Bílapiparkökur Bergrúnar

Takið eftir örmjóum útlínunum á kökunum. Sannkallað meistaraverk.
Takið eftir örmjóum útlínunum á kökunum. Sannkallað meistaraverk.
Rithöfundurinn og teiknarinn Bergrún Íris stendur í ströngu við jólaundirbúning en hún er nýkomin heim frá Prag þar sem hún varði 6 vikum við skriftir.  Vegna stuttrar aðventu þarf Bergrún að hafa hraðar hendur en hún er mikið jólabarn þó að heldur sé hún löt við jólabaksturinn. Við plötuðum Bergrúnu til að henda í eina sort og töfraði hún fram „Bestu bílapiparkökurnar“ í anda nýjustu bókar hennar, Bestu bílabókarinnar. Það þarf engan að undra að piparkökurnar séu einstaklega vel skreyttar endar er Bergrún einn vinsælasti barnabókahöfundur og teiknari landsins.
Bergrún Íris með sonum sínum, Hrannari Þór, t.v., og Darra …
Bergrún Íris með sonum sínum, Hrannari Þór, t.v., og Darra Frey. mbl.is/Eggert Jóhannesson
„Piparkökur þurfa ekki að vera hefðbundnar og um að gera að leyfa ímyndunaraflinu að njóta sín! Með góðum hníf má skera út alls kyns myndir og form en það er vissulega tímafrekt og ekki ráðlegt að dunda sér við slíkt nema blóðþrýstingurinn sé í góðu lagi. Reyndar er piparkökubakstur sérlega góður til að lækka blóðþrýstinginn, hægja á hjartslættinum og minnka jólakvíðann.
Þegar ég skreyti piparkökur finnst mér best að notast við tannstöngla og skeiðar, en litlu túpurnar koma sér vel þegar ráðist er í nákvæmnisvinnu. Þá finnst mér best að gera útlínurnar með túpunum en nota skeiðar til að fylla upp í og tannstöngla til að dreifa litnum.“
Bergrún er nákvæmur teiknari – það gildir líka um skreytingar …
Bergrún er nákvæmur teiknari – það gildir líka um skreytingar á piparkökum.
Bestu bílabókina teiknaði Bergrún og skrifaði að miklu leyti í bílskúr föður síns og er hann titlaður „tæknilegur ráðgjafi“ á kápu bókarinnar. „Mér fannst mikilvægt að vanda til verksins og bar allt efni bókarinnar undir pabba, en hann er vélvirki og algjör bílakall.“ Þá segir Bergrún bókina eiga jafnmikið erindi við stráka og stelpur! „Bifvélavirkinn í bókinni er stelpa, en má að sjálfsögðu túlka sem strák, eða eitthvert annað kyn ef svo ber undir, rétt eins og aðrar aðalpersónur í bókunum mínum hingað til! Allir geta haft áhuga á bílum, stelpur ekki síður en strákar!“ Bókin, sem er allt í senn bók, púsl, bílabraut og stórskemmtilegt leikfang, fæst hjá öllum betri bóksölum landsins. Bergrún er hvergi nærri hætt að skapa skemmtilegar minningar með sonum sínum tengdum bókinni. „Næst ætla ég að leira bílana með litla gaurnum mínum, hann er of eirðarlaus fyrir piparkökuskreytingarnar en elskar að leira!“
Flestar fjölskyldur eiga sína piparkökuuppskrift sem er auðvitað sú allra besta! Kosturinn við þessa er að deigið þarf ekki að bíða í marga klukkutíma í kæli, þótt vissulega sé gott að láta það stífna aðeins. Uppskriftin er í grófum dráttum af vefnum grallarar.is en ég breytti og bætti eftir skúffuinnihaldi heimilisins.
Þegar ég skreyti piparkökur finnst mér best að notast við …
Þegar ég skreyti piparkökur finnst mér best að notast við tannstöngla og skeiðar, en litlu túpurnar koma sér vel þegar ráðist er í nákvæmnisvinnu.

Piparkökur

Innihald:
500 gr hveiti
250 gr sykur
250 gr smjörlíki
375 gr sýróp
6 tsk. lyftiduft
2 tsk. matarsódi
1 tsk. negull
1 tsk. kanill
1 tsk. kakó
1 tsk. engifer
1 tsk. pipar (hvítur)
1 egg 









Aðferð:

Blandið saman þurrefnum og myljið smjörlíki út í. Ég átti ekki öll kryddin en átti brúnkökukrydd sem inniheldur einmitt negul, kanil, kakó og engifer! Það viðurkennist hér með að ég er algjör skítamixari og uppskriftasvindlari, en útkoman var góð!

Bætið sírópi og eggi út í og hnoðið vel saman. 
Fletjið deigið út og skerið út flippuð form og skemmtilegar kökur.
Kökurnar bakast við 175 gráður í ca. 10 mínútur. 
Besta bílabókin kom út fyrir skemmstu og er strax orðin …
Besta bílabókin kom út fyrir skemmstu og er strax orðin ein sú vinsælasta fyrir jólin.
„Mér fannst mikilvægt að vanda til verksins og bar allt …
„Mér fannst mikilvægt að vanda til verksins og bar allt efni bókarinnar undir pabba, en hann er vélvirki og algjör bílakall,“ segir Bergrún en auðvitað fékk hann kökur og knús að launum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert