Helgar„trít“ Ágústu Johnson

Ágústa Johnson heldur sig við glúteinlítið mataræði.
Ágústa Johnson heldur sig við glúteinlítið mataræði. Árni Sæberg
Einn af uppáhaldsréttum Ágústu Johnson, eiganda og framkvæmdastjóra Hreyfingar, er þetta auðvelda og girnilega pasta með kóríanderpestó og risarækjum. Uppskriftina fann hún á vefnum fyrir þó nokkru síðan en rétturinn er orðinn helgarklassík á heimilinu. „Þetta er dásamlegur réttur, fljótlegur og hollur. Ég nota bókhveitipasta því það er glúteinlaust, fæst í Heilsuhúsinu.“
Hollt og gott glúteinlaust pasta með kóríanderpestó og risarækjum.
Hollt og gott glúteinlaust pasta með kóríanderpestó og risarækjum.

Spaghettí með kóríanderpestó
fyrir 4.

250 g spaghettí, gjarnan spelt eða bókhveiti.
1 pakki ferskt kóríander
1x límóna
4 hvítlauksgeirar
1 dl furuhnetur
Góð ólífuolía 
salt og pipar
Parmesan-ostur
Risarækjur eða kjúklingalundir með, ég nota risarækjurnar spari.

  1. Þíðið rækjurnar og skolið, pressið safann úr límónum í skál og blandið 1/2 dl af ólífuolíu við. Látið liggja í allt að klst. 
  2. Takið rækjur úr leginum, hitið olíu á pönnu og steikið. 
  3. Ef notaður er kjúklingur þá skerið í litla bita og steikið í olíu, hvítlauk, salti og pipar.
  4. Maukið hvítlauk, kóríander, furuhnetur, parmesan og 2 dl af ólífuolíu og saltið og piprið til. 
  5. Sjóðið spaghettíið skv. leiðbeiningum.
  6. Hellið pestóinu yfir spaghettíið og rækjurnar (eða kjúklinginn) og berið fram með ferskum parmesan.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert