Freyðivínshlaup – guðdómlegt á gamlárskvöld

Fljótlegt og fallegt freyðivínshlaup.
Fljótlegt og fallegt freyðivínshlaup. Eggert Jóhannesson

„Margir eru í vandræðum með eftirrétt um áramótin og vilja gjarnan prófa eitthvað nýtt. Freyðivínshlaup er hátíðlegt en minna má á að það er áfengt. Hér er það í staupum en einnig má setja það í eina skál og bera fram með öðrum eftirréttum, svona til að gefa fólki að bragða á,“ segir Albert Eiríksson matgæðingur með meiru.

Litaðan sykur má útbúa deginum áður með því að setja eina tsk. af sykri í litlar skálar (fer eftir fjölda lita) og bæta við einum til tveimur dropum af matarlit saman við og hræra vel saman. Þetta er síðan látið standa og þorna yfir nótt. Til að setja sykurinn á brúnirnar á glösunum er ágætt að nudda sítrónu á barminn og hvolfa síðan glösunum ofan í sykurinn.“

Freyðivínshlaup

1 flaska freyðivín (við stofuhita) – ég notaði Jacob´s Creek

7 matarlímsblöð

1/2 b sykur

Litaður sykur til skrauts

Setjið 1 1/2 b af freyðivíni í glerskál og bætið sykri við. 
Bleytið matarlímið í köldu vatni, setjið í skálina og bræðið í vatnsbaði. Hellið restinni af freyðivíninu í skál og blandið matarlímsblöndunni saman við, hrærið vel saman og hellið í staup eða fallegar skálar.
Geymið í ísskáp.

Litaði sykurinn gerir hlaupið hátíðlegt.
Litaði sykurinn gerir hlaupið hátíðlegt. Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert