að aðstoða Bobby Fischer við að komast til Íslands. Meira
21. desember 2004 | Innlendar fréttir | 69 orð | 1 mynd

Vænn jólaþorskur

BENEDIKT Jóhannsson, framleiðslustjóri Eskju hf., heldur hér á vænum þorski á bryggjunni á Eskifirði. Verið var að slátra á milli 40-50 tonnum af eldisþorski á Eskifirði. Meira
21. desember 2004 | Innlendar fréttir | 114 orð

Þiggja notuð frímerki

STARF Sambands íslenskra kristniboðsfélaga er nú sem fyrr háð stuðningi vina og velunnara. Einn þáttur í söfnun fyrir starfið er sala á frímerkjum og mynt. Meira
21. desember 2004 | Minn staður | 235 orð | 1 mynd

Þvottur á ull hafinn á nýjum stað

Blönduós | Ullarþvottastöð Ístex hf. var opnuð á Blönduósi um helgina. Stöðin var flutt frá Hveragerði í húsnæði á Blönduósi sem Ámundakinn ehf., fjárfestingarfélag heimamanna, leigir Ístexi undir ullarþvottinn. Meira
21. desember 2004 | Innlendar fréttir | 70 orð

Öryggisvörður grunaður um íkveikju

ÖRYGGISVÖRÐUR sem starfar hjá öryggisgæslufyrirtæki er grunaður um að hafa kveikt í lyftara sem stóð við Rúmfatalagerinn við Smáratorg í Kópavogi. Maðurinn tilkynnti um brunann og slökkti eldinn. Meira

Ritstjórnargreinar

21. desember 2004 | Leiðarar | 449 orð

Bylting Bush

George Bush Bandaríkjaforseti ætlar sér greinilega að taka til hendinni í innanlandsmálum á seinna kjörtímabili sínu og er mest rætt um hugmyndir hans um að bylta opinbera lífeyriskerfinu. Meira
21. desember 2004 | Leiðarar | 493 orð

Gagnsærra og réttlátara kerfi

Í Morgunblaðinu í gær var sagt frá því að konur greiða hlutfallslega meira fyrir lyf sem þær nota en karlar, ef skoðað er meðaltal allra lyfjaflokka. Meira
21. desember 2004 | Leiðarar | 332 orð | 1 mynd

Wallraff í vanda

Dómstóll í Hamborg úrskurðaði fyrir helgina að Axel Springer-forlagið mætti ekki kalla rithöfundinn Günter Wallraff óopinberan samverkamann Stasi (Inoffizieller Mitarbeiter eru slíkir samstarfsmenn kallaðir í skjölum austur-þýsku leyniþjónustunnar). Meira

Menning

21. desember 2004 | Menningarlíf | 147 orð

20,8% fleiri bókatitlar í ár en í fyrra

HEILDARFJÖLDI bókatitla árið 2004 er 651 eða rúmlega 20,8% fleiri en í fyrra en þá var heildarfjöldinn 539. Meira
21. desember 2004 | Tónlist | 709 orð | 1 mynd

Alla leið til hjartans

Geisladiskur og DVD-diskur með Gospelkór Reykjavíkur á tónleikum í Háskólabíói 1. nóvember 2003. Stjórnandi kórs og hljómveitar: Óskar Einarsson. Meira
21. desember 2004 | Menningarlíf | 74 orð

Athugunarstöð í Klink og Bank

MYNDLISTARMAÐURINN Carl Boutard opnar sýninguna Inner Station - the heart of darkness í Klink og Bank í Græna Salnum í kvöld kl. 20. Meira
21. desember 2004 | Menningarlíf | 119 orð | 1 mynd

Ást á Jamaíka

SJÓNVARPIÐ sýnir í kvöld kvikmyndina Stella kemst á séns ( How Stella Got Her Groove Back ). Myndin er frá árinu 1998 og segir frá konu frá San Francisco sem fer í frí til Jamaíka og verður ástfangin. Meira
21. desember 2004 | Tónlist | 467 orð | 1 mynd

Blíði borgarbragur

"Lög Ingvars Þórs Kormákssonar við ljóð nokkurra af okkar helstu skáldum" er undirtitill plötunnar. Sungin af Ellen Kristjánsdóttur, Hönsu, Margréti Eiri og Möggu Stínu. Flutt af Eðvarð Lárussyni gítar, banjó, hljómborð, Jóni Kjartani Ingólfssyni kontrabassa og Jóni Björgvinssyni trommum. Útsetningar og upptökustjórn Eðvarð Lárusson. Upptökur fóru fram í Hljóðveri alþýðunnar, Versölum og víðar. Útgefandi 21 12 Culture Company. Meira
21. desember 2004 | Bókmenntir | 577 orð | 1 mynd

Draumar og duldir

Höf. Steinunn Eyjólfsdóttir. 136 bls. Vestfirska forlagið. Hrafnseyri, 2004. Meira
21. desember 2004 | Kvikmyndir | 223 orð | 1 mynd

Enginn hrakfallabálkur

JIM Carrey var enginn hrakfallabálkur í bandarískum bíóhúsum um helgina en nýjasta mynd hans, Lemony Snicket's A Series Of Unfortunate Events , fór beint í efsta sætið. Meira
21. desember 2004 | Tónlist | 403 orð | 1 mynd

Fjölradda dægurjól

Hera Björk Þórhallsdóttir, Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Kristjana Stefánsdóttir, Gísli Magnason og Þorvaldur Þorvaldsson söngur, Gunnar Gunnarsson píanó og rafpíanó, Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson bassa og Matthías M.D. Hemstock trommur. Sunnudaginn 19.12. Meira
21. desember 2004 | Menningarlíf | 121 orð | 1 mynd

Fólk folk@mbl.is

Leikarinn Ricky Gervais , sem leikur yfirmanninn óþolandi í sjónvarpsþáttunum The Office , segist hafa neitað atvinnutilboðum upp á tólf hundruð milljónir íslenskra króna. Ástæðan? Hann þolir ekki peninga! Meira
21. desember 2004 | Menningarlíf | 598 orð | 1 mynd

Framsækinn hrekkjalómur

Jamie Kennedy er af mörgum talinn líklegasti arftaki Jims Carreys í grínfræðunum. Arnar Eggert Thoroddsen ræddi við þennan hæfileikaríka æringja vegna væntanlegrar heimsóknar hans til landsins. Meira
21. desember 2004 | Myndlist | 281 orð | 1 mynd

Geimdúkkan í hinum heiminum

SÝNINGARPORTIÐ á horni Barónsstígs og Laugavegar hefur vakið mikla athygli að undanförnu fyrir metnaðarfullt sýningarhald. Í dag verður opnuð þar enn ein sýning, fyrsta einkasýning Úlfs Chaka, sem útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands vorið 2003. Meira
21. desember 2004 | Menningarlíf | 317 orð | 1 mynd

Góður félagi

ÉG ER mikill aðdáandi ríkisreknu útvarpsstöðvanna og þá sérstaklega Rásar 1. Þar er að finna efni sem á sér vart hliðstæðu í öðrum fjölmiðlum. Ágætis dagskrá er á stöðinni á laugardögum eftir hádegi. Meira
21. desember 2004 | Tónlist | 309 orð | 1 mynd

Klukknahljóð um nótt

Kór Langholtskirkju og Gradualekór Langholtskirkju ásamt ýmsum hljóðfæraleikurum undir stjórn Jóns Stefánssonar fluttu jólatónlist. Einsöngvarar: Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Ágúst Ólafsson. Meira
21. desember 2004 | Menningarlíf | 168 orð | 1 mynd

Listakonan Agnes Martin fallin frá

BANDARÍSKA listakonan Agnes Martin, sem vakti athygli fyrir abstraktmálverk sín, lést sl. fimmtudag, 92 ára að aldri. Meira
21. desember 2004 | Bókmenntir | 599 orð | 1 mynd

Óhugnanleg spenna

eftir Michael Connelly í þýðingu Brynhildar Björnsdóttur. 496 bls. Mál og menning 2004. Meira
21. desember 2004 | Tónlist | 172 orð | 1 mynd

Poppplata ársins

ÞAÐ fer alveg einstaklega vel á því að sama ár og Duran gömlu Duran komu allir saman og ollu manni sárum vonbrigðum með fyrstu plötu sinni í öll þessi ár að til skjalanna sé komin sveit sem hæglega má líta á sem réttmætan arftaka hinnar fornfrægu... Meira
21. desember 2004 | Tónlist | 1071 orð | 2 myndir

"Guð" og hinar gítarhetjurnar

Eric Clapton efndi til mikillar gítarhátíðar í Bandaríkjunum í sumar sem nú má nálgast á mynddiski. Ásgeir Sverrisson segir frá því sem fyrir augu og eyru ber. Meira
21. desember 2004 | Menningarlíf | 582 orð | 1 mynd

"Litlu risarnir" sinna eldri plötukaupendum

Kúltúr kompaníið 21 12 er eins árs í dag, þriðjudaginn 21. 12. 2004. Fyrirtækið er sönnun þess að rúm er fyrir "lágvaxna risa" í útgáfugeiranum á Íslandi. Meira
21. desember 2004 | Menningarlíf | 431 orð | 1 mynd

"Svo tók dáleiðslan enda"

"ÞAÐ voru eitthvað annað en endaslepp lok Listahátíðar 1974 í Laugardalshöllinni á föstudagskvöldið var. [...] Söngkonan fór varlega af stað í innilegum aríum eftir Sarti og Mozart, og átakalaust fyllti silkimjúk röddin stóru salarkynnin. Meira
21. desember 2004 | Bókmenntir | 487 orð | 1 mynd

Rebus í önnum

Ian Rankin. Anna María Hilmarsdóttir þýddi. Skrudda 2004. Meira

Umræðan

21. desember 2004 | Aðsent efni | 261 orð | 1 mynd

Dómsmálaráðherra með samviskubit?

Lúðvík Bergvinsson skrifar um stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi starfsemi Mannréttindaskrifstofu Íslands: "Það er því ástæða til að hvetja dómsmálaráðherra til að endurskoða fyrri ákvörðun sína." Meira
21. desember 2004 | Aðsent efni | 147 orð

Ekki í okkar nafni

Ég hvet ykkur, kæru landar, sem hafið ekki enn gefið ykkur tóm til að drífa í að lýsa andúð ykkar á einhliða ákvörðun forsætis- og utanríkisráðherra Íslands um stuðning við innrásina í Írak. Meira
21. desember 2004 | Aðsent efni | 871 orð | 1 mynd

Eru Reyðfirðingar í herkví?

Gunnar Hjaltason svarar Hjörleifi Guttormssyni: "Ég vona að við berum gæfu til að þurfa ekki að hlusta á þennan úrtölusöng endalaust." Meira
21. desember 2004 | Aðsent efni | 507 orð | 1 mynd

Humberbyggðakvótinn

Kristinn Pétursson skrifar um fiskveiðistjórnun: "Vantar meira kjaftæði - eða fleiri skýrslur? Þarf ekki einfaldlega að taka til hendinni - og laga reglugerðir í sjávarútvegi - að gildandi samkeppnislögum?" Meira
21. desember 2004 | Aðsent efni | 790 orð | 1 mynd

Læknar sjúkdóminn en drepur sjúklinginn

Sigurður Þór Guðjónsson fjallar um gigtarlyfið vioxx: "Heilbrigðisyfirvöld ættu að hafa forgöngu um einhverja aðgerð en ekki láta lyfjafyrirtækið segja sér fyrir verkum." Meira
21. desember 2004 | Bréf til blaðsins | 332 orð | 1 mynd

Reykjavík og grænu tunnurnar

Frá Einari Bjarnasyni: "Jæja, nú á að fara fram önnur sorphirðutilraun hjá okkur Reykvíkingum. Nú geta þeir sem eru með fáa í heimili fengið græna tunnu og borgað helmingi lægra verð. Það fyndna í þessu er að borgin læddi inn hækkun á sorphirðu frá 7.478 kr. í 9.700 kr." Meira
21. desember 2004 | Bréf til blaðsins | 698 orð

Síminn og axarmorðinginn

Frá Guðna Björgólfssyni: "Það er augalaus bylur í Svínadalnum, Brattabrekka er ófær og hver sá sem lagði á Möðrudalsöræfi er áreiðanlega þar sem hann er niðurkominn með snjóveggi á báðar hliðar sem samsvara góðri þriggja hæða blokk í Reykjavík." Meira
21. desember 2004 | Bréf til blaðsins | 242 orð | 1 mynd

Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Dýrlegir dagar í Hafnarfirði VIÐ erum fjórar konur á besta aldri, sem hittumst fyrsta sinni í byrjun desember í einni af sjúkrastofum handlæknisdeildar St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Erindi okkar allra var að fara í aldurstengda klössun eins og gengur. Meira
21. desember 2004 | Aðsent efni | 396 orð | 1 mynd

Þarf að setja lög?

Guðrún Þóra Hjaltadóttir fjallar um manneldismál: "Hvernig væri að upplýsa þjóðina á jákvæðan hátt um manneldi?" Meira
21. desember 2004 | Aðsent efni | 817 orð | 1 mynd

Þjóðbúningur á "fusion"-öld

Elínbjört Jónsdóttir fjallar um íslenska þjóðbúninginn: "Þjóðbúningar eru nú á tímum einkennistákn þó svo að í eina tíð hafi þeir aðeins þjónað því hlutverki að hylja nekt eigenda sinna og halda á þeim hita." Meira

Minningargreinar

21. desember 2004 | Minningargreinar | 1421 orð | 1 mynd

AÐALBJÖRG GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR

Aðalbjörg Guðrún Árnadóttir fæddist í Ólafsfirði 4. desember 1934. Hún lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 14. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Árni Anton Guðmundsson, f. 2. ágúst 1903, d. 4. ágúst 1957, og Jóna Guðrún Antonsdóttir, f.... Meira  Kaupa minningabók
21. desember 2004 | Minningargreinar | 1293 orð | 1 mynd

ÁSBJÖRG GUÐNÝ JÓNSDÓTTIR

Ásbjörg Guðný Jónsdóttir fæddist á Gunnlaugsstöðum í Stafholtstungnahreppi 30. nóvember 1904. Hún lést á dvalarheimilinu Höfða á Akranesi 15. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Þ. Jónsson bóndi, f. 25. júní 1870, d. 9. Meira  Kaupa minningabók
21. desember 2004 | Minningargreinar | 2511 orð | 1 mynd

GEIR ÞORVALDSSON

Geir Þorvaldsson fæddist í Reykjavík 27. ágúst 1930. Hann lést á heimili sínu Bláhömrum 2 í Reykjavík 9. desember síðastliðinn. Móðir hans var Laufey Frímannsdóttir frá Ólafsfirði, f. 25.3. 1895, d. 13.8. 1951. Meira  Kaupa minningabók
21. desember 2004 | Minningargreinar | 2565 orð | 1 mynd

GUÐMUNDUR SIGVALDASON

Guðmundur Ernir Sigvaldason fæddist í Reykjavík 24. júlí 1932. Hann lést á Landspítala - háskólasjúkrahúsi í Fossvogi 15. desember síðastliðinn. Guðmundur var sonur Birgittu Guðmundsdóttur, verkakonu, f. 1908, d. 2003, og Sigvalda Jónassonar, bónda. Meira  Kaupa minningabók
21. desember 2004 | Minningargreinar | 1344 orð | 1 mynd

HREFNA SIGURBJÖRG HÁKONARDÓTTIR

Hrefna Sigurbjörg Hákonardóttir fæddist í Vík í Mýrdal 13. september 1927. Hún lést á sjúkrahúsinu á Blönduósi 14. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Hákon Einarsson verkamaður í Vík í Mýrdal, f. 9. júlí 1898, d. 1. Meira  Kaupa minningabók
21. desember 2004 | Minningargreinar | 39 orð

Jóhannes Jónsson

Þú skilur eftir auðlegð þá sem enginn tekið fær. Ást í hjarta, blik á brá, og brosin silfurtær. Mesta auðinn eignast sá er öllum reynist kær. (G.Ö.) Elsku afi, takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur bræðurna. Þínir afastrákar, Davíð Örn og Ísak... Meira  Kaupa minningabók
21. desember 2004 | Minningargreinar | 2114 orð | 1 mynd

JÓHANNES JÓNSSON

Jóhannes Jónsson fæddist á Siglufirði 20. júlí 1916. Hann lést á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut 14. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Jóhannesson fiskmatsmaður, málafærslumaður og fræðimaður, f. 1878, d. Meira  Kaupa minningabók
21. desember 2004 | Minningargreinar | 2685 orð | 1 mynd

JÓLÍN INGVARSDÓTTIR

Jólín Ingvarsdóttir fæddist 1. nóvember 1924. Hún lést 9. desember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Hólmfríður Einarsdóttir og Ingvar Sigurðsson. Systkini hennar á lífi eru Elín, Sigurður, Ráðhildur, Sigurgestur og Kristbjörg. Meira  Kaupa minningabók
21. desember 2004 | Minningargreinar | 2669 orð | 1 mynd

MARÍA HELGADÓTTIR

María Helgadóttir fæddist á Ísafirði hinn 5 september 1908. Hún lést í Seljahlíð, heimili aldraðra, hinn 14. desember síðastliðinn á 97. aldursári. Foreldrar hennar voru Lára Tómasdóttir, f. í Reykjavík 26. nóvember 1888, d. 29. Meira  Kaupa minningabók
21. desember 2004 | Minningargreinar | 2199 orð | 1 mynd

ÓLAFUR GUÐMUNDSSON

Ólafur Guðmundsson fæddist á Sörlastöðum í Fnjóskárdal 2. júní 1914. Hann lést á Elliheimilinu Grund 10. desember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðmundur Ólafsson, kennari á Akranesi og síðar á Laugarvatni, f. í Fjósatungu í Fnjóskárdal 1885, d. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

21. desember 2004 | Sjávarútvegur | 209 orð

Enn deilt um laxinn

FRAMKVÆMDASTJÓRN Evrópusambandsins (ESB) áformar að leggja til að haldið verði áfram verndaraðgerðum vegna innflutnings á eldislaxi til ESB. Framkvæmdastjórnin ákvað fyrr á þessu ári að grípa til verndaraðgerða til bráðabirgða. Meira
21. desember 2004 | Sjávarútvegur | 135 orð | 1 mynd

Nýr Gáski seldur til Neskaupstaðar

BÁTASMIÐJAN Mótun afhenti nýverið nýjan bát af gerðinni Gáski 1100 til Neskaupstaðar. Kaupandinn er Halldór Gunnlaugsson. Báturinn hefur fengið nafnið Stella NK. Hann er 11 metra langur, búinn 580 Cummings-aðalvél og gekk 27 sjómílur í reynslu siglingu. Meira

Viðskipti

21. desember 2004 | Viðskiptafréttir | 83 orð

Færeyskt félag í Kauphöllina

FÆREYSKA olíufélagið Atlantic Petroleum verður skráð í Kauphöll Íslands í byrjun næsta árs. Þar með verður Atlantic Petroleum fyrsta færeyska félagið á hlutabréfamarkaði. Meira
21. desember 2004 | Viðskiptafréttir | 522 orð | 1 mynd

Ganga þarf á eigið fé Íbúðalánasjóðs

MISRÆMI milli eigin fjármögnunar Íbúðalánasjóðs og útlána sjóðsins eykst með endurgreiðslu lántakenda sjóðsins í kjölfar aukinnar samkeppni á íbúðalánamarkaði. Þetta er skoðun Verslunarráðs Íslands. Meira
21. desember 2004 | Viðskiptafréttir | 922 orð

Mikilvægt að grípa til viðeigandi ráðstafana

FORSVARSMENN greiningardeilda viðskiptabankanna telja raunverulega hættu á því að Íbúðalánasjóður geti komist í vanda vegna mikilla uppgreiðslna á útlánum sjóðsins. Meira
21. desember 2004 | Viðskiptafréttir | 63 orð | 3 myndir

Ummæli sérfræðinganna

Edda Rós: "Það verður að segjast eins og er að Íbúðalánasjóði hefur ekki tekist að sannfæra menn um að engin hætta sé á ferðum. Meira
21. desember 2004 | Viðskiptafréttir | 60 orð

Össur hækkaði mest

VIÐSKIPTI í Kauphöll Íslands í gær námu alls 10,9 milljörðum . Mest voru viðskipti með íbúðabréf en viðskipti með hlutabréf voru fyrir um 4,1 milljarð. Mest voru viðskipti með bréf KB banka fyrir rúma 3 milljarða en mest hækkun var á bréfum Össurar hf. Meira

Daglegt líf

21. desember 2004 | Daglegt líf | 8 orð | 2 myndir

Fjölskyldan

Erla Guðjónsdóttir "Að hitta fjölskylduna og borða góðan mat. Meira
21. desember 2004 | Daglegt líf | 592 orð | 3 myndir

Handverk í anda víkinga

Þær Kristín Þorgrímsdóttir og Anna Heiða Guðrúnardóttir hafa komið fram á víkingahátíðum hérlendis og erlendis, en þær sinna sögulegu handverki af mikilli ástríðu. Meira
21. desember 2004 | Daglegt líf | 336 orð | 1 mynd

Súkkulaði og léttvín heilsubætandi

EIN súkkulaðiplata og léttvínsglas á dag er meðal þess sem getur haft góð áhrif á heilsuna og m.a. haft fyrirbyggjandi áhrif hvað varðar hættu á hjarta- og æðasjúkdómum, að því er hópur evrópskra vísindamanna telur sig hafa komist að. Meira

Fastir þættir

21. desember 2004 | Dagbók | 29 orð

Allt það, sem áður er ritað,...

Allt það, sem áður er ritað, er ritað oss til uppfræðingar, til þess að þér allir einum munni vegsamið Guð og föður Drottins vors Jesú Krists. (Róm. 15, 4.) Meira
21. desember 2004 | Dagbók | 23 orð | 1 mynd

Árnaðheilla dagbók@mbl.is

Brúðkaup | Gefin voru saman 11. september sl. í Laugarneskirkju af sr. Sigurði Grétari Sigurðssyni þau Agla Marta Sigurjónsdóttir og Magnús Viðar... Meira
21. desember 2004 | Dagbók | 21 orð | 1 mynd

Árnaðheilla dagbók@mbl.is

75 ÁRA afmæli . Í dag, 21. desember, er 75 ára Örlygur Háldanarson, bókaútgefandi, Hjarðarhaga 54, Reykjavík. Eiginkona hans er Þóra... Meira
21. desember 2004 | Fastir þættir | 188 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

Pirrandi spil. Meira
21. desember 2004 | Dagbók | 22 orð | 1 mynd

Brúðkaup | Gefin voru saman 24.

Brúðkaup | Gefin voru saman 24. júlí sl. í Grafarvogskirkju af sr. Vigfúsi Þór Árnasyni þau Elín Hjálmsdóttir og Örn Arnar... Meira
21. desember 2004 | Dagbók | 23 orð | 1 mynd

Brúðkaup | Hinn 3.

Brúðkaup | Hinn 3. júlí sl. voru gefin saman í Kópavogskirkju af séra Sváfni Sveinbjarnarsyni þau Anna Elín Kjartansdóttir og Gísli Heiðar... Meira
21. desember 2004 | Dagbók | 53 orð | 1 mynd

Herra Ísland 2004

Broadway | Síðastliðið föstudagsk völd fór fram keppnin Herra Ísland á Broadway og var hún send beint út á Skjá einum. Meira
21. desember 2004 | Fastir þættir | 970 orð | 3 myndir

Jóhann Hjartarson sigraði á Jólaskákmóti KB banka

18. desember 2004 Meira
21. desember 2004 | Dagbók | 49 orð | 1 mynd

Jólalögin í bland við lúðrasveitartónlist

LÚÐRASVEITIN Svanur heldur jólatónleika í Tónlistarhúsinu Ými í dag, þriðjudag. Leikin verða nokkur létt jólalög í bland við hefðbundna lúðrasveitartónlist, m.a. nýtt verk Sinfonia no 3 eftir Philip Spark. Meira
21. desember 2004 | Viðhorf | 772 orð

Landið ríkisvætt

Prófessorarnir Sigurður Líndal og Ragnar Árnason og þingmennirnir Geir Haarde og Einar Oddur Kristjánsson eiga það sameiginlegt að koma fyrir í pistli dagsins. Meira
21. desember 2004 | Fastir þættir | 222 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. d4 Rf6 2. Rf3 c5 3. c3 g6 4. g3 b6 5. Bg2 Bb7 6. 0-0 Bg7 7. Rbd2 0-0 8. He1 d5 9. Re5 Rc6 10. Rdf3 Hc8 11. Rxc6 Bxc6 12. Bh3 Bd7 13. Bf1 Bc6 14. Re5 Bb7 15. a4 Re4 16. f3 Rd6 17. e3 Dc7 18. a5 f6 19. axb6 axb6 20. Rd3 e5 21. Rf2 e4 22. f4 Ha8 23. Meira
21. desember 2004 | Dagbók | 434 orð | 1 mynd

Tímabært að herða hæfniskröfur

Einar Guðmann fæddist á Akureyri 1966 og lauk stúdentsprófi frá matvælabraut við Verkmenntaskólann á Akureyri 1989. Í dag starfar Einar hjá veiðistjórnunarsviði Umhverfisstofnunar og hefur þar m.a. umsjón með gerð námsefnis og námskeiðum fyrir verðandi skotvopnaleyfishafa. Einar og Hólmfríður Sigurðardóttir, sem búa á Akureyri, eiga þrjá syni sem eru 14, 10 og 6 ára. Meira
21. desember 2004 | Fastir þættir | 279 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Enda þótt Víkverji sé alinn upp á ýsu, kindabjúgum og öðru íslensku hnossgæti getur hann ekki neitað því að honum þykir endrum og sinnum gott að gæða sér á amerískum skyndibita. Þá fer hann jafnan á McDonald's. Meira

Íþróttir

21. desember 2004 | Íþróttir | 504 orð | 1 mynd

* ALEXANDER Shamkuts og samherjar hans...

* ALEXANDER Shamkuts og samherjar hans í Stralsunder HV halda sínu striki í norðurhluta þýsku 2. deildarinnar í handknattleik og deilir liðið efsta sætinu með Hildesheim , bæði lið hafa 26 stig. Meira
21. desember 2004 | Íþróttir | 1645 orð | 2 myndir

Ákvað í Trékyllisvík að verða bestur í heimi

Nýliðum Fjölnis í Grafarvogi hefur gengið vel í úrvalsdeildinni í körfu- knattleik í vetur, mun betur en menn þar á bæ höfðu látið sig dreyma um. Meira
21. desember 2004 | Íþróttir | 79 orð

Ásthildur Helgadóttir

*28 ára, fædd 9. maí 1976. *Leikur sem miðjumaður, byrjaði sem framherji hjá Malmö. *Leikjahæsta landsliðskona Íslands með 57 landsleiki. *Markahæsta landsliðskona Íslands með 19 mörk. Meira
21. desember 2004 | Íþróttir | 369 orð | 1 mynd

* GUÐJÓN Valur Sigurðsson , handknattleiksmaður...

* GUÐJÓN Valur Sigurðsson , handknattleiksmaður hjá Essen , fær að kynnast stemningunni á heimavelli Gummersbach , Köln-Arena , þegar Essen sækir Gummersbach heim á milli jóla og nýárs. Meira
21. desember 2004 | Íþróttir | 196 orð

Ísland hefur fallið um 35 sæti á FIFA-listanum

ÍSLENSKA landsliðið í knattspyrnu heldur áfram að falla niður á FIFA listanum en nýr listi var gefinn út í gær. Á honum er Ísland í 93. sæti og hefur fallið um 35 sæti frá áramótum en fyrir réttu ári var Ísland í 58. Meira
21. desember 2004 | Íþróttir | 88 orð

Jón Arnór meiddur í hné

JÓN Arnór Stefánsson körfuknattleiksmaður sem leikur með Dynamo St. Petersburg, á við meiðsli að stríða í vinstra hné og það er ástæðan fyrir því hversu lítið hann hefur spilað í undanförnum leikjum. Meira
21. desember 2004 | Íþróttir | 162 orð

Keflvíkingar verja bikartitilinn gegn grannaliði Njarðvíkur á heimavelli

BIKARMEISTARAR Keflvíkinga mæta grönnum sínum í Njarðvík í 8 liða úrslitum karla í Bikarkeppni KKÍ og Lýsingar í körfuknattleik en dregið var til 8 liða úrslitanna í karla- og kvennaflokki í gær. Það er ljóst að eitt félag úr 1. Meira
21. desember 2004 | Íþróttir | 314 orð | 1 mynd

Lárus Orri stefnir á landsliðið

SEX nýir leikmenn skrifuðu í gær undir samning við knattspyrnudeild Þórs á Akureyri. Meira
21. desember 2004 | Íþróttir | 84 orð

Leikið gegn úrvalsliði Katalóníu

ÍSLENSKA kvennalandsliðið í handknattleik hélt í gærmorgun af stað til Katalóníu á Spáni og leikur vináttuleik við úrvalslið Katalóníu í kvöld og hefst leikurinn kl. 19 að íslenskum tíma. Meira
21. desember 2004 | Íþróttir | 63 orð

Leikmenn ársins frá 1991

LISTINN yfir þá knattspyrnumenn sem hafa orðið leikmenn ársins, síðan útnefningin hófst 1991. Meira
21. desember 2004 | Íþróttir | 91 orð

Lokeren rak þjálfarann

Íslendingaliðið Lokeren í Belgíu rak í gær þjálfara sinn, Franky Van der Elst. Uppsögnin kom ekki á óvart en fyrir leik liðsins gegn Charleroi um helgina sagði forseti félagsins að liðið yrði að sigra til að bjarga þjálfaranum. Meira
21. desember 2004 | Íþróttir | 203 orð

"ÉG átti fund með stjórnarmönnum Bochum...

"ÉG átti fund með stjórnarmönnum Bochum um helgina og þar kom fram að þeir vilja ekki leysa mig undan samningi. Meira
21. desember 2004 | Íþróttir | 325 orð

"Mari-gol" má ekki spila með körlunum

MARIBEL Domínguez fær ekki að leika knattspyrnu sem atvinnumaður með karlmönnum. Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, hafnaði um helgina beiðni mexíkóska 2. deildarliðsins Celaya um að fá að tefla henni fram en Domínguez skrifaði undir atvinnusamning við félagið í síðustu viku og vakti með því heimsathygli. Meira
21. desember 2004 | Íþróttir | 803 orð | 1 mynd

"Tilbúin að taka hverju sem er"

FYRIR hálfum tíunda mánuði slasaðist fremsta knattspyrnukona Íslands alvarlega í landsleik gegn Skotum í Egilshöll. Meira
21. desember 2004 | Íþróttir | 361 orð | 1 mynd

Ronaldinho er kóngurinn

BRASILÍUMAÐURINN Ronaldinho var í gærkvöldi útnefndur knattspyrnumaður ársins 2004. Það var Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, sem stóð að kjörinu. Frakkinn Thierry Henry frá Arsenal varð annar, annað árið í röð, og Úkraínumaðurinn Andre Shevchenko varð þriðji en hann leikur með AC Milan á Ítalíu og var kjörinn knattspyrnumaður Evrópu á dögunum. Birgit Prinz frá Þýskalandi var útnefnd sem leikmaður ársins í kvennaflokki en önnur varð Mia Hamm frá Bandaríkjunum og sú þriðja Marta frá Brasilíu. Meira
21. desember 2004 | Íþróttir | 102 orð

úrslit

KNATTSPYRNA England Úrvalsdeild: Charlton - Fulham 2:1 Jerome Thomas 27., Talal El Karkouri 66. - Tomasz Radzinski 82. - 26.108. Staðan: Chelsea 18134137:843 Arsenal 18115245:2238 Everton 18114321:1437 Man. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.