Greinar mánudaginn 29. október 2007

Fréttir

29. október 2007 | Innlendar fréttir | 86 orð | 2 myndir

1.774 kandídatar útskrifaðir frá HÍ í ár

TÆPLEGA 400 kandídatar tóku við prófskírteinum sínum við brautskráningu frá Háskóla Íslands sem fram fór í Háskólabíói á laugardag. 111 voru brautskráðir með meistaragráðu, þar af 70% konur. Meira
29. október 2007 | Innlendar fréttir | 119 orð | 1 mynd

27 skátar fengu Forsetamerkið

ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands, afhenti um helgina 27 skátum Forsetamerkið en það er staðfesting þess að skátarnir hafi lokið og staðist tiltekna þjálfun. Meira
29. október 2007 | Erlendar fréttir | 49 orð | 1 mynd

Aðeins enskir fái að kjósa

LEIÐTOGI breska Íhaldsflokksins, David Cameron, hyggst styðja tillögur um að þingmönnum úr skoskum kjördæmum verði bannað að greiða atkvæði um mál er snerta aðeins England en ekki allt ríkið, að sögn The Guardian í gær. Meira
29. október 2007 | Erlendar fréttir | 35 orð

Aðeins útvaldir

KJÖRSTJÓRN í Rússlandi hefur úrskurðað að 11 flokkar megi bjóða fram í kosningunum í desember. Flokki Garrí Kasparovs, Öðru Rússlandi, var hafnað fyrr í mánuðinum, sagt að ekki hefði verið staðið rétt að skráningu... Meira
29. október 2007 | Innlendar fréttir | 259 orð | 1 mynd

Afföll af rjúpum eru núna svipuð og fyrir friðun

"RJÚPAN hefur það frekar skítt." Þetta er niðurstaða Ólafs K. Nielsen, fuglafræðings á Náttúrufræðistofnun Íslands, sem flutti erindi í gær hjá Skotveiðifélagi Íslands. Yfirskrift erindisins var: "Hvernig hefur rjúpan það? Meira
29. október 2007 | Innlendar fréttir | 2172 orð | 1 mynd

Ákvörðun ráðuneytis tekin í flýti

Forstjóri Hibernia Atlantic er ósáttur við málsmeðferð við ákvörðun um lagningu nýs sæstrengs og segir hana brjóta gegn ákvæðum EES-samningsins. Meira
29. október 2007 | Innlendar fréttir | 163 orð | 1 mynd

Á leið í draumaferðina

40 BÖRN og fjölskyldur fengu úthlutun úr Vildarsjóði Icelandair á laugardag, fyrsta vetrardag. Öll fengu þau ferð á áfangastað í áætlunarflugi Icelandair að eigin vali, ásamt bílaleigubíl, gistingu og aðgangi að viðburði. Meira
29. október 2007 | Innlendar fréttir | 241 orð | 1 mynd

Barrfinkur í hópum

Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is FUGLAÁHUGAMENN hafa aldrei séð annað eins af barrfinku hér á landi og síðustu daga. Barrfinka er frekar sjaldgæfur fugl og árið 2002 höfðu aðeins 209 slíkir fuglar sést hér á landi svo staðfest væri. Meira
29. október 2007 | Erlendar fréttir | 198 orð

Eineltishugtakið ofnotað?

OF mikið er gert úr tíðni eineltis á leikvöllum skólanna og börn verða að læra að takast sjálf á við vanda eins og uppnefni og koma sér upp ákveðinni brynju, segir breskur sérfræðingur í uppeldismálum, Tim Gill. Meira
29. október 2007 | Innlendar fréttir | 113 orð | 1 mynd

Ekki teljandi áhrif á almenning

ÞAÐ eitt að íslensk fyrirtæki geri upp ársreikninga sína í annarri mynt en íslenskum krónum hefur ekki nein teljandi áhrif á íslenskt efnahagslíf eða íslenskan almenning, að sögn Ásgeirs Jónssonar, forstöðumanns greiningardeildar Kaupþings. Meira
29. október 2007 | Innlendar fréttir | 846 orð | 2 myndir

Elskaður og í hávegum hafður

Eftir Einar Fal Ingólfsson HINN göfugi fiskur, urriðinn, er viðfangsefni 90 mínútna kvikmyndar sem sænskir kvikmynda- og veiðimenn vinna að þessi misserin. Meira
29. október 2007 | Erlendar fréttir | 38 orð

Engin takmörk

ANGELA Merkel, kanslari Þýskalands, segir að hraðatakmörk verði ekki sett á hraðbrautirnar. Engin takmörk eru á sumum veganna en jafnaðarmenn, sem eiga aðild að stjórn hægrikonunnar Merkel, hafa lagt fram tillögu um slík takmörk til að minnka... Meira
29. október 2007 | Innlendar fréttir | 318 orð

Fangavélar á ferð í sumar

Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra segir að flugvélar með flugnúmer sem grunur leikur á að hafi verið notaðar undir fangaflug hafi lent hér á landi síðast í júlí í sumar. Meira
29. október 2007 | Innlendar fréttir | 133 orð

Fasteignamarkaðurinn á ágætis róli

ÞINGLÝSTIR kaupsamningar á höfuðborgarsvæðinu frá 19. október til og með 25. október voru 202. Haukur Ingibergsson, forstjóri Fasteignamats ríkisins, segir að fasteignamarkaðurinn sé á ágætis róli og engin samdráttareinkenni sjáanleg. Meira
29. október 2007 | Innlendar fréttir | 136 orð | 1 mynd

Fyrsta konan sem stýrir Sýslumannafélaginu

Á AÐALFUNDI Sýslumannafélags Íslands, sem haldinn var í Ólafsvík í liðnum mánuði, var Anna Birna Þráinsdóttir, sýslumaður í Vík í Mýrdal, kjörin formaður stjórnar félagsins. Meira
29. október 2007 | Innlendar fréttir | 318 orð | 1 mynd

Göng um Óshlíð í útboð

Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is KRISTJÁN Möller segir að Bolungarvíkurgöng, sem koma í stað vegar um Óshlíð, fari í útboð á næstu dögum og framkvæmdir ættu að geta hafist á fyrstu mánuðum næsta árs. Meira
29. október 2007 | Innlendar fréttir | 277 orð | 1 mynd

Hafa ýmislegt til síns máls um hlut í fjármagnstekjuskatti

JÓHANNA Sigurðardóttir félagsmálaráðherra telur að sveitarfélögin hafi ýmislegt til síns máls þegar þau geri kröfu um að fá hlutdeild í fjármagnstekjuskatti. Þetta sagði hún í ræðu á ársfundi Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Meira
29. október 2007 | Innlendar fréttir | 51 orð

Hálkan olli nokkrum usla

TALSVERT var um umferðaróhöpp víðs vegar um landið um helgina sem leið. Flest óhappanna má rekja til hálku og slæmrar færðar. Meira
29. október 2007 | Innlendar fréttir | 255 orð | 1 mynd

Hibernia ætlar í hart

Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl. Meira
29. október 2007 | Erlendar fréttir | 435 orð | 2 myndir

Hætta að nota Dash-8

Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl. Meira
29. október 2007 | Innlendar fréttir | 57 orð

Indversk kona lést í árekstri

KONAN sem beið bana í árekstri á Holtavörðuheiði á föstudagskvöld var af indversku bergi brotin. Hún var á sextugsaldri og var stödd hér á landi ásamt samlöndum sínum um stundarsakir. Meira
29. október 2007 | Innlendar fréttir | 213 orð

Ísland verði talsmaður jafnréttis kynjanna á alþjóðavettvangi

Í ÁLYKTUN Ungra jafnaðarmanna sem send var út á degi Sameinuðu þjóðanna, 24. október, er lögð áhersla á að jafnrétti kynjanna sé grunnforsenda þróunar og að Ísland eigi að skapa sér sérstöðu sem einarður talsmaður jafnréttis kynjanna á alþjóðavettvangi. Meira
29. október 2007 | Innlendar fréttir | 139 orð | 1 mynd

Íslensk flugvél notuð við ólöglegan flutning barna

FARÞEGAFLUGVÉL sem nota átti til að flytja 103 börn frá Tsjad til Frakklands í gær, og yfirvöld í Frakklandi og Tsjad hafa lýst sem ólöglegu athæfi, er á íslenskum skráningarnúmerum og í eigu Loftleiða Icelandic, dótturfélags Icelandair. Meira
29. október 2007 | Innlendar fréttir | 114 orð | 1 mynd

Jólakort frá Svölunum

JÓLAKORT frá Svölunum, félagi fyrrverandi og núverandi flugfreyja, eru komin út. Þessi árlegi og öflugi fjáröflunarþáttur í starfsemi félagsins verður seldur af félagskonum og einnig er hægt að panta kortin á netfanginu: svolurnar@simnet.is. Meira
29. október 2007 | Innlendar fréttir | 101 orð | 1 mynd

Kalt en blítt í vetrarbyrjun

FÓLK í Reykjavík og grennd fæðist ekki með sundfit og enn síður regnhlífar en mörgum hefði komið vel síðustu vikurnar, á einhverju votasta hausti í manna minnum, að geta notað síðasttalda áhaldið – ef ekki hefði nánast alltaf verið hvassviðri eða... Meira
29. október 2007 | Erlendar fréttir | 493 orð | 1 mynd

Kirchner sigurviss

Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is ÚTGÖNGUSPÁR í Argentínu í gærkvöld bentu til þess að Cristina Fernandez de Kirchner, eiginkona núverandi forseta, Nestors Kirchners, hefði sigrað í forsetakosningunum sem fram fóru í gær. Meira
29. október 2007 | Innlendar fréttir | 114 orð | 1 mynd

Líklega elsta dýr heims

KÚSKEL sem fannst við norðurströnd Íslands er líklega langlífasta dýr sem sögur fara af en hópur vísindamanna við sjávarvísindadeild Bangor-háskóla telur sig hafa fundið rúmlega 400 ára gamla kúskel. Meira
29. október 2007 | Innlendar fréttir | 100 orð | 1 mynd

Lóuungar í Langholtsskóla

"BÖRNIN smá í kyrrð og ró heima í hreiðri bíða" segir í ljóði Jónasar Hallgrímssonar, en þemadagar tileinkaðir honum voru einmitt í Langholtsskóla í liðinni viku. Meira
29. október 2007 | Innlendar fréttir | 327 orð

Lækkun skatta heppilegasta mótvægisaðgerðin

MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá Sambandi ungra sjálfstæðismanna: "Í fjárlagafrumvarpi ársins 2008 er gert ráð fyrir að útgjaldahlið fjárlaga hækki um 48 milljarða, eða um 8%, miðað við áætlun ársins 2007. Meira
29. október 2007 | Erlendar fréttir | 46 orð | 1 mynd

Mengað loft

UM 23.000 heimili eru enn í hættu í Kaliforníu vegna fimm stórra elda sem loga í þremur sýslum en auk þess er andrúmsloft mjög mengað víða í Orange- og Riverside-sýslum og í San Bernardino-dalnum. Meira
29. október 2007 | Innlendar fréttir | 149 orð | 1 mynd

NL annist ein akstur gesta Kringlunnar

FRAMKVÆMDASTJÓRA leigubílastöðvarinnar Hreyfils hefur borist bréf frá forsvarsmönnum verslunarmiðstöðvarinnar Kringlunnar, þess efnis að frá og með 15. nóvember nk. Meira
29. október 2007 | Innlendar fréttir | 462 orð | 1 mynd

Nýja Ísland stór hluti sögunnar

Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl. Meira
29. október 2007 | Erlendar fréttir | 114 orð

Nýtt hneyksli hjá hirðinni?

BRESKA blaðið The Sunday Times fullyrti í gær að einn úr bresku konungsfjölskyldunni hefði sætt tilraun til fjárkúgunar. Væri um að ræða kynlífsmyndbönd en einnig er sagt að fíkniefnanotkun og fleira komi við sögu. Meira
29. október 2007 | Innlendar fréttir | 176 orð

Óttast að kennarar hverfi frá kennslu

STJÓRN SAMFOK fagnar tímabærri ályktun Skólastjórafélags Reykjavíkur um ófullnægjandi mönnun og starfskjör í grunnskólum Reykjavíkur. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá stjórninni. Meira
29. október 2007 | Innlendar fréttir | 119 orð

"Alla virðist langa til Reykjavíkur"

FULLTRÚAR frá evrópsku myndlistarsýningunni Manifesta komu nýverið hingað til lands í tengslum við val á listafólki fyrir Manifesta 7 sem fram fer á Ítalíu á næsta ári. Meira
29. október 2007 | Innlendar fréttir | 167 orð | 1 mynd

"Fyrst Waage vill ekki sjá'ana"

SÉRA Hjálmar Jónsson dómkirkjuprestur segir að umræður og deilur um málefni kirkjunnar sýni að kirkjan hafi breiða skírskotun til fólksins. Þetta kom fram í prédikun hans í Dómkirkjunni í gær. Meira
29. október 2007 | Innlendar fréttir | 467 orð | 2 myndir

Rann út af flughálli brautinni

Eftir Friðrik Ársælsson fridrik@mbl.is FARÞEGAFLUGVÉL flugfélagsins JETX, sem var að flytja íslenska farþega heim frá Tyrklandi, rann út af flugbraut á Keflavíkurflugvelli skömmu eftir lendingu í fyrrinótt. Meira
29. október 2007 | Innlendar fréttir | 374 orð | 1 mynd

Sérstakt erfðavísasafn

Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is HVAÐ er svona sérstakt við íslensku kúna? er spurning sem margir hafa velt fyrir sér eftir að umræðan um innflutning á erlendu kúakyni til kynbóta þess íslenska fór aftur á fullt skrið í síðustu viku. Meira
29. október 2007 | Innlendar fréttir | 178 orð | 1 mynd

Sigrún Stella á heimavelli

"ÞETTA var æðislegt," segir söngkonan Sigrún Stella Haraldsdóttir (Bessason í Kanada) um tónleika sem hún hélt með gítarleikaranum Michael Dilauro á Gimli í Manitoba um liðna helgi. Íslendingar settust fyrst að þar sem nú er Gimli 21. Meira
29. október 2007 | Innlendar fréttir | 770 orð | 1 mynd

Skapa utangarðslist í Brákarey

Eftir Guðrúnu Völu Elísdóttur gve@ismennt. Meira
29. október 2007 | Erlendar fréttir | 45 orð

Skipi hvolfdi

SKIPI undir slóvakískum fána hvolfdi á Eystrasalti í gær og var óttast að allt að átta hefðu farist. Þrem var strax bjargað. Skipið maraði í hálfu kafi en loftrými var inni í því. Stóðu því vonir til að einhverjir væru enn á lífi í... Meira
29. október 2007 | Innlendar fréttir | 112 orð

Skiptir stríðið gegn hryðjuverkum Íslendinga máli?

"SKIPTIR stríðið gegn hryðjuverkum Íslendinga máli? Fréttaflutningur af vígvellinum." Þetta er yfirskrift fyrirlestrar sem Davíð Logi Sigurðsson, blaðamaður á Morgunblaðinu, flytur í dag, mánudag, kl. 12. Meira
29. október 2007 | Innlendar fréttir | 117 orð | 1 mynd

Styður við nýsköpun og frumkvöðlastarfsemi

INNOVIT er nýsköpunar- og frumkvöðlasetur ehf., sem nýlega var stofnað af háskólanemendum. Meira
29. október 2007 | Innlendar fréttir | 89 orð | 1 mynd

Tæki til meðferðar brunaáverka

GUÐMUNDUR Bjarnason, stjórnarformaður Eignarhaldsfélagsins Brunabótafélags Íslands (EBÍ), afhenti nýlega Magnúsi Péturssyni, forstjóra Landspítala, 5 milljónir króna til kaupa á tækjum sem tengjast meðferð alvarlegra brunaáverka á börnum. Meira
29. október 2007 | Innlendar fréttir | 347 orð | 2 myndir

Verkið flutt í þremur gámum

"ÞETTA er mjög mikill heiður. Ég er mjög ánægður með að hafa unnið að þessu," segir Jóhann Skaftason, en hann hefur í tvo áratugi rekið steinsmiðjuna Eurocraft í Oklahoma-ríki í Bandaríkjunum. Meira
29. október 2007 | Innlendar fréttir | 52 orð | 1 mynd

Voru leyst út með gjöfum

Ásdís Kristjánsdóttir og börn hennar Lilja Sól Andersen og Markús Andersen voru leyst út með gjöfum þegar þau komu á sýninguna Abbababb í Hafnarfjarðarleikhúsinu í gær. Ásdís var 6.000. gesturinn og fékk af því tilefni bókina Abbababb eftir dr. Meira
29. október 2007 | Innlendar fréttir | 55 orð

Þrír í varðhaldi grunaðir um nauðgun

ÞRÍR karlmenn voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald til fimmtudags vegna gruns um að hafa staðið að nauðgun. Mennirnir voru handteknir aðfaranótt laugardags í heimahúsi á Selfossi og leiddir fyrir dómara sem féllst á gæsluvarðhaldskröfu lögreglunnar. Meira

Ritstjórnargreinar

29. október 2007 | Staksteinar | 160 orð | 1 mynd

Hvað varð um borgarstjórann?

Hvað varð um borgarstjórann, Dag B. Eggertsson? Hann er horfinn af vettvangi. Hann hefur ekki sést í marga daga. Hann hefur ekki talað opinberlega í marga daga. Hvað er að gerast? Hvað er orðið um mann hinna mörgu orða? Hvers vegna hefur Dagur B. Meira
29. október 2007 | Leiðarar | 408 orð

Siðleysi

Halldór Blöndal, fyrrum forseti Alþingis skrifað umhugsunarverðan pistil hér í blaðið í gær um fugla og rjúpnadráp. Í grein þessari segir Halldór Blöndal m.a.: "Rjúpnastofninn var í mjög bágu ástandi árið 2003. Meira
29. október 2007 | Leiðarar | 391 orð

Sjálfsögð krafa

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra sagði í kvöldfréttum RÚV sl. laugardag að hún vildi láta leita í svonefndum fangavélum Bandaríkjamanna ef þær millilentu hér á ný eins og talið er að þær hafi gert á undanförnum árum. Meira

Menning

29. október 2007 | Tónlist | 604 orð | 2 myndir

Áræðið sigrar

ÞAR sem einlægni sálarinnar, stórkostlegir hæfileikar og frumleg framsækni mætast, verða töfrar Mugisons til. Sjálfur kýs hann líklega að þakka ástinni fyrir en ég tel að fyrrgreind atriði hljóti að skipta nokkru máli. Meira
29. október 2007 | Tónlist | 725 orð | 2 myndir

Breið þú blessun þína...

Stórtónleikar Rúnars Júlíussonar í Laugardalshöll ásamt fjölda gesta. Laugardaginn 27. október. Meira
29. október 2007 | Hönnun | 73 orð | 1 mynd

Byggingarlist fyrir börn

PIHLA Meskanen, arkitekt og skólastjóri Arkki-skólans í byggingarlist fyrir börn og unglinga í Helsinki, heldur fyrirlestur sem hún nefnir Nám og leikur: Umhverfi og byggingarlist, á Kjarvalsstöðum klukkan 17 á morgun. Meira
29. október 2007 | Kvikmyndir | 327 orð | 1 mynd

Dean og Jerry

UM og eftir miðja, síðustu öld voru Dean Martin og Jerry Lewis eitt langvinsælasta parið í skemmtanaheiminum. Byrjuðu á því að leggja undir sig næturklúbbana og þóttu einkar fyndnir uppistandarar. Meira
29. október 2007 | Menningarlíf | 87 orð | 1 mynd

Hvenær varð íslenska þjóðin til?

Á morgun kl. 12.05 mun Sverrir Jakobsson sagnfræðingur ganga með gestum um grunnsýningu Þjóðminjasafnsins; Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1.200 ár. Með hliðsjón af titli sýningarinnar veltir Sverrir fyrir sér hugtakinu þjóð. Meira
29. október 2007 | Kvikmyndir | 364 orð | 1 mynd

Innrásin sem fór út um þúfur

Leikstjórn: Oliver Hirschbiegel. Handrit: David Kajganich. Aðalhlutverk: Nicole Kidman, Daniel Craig og Jeremy Northam. Bandaríkin, 99 mín. Meira
29. október 2007 | Myndlist | 833 orð | 2 myndir

Ísland spennandi kostur

Eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur sigridurv@mbl.is FULLTRÚAR frá evrópsku myndlistarsýningunni Manifesta voru hér á landi nýverið og funduðu með íslensku listafólki, stjórnendum listastofnana, fulltrúum menntamálaráðuneytisins, Reykjavíkur og fleirum. Meira
29. október 2007 | Kvikmyndir | 202 orð | 1 mynd

Löggan sem virti ekki lögin

Bandaríkin 1971. Sam-myndir 2007. 99 mín. Ísl. texti. Leikstjóri: Don Siegel. Aðalleikarar: Clint Eastwood, Harry Guardino, John Vernon. Meira
29. október 2007 | Fólk í fréttum | 368 orð | 15 myndir

... Lögreglusamþykktir og lakkskór ...

Nú er fókusinn á fótabúnaðinn hjá flugunni okkar sem er í skýjunum yfir að glansandi lakkskór séu komnir aftur í tísku. Meira
29. október 2007 | Bókmenntir | 76 orð | 1 mynd

Nýjar hljóðbækur frá JPV-útgáfu

JPV-útgáfa hefur hafið samstarf við Blindrabókasafn Íslands og gefur nú út hljóðbækur samhliða útgáfu nýrra bóka. Meira
29. október 2007 | Fjölmiðlar | 232 orð | 1 mynd

Næturvaktin slær í gegn

ÞAÐ kom ekki á óvart að íslenski sjónvarpsþátturinn Næturvaktin skyldi fá fullt hús stiga hjá gagnrýnanda Morgunblaðsins í gær, enda um virkilega vel heppnað sjónvarpsefni að ræða. Meira
29. október 2007 | Tónlist | 56 orð | 3 myndir

Sinfónía í náttfötum

SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT Íslands hélt fremur óvenjulega tónleika á laugardaginn þegar allir meðlimir sveitarinnar komu fram í náttfötum. Tilefnið var að um var að ræða fyrstu tónleika vetrarins í fjölskyldutónleikaröðinni Tónsprotinn. Meira
29. október 2007 | Tónlist | 352 orð | 1 mynd

Skínandi perlur

Fimmtudaginn 25. október. Hljómsveitarstjóri: Esa Heikkilä. Einleikari: Alison Balsom. Leikin voru verk eftir: Rossini, Haydn, Rakmaninoff, Alfvén, Holst, Wagner, Mozart, Piazzolla, Smetana og Sibelius. Meira
29. október 2007 | Tónlist | 351 orð | 1 mynd

Tómarúmið varð að fylla

Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is FULLI kallinn er listamannsnafn Haralds Freys Gíslasonar, sem er best þekktur fyrir störf sín í Botnleðju, þar sem hann leikur á trommur. Meira
29. október 2007 | Kvikmyndir | 132 orð | 1 mynd

Truflaður ferðafélagi

Ástralía 2007. Sam-myndir 2007. 85 mín. Bönnuð yngri en 16 ára. Leikstjóri: Ringan Ledwidge. Aðalleikarar: Shaun Evans, Scott Mechlowicz, Amelia Warner. Meira

Umræðan

29. október 2007 | Aðsent efni | 524 orð | 1 mynd

Á að leyfa sölu léttvíns í matvöruverslunum?

Torfi Geirmundsson skrifar um áhrif sölu léttvíns í matvöruverslunum: "Það er kannski gott að fá þessa sölu í matvöruverslanir og þá verður áfengisvandamálið sýnilegra." Meira
29. október 2007 | Aðsent efni | 618 orð | 1 mynd

Eimskip, óskabarn þjóðarinnar

Kristján Guðmundsson skrifar um Eimskipafélag Íslands: "Hf. Eimskipafélag Íslands var lagt niður með einu pennastriki í sérkennilegum leik íslenskra fjármálamanna." Meira
29. október 2007 | Aðsent efni | 321 orð | 1 mynd

Engin sátt um náttúruvernd á meðan rányrkja er stunduð

Herdís Þorvaldsdóttir skrifar um náttúruvernd: "Fjallkonan í tötrum hrópar á hjálp!" Meira
29. október 2007 | Aðsent efni | 368 orð | 2 myndir

Gjaldfrjálsa leikskóla – nei takk

Adam Eliasen og Harpa Rut Hilmarsdóttir skrifa um málefni leikskólanna: "Foreldrar leikskólabarna gagnrýna þá áherslu stjórnmálamanna að gefa leikskólana gjaldfrjálsa. Fyrst þurfi að manna leikskólana með hæfu starfsfólki." Meira
29. október 2007 | Bréf til blaðsins | 332 orð

Hvað brast þar svo hátt?

Frá Guðjóni Jenssyni: "MIKILL er gauragangurinn sem tengist borgarstjórn Reykjavíkur um þessar mundir og þykir flestum nóg um. Gríðarlegar deilur verða vegna uppákomu í Orkuveitu Reykjavíkur svo að leiðir til falls meirihlutasamstarfs." Meira
29. október 2007 | Blogg | 63 orð | 1 mynd

Jenný Anna Baldursdóttir | 28. október 2007 Sér enginn neitt athugavert...

Jenný Anna Baldursdóttir | 28. október 2007 Sér enginn neitt athugavert við... ...að blásið sé til hátíðar á borð við Airwaves, þar sem hver uppákoman er flottari en sú næsta og að listamennirnir skuli fá 2 bjóra fyrir ómakið? Meira
29. október 2007 | Aðsent efni | 332 orð | 1 mynd

Leit að brjóstakrabbameini

Boða skal allar eldri konur í skoðun hjá Krabbameinsfélaginu, segir Svanur Jóhannesson: "Nú spyr ég. Af hverju eru ekki allar konur boðaðar í skoðun hjá leitarstöðinni ? Og hvers eiga eldri konur að gjalda að það er ekki gert?" Meira
29. október 2007 | Aðsent efni | 493 orð | 1 mynd

Orðhengilsháttur fordómanna

Eydís Hörn Hermannsdóttir svarar grein Steinunnar Jóhannesdóttur um samkynhneigða og hjónavígslur: "Steinunni þykir líka afleitt að vera kölluð einstaklingur. Það er kannski ekki skrítið þar sem tilvist hennar byggist á því að vera gift kona" Meira
29. október 2007 | Blogg | 66 orð | 1 mynd

Sigríður Laufey Einarsdóttir | 28. október 2007 Á villigötum? Vínið á...

Sigríður Laufey Einarsdóttir | 28. október 2007 Á villigötum? Vínið á ekki erindi inn í matvöruverslanir þar sem ákveðin tegund yrði auglýst með þessum eða hinum réttinum sem á að neyta í dag. Meira
29. október 2007 | Aðsent efni | 716 orð | 1 mynd

Sjálfstæðismenn skamma Albaníu

Stefán Benediktsson skrifar um málefni Orkuveitunnar og borgarstjórnarskiptin: "Í stað þess að setja Vilhjálm strax af og kjósa sér annan borgarstjóra kusu þau að nota Albaníuleiðina og skamma alla aðra." Meira
29. október 2007 | Aðsent efni | 755 orð | 1 mynd

Skattamisréttið – Er greiddur 1.000% arður í stað launa?

Sveinn Jónsson fjallar hér um launa- og arðgreiðslur: "Svör ráðherra draga skýrt fram þær öfgar sem viðgangast í þeirri viðleitni starfandi hluthafa að telja tekjur sínar fram sem arð í stað launa." Meira
29. október 2007 | Aðsent efni | 735 orð | 1 mynd

Stjórnendur, er gat á buxnavösum okkar?

Við getum sparað verulegar upphæðir í skjalastjórn margmiðlunargagna, segir Einar Erlendsson: "Samkvæmt rannsóknum virtra aðila er áætlað að endurvinna þurfi um 30% af efni sem flokkast undir "rich media" hjá fyrirtækjum ef gögn eru ekki skráð." Meira
29. október 2007 | Blogg | 66 orð | 1 mynd

Svavar Alfreð Jónsson | 27. október Að breyta orðabók Í fórum mínum er...

Svavar Alfreð Jónsson | 27. október Að breyta orðabók Í fórum mínum er ... "An Intermediate Greek-English Lexicon". Þar stendur um "monogenes": "only-begotten, single. Meira
29. október 2007 | Aðsent efni | 815 orð | 1 mynd

Trúarbrögð og vísindi sameinist

Benedikt S. Lafleur skrifar um hið sanna eðli lífsorkunnar: "Sahaja yoga sameinar öll trúarbrögð heimsins með skírskotun til mannlegs þroska sem sérhver maður býr yfr." Meira
29. október 2007 | Aðsent efni | 856 orð | 1 mynd

Tækniframfarir draga úr áhættu í flugi

Jóhannes Tómasson skrifar um flugöryggismál: "Augu manna hafa mjög beinst að hæfni mannsins og hvernig margs konar atriði geta haft áhrif á hana." Meira
29. október 2007 | Aðsent efni | 431 orð | 1 mynd

Um Gagnaveitu Reykjavíkur

Ingólfur Bruun bendir á að gagnanet sé hluti af grunnþjónustu í landinu og eigi því að vera á hendi ríkis- og/eða sveitarfélaga: "Ég hvet nýjan borgarstjórnarmeirihluta í Reykjavík til að hætta við öll áform um sölu Gagnaveitunnar." Meira
29. október 2007 | Aðsent efni | 3195 orð | 1 mynd

Umræða í öngstræti

Eftir Arnór Sighvatsson: "...ég vil með þessum skrifum reyna að koma umræðunni í rökréttari farveg en mér virðist hún hafa verið í til þessa." Meira
29. október 2007 | Velvakandi | 436 orð

velvakandi

Kraftlyftingakona nær alþjóðlegum árangri ÞAÐ birti um stund í svartnætti íslenskra íþrótta er fréttir bárust frá Heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum sem fram fór í bænum Soelden í Austurríki dagana 14. til 20. október sl. að María E. Meira
29. október 2007 | Aðsent efni | 335 orð | 1 mynd

Verslun með áfengi og síld

Hugleiðingar Elínar Margréar Hallgrímsdóttur um frumvarp til laga um breytingu á verslun með áfengi: "Áfengi er ekki venjuleg neysluvara heldur vímuefni sem ekki er réttlætanlegt eða skynsamlegt að lúti lögmálum matvöruverslana." Meira
29. október 2007 | Blogg | 298 orð | 1 mynd

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson | 28. október 2007 Hötum Lomborg Ég er einn...

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson | 28. október 2007 Hötum Lomborg Ég er einn fárra í Danmörku sem frá byrjun hafa haft mikla trú á dr. Birni Lomborg, dönskum stjórnmálafræðingi, sem leyft hefur sér að vera efins gagnvart nýju heimstrúarbrögðunum. Meira

Minningargreinar

29. október 2007 | Minningargreinar | 528 orð | 1 mynd

Bernard John Scudder

Bernard John Scudder fæddist í Kantaraborg í Englandi 29. ágúst 1954. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 15. október síðastliðinn og var útför hans gerð frá Dómkirkjunni 25. október Meira  Kaupa minningabók
29. október 2007 | Minningargreinar | 275 orð | 1 mynd

Hildur Þorbjörg Eiríksdóttir

Hildur Þorbjörg Eiríksdóttir fæddist í Þverárdal í Austur-Húnavatnssýslu 25. janúar 1920. Hún lést í Reykjavík 20. september sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Meira  Kaupa minningabók
29. október 2007 | Minningargreinar | 793 orð | 1 mynd

Jónas Guðmundsson

Jónas Guðmundsson fæddist á Húsavík 29. október 1932. Hann lést að heimili sínu á Akureyri föstudaginn 28. september síðastliðinn og var útför hans gerð frá Glerárkirkju 4. október. Meira  Kaupa minningabók
29. október 2007 | Minningargreinar | 397 orð | 1 mynd

Karolína Thorarensen

Karolína Thorarensen húsfreyja var fædd 18. okt. 1940. Hún lést 18. ágúst sl. Jarðarför Karolínu fór fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Meira  Kaupa minningabók
29. október 2007 | Minningargreinar | 1440 orð | 1 mynd

Lilja Ingimarsdóttir

Lilja Ingimarsdóttir fæddist í Reykjavík 10. maí 1919, en ólst upp á Akranesi. Hún andaðist á Sjúkrahúsi Akraness 20. október síðastliðinn. Hún var dóttir Ingimars Kristjáns Magnússonar húsasmíðameistara, f. Meira  Kaupa minningabók
29. október 2007 | Minningargreinar | 1601 orð | 1 mynd

Ottó H. Karlsson

Ottó H. Karlsson fæddist í Hveragerði 18. apríl 1946. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi 11. október síðastliðinn. Foreldrar hans eru Klara Guðrún Þórðardóttir, f. 1. júní 1923 og Karl Jóhann Magnússon, f. 7. september 1916, d. 26. Meira  Kaupa minningabók
29. október 2007 | Minningargreinar | 564 orð | 1 mynd

Rósa Björg Sveinsdóttir

Rósa Björg Sveinsdóttir fæddist í Reykjavík 3. apríl 1943. Hún lést á St. Fransiskusspítalanum í Stykkishólmi 27. september síðastliðinn. Útför Rósu var gerð frá Grundarfjarðarkirkju 6. október sl. Meira  Kaupa minningabók
29. október 2007 | Minningargreinar | 589 orð | 1 mynd

Svava M. Þórðardóttir

Svava Magnea Þórðardóttir fæddist í Reykjavík 24. ágúst 1929. Hún lést á Landspítala í Fossvogi 13. september síðastliðinn og var jarðsungin frá Háteigskirkju 24. september. Meira  Kaupa minningabók
29. október 2007 | Minningargreinar | 2363 orð | 1 mynd

Sveinn Rúnar Vilhjálmsson

Sveinn Rúnar Vilhjálmsson fæddist í Hafnarfirði 8. október 1957. Hann lést á heimili sínu 7. október síðastliðinn og var jarðsunginn frá Víðistaðakirkju 23. október. Meira  Kaupa minningabók
29. október 2007 | Minningargreinar | 325 orð | 1 mynd

Úlfur Chaka Karlsson

Úlfur Chaka Karlsson fæddist í Reykjavík 5. apríl 1976. Hann lést á Landspítalanum 9. september síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hallgrímskirkju 21. september. Meira  Kaupa minningabók

Sjávarútvegur

29. október 2007 | Sjávarútvegur | 320 orð | 1 mynd

Kvótinn á norsk-íslenzku síldinni er 184.000 tonn

Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is Á fundi strandríkja um stjórnun síldveiða úr norsk-íslenzka síldarstofninum í Lundúnum náðist samkomulag um að heildaraflamark verði 1.266.000 tonn árið 2008. Meira
29. október 2007 | Sjávarútvegur | 196 orð | 1 mynd

Tvær útgerðir yfir mörkum í krókakerfinu

TVÆR stærstu útgerðir krókabáta eru yfir leyfilegum hámörkum krókaaflahlutdeildar. Meira
29. október 2007 | Sjávarútvegur | 578 orð | 1 mynd

Um samspil þorsks og loðnu

Mönnum varð tíðrætt um loðnuna á nýafstöðnum aðalfundi LÍÚ. Það er mjög eðlilegt. Loðnan er eitthvert mesta orkuforðabúr í Norður-Atlantshafi. Meira

Viðskipti

29. október 2007 | Viðskiptafréttir | 530 orð | 1 mynd

Bank of America hörfar frá Wall Street

Eftir Guðmund Sverri Þór sverrirth@mbl. Meira
29. október 2007 | Viðskiptafréttir | 110 orð | 1 mynd

Hagnaður undir væntingum

HAGNAÐUR bandaríska álframleiðslufyrirtækisins Century Alumininum, sem er móðurfélag Norðuráls og skráð er á First North- markað OMX, á þriðja ársfjórðungi nam 7 milljónum Bandaríkjadala eftir skatt. Meira
29. október 2007 | Viðskiptafréttir | 136 orð | 1 mynd

Viðskiptasendinefnd í Jórdaníu og Ísrael

ÚTFLUTNINGSRÁÐ Íslands hefur í samvinnu við Viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins og sendiráð Íslands í Danmörku skipulagt kynnisferð til Ísrael og Jórdaníu. Hópurinn mun m.a. Meira

Daglegt líf

29. október 2007 | Daglegt líf | 770 orð | 4 myndir

Dvalarheimili aldraðra heimilisdýra

Í Kópavogi búa í sæmilegu samlyndi tveir aldraðir kettir, naggrís, 40 gotfiskar og 2 gullfiskar ásamt heimafólki. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við heimasætuna Gunnhildi Ævarsdóttur. Hún er ári eldri en kettirnir og saknar þriggja dáinna naggrísa og nokkurra stökkmúsa. Meira
29. október 2007 | Daglegt líf | 852 orð | 3 myndir

Ekkert má urða

Hjá Alcoa er í gangi mikil flokkun á "aukaafurðum". Finnur Sveinsson umhverfisfræðingur stendur fyrir þessum aðgerðum. Guðrún Guðlaugsdóttir ræddi við hann og sá m.a. að engar ruslafötur eru við skrifborðin í húsnæði fyrirtækisins á 5. hæð við Suðurlandsbraut. Meira
29. október 2007 | Daglegt líf | 213 orð | 1 mynd

Huggunarorð handa foreldrum

Að hlusta á ungbarn gráta er ekki ofarlega á vinsældalista fólks og stundum standa barnapíur jafnt sem foreldrar ráðþrota frammi fyrir vandanum. Meira
29. október 2007 | Daglegt líf | 675 orð | 2 myndir

Peningarnir liggja í snyrtibuddunni

Eftir Unni H. Jóhannsdóttur uhj@mbl.is Mamma, geturðu gefið mér pening?" "Fyrir hverju, vinan?" "Æ, mig langar svo í svona maskara eins og Kate Moss er með. Meira
29. október 2007 | Daglegt líf | 166 orð | 1 mynd

Streita slæm fyrir hjartað

ÞEIR sem snúa til streitumikillar vinnu eftir hjartaáfall eru í meiri hættu á að fá aftur hjartaáfall en þeir sem vinna ekki streituvaldandi vinnu, eftir því sem nýleg rannsókn leiddi í ljós. Meira
29. október 2007 | Daglegt líf | 240 orð | 1 mynd

Þeir efnaminni eiga erfiðara með að hætta að reykja

Þyngd pyngjunnar hefur áhrif á hversu auðvelt eða erfitt fólk á með að hætta að reykja, að því er sagði á vefmiðli Berlingske Tidende á dögunum, en þar var greint frá upplýsingum sem fengnar voru úr stórri þjóðfélagskönnun. Meira

Fastir þættir

29. október 2007 | Fastir þættir | 187 orð

BRIDS - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Engin ágiskun. Norður &spade;D1083 &heart;1063 ⋄G10 &klubs;KD83 Vestur Austur &spade;K97 &spade;G6 &heart;DG4 &heart;K972 ⋄K952 ⋄D843 &klubs;G42 &klubs;1096 Suður &spade;Á542 &heart;Á85 ⋄Á76 &klubs;Á75 Suður spilar 4&spade;. Meira
29. október 2007 | Í dag | 363 orð | 1 mynd

Bætt heilsuvernd barna

Katrín Davíðsdóttir fæddist í Miðdal í Kjós 8. febrúar 1953. Hún lauk læknaprófi frá HÍ 1979 og hlaut sérfræðiviðurkenningu í barnalækningum í Svíþjóð 1987 og á Íslandi 1988. Hún starfar sem barnalæknir á Miðstöð heilsuverndar barna. Meira
29. október 2007 | Í dag | 44 orð | 1 mynd

Hættulegur leikur

ÞÝSKI mótorhjólakappinn Lukas Weis sýnir listir sínar á heimsmeistaramótinu í mótorkrossi sem fer nú fram í Riga í Lettlandi. Meira
29. október 2007 | Í dag | 22 orð

Orð dagsins: Þegar þú leggst til hvíldar, þarft þú ekki að hræðast, og...

Orð dagsins: Þegar þú leggst til hvíldar, þarft þú ekki að hræðast, og hvílist þú mun svefninn verða vær. (Ok. 3, 24. Meira
29. október 2007 | Fastir þættir | 162 orð | 1 mynd

SKÁK - Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is

1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. d4 exd4 4. Rxd4 Bc5 5. Be3 Df6 6. c3 Rge7 7. g3 O-O 8. Bg2 d6 9. Rxc6 Rxc6 10. Bxc5 dxc5 11. f4 Dg6 12. O-O Bg4 13. De1 Dh5 14. Rd2 Had8 15. Hf2 f6 16. Rf1 Be6 17. De3 b6 18. e5 Re7 19. exf6 Hxf6 20. He1 Rc8 21. Hd2 Rd6 22. Meira
29. október 2007 | Í dag | 130 orð | 1 mynd

Spurter... ritstjorn@mbl.is

1 Landssamband ísl. útvegsmanna fundaði fyrir helgina. Hver er formaður sambandsins? 2 Sigrún Hjálmtýsdóttir og Jónas Ingimundarson efndu til minningartónleika í gær á Flateyri. Til minningar um hvern? 3 Íslenski dansflokkurinn er á faraldsfæti. Meira
29. október 2007 | Fastir þættir | 339 orð | 1 mynd

víkverji skrifar | vikverji@mbl.is

Einu sinni þóttu Tíu litlir negrastrákar bara fyndin og sjarmerandi bók, bæði teikningarnar og rímið. Þegar hún kom fyrst út bjó sennilega enginn blökkumaður á Íslandi, hvað þá að hundruð barna með útlitseinkenni svartra væru í grunn- og leikskólum. Meira

Íþróttir

29. október 2007 | Íþróttir | 328 orð

100 þús. manna sigurhátíð

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar frá Bergen seth@mbl.is "ÞAÐ verða örugglega um 100 þúsund manns í miðbæ Bergen þegar við mætum þangað eftir leikinn. Meira
29. október 2007 | Íþróttir | 179 orð | 1 mynd

1. umferðin í Meistaramóti Íslands í glímu fór fram á laugardag í...

1. umferðin í Meistaramóti Íslands í glímu fór fram á laugardag í íþróttahúsi Hagaskóla. Opinn flokkur karla: 1. Pétur Eyþórsson, KR 2. Stefán Geirsson, HSK 3. Ólafur Oddur Sigurðsson, HSK +90 kg flokkur karla: 1. Stefán Geirsson, HSK 2. Meira
29. október 2007 | Íþróttir | 2416 orð | 3 myndir

Alls ekki gallalaust en mikið mun betra

ALLUR annar bragur var á leik íslenska landsliðsins í handknattleik þegar það mætti Ungverjum í síðari vináttulandsleik þjóðanna á Ásvöllum á laugardag en var í fyrri viðureigninni kvöldið áður í Laugardalshöll. Meira
29. október 2007 | Íþróttir | 1422 orð | 1 mynd

Ballerínubeinið tók völdin

VIKTOR Bjarki Arnarsson kryddaði Landsbankadeildina sumarið 2006 með liprum töktum sem framherji Víkings en hann var valinn leikmaður ársins á lokahófi KS það sama ár. Meira
29. október 2007 | Íþróttir | 555 orð | 1 mynd

Chelsea tók City í kennslustund

ENGLANDSMEISTARAR Manchester United og bikarmeistarar Chelsea minntu rækilega á að þeir ætla að vera með í baráttunni um enska meistaratitlinn í ár eins og undanfarin ár. Meira
29. október 2007 | Íþróttir | 96 orð

Dean Martin þjálfar KA

DEAN Martin var í gær ráðinn þjálfari 1. deildar liðs KA í knattspyrnu til næstu tveggja ára og mun hann jafnframt leika með Akureyrarliðinu. Meira
29. október 2007 | Íþróttir | 279 orð | 1 mynd

Eiður Smári átti fína spretti í sigri Börsunga

EIÐUR Smári Guðjohnsen lék síðasta hálftímann með Barcelona í gærkvöld þegar liðið sigraði Almería, 2:0, í spænsku úrvalsdeildinni. Eiður Smári leysti Yaya Toure af hólmi á miðjunni og sýndi lipra spretti en náði þó ekki að komast í nein marktækifæri. Meira
29. október 2007 | Íþróttir | 1249 orð | 1 mynd

England Úrvalsdeild: Man.Utd. – Middlesbrough 4:1 Luis Nani 3...

England Úrvalsdeild: Man.Utd. – Middlesbrough 4:1 Luis Nani 3., Wayne Rooney 33.Carlos Tevez 55., 85. – Jeremie Aliadiere 6. 75,720. Chelsea – Man.City 6:0 Michael Essien 16., Didier Drogba 31., 56., Joe Cole 60., Salomon Kalou 75. Meira
29. október 2007 | Íþróttir | 492 orð | 1 mynd

Fjölnir - Tindastóll 91:94 Grafarvogur, Iceland Express-deild karala...

Fjölnir - Tindastóll 91:94 Grafarvogur, Iceland Express-deild karala, sunnudagur 28. október 2007: Gangur leiksins : 0:2, 7:2, 13:6, 21:29 , 21:31, 31:41, 44:56 , 54:71, 62:78 , 69:80, 81:84, 85:88, 88:89, 88:92, 91:92, 91:94 . Meira
29. október 2007 | Íþróttir | 309 orð | 1 mynd

Fólk folk@mbl.is

Jóhannes Karl Guðjónsson var ekki í leikmannahópi Burnley sem tapaði á heimavelli fyrir Southampton . Jóhannes Karl hefur verið úti í kuldanum í síðustu leikjum en hann lék með varaliði félagsins í síðustu viku. Meira
29. október 2007 | Íþróttir | 372 orð | 3 myndir

Fólk sport@mbl.is

Stefán Gíslason lék allan tímann fyrir Bröndby sem gerði markalaust jafntefli við OB í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Bröndby er í 9. sæti deildarinnar með 14 stig eftir 14 leiki. Meira
29. október 2007 | Íþróttir | 395 orð | 3 myndir

Fólk sport@mbl.is

Evrópumeistarar AC Milan máttu þola 0:1 tap á heimavelli gegn Roma í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu í gær. Mirko Vucinic skoraði sigurmark leiksins á 72. mínútu en hann tryggði Rómverjum sigurinn á Sporting Lissabon í Meistaradeildinni í síðustu... Meira
29. október 2007 | Íþróttir | 384 orð | 3 myndir

Fólk sport@mbl.is

Heiðmar Felixson skoraði fimm mörk fyrir Hannover-Burgdorf þegar liðið tapaði, 33:31, fyrir Ahlener SG í norðurhluta þýsku 2. deildarinnar í handknattleik um helgina. Meira
29. október 2007 | Íþróttir | 633 orð

Fyrstu stig Snæfells í húsi

Snæfellingar unnu sinn fyrsta leik á keppnistímabilinu í úrvalsdeild karla á heimavelli í gærkvöldi þegar þeir lögðu nýliða Stjörnunnar, 101:86. Framan af leik blés þó ekki byrlega og gestirnir voru einu stigi yfir í hálfleik, 45:46. Meira
29. október 2007 | Íþróttir | 199 orð | 1 mynd

Garðar markakóngur

Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is GARÐAR Gunnlaugsson varð markakóngur í sænsku 1. deildinni í knattspyrnu sem lauk um helgina. Garðar skoraði eina mark Norrköping í 2:1 tapi gegn Degerfors í lokaumferð deildarinnar. Meira
29. október 2007 | Íþróttir | 704 orð | 1 mynd

Ísland – Ungverjaland 32:31 Ásvellir í Hafnarfirði, síðari...

Ísland – Ungverjaland 32:31 Ásvellir í Hafnarfirði, síðari vináttulandsleikur þjóðanna laugardaginn 27. október 2007 Gangur leiksins : 1:0, 5:2, 9:5, 10:9, 12:12, 12:13, 14:13, 15:15 , 16:15, 18:19, 23.21, 26:23, 29:26,30:29, 30:30, 31:31, 32:31 . Meira
29. október 2007 | Íþróttir | 456 orð | 1 mynd

Leit hafin að nýjum landsliðsþjálfara

LEIT er hafin að nýjum þjálfara íslenska landsliðsins í knattspyrnu eftir að stjórn knattspyrnusambandsins ákvað á fundi sínum á laugardaginn að endurnýja ekki samninginn við Eyjólf Sverrisson, en samningur hans við knattspyrnusambandið rennur út á... Meira
29. október 2007 | Íþróttir | 466 orð | 1 mynd

Liverpool slapp með skrekkinn á Anfield

ARSENAL var óheppið að fara ekki með öll stigin frá Anfield þegar liðið átti í höggi við Liverpool í gær. 1:1 urðu úrslitin og þar með komst Arsenal í toppsætið á nýjan leik. Meira
29. október 2007 | Íþróttir | 1769 orð | 3 myndir

Ótrúleg stemmning í Bergen

ÞAÐ er undarlegt fyrir Íslending að sjá miðaldra mann ganga um götur Bergen í jakkafötum, með gullpípuhatt á höfði og berjandi sneriltrommu í gríð og erg. Konan hans var meira að segja með í för og karlinn virtist þokkalega allsgáður. Meira
29. október 2007 | Íþróttir | 215 orð | 1 mynd

"Þetta er hápunkturinn"

,,ÞETTA er hápunkturinn á ferlinum. Ég hef oft verið nálægt því að vinna en nú loksins tókst það. Það varð hreinlega allt vitlaust á vellinum þegar dómarinn flautaði leikinn af. Meira
29. október 2007 | Íþróttir | 137 orð

Ragnar fékk kristalkúluna

Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is LANDSLIÐSMAÐURINN Ragnar Sigurðsson, leikmaður sænska úrvalsdeildarliðsins IFK Gautaborg, var um helgina útnefndur besti knattspyrnumaðurinn í Vestur-Svíþjóð og fékk kristalkúluna sem fylgir þessari viðurkenningu. Meira
29. október 2007 | Íþróttir | 774 orð | 1 mynd

Sigurbjörg Jóhannsdóttir skaut Fram á toppinn

"ÉG ER ánægð núna með að hafa skotið því það var ekki ætlunin, Anett átti að skjóta," sagði Sigurbjörg Jóhannsdóttir, sem tryggði Fram 23:22 sigur á Val með skoti 6 sekúndum fyrir leikslok en það skaut Fram einnig upp í efsta sæti efstu... Meira
29. október 2007 | Íþróttir | 172 orð | 1 mynd

Sverrir til skoðunar hjá Stoke

Eftir Guðmund Hilmarsson gummih@mbl.is SVERRIR Garðarsson, varnarmaðurinn öflugi í bikarmeistaraliði FH, er kominn til enska 1. deildar liðsins Stoke City þar sem hann verður til skoðunar næstu daga. Meira
29. október 2007 | Íþróttir | 112 orð

Veigar Páll skoraði

VEIGAR Páll Gunnarsson skoraði eitt marka Stabæk sem burstaði Tromsö, 5:0, í næstsíðusu umferð norsku úrvalsdeildarinnar. Veigar skoraði fyrsta markið, sitt 13. Meira

Fasteignablað

29. október 2007 | Fasteignablað | 108 orð | 2 myndir

Best að hafa skóflurnar tilbúnar

Sums staðar á landinu er farið að snjóa svolítið og þó einhver snjókoma að ráði hafi verið fátíð á höfuðborgarsvæðinu undanfarin ár, hafa aðrir hlutar landsins ekki farið varhluta af snjónum. Meira
29. október 2007 | Fasteignablað | 51 orð | 2 myndir

Bráðum koma blessuð jólin

ÞAÐ fer að líða að því að fólk þurfi að fara að huga að jólaskrautinu, þótt enn sé rúmur mánuður til jóla. Hver veit nema eitthvað þurfi að endurnýja eða einhverju þurfi að bæta við. Meira
29. október 2007 | Fasteignablað | 1029 orð | 3 myndir

Enn um heita potta

ÞAÐ var ekki meiningin að fara að skrifast á við Sigurð Grétar um notkun nauðsynlegra hreinsiefna í heita potta en ég læt þessi mál mig miklu varða og þar sem hann fer heldur frjálslega með heimildir finnst mér nauðsynlegt að leiðrétta nokkur atriði. Meira
29. október 2007 | Fasteignablað | 474 orð | 3 myndir

Flest búið til úr smíðajárni

Við Iðnbúð í Garðabæ stendur verslun sem á sér allnokkra sérstöðu. Þótt hún sé aðeins úr alfaraleið, eins og eigandinn Þorsteinn Gunnlaugsson orðar það, er nýtingin samt mjög góð. Meira
29. október 2007 | Fasteignablað | 215 orð | 1 mynd

Gnoðarvogur 60

Reykjavík | Akkurat fasteignasala er með í sölu mjög fallega og góða 111,7 fm hæð (efstu hæð) í litlu góðu fjórbýli á þessum rólega stað. Möguleiki á 4 svefnherbergjum. Komið inn í sameiginlegan inngang með íbúð á neðri hæð, snyrtileg teppalögð sameign. Meira
29. október 2007 | Fasteignablað | 616 orð | 3 myndir

Grjón og greni

Nú þegar Vetur konungur heilsar með úrhellisrigningu og dagurinn styttist verulega í annan endann er ósköp lítið hægt að dunda sér úti í garði. Meira
29. október 2007 | Fasteignablað | 605 orð | 2 myndir

Kalda vatnið getur verið átta sinum dýrara en það heita

Það virðast margir hafa vaknað upp við vondan draum þegar þeir gerðu sér grein fyrir að kalda, tæra íslenska drykkjarvatnið er síður en svo ókeypis. Hvernig má það vera, það rennur ómælt inn á hvert heimili eða er ekki svo. Meira
29. október 2007 | Fasteignablað | 276 orð | 2 myndir

Mosarimi 2

Reykjavík | Draumahús fasteignasala er með í sölu þessa björtu og fallegu 4 herbergja 95,8 fm íbúð í litlu fjölbýli á tveimur hæðum í Grafarvoginum. Íbúðin er á efri hæð og er með sérinngangi (og er auk þess endaíbúð á annarri hæð sem er efsta hæðin). Meira
29. október 2007 | Fasteignablað | 239 orð | 3 myndir

Mururimi 5

Grafarvogur | 101 Reykjavík fasteignasala er með í sölu mjög vel skipulagt 219,6 fm 6 herb. parhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr á góðum stað í Grafarvogi. Mjög stór verönd. Arinn í stofu. Komið er inn í forstofu með skáp, flísar á gólfi. Meira
29. október 2007 | Fasteignablað | 422 orð | 1 mynd

Nýfallinn dómur hæstaréttar um gólfhalla

HINN 29. desember 2006 féll dómur í Héraðsdómi Vesturlands þar sem fasteignasali var talinn bera ábyrgð á milligöngu sinni um sölu húss þar sem gólfhalli var til staðar og dæmdur skaðabótaábyrgur gagnvart kaupendum vegna þessa. Meira
29. október 2007 | Fasteignablað | 156 orð | 1 mynd

Sigtún 35

Reykjavík | Garðatorg eignamiðlun er með í sölu mjög góða 120,3 fm íbúð á annarri hæð í fjögurra íbúða húsi auk 30,6 fm bílskúrs (samtals 150,9 fm). Gengið upp ágætan stigagang og komið inn í anddyri með fatahengi. Meira
29. október 2007 | Fasteignablað | 236 orð | 1 mynd

Skjólvangur 8

Hafnarfjörður | Fasteignasalan Hóll er með í sölu glæsilegt einbýli við Skjólvang í Hafnarfirði. Húsið er 408 ferm. (skráð hjá FMR 364,5 ferm.). Eignin lítur mjög vel út og hefur verið mikið lagt í allar innréttingar og frágang. Meira
29. október 2007 | Fasteignablað | 190 orð | 2 myndir

Skólavörðustígur 3

Reykjavík | Valhöll fasteignasala er með í sölu fallega 3ja-4ra herbergja íbúð á 3. hæð í virðulegu steinhúsi staðsettu neðst á Skólavörðustígnum. Íbúðin er skráð 3ja herbergja en er 4ra herbergja. Meira
29. október 2007 | Fasteignablað | 142 orð | 2 myndir

Stóra-Mástunga

Suðurland | Fasteignamiðstöðin er með í sölu jörðina Stóru-Mástungu 2 í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Um er að ræða mjög glæsilega fasteign á sérlega fallegum stað í uppsveitum Árnessýslu. Meira
29. október 2007 | Fasteignablað | 274 orð | 2 myndir

Sæbólsbraut 20

Reykjavík | Fasteignasala Brynjólfs Jónssonar er með í sölu nýlegt, sérlega bjart og fallegt 312,6 fm endaraðhús með sjö svefnherbergjum, innbyggðum 23,1 fm bílskúr og góðri sólverönd með heitum potti. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.