Nýr bar opnaður á Klapparstíg

Bragi og Arnar opnar Veðrið á Klapparstíg.
Bragi og Arnar opnar Veðrið á Klapparstíg. Árni Sæberg

Veður er nýr bar sem stefnt er á að opna á föstudaginn.  Barinn er til húsa á Klapparstíg beint á móti Kaldabar þar sem áður voru galleríið Spark og þar áður Gallerý I8. Tveir eigendur eru að staðnum og koma að rekstrinum, þeir Bragi Skaftason og Arnar Hólm Sigmundsson. Bragi hefur komið að fjölda kaffihúsa og skemmtistaða í gegnum tíðina en hefur nú síðustu árin verið utan geirans og unnið fyrir Tryggingamiðstöðina. Arnar er menntaður smiður sem undanfarin ár hefur sótt sjóinn. Arnar kemur úr mikilli veitingastaðafjölskyldu en hann er sonur Sigmundar Einarssonar verts á Akureyri, eiganda hins margrómaða Götubars.

Gleðistund og ostabakkar fram eftir kvöldi

„Hugmyndin að Veðri er býsna einföld. Bar/kaffihús sem býður upp á gott andrúmsloft með lágstemmdri tónlist í fallegu umhverfi við líflega götu. Staðurinn mun skera sig út úr með því að bjóða upp á osta, skinkur og brauð langt fram eftir kvöldi ásamt því að leggja áherslu á betri húsvín en gengur og gerist og góð árstíðarbundin hanastél. Gott og breitt úrval af bjór verður einnig í boði á staðnum sem og forláta kaffi," segir Bragi. Staðurinn verður opinn frá hádegi og fram til miðnættis í miðri viku en til klukkan 3 um helgar. Alla daga verður svo boðið upp á hina geðþekku gleðistund (happy hour) á milli kl. 16 og 19.

„Á fimmtudögum verður áhersla lögð á freyðivín á svokölluðum freyðivínsfimmtudögum þar sem hægt verður að fá nokkrar tegundir af freyðivíni á sérstöku tilboði ásamt meðlæti sem passar með hverju sinni,“ segja þeir félagar sen þeir munu taka fagnandi á móti gestum um helgina. 

Verið er að leggja lokahönd á nýjan bar þar sem …
Verið er að leggja lokahönd á nýjan bar þar sem listagalleríið I8 var áður til húsa að Klapparstíg. Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert