Hindberjabaka með engiferkeim

Lucas lærði matreiðslu á Ítalíu en er uppalinn í Kaliforníu.
Lucas lærði matreiðslu á Ítalíu en er uppalinn í Kaliforníu. Eggert Jóhannesson

Matreiðslumaðurinn Lucas Keller og ljósmyndarinn Íris Ann Sigurðardóttir eru eigendur veitingahússins The Coocoo‘s Nest. Lucas er frá Kaliforníu en lærði matreiðslu á Ítalíu svo réttir hans eru innblásnir víða að. Bakan góða sem hann deilir með okkur hér er hans útfærsla á uppskrift móður hans en sú uppskrift er í miklu uppáhaldi hjá þeim hjónum Írisi og Lucas.

Fullkomin huggulegheit til að bjóða upp á um helgina.
Fullkomin huggulegheit til að bjóða upp á um helgina. Eggert Jóhannesson

Hindberjabaka með engiferkeim

Fylling

375 g frosin hindber
1 þumlungur feskt engifer, rifið
190 g hrásykur
Salt á hnífsoddi
2 msk. tap tapioca-sterkja (fæst í asískum-mörkuðum)
1 sítróna, safi og rifinn börkur

Hrærið öllum innihaldsefnunum saman og setjið skálina til hliðar á meðan deigið er útbúið.

Bökudeig

250 g kalt smjör í teningum
400 g hveiti
10 g salt
40 g hrásykur
80 g kalt vatn

Blandið þurrefnunum vel saman.
Bætið við smjöri og vatni og blandið saman uns deig fer að myndast.
Varist að ofhræra og bræða smjörið. Deigið á að vera flögukennt.

Vefjið deigið í plastfilmu og geymið í kæli í 15 mínútur og allt að 2 daga.

Smyrjið bökuform að innan með smjöri.

Setjið hveiti á borð og fletjið út helming deigsins þar til það nær um það bil 3 mm þykkt.

Leggið útflatta deigið varlega yfir bökudiskinn. Til að forðast loftbólur skal leggja deigið þétt að forminu og pikka það með gafli. Ekki skera aukadeigið sem hangir meðfram brúninni strax.

Hellið fyllingunni yfir deigklætt formið.

Fletjið út seinni hluta deigsins. Leggið hann yfir bökudiskinn og lokið fyllinguna inni. Skiljið eftir um 2 cm af deiginu hangandi út fyrir diskinn.

Klípið deigið í forminu þar sem það liggur ofan á saman allan hringinn til að loka bökunni. Skerið göt á toppinn á bökunni til að mynda fallegt munstur og stráið smá hrásykri ofan á bökuna og bakið í 45 mínútur við 175 gráður.

Látið bökuna kólna svo fyllingin stífni betur áður en hún er skorin. Berið fram með vanilluís.

Engiferkeimurinn gefur bökunni ferskan blæ.
Engiferkeimurinn gefur bökunni ferskan blæ. Eggert Jóhannesson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert