Safnið er í fyrrverandi Amtbókasafninu á Þinghúshöfða
Safnið er í fyrrverandi Amtbókasafninu á Þinghúshöfða
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
VATNASAFN listakonunnar Roni Horn var nýlega opnað í Stykkishólmi. Skúlptúr Roni Horn á safninu samanstendur af 24 glersúlum með vatni úr jöklum landsins.

VATNASAFN listakonunnar Roni Horn var nýlega opnað í Stykkishólmi.

Skúlptúr Roni Horn á safninu samanstendur af 24 glersúlum með vatni úr jöklum landsins. Ljós að utan brotnar í súlunum og endurvarpast á gólfið þar sem lýsingarorð hafa verið skrifuð á íslensku og ensku. Safnið er í húsi því er áður hýsti Amtsbókasafnið á Þinghúshöfða. Gluggar á húsinu hafa verið stækkaðir til að betur sjáist út, því útsýni frá safninu yfir Breiðafjörðinn er mjög fagurt og er ekki síður listaverk sem tekur sífelldum breytingum.

Veðurlýsingar

Veðurlýsingar verða mikilvægur hluti Vatnasafnsins. Roni Horn hefur hljóðritað frásagnir um það bil eitt hundrað einstaklinga af Snæfellsnesi þar sem þeir ræða um veðrið. Veðursögur Snæfellinganna eiga með tímanum að vera í Vatnasafninu, í sérstöku hlustunarherbergi þar sem gestir munu þá geta hlustað á hinar margvíslegustu raddir.

Að verkefninu standa menntamálaráðuneytið, samgönguráðuneytið, Artangel-listastofnun í Bretlandi, listakonan Roni Horn og Stykkishólmsbær. Í kjallara hússins er íbúð og vinnuaðstaða sem rithöfundar hafa aðgang að í 6 mánuði. Artangel-stofnunin mun greiða rithöfundunum laun á meðan þeir dvelja í íbúðinni í Stykkishólmi.

Guðrún Eva Mínervudóttir er fyrsti rithöfundurinn sem dvelur í íbúðinni og mun hún taka þátt í menningarlífi Hólmara á meðan hún dvelur hér.

www.vatnasafn.is www.libraryofwater.is Bókhlöðustígur 19