Lakkrískúluís með piparkroppi

Áramótabomban er mætt! Lakkrískúluís með piparkroppi. Þessi ís er líklega besti lakkrísís sem ég hef smakkað. Allavega er barist um síðustu skeiðina í þeim boðum sem ég hef boðið upp á hann. Það er líka gott að gera tvöfalt magn af lakkrísblöndunni og nota hana sem íssósu.

Það má svo vel bræða súkkulaði og skrifa 2016 á bökunarpappír til að skreyta ísinn með. 

Þetta er fremur lítil uppskrift. Best er tvöfalda hana í hefðbundið mót. 

150 g lakkrískúlur 
1 dl rjómi
2 eggjarauður
3 msk sykur 
250 ml rjómi
Piparkropp til að toppa með 

Sjá aðferð í myndbandi hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka