Matarsódi og ilmkjarnaolía í stað þvottaefnis

Ilmkjarnaolíur eru sniðugar og náttúruleg leið til að gefa þvottinum …
Ilmkjarnaolíur eru sniðugar og náttúruleg leið til að gefa þvottinum góða lykt. Mynd / Wikipedia

Hreinar og náttúrulegar ilmkjarnaolíur eru frábærar í þvottavélina. Góð leið til þess að gefa þvottinum dásamlegan ilm er að setja örlítið magn af ilmkjarnaolíu í hólf fyrir mýkingarefni á þvottavélinni. Þá er einnig upplagt að setja róandi ilmkjarnaolíu í hólfið við þvott á rúmfötum.

Einnig má sleppa því að nota þvottaefni og setja matarsóda í staðinn. 80 ml af matarsóda þykja hæfilegir í eina þvottavél ásamt 3-6 dropum af ilmkjarnaolíu.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert