Ultramarine er Iittala liturinn 2017

Nýjustu vörurnar frá Iiittala eru djúpbláar til heiðurs Finnlandi.
Nýjustu vörurnar frá Iiittala eru djúpbláar til heiðurs Finnlandi. Iittala.com

Iittala hefur kynnt nýjasta litinn í vöruúrvali sínu en það er Ultramarine eða djúpblár litur. Aðdáendur hönnunarinnar frægu geta því sameinast í gleðitryllingi yfir að geta nú bætt í safnið. Liturinn er tileinkaður 100 ára afmæli Finnlands, upprunalands merkisins vinsæla. 

Litnum er lýst sem mjög róandi og að hann færi mýkt inn á heimili. Liturinn ku einnig hafa djúpstæðar tilvísanir í frið, drauma, andlega íhugun og innsæi. Blár hefur einnig sterka skírskotun til Finnlands þar sem fjöldinn allur af dökkbláum vötnum og fjöllum ramma inn landslagið. Blár vísar einnig í brúðkaupsdaginn en víða þykir við hæfi að bera eitthvað blátt á brúðkaupsdaginn og því verður blái liturinn án efa vinsæll til brúðargjafa. 

Nýja stellinu er hér blandað saman við eldri línur á …
Nýja stellinu er hér blandað saman við eldri línur á klassískan máta.

Liturinn er ríkjandi í glervörum frá framleiðandi en einnig er að finna bláa línu í Tema-keramik stellinu frá Iittala sem kom nýverið í verslanir hérlendis. Þar er bæði dökkbláir og ljósbláir munir sem blandast vel saman við eldri bláar vörulínur frá framleiðandanum. Sú lína er ekki alveg einlit heldur er með örlitlum doppum og blæbrigðarmunum í litnum sem gefur stellinu skemmtilegt yfirbragð.

Ef marka má viðtökur hérlendis er Iittala æðið langt frá því að vera lokið.

Hér er glervörunum og nýja klassíska matarstellinu blandað fallega saman.
Hér er glervörunum og nýja klassíska matarstellinu blandað fallega saman. Iittala.com
Tema-stellið er ekki alveg einlit heldur er með örlitlum doppum …
Tema-stellið er ekki alveg einlit heldur er með örlitlum doppum og blæbrigðarmunum í litnum sem gefur stellinu skemmtilegt yfirbragð.
Þetta krútt er hluti af nýju glerlínunni.
Þetta krútt er hluti af nýju glerlínunni.
Ultramarine er virkilega fallegur litur.
Ultramarine er virkilega fallegur litur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert