Dýrustu perur í heimi

Búddaperurnar eru mjög sætar. Bæði í útliti og á bragðið.
Búddaperurnar eru mjög sætar. Bæði í útliti og á bragðið. theplate.nationalgeographic.com

Perur sem líta út eins og litlir hlæjandi búddamunkar eru ræktaðar í Kína af Gao Xianzhang en hann hefur þróað perurnar í rúm sjö ár. Perurnar njóta mikillar vinsælda bæði í Kína og Víetnam en það ku boða mikla gæfu að borða ávöxt í laginu eins og Búdda. Gamlar sögur herma að langlífi eða jafnvel eilíft líf fylgi því að finna slíkan ávöxt og neyta hans. Því er ekki að undra að perurnar seljist á 1500 krónur stykkið en þær geymast í um 2-3 mánuði.

Búddaperur í ræktun.
Búddaperur í ræktun. instructables.com

Vinsældir peranna hafa vaxið mjög í Asíu síðastliðið ár og nú er svo komið að Gao Xianzhang hefur vart undan. Perurnar eru ræktaðar í plastmótum svo þær vaxa eftir mótinu og verða að glaðlegum Búddaperum. Á vefsíðunni instructables.com er að finna leiðbeiningar fyrir fólk sem vill rækta sínar eigin Búddaperur en einnig má kaupa þær á netinu. Hér getur þú pantað þér slíka peru.

Búddaperurnar eru æði vinsælar en þær eiga að boða langlífi …
Búddaperurnar eru æði vinsælar en þær eiga að boða langlífi og gæfu. instructables.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert