Hækkunin gengur til baka í dag

Pavel Ermolinski vonast til að geta bætt í fiskborðið þegar …
Pavel Ermolinski vonast til að geta bætt í fiskborðið þegar smábátarnir koma í land. Kjöt og Fiskur

Matarvefurinn kíkti við í Kjöti og fiski við Bergstaðastræti síðla gærdags til að kanna ástandið í fiskborðinu. Ljóst er að verkfallið hefur sett sitt mark á fiskborð flestra verslana sem eru afar tómleg. Ekki var til ýsa, langa né tilbúnir fiskréttir enda úr litlu að moða. Þó átti verslunin nokkuð af þorski sem þó hafði hækkað töluvert í verði eða um 300 krónur kílóið.

„Við erum að reyna að halda uppi lágmarksþjónustu en það er lítið til. Hækkunin ætti að ganga til baka í dag en við vorum í raun og veru að borga með fisknum í gær,“ segir Pavel Ermolinski, framkvæmdastjóri Kjöts og fisks. „Í dag er eitthvað til af þorski, ýsu, laxi og rauðsprettu. Fiskurinn hefur hækkað í innkaupum og það er lítið sem ekkert til. Verðið rýkur því upp en við náum því vonandi niður í dag.“

Pavel segir fæsta þó hafa keypt kjöt vegna fiskskorts þótt vel hafi selst af nautahakki í gær. „Þetta er fyrri hluti vikunnar og fólk er að leita eftir fiski. Við vonum að þetta fari að leysast. Ástandið er líka sérlega slæmt þar sem smábátarnir hafa ekkert komist út vegna veðurs sem hefur nú batnað. Þeir fara því vonandi af stað núna og þá bætist í úrvalið,“ segir Pavel, bjartsýnn á að það bætist í fiskborðið á næstu dögum.

Enn er eitthvað til af laxi sem selst vel.
Enn er eitthvað til af laxi sem selst vel. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert