Engin salmónella eða subbuskapur

Þessi kona er mjög hamingjusöm með ruslafötuna sína. Fatan skynjar …
Þessi kona er mjög hamingjusöm með ruslafötuna sína. Fatan skynjar það þó líklega ekki þó hún sé með skynjara.

Ég sá fyrir nokkru hrikalega fyndið uppistand sem fjallaði meðal annars um salmónellufóbíu landans. Þar var gert óspart grín af veseninu sem getur skapast við að meðhöndla hráan kjúkling og tilstandinu við að forðast að hrár kjúklingur snerti óæskilega fleti. Mér datt það í hug þegar ég sá þessa fallegu ruslatunnu- já ég sagði fallegu. Þetta er líklega eina ruslatunnan sem ég hef séð sem ég get sagt að sé falleg.

Ruslatunnan er með skynjara og opnast og lokast sjálfkrafa sem gerir þér fært um að henda til dæmis pakkningu utan af kjúkling með óhreinar hendur án þess að snerta fötuna. Fatan fæst hjá Eirberg en þeir selja einnig sjálfvirkan sápuskammtara fyrir sem vilja þvo sér um hendurnar án þess að þurfa að snerta sápuskammtarann. Engin salmónella eða subbuskapur - bara stuð!

Ruslaföturnar frá Simplehuman eru gríðarlega vinsælar meðal fagurkera.
Ruslaföturnar frá Simplehuman eru gríðarlega vinsælar meðal fagurkera.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert