Greinar mánudaginn 3. nóvember 2008

Fréttir

3. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 121 orð

99 lögreglumál komu upp

ANNRÍKI var hjá lögreglunni á Hvolsvelli í liðinni viku. Alls komu upp 99 mál. Þar af voru 7 hraðakstursmál og var sá sem hraðast ók tekinn á 137 km hraða. Þá voru 17 boðaðir til lögreglu vegna vanrækslu á skoðun. Meira
3. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 80 orð | 1 mynd

Alcan býður sálfræðihjálp

ALCAN á Íslandi hefur ákveðið að bjóða starfsmönnum sínum upp á sálfræðihjálp þeim að kostnaðarlausu í ljósi ástandsins í samfélaginu. Meira
3. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 485 orð | 2 myndir

Atvinnustefnan árangursrík

Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is GANGI spáin sem sett hefur verið fram um kreppuna á Íslandi eftir gæti hún í besta falli orðið af svipaðri stærðargráðu og finnska kreppan 1990-1994. Meira
3. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 108 orð | 1 mynd

Aukið framboð á sumarbústöðum

FRAMBOÐ á sumarbústöðum hefur aukist síðustu vikur, að sögn Magnúsar Leópoldssonar á Fasteignamiðstöðinni. Síðustu vikur hefur þó ekki verið mikið um sölur á sumarbústöðum frekar en almennt á fasteignamarkaðnum. Meira
3. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 144 orð

Áhyggjur af stöðu fjölmiðla

BLAÐAMANNAFÉLAG Íslands lýsir yfir þungum áhyggjum af þeirri alvarlegu stöðu sem er komin upp í fjölmiðlum sem birtist í fjöldauppsögnum og lokun fjölmiðla, að því er segir í ályktun sem félagið hefur sent frá sér. Meira
3. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 191 orð

Bankafólk hittist í kirkju

STARFSFÓLKI Landsbankans, bæði núverandi og þeim sem sagt var upp störfum, hefur síðustu vikur boðist afdrep í kirkju nokkurri í Reykjavík tvisvar í viku. Meira
3. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 423 orð | 1 mynd

Borgarfjörður verður sannkallað skólahérað

Eftir Birnu G. Konráðsdóttur Borgarbyggð | Skólastarf í Menntaskólanum í Borgarbyggð er að komast í fast form en nýverið var húsnæði skólans tekið formlega í notkun. Það hefur verið baráttumál Borgfirðinga í mörg ár að fá framhaldsskóla í héraðið. Meira
3. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 133 orð

Bras en engin leiðindi

KJARAVIÐRÆÐUR sjómanna og útvegsmanna ganga brösuglega þrátt fyrir mikil fundarhöld að undanförnu. Kjarasamningar um 3.500 sjómanna hafa nú verið lausir í tæplega fimm mánuði. Reiknað er með næsta samningafundi í þessari viku. Meira
3. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 108 orð | 1 mynd

Dregur úr líkum á álveri

BERGUR Sigurðsson, framkvæmdastjóri Landverndar, segir ljóst að ákvörðun Alcoa um að fresta rannsóknum fyrir um tvo milljarða á Þeistareykjum, dragi úr líkunum á því að álver rísi á Bakka við Húsavík. Meira
3. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 262 orð

Drengileg viðbrögð í Danmörku

DANIR hafa brugðist drengilega við fjárhagserfiðleikum íslenskra námsmanna í kjölfar hruns krónunnar og gjaldeyrisörðugleika Íslendinga. Meira
3. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 616 orð | 2 myndir

Ekki áhugi á sameiningu Fréttablaðs við Árvakur

Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is EFTIR að 365 samþykkti á fundi sínum síðdegis í fyrradag, að sérstakt félag í eigu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar keypti út úr 365 fjölmiðlahluta félagsins, þ.e. Meira
3. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 232 orð

Ekki lengur áhugi

AÐALEIGENDUR 365 hafa ekki lengur áhuga á að standa við samninginn um að Fréttablaðið sameinist Árvakri, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Meira
3. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Eldtungur stóðu sjö til átta metra í loft upp

ELDUR kom upp í tveimur hraðbátum í Bátasmiðju Guðmundar í Hafnarfirði í gærkvöldi. Þegar slökkviliðið kom á staðinn logaði eldurinn glatt og var sérstakur viðbúnaður hafður þar sem möguleiki var á eiturgufum úr brennandi plastinu. Meira
3. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 98 orð | 1 mynd

Fagna aðgerðum

STÚDENTARÁÐ Háskóla Íslands er ánægt með aðgerðir ríkisstjórnarinnar í því skyni að bregðast við þeim vanda sem blasir við námsmönnum þessa dagana. Meira
3. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 121 orð | 1 mynd

Fatahönnuðir sýna í Riga

FATAHÖNNUNARFÉLAG Íslands tekur þátt í Nordic Look Riga 2008 dagana 4. og 5. nóvember. 32 norræn fatahönnunarfyrirtæki munu sýna og er þetta hluti af tískuvikunni í Riga. Meira
3. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 95 orð

Féll af klettabrún og liggur á gjörgæslu

UNGUR drengur slasaðist alvarlega í Svínadal á laugardaginn þegar hann féll 8-10 metra fram af klettabrún niður í grjótbeð. Hann lá í gærkvöldi enn á gjörgæsludeild Landspítalans mikið slasaður. Meira
3. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 371 orð | 2 myndir

Geta reynst vel við endurreisn hagkerfisins

Eftir Önnu Sigríði Einarsdóttur annaei@mbl.is ÞAÐ ríkir almenn ánægja hjá forsvarsmönnum hátæknifyrirtækisins Vaka með nýjan leigusamning við laxeldisfyrirtækið Marine Harvest. Meira
3. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 455 orð | 2 myndir

Glíma við kreppufjárlög og stokka upp á nýtt

Eftir Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Blasir við harkalegri niðurskurður ríkisútgjalda en þekkst hefur um árabil og svimandi skattahækkanir? Meira
3. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 266 orð | 4 myndir

Gullfaxi kominn á leiðarenda

Stjórnklefi fyrstu þotu Íslendinga, Gullfaxa, var afhentur Flugsafni Íslands á Akureyri til varðveislu á laugardag. Meira
3. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 47 orð

Hlutverk fjölmiðla rætt í Kornhlöðunni

BLAÐAMANNAFÉLAG Íslands stendur fyrir málþinginu Fjölmiðlar í kreppu í Kornhlöðunni á miðvikudag kl. 20. Meira
3. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 99 orð

Hreinsað í lerkireit

STAFSFÓLK Skógræktar ríkisins á Norðurlandi hefur á undanförnum vikum unnið að hreinsun í lerkireit í Ásbyrgi sem varð illa úti í óveðri í september. Meira
3. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 83 orð | 1 mynd

Humarsúpa og kaka í tilefni dagsins

KRAKKARNIR á leikskólanum Sæborg í vesturbæ Reykjavíkur gerðu sér glaðan dag sl. fimmtudag, en þá fagnaði leikskólinn 15 ára afmæli sínu. Soffía Þorsteinsdóttir, leikskólastjóri, segir að í hádeginu hafi börn og starfsfólk gætt sér á dýrindis humarsúpu. Meira
3. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 384 orð | 1 mynd

Hvetja atvinnulausa til að greiða félagsgjöld

Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is ALÞÝÐUSAMBAND Íslands hvetur þá sem eru atvinnulausir til að halda áfram að greiða í stéttarfélög því þannig halda þeir ýmsum réttindum, s.s. til sjúkradagpeninga og námsstyrkja. Meira
3. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 144 orð | 1 mynd

Jonas Gahr Støre kemur í opinbera heimsókn til Íslands

JONAS Gahr Støre, utanríkisráðherra Noregs, kemur í opinbera heimsókn til Íslands í dag. Ráðherrann mun funda með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra og munu þau ræða samskipti ríkjanna, efnahagsmál og horfur í alþjóðamálum. Meira
3. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 62 orð | 1 mynd

Jólakort SOS-barnaþorpa

JÓLAKORT SOS-barnaþorpanna fyrir árið 2008 eru nú komin út. Samtökin taka að sér munaðarlaus og yfirgefin börn í yfir hundrað löndum og sjá þeim fyrir fjölskyldu á góðu heimili í barnaþorpi, segir m.a. í tilkynningu. Meira
3. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 276 orð

Jón og Gunna ollu ekki hruninu

Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is ÁBYRGÐIN vegna íslenska efnahagshrunsins liggur fyrst og fremst hjá bönkunum, ríkisstjórn, Seðlabanka, Fjármálaeftirliti og Alþingi. Meira
3. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 336 orð

Lungnakrabbi er helsta orsök ótímabærra dauðsfalla

LUNGNASJÚKDÓMAR taka mikinn toll af heilsu þjóðarinnar. Langflest ótímabær dauðsföll má rekja til illkynja æxlis í barka, berkju og lunga, en þessir sjúkdómar eru að stórum hluta afleiðing af reykingum. Meira
3. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 189 orð | 2 myndir

Mikilla veiðimanna minnst

VEIÐISAFNIÐ á Stokkseyri hefur sett upp til sýningar byssur og persónulega muni frá tveimur gengnum veiðimönnum, þeim Sigurði Ásgeirssyni í Gunnarsholti og Einari Guðlaugssyni frá Þverá. Þeir létust báðir í apríl á þessu ári. Meira
3. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 573 orð | 2 myndir

Náttúruleg uppsveifla hafin

Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is TALSVERT meira er nú af rjúpu á Norðurlandi og Austurlandi en var í fyrra, að sögn Ólafs Karls Nielsen fuglafræðings og rjúpnasérfræðings á Náttúrufræðistofnun Íslands. Meira
3. nóvember 2008 | Erlendar fréttir | 277 orð | 1 mynd

Neyðarástand vofir yfir í Austur-Kongó

Kibumba. AFP. Meira
3. nóvember 2008 | Erlendar fréttir | 284 orð | 5 myndir

Obama heldur velli á síðustu metrunum

Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is GÍFURLEG spenna er fyrir bandarísku forsetakosningarnar á morgun. Búist er við að allt að 130 milljónir manna manna muni greiða atkvæði sitt og að kosningaþátttakan verði þar með sú mesta síðan John F. Meira
3. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 59 orð

Rjúpnaskytta villtist af leið

UM 70 björgunarsveitarmenn frá Borgarnesi, Akranesi, Varmalandi og Reykholti voru kallaðar út í gærkvöldi til að leita að rjúpnaskyttu við Beilárheiði við Langavatn á Mýrum. Meira
3. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 176 orð | 1 mynd

Rjúpnaveiðin fór vel af stað

RJÚPNAVEIÐI hófst á laugardaginn og fór vel af stað að sögn Sigmars B. Haukssonar, formanns Skotveiðifélags Íslands, þótt stofninn sé enn lítill og veiðin misjöfn. Meira
3. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 127 orð

Safnað fyrir Mæðrastyrksnefnd við morgunmessu

VEGNA þess alvarlega ástands sem nú er uppi í samfélaginu hefur verið ákveðið að láta fé það sem gestir Hafnarfjarðarkirkju láta af hendi rakna í morgunmessum á miðvikudögum í haust renna til Mæðrastyrksnefndar Hafnarfjarðar. Meira
3. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 50 orð | 1 mynd

Samstarf um gæslu á hafinu

BJÖRN Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra og Thad W. Allen, yfirmaður bandarísku strandgæslunnar, undirrituðu sl. miðvikudag yfirlýsingu um samstarf Landhelgisgæslu Íslands og strandgæslunnar. Meira
3. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 156 orð | 1 mynd

Sá elsti sem vígður er til prests svo vitað sé

PRESTSVÍGSLA fór fram í Dómkirkjunni í Reykjavík í gær, á Allra heilagra messu. Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, vígði þá fjóra kandídata í guðfræði til prestþjónustu í Þjóðkirkjunni. Meira
3. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 187 orð | 1 mynd

Segja alla verða að líta í eigin barm

Selfoss | Félagsmiðstöðin Zelsíuz á Selfossi stóð fyrir umræðufundi um efnahagsástandið í landinu sl. fimmtudag. Meira
3. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 165 orð | 1 mynd

Sigur Rós í milljónamynd

Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is LAGIÐ Hoppípolla af fjórðu plötu Sigur Rósar, Takk, hljómar í stiklu fyrir nýjustu kvikmynd breska leikstjórans Dannys Boyle, Slumdog Millionaire. Meira
3. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 70 orð

Sjónræn áhrif af efnistöku

SKIPULAGSSTOFNUN hefur gefið álit sitt um mat á umhverfisáhrifum fyrir efnistöku í Hjallatorfu í Lambafelli, Sveitarfélaginu Ölfusi. Meira
3. nóvember 2008 | Erlendar fréttir | 93 orð | 1 mynd

ÞETTA HELST...

Sarah Palin, varaforsetaefni repúblikana, varð fyrir því óláni að falla í gildru háðfuglsins Marc-Antoine Audette, sem sló á þráðinn til hennar og þóttist vera Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti. Meira
3. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 58 orð | 1 mynd

Sungið fyrir Elínborgu

ÞAÐ er eins og þeir séu hluti glæpavettvangs, lögreglumennirnir sem tóku lagið með Lögreglukórnum í Eymundsson í Austurstræti á laugardag. Tilefnið var útgáfa Myrkár, nýjustu spennusögu Arnaldar Indriðasonar. Meira
3. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 334 orð

Tapar ríkið á afsláttum?

Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is LYFJAFYRIRTÆKI hafa undanfarið boðið Landspítalanum gríðarlegan afslátt á dýrum lyfjum og við fyrstu sýn er líklegt að menn álykti að með því spari ríkið sér háar fjárhæðir. En ekki er allt sem sýnist. Meira
3. nóvember 2008 | Erlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

Taugatitringur og háspenna

Einhverri sögulegustu kosningabaráttu á síðari tímum í Bandaríkjunum lýkur á morgun þegar forsetaframbjóðendurnir Barack Obama og repúblikaninn John McCain bíða örlaga sinna. Meira
3. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 180 orð | 1 mynd

Tilbúin að endurskoða afstöðu sína

ÍSLENDINGAR verða að fara að ræða Evrópusambandið, að mati Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra. Þetta kom fram í Mannamáli á Stöð 2 í gærkvöld. Meira
3. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 324 orð | 1 mynd

Um 2.300 mótmæltu slökkvistöð

Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson og Önund Pál Ragnarsson FRESTUR til að skila athugasemdum vegna nýrrar slökkvistöðvar í Elliðaárdal við Stekkjarbakka rann út sl. föstudag, en fjárhagsáætlun vegna verkefnisins er ekki frágengin. Meira
3. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 64 orð | 1 mynd

Ungur stjórnandi í fyrstu þotunni

ÞESSI átta ára strákur, Bjartur Geir Gunnarsson, hafði gaman af því að skoða stjórnklefa Gullfaxa, fyrstu þotu Íslendinga, í Flugsafni Íslands á laugardaginn. Meira
3. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 343 orð

Veðjuðu á veikingu krónunnar

Eftir Magnús Halldórsson magnush@mbl. Meira
3. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 87 orð

Vextir bankanna hækka mismikið

HÆKKANIR á óverðtryggðum vöxtum inn- og útlána tóku gildi 1. nóvember hjá Glitni, Nýja Kaupþingi og Nýja Landsbanka. Hækkanirnar eru gerðar í beinu framhaldi af stýrivaxtahækkun Seðlabankans um 6 prósentustig. Bankarnir breyta vöxtunum mismunandi mikið. Meira
3. nóvember 2008 | Innlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Þátttökumet á Stelpuskákmótinu

EINBEITNIN skín úr andlitum þessara ungu skákáhugakvenna sem tefla hér svo nefnda peðaskák. Voru þær meðal þátttakenda á Stelpuskákmóti Hellis og Olís sem fram fór í höfuðstöðvum Olís sl. laugardag. Meira

Ritstjórnargreinar

3. nóvember 2008 | Leiðarar | 341 orð

Finnska leiðin

Stefán Ólafsson félagsfræðingur vakti í gær athygli á leiðinni, sem Finnar fóru út úr þeirri alvarlegu efnahagskreppu, sem reið yfir landið í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar. Þá fóru saman bankakreppa og hrun Rússlandsverzlunar Finna. Meira
3. nóvember 2008 | Staksteinar | 169 orð | 1 mynd

Móðuharðindi?

Gylfi Arnbjörnsson, nýkjörinn forseti Alþýðusambands Íslands, orðaði það svo í viðtali hér í blaðinu í gær, að Íslendingar hefðu ekki séð jafnalvarlega stöðu í efnahagsmálum „síðan móðuharðindin gengu yfir, ef jafna á til einhvers í sögu okkar. Meira
3. nóvember 2008 | Leiðarar | 265 orð

Vágestur atvinnuleysis

Vágestur atvinnuleysisins hefur barið óþyrmilega að dyrum á Íslandi. Meira

Menning

3. nóvember 2008 | Hugvísindi | 73 orð | 1 mynd

Aðdragandi og eðli siðskiptanna

ENDURMENNTUN Háskóla Íslands verður með nokkur áhugaverð menningarnámskeið á dagskrá á næstu dögum og vikum og hefst eitt þeirra í kvöld. Þar mun dr. Vilborg Auður Ísleifsdóttir, sagnfræðingur, fjalla um eðli siðskiptanna. Meira
3. nóvember 2008 | Fjölmiðlar | 187 orð | 1 mynd

Allt í lagi með markaðinn

Helgardagskrá fjölmiðla minnir stundum á endalausar pallborðsumræður þar sem fyrirferðarmiklir einstaklingar breiða úr sér. Klukkan ellefu á laugardag eru Vikulokin á Rás 1. Á sama tíma er Markaðurinn á Stöð 2. Meira
3. nóvember 2008 | Tónlist | 303 orð | 1 mynd

Á verðlaunapalli í ljóðasöngkeppni

STEINUNN Soffía Skjenstad sópransöngkona hlaut þriðju verðlaun í hinni alþjóðlegu Joseph Suder ljóðasöngskeppni sem fram fór í Nürnberg í Þýskalandi 10.-12. október. Þar tók Steinunn þátt ásamt þýska píanistanum Evu Barta og hlutu þær 2. Meira
3. nóvember 2008 | Fólk í fréttum | 136 orð | 2 myndir

„Hún stal nafninu!“

BANDARÍSKA leikkonan Eva Mendes er ekkert sérlega ánægð með vinkonu sína, mexíkósk-bandarísku leikkonuna Salma Hayek, þessa dagana. Meira
3. nóvember 2008 | Fólk í fréttum | 1240 orð | 1 mynd

Endurkoma hinna almáttugu

Sprengjuhöllin kom inn í íslenskt tónlistarlíf með ... ja ... mikilli sprengingu fyrir hartnær tveimur árum. Meira
3. nóvember 2008 | Fólk í fréttum | 81 orð | 1 mynd

Er alltaf heitt

BANDARÍSKU söngkonunni Ashlee Simpson, sem gengur með fyrsta barn sitt og rokkarans Pete Wentz, er alltaf heitt. Wentz segist hafa þurft að bregðast við þessu með því að lækka hitastigið í öllum herbergjum á heimili þeirra. Meira
3. nóvember 2008 | Tónlist | 83 orð | 1 mynd

Fimm ára afmæli Blúsfélagsins

BLÚSKVÖLD Blúsfélags Reykjavíkur verða haldin fyrsta mánudag í hverjum mánuði á Rósenberg við Klapparstíginn í vetur. Kvöldið í kvöld er engin undantekning, en þá verður blásið til sérstakra hátíðartónleika í tilefni af fimm ára afmæli Blúsfélagsins. Meira
3. nóvember 2008 | Myndlist | 144 orð | 1 mynd

Fjögur keppa um Deutsche Börse-verðlaunin

THE Photographers' Gallery í London hefur tilkynnt hvaða fjórir listamenn sem vinna með ljósmyndamiðilinn, hafa verið valdir til að keppa um hin eftirsóttu verðlaun, Deutsche Börse Photography Prize. Meira
3. nóvember 2008 | Hönnun | 95 orð | 1 mynd

Handverk og hönnun í Ráðhúsinu

SÝNINGIN Handverk og hönnun hefur staðið yfir í Ráðhúsi Reykjavíkur um helgina, en henni lýkur í dag. Um er að ræða sýningu á íslensku handverki, listiðnaði og hönnun, en þetta er þriðja árið í röð sem sýningin er haldin. Meira
3. nóvember 2008 | Tónlist | 330 orð | 1 mynd

Í leit að rétta litnum

HLJÓMSVEITIN Shogun hefur verið til í nokkur ár og vann hún Músiktilraunir árið 2007. Sveitin skartar afar færum hljóðfæraleikurum og hefur skapað sér sinn eigin hljóm sem er mjög gott fyrir band sem er að gera sína fyrstu plötu. Meira
3. nóvember 2008 | Kvikmyndir | 417 orð | 6 myndir

Ljósið í skammdeginu

Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson jbk@mbl.is „ÞETTA verður hlaðborð stuttmynda og upplýsinga,“ segir Garðar Stefánsson, annar tveggja aðstandenda stuttmyndahátíðarinnar Ljósvakaljóð sem verður haldin í Norræna húsinu á fimmtudaginn. Meira
3. nóvember 2008 | Kvikmyndir | 234 orð | 1 mynd

Ófögnuður í miðborginni

Leikstjóri: John Erick Dowdle. Aðalleikarar: Jennifer Carpenter, Jay Hernandez, Steve Harris, Rade Sherbedzija. 85 mín. Bandaríkin. 2008. Meira
3. nóvember 2008 | Tónlist | 511 orð | 1 mynd

París og Prévert

FELIX Bergsson og Jóhanna Vigdís Arnardóttir syngja á tónleikunum Paris at Night ásamt sérstökum gesti sínum, Eddu Þórarinsdóttur. Tónleikarnir verða í Salnum í Kópavogi, 4. og 5. nóvember og í Samkomuhúsinu á Akureyri 12. nóvember. Meira
3. nóvember 2008 | Leiklist | 317 orð | 1 mynd

Prívat drama

Private Dancer. Höfundar og flytjendur: Margrét Sara Guðjónsdóttir, Jared Gradinger og Sveinbjörg Þórhallsdóttir. Hljóðmynd: David Kiers. Leikmynd og búningar: Una Stígsdóttir, Malcolm James og Paul Todd. Meira
3. nóvember 2008 | Tónlist | 432 orð | 1 mynd

Rauður og svartur kór

Tónlist eftir íslensk tónskáld í flutningi Hljómeykis, Kristjáns Orra Sigurleifssonar og Kjartans Valdimarssonar. Laugardagur 25. október. Meira
3. nóvember 2008 | Fólk í fréttum | 10 orð | 6 myndir

Skrautleg hrekkjavaka

Glæsileg Þessi unga stúlka minnti einna helst á Marilyn Monroe. Meira
3. nóvember 2008 | Bókmenntir | 76 orð | 1 mynd

Studs Terkel látinn

BANDARÍSKI rithöfundurinn Studs Terkel lést á heimili sínu í Chicago á föstudaginn, 91 árs að aldri. Meira

Umræðan

3. nóvember 2008 | Aðsent efni | 504 orð | 1 mynd

Að binda trúss við hyski gefur ekki góða raun

Efitr Birnu Þórðardóttur: "* ÉG ER reið stjórnmálamönnum – öllum íhöldunum – sem hafa komið okkur á kaldan klaka með galgopaskap og löngun til að spila með alþjóðastrákum og -stelpum – við skulum ekki gleyma stelpunum." Meira
3. nóvember 2008 | Bréf til blaðsins | 394 orð | 1 mynd

Aðgerðarleysi stjórnvalda

Eftir Jóhannes Þorkelsson: "ÉG HEITI Jóhannes Þorkelsson og er bara venjulegur Íslendingur sem á sparifé sem er fast í einhverjum sjóðum hjá Kaupþingsbanka. Ég er að horfa upp á allan minn sparnað brenna upp í aðgerðarleysi sem ég skil ekki." Meira
3. nóvember 2008 | Aðsent efni | 341 orð | 1 mynd

Benzprestasjóður

Brynjólfur Þorvarðarson skrifar um arðgreiðslur af kirkjujörðum: "Arðgreiðsla af kirkjujörðum stæði ekki undir nema tíunda hluta þess framlags sem Þjóðkirkjan fær frá ríkinu á hverju ári." Meira
3. nóvember 2008 | Aðsent efni | 695 orð | 1 mynd

Breytt staða í Evrópu og á Íslandi

Magnús Ingi Erlingsson skrifar um efnahagsmál: "Réttarstaða ríkisins vegna beitingar breskra hryðjuverkalaga og hugleiðingar um íslenska viðskiptahagsmuni í breyttri Evrópu." Meira
3. nóvember 2008 | Aðsent efni | 466 orð | 1 mynd

Ekki auka kvótann

Stefán Benediktsson skrifar um fiskistofna og kvóta: "Í aukningu veiðiheimilda á fiski felst sama hætta og í auknum heimildum til að veiða sparifjáreigendur. Stofninn hlýtur af því skaða." Meira
3. nóvember 2008 | Blogg | 171 orð | 1 mynd

Eysteinn Jónsson | 2. nóvember Hvað yrði gengið? Auvitað á ekki að loka...

Eysteinn Jónsson | 2. nóvember Hvað yrði gengið? Auvitað á ekki að loka á aðild Íslands að ESB. Meira
3. nóvember 2008 | Bréf til blaðsins | 208 orð

Ice-slave

Eftir Óskar Stein Gestsson: "Nú tekur Icesave-málið, nýjan hring og ekki þykir skrítið að við sauðsvartur almenningur áttum okkur ekki alveg á stöðunni. Björgólfur yngri segir eitt og Davíð útfararstjóri segir annað." Meira
3. nóvember 2008 | Aðsent efni | 189 orð | 1 mynd

Inneign í sjóðum bankanna

Eftir Lúðvík Ólafsson: "Til að standa almenningi skil á inneign hans í sjóðum gömlu bankanna komi hlutafjáreign." Meira
3. nóvember 2008 | Aðsent efni | 743 orð | 1 mynd

Ísland er stórast

Eftir Halldór Jónsson: "Þetta voru þá engin séní eftir allt, þessir útrásarmenn." Meira
3. nóvember 2008 | Aðsent efni | 665 orð | 1 mynd

Ísland úr kreppunni

Eftir Arnar Loftsson: "Við skiptum landinu upp í einingar sbr. kantónurnar í Sviss. Skattaparadísir með áherslu á fjármálaafurðir, ferðaþjónustu og sjávarútveg." Meira
3. nóvember 2008 | Bréf til blaðsins | 444 orð | 1 mynd

Má segja sannleikann?

Eftir Erlu Mögnu Alexandersdóttur: "HVERT fór gjaldeyririnn? Ráðamenn þessarar þjóðar æða heimshornanna á milli með fríðu föruneyti – það er búið að valta yfir íslenskan iðnað og til að vera viss um að jarða hann vel eru húsin helst rifin og vélarnar sendar úr landi." Meira
3. nóvember 2008 | Pistlar | 423 orð | 1 mynd

Mótmælin á Austurvelli

Volaða land, horsælu hérvistar slóðir, húsgangsins trúfasta móðir, volaða land! Nú ríkir svartnætti hjá mörgum. Og vonbrigðin eru mikil. Enn hefur Ísland komið aftan að fólki, étið upp sparnað og magnað skuldir. Meira
3. nóvember 2008 | Aðsent efni | 1231 orð | 1 mynd

Nándin, starfið og þekkingin

Eftir Jonas Gahr Støre: "Það er líka nauðsynlegt að hafa Rússa að bandamönnum til framtíðar. Án þeirra verður hvorki um norðurskautssamstarf að ræða né ábyrga umsjón með þorskstofnum og öðrum fiskistofnum." Meira
3. nóvember 2008 | Aðsent efni | 352 orð

Nú er ég reiður

Eftir Hjörleif Hallgríms: "TRÚLEGA er ég ekki eini landsbyggðareinstaklingurinn, sem átti peninga í peningabréfasjóði Landsbankans, þótt ekki margir af þeim láti í sér heyra." Meira
3. nóvember 2008 | Aðsent efni | 295 orð | 1 mynd

Opið bréf til nýkjörins forseta ASÍ

Huginn Freyr Þorsteinsson er ósáttur við yfirlýsingar forseta ASÍ: "Forseti ASÍ verður að útskýra hvers vegna aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að málum hér er fagnað. Saga hans gefur ekki tilefni til þess." Meira
3. nóvember 2008 | Aðsent efni | 235 orð | 1 mynd

Ójöfnuður

Guðmundur Örn Jónsson skrifar um skattamál: "Þannig er ójöfnuður á Íslandi nokkru meiri en í Bandaríkjunum og líklegast sá mesti í hinum vestræna heimi." Meira
3. nóvember 2008 | Blogg | 82 orð | 1 mynd

Páll Vilhjálmsson | 2. nóvember Davíðsfóbía Davíð Oddsson var...

Páll Vilhjálmsson | 2. nóvember Davíðsfóbía Davíð Oddsson var áhrifamesti stjórnmálamaðurinn í Samfylkingunni. Meira
3. nóvember 2008 | Blogg | 158 orð | 1 mynd

Ragnar Geir Brynjólfsson | 2. nóvember RÚV og auglýsingatekjur Í ljósi...

Ragnar Geir Brynjólfsson | 2. nóvember RÚV og auglýsingatekjur Í ljósi þessara hræringa sést enn betur að núverandi fyrirkomulag í ljósvakamálum er ábótavant og það þarf að laga. Meira
3. nóvember 2008 | Bréf til blaðsins | 433 orð

Samfélagsleg ábyrgð – hvað þýðir það?

Eftir Hermann Þórðarson: "Í SAMBANDI við þá alvarlegu atburði sem að undanförnu hafa gerst og ríða með fullum krafti á íslensku þjóðfélagi í dag, ekki síst íslenskum bönkum og öðrum fjármálafyrirtækjum, veltir maður vöngum yfir orðræðu ýmissa einstaklinga í efstu þrepum hins..." Meira
3. nóvember 2008 | Blogg | 57 orð | 1 mynd

Sigurður Jónsson | 2. nóvember Hvað nú Sjálfstæðismenn? Það vitlausasta...

Sigurður Jónsson | 2. nóvember Hvað nú Sjálfstæðismenn? Það vitlausasta sem við Sjálfstæðismenn gerum er að blása á skoðanakannanir. Og enn vitlausara er hjá okkur Sjálfstæðismönnum ef við ætlum ekki að hlusta á reiði almennings. Meira
3. nóvember 2008 | Aðsent efni | 406 orð | 1 mynd

Sjálfsafneitun Vinstri-grænna

Birgir Dýrfjörð skrifar um eftirlaunaósómann: "Þuríður Backman flutti frumvarpið um ósómann fyrir hönd Vinstri-grænna" Meira
3. nóvember 2008 | Aðsent efni | 490 orð | 1 mynd

Sjálfskipaðir ESB-leiðtogar

Eftir Benedikt Gísla Guðmundsson: "Mjög margt bendir til þess að Evrópusambandið sé sökkvandi skip þó svo að vissulega valdi stærðin því að það sökkvi heldur hægar en okkar ágæta land." Meira
3. nóvember 2008 | Bréf til blaðsins | 157 orð

Skilið launahækkuninni

RÁÐAMENN íslensku þjóðarinnar og seðlabankastjórar! Nú eruð þið búnir að jarða mig, fjölskyldu mína, vini og aðra ættingja með fáránlegum áætlunum, eða réttara sagt skorti á réttum viðbrögðum við kreppunni. Meira
3. nóvember 2008 | Aðsent efni | 604 orð | 1 mynd

Til sölu / leigu

Eftir Örn Gunnlaugsson: "Þannig myndum við í leiðinni rassskella hina svokölluðu „vini“ okkar sem ekki hafa reynst okkur sem slíkir á raunastund." Meira
3. nóvember 2008 | Bréf til blaðsins | 331 orð | 1 mynd

Traust, virðing og menning þjóðar

Eftir Sigursvein Magnússon: "NÚ VELTA margir fyrir sér hvar eigi að leita hjálpar í þeim vanda sem þjóðin hefur ratað í. Hvernig má endurreisa traust og virðingu hennar og ýmissa stofnana samfélagsins?" Meira
3. nóvember 2008 | Aðsent efni | 513 orð | 1 mynd

Treystum Guði í erfiðleikum

Eftir Guðrúnu Margréti Pálsdóttur: "Látum ekki vonleysi, reiði eða biturleika ná tökum á lífi okkar sem aðeins er til skaða fyrir okkur sjálf." Meira
3. nóvember 2008 | Bréf til blaðsins | 161 orð

Út vil ek

Eftir Ársæl Þórðarson: "Þá útrásarvíkingar veittu það vín sem Guð oss ei gaf og bláeygir borgarar neyttu, bubbinn stóð upp og kvað. Við erum svo snjallir og sætir svo útvalið riddara lið, oss auður og allsnægtir kætir og ávöxtinn þinn hirðum við." Meira
3. nóvember 2008 | Bréf til blaðsins | 347 orð

Vargar í varpi

Eftir Sigurð Ó. Halldórsson: "STÓRMERKILEG sú umræða sem skýtur upp kollinum í tíma og ótíma að ekki sé rétti tíminn að stokka upp og fjarlægja forustuvarga sem hafa lagt líf þjóðar í rúst." Meira
3. nóvember 2008 | Aðsent efni | 721 orð | 1 mynd

Váfugl og sérstaða

Eftir Hall Hallsson: "Hver verður staða Íslands á nýrri öld; verður landið útkjálki sem missir þrótt eða dýnamískt og kröfugt?" Meira
3. nóvember 2008 | Velvakandi | 444 orð | 1 mynd

Velvakandi

24 stunda er sárt saknað NÚ þegar fríblaðið 24 stundir er horfið af sjónarsviðinu, a.m.k. í bili, finn ég til saknaðar. Meira
3. nóvember 2008 | Aðsent efni | 414 orð | 1 mynd

Þegar væntingar rætast

Guðmundur Löve skrifar um efnahagsmál: "Til að ná markmiðum Maastricht-sáttmálans um efnahagsmál þarf Ísland að taka óvefengjanleg skref í átt að Evrópusambandsaðild. Ekki öfugt." Meira

Minningargreinar

3. nóvember 2008 | Minningargreinar | 379 orð | 1 mynd

Bergþóra Bergsdóttir

Bergþóra Bergsdóttir fæddist í Sæborg í Glerárþorpi 4. nóvember 1928. Hún lést á dvalarheimilinu Hlíð 13. október síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Glerárkirkju 24. október. Meira  Kaupa minningabók
3. nóvember 2008 | Minningargreinar | 711 orð | 1 mynd

Fanney Bjarnadóttir

Fanney Bjarnadóttir fæddist 24. janúar, 1913. Foreldrar hennar voru Bjarni Vilhelmsson sjómaður á Norðfirði f. 1882, d. 1942 og Jakobína Guðbrandsdóttir, f. 1895, d. 1969. Fósturmóðir Fanneyjar frá 5 ára aldri var Jósefína Guðbrandsdóttir, f. 1886, d. Meira  Kaupa minningabók
3. nóvember 2008 | Minningargreinar | 789 orð | 1 mynd

Guðjón Sigurðsson

Guðjón Sigurðsson bakarameistari var ekki hár í lofti en samsvaraði sér ágætlega, snaggaralegur og kvikur í hreyfingum, glaðlegur og hressilegur í framkomu, fundvís á spaugilegar hliðar lífsins. Meira  Kaupa minningabók
3. nóvember 2008 | Minningargreinar | 1396 orð | 1 mynd

Rósalinda Helgadóttir

Rósalinda Helgadóttir fæddist á Kirkjubóli við Stöðvarfjörð 13. nóvember 1921. Hún andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Uppsölum á Fáskrúðsfirði, 14. október síðastliðinn. Útför Rósalindu var gerð frá Stöðvarfjarðarkirkju 24. október sl. Meira  Kaupa minningabók
3. nóvember 2008 | Minningargreinar | 7234 orð | 1 mynd

Sigurður Helgason

Sigurður Helgason fæddist á Kletti í Reykholtsdal í Borgarfjarðarsýslu 2. mars 1930. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 23. október síðastliðinn. Foreldrar Sigurðar voru hjónin Ástríður Guðrún Halldórsdóttir, f. Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

3. nóvember 2008 | Viðskiptafréttir | 573 orð | 2 myndir

Áherslan vonandi meiri á smærri fjármálafyrirtæki

Eftir Björgvin Guðmundsson bjorgvin@mbl.is „Bankarnir reyndu að gera skuldabréfavafninga eins flókna og hægt var til að slá ryki í augu viðskiptavina og yfirvalda,“ segir Jón Daníelsson dósent við London School of Economics. Meira
3. nóvember 2008 | Viðskiptafréttir | 118 orð | 1 mynd

Jón í Iceland

JÓN Ásgeir Jóhannesson hefur tekið við stjórnarformennsku í Iceland matvöruverslunum í Bretlandi. Baugur keypti Iceland árið 2004. Iceland verslanakeðjan var stofnuð árið 1970 og eru nú yfir 660 verslanir víðs vegar um Bretland og Írland. Meira
3. nóvember 2008 | Viðskiptafréttir | 250 orð | 1 mynd

Mikil lækkun varð á mörkuðum

FLESTAR helstu hlutabréfavísitölur í kauphöllum heimsins lækkuðu nokkuð í nýliðnum októbermánuði. Lækkunin frá síðustu áramótum er þó alls staðar töluvert meiri en varð í þessum eina mánuði. Meira
3. nóvember 2008 | Viðskiptafréttir | 267 orð

Vill auka gagnsæi skuldatrygginga

Jón Daníelsson segir að taka verði upp staðlaða samninga um skuldatryggingar (e. Credit default swap). Aðeins þannig verði ljóst hver skuldastaðan sé á hverjum tíma og hver skuldi hverjum hvað. Meira

Daglegt líf

3. nóvember 2008 | Daglegt líf | 483 orð | 1 mynd

Áður tók klukkutíma að ganga í skólann

Eftir Steinunni Ósk Kolbeinsdóttur Hvolsvöllur | Því er fagnað um þessar mundir að 100 ár eru síðan Hvolsskóli var stofnaður, en hann tók formlega til starfa 10. október 1908. Meira
3. nóvember 2008 | Daglegt líf | 571 orð | 3 myndir

Björk og Jónsi toppurinn

Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is DR. DONALD Gíslason í Vancouver er ekkert venjulegur maður og lifir ekki hefðbundnu lífi. En frábæru lífi, mestmegnis í Kanada á sumrin og á Ítalíu á veturna. Meira
3. nóvember 2008 | Daglegt líf | 484 orð | 3 myndir

Fiðurfé í fögru húsi

Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Þetta er náttúrulega svar mitt við kreppunni. Að koma sér upp hænum er ótvíræð búbót. Það er gott að sækja egg í matinn út í kofa. Meira
3. nóvember 2008 | Daglegt líf | 133 orð | 1 mynd

Má bjóða þér íkornakjöt?

ÍKORNAKJÖT er hið mesta hnossgæti að mati kokksins Eds Chester sem býr í Otterton Mill í Devon á Englandi. Chester hefur tekið upp á því að bjóða upp á kæfur, kebab-spjót og hakkrétti með kjöti af gráa íkornanum sem mikið er af á Englandi. Meira
3. nóvember 2008 | Daglegt líf | 950 orð | 4 myndir

Norðlenskt, já takk!

Eftir Skapta Hallgrímsson skapti@mbl.is Sjávarfang er viðfangsefni meistarans Friðriks V. Karlssonar og áhugamannsins Júlíusar Júlíussonar í norðlenskri matreiðslubók sem kemur út á næstu dögum. Meira
3. nóvember 2008 | Daglegt líf | 190 orð | 1 mynd

Rautt meira aðlaðandi

ÞÆR konur sem klæðast rauðu á stefnumóti mega búast við að karlinn sem þær eiga stefnumót við sýni þeim meiri athygli og sé gjafmildari en ella, hefur vefmiðill BBC eftir vísindamönnum við Rochester háskóla. Meira
3. nóvember 2008 | Daglegt líf | 229 orð | 1 mynd

Sagan skorin í skrifpúltið

ÞÓ að efnahagslægðin hafi víðast hvar þau áhrif að fólk haldi að sér höndum og hugsi sig tvisvar um áður en það dregur fram budduna, segir Jónas Halldórsson í Antikbúðinni í Hafnarfirði nóg að gera hjá sér þessa dagana. Meira

Fastir þættir

3. nóvember 2008 | Fastir þættir | 165 orð

Brids - Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is

Kall eða frávísun? Norður &spade;DG103 &heart;953 ⋄ÁDG10 &klubs;ÁD Vestur Austur &spade;ÁK54 &spade;972 &heart;Á2 &heart;K ⋄765 ⋄9432 &klubs;G872 &klubs;96543 Suður &spade;86 &heart;DG108764 ⋄K8 &klubs;K10 Suður spilar 4&heart;. Meira
3. nóvember 2008 | Fastir þættir | 161 orð

BRIDS - Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

Bridsfélag Borgarfjarðar. Mánudaginn 27. október spiluðu Borgfirðingar Mitchell-tvímenning og nú á 8 borðum. Kópakallinn minnti rækilega á sig með því að taka glæsilega efsta sætið í N-S með makker sínum Jóa á Steinum. Meira
3. nóvember 2008 | Árnað heilla | 216 orð | 1 mynd

Hrossin eiga hug hans allan

STEINAR Nóni Hjaltason, tamningamaður, á 30 ára afmæli í dag en hann segist ekki líta á daginn sem mikil tímamót, þetta sé bara eins og vher annar afmælisdagur. Meira
3. nóvember 2008 | Í dag | 22 orð

Orð dagsins: „Á því munu allir þekkja, að þér eruð mínir...

Orð dagsins: „Á því munu allir þekkja, að þér eruð mínir lærisveinar, ef þér berið elsku hver til annars.“ (Jh.. 13, 35. Meira
3. nóvember 2008 | Fastir þættir | 148 orð | 1 mynd

Skák - Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is

1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4. a3 Bb7 5. Rc3 d5 6. cxd5 Rxd5 7. Bd2 Be7 8. Dc2 0-0 9. Hd1 c5 10. dxc5 bxc5 11. e4 Rxc3 12. Bxc3 Db6 13. Re5 Bf6 14. Rc4 Bxc3+ 15. Dxc3 Dc7 16. Rd6 Hd8 17. e5 Rd7 18. Bc4 Rb6 19. 0-0 Rxc4 20. Dxc4 Bd5 21. Dg4 Hab8 22. Meira
3. nóvember 2008 | Fastir þættir | 228 orð

Víkverjiskrifar

Allir þurfa þak yfir höfuðið. Það eru gömul sannindi. Deila má um hvert hlutfall þeirra sem búa í eigin húsnæði eigi að vera á frjálsum markaði. Aðdáendur næturvarðarríkisins láta sér í léttu rúmi liggja hvort einstaklingar eigi eða leigi húsnæði. Meira
3. nóvember 2008 | Í dag | 179 orð | 1 mynd

Þetta gerðist...

3. nóvember 1660 Kötlugos hófst með „langvaranlegum jarðskjálfta“ og jökulhlaupi. Þessi „mikli skaðaeldur,“ eins og Fitjaannáll nefndi hann, sást víða um land fram á vetur. 3. Meira

Íþróttir

3. nóvember 2008 | Íþróttir | 309 orð | 1 mynd

Árna sagt upp eftir viðræður

ÁRNA Þór Hallgrímssyni, landsliðsþjálfara í badminton, hefur verið sagt upp störfum af sparnaðarástæðum. Árni staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gær, að hann hafi fengið uppsagnarbréf í hendurnar síðastliðinn miðvikudag. Meira
3. nóvember 2008 | Íþróttir | 179 orð | 1 mynd

Barcelona með 14 í þremur leikjum

BARCELONA hélt sigurgöngu sinni áfram um helgina en liðið gerði góða ferð til Malaga og lagði heimamenn, 4:1, í spænsku 1. deildinni. Meira
3. nóvember 2008 | Íþróttir | 559 orð | 1 mynd

„Ekki oft sem maður hirðir stig í Njarðvík“

TINDASTÓLSMENN komu sterkir til leiks í Ljónagryfjuna í gær og hirtu öll stig í boði þegar þeir mættu heimamönnum í Njarðvík í úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Lokatölur urðu 84:75 og óhætt að segja að þessi sigur var verðskuldaður. Meira
3. nóvember 2008 | Íþróttir | 1273 orð | 1 mynd

„Ég hef alltaf þurft að berjast fyrir mínu“

HAFI einhver efast um uppgang íslenskrar kvennaknattspyrnu undanfarin ár má telja tvennt til sem ætti að öllu eðlilegu að breyta þeirri skoðun hið snarasta. Meira
3. nóvember 2008 | Íþróttir | 383 orð | 1 mynd

„Getum keppt við þá bestu“

Eftir Kristján Jónsson Eftir Kristján Jónsson kris@mbl.is ÞAÐ var ekki ferð til fjár hjá Borgnesingum þegar þeir heimsóttu Garðbæinga í Ásgarð í gærkvöldi. Leikurinn var liður í 5. umferð Iceland Express-deildar karla í körfuknattleik. Meira
3. nóvember 2008 | Íþróttir | 625 orð | 1 mynd

„Var ekkert að hugsa út í hvað væri mikið eftir“

„ÉG hugsaði ekkert út í það hvað var mikið eftir þegar ég fór þarna í gegn í lok leiksins. Meira
3. nóvember 2008 | Íþróttir | 263 orð | 1 mynd

„Þetta er hlutverkið okkar“

„ÞETTA er hlutverk okkar bakvarðanna í sóknarleiknum hjá Bolton. Meira
3. nóvember 2008 | Íþróttir | 591 orð

„Þetta snýst ekki um mig“

GRINDVÍKINGAR unnu fimmta leikinn í röð í Iceland Express-deild karla í gærkvöldi er þeir lögðu Þór frá Akureyri 108:87. Páll Axel Vilbergsson heldur sig í kring um 40 stigin, en hann gerði 37 í gær, en hann lék í tæpar 33 mínútur. Meira
3. nóvember 2008 | Íþróttir | 154 orð | 1 mynd

Dagskráin klikkar ekki

UM 330 ungir körfuboltamenn á aldrinum 6-11 ára af báðum kynjum frá 7 félögum kepptu á Hópbílamótinu í körfubolta sem haldið var af Fjölni í Grafarvoginum um helgina. Meira
3. nóvember 2008 | Íþróttir | 1637 orð | 1 mynd

England Úrvalsdeild: Bolton – Manchester City 2:0 Ricardo Gardner...

England Úrvalsdeild: Bolton – Manchester City 2:0 Ricardo Gardner 76., Richard Dunne 88. (sjálfsm.) *Grétar Rafn Steinsson lék allan leikinn með Bolton en Heiðar Helguson var varamaður og kom ekki við sögu. Meira
3. nóvember 2008 | Íþróttir | 346 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Sænska golfdrottningin Annika Sörenstam sigraði á opna Taihu mótinu sem lauk í Kína í gær. Mótið er hluti af Evrópumótaröðinni og var þetta í fyrsta sinn sem slíkt mót er haldið í Kína. Meira
3. nóvember 2008 | Íþróttir | 297 orð | 3 myndir

Fólk sport@mbl.is

Gunnar Heiðar Þorvaldsson lagði upp mark Esbjerg sem gerði jafntefli á útivelli, 1:1, gegn Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Þrátt fyrir stigið situr Esbjerg áfram á botni deildarinnar. Meira
3. nóvember 2008 | Íþróttir | 364 orð | 2 myndir

Fólk sport@mbl.is

Heiðmar Felixson skoraði 7 mörk fyrir Hannover-Bürgdorf og Hannes Jón Jónsson 5 mörk þegar lið þeirra vann útisigur á Varel , 34:30 í 2. deild-norður í þýska handboltanum um helgina. Meira
3. nóvember 2008 | Íþróttir | 305 orð | 1 mynd

Hamilton endaði sem heimsmeistari þrátt fyrir að lenda í 5. sæti

LEWIS Hamilton, ökumaður fyrir McLaren-liðið í Formula 1 kappakstrinum, varð í gær yngsti keppandinn til að hampa heimsmeistaratitlinum í Formúlu 1. Meira
3. nóvember 2008 | Íþróttir | 318 orð | 1 mynd

Haukar eru á siglingu

HAUKAR halda áfram á sigurbraut í N1-deild kvenna í handknattleik, því liðið vann góðan heimasigur á Fram, 25:22, um helgina. Þar með hafa Haukar unnið fimm leiki í röð og því ekki tapað síðan fyrir Íslandsmeistaraliði Stjörnunnar í 1. Meira
3. nóvember 2008 | Íþróttir | 19 orð

í kvöld

KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Iceland-Express: Selfoss: FSu – KR 19.15 Smárinn: Breiðablik – ÍR 19.15 Stykkishólmur: Snæfell – Keflavík 19. Meira
3. nóvember 2008 | Íþróttir | 224 orð

Jóhannes áfram í Noregi

JÓHANNES Harðarson, knattspyrnumaður frá Akranesi, býst fastlega við því að búa áfram í Noregi en samningur hans við Start verður ekki endurnýjaður: ,,Það er mjög ólíklegt að við flytjum heim eins og staðan er núna. Meira
3. nóvember 2008 | Íþróttir | 175 orð | 1 mynd

Kalmar með titilinn í höndunum

KALMAR fór langt með að tryggja sér sænska meistaratitilinn í knattspyrnu í gær með því að gjörsigra botnliðið Norrköping, 6:0. Meira
3. nóvember 2008 | Íþróttir | 170 orð | 1 mynd

KR – Haukar 53:72 DHL-höllin, úrvalsdeild kvenna...

KR – Haukar 53:72 DHL-höllin, úrvalsdeild kvenna, Iceland-Express-deildin, laugardaginn 1. nóvember 2008. Gangur leiksins: 15:25, 29:47, 42:64, 53:72. Stig KR : Hildur Sigurðardóttir 16, Sigrún S. Ámundadóttir 11, Guðrún Ó. Meira
3. nóvember 2008 | Íþróttir | 566 orð | 1 mynd

Lífsmark með Tottenham

HIÐ fornfræga Lundúnafélag Tottenham Hotspur lyfti sér af botni ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu um helgina, með sætum 2:1 sigri á toppliði Liverpool. Stoke City kom á óvart og sigraði Arsenal með sömu markatölu. Meira
3. nóvember 2008 | Íþróttir | 419 orð | 1 mynd

N1-deild kvenna Haukar – Fram 25:22 Mörk Hauka: Ramune Pekarskyte...

N1-deild kvenna Haukar – Fram 25:22 Mörk Hauka: Ramune Pekarskyte 11, Tatanja Zukovska 5, Hanna G. Stefánsdóttir 5, Ester Óskarsdóttir 2, Þórdís Helgadóttir 1, Nína Kristín Björnsdóttir 1. Meira
3. nóvember 2008 | Íþróttir | 245 orð | 1 mynd

Óvissa vegna meiðslanna hjá Guðjóni Val

NÝI landsliðsfyrirliðinn í handbolta, Guðjón Valur Sigurðsson, meiddist strax á upphafsmínútum síðari hálfleiks í leik Íslands gegn Noregi í undankeppni EM í Drammen á laugardag, en leiknum lauk með jafntefli, 31:31. Meira
3. nóvember 2008 | Íþróttir | 311 orð

Sannkallaðir stórleikir í fyrstu umferð úrvalsdeildanna í knattspyrnu

DREGIÐ var í töfluröð þriggja efstu deilda karla og úrvalsdeildar kvenna í knattspyrnu á fundi formanna og framkvæmdastjóra félaganna hjá KSÍ á laugardag. Íslandsmeistarar FH í karlaflokki hefja titilvörn sína á því að sækja silfurlið Keflavíkur heim. Meira
3. nóvember 2008 | Íþróttir | 114 orð

Sigmundur úr leik í Kaliforníu

SIGMUNDUR Einar Másson, atvinnukylfingur úr GKG, er úr leik á úrtökumótunum fyrir bandarísku PGA-mótaröðina. Sigmundur lauk leik á laugardaginn á 1. stigi úrtökumótanna á 73 höggum eða höggi yfir pari. Meira
3. nóvember 2008 | Íþróttir | 25 orð

Staðan

Grindavík 550555:43410 KR 440386:3038 Tindastóll 541406:3938 Þór A. Meira
3. nóvember 2008 | Íþróttir | 581 orð | 1 mynd

Stig er gott veganesti

ÍSLENSKA karlalandsliðið í handknattleik gerði fína ferð til Noregs þar sem það sótti mikilvægt stig í undankeppni Evrópumótsins sem mun fara fram í Austurríki 2010. Lauk leiknum 31:31. Meira
3. nóvember 2008 | Íþróttir | 121 orð

Töp hjá íslensku liðunum

ÍSLAND átti fulltrúa á norðurlandamóti félagsliða í blaki sem fram fór í Danmörku um helgina, Stjarnan og Þróttur R. Bæði lið töpuðu öllum sínum leikjum. Þróttur tapaði 3:1 fyrir Vingåkers í gær. Fóru hrinurnar 15:25, 25:22, 16:25 og 16:25. Meira
3. nóvember 2008 | Íþróttir | 264 orð | 1 mynd

Veigar Páll aftur á toppnum

VEIGAR Páll Gunnarsson lauk keppni sem sá leikmaður sem lagði upp flest mörk í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu – enda þótt meistarar Stabæk mættu sætta sig við tap í Tromsö, 1:0, í lokaumferðinni í gær. Meira
3. nóvember 2008 | Íþróttir | 221 orð | 1 mynd

Viktor stóð uppi sem sigurvegari

VIKTOR Kristmannsson úr Gerplu stóð uppi sem sigurvegari í fullorðinsflokki haustmóti áhalda í frjálsum æfingum í fimleikum sem haldið var í Bjarkarhúsinu í Hafnarfirði um helgina. Meira

Fasteignablað

3. nóvember 2008 | Fasteignablað | 83 orð | 1 mynd

Þegar nördar innrétta

Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is MEGI mátturinn vera með þeim hugsjónamönnum sem starfrækja verslunina Nexus á Hverfisgötu. Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.