Greinar mánudaginn 4. júlí 2005

Fréttir

4. júlí 2005 | Innlendar fréttir | 301 orð

25 milljörðum betri útkoma en áætlanir gerðu ráð fyrir

HEILDARTEKJUR ríkissjóðs námu 136,6 milljörðum króna fyrstu fimm mánuði ársins og hækkuðu um tæpa 27,4 milljarða frá sama tíma í fyrra, eða um 25,1%. Meira
4. júlí 2005 | Erlendar fréttir | 227 orð

Afríka vill tvö sæti í Öryggisráðinu

UTANRÍKISRÁÐHERRAR aðildarríkja Afríkusambandsins hafa náð samkomulagi um að leita eftir því að þjóðir Afríku fái tvö sæti í stækkuðu Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Þá vilja Afríkumennirnir að fimm ríki álfunnar fái tímabundið sæti í ráðinu. Meira
4. júlí 2005 | Innlendar fréttir | 47 orð

Auglýst eftir forstjóra ÁTVR

EMBÆTTI forstjóra Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins hefur verið auglýst laust til umsóknar. Fjármálaráðherra skipar í embættið til fimm ára í senn. Gert er ráð fyrir að skipað verði í embættið frá og með 1. september nk. Meira
4. júlí 2005 | Innlendar fréttir | 228 orð | 1 mynd

Aurskriður lokuðu veginum um Fagradal

MIKIÐ vatnsveður geisaði á Austurlandi í gær sem gerði það að verkum að ár flæddu yfir bakka sína og aurskriður féllu. Meira
4. júlí 2005 | Erlendar fréttir | 61 orð

Bjargað í Afganistan

Washington. AFP. | Bandarískum sérsveitarmanni, sem saknað hafði verið í fjalllendi í austurhluta Afganistan, hefur verið bjargað. Bandaríska fréttastöðin CNN greindi frá þessu í gær. Meira
4. júlí 2005 | Innlendar fréttir | 87 orð | 1 mynd

Bjóða gistingu í bjálkahúsum

Mývatnssveit | Ferðaþjónusta fer stöðugt vaxandi í Mývatnssveit. Bændur í Vogum 1, þau Ólöf og Leifur Hallgrímsbörn, og fjölskyldur þeirra eru um þessar mundir að taka í notkun 20 gistiherbergi, öll með baði. Meira
4. júlí 2005 | Innlendar fréttir | 29 orð

Brenndust í Bjarkarlundi

ÞYRLA Landhelgisgæslunnar sótti tvo menn sem brenndust illa eftir að gaskútur sprakk í Bjarkarlundi á ellefta tímanum í gærkvöldi. Þyrlan var væntanleg með fólkið til Reykjavíkur upp úr... Meira
4. júlí 2005 | Innlendar fréttir | 169 orð

Byggðaþróun og matvæli í brennidepli

BYGGÐAÞRÓUN og matvæli voru í brennidepli á fundi Norrænu ráðherranefndarinnar á sviði fiskveiða, landbúnaðar, skógræktar og matvæla sem fram fór í Árósum í Danmörku síðastliðinn fimmtudag. Meira
4. júlí 2005 | Innlendar fréttir | 92 orð

Bætt aðstaða í Vaglaskógi

AÐSTAÐA hefur verið bætt verulega í Vaglaskógi en þar hefur nú verið komið fyrir snyrtingum með sturtum. Tvær slíkar snyrtingar verða þar. Nýlokið er jafnframt endurbótum á verslunarhúsinu þannig að mun rýmra er nú um viðskiptavini verslunarinnar. Meira
4. júlí 2005 | Innlendar fréttir | 337 orð | 1 mynd

Elsta veðurstöð á Íslandi 160 ára

Eftir Gunnlaug Árnason garnason@simnet.is Stykkishólmur | Á þessu ári er þess minnst að 160 ár eru síðan elstu samfelldu veðurathuganir hófust á Íslandi. Meira
4. júlí 2005 | Innlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Fannst látinn á Ketillaugarfjalli við Höfn

MAÐUR fannst látinn á Ketillaugarfjalli í Hornafirði um miðjan dag á laugardaginn. Björgunarsveitarmenn fundu manninn látinn í fjallinu en farið var að leita hans eftir að hann skilaði sér ekki úr fjallgöngu. Meira
4. júlí 2005 | Erlendar fréttir | 90 orð | 1 mynd

Federer í hóp með Sampras og Borg

ROGER Federer frá Sviss vann í gær einliðaleik á Wimbledon-mótinu í tennis og er þetta þriðja árið í röð sem honum lánast það. Meira
4. júlí 2005 | Innlendar fréttir | 292 orð | 2 myndir

Filman er fín

Eftir Guðrúnu Völu Elísdóttur gve@ismennt.is Borgarnes | Þeir sem átt hafa leið í Hyrnutorg í sumar hafa eflaust tekið eftir stórum ljósmyndum sem þar prýða veggi. Meira
4. júlí 2005 | Innlendar fréttir | 155 orð | 1 mynd

Fimm framhaldsskólanemar á ÓL í eðlisfræði

ÓLYMPÍULEIKARNIR í eðlisfræði hófust í 36. skipti í gær, en í ár er það háskólabærinn Salamanca á Spáni sem tekur á móti 350 keppendum. Leikarnir standa til 12. júlí. Keppendur mega hvorki vera byrjaðir í háskólanámi né orðnir tvítugir. Meira
4. júlí 2005 | Erlendar fréttir | 66 orð | 1 mynd

Fljúgandi furðufugl

ANTHONY Rewcastle, í búningi "Kapteins Plánetu", svífur á meðal fuglanna og Suður-Alparnir tróna í baksýn. Rewcastle er þátttakandi í "fuglamannakeppni" á vetrarhátíð í Queenstown á Nýja Sjálandi sem stendur yfir þessa dagana. Meira
4. júlí 2005 | Innlendar fréttir | 452 orð | 1 mynd

Foreldrar vígsluvottar sonar síns

Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is SÁ SÖGULEGI atburður varð í gær að hjónin Gunnlaugur Stefánsson og Sjöfn Jóhannesdóttir, sem bæði eru sóknarprestar, voru vígsluvottar þegar sonur þeirra, Stefán Már Gunnlaugsson cand. theol. Meira
4. júlí 2005 | Innlendar fréttir | 181 orð

Færri kjarasamningar gerðir nú en áður

SAMNINGANEFND ríkisins (SNR) hefur frá ársbyrjun 2004 alls lokið við gerð 34 kjarasamninga við 108 stéttarfélög. Meira
4. júlí 2005 | Innlendar fréttir | 223 orð | 1 mynd

Gáfu Rjóðrinu heitan pott og húsnæði í afmælisgjöf

RJÓÐUR, hvíldar- og endurhæfingarheimili fyrir langveik og fötluð börn, hélt afmælishátíð á laugardag með tilheyrandi skemmtiatriðum og grilli. Af því tilefni var formlega afhentur heitur pottur og húsnæði yfir hann sem tekið hefur verið í notkun. Meira
4. júlí 2005 | Innlendar fréttir | 97 orð

Gísli Páll Pálsson formaður Öldrunarráðs

Á AÐALFUNDI Öldrunarráðs Íslands, sem haldinn var 26. maí sl., var Gísli Páll Pálsson, framkvæmdastjóri, Ási, Hveragerði, kjörinn nýr formaður ÖÍ en fráfarandi formaður er Þórunn Sveinbjörnsdóttir, Eflingu. Meira
4. júlí 2005 | Innlendar fréttir | 937 orð | 2 myndir

Hef gaman af að setja í fisk

Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is Eitthvert vinsælasta veiðisvæði landsins er silungasvæðið í Laxá í Mývatnssveit. Oft er talað um þetta draumasvæði fluguveiðimanna sem eitthvert besta silungasvæði heimsins. Meira
4. júlí 2005 | Innlendar fréttir | 936 orð | 1 mynd

Heildarkostnaður hvergi aðgengilegur

Nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkisins eru um 800 talsins en hefur fækkað um rúmt hundrað frá árinu 2000. Heildarkostnaður við rekstur nefnda er hvergi aðgengilegur. Halla Gunnarsdóttir kynnti sér málið. Meira
4. júlí 2005 | Innlendar fréttir | 203 orð | 1 mynd

Hægt að taka á móti fleiri gestum

Flúðir | Nýr ráðstefnu- og veislusalur hefur verið tekinn í notkun á Hótel Flúðum. Nýi salurinn er í viðbyggingu við hótelið. Hann er rúmlega 100 fermetrar að stærð og hægt að stækka hann um 20 fermetra með því að opna inn í eldri sal. Meira
4. júlí 2005 | Innlendar fréttir | 259 orð | 1 mynd

Kartöfluútsæði og plöntusjúkdómar

MEÐAL nefnda hjá landbúnaðarráðuneytinu eru kartöfluútsæðisnefnd og plöntusjúkdómaráð en landbúnaðarráðuneytið er það ráðuneyti sem hefur staðið fyrir mestri nefndafækkun frá árinu 2000. Meira
4. júlí 2005 | Innlendar fréttir | 315 orð

Kvikmyndataka gæti haft varanleg áhrif

FRAMKVÆMDASTJÓRI Landverndar hefur óskað eftir áliti Skipulagsstofnunar hvort kvikmyndataka við Arnarfell í Reykjanesfólkvangi sé skipulagsskyld. Meira
4. júlí 2005 | Innlendar fréttir | 54 orð

Ljósleiðari rofnaði í nágrenni Reyðarfjarðar

LJÓSLEIÐARI Símans rofnaði um hádegið í gær vegna aurskriðu á milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar. Meira
4. júlí 2005 | Innlendar fréttir | 350 orð

Læknar mótmæla stimpilklukkukerfi

FORMAÐUR Skurðlæknafélags Íslands, Helgi H. Sigurðsson, hefur ritað Jóhannesi M. Gunnarssyni, lækningaforstjóra Landspítala - háskólasjúkrahúss (LSH), bréf þar sem farið er fram á að hætt verði tafarlaust notkun stimpilklukkukerfis fyrir skurðlækna. Meira
4. júlí 2005 | Innlendar fréttir | 224 orð

Lög og reglur ekki nógu skýrar

LÖG og reglur um fjarskipti annars vegar og fjölmiðla hins vegar eru ekki nógu skýr og taka ekki á margs konar samnýtingu í miðlun og þjónustu, segir Hrafnkell V. Meira
4. júlí 2005 | Innlendar fréttir | 226 orð

Markmiðið að einstaklingur fái að deyja með reisn

LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ hefur látið útbúa svonefnda lífsskrá, skjal sem greinir frá óskum fólks um meðferð við lífslok, geti það ekki sjálft tekið þátt í ákvörðunum um meðferðina vegna andlegs eða líkamlegs ástands. Þetta kemur fram á vef embættisins. Meira
4. júlí 2005 | Innlendar fréttir | 103 orð

Menningarmálaráðherra Noregs í opinberri heimsókn

VALGERD Svarstad Haugland, menningarmálaráðherra Noregs, er í opinberri heimsókn á Íslandi í boði Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra en hún kom til landsins í gær. Meira
4. júlí 2005 | Innlendar fréttir | 861 orð | 1 mynd

Mikil óánægja meðal lækna með vinnutímaskráningu

Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is ÓÁNÆGJA er komin upp á ný meðal lækna Landspítala - háskólasjúkrahúss (LSH) með stimpilklukkukerfi spítalans. Meira
4. júlí 2005 | Erlendar fréttir | 402 orð

Mikilvægar kosningar í Albaníu

Eftir Jóhönnu Sesselju Erludóttur jse@mbl.is Tirana, Albaníu. AP. AFP. | Þingkosningar voru haldnar í Albaníu í gær, þær sjöttu síðan fjölflokkakerfi var komið á í landinu árið 1991. Meira
4. júlí 2005 | Erlendar fréttir | 178 orð | 1 mynd

Misheppnuð flotasveit

London. AFP. | Fjögurra báta "flotasveit", Sail 8 , sigldi inn í höfnina í Portsmouth í Englandi í gær eftir misheppnaða sjóferð til Frakklands. Meira
4. júlí 2005 | Innlendar fréttir | 80 orð | 1 mynd

Myndataka í Kerinu

FERÐAMENN sátu fyrir á mynd í Kerinu þegar ljósmyndari Morgunblaðins átti leið um Grímsnesið í gær. Meira
4. júlí 2005 | Innlendar fréttir | 59 orð

Nauðgun kærð á Höfn í Hornafirði

NAUÐGUN var kærð til lögreglunnar á Höfn í Hornafirði á laugardagsmorgun. Maður var handtekinn vegna málsins og var honum sleppt að loknum yfirheyrslum. Þá lagði lögreglan hald á nokkur grömm af fíkniefnum um helgina og þá aðallega hassi. Meira
4. júlí 2005 | Erlendar fréttir | 321 orð | 1 mynd

Prins kveður Washington

EMBÆTTISMENN í Sádi-Arabíu hafa staðfest að Bandar bin Sultan prins, sendiherra landsins í Bandaríkjunum, sé að láta af störfum eftir um 20 ára veru í Washington, að sögn fréttavefjar breska ríkisútvarpsins, BBC . Meira
4. júlí 2005 | Innlendar fréttir | 1273 orð | 2 myndir

"Í geimnum þarf að bera sig fagmannlega að"

Dr. Kathy Sullivan geimfari varð önnur konan í heiminum til að ganga í geimnum og sagði Örlygi Steini Sigurjónssyni frá ferli sínum í heimsókn sinni til landsins á dögunum. Meira
4. júlí 2005 | Erlendar fréttir | 189 orð

"Lífstíðarverk" að útrýma fátækt

GORDON Brown, fjármálaráðherra Bretlands, segir það "lífstíðarverk" að ætla að útrýma fátækt. Það verði ekki gert "með samkomulagi á einum G8-fundi." Greint var frá ummælum ráðherrans á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC, í gær. Meira
4. júlí 2005 | Innlendar fréttir | 330 orð | 1 mynd

"Líkt og fjöllin ætluðu að hrynja yfir mann"

Eftir Þóri Júlíusson thorirj@mbl. Meira
4. júlí 2005 | Innlendar fréttir | 224 orð | 2 myndir

"Þetta er stór stund í okkar lífi að fá kirkju"

SÓLHEIMAKIRKJA í Grímsnesi var vígð í gær að viðstöddu fjölmenni en Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, vígði kirkjuna. Meira
4. júlí 2005 | Innlendar fréttir | 415 orð | 1 mynd

Rannsaka áfram hrygningarstöðvar ofan Elliðavatns

Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is NÚ Í JÚLÍ verða fluttir 20 hængar og 20 hrygnur, sem tekin verða úr kistu neðarlega í Elliðaánum í Reykjavík, og þeim komið fyrir í Hólmsá og Suðurá, ofan við Elliðavatn. Meira
4. júlí 2005 | Innlendar fréttir | 445 orð

Ríkisfyrirtæki brjóta landslög og vinna gegn jafnrétti kynjanna

KVENNASAMTÖK mótmæla viðskiptum ríkisvaldsins á klámi. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem borist hefur frá samtökunum. Þar er bent á að ríkisfyrirtækið Síminn hefur um nokkurt skeið dreift og selt aðgang að stöðinni Adult Channel í gegnum breiðbandið. Meira
4. júlí 2005 | Innlendar fréttir | 920 orð

Segja Baug hafa boðist til að draga sig út úr kaupunum

BAUGUR hefur boðist til að draga sig út úr viðræðum um kaup á bresku verslanakeðjunni Somerfield í kjölfar ákæru embættis Ríkislögreglustjóra á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs. Meira
4. júlí 2005 | Erlendar fréttir | 456 orð | 1 mynd

Sendiherra Egyptalands rænt í Írak

Bagdad. AP. AFP. | Sendiherra Egyptalands í Írak, Ihab al-Sharif, var rænt í Bagdad síðdegis á laugardag, aðeins mánuði eftir að hann kom til borgarinnar til að taka við embættinu. Meira
4. júlí 2005 | Innlendar fréttir | 53 orð | 1 mynd

Sigruðu í norrænni konsertkeppni

SKÓLAHLJÓMSVEIT Kópavogs, undir stjórn Össurar Geirssonar, vann sl. miðvikudag fyrstu verðlaun í norrænu konsertkeppninni Gautaborg Musik Festival. Keppt var bæði um gæði og verkefnaval. Meira
4. júlí 2005 | Innlendar fréttir | 179 orð

Sigur í næstsíðustu umferð Evrópumóts öldunga

INGVAR Ásmundsson vann í gær Þjóðverjann Heinz Rudnik í 8. og næstsíðustu umferð Evrópumóts öldunga, 60 ára og eldri, sem haldið er í Bad Homburg í Þýskalandi. Ingvar hefur 5,5 vinninga og er í 15.-30. sæti. Meira
4. júlí 2005 | Innlendar fréttir | 124 orð | 1 mynd

Skessuhorn kaupir vinsælan hestavef

VEFMIÐILLINN Hestar 847, www.847.is, er nú í eigu Skessuhorns ehf. á Vesturlandi. Meira
4. júlí 2005 | Innlendar fréttir | 57 orð | 1 mynd

Snilldartaktar

RAKEL Natalía Kristinsdóttir sýndi snilldarreiðmennsku á Fjórðungsmóti Vesturlands þegar hún sigraði á stóðhestinum Vígari frá Skarði í tölti barna. Þrátt fyrir ungan aldur var sýningin á við það besta sem gerist. Meira
4. júlí 2005 | Innlendar fréttir | 444 orð | 1 mynd

Stjórnarformaðurinn víki fyrir fullt og allt

FYRRVERANDI talsmaður Iceland Express, Ólafur Hauksson, telur að Gylfa Magnússyni, dósent við viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands, beri að víkja úr sæti stjórnarformanns Samkeppniseftirlitsins fyrir fullt og allt. Þessi nýja stofnun hóf störf 1. Meira
4. júlí 2005 | Innlendar fréttir | 55 orð | 1 mynd

Thorvaldsensfélagið gaf lyfjadælu

THORVALDSENSFÉLAGIÐ færði nýlega fæðingardeild kvennasviðs LSH að gjöf sprautudælu, ASENA GH Syringe Pump, sem stýrir nákvæmri inndælingu á lyfjum. Meira
4. júlí 2005 | Innlendar fréttir | 140 orð | 1 mynd

Umferðarslys í miklu roki

LÍTILL húsbíll fauk út af veginum við Böðvarsholt á Snæfellsnesi á fimmta tímanum í gær. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Ólafsvík voru fimm manns í bílnum en þeir sluppu án teljandi meiðsla. Bíllinn er hins vegar gerónýtur. Meira
4. júlí 2005 | Innlendar fréttir | 232 orð

Um helmingur þekkir nöfn ráðherra

UM 55% landsmanna vita hver gegnir embætti dómsmálaráðherra, rúmlega 52% vita hver er heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, rúmlega 45% þekkja félagsmálaráðherra og tæplega 42% umhverfisráðherra. Meira
4. júlí 2005 | Innlendar fréttir | 61 orð

Varað við arineldspýtum

LÖGREGLAN í Kópavogi varar fólk við arineldspýtum af gerðinni Hart Pro vegna hættu á sjálfsíkveikju. Meira
4. júlí 2005 | Innlendar fréttir | 262 orð | 1 mynd

Yfir 5 þúsund gestir á Færeyskum dögum

Ólafsvík | Færeysku dagarnir fóru fram um helgina og lögðu fjölmargir gestir leið sína til Ólafsvíkur. Áætlar lögreglan að um 5-6000 manns hafi verið í bænum um helgina. Meira
4. júlí 2005 | Innlendar fréttir | 230 orð | 1 mynd

Yfirvöld lækki skatta á eldsneyti

FORRÁÐAMENN Félags íslenskra bifreiðaeigenda ætla að fara fram á að yfirvöld dragi úr skattlagningu á eldsneyti í ljósi síhækkandi heimsmarkaðsverðs. Verður erindi þessa efnis sent fljótlega í vikunni. Meira
4. júlí 2005 | Innlendar fréttir | 481 orð

Þurfa að koma sér upp öldungaráði

Það má ekki minna vera en að sendiherra Bandaríkjanna sé kært kvaddur er hann hverfur af landi brott eftir alllangt starf. Meira
4. júlí 2005 | Innlendar fréttir | 728 orð | 1 mynd

Þögn er ekki samþykki

Eftir Kristján Geir Pétursson kristjan@mbl.is Úrskurðar siðanefndar BÍ beðið Aðstandendur mannsins sem haldið var sofandi í öndunarvél á Landspítala -háskólasjúkrahúsi eftir að hann greindist með hermannaveiki fyrir nokkru kærðu umfjöllun DV um málið. Meira

Ritstjórnargreinar

4. júlí 2005 | Leiðarar | 391 orð

Framtíð í nýju landi

Aðlögun er lykilatriði þess að innflytjendum líði vel í nýju landi. Snar þáttur í þeirri aðlögun er íslenskunám og fyrir þá sem yngri eru skólaganga. Meira
4. júlí 2005 | Leiðarar | 420 orð

Of langt gengið

Kínverjar ganga allt of langt í viðbrögðum sínum þegar hingað kemur fólk frá Taívan, jafnvel þótt um háttsetta stjórnmálamenn þar sé að ræða. Meira
4. júlí 2005 | Staksteinar | 336 orð | 1 mynd

Stjórnlaus leyndarhyggja

Leyndarhyggjan í Bandaríkjunum hefur aldrei verið meiri, að því er kemur fram í frétt í dagblaðinu The New York Times í gær. Í frétt blaðsins segir að ríkisstofnanir ákveði að leynd skuli hvíla yfir 125 skjölum á mínútu. Meira

Menning

4. júlí 2005 | Fjölmiðlar | 29 orð | 1 mynd

...Bubba byggja

Krakkar. Fylgist nú vel með, því Bubbi byggir hættir bráðum í barnaefni Sjónvarpsins. Í kvöld verður þáttur númer 910 sýndur en eftir það eru bara þrír þættir í... Meira
4. júlí 2005 | Tónlist | 27 orð | 1 mynd

Djass í Montreux

BOOKER Taliaferro Jones, liðsmaður Booker T & The MG's, leikur hér á hljómborðið á 39. Montreux-djasshátíðinni á laugardag. Fjöldi fólks leggur leið sína á hátíðina ár... Meira
4. júlí 2005 | Tónlist | 352 orð | 1 mynd

Fjölskylda og grillfjör

DAVE Grohl og félagar í bandarísku rokksveitinni Foo Fighters eru komnir til landsins en sveitin heldur tónleika í Egilshöll á morgun ásamt Queens of the Stone Age og Mínus. Meira
4. júlí 2005 | Fjölmiðlar | 445 orð | 1 mynd

Hugsjónirnar

"Við getum gert þetta, og þegar við gerum það verður þetta það besta sem mannkynið hefur gert," sagði Bill Gates á Live 8 tónleikunum á laugardag. Meira
4. júlí 2005 | Tónlist | 153 orð | 1 mynd

Luther Vandross látinn

SÁLARSÖNGVARINN Luther Vandross er látinn, aðeins fimmtíu og fjögurra ára að aldri. "Hann var tónlistarmaður sem gat ekki annað en gefið allt sem hann átti til," sagði vinkona hans til tuttugu ára, söngkonan Roberta Flack. Meira
4. júlí 2005 | Leiklist | 206 orð | 1 mynd

Memento Mori var valin besta sýningin

MEMENTO Mori í flutningi Hugleiks og Leikfélags Kópavogs var valin besta sýningin á leiklistarhátíð Bandalags íslenskra leikfélaga, Leikum núna!, sem fram fór á dögunum. Meira
4. júlí 2005 | Tónlist | 822 orð | 1 mynd

Mugiskelda

Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Hróarskelda | Mugison sannaði svo um munaði á föstudaginn var að það er engu á þennan dreng logið. Meira
4. júlí 2005 | Fjölmiðlar | 138 orð | 1 mynd

"Ég vil ekki fara að sofa..."

...ÞÚ þarft þess heldur ekki. Ef þú átt erfitt með að sofna í sumarbirtunni og enginn nennir að vaka með þér, og ert í stuði fyrir léttmeti en ekki djúphugsuð meistaraverk, eru Nátthrafnar SkjásEins ágætis afþreying. Meira
4. júlí 2005 | Leiklist | 1339 orð | 1 mynd

"Góðar leiksýningar opna áhorfendum nýjan heim"

Íslenskt áhugaleikhús er í háum gæðaflokki. Greinilegt er að metnaður þátttakenda er mikill og vinnubrögðin fagleg. Meira
4. júlí 2005 | Tónlist | 233 orð | 2 myndir

"Wig Wam: Fjórtán stig!"

"Þetta var alveg með ólíkindum. Fullt upp um alla stiga og upp í rjáfur í Smáralindinni og það á einni stærstu ferðamannahelgi ársins," sagði Einar Bárðarson hjá Concert ehf., sem flutti norsku glysrokkarana í Wig Wam til landsins. Meira
4. júlí 2005 | Tónlist | 477 orð | 8 myndir

"Þetta eru ekki rokktónleikar"

Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur aps@mbl.is LIVE 8 tónleikarnir fóru fram á laugardaginn. Útsending tónleikanna mun hafa náð til um 85% mannkyns með hjálp nútíma tækni þótt erfitt sé að meta hversu margir horfðu á -einhverjir hafa skotið á tvær billjónir. Meira
4. júlí 2005 | Tónlist | 30 orð | 1 mynd

Shankar í Vínarborg

HINN goðsögulegi sítarleikari Ravi Shankar kom fram á tónleikum í Vínaróperunni um helgina að viðstöddu fjölmenni. Tónleikarnir voru liður í Djasshátíð Vínarborgar sem stendur yfir fram til 29. júlí... Meira
4. júlí 2005 | Bókmenntir | 1052 orð | 1 mynd

Sjálf og sagnfræði

Eftir Sigurð Gylfa Magnússon. Háskólaútgáfan 2004. Meira
4. júlí 2005 | Myndlist | 441 orð | 1 mynd

Skortur á samhengi

Sýningin stendur til 9. júlí. Meira
4. júlí 2005 | Bókmenntir | 567 orð

Veglegt ráðstefnurit

Select Papers from the Proceedings of the Fourteenth Viking Congress, Tórshavn, 19-30 July 2001. Ritstjórar Andras Mortensen og Símun V. Arge. Annales Societatis Scientiarum Færoensis. Supplementum XLIV. Þórshöfn 2005. 445 bls., myndefni. Meira
4. júlí 2005 | Myndlist | 88 orð | 2 myndir

Við elskum Ísland

Í NÝLISTASAFNINU opnaði um helgina sýningin WELOVEICELAND. WeLove er hópur erlendra og íslenskra listamanna sem kemur saman á Íslandi í "nafni vináttunnar til að lifa, skapa og elska. Sköpunarferlið er jafn mikilvægt og sjálf útkoman. Meira

Umræðan

4. júlí 2005 | Aðsent efni | 816 orð | 1 mynd

Fiskifræðileg sagnfræði

Jónas Bjarnason fjallar um fiskistofnana: "Þorskurinn sjálfur og sjávarbyggðirnar eru í húfi." Meira
4. júlí 2005 | Aðsent efni | 349 orð | 1 mynd

Grátleg staðreynd

Björg Bjarnadóttir fjallar um leikskólakennara: "Ráðherra, þarf ekki að gera eitthvað í þessu?" Meira
4. júlí 2005 | Aðsent efni | 797 orð | 2 myndir

Hvers á grálúðan að gjalda?

Alda Möller fjallar um sjávarútvegsmál, einkum grálúðu: "Síðustu daga hafa nokkrir fiskifræðingar ítrekað að ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um þorskafla næsta fiskveiðiárs er ekki í samræmi við gildandi aflareglu." Meira
4. júlí 2005 | Aðsent efni | 742 orð | 1 mynd

Landið lifir án okkar en við ekki án þess

Björk Bjarnadóttir fjallar um stóriðju og náttúruvernd: "Baráttan fyrir landinu er ekki töpuð, stjórnvöld eru ekki ein með völd til þess að ráðstafa landinu fyrir okkur." Meira
4. júlí 2005 | Aðsent efni | 556 orð | 1 mynd

Samfylkingin verður að breyta þjóðfélaginu

Björgvin Guðmundsson fjallar um Samfylkinguna og stofnun hennar: "Ég tel stefnu Samfylkingarinnar vera í anda jafnaðarstefnunnar og forustumenn flokksins hafa tryggt að svo yrði." Meira
4. júlí 2005 | Aðsent efni | 789 orð | 1 mynd

Skreytilist og veisluskáldskapur

Jón Kalman Stefánsson fjallar um skreytilist og svarar viðhorfspistli frá Kristjáni G. Arngrímssyni: "Enginn veit ástæðurnar fyrir því hversvegna fólk fæst við skáldskap, eða aðrar listgreinar." Meira
4. júlí 2005 | Aðsent efni | 394 orð | 1 mynd

Sumarbústaður til sölu, seljandi er Orkuveitan

Magnús Már Guðmundsson fjallar um Orkuveituna: "Ekki er hægt að segja með góðu móti að þessi starfsemi sé í samræmi við orkustefnu borgarinnar." Meira
4. júlí 2005 | Aðsent efni | 661 orð | 1 mynd

Um safnráð menningar- og ferðamálaráðs

Jóhann L. Torfason fjallar um ákvörðun R-listans í menningarmálum: "Ég hvet borgarráð til að hafna þessari breytingu og hugsa málið upp á nýtt." Meira
4. júlí 2005 | Velvakandi | 330 orð | 1 mynd

Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10-12 og 13-15 | velvakandi@mbl.is

Umferðarmerkingar og framúrakstur ÉG var nýlega á ferðalagi austan Akureyrar í mikilli umferð því það voru tvö mót á Akureyri þá dagana og straumur af bílum þangað. Var þá Vegagerðin að merkja veginn í miðjunni og það í allri þessari umferð. Meira
4. júlí 2005 | Bréf til blaðsins | 622 orð

Vægðarlaus ákefð ástarinnar

Frá Gro-Tove Sandsmark, cand. philol. í norrænum fræðum og bókmenntafræði og starfar í Háskóla Íslands: "SUNNUDAGINN 19. júní birtist ritdómur um skáldsöguna "Örfok" eftir Eyvind P. Eiríksson. Þar sem ég er hrifin af viðfangsefninu, sem og af höfundinum, get ég á engan hátt gert hlutlausa greiningu á þessari sögu." Meira

Minningargreinar

4. júlí 2005 | Minningargreinar | 354 orð | 1 mynd

ARNDÍS EGILSON

Arndís Egilson fæddist í Reykjavík 3. apríl 1942. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 14. júní síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Landakirkju í Vestmannaeyjum 21. júní. Meira  Kaupa minningabók
4. júlí 2005 | Minningargreinar | 1089 orð | 1 mynd

BERGÞÓRA G. JÓNSDÓTTIR

Bergþóra Guðleif Jónsdóttir fæddist í Vestmannaeyjum 23. mars 1921. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 25. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ingibjörg Bergsteinsdóttir og Jón Guðnason. Meira  Kaupa minningabók
4. júlí 2005 | Minningargreinar | 5593 orð | 1 mynd

GUÐRÚN ÓLÍNA GUNNARSDÓTTIR

Guðrún Ólína Gunnarsdóttir fæddist í Tálknafirði 22. mars 1937. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut föstudaginn 24. júní eftir stutta sjúkralegu. Foreldrar hennar voru Gunnar Einarsson sjómaður, f. að Hlíðarenda í Tálknafirði 13. júlí 1905, d. 23. Meira  Kaupa minningabók
4. júlí 2005 | Minningargreinar | 877 orð | 1 mynd

SIGURÐUR RAGNAR ARNBJÖRNSSON

Sigurður Ragnar Arnbjörnsson fæddist í Keflavík 4. maí 1987. Hann lést í bílslysi í Öxnadal 17. júní síðastliðinn og var jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju 29. júní. Meira  Kaupa minningabók
4. júlí 2005 | Minningargreinar | 249 orð | 1 mynd

VÍKINGUR ÞÓR BJÖRNSSON

Víkingur Þór Björnsson fæddist á Akureyri 20. september 1929. Hann lést á heimili sínu þriðjudaginn 21. júní síðastliðinn og var útför hans gerð frá Akureyrarkirkju 29. júní. Meira  Kaupa minningabók
4. júlí 2005 | Minningargreinar | 614 orð | 1 mynd

ÞORBJÖRG EINARSDÓTTIR

Þorbjörg Einarsdóttir fæddist á Ekru í Stöðvarfirði 16. ágúst 1915. Hún lést á Droplaugarstöðum í Reykjavík 11. júní síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Stöðvarfjarðarkirkju 20. júní. Meira  Kaupa minningabók
4. júlí 2005 | Minningargreinar | 294 orð | 1 mynd

ÞÓRARINN SAMÚEL GUÐMUNDSSON

Þórarinn Samúel (Dóri) Guðmundsson fæddist 4. febrúar 1990. Hann lést í bílslysi í Öxnadal 17. júní síðastliðinn og var jarðsunginn frá Útskálakirkju 24. júní. Meira  Kaupa minningabók

Daglegt líf

4. júlí 2005 | Daglegt líf | 641 orð | 2 myndir

Fólk á að fara á sínum hraða og hlusta á eigin líðan

Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is Laugardaginn 20. ágúst verður Reykjavíkurmaraþonið ræst af stað í tuttugasta og annað sinn. Margir hafa eflaust hug á því að hlaupa vegalengdirnar í skemmtiskokkinu og eru þegar byrjaðir að æfa sig fyrir það. Meira
4. júlí 2005 | Daglegt líf | 1073 orð | 5 myndir

Mikilvægt að fá karlmenn í læknisskoðun

Eftir Söru M. Kolka sara@mbl.is Nauðsynlegt er fyrir alla karlmenn að fara reglulega í læknisskoðun en þeir veigra sér frekar við að fara til heimilislæknis en konur, að mati Björgvins Bjarnasonar, heimilislæknis í Domus Medica. Meira
4. júlí 2005 | Daglegt líf | 566 orð | 1 mynd

Samveran skiptir mestu í sumarfríinu

Flestir þekkja þá tilhlökkun sem er í því fólgin að komast með fjölskyldunni í frí eftir langan og strangan vetur. Börn hafa oft miklar væntingar til foreldra sinna á þessum tíma. Það á að vera svo gaman, allir saman. Meira

Fastir þættir

4. júlí 2005 | Fastir þættir | 185 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is

EM á Tenerife. Meira
4. júlí 2005 | Fastir þættir | 1149 orð | 4 myndir

Greinilega framför í hrossarækt og hestamennsku á Vesturlandi

Fjórðungsmót Vesturlands sem lauk á Kaldármelum í gær sýndi að hrossarækt og hestamennska á Vesturlandi eru í mikilli framför. Meira
4. júlí 2005 | Dagbók | 78 orð | 1 mynd

Leikið á götunni

Reykjavík | Götuleikhús Hins hússins var á ferð í miðbæ Reykjavíkur fyrir helgina og vakti sem endranær óskipta athygli vegfarenda. Á hverju sumri býðst ungmennum 17 ára og eldri að sækja um að starfa í Götuleikhúsinu. Meira
4. júlí 2005 | Í dag | 22 orð

Og sólin rennur upp, og sólin gengur undir og hraðar sér til samastaðar...

Og sólin rennur upp, og sólin gengur undir og hraðar sér til samastaðar síns, þar sem hún rennur upp. (Préd. 1, 5.) Meira
4. júlí 2005 | Í dag | 514 orð | 1 mynd

Réttur neytenda verði virtur

Gísli Tryggvason er fæddur í Bergen í Noregi árið 1969. Hann er alinn upp á Akureyri og bjó á unglingsárunum í Danmörku, þar sem hann lauk menntaskóla. Meira
4. júlí 2005 | Fastir þættir | 250 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Rf6 4. e5 Rfd7 5. f4 c5 6. Rf3 Rc6 7. Be3 cxd4 8. Rxd4 Bc5 9. Dd2 Rxd4 10. Bxd4 Bxd4 11. Dxd4 Db6 12. Dxb6 Rxb6 13. O-O-O Bd7 14. Rb5 Ke7 15. Rd4 Hac8 16. b3 Hc3 17. Bd3 Hhc8 18. Hhf1 g6 19. g4 f5 20. gxf5 exf5 21. h4 a6 22. Meira
4. júlí 2005 | Fastir þættir | 318 orð | 1 mynd

Víkverji skrifar...

Víkverji er blessunarlega laus við að eiga bíl. Hann átti og rak bíl í nokkur ár og varð frelsinu fegnastur þegar hann losnaði undan því oki. Á menntaskólaárunum átti Víkverji bíl til að komast í skólann og vinnuna og vann til að geta átt bíl. Meira

Íþróttir

4. júlí 2005 | Íþróttir | 392 orð | 1 mynd

Alonso með yfirburði

FERNANDO Alonso á Renault vann í gær yfirburðasigur í franska kappakstrinum í Magny-Cours. Meira
4. júlí 2005 | Íþróttir | 220 orð | 1 mynd

* ALÞJÓÐA Ólympíunefndin hefur ákveðið að fjölga lyfjaprófum fyrir...

* ALÞJÓÐA Ólympíunefndin hefur ákveðið að fjölga lyfjaprófum fyrir vetrarólympíuleikana í Tórínó á Ítalíu á næsta ári en ráðgert er að taka allt að tólf hundruð próf. Meira
4. júlí 2005 | Íþróttir | 107 orð | 1 mynd

Andri og Arnar úr leik á atvinnumannamóti

TENNISKÖPPUNUM Andra Jónssyni og Arnari Sigurðssyni tókst ekki að fylgja eftir góðum sigri í fjórðungsúrslitum í tvíliðaleik á tennismóti atvinnumanna í Trier í Þýskalandi á fimmtudag og urðu að láta í minni pokann í undanúrslitum á laugardag. Meira
4. júlí 2005 | Íþróttir | 203 orð

Argentína heimsmeistari ungmenna í fimmta skipti

ARGENTÍNUMENN báru á laugardag sigurorð af Nígeríumönnum, 2:1, í úrslitaleik heimsmeistaramóts leikmanna tuttugu ára og yngri en mótið fór fram í Hollandi. Argentínumenn hafa nú unnið keppnina í fimm skipti sem er met. Meira
4. júlí 2005 | Íþróttir | 1054 orð | 1 mynd

Bikarkeppni SSÍ 1. deild, keppt í Laugardalslaug: 800 m skriðsund...

Bikarkeppni SSÍ 1. deild, keppt í Laugardalslaug: 800 m skriðsund kvenna: Auður Sif Jónsdóttir, Ægi 9:35,53 Olga Sigurðardóttir, Ægi 10:00,19 Aþena Ragna Júlíusdóttir, ÍA 10:04,33 1.500 m skriðsund karla: Jón Símon Gíslason, Ægi 17. Meira
4. júlí 2005 | Íþróttir | 371 orð | 1 mynd

Efsta deild karla, Landsbankadeild ÍBV - Fylkir 0:3 Björgólfur Takefusa...

Efsta deild karla, Landsbankadeild ÍBV - Fylkir 0:3 Björgólfur Takefusa 34., 87., Viktor Bjarki Arnarsson 64. Meira
4. júlí 2005 | Íþróttir | 200 orð

Ferguson heitir Glazer- feðgum stuðningi

KNATTSPYRNUSTJÓRI enska stórveldisins Manchester United, sir Alex Ferguson, hefur heitið Glazer-fjölskyldunni, sem nýlega eignaðist félagið, stuðningi sínum. Meira
4. júlí 2005 | Íþróttir | 107 orð

Fjölnir syndir í fyrstu deild

SUNDDEILD Fjölnis bar sigur úr býtum í annarri deild Sundsambands Íslands en keppni fór fram í Laugardalslaug um helgina. Hörð keppni var milli Fjölnis og B-sveitar Ægis en svo fór að Fjölnir fékk 17.304 stig en B-sveit Ægis fylgdi fast á eftir með 16. Meira
4. júlí 2005 | Íþróttir | 387 orð | 8 myndir

Fjölnir vann eftir vítaspyrnukeppni

Fjölnir vann í keppni A-liða á ESSO-móti KA í knattspyrnu en þar reyndu með sér piltar í 5. flokki víðs vegar af landinu. Fjölnir vann FH að lokinni vítaspyrnukeppni en liðin höfðu skilið markalaus að loknum venjulegum leiktíma. Meira
4. júlí 2005 | Íþróttir | 528 orð | 2 myndir

Fylkismenn ekki í vandræðum með Eyjamenn

STAÐA Eyjamanna er heldur svört eftir fyrri umferð Landsbankadeildar karla en uppskeran er aðeins sex stig og þarf mikið að breytast ef Eyjamenn ætla að halda sér uppi í deildinni. Meira
4. júlí 2005 | Íþróttir | 107 orð

Gerrard ekki á förum

EVRÓPUMEISTARAR Liverpool hafa staðfastlega neitað öllum hugleiðingum um að Steven Gerrard, fyrirliði liðsins, muni yfirgefa félagið í sumar. Meira
4. júlí 2005 | Íþróttir | 362 orð | 1 mynd

* GRAEME Souness , knattspyrnustjóri Newcastle , er af veðbönkum í...

* GRAEME Souness , knattspyrnustjóri Newcastle , er af veðbönkum í Englandi talinn verða fyrsti knattspyrnustjórinn sem sagt verður upp í ensku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð. * HERNAN Crespo segist gera hvað hann getur til þess að vera áfram á Ítalíu... Meira
4. júlí 2005 | Íþróttir | 163 orð

Grétar Rafn skoraði með þrumufleyg

GRÉTAR Rafn Steinsson skoraði fyrsta markið þegar lið hans, Young Boys, í Sviss vann belgíska liðið Lokeren, 4:1, í fyrri leik liðanna í Intertoto-keppninni á laugardag. Meira
4. júlí 2005 | Íþróttir | 224 orð

Halldór bætti sig í tugþraut í Maribor

HALLDÓR Lárusson, ungur tugþrautarmaður úr Aftureldingu, bætti sinn fyrri árangur í tugþraut í Evrópubikarkeppninni í Maribor í Slóveníu um helgina. Halldór fékk 6.616 stig sem er 75 stigum meira en hann hefur áður náð að vinna sér inn. Meira
4. júlí 2005 | Íþróttir | 174 orð | 1 mynd

Haraldur Freyr skoraði í tapleik Aalesund

HARALDUR Freyr Guðmundsson skoraði fyrsta mark Aalesund gegn Hannesi Þ. Sigurðssyni og félögum í Viking í norsku úrvalsdeildinni í gærdag. Markið skoraði Haraldur á 21. Meira
4. júlí 2005 | Íþróttir | 241 orð

ÍBV 0:3 Fylkir Leikskipulag: 4-5-1 Landsbankadeild karla, 9. umferð...

ÍBV 0:3 Fylkir Leikskipulag: 4-5-1 Landsbankadeild karla, 9. umferð Hásteinsvöllur Laugardaginn 2. júlí 2005 Aðstæður: Gjóla, gekk á með skúrum. Áhorfendur: 250 Dómari: Erlendur Eiríksson, Fram, 2. Aðstoðardómarar: Eyjólfur Finnsson, Einar Guðmundsson. Meira
4. júlí 2005 | Íþróttir | 33 orð

í kvöld

KNATTSPYRNA Bikarkeppni KSÍ, VISA-bikar karla, 16 liða úrslit: Víkingsvöllur: Víkingur R. - KR 19.15 Hlíðarendavöllur: Valur - Haukar 19.15 Akranesvöllur: ÍA - Breiðablik 19. Meira
4. júlí 2005 | Íþróttir | 83 orð

Ísland rak lestina

HEIÐAR Davíð Bragason, kylfingur úr Kili, var sá eini af íslenska karlalandsliðinu í golfi sem vann sína viðureign í rimmu liðsins gegn Finnum á Evrópumótinu í golfi á Hillside-vellinum á laugardag. Finnar sigruðu, 4:1, og þar með endaði Ísland í 16. Meira
4. júlí 2005 | Íþróttir | 338 orð | 1 mynd

* JALIESKY Garcia landsliðsmaður í handknattleik og samherjar hans hjá...

* JALIESKY Garcia landsliðsmaður í handknattleik og samherjar hans hjá þýska liðinu Göppingen taka sæti Tusem Essen í EHF-keppninni í handknattleik á næstu leiktíð. Meira
4. júlí 2005 | Íþróttir | 124 orð

Keflavík berst liðsstyrkur í körfunni

ÍSLANDSMEISTURUM Keflavíkur í körfuknattleik hefur borist liðsstyrkur fyrir komandi tímabil í Zlatko Gocevski frá Makedóníu. Gocevski er 23 ára og leikur í stöðu fram- og miðherja. Meira
4. júlí 2005 | Íþróttir | 357 orð

Keflvíkingar fara til Finnlands og Úkraínu

DREGIÐ var í Áskorendabikarkeppni Evrópu í gær og voru Keflvíkingar í pottinum. Breytingar hafa átt sér stað á keppninni og er nú leikið í átta þriggja liða riðlum. Meira
4. júlí 2005 | Íþróttir | 94 orð

Klúður hjá Bjørn

ENGLENDINGURINN Kenneth Ferrie fór með sigur af hólmi á European Open-golfmótinu í Naas á Írlandi í gær. Ferrie lék á 70 höggum í dag og endaði þremur höggum undir pari. Meira
4. júlí 2005 | Íþróttir | 91 orð

Nýr leikmaður til Stoke

HOLLENDINGURINN Johan Boskamp, nýráðinn knattspyrnustjóri Íslendingaliðsins Stoke, hefur krækt í sinn fyrsta leikmann. Sá heitir Peter Sweeney, er tvítugur miðjumaður og lék með Millwall á síðasta leiktímabili. Meira
4. júlí 2005 | Íþróttir | 384 orð | 1 mynd

* SAMNINGAVIÐRÆÐUR Stuarts Downing við Middlesbrough virðast ganga hálf...

* SAMNINGAVIÐRÆÐUR Stuarts Downing við Middlesbrough virðast ganga hálf brösuglega en leikmaðurinn hefur krafist þess að hann fái samning sem hæfi stöðu hans í liðinu. Meira
4. júlí 2005 | Íþróttir | 102 orð

Sigurður velur æfingahóp fyrir EM

SIGURÐUR Ingimundarson, landsliðsþjálfari karla í körfuknattleik, hefur valið 24 manna landsliðshóp fyrir landsleiki í Evrópukeppni landsliða í haust, gegn Dönum 3. september og Rúmenum 10. september. Meira
4. júlí 2005 | Íþróttir | 248 orð

Spenna á fyrsta stigamóti BLÍ í strandblaki í Kópavogi

EIRÍKUR Eiríksson og Valur Guðjón Valsson sigruðu óvænt í strandblaksmóti karla á laugardaginn þegar þeir léku úrslitaleikinn við núverandi Íslandsmeistara, Einar Sigurðsson og Brynjar Pétursson. Meira
4. júlí 2005 | Íþróttir | 378 orð | 1 mynd

* SUNNA Gestsdóttir , úr USAH , hafnaði í 7. sæti í 400 m hlaupi á...

* SUNNA Gestsdóttir , úr USAH , hafnaði í 7. sæti í 400 m hlaupi á Gautaborgarleikunum um helgina. Sunna hljóp á 57,44 sekúndum. * ÍRIS Anna Skúladóttir , hlaupakona úr Fjölni , vann öruggan sigur í 1. Meira
4. júlí 2005 | Íþróttir | 1457 orð | 1 mynd

Vantar meiri stö ðugleika

Aðalsteinn Eyjólfsson tók nýverið við þjálfun kvennaliðs Stjörnunnar í handknattleik eftir eins árs dvöl í Þýskalandi þar sem hann þjálfaði efstudeildarlið TuS Weibern. Meira
4. júlí 2005 | Íþróttir | 447 orð | 2 myndir

Þriðja árið í röð hjá Federer

SVISSLENDINGURINN Roger Federer sýndi og sannaði að hann á efsta sætið á heimslistanum í tennis fyllilega skilið eftir sigurinn á Bandaríkjamanninum Andy Roddick í úrslitum Wimbledon-mótsins í gær en Federer sýndi allar sínar bestu hliðar á vellinum. Meira
4. júlí 2005 | Íþróttir | 834 orð | 2 myndir

Ægir bikarmeistari með yfirburðum

BIKARKEPPNI Sundsambands Íslands var háð um helgina í nýju Laugardalslauginni. Mikið var um dýrðir og áhorfendur létu sig ekki vanta á pallana og hvöttu liðin ákaft. Meira

Fasteignablað

4. júlí 2005 | Fasteignablað | 883 orð | 4 myndir

Austurvöllur á Ísafirði

Eftir Samson Bjarnar Harðarson landslagsarkitekt Það eru fleiri en Reykvíkingar sem eiga sér Austurvöll, það eiga nefnilega Ísfirðingar líka. Þeirra Austurvöllur liggur í jaðri miðbæjarins við Austurveg milli Sundhallarinnar og bíóhússins. Meira
4. júlí 2005 | Fasteignablað | 30 orð | 1 mynd

Blóm og runnar á lækkuðu verði

Þar sem gróðrarstöðvar hafa lækkað verð á vörum sínum er tilvalið að ljúka við að kaupa það sem vantar í beðin því það er alls ekki of seint að... Meira
4. júlí 2005 | Fasteignablað | 239 orð | 1 mynd

Brattholt 17

Mosfellsbær - Fasteignasala Mosfellsbæjar er með í sölu 176,9 ferm. einbýlishús á einni hæð með rúmgóðum bílskúr við Brattholt 17 í Mosfellsbæ. Komið er inn í forstofu með flísum á gólfi, en inn af forstofu er gestasalerni með flísum á gólfi. Meira
4. júlí 2005 | Fasteignablað | 635 orð | 2 myndir

Dýrahald í fjölbýli

Dýrahald í fjöleignarhúsum getur verið uppspretta óþrjótandi deilna á milli eigenda og er í raun mjög algengt að svo sé. Samkvæmt lögum um fjöleignarhús er hunda- og kattahald í fjöleignarhúsum háð samþykki allra eigenda í viðkomandi húsi eða a.m.k. Meira
4. júlí 2005 | Fasteignablað | 171 orð | 2 myndir

Eiðismýri 20

Seltjarnarnes - Hjá DP-fasteignum er nú til sölu fallegt og vel skipulagt 204 fermetra endaraðhús með innbyggðum bílskúr á Eiðismýri 20 á Seltjarnarnesi. Komið er inn í anddyri með góðum skápum úr kirsuberjavið. Meira
4. júlí 2005 | Fasteignablað | 46 orð | 1 mynd

Er flísafúgan óhrein?

Það er ekki skemmtilegt þegar fúgan milli flísanna fer að óhreinkast en til er ráð við því. Í flísaverslunum eru til sérstök fúguhreinsiefni sem er látið liggja á fletinum í 20 mínútur og síðan er best að skrúbba duglega yfir. Meira
4. júlí 2005 | Fasteignablað | 897 orð | 1 mynd

Heitavatnsrör án einangrunar tapa hita

Hvað gerum við þegar okkur verður kalt? Fáránleg spurning, ekki satt, það liggur í augum uppi. Ef ekki er hægt að koma sér á hlýrri og skjólsælli stað er auðvitað nærtækast að klæða sig betur. En hvað gerist þegar einhverjum verður kalt? Meira
4. júlí 2005 | Fasteignablað | 145 orð | 2 myndir

Hraunhvammur 6

Hafnarfjörður - Hjá fasteignasölunni Fold er nú til sölu einbýlishús við Hraunhvamm 6 í Hafnarfirði. Húsið er 147,8 ferm. og byggt úr hleðslusteini og timbri og klætt að utan. Meira
4. júlí 2005 | Fasteignablað | 819 orð | 6 myndir

Inni í spænska húsinu

Fjölmargir spænskir arkitektar og hönnuðir eru nú vel þekktir um allan heim þó iðnhönnun eigi sér ekki langa sögu þar í landi. Meira
4. júlí 2005 | Fasteignablað | 85 orð | 1 mynd

Í eldhúsinu

Bragðgott álegg * Drýgið sardínur sem álegg með því að kremja þær með majónesi (1 dl móti 1/3 msk. olíu úr dósinni). Smyrjið ristað brauð með síldarmaukinu, sem er mjög ljúffengt. Stráið svo saxaðri steinselju yfir. Meira
4. júlí 2005 | Fasteignablað | 81 orð | 1 mynd

Ísmolar og herðatré

Ísmolabakkar í frystihólfi * Ísmolabakkar eiga það til að frjósa við frystihólfið. Látið álpappír undir ísmolabakkann áður en þið látið hann í frystihólfið. Þá frýs bakkinn ekki við hólfið. Meira
4. júlí 2005 | Fasteignablað | 20 orð | 1 mynd

Kattafæla á húsgögnin

Í gæludýraverslunum er til svokölluð kattafæla sem úða má á húsgögn og þá staði sem kettir eru ekki æskilegir... Meira
4. júlí 2005 | Fasteignablað | 52 orð | 1 mynd

Kerrustólpi

Eigendur tjaldvagna, fellihýsa eða annars konar kerra geta nú keypt sér kerrustólpa sem er nýjung hjá Steypustöðinni. Nú má leggja kerrunni í rétta hæð þegar hún er ekki í notkun. Meira
4. júlí 2005 | Fasteignablað | 47 orð

Leiðrétting

Rangt var með farið í grein um íbúðir við Rauðavað í síðasta fasteignablaði Morgunblaðsins, þar sem sagt var að Valdís Vífilsdóttir innanhúsarkitekt hefði hannað innréttingar í íbúðirnar. Meira
4. júlí 2005 | Fasteignablað | 34 orð | 1 mynd

Línóleumdúkur sem borðplata

Hægt er að nota hitaþolinn línóleumdúk á borðplötur. Einungis þarf að bera á hann línolíu af og til til að halda honum við. Dúkinn má leggja á krossviðarplötu og kantlíma hana svo með... Meira
4. júlí 2005 | Fasteignablað | 354 orð | 1 mynd

Meira jafnvægi ríkir á markaðnum

Heldur hefur dregið úr eftirspurn eftir íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu að undanförnu miðað við þá gríðarlegu eftirspurn, sem ríkti á markaðnum í vetur og vor. Fasteignasalar segja, að þetta þurfi ekki að koma á óvart. Meira
4. júlí 2005 | Fasteignablað | 183 orð | 2 myndir

Selvogsgata 22

Hafnarfjörður - Fasteignasalan Ás er með í sölu einbýlishús við Selvogsgötu 22. "Þetta er notalegt einbýlishús á góðum stað í Firðinum," segir Eiríkur Svanur Sigfússon hjá Ási. "Íbúðin er á tveimur hæðum. Neðri hæðin er 88,7 ferm. Meira
4. júlí 2005 | Fasteignablað | 773 orð | 6 myndir

Sérstæð byggð upp af Suðurbotni

Austan við Ægisgarð, inn af gömlu Reykjavíkurhöfninni, heitir Suðurbotn samkvæmt kortinu í símaskránni. Ugglaust gamalt nafn frá þeim tíma þegar þarna voru uppsátur, en ég samt ekki heyrt það notað. Meira
4. júlí 2005 | Fasteignablað | 48 orð | 1 mynd

Skuggahverfið

SKUGGAHVERFI var í fyrstu nafn á hverfi tómthúsbýla sem risu snemma á 19. öld meðfram ströndinni. Þetta svæði tilheyrði upphaflega jörðinni Arnarhóli, en nafnið er dregið af fyrsta tómthúsbýlinu, Skugga (fór í eyði 1845). Meira
4. júlí 2005 | Fasteignablað | 723 orð | 4 myndir

Stóru trén í görðunum - alaskaösp, sitkagreni, stafafura

Sagt er að stærsti skógur Íslands sé í görðum landsmanna á höfuðborgarsvæðinu. Þessi fallegu tré hafa veitt mörgum garðeigandanum ánægju meðan þau voru í uppvexti en eru nú víða farin að verða fólki til ama. Þannig má það ekki verða. Meira
4. júlí 2005 | Fasteignablað | 31 orð | 1 mynd

Styttur Steinunnar

Steinunn Þórarinsdóttir nam í Bretlandi á áttunda áratug síðustu aldar og í Bologna á Ítalíu. Uppsprettan og kjarninn í verkum hennar er maðurinn. Verk sín vinnur hún í ál og... Meira
4. júlí 2005 | Fasteignablað | 183 orð | 2 myndir

Sumarbústaður í Bláskógabyggð

Efri-Reykir - Hjá fasteign.is er til sölu fallegur og fullbúinn sumarbústaður, sem er 90 ferm. að stærð og skiptist í 61 ferm. sumarhús og 29 ferm. baðhús. "Húsið stendur á fallegum stað í Bláskógabyggð, Efri-Reykjum," segir Ólafur B. Meira
4. júlí 2005 | Fasteignablað | 79 orð | 1 mynd

Thula

Þessi mynd er frá Thula, fjallaborg í Jemen, sem er dæmigerð fyrir fjölmargar fjallaborgir í þessu fjarlæga landi. Meira
4. júlí 2005 | Fasteignablað | 44 orð | 1 mynd

Tívolíið í Vatnsmýrinni

TÍVOLÍ við Njarðargötu var stofnað 1946 á svæði í Vatnsmýrinni. Garðurinn var um 20 þúsund fermetrar að stærð og þar voru ýmiss konar leiktæki, bílabraut, hringekjur, parísarhjól og fleira. Þar var einnig dansstaður, Vetrargarðurinn. Meira
4. júlí 2005 | Fasteignablað | 40 orð | 1 mynd

Tjörnin

REYKJAVÍKURTJÖRN myndaðist í upphafi sem lón. Aðrennslissvæði hennar er aðallega Vatnsmýrin. Hún hefur minnkað um fjórðung frá upphaflegri stærð. Þegar Skothúsvegur var lagður yfir Tjörnina skiptist hún í tvennt, Norður-Tjörn og Suður-Tjörn. Meira
4. júlí 2005 | Fasteignablað | 517 orð | 3 myndir

Útboð á byggingarrétti í gamla bænum

Fyrirhugað er að byggja um 60 nýjar íbúðir auk atvinnuhúsnæðis í gamla miðbænum í Borgarnesi. Magnús Sigurðsson kynnti sér byggingarsvæðið, en það á örugglega eftir að höfða til margra. Meira
4. júlí 2005 | Fasteignablað | 1702 orð | 6 myndir

Verulegt rými fyrir mikla stækkun byggðarlagsins

Selfoss - "Mér finnst allt benda til þess að íbúum muni fjölga hér stöðugt á næstu árum, alveg eins og verið hefur undanfarin ár. Meira
4. júlí 2005 | Fasteignablað | 181 orð | 2 myndir

Vesturtún 49a

Álftanes - Hjá Garðatorgi Eignamiðlun er til sölu parhús við Vesturtún 49a. "Þetta er mjög fallegt samtals 148,1 ferm. parhús með bílskúr á góðum stað á Álftanesi," segir Þórhallur Guðjónsson hjá Garðatorgi. Meira
4. júlí 2005 | Fasteignablað | 191 orð | 1 mynd

Þetta helst

Seltjarnarnes S-tillagan svonefnda, um deiliskipulag Hrólfsskálamels og Suðurstrandar, hlaut meirihluta atkvæða í íbúakosningu á Seltjarnarnesi. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.