Ísland í þriðja sæti

Viktor Örn Andrésson matreiðslumeistari.
Viktor Örn Andrésson matreiðslumeistari. mbl.is/Golli

Ísland er á verðlaunapalli í Bocu­se d'Or-mat­reiðslu­keppn­inni sem fram fer í í Lyon í Frakklandi. Bandaríkin sigruðu í keppninni, Norðmenn voru í öðru sæti og Ísland hafnaði í því þriðja. Viktor Örn Andrésson keppti fyrir hönd Íslands og honum til aðstoðar var Hinrik Örn Lárusson og þjálfari þeirra er Sigurður Helgason. Vefsíðan Veitingageirinn greinir frá. 

Viktor hefur æft stíft síðustu tvö ár fyrir keppnina sem er ein virt­asta mat­reiðslu­keppni í heimi. Morgunblaðið sló á þráðinn til hans fyrir keppnina. 

Frétt mbl.is: Mark­miðið að koma heim með verðlaun

24 þjóðir kom­ast að hverju sinni og eru haldn­ar for­keppn­ir í hverri heims­álfu fyr­ir sig. Kepp­end­ur fá 5 klukku­tíma og 35 mín­út­ur til að mat­reiða rétt­ina sína. Þá þurfa þeir að mat­reiða á 14 diska fyr­ir dóm­ar­ana. Aðal­rétt­ur­inn er alltaf fram­reidd­ur á sér­stöku fati en Vikt­or mun reiða mat sinn fram á fati sem kost­ar fleiri hundruð þúsund krón­ur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert