Heimabakað hundakex

Falleg gjöf handa besta vininum.
Falleg gjöf handa besta vininum. yourstrulyg.com

Þessi uppskrift að hundakexi handa besta vini mannsins er af heimasíðunni yourstrulyg.com. Gwyneth eigandi síðunnar bakaði kexið þó að hún eigi ekki hund heldur til að gefa hundum vina sinna. Hún stóðst þó ekki mátið og bæði prufaði kexið sjálf og gaf kettinum sínum. Kötturinn hafði mjög takmarkaðan áhuga og sjálf sagði hún kexið vera ansi bragðdauft þótt hundarnir sem fengu það hafi verið hæstánægðir. Við að baka kexið sjálf/ur veistu einnig nákvæmlega hvað er í kexinu! Á öðrum uppskriftarsíðum var mælt með að setja mjög litla bita af þurrkuðu beikoni í deigið.

yourstrulyg.com


2 bollar heilhveiti
1 tsk. matarsódi
1 bolli hnetusmjör
1 bolli mjólk

Forhitið ofninn í 180 gráður.

Blandið hveitinu og matarsódanum saman í eina skál.
Í aðra skál er hnetusmjörinu og  mjólkinni hrært vel saman.
Hrærið því næst báðum blöndunum saman.
Hnoðið deigið á sléttu yfirborði.
Fletjið það út (varist að hafa það of þunnt) og skerið með piparkökumóti.
Bakið á bökunarpappír í 15-20 mínútur eftir þykkt eða þar til kexið er tekið að gyllast. Best er að fylgjast vel með bakstrinum þar sem kexið er fljótt að brenna.


Kælið kexið og geymið í lofttæmdum umbúðum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert