Hljóðaklettar í Þjóðgarðinum Jökulsárgljúfrum eru vinsæll viðkomustaður.
Hljóðaklettar í Þjóðgarðinum Jökulsárgljúfrum eru vinsæll viðkomustaður. — Morgunblaðið/Brynjar Gauti
ÁSBYRGI er með fallegri náttúruperlum sem Ísland hefur að geyma. Nú í aprílmánuði var opnuð þar Gljúfrastofa, sérstök gestamóttaka og fræðslumiðstöð þjóðgarðsins Jökulsárgljúfrum.

ÁSBYRGI er með fallegri náttúruperlum sem Ísland hefur að geyma. Nú í aprílmánuði var opnuð þar Gljúfrastofa, sérstök gestamóttaka og fræðslumiðstöð þjóðgarðsins Jökulsárgljúfrum.

Gljúfrastofa er við minni Ásbyrgis í gamalli hlöðu og fjárhúsi sem gerð hafa verið upp og fengið það hlutverk að innlendir sem erlendir ferðamenn geti notið þar fræðslu um þjóðgarðinn

Að sögn Sigþrúðar Stellu Jóhannsdóttur, þjóðgarðsvarðar í þjóðgarðinum Jökulsárgljúfrum, er búið að setja upp fasta sýningu í Gljúfrastofu sem snýr að sögu, jarðfræði og náttúrufari svæðisins. Auk þess stendur til að bjóða einnig upp á breytilega sýningu í hluta húsnæðisins.

Gljúfrastofa er opin frá 21. maí og út september.

Gljúfrastofa er opin alla daga frá juní til og með september fra´ kl. 9-19 Ásbyrgi 671 Kópaskeri s: 465 2195