Dramatísk ferð á Bessastaði

Dagur sonur Davíðs fylgdi föður sínum á Bessastaði í morgun.
Dagur sonur Davíðs fylgdi föður sínum á Bessastaði í morgun. Kristinn Magnússon

„Það var svolítið taugatrekkjandi að fara með terturnar í flug og geta ekki verið með þær í kæli. Það er allt öðruvísi að fara með tertu til vinar þíns heldur en á Bessastaði,“ segir bakarinn Davíð Arnórsson, höfundur Köku ársins 2017 en hann afhenti frú Elizu Reid fyrstu kökuna á Bessastöðum í morgun. Davíð býr í Vestmanneyjum og á og rekur þar bakaríið Stofan Bakhús ásamt bróður sínum. Davíð bakaði því tertuna í Eyjum í morgun og flaug með hana til Reykjarvíkur. Það gekk þó ekki áfallalaust þar sem ófært var í morgun og sat Davíð því með terturnar út á flugvelli ásamt syni sínum og beið þess að rofa myndi til. Veðurguðunum hefur litist vel á terturnar því skyndilega rofaði til og flugfært var. „Ég var orðin nokkuð stressaður um að ná þessu ekki enda er forsetfrúin mjög upptekin," segir Davíð sem komst þó að lokum á Bessastaði á réttum tíma.

Hið glæsilega forsetastell var dregið fram í tilefni dagsins.
Hið glæsilega forsetastell var dregið fram í tilefni dagsins. mbl.is/Kristinn Magnússon
Davíð afhendir forsetafrúnni tertuna eftir töluvert basl í morgun.
Davíð afhendir forsetafrúnni tertuna eftir töluvert basl í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Aðspurður um hvort forsetafrúnni hafi líkað tertan segir Davíð að hún hafi fengið sér tvær sneiðar svo hann reikni með því. „Hvað ferskleikann varðar er þetta sérstaklega góð kaka. Tíserinn í  kökunni er sá að hún er svo létt þannig að þú getur léttilega fengið þér aðra sneið. Uppistaðan er egg og skyr og svo lime og hindber svo hún er merkilega lítið óholl þó þú finnir auðvitað sætuna. Miða við kökur þá er þessi því í hollara lagi," segir Davíð en terturnar hurfu fljótt ofan í mannskapinn svo ljóst er að Kaka ársins 2017 stendur vel undir nafni jafnvel eftir flugferð og kælisleysi. 

Forsetastellið er virkilega klassískt og fallegt og hafa ófáir þjóðhöfðingjar …
Forsetastellið er virkilega klassískt og fallegt og hafa ófáir þjóðhöfðingjar gætt sér á gúmmelaði af því. mbl.is/ Kristinn Magnússon
Forsetahjónin eru hlý heim að sækja og brögðuðu auðvitað á …
Forsetahjónin eru hlý heim að sækja og brögðuðu auðvitað á kræsingunum. mbl.is/Kristinn Magnússon
Forsetafrúin sker tertuna góðu en hún ku vera létt og …
Forsetafrúin sker tertuna góðu en hún ku vera létt og frískandi og henti einstaklega vel sem eftirréttur. mbl.is/ Kristinn Magnússon
Það munu líklega einhverjar konur fá þessa dásamlegur tertu í …
Það munu líklega einhverjar konur fá þessa dásamlegur tertu í konudagsgjöf á þriðjudaginn en hún er seld í flestum bakaríum. mbl.is/Kristinn Magnússon
Gestirnir gerðu tertunni góð skil.
Gestirnir gerðu tertunni góð skil. mbl.is/Kristinn Magnússon
Davíð ræðir við Guðna Th. Jóhannesson forseta íslands yfir sneið.
Davíð ræðir við Guðna Th. Jóhannesson forseta íslands yfir sneið. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert