Síðasta kvöldmáltíð Tom Cruise reyndist dýrkeypt

Bento Costa Guerreiro, einn eiganda Sushi Social.
Bento Costa Guerreiro, einn eiganda Sushi Social. mbl.is/Eggert

„Nýja nafnið er mjög gott og við förum í þessar aðgerðir glöð í bragði,“ segir Bento Costa Guerreiro, einn eiganda Sushi Samba, en staðurinn skiptir opinberlega um nafn í næstu viku. Sushi Samba hefur um árabil verið einn vinsælasti veitingastaður landsins og komst meðal annars í heimsfréttirnar vegna síðustu kvöldmáltíðar Tom Cruise og Katie Holmes á staðnum. Aðeins mánuði seinna barst Sushi Samba á Íslandi bréf vegna nafnsins. Síðasta kvöldmáltíð þeirra hjóna reyndist því eigendum staðarins dýrkeypt.

Bento og félagar munu skála fyrir nýju nafni í næstu …
Bento og félagar munu skála fyrir nýju nafni í næstu viku en að þeirra sögn verða mjög litlar breytingar. Sushi Social

For­sag­an er sú að Sam­ba LLC skráði fyrr­nefnt vörumerki í Banda­ríkj­un­um árið 1996 og síðan hef­ur það verið skráð í nokkr­um ríkj­um Evr­ópu. Samba LLC stefndi Sushi Samba á Íslandi fyrir ólögmæta notkun á nafninu en íslenski staðurinn tapaði málinu fyrir Hæstarétti. Sjá nánar hér. 

„Það er verið að útbúa nýtt skilti og prenta matseðla annars er þetta ekki mikil breyting,“ segir Bento. „Nýja nafnið kom upp í samræðum eigenda um nafn og allir voru sammála um að þetta væri gott nafn. Social vísar í stemmninguna á staðnum og þetta samfélag sem staðurinn er orðinn. Við eigum mjög stóran hóp af fastagestum og þetta vísar í þá og starfsfólkið okkar. Staðurinn breytist ekki, það eru alltaf nýjungar reglulega en staðurinn verður áfram sami góði veitingastaðurinn, bara með breyttu nafni,“ segir Bento.

Sushi Samba heitir nú Sushi Social en mun ekki breyta …
Sushi Samba heitir nú Sushi Social en mun ekki breyta um stíl að öðru leyti svo sushið er enn á sínum stað. Sushi Social
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert