Greinar þriðjudaginn 10. apríl 2007

Fréttir

10. apríl 2007 | Innlendar fréttir | 272 orð

200–250 manns bíða eftir hjartaþræðingu

Eftir Hjálmar Jónsson hjalmar@mbl.is Á ÞRIÐJA hundrað manns bíður nú eftir hjartaþræðingu á hjartadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss og hafa biðlistar eftir hjartaþræðingu verið með svipuðum hætti undanfarin ár. Meira
10. apríl 2007 | Erlendar fréttir | 51 orð

Amazon sigrað

MARTIN Strels, 52 ára gamall Slóveni, hefur afrekað að synda eftir endilöngu Amazonfljóti í Suður-Ameríku, alls um 5.265 kílómetra, á 66 dögum. Aðstoðarmenn Strels sáu um að stugga við piranha-ránfiskum, kyrkislöngum og krókódílum. Meira
10. apríl 2007 | Erlendar fréttir | 44 orð

Auka drykkjuna

MEÐALÁRSNEYSLA á áfengi í Rússlandi á mann hefur þrefaldast síðan 1990 og er nú um 15 lítrar af sterku áfengi. Neytendasamtök landsins segja þetta uggvænlega þróun, einkum aukninguna meðal kvenna og unglinga. Meira
10. apríl 2007 | Innlendar fréttir | 271 orð | 1 mynd

Á eftir að koma í góðar þarfir

"ÉG er afar þakklátur öllum þeim sem komu að þessari útgáfu. Lagið hefur mikið tilfinningalegt gildi fyrir okkur. Meira
10. apríl 2007 | Innlendar fréttir | 46 orð

Á góðum batavegi eftir árás

MAÐURINN sem varð fyrir lífshættulegri hnífstunguárás í heimahúsi á þriðjudag fyrir viku er á góðum batavegi, að sögn sérfræðings á gjörgæsludeild Landspítala – háskólasjúkrahúss. Meira
10. apríl 2007 | Innlendar fréttir | 71 orð

Á ólöglegum veiðum

VARÐSKIP Landhelgisgæslu Íslands kom í gær að handfærabáti á meintum ólögmætum veiðum á friðunarsvæði í Faxaflóa. Fóru gæslumenn af varðskipinu um borð í bátinn, athuguðu aflann og skipsskjöl auk þess sem tekin var skýrsla af skipstjóra bátsins. Meira
10. apríl 2007 | Innlendar fréttir | 131 orð | 1 mynd

Á skíðum skemmti ég mér

VEÐRIÐ lék við börnin sem tóku þátt í Landsbankaleikum skíðadeildar Ármanns, sem fram fóru í Bláfjöllum í gær. Meira
10. apríl 2007 | Innlendar fréttir | 374 orð | 1 mynd

Biður þjóðina afsökunar

Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is "ÉG hef ætíð haft miklar mætur á Íslandi og þið væruð síðasta þjóðin sem ég mundi vilja sjá sprengjum varpað á," segir Uwe E. Reinhardt, prófessor í stjórnmálahagfræði við Princeton-háskóla í New Jersey. Meira
10. apríl 2007 | Innlendar fréttir | 76 orð

Brenndist illa á fæti

KONA brenndist illa á fæti þegar jörð brast undan henni þar sem hún var á gangi um hverasvæði við golfvöllinn í Hveragerði í gærdag. Lenti hún með annan fótinn ofan í sjóðandi heitan hver, þannig að leirinn náði upp undir hné. Meira
10. apríl 2007 | Erlendar fréttir | 198 orð

Breskir kennarar neita að kenna í hitasvækju

BRESKIR kennarar settu í gær fram þá kröfu að mega yfirgefa kennslustofuna þegar kæfandi hiti geri þeim ókleift að starfa, að sögn The Guardian . Meira
10. apríl 2007 | Innlendar fréttir | 377 orð | 1 mynd

Dýrustu veiðileyfin rjúka út

Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is Laxveiði finnst mörgum vera afar skemmtileg dægradvöl – en hún er afskaplega dýr. Og verður sífellt dýrari. Dýrust er hún yfir hásumarið, þegar laxinn gengur af kappi í árnar. Meira
10. apríl 2007 | Innlendar fréttir | 128 orð | 1 mynd

Enn kemur "Íslandsvinurinn" SLN

GRÁGÆS, sem ber einkennisstafina SLN og var fyrst merkt á Blönduósi í júlí 2000 hefur skilað sér á varpstöðvarnar á Blönduósi í áttunda sinn ásamt maka. Meira
10. apríl 2007 | Erlendar fréttir | 238 orð | 1 mynd

Fá ekki að selja frásagnirnar

Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is DES Browne, varnarmálaráðherra Bretlands, sneri í gær við fyrri ákvörðun ráðuneytis síns og lagði bann við því að breskir sjóliðar seldu fjölmiðlum frásagnir sínar af fangavistinni í Íran sem lauk á fimmtudag. Meira
10. apríl 2007 | Innlendar fréttir | 323 orð

Fleiri í megrun og auknar krabbameinsvarnir

MARKMIÐ heilbrigðisáætlunar til ársins 2010 hafa verið endurskoðuð. M.a. hafa verið sett ný markmið sem miða að því að draga úr offitu og ofþyngd og markmiðssetning varðandi krabbameinsvarnir er orðin víðtækari en áður. Meira
10. apríl 2007 | Innlendar fréttir | 150 orð | 1 mynd

Fór hringinn í því skyni að skoða söfn

BAKPOKAFERÐALANGAR eru ekki algeng sjón á þessum árstíma. Útsendari Morgunblaðsins rakst þó á einn slíkan um borð í Breiðafjarðarferjunni Baldri fyrir skömmu. Meira
10. apríl 2007 | Innlendar fréttir | 82 orð

Framboðslisti Frjálslynda flokksins í NA-kjördæmi

FRJÁLSLYNDI flokkurinn hefur kynnt framboðsliðsta sinn fyrir alþingiskosningarnar sem fram fara 12. maí nk. Listann skipa: 1.Sigurjón Þórðarson, Akureyri. 2.Brynja Hlíf Þorsteinsdóttir, Akureyri. 3.Eiríkur Guðmundsson, Djúpavogi. 4. Meira
10. apríl 2007 | Innlendar fréttir | 374 orð | 1 mynd

Frábærar viðtökur í Prag

Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl. Meira
10. apríl 2007 | Innlendar fréttir | 141 orð

Fyrsta nýja íbúðarhúsið í 16 ár

Blönduós | Sá merki áfangi náðist í þéttbýli Blönduóss á miðvikudag að starfsmenn trésmiðjunnar Stíganda á Blönduósi luku við að gera tvær íbúðir í parhúsi fokheldar en húsið stendur við Smárabraut 6–8. Meira
10. apríl 2007 | Innlendar fréttir | 312 orð | 2 myndir

Gat ekki tekið mikinn þátt í undirbúningi fermingarinnar

Skákmaðurinn efnilegi Hjörvar Steinn Grétarsson náði góðum árangri á Kaupþingsmóti Hellis og TR sem lauk í gærdag – á fermingardag kappans. Meira
10. apríl 2007 | Innlendar fréttir | 950 orð | 2 myndir

Guðmundur góði Hólabiskup sæll til áheita

Eftir Björn Björnsson VIÐ athöfn í Hóladómkirkju var nýlega veittur styrkur úr Áheitasjóði Guðmundar góða Hólabiskups sem uppi var rétt um árið þrettán hundruð. Meira
10. apríl 2007 | Innlendar fréttir | 710 orð | 1 mynd

Hafa notið þess að kenna íslenskum ungmennum japönsku

Íslendingar eiga auðvelt með að bera fram japönsku, en gengur erfiðlegar að lesa hana. Þetta komst Silja Björk Huldudóttir að þegar hún ræddi við hjónin Magnús Guðna og Naoko Kuwahara. Meira
10. apríl 2007 | Innlendar fréttir | 127 orð

Hlutu beinbrot í vélsleðaslysi

LÍÐAN mæðginanna sem lentu í vélsleðaslysi í Grenjaárdal ofan Grenivíkur á páskadag er eftir atvikum góð. Þau hlutu bæði beinbrot en eru ekki talin alvarlega slösuð. Meira
10. apríl 2007 | Innlendar fréttir | 79 orð

Hæstu trén

NÁMSKEIÐ var haldið á Reykhólum á vegum Grænni skóga dagana 30. og 31. mars. Skógarbændur víðsvegar af Vestfjörðum sóttu námskeiðið eða alls um 20 manns. Meira
10. apríl 2007 | Erlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd

Íranar segjast hafa náð meiri tökum á auðgun úrans

Natanz. AFP. | Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, sagði í gær að framleiðsla Írana á auðguðu úrani væri komin "á iðnaðarstig" en þeir nota nú 264 skilvindur við framleiðsluna sem er nokkur áfangi. "Hin mikla þjóð Írans... Meira
10. apríl 2007 | Innlendar fréttir | 275 orð | 1 mynd

Íslenskir karlar ná hæstum aldri

ÍSLENSKIR karlar verða karla elstir í heiminum en þeir geta vænst þess að verða 79,4 ára gamlir. Þetta kemur fram í tölum Hagstofu Íslands um dánartíðni og ævilengd fyrir árið 2006. Meira
10. apríl 2007 | Innlendar fréttir | 110 orð

Kannaðist ekki við ofsaakstur

LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ofsaakstur karlmanns á fertugsaldri aðfaranótt mánudags en maðurinn ók á um 160 km hraða á Reykjanesbraut, til móts við IKEA, í Garðabæ. Meira
10. apríl 2007 | Erlendar fréttir | 435 orð | 1 mynd

Krefjast brottfarar Bandaríkjamanna

Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is FJÖGUR ár voru í gær liðin frá því að herir bandamanna tóku Bagdad og notuðu margir tækifærið til að krefjast þess að erlenda herliðið hefði sig á brott. Meira
10. apríl 2007 | Erlendar fréttir | 79 orð | 1 mynd

Kristnir breiði út fagnaðarerindið

Benedikt páfi 16. flutti hefðbundið ávarp sitt af svölum embættisbústaðar síns, Castelgandolfo fyrir utan Róm, í gær og hvatti kristna menn til að hræðast ekki að breiða út fagnaðarerindið til fjarlægustu horna jarðarinnar. Meira
10. apríl 2007 | Innlendar fréttir | 155 orð

Kynna niðurstöður könnunar á starfsumhverfi ríkisstarfsmanna

KYNNTAR verða á morgun, miðvikudag, meginniðurstöður könnunar á starfsumhverfi ríkisstarfsmanna á opnum morgunverðarfundi á Grand hóteli. Könnunin var framkvæmd í nóvember og desember 2006 og beindist að ríflega 16 þúsund ríkisstarfsmönnum. Meira
10. apríl 2007 | Innlendar fréttir | 1078 orð | 1 mynd

Leggur hendur á fólk

Eftir Guðrúnu Völu Elísdóttur Borgarnes | Björk Jóhannsdóttir er fjölhæf kona en titlar sig fyrst og fremst sem heilara. "Þó fer það eftir því hvað ég er að fást við hverju sinni, t.d. Meira
10. apríl 2007 | Innlendar fréttir | 92 orð | 1 mynd

Leiðtogar mættust í sjónvarpssal

KOSNINGASJÓNVARPI Kastljóss og fréttastofu Sjónvarpsins var formlega hleypt af stokkunum í gær með umræðum í beinni útsendingu úr sjónvarpssal. Meira
10. apríl 2007 | Innlendar fréttir | 70 orð | 1 mynd

Lýst eftir konu

LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir 30 ára gamalli konu, Guðríði Björgu Gunnarsdóttur. Hún sást síðast laust eftir hádegi 8. apríl sl. við Hafnarbraut í Kópavogi. Guðríður er þéttvaxin, um 1,70 sm á hæð með stutt dökkt hár. Meira
10. apríl 2007 | Innlendar fréttir | 82 orð

Lýst eftir vitni

LÖGREGLAN á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir vitni að árekstri sem varð á bifreiðastæði verslunar Bónuss í Spönginni í Grafarvogi um klukkan 16.30 sl. laugardag. Meira
10. apríl 2007 | Innlendar fréttir | 50 orð | 1 mynd

Magnaður endasprettur Njarðvíkinga

Njarðvíkingar sigruðu KR, 99:78, í fyrsta úrslitaleik liðanna um Íslandsmeistaratitil karla í körfuknattleik í gærkvöld. Meira
10. apríl 2007 | Innlendar fréttir | 104 orð

Magnús Már býður sig fram til framkvæmdastjórnar

MAGNÚS Már Guðmundsson, formaður Ungra jafnaðarmanna, ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar, býður sig fram í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins sem haldinn verður dagana 13.–14. Meira
10. apríl 2007 | Innlendar fréttir | 178 orð

Margir frídagar

Íslendingar njóta 15 frídaga á ári, auk sumar- og vetrarleyfa, og eru það aðeins Ítalir sem slá okkur við í Evrópu í þessum efnum. Hjá þeim eru þeir 16, að sögn breska blaðsins The Guardian . Spánverjar eru á hælunum á okkur með 14. Meira
10. apríl 2007 | Innlendar fréttir | 129 orð

Nítján innbrot um páskana

LÖGREGLUNNI á höfuðborgarsvæðinu hafði í gærkvöldi verið tilkynnt um nítján innbrot frá morgni skírdags. Það er sambærilegt við síðasta ár þegar 22 innbrot voru tilkynnt eftir páskahátíðina. Meira
10. apríl 2007 | Innlendar fréttir | 146 orð | 1 mynd

"Björkin er enn að vaxa"

"ÉG er verulega sáttur við frammistöðu Bjarkar," sagði Arnar Eggert Thoroddsen, blaðamaður Morgunblaðsins, þegar hann steig út úr Laugardalshöllinni í gærkvöldi eftir tónleika Bjarkar Guðmundsdóttur. Meira
10. apríl 2007 | Innlendar fréttir | 217 orð | 1 mynd

"Frábær árangur"

TVÖ íslensk danspör dönsuðu í gær til úrslita á fyrsta keppnisdegi hinnar árlegu Blackpool- danskeppni fyrir börn og unglinga sem fram fer í Bretlandi um þessar mundir. Meira
10. apríl 2007 | Innlendar fréttir | 382 orð

"Við gátum ekki setið undir þessu ásamt mörgu öðru"

Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is ÁTTA prestar þjóðkirkjunnar hafa kært Hjört Magna Jóhannsson, safnaðarprest Fríkirkjunnar í Reykjavík, til siðanefndar Prestafélags Íslands, vegna ummæla Hjartar í garð þjóðkirkjunnar og starfsmanna hennar. Meira
10. apríl 2007 | Innlendar fréttir | 384 orð | 1 mynd

"Þetta leit ekki vel út í fyrstu"

Eftir Andra Karl andri@mbl.is MIKILL viðbúnaður var þegar skipstjórinn á Hafborgu KE frá Keflavík óskaði eftir aðstoð á sjöunda tímanum í gærkvöldi. Báturinn var þá vélarvana rétt utan við Sandgerði og rak í átt til lands. Meira
10. apríl 2007 | Innlendar fréttir | 55 orð | 1 mynd

Ríkið selur í Baðfélaginu

Iðnaðarráðherra hefur falið framkvæmdanefnd um einkavæðingu að annast sölu á 16% hlut ríkisins í Baðfélagi Mývatnssveitar hf. sem á og rekur jarðböðin við Mývatn. Nafnvirði hlutarins er 20 milljónir króna. Meira
10. apríl 2007 | Innlendar fréttir | 185 orð | 2 myndir

Ræða ástand og horfur efnahagslífsins

SAMFYLKINGIN stendur fyrir opnum morgunverðarfundi um efnahagsmál á Grand hóteli í Reykjavík í fyrramálið milli kl. 8.30 og 10.00. Allt áhugafólk um stjórnmál og hagstjórn er sérlega velkomið á fundinn að því er segir í tilkynningu. Meira
10. apríl 2007 | Innlendar fréttir | 355 orð | 1 mynd

Saxbygg og Jötunn meðal nýrra hluthafa

Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl.is SAXBYGG Invest ehf., Saxsteinn ehf. og Jötunn Holding ehf. eru meðal nýrra hluthafa í Glitni banka eftir að Karl Wernersson, Einar Sveinsson og aðilar þeim tengdir hafa selt eign sína í bankanum. Meira
10. apríl 2007 | Innlendar fréttir | 269 orð | 1 mynd

Síldarminjasafnið fær 24 milljónir á fjórum árum

Siglufjörður | Á dögunum var undirritaður samningur milli Síldarminjasafns Íslands ses. og sveitarfélagsins Fjallabyggðar sem tryggir safninu sex milljón króna framlag á ári, næstu fjögur ár. Þórir Kr. Meira
10. apríl 2007 | Erlendar fréttir | 13 orð | 1 mynd

Skemmtiferð í geimnum

Fimmti skemmtiferðageimfari sögunnar, Bandaríkjamaðurinn Charles Simonyi, komst í gær til alþjóðlegu geimstöðvarinnar,... Meira
10. apríl 2007 | Innlendar fréttir | 130 orð

Tvær útigangskindur fundust

Skagafjörður | Tvær útgangskindur fundust á föstudaginn langa á Ljótsstaðadal ofan við Hofsós. Þarna var veturgömul ær sem nú er raunar að verða tveggja vetra og hrútlamb sem hún bar í fyrravor. Meira
10. apríl 2007 | Innlendar fréttir | 48 orð | 1 mynd

Unnið að því að brúa Reykjafjörð

UM ÞESSAR mundir er unnið að lagningu nýs vegar frá botni Ísafjarðardjúps þar sem Reykjafjörður og Mjóifjörður verða brúaðir. Framkvæmdirnar annast KNH verktakar á Ísafirði en Vestfirskir verktakar ehf. Meira
10. apríl 2007 | Innlendar fréttir | 186 orð | 1 mynd

Veiddi 30 sjóbirtinga

"Það hlýnaði í gær og þá varð allt vitlaust. Einn veiðimaðurinn náði 30 birtingum," sagði Ragnar Johnsen á Hörgslandi um veiðina í Vatnamótunum á Skaftársvæðinu. "Sá var þá búinn að veiða yfir sig og hætti bara. Meira
10. apríl 2007 | Erlendar fréttir | 241 orð

Vilja betri bloggsiði

TILLÖGUR hafa verið lagðar fram um siðareglur fyrir bandaríska bloggara í von um að hafa hemil á þeim ruddaskap sem margir virðast telja sjálfsagðan á miðlinum. Meira
10. apríl 2007 | Innlendar fréttir | 52 orð | 1 mynd

Vorboðinn ljúfi á ferð

HEIÐLÓAN er í huga margra Íslendinga hinn eini sanni vorboði. Þetta árið sást fyrst til lóunnar hinn 27. mars sl. bæði á Hornafirði og í fjörunni við Eyrarbakka, en hennar verður nú um stundir vart á æ fleiri stöðum um landið. Meira
10. apríl 2007 | Innlendar fréttir | 234 orð | 1 mynd

Vörumerkið Esso verður ekki lengur notað á Íslandi

Ákveðið hefur verið að hætta að nota alþjóðlega vörumerkið Esso á Íslandi en það hefur verið notað hér á landi í 60 ár. Er þetta gert í kjölfar sameiningar á rekstri Olíufélagsins, Bílanausts og fleiri fyrirtækja í eigu eignarhaldsfélagsins BNT. Meira
10. apríl 2007 | Innlendar fréttir | 117 orð

Ökumenn sluppu við teljandi meiðsli

MIKIL mildi var að ekki fór illa þegar harður árekstur varð á Reykjanesbraut í gærmorgun. Tildrög voru þannig að bifreið var ekið yfir á öfugan vegarhelming og á bíl sem kom úr gagnstæðri átt. Meira

Ritstjórnargreinar

10. apríl 2007 | Leiðarar | 870 orð

Málefnalegar umræður

Umræður forystumanna flokka og framboða í sjónvarpssal í gærkvöldi voru málefnalegar og lofa þess vegna góðu um kosningabaráttuna, sem framundan er. Meira
10. apríl 2007 | Staksteinar | 223 orð | 1 mynd

Um fordóma

Barátta nazista í Þýzkalandi gegn gyðingum fór rólega af stað. Þeir voru taldir minnihlutahópur, sem hefði komið sér of vel fyrir í þýzku samfélagi og eignazt of mikið. Meira

Menning

10. apríl 2007 | Kvikmyndir | 263 orð | 1 mynd

Allt á hvolfi í Ævintýralandi

Leikstjóri: Paul J. Bolger. Teiknimynd með ísl. og enskri talsetningu. Ísl. aðalraddir: Örn Árnason, Sigurður Sigurjónsson, Bjartmar Þórðarson, Rósa Guðný Þórsdóttir o.fl. Enskar aðalraddir: Sarah Michelle Gellar, Sigourney Weaver, Freddie Prince Jr. Meira
10. apríl 2007 | Tónlist | 292 orð | 1 mynd

Allt undir

Blonde Redhead, Kristin Hersh og Reykjavík! fimmtudagskvöldið 5. apríl. Meira
10. apríl 2007 | Fólk í fréttum | 131 orð | 1 mynd

Aukatónleikar GusGus

VEGNA fjölda áskorana heldur hljómsveitin GusGus tónleika á NASA laugardagskvöldið 21. apríl Það var uppselt á útgáfutónleika GusGus á NASA hinn 24. mars og mun færri komust að en vildu. Meira
10. apríl 2007 | Fólk í fréttum | 337 orð | 14 myndir

Borg tregans og tjúttsins

Rétt áður en páskahátíðin skall á með sitt súkkulaði og gula stúss mætti flugan okkar að sjálfsögu á opnun Blúshátíðar á Hótel Nordica en hún er að ná fótfestu sem árlegur páskaviðburður hér í borg tregans og tjúttsins. Meira
10. apríl 2007 | Tónlist | 730 orð | 10 myndir

Ekki tónlistarhátíð heldur upplifun

Eftir Ágúst Bogason TÓNLISTARHÁTÍÐIN Aldrei fór ég suður á Ísafirði hefur heldur betur fest sig í sessi og þetta árið var hún stærri en nokkru sinni þar sem tæplega 40 hljómsveitir og listamenn komu fram. Meira
10. apríl 2007 | Fólk í fréttum | 147 orð | 2 myndir

Elskar Diaz enn

ÞÓTT Justin Timberlake og Cameron Diaz hafi hætt saman fyrr á þessu ári, eftir fjögurra ára samband, tala þau alltaf vel hvort um annað. Meira
10. apríl 2007 | Fólk í fréttum | 126 orð | 1 mynd

Er ekki að leita að kærasta

STRÁKAR, róið ykkur því Scarlett Johansson er ekki að leita að nýjum kærasta. Hin 22 ára leikkona, sem var seinast að hitta leikarann Josh Hartnett, heldur því fram að hún nenni ekki að eiga kærasta og sé mjög hamingjusöm á lausu. Meira
10. apríl 2007 | Fólk í fréttum | 124 orð | 1 mynd

Gott gengi Ljótu hálfvitanna fyrir norðan

HLJÓMSVEITIN Ljótu hálfvitarnir sem skipuð er níu Þingeyingum sló rækilega í gegn fyrir norðan um páskana. Sveitin spilaði í Mývatnssveit að kveldi föstudagsins langa og troðfyllti þá félagsheimilið Skjólbrekku. Meira
10. apríl 2007 | Bókmenntir | 2682 orð | 2 myndir

Hið opna þjóðfélag og óvinir þess

Eins og heiti bókarinnar bendir til leitast höfundur við að skýra og skilgreina stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna á hraðfara breytingaskeiði sem kennt er við hnattvæðingu. Meira
10. apríl 2007 | Fólk í fréttum | 196 orð | 1 mynd

Lordi stefnir á heimsfrægð

FINNSKU skrímslarokkararnir í Lordi, sem gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í fyrra, hyggja nú á landvinninga í Asíu og Norður-Ameríku en hljómsveitin er á leið í tónleikaferðalag um heiminn. Meira
10. apríl 2007 | Kvikmyndir | 271 orð | 1 mynd

Móðir Díana og dæturnar þrjár

Leikstjóri: Michael Lehmann. Aðalleikkarar: Diane Keaton, Mandy Moor, Lauren Graham, Piper Perabo. 100 mín. Bandaríkin 2007. Meira
10. apríl 2007 | Fjölmiðlar | 268 orð | 1 mynd

Rannsóknir með úrvalslöggum

Síðan Ljósvaki fór að nýta sér plússtöðvarnar haggast hann vart úr sófanum og eina hreyfing hans er fingraleikfimi á fjarstýringunni ásamt hugarleikfimi. Meira
10. apríl 2007 | Fólk í fréttum | 183 orð | 1 mynd

Sköpuð fyrir hvort annað

BRÓÐIR leikkonunnar Angelinu Jolie, James Haven, segir að samband hennar við Brad Pitt hafi gjörsamlega breytt lífi hennar. Meira
10. apríl 2007 | Kvikmyndir | 259 orð | 1 mynd

Sólfarar standa í ströngu

Leikstjórn: Danny Boyle. Handrit: Alex Garland. Aðalhlutverk: Cillian Murphy, Chris Evans, Rose Byrne, Michelle Yeoh, Cliff Curtis o.fl. Bretland, 107 mín. Meira
10. apríl 2007 | Tónlist | 361 orð | 2 myndir

Stjarna í skugga Trabants

SÍÐASTLIÐIÐ miðvikudagskvöld hélt stórstjarna Íslands, Silvía Nótt, útgáfutónleika vegna fyrstu plötu sinnar Goldmine . Það var fjölbreyttur hópur fólks sem kom til þess að sjá dömuna syngja, enda leynast aðdáendur Silvíu Nætur víða. Meira
10. apríl 2007 | Fólk í fréttum | 51 orð | 1 mynd

Súpermann selur

GALLINN sem Christopher Reeve klæðist sem Súpermann í kvikmynd um Súpermann árið 1978 var seldur á Hollywood-uppboði nýlega á 115.000 Bandaríkjadollara. Meira
10. apríl 2007 | Fólk í fréttum | 65 orð | 1 mynd

Vikulega í klippingu

SURI, dóttir Toms Cruise og Katie Holmes, fer vikulega í klippingu. Suri, sem ekki er orðin eins árs, hefur víst hitt stílista reglulega til að hafa stjórn á hinu mikla hári sem hún fæddist með. Meira
10. apríl 2007 | Fólk í fréttum | 33 orð | 1 mynd

Þórhallur fyndnastur

UM páskana fóru fram úrslitin í keppninni Fyndnasti maður Íslands 2007. Það var Þórhallur Þórhallsson sem hlaut þann titil, í öðru sæti lenti Þrándur Jensson og þriðja sætið féll í skaut Jóni... Meira

Umræðan

10. apríl 2007 | Aðsent efni | 745 orð | 1 mynd

Af klúðrinu skuluð þið þekkja þá!

Gylfi Arnbjörnsson skrifar um Reykjavíkurbréf og mistök ríkisstjórnarinnar í hagstjórninni: "Í raun eru allar forsendur til að taka enn dýpra í árinni... Nær væri að tala um algjört klúður af hálfu ríkisstjórnarinnar í stjórn efnahagsmála..." Meira
10. apríl 2007 | Blogg | 65 orð | 1 mynd

Anna K. Kristjánsdóttir | 9. apríl 2007 Álver á Keilisnesi? Nú er Alcan...

Anna K. Kristjánsdóttir | 9. apríl 2007 Álver á Keilisnesi? Nú er Alcan farið að huga að álveri við Keilisnes. Það er hinsvegar álitamál hversu lengi það fær að vera í friði á Keilisnesi. Meira
10. apríl 2007 | Aðsent efni | 391 orð | 1 mynd

Auðlindalagafrumvarpið

Eftir Jón Sigurðsson: "Skammsýni og mistök stjórnarandstöðunnar ollu því að málið hlaut ekki fullnaðarafgreiðslu þessu sinni." Meira
10. apríl 2007 | Aðsent efni | 706 orð | 1 mynd

Ábyrg efnahagsstefna er undirstaða velferðarríkisins

Eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur: "Ábyrgðarleysi ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum hefur rýrt verulega lífskjör fólksins í landinu." Meira
10. apríl 2007 | Blogg | 63 orð | 1 mynd

Eyþór Arnalds | 8. apríl 2007 DV, VÍS, VBS, DS DV, VÍS og...

Eyþór Arnalds | 8. apríl 2007 DV, VÍS, VBS, DS DV, VÍS og Verðbréfastofan munu seint mynda ríkisstjórn, en framboðslistar með sömu skammstöfunum koma til greina. VBS er hefðbundin íslensk vinstri stjórn, en VÍS væri nýlunda. Meira
10. apríl 2007 | Aðsent efni | 652 orð | 1 mynd

Fjárfesting í heilsu skilar öruggari framtíð fyrir alla

Siv Friðleifsdóttir skrifar í tilefni af alþjóðaheilbrigðisdeginum sem var sl. laugardag: "Auk öflugs alþjóðlegs samstarfs þarf hvert og eitt land fyrir sig að fjárfesta í heilsu eigin þjóðar." Meira
10. apríl 2007 | Aðsent efni | 632 orð | 1 mynd

Hagstjórnarmistök og dýrkeypt stóriðjustefna

Eftir Steingrím J. Sigfússon: "Falleinkunnin sem Seðlabankinn gefur hagstjórn ríkisstjórnarinnar og stóriðjustefnu hennar er alger." Meira
10. apríl 2007 | Aðsent efni | 787 orð | 1 mynd

Kosningar í skugga karlveldis

Eftir Torfa Tulinius: "FRAKKAR og Íslendingar eiga þess nú kost að fela konu æðsta embætti framkvæmdavaldsins á komandi vori. Hjá Frökkum er sósíalistinn Royal í sterkri stöðu og annar tveggja sem líklegastir eru til að heyja einvígi um forsetaembættið." Meira
10. apríl 2007 | Blogg | 298 orð | 1 mynd

Kristinn Pétursson | 9. apríl 2007 Birta fleiri frásagnir...

Kristinn Pétursson | 9. Meira
10. apríl 2007 | Aðsent efni | 490 orð | 1 mynd

Móðurmálið er undirstaða alls náms

Eftir Mireyu Samper: "ÉG SAT mjög áhugaverða ráðstefnu fyrr í þessum mánuði, ráðstefnu um innflytjendur og framhaldsskólann í Kennaraháskóla Íslands. Þar voru mörg afar athyglisverð erindi flutt um málefni erlendra ungmenna á Íslandi." Meira
10. apríl 2007 | Aðsent efni | 1193 orð | 3 myndir

Nýjar talnabrellur Stefáns Ólafssonar

Eftir Hannes Hólmstein Gissurarson: "Vonandi verða fáir aldraðir Íslendingar ginningarfífl Stefáns Ólafssonar." Meira
10. apríl 2007 | Aðsent efni | 786 orð | 1 mynd

"Græn-vöxtur" – Hagfræði síð-efnishyggjusamfélagsins

Elvira Méndez Pinedo skrifar nauðsyn óhagfræðilegra gilda í nútímasmfélagi: "Þörf er á nýrri hagfræðikenningu fyrir velmegunarsamfélög síð-efnishyggjunnar þar sem fólk hefur í hávegum óhagfræðileg gildi eins og umhverfisvernd." Meira
10. apríl 2007 | Aðsent efni | 638 orð | 1 mynd

Röð hagstjórnarmistaka

Jóhann Rúnar Björgvinsson skrifar um hagstjórn: "Er peningakerfið orðið of lítið m.v. umsvif stærstu fyrirtækja landsins til að hægt sé að reka árangursríka peningastjórn?" Meira
10. apríl 2007 | Blogg | 57 orð | 1 mynd

Sigmar Guðmundsson | 9. apríl 2007 Hver á sök á tannpínunni? Mér hefur...

Sigmar Guðmundsson | 9. apríl 2007 Hver á sök á tannpínunni? Mér hefur ekki liðið vel síðustu daga. Ég hef þjáðst af tannpínu. Nokkuð mikilli tannpínu reyndar. Einhverjir myndu kannski kenna sykuráti um – eða bara slappri tannhirðu. Meira
10. apríl 2007 | Aðsent efni | 446 orð | 1 mynd

Umhverfisréttur, mannréttindi og Jónína Bjartmarz, umhverfisráðherra

Eftir Atla Gíslason: "ÞEGAR ég var við laganám við Háskóla Íslands á árunum 1968–1974 var mannréttindum ekki gert hátt undir höfði, nema ef til vill eignarrétti. Á níunda áratug síðustu aldar fór að örla á breyttum viðhorfum og þeirra fór að gæta í dómum Hæstaréttar." Meira
10. apríl 2007 | Velvakandi | 531 orð | 1 mynd

velvakandi

Til Velvakanda STUTT er síðan Svisslendingur fékk 10 ára fangelsisdóm fyrir að mála yfir myndir af Taílandskonungi. Verknaðinn framdi hann í ölæði. Honum var metið til "refsilækkunar", að hann reyndist samvinnuþýður og játaði fúslega brot sín. Meira
10. apríl 2007 | Aðsent efni | 282 orð | 1 mynd

Þetta er skammarlegt, heilbrigðisráðherra

Eftir Jón Kr. Óskarsson: "ÞAÐ gleymist seint uppákoma á Alþingi Íslendinga laugardaginn 17. mars síðastliðinn." Meira

Minningargreinar

10. apríl 2007 | Minningargreinar | 1452 orð | 1 mynd

Anna Guðjónsdóttir

Anna Guðjónsdóttir fæddist á Raufarfelli undir Austur-Eyjafjöllum 6. desember 1910. Hún lést á Dvalarheimilinu Lundi á Hellu 31. mars síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Guðjón Tómasson og Ingveldur Jónsdóttir. Meira  Kaupa minningabók
10. apríl 2007 | Minningargreinar | 372 orð | 1 mynd

Elísabet Pétursdóttir

Elísabet Pétursdóttir fæddist á Laugum í Súgandafirði 8. september 1922. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 5. febrúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Hafnarfjarðarkirkju 14. febrúar. Meira  Kaupa minningabók
10. apríl 2007 | Minningargreinar | 574 orð | 1 mynd

Elsa Dóróthea Pálsdóttir

Elsa Dóróthea Pálsdóttir fæddist í Hjallanesi í Landsveit, 19. ágúst 1924. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 28. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Skarðskirkju á Landi 10. mars. Meira  Kaupa minningabók
10. apríl 2007 | Minningargreinar | 682 orð | 1 mynd

Gréta Árnadóttir

Gréta Árnadóttir fæddist í Reykjavík 19. júlí 1939. Hún lést á líknardeild Landspítalans í Fossvogi 31. mars síðastliðinn. Faðir Grétu var Árni Kristinn Eiríksson, f. 20. október 1908, d. 15. júlí 1982 og móðir hennar var Gústa Wiium Vilhjálmsdóttir, f. Meira  Kaupa minningabók
10. apríl 2007 | Minningargreinar | 7686 orð | 1 mynd

Grímur Gíslason

Grímur Gíslason fæddist í Þórormstungu í Vatnsdal hinn 10. janúar 1912. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi hinn 31. mars síðastliðinn. Foreldrar Gríms voru Gísli Jónsson, f. 18. janúar 1877, d. 18. maí 1959, og Katrín Grímsdóttir, f. 18. Meira  Kaupa minningabók
10. apríl 2007 | Minningargreinar | 2023 orð | 1 mynd

Guðmundur Nikulásson

Guðmundur Nikulásson fæddist í Reykjavík 9. september 1930. Hann lést á Landakoti föstudaginn 30. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Sigríður Magnúsdóttir frá Sauðárkróki, f. 6. júní 1899, d. 6. Meira  Kaupa minningabók
10. apríl 2007 | Minningargreinar | 458 orð | 1 mynd

Ingibjörg Helgadóttir

Ingibjörg Helgadóttir fæddist í Reykjavík 20. mars 1936. Hún lést á hjúkrunarheimilinu Vífilsstöðum 9. mars síðastliðinn og var útför hennar gerð frá kirkju Óháða safnaðarins fimmtudaginn 15. mars. Meira  Kaupa minningabók
10. apríl 2007 | Minningargreinar | 1848 orð | 1 mynd

Kolbeinn Þorleifsson

Kolbeinn Þorleifsson fæddist í Reykjavík 18. júlí 1936. Hann lést að heimili sínu, Ljósvallagötu 16 í Reykjavík, 28. mars síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þorleifur Guðmundsson frá Stóru-Háeyri á Eyrarbakka, f. 25. 3. 1882, d. 5. 6. Meira  Kaupa minningabók
10. apríl 2007 | Minningargreinar | 320 orð | 1 mynd

Óskar Hinrik Ásgeirsson

Óskar Hinrik Ásgeirsson fæddist í Hnífsdal 28. júlí 1932. Hann lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 4. mars síðastliðinn og var útför hans gerð frá Akureyrarkirkju 12. mars. Meira  Kaupa minningabók
10. apríl 2007 | Minningargreinar | 559 orð | 1 mynd

Svavar Guðjón Jónsson

Svavar Guðjón Jónsson fæddist á Molastöðum í Fljótum 15. október 1928. Hann lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi 31. janúar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Blönduóskirkju 10. febrúar. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

10. apríl 2007 | Sjávarútvegur | 369 orð | 1 mynd

Aflamark í úthafskarfa minnkar um 7.000 tonn

Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is Sjávarútvegsráðherra hefur gefið út reglugerð um veiðar á úthafskarfa á árinu 2007. Að venju er aflaheimildum skipt á veiðisvæði. Annars vegar er heimilt að veiða í ár 17. Meira
10. apríl 2007 | Sjávarútvegur | 146 orð

Kærir kvótamiðlun LÍÚ

NÍELS Ársælsson útgerðarmaður hefur sent Samkeppniseftirlitinu kæru vegna kvótamiðlunar Landssambands íslenzkra útvegsmanna, LÍÚ. Krefst hann þess að Samkeppniseftirlitið taki málið til rannsóknar þegar í stað. Meira

Viðskipti

10. apríl 2007 | Viðskiptafréttir | 276 orð | 1 mynd

Bandaríkin kæra Kína vegna hugverkastulda

BANDARÍSK yfirvöld ætla að kæra Kína til Heimsviðskiptastofnunarinnar, WTO, vegna þess hversu illa stjórnvöld í Kína taka á hugverkastuldi. Meira
10. apríl 2007 | Viðskiptafréttir | 81 orð | 1 mynd

Enn vinnur Toyota á vestra

JAPANSKI bílaframleiðandinn Toyota jók enn frekar markaðshlutdeild sína á bandarískum bílamarkaði í mars. Þá jókst sala á Toyota-bílum um 12% frá fyrra ári en hjá helstu keppinautunum, GM og Ford, dróst salan saman. Um 4% hjá GM og 9% hjá Ford. Meira
10. apríl 2007 | Viðskiptafréttir | 139 orð | 1 mynd

IMF varar við lægð í Bandaríkjum

LÆGÐIN á bandaríska fasteignamarkaðnum gæti samkvæmt nýrri skýrslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, IMF, haft áhrif langt út fyrir landsteinana. Jafnvel svo mikil að það gæti raskað vaxtartaktinum í hagkerfi heimsins. Meira
10. apríl 2007 | Viðskiptafréttir | 171 orð | 1 mynd

Kerkorian enn á kreik

AUÐJÖFURINN aldni og sérlundaði Kirk Kerkorian virðist hafa einsett sér að eignast bílafyrirtæki en eins og einhverjir muna eflaust reyndi hann að ná völdum í einum stærsta bílaframleiðanda heims, General Motors, fyrir nokkrum misserum. Meira
10. apríl 2007 | Viðskiptafréttir | 58 orð | 1 mynd

Methagnaður hjá Swatch

ÞÖKK sé mikilli eftirspurn eftir úrum og öðru skarti var methagnaður hjá svissneska úraframleiðandanum Swatch á síðasta ári. Meira
10. apríl 2007 | Viðskiptafréttir | 163 orð | 1 mynd

Risar berjast um einkaleyfi

Íþróttavöruframleiðandinn Reebok – sem er í eigu Adidas – hefur kært helsta keppinaut sinn í framleiðslu skófatnaðar, Nike, fyrir brot á einkaleyfislögum. Meira

Daglegt líf

10. apríl 2007 | Daglegt líf | 495 orð | 2 myndir

Að sjá árangur erfiðisins

Ekki vaxa allir strákar upp úr því að vilja skjóta örvum af boga. Þeirra á meðal er Kristmann Einarsson sem sagði Bergþóru Njálu Guðmundsdóttur allt um áhugamál sem er löngu hætt að vera bara hobbý. Meira
10. apríl 2007 | Daglegt líf | 586 orð | 3 myndir

Amma var Dimmalimm

Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl. Meira
10. apríl 2007 | Daglegt líf | 1090 orð | 2 myndir

Hún kann sko að ýta á rétta takka

Heimilisofbeldi er alvarlegt vandamál, sem fer leynt þó því fylgi mikil skömm fyrir alla, sem málið varðar. Nú býðst karlmönnum, sem beita ofbeldi, meðferðarúrræði undir yfirskriftinni "Karlar til ábyrgðar". Meira
10. apríl 2007 | Daglegt líf | 82 orð | 2 myndir

Maturinn valinn úr fiskabúrinu

Nokkur veitingahús í Hong Kong eru með stór fiskabúr í veitingasölum sínum þar sem berja má augum sjaldgæfa og jafnframt litríka fiska og önnur framandi sjávardýr. Meira
10. apríl 2007 | Ferðalög | 174 orð

Vísur að norðan

Vorið er víst að nálgast. Rúnar Kristjánsson á Skagaströnd kom út einn morguninn og heyrði það og sá: Himinn blár og heilnæmt loft, heyrist víða sungið. Vorsins tónar tjá sig oft tilfinningaþrungið. Gísli Ólafsson frá Eiríksstöðum (f. 1985, l. Meira

Fastir þættir

10. apríl 2007 | Árnað heilla | 22 orð | 1 mynd

50 ára afmæli. Í dag, þriðjudaginn 10. apríl, er fimmtugur Sigurjón...

50 ára afmæli. Í dag, þriðjudaginn 10. apríl, er fimmtugur Sigurjón Jóhann Sigurðsson, ritstjóri fréttablaðsins Bæjarins besta og fréttavefsins bb.is á... Meira
10. apríl 2007 | Viðhorf | 937 orð | 1 mynd

Andlegur hafís

Það sem gerir tómhyggjuna svo aðlaðandi sem raun ber vitni er að hún virðist ganga út á að horfast í augu við þennan nöturlega veruleika. Hún er raunsæi, byggist á bláköldum staðreyndum; hreinni skynsemi. Meira
10. apríl 2007 | Dagbók | 78 orð | 1 mynd

Bekkir, kistur og sæti: Snikkaraverk fyrri alda

Í DAG kl. 12:10 eys Arndís S. Árnadóttir listsagnfræðingur úr viskubrunnum í Þjóðminjasafni Íslands. Meira
10. apríl 2007 | Fastir þættir | 156 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Spurning um öryggi. Norður &spade;D52 &heart;G4 ⋄G862 &klubs;KDG5 Vestur Austur &spade;Á94 &spade;G1083 &heart;109872 &heart;D5 ⋄K7 ⋄10943 &klubs;972 &klubs;1083 Suður &spade;K76 &heart;ÁK63 ⋄ÁD5 &klubs;Á64 Suður spilar 3G. Meira
10. apríl 2007 | Dagbók | 55 orð | 1 mynd

Hlutavelta | Jasmín Kristjánsdóttir er dugleg átta ára stelpa frá...

Hlutavelta | Jasmín Kristjánsdóttir er dugleg átta ára stelpa frá Kólóradó í Bandaríkjunum. Hún var í fríi á Íslandi og notaði tímann til að teikna og mála myndir sem hún seldi í húsum í Tröllaborgum og heshúsunum í Hafnarfirði. Meira
10. apríl 2007 | Fastir þættir | 516 orð | 1 mynd

Ingvar náði alþjóðlegum áfanga

KAUPÞINGSMÓTIÐ fór fram um páskana í annað sinn og var haldið í húsakynnum Taflfélags Reykjavíkur í Faxafeni 12. Keppnin fór fram í þremur flokkum, stórmeistaraflokki, meistaraflokki og kvennaflokki. Meira
10. apríl 2007 | Í dag | 23 orð

Orð dagsins: Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið...

Orð dagsins: Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upplokið verða. (Matt. 7, 7. Meira
10. apríl 2007 | Fastir þættir | 115 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. d4 Rf6 2. Rf3 g6 3. Bg5 Bg7 4. Rbd2 d6 5. e4 h6 6. Bh4 g5 7. Bg3 Rh5 8. c3 e6 9. Rg1 Rxg3 10. hxg3 e5 11. dxe5 Bxe5 12. Rgf3 Bg7 13. Bb5+ c6 14. Be2 0–0 15. Rc4 De7 16. Dxd6 Dxe4 17. Re3 De6 18. 0–0–0 Dxa2 19. Bc4 Da1+ 20. Meira
10. apríl 2007 | Í dag | 119 orð | 1 mynd

Spurter... ritstjorn@mbl.is

1 Hvað á Eiður Smári eftir mörg ár af samningi sínum hjá Evrópumeisturum Barcelona? 2 Hver var í þriðja sæti yfir vinsælustu flokksforingjana samkvæmt skoðanakönnun Capacent Gallup? 3 Hver er helsti hvatamaður að Vatnasafninu í Stykkishólmi? Meira
10. apríl 2007 | Í dag | 380 orð | 1 mynd

STK-rannsóknir á einn stað

Auður Halldórsdóttir fæddist á Akureyri 1982. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 2002 og BA-námi í bókmenntafræði og frönsku frá Háskóla Íslands 2007. Auður var kosin ritari FSS – félags STK-stúdenta 2006 og formaður 2007. Meira
10. apríl 2007 | Fastir þættir | 316 orð | 1 mynd

víkverji skrifar | vikverji@mbl.is

Víkverji er mikill aðdáandi sjónvarpsmannsins einlæga, Jóns Ársæls Þórðarsonar, og enn meiri aðdáandi Kristjáns Jóhannssonar óperusöngvara. Meira
10. apríl 2007 | Fastir þættir | 369 orð | 1 mynd

Öruggur sigur Eyktar í Íslandsmótinu í sveitakeppni

Sveit Eyktar sigraði í úrslitakeppni Íslandsmótsins í sveitakeppni sem lauk sl. laugardag. Í sigursveitinni spiluðu Jón Baldursson, Þorlákur Jónsson, Sverrir Ármannsson, Aðalsteinn Jörgensen, Bjarni Einarsson og Sigurbjörn Haraldsson. Meira

Íþróttir

10. apríl 2007 | Íþróttir | 116 orð

Alfreð getur skoðað Serbana

ALFREÐ Gíslason, landsliðsþjálfari í handknattleik, fær tækifæri til að skoða landslið Serbíu, sem tók þátt í fjögurra þjóða móti í Tékklandi um helgina. Meira
10. apríl 2007 | Íþróttir | 377 orð

Endurtekið efni hjá Haukunum?

HAUKAR geta hampað Íslandsmeistaratitlinum í Iceland Express-deild kvenna í körfuknattleik annað árið í röð í kvöld takist liðinu að leggja Keflavík að velli í þriðja úrslitaleik liðanna sem fram fer á Ásvöllum. Meira
10. apríl 2007 | Íþróttir | 437 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Björg vin Björgvinsson frá Dalvík og Dagný Linda Kristjánsdóttir frá Akureyri sigruðu á fyrsta mótinu í Icelandair-mótaröðinni á skíðum sem fram fór í Bláfjöllum í gær en keppt var í svigi. Meira
10. apríl 2007 | Íþróttir | 318 orð | 1 mynd

Fólk sport@mbl.is

Grétar Rafn Steinsson og félagar í Alkmaar eiga góða möguleika á hollenska meistaratitlinum í knattspyrnu eftir að öll úrslit um páskana voru þeim í hag. Alkmaar vann Breda á útivelli, 4:1, og Grétar var að vanda í byrjunarliðinu en fór af velli á 72. Meira
10. apríl 2007 | Íþróttir | 716 orð | 1 mynd

Galopin fallbarátta

ÍSLENDINGALIÐIN Charlton og West Ham hafa heldur betur hleypt upp fallbaráttunni í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Meira
10. apríl 2007 | Íþróttir | 197 orð

Hannes lagði upp mark Viking gegn meisturunum

HANNES Þ. Sigurðsson lagði upp mark Viking frá Stavanger þegar liðið gerði jafntefli, 1:1, við meistarana í Rosenborg í fyrstu umferð norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í gær. Meira
10. apríl 2007 | Íþróttir | 34 orð

í kvöld KÖRFUKNATTLEIKUR 1. eild kvenna, Iceland Express-deildin...

í kvöld KÖRFUKNATTLEIKUR 1. eild kvenna, Iceland Express-deildin, úrslit, þriðji leikur: Ásvellir: Haukar – Keflavík 19.15 HANDKNATTLEIKUR 1. deild kvenna: Kaplakriki: FH – Stjarnan 19 KNATTSPYRNA Lengjubikar karla: Fylkisvöllur: Víkingur R. Meira
10. apríl 2007 | Íþróttir | 257 orð | 1 mynd

Njarðvík – KR 99:78 Njarðvík, úrvalsdeild karla...

Njarðvík – KR 99:78 Njarðvík, úrvalsdeild karla, Iceland-Express-deildin, fyrsti úrslitaleikur, mánudaginn 9. apríl 2007. Meira
10. apríl 2007 | Íþróttir | 805 orð | 1 mynd

Njarðvík valtaði yfir KR í fjórða leikhlutanum

ÍSLANDSMEISTARAR Njarðvíkinga sigurðu KR-inga, 99:78, í sveiflukenndum leik í fyrstu viðureign liðanna um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik en liðin áttust við í Ljónagryfjunni í Njarðvík í gærkvöld. Meira
10. apríl 2007 | Íþróttir | 359 orð | 1 mynd

Óvæntur sigur hjá Zach Johnson

HINN þrítugi Zach Johnson vann óvæntan sigur á bandaríska Mastersmótinu í golfi sem lauk á Augusta-vellinum að kvöldi páskadags. Meira
10. apríl 2007 | Íþróttir | 1853 orð | 3 myndir

Parísarmótið, Tournoi de Paris Frakkland – Ísland 35:27 Gangur...

Parísarmótið, Tournoi de Paris Frakkland – Ísland 35:27 Gangur leiksins : 0:3, 1:4, 4:5, 6:5, 10:6, 12:10, 14:11, 14:14, 16:14 , 19:16, 19:18, 23:19, 24:22, 25:23, 28:23, 32:24, 35:26, 35:27 . Meira
10. apríl 2007 | Íþróttir | 449 orð

"Úrslitin ekkert stórmál fyrir mig"

"ÚRSLITIN í þessu móti voru í sjálfu sér ekkert stórmál fyrir mig. Meira

Fasteignablað

10. apríl 2007 | Fasteignablað | 191 orð | 4 myndir

Grundarhvarf 3

Fasteignasalan Gimli er með í sölu fallegt og mjög vel staðsett 136,7 fm parhús á einni hæð ásamt 34,4 fm bílskúr, samtals 171,1 fm. Flísalögð forstofa, skápur, stórt forstofuherbergi með skáp. Gestasnyrting með flísum á gólfi. Rúmgott hol. Meira
10. apríl 2007 | Fasteignablað | 55 orð | 4 myndir

Hönnun á förnum vegi

Upptakarar og aðrir hlutir sem þykja sjálfsagðir til hversdagslegra nota þykja sjaldnast vera hönnun í eiginlegri merkingu þess orðs. Meira
10. apríl 2007 | Fasteignablað | 341 orð

Langalína 10-14

Fasteignasölurnar Borgir ehf. og Eignamiðlun eru með til sölu íbúðir í fjölbýli að Löngulínu 10-14, en þau eru í lokaáfanga Sjálandshverfis í Garðabæ. Meira
10. apríl 2007 | Fasteignablað | 554 orð | 2 myndir

Litir ljóssins og litaendurgjöf

Ásgrímur Jónasson asgrimur@epal.is Það sem skiptir mestu máli við innréttingu íbúðarinnar er ákvörðunartaka, og það er jafnframt það verkefni sem er mest gefandi. Einn þáttur þessarar ákvörðunartöku er lýsingin. Meira
10. apríl 2007 | Fasteignablað | 447 orð | 6 myndir

Loks kom fjórða hæðin á húsið í Þverholti 7

Í Þverholti 7 hefur eigandinn fundið upprunalegar teikningar og endurskapað húsið. Kristján Guðlaugsson heimsótti Fjólu Magnúsdóttur og talaði við hana um endurnýjun hússins. Meira
10. apríl 2007 | Fasteignablað | 401 orð | 1 mynd

Norðurbakki 23–25

Fasteignasalan Borgir ehf. Meira
10. apríl 2007 | Fasteignablað | 472 orð | 3 myndir

Páskablóm

Það fer ekki á milli mála hvaða litur er páskaliturinn í blómabúðunum. Það er sama hvert litið er, alls staðar er guli liturinn; gular servíettur, gul kerti, gul blóm... Meira
10. apríl 2007 | Fasteignablað | 91 orð | 1 mynd

Páskaeggin eru með ýmsu móti

Hérlendis hefur það tíðkast að búa til páskaegg úr súkkulaði og fylla þau síðan með ýmsu góðgæti. Í öðrum löndum eru páskaeggin oft gerð úr pappa eða jafnvel plasti en þar eru þau líka fyllt með sælgæti. Meira
10. apríl 2007 | Fasteignablað | 652 orð | 2 myndir

Ráðstefna á Hvanneyri um lagnir

Það hefur margt breyst til sveita og í íslenskum landbúnaði síðastliðna hálfa öld. Það er ekki mikið lengra síðan að hey var bundið í bagga, reiðingur og klifberi settur á hverja truntu til að reiða heim heyfeng af engjum. Meira
10. apríl 2007 | Fasteignablað | 191 orð | 2 myndir

Sólvellir 5

Stokkseyri Fasteignasalan 101 Reykjavík er með í sölu glæsilegt 165,5 fm parhús með innbyggðum 26 fm bílskúr. Á 1. hæð er forstofa, hol, tvö svefnherbergi, þvottahús, baðherbergi og innbyggður bílskúr. Meira
10. apríl 2007 | Fasteignablað | 225 orð | 1 mynd

Traustur byggingaraðili

ÞG-Verk hefur áralanga reynslu af framkvæmdum fyrir opinbera aðila, stórfyrirtæki og einstaklinga ásamt því að byggja atvinnu- og íbúðarhúsnæði á eigin vegum. Meira
10. apríl 2007 | Fasteignablað | 191 orð | 2 myndir

Vættaborgir 99

Reykjavík Fasteignasalan Eignamiðlun er með í sölu glæsilegt tvílyft 165,5 fm parhús með innbyggðum 26 fm bílskúr. Á 1. hæð er forstofa, hol, tvö svefnherbergi, þvottahús, baðherbergi og innbyggður bílskúr. Meira
10. apríl 2007 | Fasteignablað | 307 orð | 2 myndir

Þetta helst...

Breytt deiliskipulag * Breyta á deiliskipulaginu fyrir Laugaveg 33–35 . Þetta kemur fram í auglýsingu, sem samþykkt hefur verið í borgarstjórn. Meira
10. apríl 2007 | Fasteignablað | 410 orð | 2 myndir

Þetta helst...

Opna Framnes á ný * Hótel Framnes á Grundarfirði var opnað í síðustu viku eftir gagngerar endurbætur. Hjónin Shelag Smith og Gísli Ólafsson, sem keyptu Hótel Framnes síðast liðið haust, hafa notað veturinn til að breyta húsakynnum í hótelinu. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.