Smartlandstertan - Uppskrift

Það er svo lítið mál að skella í eina svona …
Það er svo lítið mál að skella í eina svona þriggja hæða afmælistertu. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Smartland Mörtu Maríu fagnar 3 ára afmæli í maí og af því tilefni smellti ég í eina afmælisbombu. Á hátíðum eins og þessum er sykurinn og rjóminn ekki sparaður. 

Í gegnum tíðina hef ég bakað allar heimsins útgáfur af marengs-tertum með allskonar tvistum. Þarna ákvað ég að blanda saman hefðbundnum marengs-botnum og setja svo Toblerone og skyndi kaffi í rjómann til að krydda hann svolítið. Til þess að kóróna allt bræddi ég svolítið súkkulaði og setti ofan á. 

Marengsbotn

6 eggjahvítur

600 g sykur

1 msk hvítvínsedik

1 tsk lyftiduft

Stífþeytið eggjahvíturnar og sykurinn saman. Þá er hvítvínsedikinu og lyftiduftinu bætt út í. Setjið kökuna í þrjú form, best að setja smjörpappír undir, og bakið í 60 mínútur við 120 gráður. Best af öllu er að baka botnana að kvöldi til og láta marengsinn kólna yfir nótt í ofninum. 

Toblerone-rjómi

300 g Toblerone

2 msk instant kaffi

750 ml rjómi

200 g súkkulaði

Þeytið rjómann upp á gamla mátann í hrærivélinni. Þegar hann er orðinn hæfilega þeyttur er Tobleronið skorið í smáa bita og því bætt út í ásamt kaffi-duftinu. Setjið rjómann á milli botnanna og einnig ofan á kökuna. Þegar það er búið skaltu bræða 200 g af súkkulaði og hella yfir kökuna. Leyfðu súkkulaðinu að leka svolítið niður hliðarnar til að búa til meiri stemningu. Á afmælum má allt - er það ekki?

Í tilefni af afmælinu verður Smartland Mörtu Maríu með gjafaleik þar sem veglegir vinningar verða dregnir úr. Þú getur tekið þátt HÉR

Það þarf allt að vera glansandi fínt á myndum og …
Það þarf allt að vera glansandi fínt á myndum og þá þarf maður stundum að taka upp gluggaspreyið. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert