Aldrei aftur krumpuð plastfilma

Vefjumeistarinn hefur notið mikilla vinsælda hérlendis en tækið er fáanlegt …
Vefjumeistarinn hefur notið mikilla vinsælda hérlendis en tækið er fáanlegt í hinum ýmsu matvöruverslunum.

Þegar plasta þarf mat kannast flestir við það að filmuræfilinn fari í klúður og henda þurfi plasti eða illa gangi að plasta það almennilega. Sérstakt plöstunartæki að nafninu Wrapmaster eða Vefjumeistarinn hefur náð miklum vinsældum hérlendis en um er að ræða hólk til að setja plastfilmuna (eða álpappír) í svo hún nýtist betur og auðvelt sé að skera filmuna. Hólkinn má svo setja í uppþvottavél sé hann orðinn subbulegur. 

Tækið er einnig sniðugt að því leyti að áfyllingarnar í það eru ódýrari en hefðbundnar filmur og pappír í einota boxum. 

Þetta ákaflega skemmtilega myndband sýnir tækið að verki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert