Bakar súkkulaðibitakökur í kjól

Anna elskar kjóla, konfekt og huggulegheit.
Anna elskar kjóla, konfekt og huggulegheit. Eggert Jóhannesson

Anna Krist­ín Magnús­dótt­ir, eig­andi versl­un­ar­inn­ar Kjól­ar og kon­fekt, deildi með okkur dásamlegri uppskrift að böns frá New York fyrir skemmstu. Uppskriftin naut mikilla vinsælda svo Önnu var stuggað aftur inn í eldhús þar sem hún töfraði fram nýja uppskrift – og auðvitað í nýjum kjól. Þessar smákökur eru í miklu uppáhaldi hjá Önnu sem á deigið yfirleitt til inni í frysti. „Þá er alltaf eins og ég sé nýbúin að baka og ég lúkka geggjað góð húsmóðir. það er lygi samt.“

Þessar smákökur eru í miklu uppáhaldi hjá Önnu sem á …
Þessar smákökur eru í miklu uppáhaldi hjá Önnu sem á deigið yfirleitt til inni í frysti en deigið þarf helst að vera gert daginn áður en það er notað til að kökurnar takist sem best. Eggert Jóhannesson

Súkkulaðibitakökur

450 gr. hveiti
1 og 1/4 tsk. matarsódi
1 og 1/2 tsk. lyftiduft
1 og 1/2 tsk. salt
280 gr. ósaltað smjör
220 gr. ljóst púðursykur
200 gr. sykur
2 tsk. vanilludropar
tvö stór egg
500 gr. suðusúkkulaði frá Nóa (best að nota dropana)
saltflögur fyrir bakstur

  1. blandið þurrefnum saman í skál.
  2. hrærið smjöri og ljósa púðursykrinum og hvíta sykrinum saman í um 5 mín. Bætið við eggjum einu í einu og svo loks vanilludropum.
  3. Hrærið hægt og rólega þurrefnum saman við á lágum hraða.
  4. Bætið svo súkkulaðinu í og blandið lauslega með sleif.
  5. Skiptið deiginu upp í 4 lengjur, setjið plastfilmu yfir og kælið í 1-2 daga. Ath. mjög mikilvægt að kæla deigið alla vega í einn dag. Ég frysti allt nema eina lengju og á í frystinum. Þá er alltaf eins og ég sé nýbúin að baka og ég lúkka geggjað góð húsmóðir. það er lygi samt.
  6. Hitið ofnin í 180 gráður.
  7. Skerið deigið niður og rúllið í ca. golfkúlustærð. Ýtið þeim svo aðeins niður og setjið 2-3 saltflögur yfir hverja og eina. 
  8. Bakið í um það bil 15-18 mín., fylgist samt með, þær eiga að vera frekar mjúkar en smá gylling á að koma á kökurnar. 
  9. Borðið kökurnar heitar og drekkið ískalda mjólk með. Það er líka mjög gott að bera þær fram með ís sem eftirrétt.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert