Nýr veitingastaður opnar á Laugavegi

Guðmundur Halldór Atlason yfirþjónn, Stefán Hlynur Karlsson yfirkokkur og Guðjón …
Guðmundur Halldór Atlason yfirþjónn, Stefán Hlynur Karlsson yfirkokkur og Guðjón Kristjánsson annar eiganda Matwerk. Ófeigur Lýðsson

Veitingahúsið Matwerk opnar í kvöld á Laugavegi 96. Eigendur staðarins eru þeir Guðjón Kristjánsson, matreiðslumeistari og Þórður Bachmann, veitingamaður. Áhersla verður lögð á íslenskt hráefni og frumlega framreiðslu í kopar pottum og pönnum.

Svartfugl með bláberjum og rúgbrauði.
Svartfugl með bláberjum og rúgbrauði. Ófeigur Lýðsson

„Maturinn á matwerk verður í smárétta stíl. Matreiðslan er ný-nordísk matreiðsla með smá „fusion“ snúning - þar sem það á við. Eldað er í opnu eldhúsi og geta gestir fylgst í öllum smáatriðum með handbragði matreiðslumannanna. Einnig er lögð áhersla á gott drykkjarúrval bæði í víni, kokteilum og bjór.  Flestir réttir eru bornir fram í kopar pottum og pönnum sem gerir framsetninguna skemmtilega," segir Guðjón spenntur fyrir fyrstu gestunum en staðurinn opnar sem áður segir í kvöld.
Hallgrímur Friðgeirsson hannaði veitingahúsið.
Hallgrímur Friðgeirsson hannaði veitingahúsið. Ófeigur Lýðsson
Mismunandi stemming eftir staðsetningu
„Staðurinn er það sem kalla mætti „casual-fine“ á slæmri íslensku. Lögð er áhersla á notalegt andrúmsloft.  Staðurinn er á fjórum pöllum, og hefur hver pallur sína sérstöðu hvað umhverfi og upplifun varðar - allt frá því að vera í skemmtilega lifandi eldhúsgír að fylgjast með kokkunum yfir í notalega rómantíska stemmingu.  Það er þó nokkuð af stórum borðum þar sem 6-10 manna hópar geta setið saman á einu borðið, notið lífsins og góðra veitinga. Gott útsýni er af öllum borðum út á iðandi lífið á Laugaveginum.“
Stórir gluggar gera gestum kleyft að fylgjast með mannlífi borgarinnar.
Stórir gluggar gera gestum kleyft að fylgjast með mannlífi borgarinnar. Ófeigur Lýðsson
 
Réttirnir á Matwerk eru smáréttir - mitt á milli þess að vera forréttir og aðalréttir og tekur verðið mið af því segir Guðjón. Léttari réttirnir eru á verðbilinu 1950-2450 krónur og kjöt og fiskréttir eru á verðbilinu 2500-3200 krónur.  Húsvínið á kostar 1390 krónu glasið.
Guðmundur Halldór Atlason yfirþjónn er lipur með hristarann.
Guðmundur Halldór Atlason yfirþjónn er lipur með hristarann. Ófeigur Lýðsson
 

Á matseðlinum er að finna áhugaverða samblöndu af klassískum hráefnum blandað saman við flippað hráefni. Má þá helst nefna kremaða fiskisúpa með krækling, kóngakrabba og mysing og ástarpung með mjólkurís.

Nú opna nýjir veitingastaðir í hverri viku. Hvernig ætlar Matwer að skera sig úr?
„Með hægeldun á kjarn-íslensku og norrænu hráefni, framborið á mjög skemmtilegan máta í pottum og pönnum,“ segir Guðjón klár í slaginn.

Barinn er vígalegur. Marmarinn gefur honum stílhreint og fallegt yfirbragð.
Barinn er vígalegur. Marmarinn gefur honum stílhreint og fallegt yfirbragð. Ófeigur Lýðsson
Opin eldhús eru víða vinsæl en þá geta gestir fylgst …
Opin eldhús eru víða vinsæl en þá geta gestir fylgst með eldamennskunni. Ófeigur Lýðsson
Verkin á veggnum eru eftir Guðmund Tý betur þekktur sem …
Verkin á veggnum eru eftir Guðmund Tý betur þekktur sem Mummi í Mótorsmiðjunni. Ófeigur Lýðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert