Greinar mánudaginn 15. apríl 2024

Fréttir

15. apríl 2024 | Innlendar fréttir | 337 orð | 1 mynd

Baldur, Katrín og Jón taka forystu

Baldur Þórhallsson prófessor er með mest fylgi þeirra sem gefið hafa kost á sér í forsetakjöri, samkvæmt skoðanakönnun Prósents fyrir Morgunblaðið, sem gerð var dagana 9.-14. apríl. Baldur er með 25,8% fylgi, en Katrín Jakobsdóttir, fv Meira
15. apríl 2024 | Innlendar fréttir | 198 orð | 1 mynd

Batnandi staða Dalabyggðar og uppbygging áformuð

Tæplega 107 millj. kr. afgangur varð af rekstri A- og B-hluta sveitarsjóðs Dalabyggðar á síðasta ári, en sú niðurstaða er um 70% yfir þeirri áætlun sem starfað var eftir. Eigið fé Dalabyggðar var í árslok rúmur milljarður og tekjur sveitarfélagsins voru samanlagt um 1,5 ma Meira
15. apríl 2024 | Erlendar fréttir | 584 orð | 1 mynd

Beðið eftir svari Ísraels

Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Talið er nær öruggt að Ísraelsmenn muni svara loftárásinni miklu sem Íranar framkvæmdu á laugardagskvöld, og mun Ísraelsher þegar hafa minnst tvær hernaðaráætlanir tilbúnar, eina þar sem farið er yfir mögulegar sóknaraðgerðir, og aðra þar sem hugað er að vörnum gegn frekari árásum frá Íran. Meira
15. apríl 2024 | Innlendar fréttir | 296 orð | 1 mynd

Bíða vorsins hjá Landsvirkjun

Almennt er snjóstaða á vatnasviðum Landsvirkjunar á hálendi Íslands við eða yfir miðgildi þeirra ára sem notuð eru til samanburðar, þ.e. tímabilið 1990-2020. Þessar upplýsingar fékk Morgunblaðið hjá Ragnhildi Sverrisdóttur, upplýsingafulltrúa Landsvirkjunar Meira
15. apríl 2024 | Innlendar fréttir | 827 orð | 2 myndir

Fjölskyldusport og kraftur í knöpum

„Hestamennska er frábært fjölskyldusport. Sjálf hef ég verið í þessu sporti frá því ég man eftir mér og þetta gefur mér og mínum mikið. Ég fer alltaf í nokkrar hestaferðir á sumrin og finnst ekkert betra en að vera uppi á hálendi á hestum með… Meira
15. apríl 2024 | Fréttaskýringar | 707 orð | 3 myndir

Foreldrahlutverkið flóknara nú en áður

Sviðsljós Helena Björk Bjarkadóttir Helena@mbl.is Konur á Íslandi virðast vera að eignast færri börn og seinna á lífsleiðinni. Einnig bætist sífellt í hóp þeirra sem eignast engin börn. Um er að ræða svipaða þróun og annars staðar á Norðurlöndum. Meira
15. apríl 2024 | Innlendar fréttir | 120 orð | 2 myndir

Frambjóðendur gerast vígreifir

Halla Hrund Logadóttir forsetaframbjóðandi bauð til sunnudagsgleði í Húsi Máls og menningar við Laugaveg 18 í gærkvöldi, flutti þar ræðu og fór yfir forsendur framboðs síns og sýn sína á hlutverk forsetans í íslensku samfélagi og á alþjóðavettvangi Meira
15. apríl 2024 | Fréttaskýringar | 600 orð | 2 myndir

Fylgið ennþá dreift en fáir óráðnir

Fylgi er mjög dreift milli forsetaframbjóðenda, líkt og viðbúið er þegar svo margir vilja bjóða sig fram, en eiginleg kosningabarátta ekki hafin nema hjá stöku frambjóðendum, sem ekki vildu bíða eftir því að framboðsfrestur rynni út Meira
15. apríl 2024 | Innlendar fréttir | 106 orð | 1 mynd

Fylltu Hörpu af alls kyns góðgæti

Það var líf og fjör í Hörpu um helgina þegar Vormatarmarkaður Íslands fór fram. Þar komu saman bændur, sjómenn og smáframleiðendur víða að af landinu og fylltu Hörpu af alls kyns góðgæti. Gestir og gangandi höfðu úr miklu úrvali kræsinga að velja Meira
15. apríl 2024 | Innlendar fréttir | 501 orð | 1 mynd

Grafa ofan í gullkistu íslenskra tangólaga

Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir söngkona og Ásta Soffía Þorgeirsdóttir harmonikuleikari halda ferna tónleika á Norðurlandi í vikunni, verða síðan í Skálholtskirkju 3. maí og síðsumars ráðgerir Ásta Soffía að gefa út nótnahefti með 15 íslenskum tangólögum, upplýsingum um lagahöfundana og tengingum laganna við blómaskeið harmonikunnar. Meira
15. apríl 2024 | Innlendar fréttir | 459 orð | 1 mynd

Hvetja Ísraela til að stilla viðbrögðum í hóf

Þjóðstjórnin í Ísrael samþykkti í gær hernaðaráætlanir um svar við loftárás Írana á laugardagskvöldið, en klerkastjórnin í Íran skaut þá bæði lang- og meðaldrægum eldflaugum og stýriflaugum á Ísrael, auk þess sem Íranar sendu 185 sjálfseyðingardróna af Shahed-gerð til árása á landið Meira
15. apríl 2024 | Innlendar fréttir | 381 orð | 1 mynd

Ísland fordæmir árás Írans

„Fyrsta sem kemur upp í hugann eru gífurlega þungar áhyggjur af stigmögnun. Ég sé að íslensk stjórnvöld deila þessum áhyggjum og raunar stjórnvöld úti um allan heim. Ég tek undir bæði skilaboð og áhyggjur íslenskra stjórnvalda,“ segir… Meira
15. apríl 2024 | Innlendar fréttir | 45 orð | 1 mynd

Misstigu sig óvænt í Árbænum

Fylkir náði í sín fyrstu stig í Bestu deild karla í knattspyrnu þegar liðið tók á móti Íslandsmeistaraefnunum í Val í Árbænum í gær í 2. umferð deildarinnar. Leiknum lauk með markalausu jafntefli en bæði lið fengu svo sannarlega tækifærin til þess að skora Meira
15. apríl 2024 | Erlendar fréttir | 121 orð | 1 mynd

Norsk manndrápstölfræði óhugnaður

Norski dómsmálaráðherrann Emilie Enger Mehl er með böggum hildar yfir manndrápsbylgjunni sem frændþjóðin hefur mátt horfa upp á síðasta árið en á tólf mánaða tímabili hafa 55 manns verið myrtir í Noregi – tölfræði sem á sér enga hliðstæðu á friðartímum Meira
15. apríl 2024 | Erlendar fréttir | 43 orð | 1 mynd

Piltur skotinn til bana í Norrköping

Sextán ára gamall piltur var skotinn til bana í Navestad í Norrköping í Svíþjóð um klukkan 20 að skandinavískum tíma í gærkvöldi. Sendi lögregla fjölmennt lið á vettvang í kjölfar þess er henni barst tilkynning um skothvelli en lífi fórnarlambsins varð ekki bjargað. Meira
15. apríl 2024 | Innlendar fréttir | 306 orð | 1 mynd

Sat 736 bæjarstjórnarfundi

„Starfið var bara auglýst og þar sem ég er Garðbæingur, kom hingað ellefu ára gamall, ákvað ég að sækja um. Það var ekki sjálfgefið að það væri spennandi fyrir ungan lögfræðing að fara í þetta starf en það var eitthvað sem ég sá við… Meira
15. apríl 2024 | Erlendar fréttir | 163 orð | 1 mynd

Sex látnir eftir hnífstunguárás í Sydney

Sex manns lágu í valnum eftir árás fertugs manns sem gekk berserksgang með stóran hníf í Westfield-verslunarmiðstöðinni í Sydney í Ástralíu á laugardaginn. Mikil skelfing greip um sig þegar árásarmaðurinn, Joel Cauchi, lét til skarar skríða og hlutu … Meira
15. apríl 2024 | Innlendar fréttir | 127 orð | 1 mynd

Slökktu sinueld á Suðurlandi

Á bilinu 25-30 slökkviliðsmenn börðust við sinueld í búgarðabyggð á milli Selfoss og Eyrarbakka í rúmlega klukkutíma í gær. Þegar Morgunblaðið náði tali af Halldóri Ásgeirssyni, aðalvarðstjóra Brunavarna Árnessýslu, í gær var verið að slökkva í… Meira
15. apríl 2024 | Innlendar fréttir | 162 orð | 1 mynd

Smáskjálftahrinan varði í um þrjá tíma

Smáskjálftahrina hófst skömmu eftir hádegi í gær á Lágafellsheiði suðvestur af Þorbirni og lauk seinnipartinn. Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Morgunblaðið að hrinan hafi staðið yfir í um þrjá klukkutíma Meira
15. apríl 2024 | Innlendar fréttir | 290 orð

Um 90% flokka nú matarleifar

Um 90% íbúa á höfuðborgarsvæðinu flokka matarleifar til endurvinnslu ef marka má niðurstöður neyslukönnunar Gallup sem unnin var fyrir Sorpu. Um er að ræða netkönnun sem gerð var dagana 15. desember 2023 til 7 Meira
15. apríl 2024 | Innlendar fréttir | 239 orð | 1 mynd

Unnið með gervigreind á Alþingi

Vinnuhópur um gervigreind starfar á skrifstofu Alþingis og er ætlað að kortleggja tækifæri, áskoranir, gera drög að stefnu og gera tillögur að reglum um hvar megi sækja efni og hvaða efni gervigreind megi hafa aðgang að Meira
15. apríl 2024 | Innlendar fréttir | 76 orð | 1 mynd

Unnur Ösp og Una Torfa semja söngleik fyrir Þjóðleikhúsið

Í febrúar á næsta ári verður frumsýndur nýr íslenskur söngleikur á Stóra sviði Þjóðleikhússins. Unnur Ösp Stefánsdóttir og Una Torfadóttir semja söngleikinn en öll tónlist verður eftir Unu, bæði gömul lög og ný Meira
15. apríl 2024 | Innlendar fréttir | 537 orð | 2 myndir

Útboð sparar 70 til 90 milljónir á ári

Ólafur E. Jóhannsson oej@mbl.is Gert er ráð fyrir að árlegur sparnaður ríkisins af útboði á loftmyndaþekju af Íslandi verði á bilinu 79 til 90 milljónir króna á ári, en í lok síðasta árs var verkefnið boðið út á evrópska efnahagssvæðinu. Fjögur erlend fyrirtæki buðu í verkið og var lægsta tilboðið 234 milljónir. Ekkert íslenskt fyrirtæki sendi inn tilboð. Þetta kemur fram í minnisblaði sem Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, gerði ríkisstjórn grein fyrir í gær. Meira
15. apríl 2024 | Innlendar fréttir | 223 orð | 1 mynd

Útboð vegna Grensáss

Nýr Landspítali ohf. (NLSH) hefur boðið út nýbyggingu Grensásdeildar Landspítalans en hún hefur verið á teikniborðinu síðustu mánuði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá NLSH. Þar segir að reisa eigi um 4.300 fermetra nýbyggingu vestan við núverandi… Meira
15. apríl 2024 | Innlendar fréttir | 88 orð | 1 mynd

Vertíðin 2024 er hafin með glans

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins kom til Akureyrar í gærmorgun en þar var á ferð AIDAsol með 2.194 farþega og 646 manna áhöfn. Ekki átti draumafley þetta langa viðdvöl í höfuðstað Norðurlands þar sem það lagði í haf á nýjan leik í gærkvöldi Meira
15. apríl 2024 | Innlendar fréttir | 216 orð | 1 mynd

Vilja íbúðir í stað kirkjugarðs

Borgarráð samþykkti á síðasta fundi sínum að heimila umhverfis- og skipulagssviði að bjóða út áframhaldandi framkvæmdir við næsta kirkjugarð Reykvíkinga, sem verður í Úlfarsfelli. Kostnaðaráætlun er 90 milljónir króna Meira
15. apríl 2024 | Innlendar fréttir | 183 orð | 1 mynd

Völsungasaga sett á vefinn

Íþróttafélagið Völsungur á Húsavík hefur sett á laggirnar nýja heimasíðu tileinkaða sögu félagsins í tilefni 97 ára afmælis félagsins. Ingólfur Freysson, formaður sögunefndar Völsungs, segir að sögu félagsins verði skipt í fjóra hluta og var fyrsti… Meira
15. apríl 2024 | Innlendar fréttir | 309 orð | 1 mynd

Þriðja lægsta tíðni banaslysa

Ísland er í þriðja sæti í röð Evrópu­landa sem voru með lægstu dánartíðni í umferðinni á árinu 2022 samkvæmt nýjum samanburði Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins, á endanlegum tölum yfir banaslys á vegum í Evrópu Meira

Ritstjórnargreinar

15. apríl 2024 | Staksteinar | 222 orð | 1 mynd

Áætlun um ­árangursleysi

Þegar ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar kynnti áform sín á Alþingi í liðinni viku lagði Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar orð í belg og gagnrýndi flest. Í því þarf út af fyrir sig ekkert að koma á óvart enda hlutverk stjórnarandstöðu að veita stjórn aðhald. Meira
15. apríl 2024 | Leiðarar | 407 orð

Glæpaverk klerkanna

Stjórnvöld í Íran styðja og styðja sig við hryðjuverk Meira
15. apríl 2024 | Leiðarar | 260 orð

Styrkur Bjarna og umboð

Leikreglur lýðræðis og andóf við þeim Meira

Menning

15. apríl 2024 | Menningarlíf | 110 orð | 1 mynd

Bridget Jones snýr aftur í nýrri mynd

Glæný mynd um hina bresku Bridget Jones er væntanleg á hvíta tjaldið í Bandaríkjunum á næsta ári, nánar tiltekið á Valentínusardaginn, þann 14. febrúar. Þar sameinast leikarateymið Renee Zellweger, Hugh Grant og Emma Thompson á ný en myndin, sem… Meira
15. apríl 2024 | Menningarlíf | 1112 orð | 5 myndir

Hvert verkefni hefur sinn sjarma

„Það er auðvitað svakalegur heiður að fá þessa viðurkenningu. Þetta kom mér samt á óvart en þegar maður er kominn á þennan aldur þá á maður von á ýmsu en ég átti ekki von á þessu.“ Meira
15. apríl 2024 | Menningarlíf | 593 orð | 2 myndir

Ljúflesnar skvísubækur

Sumardaginn fyrsta hyggjast stofnendur og útgefendur Bókabeitunnar, Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir, fjalla um bækur fyrir og eftir konur sem kallaðar hafa verið ýmsum nöfnum á síðustu árum, eins og til að mynda skvísubækur Meira
15. apríl 2024 | Fjölmiðlar | 200 orð | 1 mynd

Spurningar í marga áratugi

Á BBC lauk nýlega hinum bráðskemmtilega og fróðlega þætti University Challenge. Þættirnir hafa verið á dagskrá síðan 1962 en þar keppa lið frá Háskólum á Bretlandi sín á milli. Spurningarnar eru afar fjölbreyttar og yfirleitt þungar, sumar níðþungar Meira
15. apríl 2024 | Menningarlíf | 118 orð | 1 mynd

Útilokar ekki endurkomu

Robert Downey Jr. segist glaður myndu leika hlutverk Iron Man á ný ef það byðist. Þetta kemur fram í viðtali við tímaritið Esquire. Viðtalið veitti hann eftir að hann í seinasta mánuði hlaut Óskarsverðlaunin fyrir bestan leik í aukahlutverki í… Meira

Umræðan

15. apríl 2024 | Aðsent efni | 867 orð | 1 mynd

Að eignast þak yfir höfuðið

Það sem mest stingur í augu nú eru þær gríðarlegu hækkanir sem orðið hafa á húsnæði á síðari árum, sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Meira
15. apríl 2024 | Pistlar | 435 orð | 1 mynd

Af hverju er þriggja flokka stjórn svona flókin?

Í síðustu viku var mynduð ný ríkisstjórn sömu flokka og hafa unnið saman frá því eftir kosningarnar 2017. Forsætisráðherrann yfirgaf ríkisstjórnina og eftir sátu flokkarnir án fundarstjóra. Það þurfti því að finna nýjan fundarstjóra fyrir… Meira
15. apríl 2024 | Aðsent efni | 234 orð | 1 mynd

Alþjóðlegur dagur lífeindafræðinga

Skortur er á lífeindafræðingum á landinu og því gott tækifæri fyrir alla sem hafa áhuga á rannsóknum og heilbrigði mannsins. Meira
15. apríl 2024 | Aðsent efni | 173 orð | 1 mynd

Fréttirðu nokkuð?

Svona spurðu gamlir sveitamenn í símanum eða á förnum vegi er þeir töluðu við kunningjana. Fréttaþorsti er eyjarskeggjum í blóð borinn eftir einangrun aldanna, og nú er það blaðamannanna að svala þeim þorsta Meira
15. apríl 2024 | Aðsent efni | 711 orð | 1 mynd

Ótryggð fyrir slysum á torfærutækjum

Ef varanlegur miski hins slasaða er metinn lægri en 15 stig greiðast engar bætur úr tryggingunni og enginn útlagður kostnaður heldur. Meira
15. apríl 2024 | Aðsent efni | 735 orð | 1 mynd

Samgöngusáttmálinn og vegtollar

Taka verður undir með fv. ráðherra, Jóni Gunnarssyni, að ekki verði unnt að fjármagna allar þær framkvæmdir sem þarf án vegtolla í einhverri mynd. Meira
15. apríl 2024 | Aðsent efni | 526 orð | 1 mynd

Vaxtaklemman, hagvöxtur og húsnæðismarkaður

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn bendir á að meira þurfi að koma til en háir vextir til að kæla hagkerfið. Meira
15. apríl 2024 | Aðsent efni | 572 orð | 1 mynd

Vilja ekki þurfa að verja EES

Markmiðið er ljóslega að fá andstæðinga inngöngu Íslands í Evrópusambandið til þess að sjá um það að verja aðildina að EES-samningnum. Meira

Minningargreinar

15. apríl 2024 | Minningargreinar | 1662 orð | 1 mynd

Ásbjörg Forberg

Ásbjörg Forberg fæddist í Reykjavík 7. febrúar 1939. Hún lést 30. mars 2024. Hún var dóttir hjónanna Bjarna Forberg bæjarsímstjóra, f. 1904, d. 1978, og Ágústu Hansínu Petersen Forberg, f. 1905, d. 1987 Meira  Kaupa minningabók
15. apríl 2024 | Minningargreinar | 2636 orð | 1 mynd

Dagmar Ásgeirsdóttir

Dagmar Ásgeirsdóttir fæddist í Reykjavík 3. október 1934. Hún lést á heimili sínu 27. mars 2024. Foreldrar hennar voru Ásgeir Óskar Matthíasson blikksmíðameistari, f. á Akureyri 9. febrúar 1904, d. 17 Meira  Kaupa minningabók
15. apríl 2024 | Minningargreinar | 892 orð | 1 mynd

Edda Una Þórisdóttir

Edda Una Þórisdóttir fæddist í Reykjavík 15. apríl 1964. Hún lést í faðmi fjölskyldunnar 27. mars 2024 á Akureyri. Hún var dóttir Þóris Valberg Lárussonar, f. 29. desember 1932, d. 18. apríl 2001, og Katrínar Björnsdóttur, f Meira  Kaupa minningabók
15. apríl 2024 | Minningargreinar | 3172 orð | 1 mynd

Gísli Arnkelsson

Gísli Arnkelsson, kristniboði og kennari, fæddist 19. janúar 1933. Hann lést 1. apríl 2024. Foreldrar hans voru Arnkell Ingimundarson, verkstjóri í Ölgerð Egils Skallagrímssonar, f. 5. október 1900, d Meira  Kaupa minningabók
15. apríl 2024 | Minningargreinar | 777 orð | 1 mynd

Guðrún Valný Þórarinsdóttir

Guðrún Valný Þórarinsdóttir, fæddist í Reykjavík 6. október 1938. Hún lést að heimili sínu í Garðabæ 27. apríl 2024. Foreldrar hennar voru Guðrún Jónasína Georgsdóttir húsmóðir, f. 26. júlí 1908, d. 21 Meira  Kaupa minningabók
15. apríl 2024 | Minningargreinar | 754 orð | 1 mynd

Guðsteinn Frosti Hermundsson

Guðsteinn Frosti Hermundsson fæddist 25. ágúst 1953. Hann lést 28. mars 2024. Útför Guðsteins Frosta fór fram 12. apríl 2024. Meira  Kaupa minningabók
15. apríl 2024 | Minningargreinar | 2945 orð | 1 mynd

Ingibjörg Betúelsdóttir

Ingibjörg Betúelsdóttir fæddist í Aðalvík 27. febrúar 1926. Hún andaðist á Hjúkrunarheimilinu Eir 2. apríl 2024. Foreldrar hennar voru Betúel Jón Betúelsson, f. 1897, d. 1980, og Kristjana Benedikta Jósefsdóttir, f Meira  Kaupa minningabók

Viðskipti

15. apríl 2024 | Viðskiptafréttir | 439 orð | 2 myndir

Kynbundinn launamunur minnkar

Viðtal Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Félag viðskipta- og hagfræðinga birti nýverið niðurstöður nýrrar kjarakönnunar en allt frá 1997 hefur félagið framkvæmt könnun af þessu tagi annað hvert ár. Meira
15. apríl 2024 | Viðskiptafréttir | 121 orð

Nippon skrefi nær því að eignast U.S. Steel

Meira en 98% hluthafa bandaríska stálrisans U.S. Steel samþykktu á föstudag 14,9 milljarða dala yfirtökutilboð japanska félagsins Nippon Steel. Hið fornfræga U.S. Steel varð til árið 1901 við samruna þriggja stálframleiðenda, þar á meðal félags… Meira
15. apríl 2024 | Viðskiptafréttir | 338 orð | 1 mynd

Yfirvegun einkennir fyrstu viðbrögð

Ekki mátti greina mikinn óróleika á mörkuðum í kjölfar eldflaugaárásar Írans á Ísrael á laugardagskvöld. Að vanda voru kauphallir opnar á sunnudag í löndum á borð við Katar, Sádi-Arabíu og Ísrael og varð þar aðeins lítils háttar lækkun Meira

Fastir þættir

15. apríl 2024 | Í dag | 65 orð

„Hún segir að skóinn kreppi víða“; – vel má notast við…

„Hún segir að skóinn kreppi víða“; – vel má notast við orðtök sem vitið er svo að segja gufað upp úr. Rétt er það þannig: að finna eða vita hvar skórinn kreppir (að) Meira
15. apríl 2024 | Í dag | 958 orð | 3 myndir

Bransinn hófst með Bravó

Jón Mýrdal Harðarson fæddist 15. apríl 1974 á Akranesi en ólst upp í Borgarnesi og bjó þar til 17 ára aldurs. „Þegar ég fékk bílpróf keypti pabbi handa mér bíl og þá varð ekki aftur snúið og ég flutti til Reykjavíkur Meira
15. apríl 2024 | Dagbók | 29 orð | 1 mynd

Bækur fyrir og eftir konur

Bókabeitan hrindir úr vör bókaklúbbi með ljúflestrarbókum fyrir og eftir konur. Þær Birgitta Elín Hassell og Marta Hlín Magnadóttir hyggjast ræða um slíkar bækur í Bókasafni Kópavogs sumardaginn fyrsta. Meira
15. apríl 2024 | Dagbók | 95 orð | 1 mynd

Gott að skipuleggja kynlífið

Kynfræðingurinn Indíana Rós Ægisdóttir segir að fólk ætti að skipuleggja kynlífið. „Það þarf að gefa þessu tíma. Við skipuleggjum allt en þetta á alltaf að vera handahófskennt og tilfallandi. En ég er ekki að tala um að við þurfum að plana… Meira
15. apríl 2024 | Í dag | 240 orð | 1 mynd

Gréta Matthíasdóttir

60 ára Gréta er Reykvíkingur, ólst upp í Breiðholti en býr á Kolagötu við Hafnartorg. Hún er með MA-gráðu í náms- og starfsráðgjöf og er forstöðukona nemendaráðgjafar við Háskólann í Reykjavík. Áhugamálin eru ferðalög og að elta ævintýrin, hönnun,… Meira
15. apríl 2024 | Í dag | 238 orð

Lúin tugga

Gunnar J. Straumland yrkir á Boðnarmiði: Þetta regn er mér um megn möglar þegn til vægðar. Er það hegning okkur gegn eða vegna lægðar? Magnús Halldórsson yrkir um vorkomuna: Er mér þetta eiður sær yfir gæsir hvinu Meira
15. apríl 2024 | Í dag | 173 orð

Nákvæmnislaufið. S-Engin

Norður ♠ Á54 ♥ DG7 ♦ 108652 ♣ 72 Vestur ♠ KD9 ♥ 8432 ♦ K4 ♣ DG108 Austur ♠ 873 ♥ 10965 ♦ 973 ♣ K95 Suður ♠ G1062 ♥ ÁK ♦ ÁDG ♣ Á543 Suður spilar 3G Meira
15. apríl 2024 | Í dag | 130 orð | 1 mynd

Skák

Staðan kom upp í seinni hluta Kvikudeildar, efstu deildar Íslandsmóts skákfélaga, sem fór fram fyrir skömmu. Í þessari stöðu sömdu Jóhann Ingvason (2.080), hvítt, og Baldur Kristinsson (2.169) um jafntefli Meira

Íþróttir

15. apríl 2024 | Íþróttir | 634 orð | 4 myndir

Anton Sveinn McKee, Birgitta Ingólfsdóttir, Einar Margeir Ágústsson,…

Anton Sveinn McKee, Birgitta Ingólfsdóttir, Einar Margeir Ágústsson, Jóhanna Elín Guðmundsdóttir, Símon Elías Statkevicius, Snorri Dagur Einarsson og Snæfríður Sól Jórunnardóttir náðu öll lágmarki fyrir EM í 50 metra laug á Íslandsmótinu í sundi sem … Meira
15. apríl 2024 | Íþróttir | 240 orð | 1 mynd

Höttur og Þór jöfnuðu metin

Höttur jafnaði metin í 1:1 í einvígi sínu gegn deildarmeisturum Vals í átta liða úrslitum Íslandsmóts karla í körfuknattleik þegar liðin mættust í öðrum leik sínum á Egilsstöðum í gær. Leiknum lauk með sjö stiga sigri Hattar, 84:77, en Deonteye… Meira
15. apríl 2024 | Íþróttir | 431 orð | 1 mynd

Með fullt hús stiga á toppi deildarinnar

Fylkir náði í sitt fyrsta stig í Bestu deild karla í knattspyrnu þegar liðið tók á móti Íslandsmeistaraefnunum í Val í Árbænum í gær í 2. umferð deildarinnar. Leiknum lauk með með markalausu jafntefli en bæði lið fengu svo sannarlega tækifærin til þess að skora Meira
15. apríl 2024 | Íþróttir | 146 orð | 1 mynd

Stjarnan jafnaði metin gegn Haukum

Denia Davis-Stweart var stigahæst hjá Stjörnunni með 20 stig og 13 fráköst þegar liðið vann Hauka, 79:70, í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Íslandsmóts kvenna í körfuknattleik í Garðabænum á laugardaginn Meira
15. apríl 2024 | Íþróttir | 121 orð | 1 mynd

Sviptingar á toppi úrvalsdeildarinnar

Englandsmeistarar Manchester City eru með tveggja stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir stórsigur gegn Luton, 5:1, í 33. umferð deildarinnar á Etihad-vellinum í Manchester á laugaradaginn Meira
15. apríl 2024 | Íþróttir | 425 orð | 2 myndir

Örugglega í undanúrslit

Íslandsmeistarar ÍBV tryggðu sér í gær sæti í undanúrslitum Íslandsmóts karla í handknattleik með öruggum sigri gegn Haukum í öðrum leik liðanna í átta liða úrslitum Íslandsmótsins á Ásvöllum í Hafnarfirði Meira

Veldu dagsetningu

Smellið til að skoða greinar frá viðkomandi degi.
Skiptið um mánuð með því að fletta efst.
Morgunblaðið - fyrsta forsíðan

Morgunblaðið hjá Landsbókasafni

Á vefnum timarit.is er að finna stafrænt safn Landsbókasafns yfir helstu dagblöð og tímarit landsins. Þetta er eina leiðin til að leita að efni úr Morgunblaðinu frá því fyrir 1986.