„Tvídýfa“ er mun ógeðslegri en þig grunar

Þá er það formlega komið á hreint: Tvídýfan er ógeðsleg.
Þá er það formlega komið á hreint: Tvídýfan er ógeðsleg. Skjáskot af Foodie2u

Tvídýfa eða Double Dipping er mjög svo umdeilt fyrirbæri sem Seinfeld gerði ódauðlegt í samnefndum sjónvarpsþáttum hér um árið.

Tvídýfa snýst í stuttu máli um hvort dýfa megi aftur ofan í ídýfu eftir að búið er að bíta í matinn. Gott dæmi um þetta er gulrót sem dýft er í ídýfu og bitið er í. Tvídýfan er þá gjörningurinn þegar þú ætlar að dýfa gulrótinni aftur ofan í - þrátt fyrir að vera búin/n að bíta í hana.

Sumir hafa haldið því fram að það sé nákvæmlega ekkert ógeðslegt við þetta en nú hafa vísindamenn við háskólann í Clemson gert út um þetta mikla ágreiningsmál í eitt skipti fyrir öll og niðurstaðan er svohljóðandi: Tvídýfa er ógeðsleg.

Í skál af salsasósu voru fyrst engar bakteríur en eftir að búið var að tvídýfa í hana nokkrum sinnum voru komnar yfir 30 þúsund bakteríur. Salsasósan reyndist mesta gróðrarstían en einnig voru gerðar athuganir á ostasósu og súkkulaði sem vissulega reyndust móttækilegar fyrir bakteríunum úr tvídýfunni en þó ekkert í líkingu við salsasósuna.

Hér má sjá bráðskemmtilegt og afar fræðandi myndband um rannsóknina:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert