Spíraður morgungrautur stállæranna

Karen er vinsæll spinningkennari í Hreyfingu og elskar hollan og …
Karen er vinsæll spinningkennari í Hreyfingu og elskar hollan og góðan mat. Kristinn Magnússon

Karen Ósk Gylfadóttir er spinningkennari hjá Hreyfingu og sér um að halda stórum hópi fólks í góðu formi. Hún er orkumikil og glaðlynd en hún hefur alla daga á spíruðum morgungraut. „Maður er náttúrulega ekki maður með mönnum nema maður eigi sína útgáfu af morgungraut,“ segir Karen brosandi en hún notar lífræna spíraða hafra í grautinn sinn. „Spírun á korni breytir samsetningu þess á margvíslegan hátt, í stuttu máli, gerir hafrana næringarríkari en vítamíngildi korns getur aukist allt að tuttugufalt eftir nokkra daga af spírun.“

„Í hverri máltíð reyni ég að fá eitthvað úr hverjum fæðuflokki, þ.e prótein, kolvetni og fitu. Ég legg áherslu á að velja mér máltíðir með hærra hlutfalli próteins og fitu þar sem það heldur blóðsykrinum jöfnum til lengri tíma og veitir mér þá uppbyggilegu næringu sem ég þarf þar sem ég hreyfi mig mikið. Í hafragrautinn bæti ég því við 1 msk. af hnetusmjöri sem er ríkt af hollri og góðri fitu og hægir á upptöku kolvetnanna úr höfrunum. Með þessari samsetningu varir seddutilfinningin hátt í 4 klst. og orkan mín helst jöfn yfir daginn. Ég set 1 tsk. af kanil sem hjálpar til að við halda blóðsykrinum jöfnum. Einnig bæti ég við nokkrum bláberjum, þau eru full af vítamínum og gefa sætu. Að lokum strái ég kókosflögum yfir, holl fita og bragðbætir,“ segir Karen en hún hefur heilsusamleg ráð undir rifi hverju. 

Fyrir áhugasama verður Karen með 8 vikna námskeið fyir konur sem vilja koma sér í betra form en það hefst 6. mars.

Spíraður hafragrautur með hnetusmjöri, bláberjum og kókos.
Spíraður hafragrautur með hnetusmjöri, bláberjum og kókos. Kristinn Magnússon

Morgungrautur með spíruðum höfrum

1 bolli spíraðir lífrænir hafrar (t.d. frá Rude Health. Fæst meðal annars í Hagkaup.)
2 bollar vatn

Soðið rólega saman uns úr verður grautur.

Grauturinn er svo toppaður með:
1 msk. hnetusjmör
1 tsk. kanill
Nokkur bláber
Kókosflögum stráð yfir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert