Svona gæti Jamie's Italian á Íslandi litið út

Jamie's í Ungverjalandi er mjög smart. Ljósaskiltið lyftir barnum upp …
Jamie's í Ungverjalandi er mjög smart. Ljósaskiltið lyftir barnum upp og rífur upp jarðlitina í kring.

Stefnt er á að opna Jamie's Italian-útibú á Hót­el Borg í apríl 2017 ef allt fer að ósk­um við fram­kvæmd­ir. Jón Haukur Baldvinsson, einn af forsvarsmönnum staðarins, segir allt vera komið vel af stað og verið sé að teikna og hanna staðinn en framkvæmdir hefjist svo í janúar. „Það mun vera hönnunarteymi Jamie Oliver sem mun bera höfuðábyrgð á hönnun staðarins en síðan erum við með innlent hönnunarteymi sem staðfærir þessar hugmyndir og kemur þeim í framkvæmd. Þannig að þetta er mikil samvinna á milli okkar,“ segir Jón Haukur en Jamie's Italian er í 25 löndum og Jamie Oliver sjálfur samþykkir lokahönnun á öllum veitingahúsum í hans nafni.

JO í Ungverjalandi er með glæsilegt forrétta-/smáréttaborð.
JO í Ungverjalandi er með glæsilegt forrétta-/smáréttaborð.

Marmarabarinn látinn fjúka

Jón segir þeim þó litlar sem engar skorður vera settar nema þær að það þurfi að vera búið að opna inn í eldhús frá Gyllta salnum. „Það eru kokkarnir sem eru stjörnur og aðalsmerki staðarins og þess vegna verða þeir að vera sýnilegir. Þannig að það verður skemmtilegra að opna inn í eldhúsið á Hótel Borg eins var upprunnalega fyrir mörgum árum síðan,“ segir Jón en Jamie Oliver kom nýverið til landsins til að skoða Hótel Borg og leist ákaflega vel á rýmið. Því verður marmarabarinn sem staðsettur er í miðju veitingahússins og þykir forkunnarfagur látinn fjúka. Staðurinn verður því mjög opinn og geysistór en hann mun rúma 194 manns í sæti.

Jón Haukur í anddyri Hótels Borgar.
Jón Haukur í anddyri Hótels Borgar. Mbl.is/ Eggert Jóhannesson

„Kosturinn við að vinna með Jamie Oliver er að enginn staður er í raun eins. Þeir hafa allir sinn eigin sjarma. Margir staðir eru í sögufrægum byggingum í Bretlandi og eru þeir oftast hannaðir með það í huga, upprunaleikinn fær að njóta sín eins og verður á Hótel Borg. En mér hefur verið sagt að staðurinn í Edinborg sé svolítið líkur Hótel Borg byggingunni og er einnig með svona stóru antipasti (forrétta) borði sem verður einmitt hjá okkur líka.“

Verðlaunamatseðlar fyrir börn

„Svæðið þar sem er kallað Gyllti salurinn verður miðpunktur staðarins. Þar munum við hækka gólfflötinn á afmörkuðu svæði þar sem við munum smíða glæsilegt antipasti-borð með pizza eldofni. Antipasti-borðið er mjög glæsilegt þar sem fólk getur setið við það svæði og gætt sér á ljúffengum pizzum og forréttum sem einkennir Ítalíu,“ segir Jón en einnig er mikið lagt upp úr þjónustu við börn.

Jamie's Italian í Hong Kong.
Jamie's Italian í Hong Kong.

Jamie´s Italian hefur verið margverðlaunaður í Bretlandi fyrir að vera með bestu barnamatseðlana sem völ er á. „Staðurinn á Hótel Borg verður eins með það. Mikið lagt upp úr góðum barnamatseðlum sem er í takt við fullorðinsseðilinn en ekki bara einhverjar restar sem eru einfaldar í eldun.“

Jón segir ekki síst mikla vinnu liggja í því að fá birgja samþykkta en Jamie Oliver leggur mikla áherslu á hráefnisinnkaup en hver einasti birgir þarf að fara í gegnum mjög ítarlega skoðun ef hann á að vera matarbirgir staðarins. „Þar snýst þetta allt um rekjanleika matarins, að dýrin séu frjáls ferða sinna stóra hluta ársins og allt sé lífrænt. Þetta ferli er það sem mun taka mesta tímann í að fá samþykkt. Snýst allt um uppruna matarins,“ segir Jón með uppbrettar ermar enda í nægu að snúast.

Við hönnun staðanna er notað mikið af jarðlitum sem síðan …
Við hönnun staðanna er notað mikið af jarðlitum sem síðan eru brotnir upp með skærum sterkari litum. Jamie's Italian - Hong Kong
Jamie's í Singapore.
Jamie's í Singapore.
Hong Kong tekur hönnunina á næsta stig með glæsilegum ljósakrónum.
Hong Kong tekur hönnunina á næsta stig með glæsilegum ljósakrónum.
Jamie's í Kanada.
Jamie's í Kanada.
Kjötbollurnar á staðnum eru mjög vinsælar.
Kjötbollurnar á staðnum eru mjög vinsælar.
Pitsurnar hjá Jamie's þykja einstaklega ljúffengar.
Pitsurnar hjá Jamie's þykja einstaklega ljúffengar.
Jamie's í Kanada er staðsettur innanhúss.
Jamie's í Kanada er staðsettur innanhúss.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert